Efnahagssveiflur á Íslandi eru hvorki í takti við evrusvæðið né Kanada

Í nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum kemur glögglega fram hve efnahagslíf á Íslandi fellur illa að efnahagssveiflum evrusvæðisins. Því er eðlilegt að draga af því þá ályktun að Íslandi henti best að hafa eigin gjaldmiðil þrátt fyrir að honum fylgi líka einhverjir ókostir.

Í skýrslunni er að finna vandaða og ítarlega úttekt á hagsveiflum hér á landi og eru þær bornar saman við sveiflur í hagkerfum annarra ríkja og þá einkum ríkja á evrusvæðinu. Lengstum hafa helstu drifkraftar mikilla hagsveiflna hér á landi átt rót sína að rekja til sveiflna í viðskiptakjörum (þ.e. verðlagi á út- og innflutningsvörum), breytilegum sjávarafla og breytingum á atvinnuháttum. Vegna þess hve sjávarútvegur hefur löngum vegið þungt í íslensku efnahagslífi hefur innlend hagþróun endurspeglað sveiflur í afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og stærstan hluta innlendrar hagsveiflu hefur mátt rekja til skella sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir af völdum minnkandi afla- eða versnandi viðskiptakjörum.

Það kemur því ekki á óvart að í skýrslunni má sjá í töflu 10.10 um „fylgni framboðs og eftirspurnarskella á Íslandi við önnur ríki“ að sú fylgni reynist afar lítil. Það er helst að einhver fylgni sé við Noreg (17% og 21%) og við Svíþjóð (25% og 30%) en fylgni við sveiflur á evrusvæðinu er sem sagt afar smávaxin (3% og -0,01%).

Á mynd 10.10 (bls. 263) er súlurit sem sýnir meðalfylgni evruríkja við evrusvæðið. Þá fæst allt önnur niðurstaða því að sú fylgni mælist ca 33% og 38%. Meðalfylgni kjarnaevruríkja við evrusvæðið er þó enn hærri svo sem vænta mátti eða tæp 50% og ca 52%. Vissulega er auðskilið að efnahagssveiflur ríkja sem nota sama gjaldmiðil verða áþekkari vegna samvinnu í efnahagsmálum. En það hvað Ísland er nú algerlega úr takti við evrusvæðið segir okkur þá sögu að upptaka evru myndi henta íslensku efnahagslífi afar illa.

Í töflu 20.1 eru sömu niðurstöður og í töflu 10.10 en þar er jafnframt borin saman fylgni útflutningsverðs á Íslandi við evrusvæðið og 16 ríki heims. Fylgnin við evrusvæðið reynist enn mjög lítil, hvað snertir breytingar á útflutningsverði, eða aðeins 7% en fylgnin er hæst við Svíþjóð 61%, Frakkland 49%, Nýja Sjáland 43%, Bretland 41% og Ástralíu 41%. Einnig er fylgni breytinga á viðskiptakjörum hér á landi borin saman við 16 ríki heims svo og evrusvæðið. Fylgnin er þá mest við Nýja Sjáland 51%, Írland 36%, Danmörku 31%, Japan 27% en við evrusvæðið er fylgnin aðeins 17%.

Tafla 20.1 sýnir einnig að fylgni efnahagssveiflna á Íslandi við Kanada er lítil. Svonefndir „framboðs- og efnahagsskellir“ eru í álíka litlum takti við efnahagslíf hér á landi og evrusvæðið eða -0,03 og -0,04, fylgni í sveiflum á útflutningsverði nær þó 26% (sbr. 7% fyrir evrusvæðið) en fylgni í breytingum á viðskiptakjörum milli Íslands og Kanada reynist engin.

Vandræðagangurinn á evrusvæðinu stafar einmitt af því að það hentar illa fyrir ríki sem búa við gjörólíkar aðstæður að nota sama gjaldmiðilinn. Líklega tækju þó Íslendingar miklu meiri áhættu en önnur ESB-ríki með því að taka upp evru vegna þess hve aðstæður eru hér ólíkar því sem gerist og gengur á evrusvæðinu.

Af þessu má sjá að sú þráhyggja ESB-sinna að Íslendingar verði sem fyrst að taka upp evru er ekki byggð á sannfærandi hagfræðilegum rökum heldur þvert á móti; evran er notuð sem tálbeita til að lokka landsmenn inn í ESB. Fyrir svo utan þá staðreynd sem vakin var athygli á hér á Vinstrivaktinni í fyrradag að litlar líkur eru á að Ísland uppfylli þau skilyrðin sem sett eru fyrir upptöku evru á komandi árum. – Ragnar Arnalds  


mbl.is Vilja skoða upptöku Kanadadollars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Efnahagssveiflur á Íslandi eru hvorki í takti við evrusvæðið né Kanada"

Só?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2012 kl. 16:04

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ómar, ",,Efnahagssveiflur á Íslandi eru hvorki í takti við evrusvæðið né Kanada" Só?"

Ómar, Líkindin milli Efnahagsveiflunum segir allt til um það hvernig til tekst að taka upp erlendan gjaldmiðið. Ef samhengið er lítið fer eins fyrir okkur og Grikkjum. Ef þau eru mikil, erum við í sömu stöðu og td Hollendingar. M.Ö.O er seðlabankinn að segja að upptaka Evru sé ávísun á Efnahagshamfarir. Og það eina sem þú hefur að segja er "só"

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.10.2012 kl. 17:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. þetta er hugsanavilla. Aðalatriðið er þokkalega stöðugur gjaldmiðill. það atriði trompar alla hugsanlega vankanta sem kunna að vera á efninu. Lykilorð: Stöðugleiki.

Hitt að það sé efnahagssveiflur víðsvegar um byggðir jarðar - það er barasta irrelevant fyrir efnið.

Almennt um alvörugjaldmiðil ss. Evru og umræður þar að lútandi. það er engin að segja að Evran sé eitthvað tæki sem leysi öll heimsins vandamál eða færi Pardís á Jörðu. það er enginn sem heldur það nema andsinnar.

Málið snýst um að að er miklu betra heilt yfir að hafa alvörugjaldmiðil heldur en einhvern Mattadorgjaldmiðil sem enginn í víðri veröld lítur á sem gjalmiðil.

Ennfremur snýst málið um það væri efnahagslegt glapræði og stórháskalegt að taka upp einhvern og einhvern alvörugjaldmiðil útí heimi einhliða eins og sjallar vilja. Til að fá alvörugjaldmiðil er aðeins raunhæft að horfa til Evrunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2012 kl. 17:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og efnahagssveiflur á Íslandi hætta semsagt ef tekinn er upp Evra? Eða mun efnahagurnn fara að sveiflast í takt við ESB meðaltalið? Af hverju færðu ekki að komast að í Silfri Egils með þessa speki?  Þú mátt ekki liggja svona á lausnunum, snillingurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2012 kl. 21:03

5 identicon

Efnahagsveiflur á íslandi eru ekki i takt við gengi krónunnar. Ég held að þær séu mun nær því að vera í takt við gengi evrunnar.

Eins og kemur fram í skýrslu seðlabankans er krónan frekar sveifluaukandi en sveifluminnkandi.

Í því sambandi er mikilvægt að með evru erum við með sama gjaldmiðil og helstu viðskiptalönd okkar.

Það er því miklu minni áhætta við að gera viðskiptasamninga við erlenda aðila með evru sérstaklega til lengri tíma.

Krónan er ekki inni í myndinni sem framtíðargjaldmiðill nema með miklum gjaldeyrishöftum.

Gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum. Úrsögn úr EES og gjaldeyrishöft munu leiða til lífskjaraskerðingar og einangrunar.

Við bjóðum ekki komandi kynskóðum upp á slíkt. Valið er því auðvelt: ESB og evra.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 22:18

6 identicon

Þú hættir aldrei að koma á óvart, Ómar Ásmundur.

Skilningsleysi þitt á efnahagsmálum er í raun algert undur.

Ef ekki, þá væri krónan fyrsti gjaldmiðillinn í sögunni sem endurspeglar ekki efnahagsástand þjóðarinnar sem notar hann.

Ef við líkjum þér við efnahagsástand og gjaldmiðil, þá er lítið framboð af nothæfum gæðum frá þér, eftirspurn ekki til staðar, sem þýðir að þú gengisfellur með hverju orði sem þú lætur frá þér fara.

Það hefur engu breytt hjá þér, að skipta um nikk. Innihaldsleysið er nákvæmlega það sama og á fyrra nikki.

Nú, ef þú ert ekki alger auli, þá ættir þú að geta lesið og lært af þér greindara fólki, beytt þessum frámunalegu heimskulegu skoðunum þínum, og áunnið þér örlitla tiltrú, sem leiðir kannski til gengishækkunar.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 23:07

7 identicon

Ófarir Grikkja hafa ekkert að gera með misræmi á milli efahagssveiflna Grikklands og Evrusvæðisins.

Ófarirnar eru einfaldlega afleiðing mikillar spillingar og óráðsíu. Þegar heimskreppan skall á varð hrun óhjákvæmilegt eins og hjá okkur sem höfðum ekki evru.

Það er mikill misskilningur að ekki sé hægt að lifa við efnahagsveiflur án þess gjaldmiðillinn aðlagist þeim. Þetta gera flest lönd evrusvæðisins með góðum árangri.

Jafnvel í löndum með eigin gjaldmiðil þurfa einstaka atvinnugreinar að búa við slíkt misræmi. Sveiflur í hugbúnaðargeiranum fylgja td ekki sveiflum i sjávarútvegi.

Margar atvinnugreinar á Íslandi munu því þrífast betur með evru. Nýjar verða til vegna aukinnar samkeppnishæfni. Misræmið gæti því smám saman minnkað.

Sveiflur af völdum krónunnar eru svo miklar að þær gera öllum atvinnugreinum erfitt fyrir. Í mikilli bólu búa margar útflutningsgreinar við kröpp kjör. En þegar bólan springur og gengi krónunnar hrynur vænkast hagur þeirra.

Þessar miklu sveiflur í afkomu fyrirtækjanna eru mjög óheppilegar og dýrar fyrir þjóðina. Mörg fyrirtæki verða gjaldþrota vegna þeirra. 

Þegar vel gengur greiða eigendurnir sér tekjuafganginn í arð þannig að þegar harðna fer á dalnum er ekkert til að hlaupa upp á. Þá blasir við gjaldþrot eða skuldir eru afskrifaðar á kostnað almennings.

Sveiflurnar á gengi krónunnar vegna víxlverkunar bólu og hruns er mikill gróðavegur fyrir gjaldeyrisbraskara sem geta grætt bæði þegar krónan er á uppleið og niðurleið. Allt á kostnað íslensks almennings.   

Þannig er krónan ekki það sveiflujafnandi tæki sem eigin gjaldmiðill á að vera. Þvert á móti eykur hún sveiflur úr hófi fram. Hún er því ónýt.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 23:14

8 identicon

Skelfilega er getuleysi Hilmars pínlegt í #6

En hvað geta menn gert þegar þeir eru ekki betur af guði gerðir en hann?

Eflaust finnst mönnum andstyggilegt af mér að ráðast svona a minnimáttar.

En hann býður upp á það með því að hætta sér út í umræður sem eru langt fyrir ofan hans getu. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 23:37

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vakna, les og hugsa!!! Ætti ég að fara að glugga í þjóðarhagfræði,?spaugilegt!! Ási,nú rifjast upp atriði,síendurtekið í spennumyndum,þar sem sá sjóðheiti er í heljargreipum réttvísinnar en skyrpir samt á þá sem hafa öll hans ráð í hendi sér. Kjarkmaður það er þó eitthvað!!!

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2012 kl. 04:41

10 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ómar, þú gerir þér grein fyrir því hversu mikið þú upplýsir um vankunnántu þína hagfræði almennt með þessari setningu "Nei. þetta er hugsanavilla. Aðalatriðið er þokkalega stöðugur gjaldmiðill. það atriði trompar alla hugsanlega vankanta sem kunna að vera á efninu. Lykilorð: Stöðugleiki."

Allar kindur upplifa stöðugleika þegar þær fara í sláturhús, þú ættir í raun að spyrja þær næst þegar þú ert með lamb í matinn hvernig stöðugleikinn er, í raun er lífið enn stöðuglleiki því allt sem þú gerir skapar óstöðugleika. Til þess að ná algerum stöðugleika þá má enginn deyja né fæðast, eldast eða gera nokkuð nýtt. Engin þróun eða framför. Þýskaland er eitt stöðugasta land í heimi, fæðingar eru um 1 barn á hverja konu. Sá mikil stöðugleiki sem Þjóðverjar búa við er til tómra vandræða þar sem þjóðin eldist hratt og of fáir einstaklingar fæðast.

Ásmundur, Þú átt enn eftir að sýna mér hvað vexti Grískur almenningur býr við (sem sett var hjá síðuhöfundi þessum annarstaðar) og vænti ég þess að þú komir með það. Það að það tíminn sem leyfilegt er að setja inn færslu renni út, þá ætti það ekki að bjarga þér. Annað "Meðalaun í Svíþjóð eru 24.4% hærri en á Íslandi en ekki 17% eins og Brynjar heldur fram." Þarna hefur þú verið sekur um vankunnáttu  í stærðfræði. Þú tekur svíþjóð og deilir í Ísland en ættir að taka ísland og deila í svíþjóð. Raunin er sú að meðallaun á íslandi eru 24.4% lægri en í svíðjóð en meðallaun í svíþjóð eru 17% hærri en á Íslandi. Þetta vita allir sem kunna skil á stærðfræði.

 "Efnahagsveiflur á íslandi eru ekki i takt við gengi krónunnar. Ég held að þær séu mun nær því að vera í takt við gengi evrunnar." Krónan rís á sumrin vegna þess að þá kemur inn svo mikið af gjaldeyrir og lækkar á haustin því þá minkar flæði túrista, þar fyrir utan "lækkar" það kosnað sjáfarútvegsinnsog gerir hann samkeppnishæfari. Ég vil einnig benda þér á að þú Ásmundur skaust niður mikið af þínum fyrri rökum í þeirri bloggfærslu sem ég vísaði á

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.10.2012 kl. 06:45

11 identicon

Hahaha...

Alveg er það merkilegt hvernig þessi bjánabörn geta trompað eigin heimsku aftur og aftur.

Hvernig er þetta hægt?

Hahahaha....   þvílíkir fáráðlingar!

Stundum er betra að þegja og leyfa fólki að halda sig heimskan, en að segja eitthvað og taka burt allan vafa.

palli (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 08:12

12 identicon

Brynjar, þú virðist ekki kunna prósentureikning.

Þegar þú reiknar út hve mikið hærri í prósentum ákveðin tala er en önnur þá reiknarðu auðvitað hve margar prósentur hækkunin er af lægri tölunni. 

Þannig er 150 50% hærri en 100 en ekki 33.3% hærri eins og þú myndir fá út. Hins vegar er 100 33% lægri en 150.

Annars er tal þitt um stöðugleika langsótt. Það er auðvitað enginn að tala um algjöran stöðugleika enda er hann skaðlegur. En á því er enginn vafi að  sveiflurnar á gengi krónunnar eru mjög skaðlegar.

Þá er ég ekki fyrst og fremst að tala um árstíðarbundnar sveiflur vegna ferðaþjónustunnar. Alvarlegri eru þær bólur sem verða til við stóriðju- og virkjanaframkvæmdir. Þegar framkvæmdum lýkur springa þær með hruni á gengi krónunnar.

Í mörg ár fyrir bankahrunið var reynt að koma í veg fyrir slík gengishrun krónunnar með því að láta hverja stórframkvæmdina taka við af annarri.

Ég varaði við því og líkti því við að grípa til þess ráðs að halda áfram á fylleríi til að komast hjá timburmennunum. Það gæti ekki endað nema með ósköpum sem heldur betur kom á daginn.

Ég er þegar búinn að upplýsa þig um að ég veit ekki hvaða vexti grískur almenningur býr við. Þeir breyta heldur ekki neinu um það sem var til umræðu. Ef þér finnst þeir skipta máli er það þitt að finna út hve háir þeir eru.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 08:54

13 identicon

Jájá, Ásmundur.

"Evruríkin lenda aldrei í skorti á peningum, þau prenta bara meira af þeim"

Þetta er þitt vit á peningamálum í hnotskurð.

Hvað nákvæmlega fær þig til að halda að það sé hægt að taka eitthvað mark á dellunni í þér, sérstaklega eftir svona gullkorn?

Þú ert konungur fávitanna.

palli (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 09:34

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er auðvitað skrýtið að það þurfi að skýra sérstaklega út fyrir íslendingum að það er ekki lausn á einu néneinu að breyta verðgildi gjaldmiðils eftir einhverjum ,,sveiflum" útí heimi.

það er ekki nema von að þið sjallar og öfgaþjóðrembingar rústið, lemjið og berjið þetta vesalings land hérna linnilítið með reglulegri rústalagningu og handrukkunum gagnvart almenningi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2012 kl. 10:57

15 identicon

Ómar Ásmundur, eftir ítarlega yfirferð og skoðun okkar færustu sérfræðinga, á hagfræðiþekkingu þinni sem Ómar vs þekkingu þína á hagfræði sem Lyga-Mundi, hefur komið í ljós, að þú ert jafn vitlaus undir báðum nikkum.

Var reyndar fyrirsjáanlegt áður en lagst var í rannsóknir. Jafn fyrirsjáanlegt og að á eftir Evru kemur kreppa.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 11:17

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur, "Ég er þegar búinn að upplýsa þig um að ég veit ekki hvaða vexti grískur almenningur býr við." Eftir allar þær fullyrðingar sem þú hefur látið frá þér varðandi ESB og vexti er varla hægt að gera ráð fyrir öðru en að um bull og lýgi hafi verið að ræða hjá þér.

 "Í mörg ár fyrir bankahrunið var reynt að koma í veg fyrir slík gengishrun krónunnar með því að láta hverja stórframkvæmdina taka við af annarri.

Ég varaði við því og líkti því við að grípa til þess ráðs að halda áfram á fylleríi til að komast hjá timburmennunum. Það gæti ekki endað nema með ósköpum sem heldur betur kom á daginn." Hrundi ríkið til grunna eða voru það bankarnir sem áttu ekki fyrir komandi afborgunum lána eftir að hafa verið á lána spreði undanfarin ár? Það var ekki kárahnúikavirkjun sem setti bankana á hausinn enda hafði það ekkert með bankana að gera.

"

Þegar þú reiknar út hve mikið hærri í prósentum ákveðin tala er en önnur þá reiknarðu auðvitað hve margar prósentur hækkunin er af lægri tölunni. 

Þannig er 150 50% hærri en 100 en ekki 33.3% hærri eins og þú myndir fá út. Hins vegar er 100 33% lægri en 150." Ég sé það núna ða mér varð á smávægilega, prentvilla, auðvitað er 17% lægri en svona er það þegar maður er að flýta sér. En þannig að ég snúi mér aftur að því sem ég hafði ætlað að benda á, "Samkvæmt þessu þá munar um 17% á launum td á Íslandi og svíþjóð."-færsla 46 Hvar var ekki 17% hjá mér?

"Efnahagsveiflur á íslandi eru ekki i takt við gengi krónunnar" Ásmundur, þú átt enn eftir að svar fyrir þessi ummæli, 

"Þvert á móti eykur hún sveiflur úr hófi fram. Hún er því ónýt." Við munum sjá til með það. Þú og samherjar þínir hafið haldið því fram frá 2008 að ástandi í ESB sé að fara að lagast þegar það hefur undanfarin ár versnað en hagur íslands vænkað þrátt fyrir verstu ríkistjórn Íslandssögunar.

Ómar, ég held að eini  "öfgaþjóðrembingar" hér sért þú.

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.10.2012 kl. 16:36

17 identicon

Brynjar. Þetta er nú meiri hundalókigin hjá þér.

Af því að ég veit ekki hve vextir á lánum almennings í Grikklandi eru háir þá hljóta staðreyndirnar um að vextir hafi lækkað með ESB-aðild og upptöku evru að vera bull og lygi. Þvílík endemis þvæla!!!

Sumir hafa jafnvel kennt þessari vaxtalækkun um ófarirnar. Þeir hafa sagt að hún hafi valdið bólu sem síðan sprakk með þeim afleiðingum sem eru öllum kunnar. Ástæðan var þó ekki vaxtalækkunin heldur sú vanræksla að bregðast ekki við henni.

Langvarandi þensla sem var hér í mörg ár fyrir hrun var upphafið að þeirri þróun sem leiddi til hruns. Hver stóriðju- og virkjunarframkvæmdin á fætur annarri héldu þenslunni gangandi allan þennan tíma.

Slíkt tímabil getur aldrei annað en endað með hruni á gengi krónunnar sem var stór orsakavaldur í falli bankanna. Einnig áttu afglöp stjórnvalda stóran þátt í hruninu. 

TD einkavinavæddu þau bankana, skildu þá eftir svo til eftirlitslausa, vanræktu að safna í gjaldeyrisvarasjóð, afnámu bindiskyldu, heimiluðu 90% lán Íbúðalánasjóðs og lækkuðu skatta í þenslu.

Þetta átti allt sinn þátt í hvernig fór og auðveldaði stjórnendum bankanna að reka smiðshöggið. Heimskreppan átti svo sinn þátt i að gera hrunið enn verra en ella.

Þú getur lesið um þetta allt í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Það er hrein lygi að ég hafi sagt frá  2008 að ástandið í Evrópu væri að lagast. Þvert á móti vissi ég að langvarandi heimskreppa væri framundan.

En nú er ég ekki frá því að það fari að lagast í Evrópu en versna á öðrum stöðum þar sem botninum er enn ekki náð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband