Vigdís nýtur trausts ESB andstæðinga

Ráðherrakapall er mál málanna þessa dagana og sitt sýnist hverjum. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur þannig veist að kynsystur sinni Vigdísi Hauksdóttur og talið af og frá að sú kona sómi sér sem ráðherra. 

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra er á öðru máli og skrifar m.a. á bloggsíðu sína í dag:

Vigdís Hauksdóttir hefur barist einarðlega gegn umsókn og innlimun Íslands í ESB og flutt um það tillögur að draga beri þá umsókn til baka. Ég vona og treysti því að við það verði staðið og umsóknin afturkölluð tafarlaust og tekin upp samskipti við ESB á jafningja grundvelli  eins og við önnur ríki. Sambandssinnar hafa haft horn í síðu Vigdísar vegna þessa ekki síst á Alþingi.

 Gæti verið að þessi einarða afstaða Vigdísar ásamt mjög skeleggri baráttu á þingi í fleiri málum einkum þeim  sem lúta að velferð og réttindum fólks kalli fram m.a. ómálefnaleg viðbrögð andstæðinganna.

Ég treysti m.a. Vigdísi til að bogna ekki í ESB - málinu. Það geta  því miður hin ólíklegustu hné gert þvert á gefnar yfirlýsingar. Ég vona að sagan með þingflokk  og forystu VG  í ESB málinu endurtaki sig ekki hjá væntanlegum ríkisstjórnarflokkum. Til þess er nú of mikið í húfi. 


mbl.is „Áhyggjur verði Vigdís ráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Vigdís hefur staðið sig mjög vel hvað varðar ESB málið á þingi og ég vona að hún geri það áfram, annars er ansi mikið sem hvílir á hennar herðum ætli hún að standa við það sem hún hefur verið að berjast fyrir meðan hún var í stjórnarandstöðu. Einnig er hægt að gera ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn heimti að hafa eitthvað með þessi mál að gera s.s. fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja, þeir hafa alltaf verið tregir í taumi þar.

Sandy, 17.5.2013 kl. 17:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er nú sem oft áður sammála Jóni Bjarnasyni.

Að öðru leyti tel ég að þeir sem eiga hagsmuna að gæta, eins og þessi Katrín Oddsdóttir, sé ekki marktæk í umræðunni um hælisleitendur - hvað þá gagnrýninni.

Kolbrún Hilmars, 17.5.2013 kl. 18:46

3 Smámynd: Elle_

Vigdís hefur verið einn traustasti stjórnmálamaður sem alþingi hefur haft í vinnu árum saman.  Vona að Vigdís nái langt.

Elle_, 17.5.2013 kl. 19:38

4 identicon

Það er nú furðanleg árátta

að vera alltaf að heimta að ráðherrar skipti sér af málefnum undirstofnana

líkt og þessi HÁVÆRU minnihlutahópar hafa oft verið að heimta

og fjölmiðlar verið duglegir að jarma með

Grímur (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband