Rósturnar í Evrópu, raunveruleg ógn eða afsökun fyrir stríðsherra?

Ein mest lesna fréttin á vefnum euobserver.com þessa dagana fjallar um viðbúnað sem Svisslendingar hafa talið sig verða að grípa til vegna óróleikans í Evrópu, einkum þeim löndum sem verst standa fjárhagslega. Sem kunnugt er stendur Sviss utan við bæði ESB og EES og tilheyrir ekki evrusvæðinu, enda með einn traustasta gjaldmiðil í heiminum, að því er talið er. Uli Mauer varnarmálaráðherra Sviss sagði í viðtali við blaðið Schweizer Soldat að vaxandi ofbeldi í Evrópu gæti leitt til þess að beita þyrfti svissneska hernum til að verja Sviss. Sjónum er bæði beint að mögulegum vaxandi átökum innan Sviss og flóttamannastraumi sem kynni að skella á landinu og auka á ólguna í landinu. Sömuleiðis er talað um að vera með viðbúnað á flugvöllum og við stórfyrirtæki í landinu.

Í Sviss er bæði atvinnuher og einnig eru karlmenn á ákveðnum aldri (frá 19-34, stundum upp í 50 ára) skyldaðir til að vera undir vopnum eftir þörfum. Þar er einnig all-öflug hreyfing friðarsinna sem líta svo á að hernaðarsinnar í Sviss noti þetta tækifæri til að auka vígbúnað í landinu og sé vatn á myllu þeirra sem vilji efla svissneska herinn. Svipaðar raddir hafa raunar heyrst í fleiri löndum Evrópu og bent hefur verið á hversu stutt er milli upplausnarástands, sem í þessu tilviki er hægt að rekja til mannanna verka, og aukins valdboðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlægilegt! Óróleikinn í Evrópu einskorðast við örfá lönd og stendur yfirleitt aðeins yfir part úr degi, oftast með löngu millibili.

Það er verið að mótmæla aðgerðum innlendra stjórnvalda. Þess vegna er fráleitt að ætla að Sviss stafi einhver hætta af þessu andófi.

Hvað fær maður að heyra næst? Að Danir vígbúist vegna íslensku búsáhaldabyltingarinnar? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 16:29

2 Smámynd: Einar Steinsson

Ég bý í nágrannaríki Sviss, Austurríki og get nú ekki sagt að maður verði var við einhvern óróleika í Evrópu nema þá lengst í suðri hjá Grikkjum en það er 1500 km í burtu og þeir verða bara að leysa það sjálfir.

Austurríkismenn hafa það allavega ágætt, nóg vinna og efnahagurinn í lagi. Í síðustu könnun sem ég sá vildu einungis 18% losna við evruna og meira að segja lærisveinar Jörg Haiders heitins eru hættir að tala um að yfirgefa ESB.

Einar Steinsson, 25.10.2012 kl. 18:07

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið með þetta upplegg er - að það er bara bull. Best að segja það barasta strax alveg eins og er.

Maður veit samt ekki alveg hvernig á að byrja á að kenna fólki heimildarvinnu 101 og forspajallsvísindi í gagnrýnni hugsun.

Maður sér strax að þetta upplegg euobserver er alveg fáránlegt. Að svisseski herinn sé að segja það einhver mótmæli á grikklandi eða spáni komi þeim við? Að sjálfsögðu ekki.

Ennfremur bætir svokölluð ,,vinstrivakt svo hressilega við frétt euoserver að 1/15 væri meira en nóg. þannig er þetta tilkomið. Ein fjöður og 5 hænur? Kannast einhver við það??

það sem þeir sögðu - og haldið ykkur nú fast - var að svissnesk fjármálakrísa gæti ollið óróa innanlands og herinn yrði að vera viðbúinn því. Annað væri óábyrgt. Allt og sumt. þetta er eitthvað sem allir mundu segja á öllum tímum.

,,Uli Mauer varnarmálaráðherra Sviss sagði í viðtali við blaðið Schweizer Soldat að vaxandi ofbeldi í Evrópu gæti leitt til þess að beita þyrfti svissneska hernum til að verja Sviss."

euobserver segir þetta ekkert. þeir segja: ,,Swiss defence minister Uli Maurer recently told Schweizer Soldat magazine that there may be an escalation of violence in Europe. "I can’t exclude that in the coming years we may need the army," he said."

þarna sést að aðein er vitnað beint í eina setningu sem óljóst er í hvað samhengi var sögð - en alveg klárt að euobserver segir ekkert að sviss þurfi að verjast utanaðkomandi árásum. það er tilbúningur og skáldaskapur vinstrivaktar.

Ennfremur kemur afar vel fram í euobserver þegar vitnað er í talsmann hersins, að verið er að tala um mögulega róstur og mótmæli í Sviss: ,,“It's not excluded that the consequences of the financial crisis in Switzerland can lead to protests and violence,” a spokesperson of the Swiss defence ministry told CNBC on Monday. “The army must be ready when the police in such cases requests for subsidiary help.”

Enn einu sinni er vinstrivakt staðin að ljótri lygi, óheiðarleika og ómerkilegheitum og þeir ættu að skammast sín eins og LÍÚ hyskið og skítapakkið. Skammist ykkar!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2012 kl. 22:19

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

“It's not excluded that the consequences of the financial crisis in Switzerland can lead to protests and violence,” [...] “The army must be ready when the police in such cases requests for subsidiary help.”

Sviss gæti farið á hausinn? Væri vandræðalegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.10.2012 kl. 23:50

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, þetta er allt bara tilbúningur eða svona spírall uppá við sem einstaka fjölmiðlar eru að trekkja upp. Svo taka óvandaðar síður ss vv þetta og bæta í eða setja fram á þann hátt eins g sviss sé í einhverri alsherjar prógrammi til verja landamæri. Tóm tjara bara.

þetta byrjar allt með að sviss heldur einhverja æfingu sem er löngu ákveðin, 2-3 ár síðan og svo eru menn að lesa í það og í framhaldi orð einhverra marskálka og tindiltáta. Allt rifið úr samhengi og sett fram í æsifréttastíl.

Eg segi fyrir mig að eg er komin með nóg af þessu bulli á Íslandi endalaust í öllum málum. það er ekki nóg að hafa fíflastöð eins og Ínn og asnafjölmiðil eins og mogga. Nei nei. það þarf að hafa fjölda líú blogga og sérhagsmunasíðna til að hamra á einhverri vitleysu.

Ef eitthvað má segja, svona pínulítið raunsætt, um heræfingar í sviss og vandamál vegna mótmæla, að þá hentaði sviss hugsanlega landa verst ef upp kæmu mikil mótmæli þar. Vegna þess að þar mjög mikið um alþjóðleg stórfyrirtæki. Landið reynir að lokka til sín fjársteka aðila og fyrirtæki sjá sér hag í að vera þar vegna úmissa ívilnana sem ríkið eða mismundandi kantónur veita.

Mætti etv. túlka þetta sem statement eða yfirlýsingu til þeirra: þið þurfið ekkert að óttast. Við höfum allt undir kontról.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.10.2012 kl. 01:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er gaman að sjá úrtölur ESB sinna hérna.  Minnir einna helst á költ sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með enn einn gallaðan spádóm um endurkomu krists.  Minnir að Noam Chomsky hafi kallað þetta fyrirbrigði Cognitive dissonance. 

Þetta fellur allavega gersamlega að því consepti.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2012 kl. 08:18

7 identicon

Vinstrivaktin: "Ein mest lesna fréttin á vefnum euobserver.com þessa dagana fjallar um viðbúnað sem Svisslendingar hafa talið sig verða að grípa til vegna óróleikans í Evrópu, einkum þeim löndum sem verst standa fjárhagslega."

Euobserver.com: "It's not excluded that the consequences of the financial crisis in Switzerland can lead to protests and violence,” [...] “The army must be ready when the police in such cases requests for subsidiary help."

Er enskukunnáttu ábótavant hjá Vinstrivaktinni eða er verið að halla réttu máli af ásettu ráði? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband