Vér hinir kiðfættu á sauðskinnsskóm

Jón Bjarnason fv. ráðherra stingur niður penna í Morgunblaðinu í dag og segir m.a. í tilefni af umræðu Stefáns Ólafssonar prófessors um ESB mál:

Skinnskór og torfkofar eru gjarnan misnotaðir í röksemdafærslum þeirra sem telja sig til háskólasamfélagsins. Fyrir mér er sá samanburður reyndar hrós. Vissulega er tekist á um gildismat og sýn en svona til gamans má nefna að einmitt handunnar vörur úr skinni og ull íslensku sauðkindarinnar er nú eftirsóttar sem hluti af ört vaxandi ferðaþjónustu sem miklar væntingar eru bundnar við. Skilaboðin eru bein til þessa fólks sem með listrænu handverki saumar meðal annars fallega skinnskó og skapar þjóð sinni virðingu og tekjur hjá erlendum gestum.

Vafið inn í búning er hinsvegar ekkert farið í launkofa með hvert gildismatið er hjá háskólaprófessornum og hver eru stærstu áhyggjuefnin:

»Einnig skal banna svokallaða »mútustyrki« frá ESB, sem þó var meira en ásættanlegt að þiggja í mun stærri skömmtum frá Bandaríkjunum á gullárum hermangsins og helmingaskiptanna á Keflavíkurflugvelli. Og hjá Íslenskum aðalverktökum og Menningarstofnun Bandaríkjanna.«

Við munum vel þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu endanlega herstöðina í Keflavík, að þá var lagst á hnén og þeir beðnir að vera áfram, peninganna vegna sem komu með þeim inn í landið.

Sjá nánar grein Jóns í heild sinni hér.  http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1299164


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband