Evrópusambandið óborganlega

Evrópusambandið er ekki bara misheppnuð tilraun til að stofna Bandaríki Evrópu heldur einnig launfyndin tilraun skriffinna til að gera sjálfa sig að kjánum.

Nýjasta útspil ESB er að banna hér eftir að olía sé borin fram á veitingastöðum öðruvísi en í sérmerktum og vottuðum umbúðum frá stórfyrirtækjum. Eins og allir sem ferðast hafa um Suður Evrópu þekkja þá er þar gamall siður að bera ólívuolíu fram sem viðbit með öllum mat. Gjarnan er um að ræða heimaframleiðslu héraðs og olían er borin fram í litlum fallegum könnum. Siður þessi er í dag útbreiddur um heim allan og varla sá veitingastaður á Íslandi sem ekki hefur tekið þennan skemmtilega sið upp.  Olía, edik, salt og pipar í fallegum umbúðum sem passa saman. 

En þetta á semsagt að banna. Og þó að veitingahúsaeigendur kvarti þá er líklegt að hér vegi þyngra hagsmunir stórframleiðenda sem sjá sér leik á borði að ryðja smærri framleiðendum út af borðinu. 

Sam Clark sem er þekktur veitingamaður í London er allt annað en ánægður og segir í samtali við Telegraph að þetta muni hafa slæm áhrif. Nú geti hann ekki sjálfur valið olíu frá þeim bónda á Spáni sem hann telur bestan heldur verði hann að skipta við stórfyrirtæki. Ákvörðunin sé andstæð viðskiptafrelsi og gangi auk þess gegn umhverfissjónarmiðum. Olían verði nú aðeins seld í litlum einnota umbúðum.

Talsmenn ESB réttlæta regluna með vísan til hreinlætis og verndunar á olívuiðnaði en sambærilegar reglur hafa þó ekki verið settar fram vegna ediksins en kannski er bara verið að banga þeim saman á sérstakri edikskrifstofu í Brusselborg. /-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér sé írónía.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.5.2013 kl. 20:37

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Embættismenn ESB munu ekki þora að eiga neitt við edikið;  "vinegar", sem er ómissandi á borðum breskra. 

Þeir vita að sem stendur er ekki á óánægju bretanna bætandi.

Kolbrún Hilmars, 21.5.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband