Snusgate skekur stjórnsýslu Evrópusambandsins

Háttsettur embættismaður Evrópusambandsins, heilbrigðiskommissarinn John Dalli, hefur neyðst til að segja af sér vegna ásakana um þátttöku í mútumáli. Hin opinbera ástæða sem talsmaður Evrópusambandsins gefur er að Dalli þessi, sem lék stórt hlutverk í reglusetningu ESB um tóbaksmál, hafi verið í óeðlilegu sambandi við aðila í tóbaksiðnaðinum í gegnum prívat tengiliði.

Tildrög málsins eru þau að talsmenn sænska munntóbaksframleiðandans Swedish Match tilkynntu tilteknum starfsmönnum Evrópusambandsins að boðum hafi verið komið til þeirra um að hægt yrði að aflétta banni við almennri sölu á munntóbaki þeirra Svía, sem kallað er snus, í Evrópusambandinu ef fyrirtækið reiddi fram fúlgur fjár.  Fram hefur komið í sænskum fjölmiðlum að um hafi verið að ræða 500 milljónir sænskra króna eða tæplega 10 milljarða króna. Rannsókn málsins er sögð hafa sýnt fram á óeðlileg tengsl heilbrigðiskommisarsins og fulltrúa tóbaksiðnaðarins.  Kommisarinn John Dalli, sem er frá Möltu, segist vera saklaus, en hefur samt neyðst til að segja af sér. Mál þetta er nú ýmist kallað Dalligate eða Snusgate, samanber Watergate á sínum tíma, og rætt er um það í ýmsum Evrópulöndum sem vandræðalegt í meira lagi. Siðavandir Svíar setja t.d. að stjórnsýsla ESB sé í slæmri stöðu fyrst mútuþægni hafi skotið þar rótum. 

Það má minna á í þessu sambandi að snusið lék stóra rullu í aðildarferli Svía að Evrópusambandinu, því það var ekki fyrr en Svíar fengu undanþágu frá banni við sölu ESB á snusi að meirihluti þjóðarinnar samþykkti aðild.

Þá hefur komið fram að sænski Evrópuþingmaðurinn Christofer Fjellner hefur stundað það á kontór sínum hjá ESB í Brussel að selja snusið með ólöglegum hætti þrátt fyrir bannið.  Christofer er ötull talsmaður þess að leyfi eigi frjálsari sölu á snusi að hann er sagður taka með sér birgðir af tóbakinu með sér í hvert sinn er hann kemur frá Svíþjóð og deila því og selja til sérfræðinga ESB. Nú er bara eftir að sjá hvort sérfræðingarnir séu komnir almennilega á bragðið!

 

Sjá umfjöllun um málið:

http://www.dn.se/ekonomi/swedish-match-var-ett-anmarkningsvart-forslag

http://www.neurope.eu/article/resignation-political-move

http://www.neurope.eu/article/dalligate-mep-sells-snus-illegally-his-office

http://www.europaportalen.se/2012/10/eu-kommissionen-ser-dalli-som-oskyldig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En bíðið nú aðeins við... er ekki ein af ástæðunum fyrir því að ganga inn í ESB að tekið verði á spillingarmálum á Íslandi...?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 14:27

2 identicon

Einmitt Ásthildur. Þarna neyðast menn til að segja af sér þegar upp koma ásakanir um spillingu. Hversu oft sérðu það gerast hér?

Páll (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 21:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hmm man bara eftir örfáum og þá var það vegna þvingunaraðgerða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband