Kynþáttahyggja lætur á sér kræla

Kynþáttahyggja og hverskyns mannhatur eru vágestir sem við verðum stöðugt að vera á verði gagnvart. Hjalti Kristgeirsson skrifar athyglisverða grein í laugardagsmoggann þar sem hann fjallar um óhugnarlega stöðu þessara mála í einu af löndum ESB.

Hafi einhverjir talið að vera í þeim klúbbi ein og sér leysi menn undan rasismanum þá er það misskilningur. Það er auðvitað ekki svo að ESB verði hér um kennt en spillingin og mannhatrið geta blómstrað jafnt undir hatti þess sem utan hans.

Vinstri vaktin grípur hér niður í pistil Hjalta:

... Tíminn líður, nú verður æ ólíklegra að mannvinir og friðarsinnar af tagi þeirra Soltis og Bartóks kjósi að snúa dauðir heim til Búdapestar úr þvingaðri eða sjálfvalinni útlegð til að hvíla í ungverskri mold. Borgin ymur af taktföstu fótataki fánum veifandi múgs sem skanderar: »Gula stjörnu á gyðinga. Gyðingana í gasið.« Slíkt hefir ítrekað gerst, nú síðast í kjölfar vináttulandsleiks Ungverjalands og Ísraels í knattspyrnu sumarið 2012. Lögreglan aðhefst ekki, stjórnvöld biðjast ekki afsökunar. ...

Einn helsti formælandi stjórnarandstöðuflokksins Jobbik á þinginu í Búdapest, Márton Gyöngyösi, krafðist þess í nóvember 2012 að stjórnvöld gerðu lista um alla gyðinga í opinberu starfi. Fólki hnykkti við, á aftur að setja gyðingalög? Að vísu varð Rogán, þingflokksformaður stjórnarflokksins Fidesz, til að taka undir mótmæli en forsætisráðherrann Viktor Orbán þagði þunnu hljóði.

Eru sígaunar mennskir?

Á nýársnótt síðustu kom til áfloga milli hópa drukkins roma-fólks (sígauna) í smábænum Szigethalom skammt suður af Búdapest. Hnífar voru á lofti og tveir náungar þjálfaðir í bardagaíþróttum stungnir en ekki til ólífis. Þetta varð Gábor Vona, formanni Jobbik-flokksins, tilefni til gleiðgosalegra yfirlýsinga um óþverrana sem ekki skirrðust við manndráp og boðaði að hann mundi efna til fjöldafundar í bænum með óeirðaliðssveitum sínum.

Þetta var eins og við manninn mælt. Einn helsti vígamaður orðsins í hópi Fidesz-manna, eins konar óopinber formælandi stjórnarflokksins og náinn vinur forsætisráðherrans allt frá æskudögum, blaðamaðurinn Zsolt Bayer, brást snarlega við í ungverska fréttablaðinu og dró hvergi af sér að komast upp að hægri síðunni á Vona í því skyni að draga vind úr seglum hans:

»Umtalsverður hluti sígauna er ófær um að lifa í samfélagi manna. Þeir eru skepnur og haga sér sem skepnur. Þessir sígaunar eru ófærir um nokkur þau samskipti sem mannleg geta talist. Í mesta lagi að sundurlaus hljóð brjótist fram úr dýrslegum hvoftinum, það eina sem hann skilur í sinni aumu tilveru er endurgjaldshöggið. Að umbera og skilja, það á ekki við heldur harka og hefndir.«

 Grein Hjalta í heild sinni má lesa hér: http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1283591 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fólki á að vera það ljóst að kynþátta hatur er eðlilegt meðan stjórnvöld opna landamæri án þess að skynja hvað fólk vill. Þegar stjórn völd taka upp á sitt einsdæmi að opna land eða löng fyrir ýmist múslimum eða þeldökkum hvað skeður þá meðal feðra dætra sem byrja að vera með einhverju öðru kyni. Er óeðlilegt að dóttir komi með þeldökkt barn inn í fjölskyldu. Við megum ekki lemja hausnum við stein. hatur byrjar þarna. Þar sem stríð eru og nauðganir milli kynstofna eru algengar hvað getur annað en myndast hatur. Lofum fólki að blandast af eigin hvöt en ekki miðstýringu frá stjórnvöldum Við hér erum börn í svona málum.  

Valdimar Samúelsson, 18.2.2013 kl. 18:57

2 identicon

Valdimar viðurkennir grunlaus eigin rasima.

Hræddur er ég um að það sé sami drifkraftur sem stjórnar flestum öðrum ESB-andstæðingum þó að dulbúnari sé? Sérhagsmunahóparnir eru lítill minnihluti.

Augljóslega byggist afstaða annarra en sérhagsmunaaflanna á djúpstæðum tilfinningum sem engin rök vinna á.

Þeir virðast tilbúnir til að brjóta allar brýr að baki sér og fórna hagsmunum komandi kynslóða fyrir veikan málstaðinn.

Það breytist ekkert á Íslandi hvað varðar fólksflutninga milli landa með ESB-aðild. Íbúum ESB-landa er frjálst að flytjast hingað til búsetu og starfa nú þegar vegna EES-samningsins.

Þetta er hrein einangrunarstefna. Ef útlendingar mega ekki koma til Íslands til búsetu og starfa þá hlýtur það að verða á báða bóga.

Kannski að ESB-andstæðingar óttist landflótta og vilji því loka landinu til að koma í veg fyrir hann.

Sá ótti er reyndar ekki ástæðulaus. Eftir því sem gjaldeyrishöftin dragast á langinn verða afleiðingarnar alvarlegri.

Blómlegustu fyrirtækin flytja úr landi og með þeim þeir starfsmenn sem mesta hafa starfsmenntunina enda ekki störf lengur við hæfi hér.

Þetta á reyndar við um fleiri enda lífskjör miklu betri í þeim ESB-löndum sem við berum okkur saman við. Sjúkir og aldraðir verða eftir enda geta þeir sig hvergi hreyft.

Þannig er hætt við að höft á fjármagnsflutningum leiði að lokum óhjákvæmilega til hafta á fólksflutningum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 23:22

3 Smámynd: Elle_

Hræddur er ég um að það sé sami drifkraftur sem stjórnar flestum öðrum ESB-andstæðingum þó að dulbúnari sé?
OK, Ásmundur, vertu þá bara hræddur.  Kannski vegna þess að þú hugsar sjálfur eins og þú ætlar öðrum?  Þolir ekki ómerkilegar þjóðir utan miklu Brusseldýrðarinnar þinnar, þolir ekki Bandaríkjamenn, sem dæmi, eins og sönnum kommúnista sæmir. 

Það er bara þannig að ekki allir kæra sig um platið ykkar, öskrandi mikla-minnihlutans.  Það þarf engan drifkraft til að vilja ekki miðstýringu og yfirstjórn gamalla  og þaulvanra heimsvelda.

Elle_, 19.2.2013 kl. 00:02

4 identicon

Yfirstjórn? Þú ert illilega heilaþveginn.

Hagsmunir þjóðarinnar er það sem máli skiptir en ekki þjóðremba sem er önnur hlið á rasisma.

Okkur stendur ekki til boða að gerast aðili að Bandaríkjunum auk þess sem rætur okkar eru í Evrópu og mikill meirihluti viðskipta eru við Evrópulönd.

Það er þó ekki ónýtt að fá aðgang að viðskiptasamningi ESB við Bandaríkin sem nú er verið að vinna að.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 00:28

5 Smámynd: Elle_

Hvar rætur ykkar eru, kemur málinu ekkert við, þú heilaþvegni hatursmaður, kynþáttahatari og þjóðremba gegn öllum utan Brusseldýrðarinnar þinnar.

Elle_, 19.2.2013 kl. 00:49

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gapandi upp í Brussel dýrðina,Ásmundur,,,verður þér ekki hleypt inn í dýrðina nema að heiman-mundur fylgi með. Bara minna þig á að hann fáið þið ekki,við höfum heilmikið um það að segja. Nú kjósum við og sjá,við höfum engu gleymt af valdníðslu þessarar stjórnar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2013 kl. 01:24

7 identicon

(Athugasemd með auglýsingatengli fjarlægð af umsjónarmönnum.)

Maria Ýr (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 03:08

8 identicon

Helga, þú þarft að losa þig við þessar ranghugmyndir. Það kostar ekkert að ganga í ESB.

Við þurfum að sjálfsögðu að taka þátt í sameiginlegum verkefnum sem við njótum svo góðs af. En skv lögum ESB höldum við náttúruauðlindunum. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur svo allar aflaheimildir í 200 mílna landhelg okkar.

Það er fjarri því að allir geri sér grein fyrir þessu. Svei mér ef flestir halda ekki enn að landhelgin fyllist af erlendum fiskveiðiskipum ef við göngum í ESB og að við þurfum undanþágu til að verjast því.

Þetta notfæra sér sérhagsmunavörslumennirnir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð og reyna að telja þjóðinni trú um að ekki sé um neitt að semja. Þeir gæta þess hins vegar vandlega að segja aldrei um hvað þarf að semja enda sjá þeir sér hag í að viðhalda ranghugmyndum almennings.

Við þessar aðstæður er auðvitað fráleitt að kjósa um áframhald viðræðna. Ef viðræðum er slitið er ESB-aðild úr sögunni um langa framtíð. Meðan hún er eina lausnin í sjónmáli á mjög erfiðum og skaðlegum vanda kemur auðvitað ekki til greina að útiloka hana.

Hagmunir Íslands eru undir því komnir að halda sérhagsmunaflokkunum frá völdum. Aðeins þannig verður komist hjá því að almenningur verði arðrændur enn frekar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 08:21

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásmundur mig undrar hve fólk er fávíst. Vilt þú svara einni spurningu fyrir mig.

Er það ekki sama og að missa sjálfstæði að gangast undir lög annarra ríkja s.s. sem dæmi ef við tökum lagapakka ESB.

Ásmundur. Segir þú kannski: Já en við fáum sjálf að stjórna okkur eftir þeim og erum því sjálfstæð.  

Segðu mér. Svarið er þetta ekki að gefa frá sér sjálfstæðið.

Valdimar Samúelsson, 19.2.2013 kl. 12:11

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásmundur. Talandi um rasisma. Það er bara til rasisti hér á Norður hveli.

Arabar þola ekki suma araba. Kínverjar þola ekki alla Kínverja. Hversvegna er verið að hamra á okkur Evrópubúa að við eigum að taka á móti öllum þjóðum. Það taka öll löng innan ESB að innflytjendur séu ð sliga þá. Bretar eru að með nokkur hundruð ólöglega innflytjendur og hve erum margir hér. hvernig verður þessi viðskipta samningur okkar við Kína. Reyndu að gleyma þessu orði rasismi. Bara Kínverjar geta flætt landið á einu ári. Komon vertu ekki naive.  

Valdimar Samúelsson, 19.2.2013 kl. 12:20

11 identicon

Valdimar, hvers vegna á örþjóð með meingölluð lög ekki að taka upp önnur vönduð lög á takmörkuðu sviði ef henni gefst kostur á því og finnst sér hagur í því?

Sérstaklega úr því að þetta verða okkar eigin lög sem við getum breytt og endurbætt í samstarfi við hinar ESB-þjóðirnar á jafnréttisgrundvelli.

Við erum einstaklega heppin að hafa þennan valkost í ljósi þess að okkar eigin gjaldmiðill er stórhættulegur. Hann getur sett íslenskt þjóðfélag á höfuðið.

Með ESB-aðild endurheimtum við aukið fullveldi vegna þess að í EES-samningnum felst meira fullveldisafsal en í ESB-aðild.

Eftir ESB-aðild tökum við ekki lengur við tilskipunum frá Brussel. Þær verða sameiginlegar ákvarðanir okkar og annarra ESB-ríkja.

Hag þjóðarinnar er betur borgið með vönduðum lögum ESB frekar en þeirri hrákasmíði sem íslensk lög eru. Við erum einfaldlega of fámenn þjóð til að halda uppi vandaðri löggjöf.

Þegar við bætist að krónan er stórskaðleg og við fáum nothæfan gjaldmiðil er valið auðvelt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 15:00

12 Smámynd: Elle_

Afsakið Vinstrivakt, kannski fór ég yfir strikið (00:49) þegar ég svaraði Ásmundi eins og hann talar við okkur.

Elle_, 19.2.2013 kl. 15:29

13 identicon

Valdimar, varðandi frelsi útlendinga til að flytja til Íslands til búsetu og starfa breytist ekkert með ESB-aðild. ESB-og EES-þjóðirnar hafa þetta frelsi nú þegar.

Til að afnema þetta frelsi verður Ísland að segja upp EES-samningnum. Reyndar eru allar líkur á að við verðum brottræk úr EES ef við höfnum ESB vegna þess að gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum.

Úrsögn úr EES mun hins vegar kosta okkur efnahagslegar hamfarir. Það væri því  óðs manns æði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 15:40

14 identicon

"Eftir ESB-aðild tökum við ekki lengur við tilskipunum frá Brussel. Þær verða sameiginlegar ákvarðanir okkar og annarra ESB-ríkja."

Ásmundur: Ég hef aldrei lesið neitt á minni löngu ævi eins heimskulegt og þetta. Í samanburði við þessa heilalausu fullyrðingu er staðhæfing Lord Kelvins á 19. öld að Marzbúar gætu séð götuljósin í New York ... frá Marz bara mjög trúverðug. Ég gæti líka vitnað í skáldsöguna 1984, en ég er ekki viss um að þú hafir lesið eða skilið hana. Þú hlýtur að fara fram úr öllum villtustu vonum embættismanna í Bruxelles hvað heilaþvott varðar.

En nú er ég búinn að fá nóg af þér, Ásmundur. Nú ætla ég að skrifa áróðursskrifstofu ESB (Evrópustofu á Suðurgötu 10) og kvarta undan því að þú sért að eyðileggja málstað ESB-sinna með heimskuhjali. Ég mun fara fram á það að þeir hætti að borga þér og fái einhvern annan gáfaðri sem getur verið verðugur mótherji okkar. Einhvern sem ekki hefur rökhugsun 5 ára barns.

Pétur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 20:21

15 identicon

Hér bullar hver í kapp við annan með Elle sem bullstýru.

Óskaplega eiga menn erfitt með að skilja einfalt mál. Ég ætla rétt að vona að meðalíslendingurinn sé á mun hærra gáfnafarsstigi. Annars fer illa fyrir okkur.

Það á aldrei að taka miklar áhættur ef annað er í boði. Þó að allt hafi farið vel í þetta sinn hefði það getað farið á annan veg eins og færustu lögmenn bentu á.

Sá sem hættir miklu fé í spilavíti gerir mistök þó að hann vinni vegna þess að með sama háttalagi kemur að því að hann tapar öllu og gott betur.

Það er ekki hægt að réttlæta mikla áhættu með því að allt hafi að lokum farið vel. Það var ekki vitað fyrr en seinna og átti því engan þátt í ákvörðuninni.

Að ógleymdum kostnaðinum vegna tafa á lausn Icesave td vegna lækkaðs lánshæfismats í ruslflokk.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 20:27

16 identicon

Pétur það er með ólíkindum hvað þú ert illa að þér um ESB.

Viðbrögð þín við alkunnum staðreyndum eru svo yfirgengileg að það er greinilega ekki allt í lagi með þig.

Hefurðu ekki heyrt um niðurstöðu norskrar sérfræðinganefndar sem norsk stjórnvöld skipuðu til að rannsaka fullveldisafsal vegna EES-samningsins?

Niðurstaðan var sú að mun meira fullveldisafsal fylgdi EES-samningnum en ESB-aðild.

Það felst einkum í því sem ég benti á og þér finnst vera það heimskulegasta sem þú hefur á ævi þinni heyrt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 20:57

17 Smámynd: Elle_

Yfirbullarinn í síðunni ert þú, Ásmundur, og ég var búin að svara ruglinu þínu þarna.

Elle_, 19.2.2013 kl. 21:09

18 Smámynd: Elle_

Nei, hlekkurinn fór út um holt og hæðir, hann var þarna:
Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það væri lögleysa...

Elle_, 19.2.2013 kl. 21:10

19 identicon

#15 á ekki heima hér. Réttur staður er færsla dagsins.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 21:19

20 identicon

Eftir ESB-aðild tökum við ekki aðeins við öllum tilskipunum frá framkvæmdastjórn ESB, heldur verður umsvifalaust að koma þeim í verk á embættismannastigi og þær mega ekki fara gegnum Alþingi. Tilskipanir í dag, sem varða EES-samninginn eru mikið færri, en þó allt of margar. Það er ekki að ástæðulausu að Norðmenn eiga enn eftir að koma 400 tilskipunum í verk, þeim finnst þær ekki vera nauðsynlegar. Það er rétt, að EES-samningurinn hefur ákveðið fullveldisafsal í för með sér, en það er bara brot af þeirri afhendingu alls sjálfsákvörðunarréttar, sem ESB-aðild jú krefst.

Það væri bezt, ef Noregur, Ísland, Liechtenstein og ESB endursemji um EES-samninginn, þannig að hann sé ekki íþyngjandi fyrir þessi þrjú ríki, að allt það sem ekki skiptir máli fyrir milliríkjaviðskipti (í breiðum skilningi) sé einfaldlega skorið burt, að tilskipunum fækki að sama skapi. Þannig EES-samningurinn sé ásættanlegur fyrir alla aðila og á viðskiptalegum forsendum. Þetta er það sem Norðmenn vilja. Þeir vilja engan veginn ganga í sambandið, en vilja hafa aðgang að mörkuðum. Eins og meirihluti Íslendinga vilja.

Það er della, að ef íslendingar hafna ESB-aðild, að þá verðum við að segja okkur úr EES. Enn einn hræðsluáróðurinn frá ESB-sinnum sem ekki heldur vatni. Auk þess getur ESB ekki sagt upp EES-samningnum einhliða.

Pétur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 21:34

21 identicon

Varðandi efni færslunnar, kynþáttahyggju, þá er þetta mjög flókið og eldfimt efni. Hins vegar er það engum vafa undirorpið, að stefna flokksins Jobbik byggir ekki aðeins á rasisma, heldur beinlínis nýnazisma, eins og gyðinga- og sígaunahatur þeirra ber vitni um. Það er dálítið furðulegt, en þetta minnir á eineltiskenninguna. Gyðingar voru ofsóttir í Evrópu og Sovétríkjunum áður fyrr. Nú ofsækja þeir Palestínumenn. Ofsóknir gegn minnihlutahópum Ungverja í Slóvakíu og Rúmeníu eru velkunnar. Nú ofsækja þeir sígauna og gyðinga heima fyrir. Nú eru Ungverjar mjög erfiðir í umgengni (ég hef þekkt marga af þeim) en ég er á móti öllum ofsóknum eins og þær leggja sig. Og ofsóknir á grundvelli kynþáttar er bara ein tegund.

En þótt Jobbik í Ungverjalandi og tilsvarandi öfgaflokkar séu viðurstyggilegir, því að þeir einblína á kynþátt fólks og fyrirlítur það vegna kynþáttarins, þá þýðir það ekki að innflutningur framandi þjóðarbrota sé án vandamála. Og það er rangt að líta á alla flokka, sem gagnrýna innflutning hundruð þúsunda múslíma sem ekki vilja aðlaga sig, sem öfgaflokka. Það er mikið til í því að strangtrúaðir múslímar séu mestu rasistarnir. Því að trúarbrögð þeirra fyrirskipar þeim að fyrirlíta alla vantrúaða.

(Meira seinna)

Pétur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband