Evrukreppan er konum erfið

Það sér ekkert fyrir endann á evrukreppunni. Framleiðsla dregst saman í mörgum ríkjum álfunnar og áhrifanna verður nú vart  hjá íslenskum útflutningsfyrirtækjum. Þjóðfélagsástandið er víða orðið erfitt eins og fréttir bera með sér frá Spáni og víðar.

Grikkland hefur fengið frest til að ljúka sínum sparnaðarráðstöfunum, en Grikkir mega þó búast við því að þurfa að grípa til sparnaðaraðgerða á árunum 2015 og 2016 samkvæmt samkomulagi evruríkjanna.

Evrukreppan bitnar misjafnlega á hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Við höfum áður greint hér frá gífurlegu atvinnuleysi meðal ungs fólks í álfunni. Svo mikið atvinnuleysi unga fólksins er gróðrarstía fyrir alls kyns öfgahópa, ekki hvað síst ýmsa fasistahópa sem fara nú reglulega um í hópum í mörgum stórborgum Evrópu.

Það hefur ekki borið mikið á því í umræðunni, en evrukreppan virðist bitna fremur á konum en körlum. Einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessu í sænskum fjölmiðlum er Mikael Gustafsson, sem situr á Evrópuþinginu fyrir Vinstriflokkinn og stýrir þar jafnréttisnefnd.

Gustafsson segir að efnahagsstefna evruríkjanna hafi beðið skipbrot. Hún hafi stöðugt gert ástandið verra, eða með hans orðum í lauslegri þýðingu og endursögn:

Það er venjulegt fólk sem borgar reikninginn fyrir mistök bankanna og fjármálaspekúlantanna. Svokallaðar efnahagsumbætur evruríkjanna eru nefnilega þannig útfærðar að ómögulegt er að beita hinu opinbera sem skyldi og því er starfsemi þess öll skorin við trog.

Konur eru umfram aðra háðar því að opinberi geirinn virki sem skyldi. Konur eru í meirihluta starfsmanna hins opinbera og auk þess eru það fyrst og fremst konur sem verða launalaust að sjá um börn og aldraða ættingja sem hið opinbera sinnir ekki lengur vegna sparnaðarkröfu ESB. Það er því ekki nóg með að konur missa atvinnu umfram aðra heldur þurfa þær að sinna í ríkari mæli þeim sem minna mega sín og hið opinbera hefur yfirgefið.

Innri markaður Evrópusambandsins leysir ekki þessi vandamál. Þvert á móti grefur hann undan félagslegu öryggi í álfunni og þrengir að umönnunar- og skólastarfi. Konur fara í meiri mæli inn á heimilin aftur, bæði konur úr einkageiranum og opinbera geiranum, og sinna þar ættingjum sínum kauplaust – og borga þar af leiðandi enga skatta heldur. Skattar hins opinbera dragast saman – og kalla á enn meiri niðurskurð. Það eru afleiðingar af sparnaðarráðstöfunum ESB-landanna.

Í þessu þjóðfélagsástandi sem einkennist af reiði, fátæktarbasli og hræðslu vaxa fasískar tilhneigingar meðal ýmissa hópa. Almenningur er látinn blæða á meðan þeir sem stjórnuðu málum og leiddu til kreppunnar komast hjá því að borga og geta jafnvel skotið stórfé undan. Slíkt hefur skapað mikla reiðiöldu.  Víst er að evrópskar konur eru ekkert kátar yfir þessu.

Sjá nánar:  http://www.europaportalen.se/2012/11/folkpartiets-eu-har-misslyckats 


mbl.is 40% stjórnarmanna verði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í heimildinni fyrir þessari færslu er ekkert minnst á evru hvað þá evrukreppu. Það er tilbúningur Vinstrivaktarinnar.

Minnsta atvinnuleysið og mesta landsframleiðslan í ESB er í evrulöndum ef tvö örríki með nokkra tugi þúsund íbúa eru undanskilin. Í flestum evrulöndum er engin kreppa.

Langmesta atvinnuleysið í Evrópu er hvorki á evrusvæðinu né í ESB. Það er i Kosovo þar sem atvinnuleysið hefur verið um 40%. Næst mest hefur það verið í Bosníu Herzegóvinu, um 27%. 

Konur á evrusvæðinu hafa það flestar mjög gott. Í greininni er ekki verið að tala sérstaklega um konur á evrusvæðinu heldur konur í löndum ESB. Lýsingin á ástandinu á aðeins við um sumar konur í örfáum löndum.

Hafa skal það sem sannara reynist.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 17:10

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei það er nú ekkert nýtt að Ásmundur þessi, sjálfur helsta áróðursmálpípa ESB trúboðsins á Íslandi sjái enga kreppu á ESB/EVRU svæðinu og ekkert atvinnuleysi eða nokkur einustu vandræði þar heldur.

Þessi maður er óborganlega staurblindur og heyrnarlaus þegar það hentar honum og hans uppgerðarlega og upphafna einstefnu ESB málsstaðar, sem sennilega er ekki alveg óborganlegur fyrir hann, eða hvað ?

Hann hefði sómt sér mjög vel sem áróðurspenni gamalla fréttastofa Sovétsins eins og "TASS" og "NOVOSTY" sem sífellt og swtöðugt fluttu aðeins svokallaðar dýrðarfréttir af dásemdum hinn Sovéska- yfirburðakerfis.

Bendi á að meðaltalsatvinnuleysi á öllu EVRU svæðinu mældist síðast nú í haust 11,6% og fer enn hækkandi samkvæmt tölum EUROSTAT.

Til þess að reyna að sýna fram á að atvinnuleysi á EVRU svæðinu sé nú eiginlega sama og ekki neitt, þá nefnir Ásmundur hér að ofan til einhver tvö sára fámenn, stríðshrjáð og frumstæð Evrópuríki, eins og Kosovo og Bosníu Herzegóvinu sem séu með svipað eða kannski eitthvað örlítið meira atvinnuleysi og efnahagsleg- og félagsleg vandamál líka eins og verstu atvinnuleysisbæli ESB/EVRU svæðisins eru í dag.

Það er langt seilst hjá Ásmundi þessum í réttlætingunum fyrir hinu óskeikula ESB/EVRU dýrð.

Mikið að hann fer ekki að draga frumstæðustu ríki þriðja heimsins eins og Bangladesh eða Zimbabve til þess að sýna fram á, bera saman og réttlæta þessa hryggðarmynd sem blasir við til að sýna þessa ímynduðu yfirburði ESB/EVRÓ SOVÉTKERFISINS, sem hann ver hér fram í rauðan dauðann.

Ásmundur okkar þessi óforbetranlegi ESB forritaði páfagaukur hefði betur átt að horfa á fréttir frá ESB/EVRU svæðinu í dag þar sem fátæktin, niðurskurðurinn og atvinnuleysið fer stöðugt versnandi.

Í dag var að undirlagi hinnar Evrópsku verkalýðshreyfingar og verkalýðsfélaga hinna einstöku svæða skipulagður sérstakur mótmæla dagur sem kallaður var:

"Dagur aðgerða og einingar" til að mótmæla atvinnuleysinu og stöðugt rýrnandi kjörum alþýðu fólks á ESB/EVRU svæðinu. Meðan sífellt væri mokað undir bankaveldið og stórkapítalið og lýðræði borgarana skert í nafni Brussel Elítunnar.

Þessi stórtæku mótmæli sem milljónir manna tóku þátt í voru allt frá Belgíu, Bretlandi Frakklandi, Spáni, Portúgal og austur um til Ítalíu, Kýpur og Grikklands.

Ásmundur þessi í raun hinn óþekkti og nafnlausi og ASÍ forystan íslenska eða Elítan í Brussel hafa náttúrulega alls ekkert tekið eftir þessum stórtæku mótmælum.

Ekki frekar en þau tóku eftir því þegar að alþýða fólks í stórborgum þessara ESB/EVRU landa tók sjálfan blá- gulstjörnu fána þessa handónýta stjórnsýsluapparats ESB og brenndi hann til kaldra kola í beinni útsendingu á torgum stórborga þessara landa eins og bara sást alveg óvart í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld.

Á blá-fánan stjörnum prýdda sem brenndur var í dag hafði verið skrifað svörtum stöfum "BRUSSELS MAFIA ELITE"

Gunnlaugur I., 14.11.2012 kl. 22:46

3 identicon

Andúð Gunnlaugs á ESB minnir á afstöðu fasistaflokka í Evrópu. Slík viðbrögð heyrast yfirleitt annars ekki í Evrópu. Jafnvel Grikkir vilja umfram allt vera áfram í ESB með evru.

Sama á við um aðrar evruþjóðir hvort sem þær eru í vanda staddar eða á góðu róli. Fylgi við alild og evru er oftast yfirgnæfandi, yfir 80%.

Skrif Gunnlaugs endurspegla persónuleg sárindi hans. Afstaða hans virðist því vera sérhagsmunaleg. Manni dettur því óneitanlega í hug að hann sé einn þeirra sem er í aðstöðu til að hagnast á ónýtri krónu á kostnað almennings.

Allavega er stórundarlegt að einstaklingur sem sýnir slíka andúð á ESB og evru skuli kjósa að búa í evrulandi. Hann hagar sér eins og maður sem hefur fundið gullnámu sem enginn annar má vita af.

Ég ætla ekki að elta ólar við óra Gunnlaugs í #2 enda hafa þeir minnst með skrif mín í #1 að gera. Þau standa óhögguð.

Í Evrópu er minnst atvinnuleysi í nokkrum löndum á evrusvæðinu þar á meðal Þýskalandi. Mest er það í tveim löndum utan ESB.

Landsframleiðslan er mest í evrulöndum. Hagvöxtur er ekki mikill í Evrópu um þessar mundir hvort sem er á evrusvæðinu eða þar fyrir utan.

Hagvöxtur er hins vegar ofmetið fyrirbæri eins og best sést á því að í flest efstu sæti yfir mikinn hagvöxt í heiminum raða sér efnahagslega vanþróuð ríki.

Til að meta hvort hagvöxtur sé af hinu góða þarf að skoða hvað liggur að baki honum. Hagvöxtur sem byggist á skuldsetningu til neyslu eða óarðbærra framkvæmda er óæskilegur enda kemur hann mönnum í koll síðar.      

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 08:25

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ásmundi til hugarhægðar, þá er ég og fjölskylda mín flutt aftur til Íslands eftir 6 ára reynslu af því að búa í ESB/EVRU löndum. Mikill munur á hvað miklu meiri drifkraftur er í þessu litla íslenska samfélagi en kyrrstöðu- vonleysis samfélögum gömlu Evrópu.

En þú ert náttúrulega komin með "fasistastimpilinn" á loft af því að maður sér ekki ljósið frá Brussel. Slíkt er háttur Elítunnar frá Brussel og einmitt vegna þess að þeir skilja ekki fólk þá vex þessum vondu öflum auðvitað ásmegin um alla Evrópu.

Talandi um að 80% fólks innan ESB styðji þessa gerspilltu ofstjórnarelítu í Brussel er bara lygi. Í öllum löndum ESB er sívaxandi andstaða gegn þessu apparati meðal alþýðu fólks sem gerir sér æ betur grein fyrir að þetta ólýðræðislega Elítu stjórkerfi og samrunaferli Elítunnar er ekkert að ganga upp !

Gunnlaugur I., 15.11.2012 kl. 11:47

5 identicon

Gunnlaugur lætur enn og aftur eins og að ástandið á Spáni, þar sem hann bjó, sé dæmigert fyrir ESB-þjóðirnar. Í blekkingarskyni kýs hann að horfa framhjá því að ástandið í flestum evrulöndum er mun betra en á Íslandi.

Þau lönd sem við erum vön að bera okkur saman við eru flest með evru. Þetta eru norður- og vestur-Evrópulöndin. Þau eru flest með mun hærri laun en við og mun meiri landsframleiðslu á mann.

Launin hjá okkur eru sambærileg við suður-Evrópulöndin Ítalíu, Spán og Grikkland sem öll eiga í erfileikum. Kýpur er með mun hærri laun en við.

Gunnlaugur þarf að gera sér grein fyrir að Spánn er hvorki ESB né evrusvæðið. Hann ætti að kynna sér ástandið td í Þýskalandi, Austurríki, Hollandi, Lúxemborg og Finnlandi.

Miðað við að enn er heimskreppa í gangi er ástandið býsna gott í þessum og fleiri evrulöndum. Hér á landi er skortur á stöðugleika aðalvandinn enda getur allt hrunið á augabragði vegna ónýts gjaldmiðils.

Sem dæmi um afleiðingar heimskreppunnar er ástandið í Bandaríkjunum býsna alvarlegt. Veit Gunnlaugur kannski ekkert um "fiscal cliff"? 

http://www.bbc.co.uk/news/magazine-17543356 

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 16:54

6 Smámynd: Elle_

Allt sem þessi svokallaði Ásmundur segir er lygi.  Hann, Ómar H., veit þetta vel, vinnandi fyrir fasistaveldið og Jóhönnuliðið.  Hann veit allt um eymd og kvalir fólskins á kostnað bankanna og fjármálaveldisins í þessu spillta veldi, nýlenduveldasvæði álfunnar Evrópu. 

Í fréttum RUV í gærkvöldi sást spænka lögreglan lemja venjulegt fólk sem mótmælti þar eymdinni og mannréttindabrotunum ásamt milljónum manns í öðrum ríkjum dýrðarveldisins.  En Ómar H., hann bliknar ekki, bara berst harðar fyrir ógeðinu, eins og hann gerði fyrir ICESAVE. 

RUV kallaði ofbeldið stympingar milli mótmælenda og lögreglu, ekki orð um lögregluofbeldi eða mannréttindabrot almennt gegn fólki þarna.

Elle_, 15.11.2012 kl. 17:07

7 Smámynd: Elle_

Í fréttum RUV (12min + 17sek inn í fréttatímann) í gærkvöldi sást spænka lögreglan lemja venjulegt fólk sem mótmælti þar eymdinni og mannréttindabrotunum ásamt milljónum manns í öðrum ríkjum dýrðarveldisins.

Elle_, 15.11.2012 kl. 17:09

8 Smámynd: Elle_

- - - spænska lögreglan.

Elle_, 15.11.2012 kl. 17:10

9 identicon

Elle, hvað meinarðu?

Það vita allir að Spánn er í vanda. Flest evrulöndin eru það hins vegar ekki. Það er jafnmisjafnt komið á með þeim og þau eru mörg.

Áttu við að úr því að Spánn er í ESB og lögreglan á Spáni lemur mótmælendur að þá muni íslenska lögreglan lemja mótmælendur á Íslandi ef við göngum í ESB?

Var þetta innihaldið? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 21:20

10 identicon

Það er gaman að fylgjast með þessari umræðu, annars vegar áróðurinn í Ásmundi, sem sennilega hefur aldrei hætt sér út fyrir Rvík 101, og hins vegar Gunnlaugi, sem hefur margra ára reynslu af að búa í ESB-landi og þekkir allar hliðar þess.

Sérstaklega hlægilegt er .þegar Ásmundur  skrifar "Hann ætti að kynna sér ástandið td í Þýskalandi,...". Það vita allir heilvita menn, að ekkert ríki hefur hagnazt eins mikið af ESB og Þýzkaland, en á kostnað annarra. Þegar einhver tapar (S-Evrópuríki), þá hlýtur einhver annar að græða (Þýzkaland).

Þessi Ásmundur er alveg jafn slæmur og annar heilaþveginn útsendari Samfylkingarinnar, Sigurður M. Grétarsson, sem heldur sleitulaust áfram að ljúga um ESB.

Pétur (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 11:47

11 identicon

Það er gaman að fylgjast með þessari umræðu, annars vegar áróðurinn í Ásmundi, sem sennilega hefur aldrei hætt sér út fyrir Rvík 101, og hins vegar Gunnlaugi, sem hefur margra ára reynslu af að búa í ESB-landi og þekkir allar hliðar þess.

Sérstaklega hlægilegt er .þegar Ásmundur  skrifar "Hann ætti að kynna sér ástandið td í Þýskalandi,...". Það vita allir heilvita menn, að ekkert ríki hefur hagnazt eins mikið af ESB og Þýzkaland, en á kostnað annarra. Þegar einhver tapar (S-Evrópuríki), þá hlýtur einhver annar að græða (Þýzkaland).

Þessi Ásmundur er alveg jafn slæmur og annar heilaþveginn útsendari Samfylkingarinnar, Sigurður M. Grétarsson, sem heldur sleitulaust áfram að ljúga um ESB.

Pétur (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 11:51

12 identicon

Ég biðst velvirðingar á því að athugasemd mín kom tvisvar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin.

Pétur (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 11:52

13 identicon

Ekki er rökunum fyrir að fara hjá Pétri frekar en öðrum ESB-andstæðingum:

"Það er gaman að fylgjast með þessari umræðu, annars vegar áróðurinn í Ásmundi, sem sennilega hefur aldrei hætt sér út fyrir Rvík 101, og hins vegar Gunnlaugi, sem hefur margra ára reynslu af að búa í ESB-landi og þekkir allar hliðar þess."

Enn einn sem heldur að ástandið á Spáni endurspegli ástandið í ESB. Þó að atvinnuleysi á Spáni sé yfir 25%, er það aðeins 4% í Austurríki og lítið hærra í mörgum öðrum ESB-löndum. Sami munur er á öðrum hagtölum.

Ég hef komið til flestra ESB- og evrulanda. Það nægir hins vegar ekki til að gera sér grein fyrir efnahagsástandinu á staðnum. Til þess þarf maður að kynna sér gögn frá td Eurostat eða Wikipedia.

Ég hef oft verið með hlekki á slík gögn. En andstæðingar aðildar virðast ekki líta á þau. Þau eru búin að ákveða sig. Sannleikurinn breytir engu.

Eða eins og Elle sagði: Við viljum ekki aðild, það eru okkar rök. Pétur virðist falla vel inn í hópinn.

"Sérstaklega hlægilegt er .þegar Ásmundur  skrifar "Hann ætti að kynna sér ástandið td í Þýskalandi,...". Það vita allir heilvita menn, að ekkert ríki hefur hagnazt eins mikið af ESB og Þýzkaland, en á kostnað annarra. Þegar einhver tapar (S-Evrópuríki), þá hlýtur einhver annar að græða (Þýzkaland)."

Ég nefndi mörg lönd bæði stór, meðalstór og lítil. Að taka Þýskaland sérstaklega úr úr er að taka hlutina úr samhengi í blekkingarskyni. 

Það er alltaf þannig að ríki sem eru í góðum málum njóta þess td í lægri vöxtum. Það á við alls staðar í frjálsu hagkerfi en ekki bara í ESB.

Reyndar virðist Þýskaland ekki vera í sérstaklega góðum málum í samanburði við Vestur-Evrópu- og Norður-Evrópuþjóðirnar. Ánægja með lífskjör í þeim flestum er mun meiri en á Íslandi, en þó ekki í Þýskalandi eins og hér má sjá:

http://www.oecdbetterlifeindex.org/topics/life-satisfaction/

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband