Alþingi og þjóðin

Andstaða íslensku þjóðarinnar við ESB fer vaxandi. Þetta sýna skoðanakannanir, nú síðast vandaðar kannanir Gallups sem birtust í blaði Heimssýnar í gær. Þar kemur meðal annars fram að af þeim sem afstöðu taka vilja 6 af hverjum 10 afturkalla umsóknina. Liðlega 7 af hverjum 10 vilja ekki ganga í ESB. 

Þessar nýju tölur Gallup varpa líka ljósi á stöðu forystusveitar VG. Þrátt fyrir að stórir hópar hafi horfið frá VG vegna ESB mála og eftir séu fyrst og fremst þeir foringjahollu er engu að síður meirihlutinn á því að afturkalla umsóknina. Af heildinni eru þetta 50% en þegar tekið er með að 8% taka ekki afstöðu þá er rauntalan 54%. 

Í ESB málum er gjá milli þings og þjóðar. Fólkið vill afturkalla umsóknina um aðild en Alþingi heldur áfram hættulegum leik með fjöregg þjóðarinnar, sjálft fullveldið. ESB tekur af öll tvímæli, það er ekkert til sem heitir að kíkja í pakkann. Í texta stækkunardeildar ESB segir orðrétt:

Hugtakið "samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðlögunarsamningar einblína á skilyrði og tímasetningar á því hvenær og hvernig umsóknarríki lagar sig að reglum ESB.. sem eru ekki umsemjanlegar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé loksins ljósið!

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:23

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þýðir þessi yfirlýsing að þú nennir ekki lengur að þykjast?

Kolbrún Hilmars, 13.11.2012 kl. 14:34

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi vandaða könnun CAPCENT GALLUP sýnir vilja þjóðarinnar svo ekkert er um að villast. Meirihluti slenska þjóðin vill hvorki ganga inn í ESB né heldur halda þessum aðildarviðræðum áfram. Aðeins 36% vilja halda þeim áfram og heldur færri vilja í raun ganga í ESB. Innan við 10% eru hlutlausir eða taka ekki afstöðu í þessu stærsta máli íslensks samtíma.

En nú bregður svo við sem oftar þegar fréttir eru óhagstæðar fyrir hina ESB sinnuðu fréttamenn þessarar þjóðar að nú steinþegir nánast öll fjölmiðlahirðin.

Allt frá hinum upplýsandi og hlutlausu fréttamiðlum Ríkisútvarpsins, til fjölmiðlaveldis Jóns Ásgeirs, með Fréttablaðið og Stöð 2 og Bylgjuna í broddi fylkingar.

Hin Samfylkingarsinnaða Eyja steinþegir auðvitað um þetta sem áður.

Veit ekki um Smuguna?

Eini fjölmiðillin sem eitthvað kveður að og sagði frá þessu er Morgunblaðið.

Hjá öllum hinum er æpandi þögnin og skipuleg þöggun þessara fjölmiðla, skammarleg í þessu stóra deilumáli íslenskra stjórnmála !

Gunnlaugur I., 13.11.2012 kl. 14:57

4 identicon

Þetta er eitthvað skrýtin könnun. Hún var gerð í september og október, sennilega um leið og könnunin um fylgi við aðild, og var því trúlega lokið fyrir miðjan október. Samt er niðurstaðan ekki birt fyrr en núna. Hvað veldur?

Heimssýn hefur séð ástæðu til að pukrast með könnunina. Hún er ekki einu sinni birt á vefsíðu þeirra. Þetta vekur upp grunsemdir um að eitthvað við könnunina valdi því að hún standist ekki skoðun.

Hvergi kemur fram hve hátt svarhlutfallið var. En miðað við hina könnunina hefur það væntanlega verið mjög lágt. Það hafa því trúlega verið innan við 30% aðspurðra sem vildu slíta viðræðunum.

Margir neita eflaust að taka þátt í könnunum sem eru liður á áróðursstríði Heimssýnar. Margt bendir auk þess til að fylgi við aðild hafi farið vaxandi frá því að könnunin var gerð.

Í því sambandi má nefna gífurlega fylgisauknungu ESB-flokkanna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, á einum mánuði í þjóðarpúlsi Capacent, og stórsigur ESB-sinnanna Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Vilhjálms Bjarnasonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi.

Annars er það greinilega mjög vanhugsað að vilja slíta viðræðunum nema menn séu nógu ósvífnir til að gera hvað sem er til að stöðva þær. Flestir eru það ekki.

Það er fáránlegt að slíta viðræðum ef fylgi við þær fer niður fyrir helming í skoðanakönnun, sérstaklega úr því að ekki er hægt sé að taka þær upp aftur þegar fylgið fer upp fyrir helming. Ef viðræðunum verður slitið þá er það endanlegt.

Það er greinilegt að verið er að reyna að koma í veg fyrir að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar komi fram. Reynt er að plata fólk til að hafna áframhaldi á viðræðunum meðan samningur liggur ekki fyrir því að líklega mun þjóðin samþykkja hagstæðan samning.

Vinnubrögð af þessu tagi eiga sér ekkert fordæmi í ESB-umsóknarferli annarra þjóða. Eru vitleysingar einfaldlega svona miklu fjölmennari hjá okkur en öðrum þjóðum? Er meðvirknin með þeim miklu meiri?

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 17:42

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Ásmundur. Þú getur nú ekki sjálfur talið þetta málefnalegt innlegg. Ástæðan fyrir því að við í Heimssýn geymdum könnunina var að henni var ætlað að birtast í blaði því sem var svo dreift í vikunni og er raunar enn í dreifingu. Gallup hefur ekki gefið sig út fyrir að birta ómarktækar kannanir og það er yfirleitt talin alaumasta vörn stjórnmálamanns að skíta út kannanir. Í þessari könnun svöruðu 848 og um 90% tóku afstöðu.

Bjarni Harðarson, 13.11.2012 kl. 20:55

6 identicon

Bjarni, innlegg mitt er fullkomlega málefnalegt enda útskýri ég hvað ég hef að athuga við fréttir af þessari könnun.

Ég hef ekkert sett út á könnunina sem slíka heldur aðeins hve dult hún hefur farið allan þennan tíma auk þess sem mikilvægar upplýsingar vantar til að geta tekið afstöðu til hennar.

Það gerir hana tortryggilega. Það vekur einnig furðu að ekkert sé um hana að finna á vefsíðu Heimssýnar. Með öðrum orðum beinist gagnrýni mín ekki að Capacent.

Svo er alkunna að niðurstöður skoðanakannana fara yfirleitt að einhverju leyti eftir því fyrir hvernig hún er unnin hver svo sem ástæðan er fyrir því.

Skoðankönnun unnin fyrir Heimssýn kemur yfirleitt betur út fyrir þau samtök en ef hún er óháð eða unnin fyrir aðildarsinna.

Þú upplýsir ekki hve margir svöruðu ekki könnuninni. Þær upplýsingar þurfa að liggja fyrir, eða svarhlutfallið, til að hægt sé að reikna út hve mörg prósent aðspurðra vildu slíta viðræðunum.

Ég tel ekki ólíklegt að tiltölulega fáir af þeim sem hafa ekki tekið afstöðu eða ekki svarað muni vilja slíta viðræðunum. Það er vegna þess að flestir þeirra sem eru svo ósvífnir þurfa ekki langan tíma til að gera upp hug sinn.

Könnun um svona fjarstæðu á heldur ekki að bera saman við eitthvað raunverulegt eins og fylgi við stjórnmálaflokka.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 22:20

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kannanir frá Heimssýn eru alltaf með leiðandi spurningar. Enda fá þeir alltaf niðurstöður sem eru þeim í hag. Ég hef aldrei séð könnun frá Heimssýn þar sem niðurstaðan er þeim í óhag.

Undarlegt er það ekki?

Það er einnig ljóst að 848 manns sem svöruðu er mjög lítil könnun. Til þess að fá eitthvað marktækt. Þá þarf að lámarki að ná til 1000 manns eða fleiri.

Jón Frímann Jónsson, 14.11.2012 kl. 07:24

8 identicon

Í #4 segi ég: "Þetta vekur upp grunsemdir um að eitthvað við könnunina valdi því að hún standist ekki skoðun.

"Þetta er ónákvæmt og villandi orðalag. Eins og samhengið sýnir á ég við að takmarkaðar upplýsingar um könnunina og sú staðreynd að það dróst á langinn að birta hana geri mönnum erfitt fyrir að meta gildi hennar af einhverju viti.

Það er sagt að könnunin hafi verið gerð í september og október. Er átt við að hún hafi staðið yfir frá byrjun september til loka október? Hvers vegna tók hún svona langan tíma? Var verið að bíða eftir svörum? Svöruðu þá kannski langflestir í byrjun september?

Skoðanakannanir eiga að gefa vísbendingu um ástand þegar könnunin er birt. Annars er hún lítils virði. Upplýsingar um ástand fyrir tveim mánuðum eru úreltar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband