Froðan afhjúpuð

Þessa auglýsingu er að finna inni á heimasíðu Evrópustofu: 

Námskeið um ESB fyrir meðlimi ASÍ og BSRB þann 27. mars, kl. 09:00-16:00, í Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Evrópustofa býður upp á námskeið fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann sem ber heitið Hvernig starfar ESB?

Markmið námskeiðsins er að fara yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt út frá sjónarhóli Íslands. Fjallað verður um ESB sjálft, sögu þess og helstu stofnanir og hvernig ákvarðanir eru teknar innan sambandsins.

Þá verður fjallað um tengsl Íslands og ESB við EES ásamt því að farið er yfir stefnu ESB í byggða- mennta- og vinnumarkaðsmálum.

Námskeiðið verður haldið 27. mars frá 09:00 – 16:00, í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Skráning fer fram á heimasíðu skólans, en námskeiðið er einungis fyrir meðlimi ASÍ og BSRB, og er síðasti skráningardagur 19. mars. Námskeiðið eru kennt af Auðbjörgu Ólafsdóttur og Halldóri Grönvold.

Hér stendur ekki steinn yfir steini og ef rýnt er í þessa auglýsingu afhjúpast froðan sem Evrópusambandssinnar beita í áróðri sínum - en, sá áróður er hættulegur engu að síður. Og kannski einmitt vegna þess að hann er hroði og í fínum umbúðum ber að varast hann og berjast gegn honum.

Hér er látið að því að liggja að námskeiðið eigi að greina frá því hvernig ESB starfi. Það eru ágæt áform. En áform eru til lítils ef þau verða ekkert meira. Eða hvað segir svo: 

"Markmið námskeiðsins er að fara yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt út frá sjónarhóli Íslands." 

Hér er gott að staldra aðeins við og hugsa. Hér eru áformin um: upplýsingar um það hvernig ESB starfi, strax fokin út í veður og vind. Eða starfar ESB með einhverjum öðrum hætti en það starfar, yfirleitt, út frá sjónarhóli Íslands? Hvurslags eiginlega þvæla er þetta? ESB er ríkjasamband sem ótt og títt þróast í átt að stórríki. Það er alveg eins, yst sem innst, hvort heldur horft er á það frá Íslandi eða Ástralíu! ESB er ESB og breytir engu af hvaða sjónarhóli er gónt - jafnvel þótt horft væri af þeim súputeningi sem kögunarhóll Þorsteins Pálssonar er. ESB er alltaf eins: óréttlátt miðstýrt apparat sem þjónar peningaöflunum og eigin skrifræði gegn borgurunum og lýðfrelsi. Það er forneskja.

En að þessu söguðu ber að halda hinu til haga að þarna segir í þessari dæmalausu auglýsingu um áróðurskennslu launþegasamtakanna að markmiðið sé að fara yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt - það lá að. Hún lætur sum sé hafa það eftir sér sjálf aðdáendamaskínan, að þessi mál séu óaðgengileg og flókin! Eða, til hvers þarf að halda sérstakt námskeið í því sem er aðgengilegt og auðlæsilegt? Það skyldi þó aldrei vera þannig að ekki bara sé þetta bákn svo torskilið og flókið að bestu menn þurfi skólagöngu til að horfa þangað yfir, frá sjónarhóli Íslands? -heldur séu aðlögunarsamningarnir sem þjóðin á að glugga í eins og eina kvöldstund fyrir kosningar líka það torf að sérstakrar skólagöngu sé krafist til þess að skilja þar hið óskiljanlega? Gagnstætt því sem haldið er fram.

Fjallað verður um ESB sjálft - merkilegt! Sérstaklega í ljósi þess að á námskeiðinu á að fara yfir Evrópumálin. Og það á líka að fara yfir sögu sambandsins og segja frá því hvernig helstu ákvarðanir eru teknar. Nú? Eru teknar ákvarðanir af þessu sambandi, manni hefur helst mátt skiljast að ESB ákveði ekki neitt heldur séu það hinar frjálsu þjóðir sem það mynda sem ákveði hver fyrir sig hvað hver og ein þeirra vill gera. Eða ætlum við Íslendingar ekki að ráða öllu sjálfir þegar inn er komið, fiskimiðum, hernaði, landbúnaði, iðnaði, tollum og viðskiptum við umheiminn? Eða er það ekki þannig sem það er presenterað hér frá degi til dags?

Þegar þetta er skrifað er þetta námskeið yfirstaðið - en því er það gert að umtalsefni hér að fleiri slík gætu verið á boðstólnum á næstu mánuðum og misserum. Við þurfum að halda vöku okkar fyrir svona áróðursfundum, og við þurfum að mótmæla því - og því er hér með mótmælt - að launþegasamtök fjöldans standi í svona grímulausum áróðri í samstarfi við Evrópustofu! 

-gb. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Kannski ættum við ESB aðildarandstæðingar að bjóða ASÍ og BSRB að halda svona sérstakt námskeið um hætturnar af ESB aðild séð frá sjónarhóli Íslands !

Gunnlaugur I., 28.3.2014 kl. 12:39

2 Smámynd: Elle_

Jú, við ættum að gera það, Gunnlaugur.  Líklega ætti að skikka þá að stoppa þessa íhlutun.  Hví er mútustofan annars enn opin?  Ætlar ríkisstjórnin bara að leyfa þetta endalaust?

Elle_, 28.3.2014 kl. 15:58

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013 ályktaði um lokun Evrópustofu, muni ég rétt.  Það þótti mörgum allróttækt, en þarna sjást í hnotskurn rökin fyrir þeirri ályktun.  Á Íslandi geisa argvítugar deilur um, hvort landið eigi að vera innan eða utan þessa ríkjasambands.  Á meðan fylkingar til hægri og vinstri takast á við aðildarsinna er sjálfsögð kurteisi af Evrópustofu að halda sig til hlés.  Ella verður hún óhjákvæmilega sökuð um óviðurkvæmileg afskipti af innlendum stjórnmálum.  Daður verkalýðshreyfingarinnar við bólvirki auðvalds Evrópu er annkanalegt.

Bjarni Jónsson, 28.3.2014 kl. 20:55

4 identicon

Svo varð allt brjálað aðþví að bændasamtökin lánuðu einhverjum nei samtökum gamla og úr sér gengna stóla. Gaman að þessu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 22:28

5 identicon

Er ekki lógískt, að hardcore ESB-sinni eins og Gylfi Arnbjörnsson bjóði áróðursmeisturunum heim. Hann getur varla látið einhverja meðlimi ASÍ fara að efast um ágæti sambandsins.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 01:18

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Stefán,frekjan og yfirgangurinn birtist í ólíklegustu myndum og líka í beinni útsendingu. Í niðurlagi pistils gb hvetur hann til að fylgst sé vel með áróðursfundum,sem launþegasamtök á Íslandi taki þátt í með Evrópustofu. ég las einhversstaðar að ESB. væri heimilt að reka þessa stofu vegna veru okkar í EES. ----- En nú herðum við róðurinn gegn þessum Esb,sleikjum eftirminnilega.---

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 01:32

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vá! Hvað segiði maður!? Ætla virkilega mennirnir að kynna sér ESB? Guð hjálpi oss og blessi!

Nei, þá held eg vilji nú bjánaprópaganda og vitleysisbull svokallaðrar ,,vinstri" vaktar og heimssýnarruglustrumpanna - þar sem reynar er eitthvað voða leyndó hver fjármagnar ofbeldisáróðurinn og própagndabarsmíðar á almenningi. Voða leyndó. Og bregðast menn hinir verstu við ef þeir eru beðnir um að upplýsa hver borgar brúsann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2014 kl. 01:44

8 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Ómar Bjarki, þú gleymdir að skrifa, "framsjallar" í þessu innslagi þínu. En alþjóðleikanum komstu auðvitað til skila með "própaganda", í tvígang. Heimóttarskapnum (sem er nú það ríkasta í þér, heimalningnum) aftur á móti með almennum fúkyrðum.

- gb.

Vinstrivaktin gegn ESB, 29.3.2014 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband