Ef Ísland væri nú í ESB myndi það eiga að beita Færeyinga viðskiptaþvingunum

Setjum til hliðar um stund þá staðreynd að ESB gæti næst farið að beita Ísland viðskiptaþvingunum, þótt ákveðið hafi verið að byrja á Færeyingum eftir því sem nýjustu fréttir herma. Ef Ísland væri orðið aðili að ESB þá myndi Ísland taka þátt í að beita Færeyinga þvingunum og tæplega geta rönd við reist. Eða hefur einhver heyrt af því að fyrst eigi að leita samþykkis þeirra þjóða, sem að nafninu til eru sjálfstæðar en aðilar að ESB, á þessum gjörningi? Þessi tilhugsun hlýtur að vera mörgum Íslendingum ógeðfelld, því varla á Ísland aðra eins vinaþjóð en einmitt Færeyinga eins og þeir hafa svo ótal sinnum sýnt í verki.

Þetta dæmi segir okkur hvernig ákvarðanataka gengur fyrir sig innan ESB, alla vega í ,,smámálum“ eins og þegar þvinga á smáþjóðir til hlýðni.

Hitt er svo annað mál, ef rétt er, að þarna sé kominn angi af gömlu Albaníuaðferðinni, þar sem litlu þjóðinni var sagt til syndanna þegar skamma átti stóru þjóðina. Í tilfelli Albaníu var stóra þjóðin vinir kommúnísku Albaníu, Kína, í tilfelli Færeyja gætu það verið Íslendingar, en kannski er verið að koma skilaboðum til einhverra allt annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, viljiði ekki hjá svokölluðu ,,vinstri" vakt ekki bara gefa Fæeyingum alla síldina? Jú jú, við skulum bara gera það. Við skuldum gefa færeyingum alla síldina. Hætta að veiða síld. Leyfum færeyingum að eiga þetta. Alveg sjálfsagt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.5.2013 kl. 15:11

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það má líka alveg geta þess að ef að Ísland yrði aðili að ESB, þá féllu úr gildi allir sérsniðnir viðskipta- og fríverslunarsamningar sem Ísland hefur gert við önnnur ríki heims. 

Þar á meðal félli úr gildi mjög hagkvæmur og sérsniðinn viðskiptasamningur Íslands og Færeyinga.

Viðskiptasamningar ESB sem þá tækju við eru ekki mjög margir og t.d. engir við Færeyinga eða Kínverja.

Samningar ESB eru allir svokallaðir rammasamningar sem að eru almenns eðlis og gæta fyrst og fremst hagsmuna stór fyrirtækja samsteypna Evrópu sem og stóru ríkjanna og þeir samningar  myndu aldrei vera sérsniðnir að hagsmunum Íslands og viðkomandi ríkja.

Til lítils gagns fyrir smátt og öflugt smáríki eins og Ísland með að flestu leyti allt aðra atvinnuvegi og allt aðra hagsmuni en iðnaðarlönd Evrópu gömlu. 

Gunnlaugur I., 16.5.2013 kl. 15:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo skulum við gefa rússum allan makrílinn. Þeir rússar ætla að auka sinn kvóta. (og nb. tilgangur færeyinga með að auka hjá sér síldarkvóta er að veiða meiri makríl. þetta var vandamál hjá þeim í fyrr. Of mikil síld sem meðafli.)

Þetta sjá allir bara sæmilega skynsamir og raunsæir menn er aðferðafræði sem gengur aldrei upp og skaðar alla til lengri tíma litið.

Það eru mörg fordæmi fyrir þessari aðferðafræði. Alltaf endað með rústalagningu.

Skemst er að minnast rústalagningu LÍÚ á kolmunnanum sem fyrst núna er að ná sér eitthvað. Frægt er nú þegar íslendingar rústuðu síldinni á sínum tíma. þá héldu þeir að síldin hæmi undan norðurpólnum! Þeir héldu það. Hún kæmi frá norðurpólunum sögðu þeir. Síðan rústalagning. Ótrúlegur andskoti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.5.2013 kl. 15:32

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ómari Bjarki bregst ekki frekar en fyrri daginn hann gætir alltaf ítrustu hagsmuna ESB gegn íslensku þjóðinni í öllum málum hvort sem að við erum að tala um makríl, síld, kolmunna, hvalveiðar eða aðra sjávarútvegshagsmuni, eða ICESAVE.

Skemst er að minnast þess þegar hann fór hamförum fyrir því að Ísland ætti að greiða allar ólögvarðar ICESAVE kröurnar alveg í botn alveg sama hvað.

Meira að segja eftir að Ísland var sýknað af öllum kröfum ESB, Br því bara,eta og Hollendinga þá krafðist hann þess að við ættum samt, af greiða allar þessar kröfur og að dómurinn væri rangur og ósanngjarn fyrir ESB.

Síðan verður honum tíðrætt um einhverja meinta "rústalagningu" íslendinga á fiskveiðistofnum okkar.

Honum væri nær að líta til sannanlegrar rústalagningar og gjöreyðingar ofstjórnunar kerfis ESB á fiskimuðum Sambandsins og reyndar víðar líka.

En þar er flestir fiskstofnar í rjúkandi rústum og talið að 60% fiskistofna á hafsvæðum ESB séu stórelga ofveidd eða í beinni útrýmingarhættu.

Hvað sem að segja má um íslenskt fiskveiðistjórnunar kerfi þá hefur það alla vegana reynst vel í að vernda fiskstofnana, sumir segja ofverndað þá.

Fiskveiðistjórnunarkerfi ESB er hinns vegar handónýtt og löngu gjaldþrota það viðurkenna allir sem að því koma, meira að segja kommísararnir sjálfir !

Aumingja Ómar Bjarki ætli hann verði ekki að flýja land þegar þessi ESB umsókn verður jörðuð?

Gunnlaugur I., 16.5.2013 kl. 16:18

5 Smámynd: Elle_

Jú Gunnlaugur, hann verður að flýja land.  Maðurinn sjálfur er rústir einar.  En af hverju ætli hann sé ekki löngu, löngu, LÖNGU farinn inn í hina miklu dýrð?

Elle_, 17.5.2013 kl. 01:07

6 identicon

Færeyingar hafa verið dálítið frjálslegir með  að ákvarða sjálfum sér síldarkvóta.Jafnvel íslendingum finnst nóg um.Varðandi flótta Ómars Bjarka til ESB þá ættir þú Gunnlaugur I. að geta verið honum hjálplegur.Vanur maður í ESB.Hefur þú ekki búið á Spáni í mörg ár,og alltaf nítt allt niður þar?Skil ekki hyvernig þú getur verið þar.

Jón Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2013 kl. 12:01

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Jón Kristinsson - Bara til að fyrirbyggja langdreginn misskilning þá bý ég ásamt fjölskyldu minni á Íslandi og það höfum við gert síðan við fluttum frá Spáni sumarið 2012 

Við hjónin höfum lengst af búið á Íslandi þar sem við búum nú en við höfum búið víðar í Evrópu m.a. Danmörku, Bretlandi og Spáni. Við teljum okkur því hafa ágætis samanburð og vera víðsýn og hafa ágætis viðmið. Það er algerlega rangt að ég hafi nítt allt niður á Spáni þó svo að við höfum búið þar. Okkur þykir mjög vænt um Spán og Spánverja og aðrar þjóðir þær þar sem að við höfum búið.

En við erum samt alls ekki hrifinn af stjórnsýslunni þar eða því hvernig að komið er fyrir Spánverjum núna, sem að við teljum að stórum hluta vitlausum gjaldmiðli og ónýtri stjórnsýslu Evrópusambandsins um að kenna.  

Gunnlaugur I., 17.5.2013 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband