Grein Þorsteins Pálssonar er leiðsögn fyrir ESB andstæðinga

Þorsteinn Pálsson pistlahöfundur á Fréttablaðinu og meintur samningamaður við ESB skrifar um helgina:

Óbreytt stjórnarskrá útilokar að unnt sé að halda möguleikanum um upptöku evru opnum á næsta kjörtímabili. Það sem meira er: Ætlum við að halda í Evrópska efnahagssvæðið og varðveita krónuna þarf líka stjórnarskrárbreytingu vegna nýrra reglna á sviði fjármálaeftirlits, sem fela í sér valdframsal. 

Allt bendir svo til að við þurfum að setja strangari varúðarreglur um frjálst flæði fjármagns en önnur Evrópulönd. Það kallar á undanþágur frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þá gæti það orðið þrautin þyngri að halda viðskiptafrelsinu óskertu til frambúðar á öðrum sviðum samningsins. Óbreytt samningsstaða við Evrópu er því ekki kostur lengur. ...

Þá spyrja menn: Er nokkur vandi á höndum? Liggja ekki fyrir hugmyndir að nýrri stjórnarskrá þar sem ráð er fyrir því gert að deila megi fullveldisréttinum í alþjóðasamvinnu?

Það er margt við þessa heimsmynd að athuga og þá helst fullyrðingar um að óbreytt samningsstaða við Evrópu sé ekki kostur. Hin óbilandi trú markaðssinna á viðskiptafrelsi byggir á þeim hugmyndum að ESB vélin virki. Ekkert er nú fjær sanni og vandamálin í samskiptum Íslands við ESB næstu árin verða ekki hugmyndafræðilegar tesur og antesur frjálshyggjunnar heldur miklu frekar hvort Evrópumenn geti áfram keypt af okkur freðfisk og saltfisk á viðunandi verði. En auðvitað er leiðinlegt að þurfa að ræða slíkar búsorgir þegar fantasíur eru í boði.

Það sem er ánægjulegt við grein Þorsteins Pálssonar er að fá fram svo skýrar línur frá ESB sinna sem segir hreint út að vegna ESB verði að opna á fullveldisframsal í stjórnarskránni og að gera verði þann þátt stjórnarskrármálsins að aðalmáli. Forsætisráðherrann fyrrverandi bendir ennfremur á að í núverandi stjórnarskrárdrögum stjórnlagaráðs séu heimildirnar til valdaframsals frjálslegar og ef til vill megi vanda þar betur umbúnað með öðru fyrirkomulagi þjóðaratkvæðis. En samur er viljinn enda mat Þorsteins að aðild að ESB og upptaka evru sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð.

Tillaga Þorsteins Pálssonar er að sleppa hinum flóknu og almennu breytingatillögum stjórnlagaráðs á stjórnarskránni en leyfa þjóðinni að kjósa einvörðungu um þann þátt málsins sem snýr að því bráðnauðsynlega verkefni að veikja fullveldisvörn stjórnarskrárinnar! Mjög líklegt verður að teljast að jákvæð niðurstaða úr atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi verði einmitt notuð með þeim hætti. Almennu tillögunum verði stungið ofan í skúffu vegna tímaskorts en þeirri einu sem nauðsynleg er til koma í gegn fullveldisframsali til ESB verði þröngvað í gegnum Alþingi. Þegar kemur að kosningunum 20. október er grein Þorsteins Pálssonar mikilvæg leiðsögn fyrir okkur sem viljum halda í fullveldið.

Þjóðin gengur nú í fjórða sinn sinn á kjörtímabilinu til þjóðaratkvæðagreiðslu sem allar eiga það samnefnt að vera illskiljanlegar. Á sama tíma stritast ESB sinnar innan stjórnar og utan við að banna sömu þjóð að kjósa um það hvort halda eigi áfram að leggja landið flatt undir stórveldið í Brussel. /-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið eruð ekkert að skilja þetta. þegar Ísland hefur sagt: Evra - þá er það de faktó komið með Evru. Og það er vegna þess að sá gjaldmiðill er ísland notast nú við er ónýtur. það að segja: Evra og sammælast um það markmið - það mun umsvifalaust stykja gjalmiðlamálin hérna eðli máls samkvæmt og þróast í Evru á undraskömmum tíma landi og lýð til hagsbóta. Andsinnar hinsvegar í bandalagi með sérhagsmuna og Sjallaklíkum allrahanda vilja ekki að land og lýður fái þessar hags- og réttindabætur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2012 kl. 13:19

2 identicon

Er Vinstrivaktin að gefa í skyn að hún vilji að Ísland segi sig úr EES?

Eins og Þorsteinn bendir á þarf ekki bara að breyta stjórnarskránni til að hægt sé að taka upp evru. Það er einnig nauðsynlegt ef við ætlum að vera áfram í EES.

Reyndar eru líkur á því að við hrökklumst úr EES ef við viljum vera þar áfram enda ljóst að gjaldeyrishöft eru nauðsynleg með krónu. Breytir engu þó að annað nafn sé notað yfir þau.

Gjaldeyrishöft samrýmast ekki EES-samningnum. Við erum nú á undanþágu vegna hrunsins. En sú undanþága varir ekki til eilífðar. 

Auk þess er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að taka EES-samninginn upp til endurskoðunar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 16:22

3 identicon

Já núna virkaði örugglega möntrugrauturinn!

Ég er alveg viss um það að akkúrat núna hrökklaðist þetta loksins í gang hjá ykkur. Eftir óratíma og endalaust tuð, þá er þetta örugglega núna byrjað að hafa áhrif. Haldið þið það ekki?

Það er auðvitað ekki möguleiki að þið séuð haldnir svæsinni þráhyggju á slæmu stigi, nei, auðvitað ekki, það er ekkert að í hausnum á ykkur.

Það er ekki merki um geðbilun að halda uppi áróðri þrátt fyrir hið fullkomna tilgangsleysi þess.

En þetta virkaði örugglega núna. Alveg viss. Eftir allar endurtekningarnar, þá hlaut á endanum að koma önnur niðurstaða en áður.

Hér eftir munu allir taka mark á fullyrðingarflaumnum úr ykkur. Ekki spurning.

palli (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 06:27

4 identicon

Valkostirnir virðast nokkuð skýrir.

Annars vegar ESB-aðild og upptaka evru með nauðsynlegum stöðugleika, aukinni samkeppnishæfni, miklu minni verðbólgu, engri verðtryggingu, lækkun vaxta og lægra verðlagi.

Hins vegar úrsögn úr EES með áframhaldandi gjaldeyrishöftum sem óhjákvæmilega leiða til lífskjaraskerðingar og einangrunar Íslands.

Menn ættu ekki að þurfa að velkjast í vafa um hvor kosturinn er betri.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 08:46

5 identicon

Nákvæmlega, Ásmundur.

Bara að endurtaka fullyrðingarnar nógu helvíti oft, þá hlýtur þetta að síast inn.

Breytir ekki að hingað til hefur þú ekki sannfært eina einustu sálu. Núna hlýtur þetta að koma!

Það er sko ekkert merki um þína geðheilsu að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur, og búast við mismunandi niðurstöðu. Neinei, auðvitað ekki.

Þitt líf er sko stútfullt af tilgangi og áhrifum.

palli (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 08:50

6 identicon

Einangrunin felst meðal annars í að ESB- og EES þjóðirnar hafa forgang á störf og nám í þessum löndum.

Staða okkar verður því svipuð og staða útlendinga á Íslandi sem eru frá löndum utan EES-svæðisins. Almennt fá þeir ekki dvalar- og atvinnuleyfi hér.

Engar líkur eru á að við fáum undanþágu með höftin. Það myndi stríða gegn því grundvallaratriði sem fjórfrelsið er og skapa slæmt fordæmi.

Meðan umsóknarferlið er enn í gangi horfir ESB í gegnum fingur sér með höftin. Ef Ísland hafnar aðild blasir úrsögn úr EES við. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 08:56

7 identicon

Jájá, bara að halda áfram og áfram.

Ekki velta fyrir þér þeirri staðreynd að þú hefur talað fyrir daufum eyrum frá upphafi.

Hvernig er það annars að vera svona veruleikafirrtur?

Þarftu að fara með möntrurnar fyrir framan spegilill á hverjum morgni?

Hvað segirðu oft við sjálfan þig að þinn ummæla áróður sé að hafa einhvern tilgang?

Hefurðu einhverntíman á ævinni pælt aðeins í sjálfum þér?

Þú ættir að reyna að gera eitthvað við þessum hroka og þessari frekju.

Vandamálið hjá þér er að þú fattar bara ekki að fólk er ekki eins og þú. Þótt þú gleypir áróðurinn með húð og hári, þá virkar það ekki endilega á annað fólk. Munurinn er að þú hefur ekki vitsmuni né þroska til að hugsa sjálfstætt, og því er hægt að troða endalaust í þig heilaþvottinum. Þú bergmálar svo delluna vegna eigin persónlegs sálfræðilegs ástands. Þú vilt ekki vera fábjáninn sem þú veist að þú ert.

Annað fólk er nefnilega ekki eins og þú. Langt því frá.

Því meira sem þú reynir að heilaþvo annað fólk, því meiri fábjáni verðurðu í þeirra augum.

En þú ert auðvitað of fokking heimskur til að skilja þetta eða sjá, og því heldurðu áfram og áfram og áfram.

Grey kallinn, þú ert svo heilabilaður að þú sérð ekki hvað þú skýtur þig bara meira og meira í löppina.

Verst hvað þessi hroki og frekja í þér er óþolandi.

En það verður samt fróðlegt að sjá hversu langt veruleikafirringin mun leiða þig á næstunni. Ætli hún ásamt geðlyfjunum sem halda henni við, muni ekki leiða þig í algjörar ógöngur. Bráðainnlögn á geðdeild líklegast.

palli (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 09:06

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein hjá vinstri vaktinni. Já úr EES líka og enga stjórnarskrárbreitingu sem leifir afsal á fullveldi okkar.

Valdimar Samúelsson, 3.10.2012 kl. 10:04

9 identicon

Eins og ég nefni í #2 eru valkostirnir aðeins tveir:

ESB-aðild og evra eða úrsögn úr ESB með lífskjaraskerðingu og einangrun í kjölfarið meðal annars vegna gjaldeyrishafta og glataðra markaða.

Egill Almar Ágústsson, meistaranemi í hagfræði og fjármálum í Bandaríkjunum, tekur undir þetta sjónarmið í grein í Fréttatímanum í dag (s 20).

Allt tal um endurskoðun EES-samningsins vegna viðvarandi gjaldeyrishafta er því út í hött. Það er álíka raunhæft og að taka upp evru með tvíhliða samningum við ESB.

Ef aðildarviðræðum yrði slitið gæti verið stutt í úrsögn úr EES. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 23:12

10 identicon

Fyrir Vinstrivaktina og helstu stuðningsmenn hennar eru það góðar fréttir að ef þjóðin hafnar ESB-aðild þá blasi við úrsögn úr EES með viðvarandi haftabúskap, lífskjaraskerðingu og einangrun.

Margir þeirra eru búnir að koma ár sinni svo vel fyrir borð, enda í hópi auðugustu manna landsins, að þeir munu þola vel lífskjaraskerðinguna. Aðrir verða í aðstöðu til að hagnast á gjaldeyrisbraski.

En þeir virðast gleyma einu: Íslenska ríkið er svo skuldugt að nauðsynlegt er að hafa allar klær úti til að afla tekna. Samdráttur vegna úrsagnar út EES gerir ríkinu ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar.

Hefur Vinstrivaktin og stuðningsmenn hennar enga hugmynd um hvað það þýðir?  

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband