Seðlabanki ESB minnir helst á djöfulinn í dulargervi hirðfífls

Það er enginn annar en aðalbankastjóri Bundesbank, þýzka seðlabankans, sem á heiðurinn af ofangreindri samlíkingu. Hann er æfur út í stjórnendur Seðlabanka ESB fyrir að grípa til seðlaprentunar til bjargar evrunni. 

Fulltrúar Þjóðverja í stjórn ESB-bankans greiddu atkvæði gegn tillögu ítalska bankastjórans, Mario Draghis, um ótakmörkuð kaup á skuldabréfum tveggja evruríkja. Ákvörðun bankans varð þó til þess að í svipinn slaknaði nokkuð á spennunni sem byggst hefur upp á evrusvæðinu undanfarið ár. Sá slaki kom meðal annars fram á þann hátt að sótthitamælar markaðarins, svonefnt skuldatryggingaálag á ríkisverðbréf, sigu dálítið niður á við.

Hér norður á ísaköldu landi greip Össur ESB-málaráðherra þessi nýju tíðindi fegins hendi og hélt því fram í gær í umræðum á Alþingi að nú væri evran heldur betur að hressast og við Íslendingar sem sótt hefðum um ESB-aðild og upptöku evru þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af evrunni. Og aldrei lætur forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, sig vanta í evrukórinn, sbr. meðfylgjandi frétt. 

En Jens Weidmann, aðalbankastjóri Bundesbank, er ekki alveg eins hress með það sem gerst hefur og Össur. Hann lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum við hátíðahöld í Frankfurt í tilefni af 180 ára afmæli Goethes að tilraunir seðlabanka til að dæla peningum í efnahagskerfið minnti sig á senu í Faust eftir Goethe, þegar djöfullinn Mefistófeles í dulargervi hirðfífls hafi sannfært keisara um að gefa út mikið af pappírspeningum. Peningaprentunin hafi leyst fjárhagsvanda keisaradæmisins í bili en afleiðingin hafi orðið óðaverðbólga.

Weidmann var því augljóslega að minna kollega sína í Seðlabanka ESB á aldagamla en dapra reynslu ríkja af því að leysa vandamál sín með seðlaprentun. Hann sagði hreint út: "Ef seðlabanki getur búið til takmarkalaust magn af peningum, hvernig getur hann tryggt að peningar séu af svo skornum skammt að þeir haldi einhverju verðgildi?" Og bætti síðan við:"Freistingin er til staðar og margir í sögu peninganna hafa fallið fyrir henni."

Með öðrum orðum: þýski seðlabankastjórans álítur þá ákvörðun Seðlabanka Evrópu að hefja stórfellda seðlaprentun til bjargar evrunni álíka vonlaust örþrifaráð og að pissa í skó sinn til að geta yljað sér á tánum stutta stund. - RA  

 


mbl.is Vill taka upp fastgengisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sennilega er djöfullinn íslenskur.

Allavega eru fá lönd í heiminum sem geta státað af eins mikilli og langvarandi verðbólgu og peningaprentun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.9.2012 kl. 12:34

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég sé fífl. Fífl sem skrifa á móti Evrópusambandinu, skrifa á móti evrunni. Fífl sem hafa ekki neinar lausnir sjálf. Vilja hinsvegar alveg óskaplega að íslenska verðbólgan og krónan éti upp launin þeirra í verðbólguskotum og gegnisfalli íslensku krónunnar.

Ég sé fífl, þau skrifa á móti Evrópusambandinu og evrunni á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 21.9.2012 kl. 12:35

3 identicon

Apabræður, þetta blogg snýst um peningaprentun og verðbólgu í evrulandinu ykkar. Það er að nokkru leyti mjög svipað þvælunni sem lekur sífellt út úr ykkur. Þið gargið ómálefnalegan ofstækisáróðurinn ykkar endalaust. Ógrynni af málæðisdellu er svipað og ógrynni af nýprentuðum peningum. Það eru færri og færri sem taka mark á þessu blaðri (líklegast enginn nema þið apabræðurnir), eins og verðgildi peninga.

Það þarf reyndar ekki mörg ummæli frá ykkur til að átta sig á ykkar innra eðli og óendanlegri heimsku og heilaþvætti. Ykkar tuð hefur verið í óðaverðbólgu frá því að þið fyrst opnuðuð á ykkur kjaftinn og dellan byrjaði að gubbast upp úr ykkur.

Já og sérðu fífl, Jón Frímann? Ég sé fatlaðan og heimskan einstakling sem flúði til Danmerkur til að leita þér að félagslífi (skv. þínu eigin bloggi) því það vildi enginn Íslendingur umgangast og vingast við hrokabyttu eins og þig. Og Ramó, please hættu að tjá þig. Þú ert svo heimskur að maður hálfskammast sín fyrir að vera af sömu tegund og þú.

Þvílík bjánabörn þið tveir. Þvílíkir harmleikir.

Þið þurfið samt að fara að undirbúa ykkur fyrir komandi áfall, þegar ykkar heimsmynd fellur um sjálfa sig. Þið þurfið örugglega á faglegri aðstoða að halda, og mikið af geðlyfum. Spennutreyjan bíður.

Það verður samt fróðlegt að sjá hvort þið trompið sjálfa ykkur í dellunni, því veruleikafirringin þarf að finna nýja gír til að halda þráhyggjunni gangandi, eða þá að þið haldið loksins kjafti þegar þið sjáið hvað þið hafið gert ykkur að miklum fíflum og óendanlega miklum fábjánum.

Hvort verður það?? Hvað mun geðbilunin leiða ykkur langt? Spennó.

palli (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:11

4 Smámynd: Bragi

Þessi prentun ECB hefur ekki enn hafist og svo sem tvísýnt með að það muni gerast. Fínt hjá Draghi að róa markaði aðeins niður með þessu "loforði" en þetta er ekki svo einfalt.

Fyrst þurfa Spánverjar að biðja Troika um hjálp áður en prentunin hefst, ekki öfugt. Með að biðja um hjálp þurfa Spánverjar að hlýða skilyrðum sem sett væri fyrir þá, svipuð skilyrði og Grikkirnir þurfa að fara eftir. Spánverjar hika skiljanlega mjög við þetta og vilja fá að vita hver þessi skilyrði eru nákvæmlega. Ekkert svar berst frá ECB varðandi það.

Ítalir fara ekki og biðja um þessa hjálp fyrr en Spánverjar hafa gert það, þeir hafa aðeins lengri tíma en Spánverjarnir.

Það virðist þó stefna í að báðar þessar þjóðir þurfi á fjármögnun að halda en til þess, eins og áður segi, þurfa þær að standast ströng skilyrði. Það er að segja, enn meiri niðurskurður. Vandamálið er að það er varla hægt að skera meira niður án þess að upp úr sjóði í þessum löndum.

Ómar Bjarki og Jón Frímann: Þessi tiltekna bloggfærsla hér er bara alls ekki um krónuna. Þó skal ég nefna það við ykkur að það eru fullt af lausnum búnar að koma fram. Í stuttu máli; afnám raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóða, afnám verðtryggingar á neytendalánum og fyrirtækjalánum, aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka, þjóðhagsvarúðartæki seðlabankans, innleiðing reglna hvað varðar hagstjórn, auðlindasjóður. Örugglega mun fleira sem mér dettur ekki í hug núna. Allt hlutir sem myndu hafa þau nettóáhrif að verðbólga lækkar og þar af leiðandi vextir seðlabankans í leiðinni. Auk þess sem allir hagsmunaaðilar hér á landi hefðu virkilegan hvata til að halda verðbólgu niðri sem því miður er ekki raunin í dag.

Bragi, 21.9.2012 kl. 13:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fífl sem hafa ekki neinar lausnir sjálf.

Allt í lagi, eltum þennan þráð pínulítið...

Hvaða lausnir hafa evrusinnar þá boðið fram á þeim vanda sem stafar af gjaldmiðlinum sem þeir vilja taka upp?

Einhver?

Fífl sem hafa ekki neinar lausnir sjálf.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2012 kl. 14:54

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sennilega er djöfullinn íslenskur.

...ætli hann heiti þá nokkuð Ómar Bjarki?

Just sayin'...

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2012 kl. 14:56

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er það ekki alveg dæmigert að þegar einhver mikilvægur evrumaður, eins og t.d. aðalbankastjóri Bundesbank  (sem er í Þýskalandi svona til þess að fyrirbyggja misskilning)  nefnir djöfla og hirðfífl þá hlaupa tveir íslenskir sveitamenn upp til handa og fóta og vilja heimfæra orð meistarans uppá íslenska ESB andstæðinga?

Ja, flest verður að heyi í harðindum...

Kolbrún Hilmars, 21.9.2012 kl. 15:20

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bragi og Guðmundur, Það er engin lausn fyrir íslendinga að afnema verðtrygginguna. Ástæðan fyrir því liggur í óstöðugleikanum. Það er eingöngu raunhæft að losna við verðtrygginguna ef stýrvextir verða 30 til 70% og verðbólga 20 til 50% að meðaltali yfir tveggja ára tímabil.

Evran er ekki vandamál. Skuldir einstakra ríkja sem nota evruna eru það hinsvegar. Eins og var bent á rækilega hérna (mbl.is). Þá er evran ekki í neinni gjaldmiðlakreppu. Sem er ólíkt þeirri stöðu sem íslendingar eru í núna. Enda eru íslendingar bæði í skuldakreppu og gjaldmiðlakreppu á sama tíma. Þannig að ástandið er tvöfalt verra á Íslandi en á Írlandi sem dæmi. Hin norðurlöndin eru ekki í neinni skuldakreppu eða gjaldmiðlakreppu núna í dag.

Sú "lausn" sem evrópuandstæðingar hafa komið með er að halda í krónuna og vona það besta. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki nein lausn og mun aldrei verða nein lausn.

Með inngöngu í Evrópusambandið og með upptöku evru þá mun íslendingar losna úr vítahring gjaldeyrisfellinga, verðbólgu og hárra vaxta. Einnig sem að verðtryggingin mun falla á neytendalánum og lánum til húsnæðiskaupa. Það munar um slíkt. Einnig sem að upptaka evru mun auka hagvöxt á Íslandi til lengri tíma ef vel er haldið á málum.

Jón Frímann Jónsson, 21.9.2012 kl. 15:33

9 identicon

Margir andstæðingar ESB hafa kallað ESB Stór-Þýskalanad og gefið þannig í skyn eða hreinlega sagt að Þjóðverjar ráði öllu í ESB. Hér kemur það fram að svo er alls ekki enda þurfa minnst 15 lönd (55%) að samþykkja öll mál.

Kapítalísk þjóðfélög hafa þann annmarka að eftir því sem greiðslugetan er minni verða vextirnir hærri. Þetta þýðir að þjóðir, sem geta rétt úr kútnum ef þau fá lán á venjulegum kjörum, verða gjaldþrota ef þau verða að búa við þá okurvexti sem þeim bjóðast á markaði.

Í ljósi þess er bara eðlilegt að ECB láni löndum í erfiðleikum ef það er talið nægja til að þau nái sér á strik. Slíkt fyrirkomulag er hagur allra evruríkja. 

Þetta krefst peningaprentunar sem veldur lækkun á gengi evrunnar. Það er í góðu lagi enda hefur evran hækkað gagnvart dollar og pundi um tugi prósenta frá því að evruseðlar voru fyrst gefnir út. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 15:43

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ertu sammála íslensku skoðanabræðrum þínum tveimur, að þegar aðalbankastjóri Bundesbank nefndi djöfla og hirðfífl, hafi hann átt við íslenska ESB andstæðinga?

Kolbrún Hilmars, 21.9.2012 kl. 16:23

11 identicon

Kolbrún, kanntu ekki að taka gríni?

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 16:33

12 Smámynd: Bragi

Jón Frímann.

"Bragi og Guðmundur, Það er engin lausn fyrir íslendinga að afnema verðtrygginguna. Ástæðan fyrir því liggur í óstöðugleikanum. Það er eingöngu raunhæft að losna við verðtrygginguna ef stýrvextir verða 30 til 70% og verðbólga 20 til 50% að meðaltali yfir tveggja ára tímabil."

Hvað hefur þú fyrir þér í því? Þetta er ein mesta þvæla sem ég lesið. Þú ruglast á orsakasamhengi; óstöðugleikinn hér heima (í dag, ekki árið 1979) er að öllum líkindum tilkominn vegna verðtryggingarkerfisins eins og það leggur sig. Helsti óstöðugleikinn er tilkominn vegna mikilla sveiflna á einkaneyslu samanborið við landsframleiðslu, öfugt við aðrar þjóðir. Þetta kom fram í skýrslu seðlabankans um daginn. Þegar raunvextir verðtryggðra lána sveiflast lítið sem ekkert í vaxtahækkunum leiðir það til hærri einkaneyslu fólks en ella. Þegar hið öfuga gerist, þ.e. þegar raunvextir haldast tiltölulega stöðugir í vaxtalækkunarferli lækkar einkaneysla meira en ella. Þaðan er óstöðugleikinn kominn. Miklar sveiflur í einkaneyslu er óstöðugleikinn.

"Evran er ekki vandamál. Skuldir einstakra ríkja sem nota evruna eru það hinsvegar. Eins og var bent á rækilega hérna (mbl.is). Þá er evran ekki í neinni gjaldmiðlakreppu. Sem er ólíkt þeirri stöðu sem íslendingar eru í núna. Enda eru íslendingar bæði í skuldakreppu og gjaldmiðlakreppu á sama tíma. Þannig að ástandið er tvöfalt verra á Íslandi en á Írlandi sem dæmi. Hin norðurlöndin eru ekki í neinni skuldakreppu eða gjaldmiðlakreppu núna í dag.

Sú "lausn" sem evrópuandstæðingar hafa komið með er að halda í krónuna og vona það besta. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er ekki nein lausn og mun aldrei verða nein lausn."

Fínt að þú getir gripið eina jákvæða frétt um evruna á mbl.is og talið að hún sé sönn en á sama tíma talið að allar neikvæðu fréttirnar séu ósannar. Það vita allir að evran er tiltölulega stöðugur gjaldmiðill vegna stærðar, það rífst enginn lengur um það nema þið evrusinnar sem einblínið bara á stöðugleika gjaldmiðils sem það eina sem skiptir máli fyrir hagkerfi, sem er kolröng sýn og hreint út sagt galið. Ef þú ætlar að bera Ísland saman við einhverjar þjóðir, þá áttu að bera okkur saman við þær þjóðir á evrusvæðinu sem illa hafa farið út úr evrukreppunni, enda svipuð áföll þar og varð hér heima.

Að halda því fram t.d. að ástandið á Íslandi sé tvöfalt verra en á Írlandi sýnir því miður að algjört skilningsleysi er hjá þér varðandi evrukreppuna og/eða skilningsleysi á því hvað er á seyði hér heima. Bankakerfi Íslands hrundi, gjaldmiðillinn féll. Írland tók ábyrgð á bankakerfi sínu og var með tiltölulega stöðugan gjaldmiðil. Ísland er að koma mun mun fljótar út úr slæma ástandinu og situr uppi með lægri skuldir og lægra atvinnuleysi. Engar skýringar heyrast frá evrusinnum varðandi það enda varnarleikur þeirra ekki upp á sitt besta.

"Með inngöngu í Evrópusambandið og með upptöku evru þá mun íslendingar losna úr vítahring gjaldeyrisfellinga, verðbólgu og hárra vaxta. Einnig sem að verðtryggingin mun falla á neytendalánum og lánum til húsnæðiskaupa. Það munar um slíkt. Einnig sem að upptaka evru mun auka hagvöxt á Íslandi til lengri tíma ef vel er haldið á málum."

Kolrangt. Hvet þig til að kíkja á hagvöxt þjóða sem tóku upp evruna 1999 og bera saman við hagvöxt Íslands frá sama tíma.

Málflutningur ykkar evrusinna málar ykkur lengra og lengra út í horn í hvert skipti. Sóknarleikur ykkar einhæfur og svo auðvelt að skjóta hann niður, einungis vegna þess að maður segir sannleikann.

Ásmundur.

"Í ljósi þess er bara eðlilegt að ECB láni löndum í erfiðleikum ef það er talið nægja til að þau nái sér á strik. Slíkt fyrirkomulag er hagur allra evruríkja."

Það er eðlilegt já en þjóðirnar þurfa að standast ansi ströng skilyrði, sem þau ef til vill eru ekki tilbúin að gangast undir. Auk þess er ekki útséð með fjármögnun á þessum lánum. Lítið er eftir af góðum veðum á evrusvæðinu (ef einhver) auk þess sem Spánverjar og Ítalir þurfa sjálfir að standa undir hluta sinnar eigin fjarmögnunnar. Dásamlegt alveg hreint, þetta er eins og úr bestu skáldsögu.

Bragi, 21.9.2012 kl. 16:37

13 identicon

Guðmundur:

"Hvaða lausnir hafa evrusinnar þá boðið fram á þeim vanda sem stafar af gjaldmiðlinum sem þeir vilja taka upp?"

Vandi fáeinna evrulanda verður ekki okkar vandamál vegna þess að við getum ekki tekið upp evru fyrr en eftir mörg ár þegar vandinn verður væntanlega úr sögunni. Þeir sem trúa því ekki þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur.

Ef horfunar fyrir evru þykja ekki góðar þegar kemur að því að við getum tekið hana upp þá einfaldlega sleppum við því.

Við munum að sjálfsögðu finna fyrir því ef ástandið versnar á evrusvæðinu. En það gerist hvort sem við erum í ESB, á leiðinni þangað eða höfum hafnað aðild.

Annars held ég að ESB sé nú á góðri leið með að leysa vandann. Lausnin er þessi:

ESB fer vandlega yfir stöðu þeirra ríkja sem eiga við vanda að glíma. Ef staðan er ekki verri en svo að verulegar líkur eru taldar á bata ef lán fast á hagstæðum kjörum þá lánar ECB þeim eftir þörfum með eðlilegum skilyrðum.

Ef slík fyrirgreiðsla er ekki talin nægja beitir ESB sér fyrir afskriftum hluta skulda eins og gerðist með Grikkland.

Lán frá ECB krefjast peningaprentunar sem leiðir til gengislækkunar krónunnar og verðbólgu. Það mun örva hagkerfi evruríkjanna vegna þess að samkeppnishæfni þeirra eykst gagnvart löndum utan evrusvæðisins.

Þetta mun leiða til meiri útflutnings og minni innflutnings og bæta þannig viðskiptajöfnuðinn, landsframleiðslu og leiða til meiri hagvaxtar.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:07

14 identicon

Bragi, fjármögnun lánanna er ekki vandamál. Hún verður væntanlega leyst með peningaprentun eftir þörfum. Það leiðir að öðru óbreyttu til gengislækkunar evrunnar og aukinnar verðbólgu.

Það þýðir að vísu að allar hinar ESB þjóðirnar eru að taka áhættu með þessar lánveitingar ECB. Þær eru því aðeins réttlætanlegar ef lántakinn er talinn borgunarmaður fyrir lánunum.

Samningar um skilyrðin hljóta að nást að lokum ef þessi fyrirgreiðsla er nauðsynleg. Of mikið er í húfi fyrir báða aðila þegar um stórþjóðir eins og Ítalíu og Spán er að ræða.

Við skulum vona að þeir sem eru við stjórnvölinn séu starfi sínu vaxnir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:42

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er engin lausn fyrir íslendinga að afnema verðtrygginguna. Ástæðan fyrir því liggur í óstöðugleikanum.

Þvert á móti. Ástæðan fyrir óstöðugleikanum liggur í verðtryggingunni. Brottfelling verðtryggingar er því nauðsynleg forsenda stöðugleika.

Þar sem stöðugleiki er nauðsynlegur til að uppfylla Maastricht skilyrðin til að taka upp evru, þá felur þetta jafnram í sér að brotfelling verðtryggingar er forsenda fyrir upptöku evru, en ekki öfugt eins og sumir virðast halda. Þegar því marki væri náð væri stöðugleiki hinsvegar orðinn meiri hér á landi en víðast á evrusvæðinu sjálfu. Helstu rökin fyrir upptöku evru væru þar með ekki lengur fyrir hendi.

Þannig eru verðtryggingarrökin fyrir upptöku evru, algjörlega hol að innan.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2012 kl. 17:47

16 identicon

Strax á eftir næstsíðustu greinaskilum í #13 á að sjálfsögðu að standa: 

Lán frá ECB krefjast peningaprentunar sem leiðir til gengislækkunar evrunnar og verðbólgu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 17:49

17 identicon

Það er útilokað að fá stöðugleika með krónu sem gjaldmiðil. Ástæðan er smæð gjaldmiðilsins sem hefur miklar sveiflur á gengi í för með sér.

Gengislækkun veldur hækkun á verðlagi án þess að gengishækkun valdi verðlækkun. Niðurstaðan verður því miklu meiri verðbólga hér en annars staðar.

Einu skiptin sem gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt er þegar bóla hefur verið i gangi. Bólur springa alltaf að lokum og enda þá með hruni á gengi krónunnar.

90 ára reynsla ætti að duga fyrir þá sem skilja ekki rökin. Á níutíu árum hefur gengið lækkað um 99,99%. Við 100% lækkun er krónan orðin að engu.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 18:19

18 Smámynd: Bragi

Ásmundur hinn blindi. Rest my case.

Bragi, 21.9.2012 kl. 18:31

19 identicon

Bragi, hárrétt ákvörðun enda er blindan er öll þín megin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 19:11

20 identicon

Ég sé að menn reyna enn að koma týru í kollinn á ESB sparperunni honum Munda.

Það er vissulega háleitt markmið, en er dæmt til að fara sömu leið og fíkniefnalaust Ísland árið 2000.

Ég held reyndar að sparperan sé gölluð, og leki stórhættulegu kvikasilfri, sem leiðir m.a. af sér minnkaða vitsmunastarfsemi.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 19:18

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bragi, Áður en verðtrygging var sett á. Þá var þetta niðurstaðan á Íslandi. Sérstaklega þegar óðaverðbólga  var á Íslandi á árinum 1970 til 1982. Þú getur skoðað stöðuna hérna sem dæmi (bls 4).

Sagan á örugglega ekki eftir að endurtaka sig á Íslandi. Ég er hinsvegar viss um að hún verður engu að síður mjög svipuð.

"All opinions are not equal. Some are a very great deal more robust, sophisticated and well supported in logic and argument than others." - Douglas Adams

Jón Frímann Jónsson, 21.9.2012 kl. 19:31

22 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

ESB er búið að tala um að laga það ástand sem nú ríkir innan ESB síðan 2008.

Lausnin er byggð á því að þjóðir sem ekki geta borgað skuldir sínar eiga að fá lánað til að standa undir afborgunum. Af því að það gekk ekki síðast þá á að gera það sama aftur, ...........og aftur og aftur og aftur... Vitur maður sagði  eitt sinn

"Insanity is doing the same thing over and over and expecting different
results.(Skilgreiningin á geðveiki er að endurtaka það sama aftur og aftur og búast við mismunandi niðurstöðum" Albert Einstein

Einnig verður mér hugsað til annarrar tilvitnunar eftir Albert Einstein þegar ég les það sem Jón Fríman og Ásmundur eru að láta frá sér

"Only two things are infinite, the universe and human stupidity, and I'm not sure about the former"(Aðeins tvennt í þessum heimi er endalaust, alheimurinn og heimska manna, og ég er samt ekki viss með það fremra)

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.9.2012 kl. 20:27

23 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

palli, Ekki skildi það nú gerast að þú vinnir hugsanlega á Alþingi eða ert tengdur aðilum sem þarf starfa. Einnig sem að mig grunar að þú tengist stjórendum þessa bloggs.

Þar fyrir utan. Þá ertu grautheimskt fífl sem ekki borgar sig að kæra. Þar sem þú mundir ekki einu sinni að hafa efni á sektinni sem kæmi í kjölfarið á dómsmálinu. Þú ert líklega einn af þessum íslendingum sem tapaði öllu á góðærinu og dundar þér núna við að kenna núverandi ríkisstjórn um ógæfu þína.

Í staðinn fyrir að koma sökinni þar sem hún á heima. Hjá sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokkum. Íslenska krónan er einn af þeim þáttum sem áttu sinn hlut í því að gera þig  gjaldþrota. Enda hrundi krónan árið 2008 með öllu. Goðsögnin er sú að íslendingar hafi fellt gengið. Það er hinsvegar bara goðsögn og ekkert til í henni samkvæmt sögulegum gögnum.

Ég tek ekki mark á fíflum eins og þér. Sé heldur enga ástæðu til þess að hlusta á það sem frá þér kemur. Enda er það bara tómt rusl og ótrúlegt til þess að hugsa að stjórnendur þessa bloggs skuli leyfa svona ósiði hérna.

Brynjar. Þér væri nær að athuga málið betur.  Lánin sem Grikkland fær frá IMF og ESB eru á lægri vöxtum heldur en þau lán sem er verið að borga af. Þetta er neyðarráðstöfun. Alveg eins og sú sem íslendingar fóru í gegnum árið 2008 til 2011.

Að öðru leiti ganga hlutir vel innan ESB. Viðskiptajöfnuður ESB er 15.6 milljarðar evra fyrir evrusvæðið og síðan 3.1 milljarðar evra fyrir allt ESB (27 ríki).

Það tekur tíma fyrir ESB aðildarríkin að taka ákvarðanir. Enda eru hérna um að ræða 27 ríki sem þurfa að ná saman um aðgerðir. Enda er ekki viðhaft fúsk í ákvarðanartökum innan ESB eins og á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 21.9.2012 kl. 23:06

24 identicon

Brynjar, endemis bull er þetta í þér.

Auðvitað er lagt faglegt mat á það hvort lán á hagstæðum kjörum geti leyst vandann. Það munar gífurlega um að fá slíka vaxtalækkun.

Ef það í einhverjum tilvikum er ekki talið vera lausn nema skuldir lækki verður væntanlega samið um skuldlækkun eins og í Grikklandi. Það hefur þó ekkert komið fram sem bendir til þess að það þurfi. 

Lánin verða veitt með skilyrðum og eftirlit haft með að þeim sé fylgt. Vandi þessara ríkja er vegna þess að þau gerðust brotleg gegn Maastricht-sáttmálanum og ekkert eftirlit var haft með að þau fylgdu honum.  

Þú ættir að stilla þig um að blaðra svona um hluti sem þú veist greinilega ekkert um.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 01:20

25 identicon

Jájá, Jón Frímann. Ætlarðu að kæra mig? Fyrir hvað? Á ég að vera hræddur núna? Gvvuuuuðððð, hvað ég skelf á beinunum!

Ég er a.m.k. ekki eitthvað þroskaheft fífl sem gat ekki lifað á Íslandi vegna þess að það vildi enginn umgangast mig, og flúði þá til Danmerkur í leit að einhverskonar lífi, þar sem ég geri lítið annað en að hanga á íslenskum vefsíðum.

Hvað ertu ekki að fatta? Íslendingar hafa ekki áhuga á að umgangast eða vingast við hrokabyttur eins og þig. Þú heldur að það gangi þá að reyna að sannfæra okkur um þín ESBtrúarbrögð. Hvað ertu ekki að fatta?

Og heldurðu að einhver sé að taka mark á dellunni sem lekur úr þér????

Heldurðu að það sé voðalega snallt að skrifa undir tveimur nöfnum?

Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?

Þú ert úrhrak. Þú ert aumingi. Þú ert hrokabytta og heimskingi.

Það eina stórfurðulega er að þú sért yfirleitt ekki inni á einhverri stofnun. Þú ert greinilega ekki í lagi, en þessi einhverfa þín virðist hafa eyðilagt þína vitsmuni. Þú heldur að þú sért virkilega ekki að gera þig að fífli í hvert skipti sem þú bullar þvæluna í þér. Þú heldur að rökræður snúist um að endurtaka möntrur og fullyrðingar, sem þú last á einhverjum áróðurssíðum, og æpir þetta bull þitt endalaust á þessari vefsíðu. Þú hefur ekki vitsmuni til að skilja rök.

Það er nákvæmlega ekkert sem þú getur gert í þessu, Jón. Þú verður alltaf heimskingi. Það breytir engu hversu oft þú æpir þetta.

Þú ert greinilega í persónulegu stríði við að geta horft í spegilinn og sagt við sjálfan þig að þú sért eins og flest fólk. Að þó þú sért fatlað fól, þá ertu bara jafn merkilegur og við hin. Þessi árátta hefur breyst yfir í hroka og heimtufrekju í þér.

Það er þess vegna sem enginn vill umgangast þig.

Það sama á við um að skrifa undir tveimur nöfnum. Heldurðu að þú sért að plata einhvern, Jón Ásmundur Frímann.

Færðu sama kikk út úr því. Haha... ég er fatlaður en ég er samt nógu klár til að plata fólkið. Hahaha.. Ég er einhverfur en samt klárari en hitt fólkið. Það er sko allt í lagi með mig. Hahaha...

Þú ert biturt fitupeð sem átt ekkert erindi í rökræður. Þú hefur skotið sjálfan þig svo oft í fótinn að allir eru hættir að telja. Þú ert fábjáni, en þú getur auðvitað ekki hætt þessu, því þetta er persónulegt. Með því að hætta þessu þá þarftu að viðurkenna fyrir sjálfum þér "ósigur", og að þú sért fatlað einhverfu félagslegt úrhrak eftir allt saman.

Þegar og ef þú kemst einhvern tíman upp úr þessum pytti sem þú ert fastur í, ef þú meikar það á næsta þroskastig að geta horfst í augu við sjálfan þig á hreinskilinn hátt, þá verður þetta rosalega erfitt og sárt. Þú munt hugsa um hvaða tilgangi þín tilvist hefur eiginlega.

Þegar og ef þú kemst á þennan stað, mundu þá bara eftir minni einlægu ósk. Slepptu þessu bara, treystu á endurholgun og slúttaðu þessu bara. Þetta er game over hjá þér.

Þín verður ekki saknað (og þú veist það sjálfur manna best, auðvitað).

palli (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 07:29

26 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur og Jón frímann. Ástæðan fyrir því að Grikkland(og fleiri þjóðir innan ESB) þurfa á þessu láni að halda er sú að þeir kláruðu Evrurnar. Það er eithvað sem hærri skattar eða meiri niðurskurður getur bætt þar sem innflutningur vs útflutningur er svo óhagstæður að í raun lenda þessar þjóðir alltaf í sömu vandamálunum aftur og aftur. Hærri skattar og meiri niðurskurður þýðir að vandinn kemur bara seinna og skapar önnur vandamál sem koma í bakið á Grikkjum, tökum dæmi

Þú átt 10 appelsínur, þú selur/borgar 3 og svo 4 og svo 3 og svo 5; hvað gerir þú á sambandi við síðustu afborgunina? Hærri skattar og meiri niðurskurður þýðir, Þú átt 10 apelsínur og borgar 2 og 2 og 2 og 2 og 2 og svo 2. Þarna ert þú kominn í sömu stöðu og þú varst í, bara fleiri skrefum. Af því að það virkaði ekki þá ætlar ESB að lána Grikkjum 10 apelsínur aftur. Af því að það virkaði ekki síðast ætla þeir að gera það aftur en af því að ESB lánar nú 10 apelsínur ætlar ESB að fá 11 til baka, en ætlar af fá 11 af síðustu 10 og einni þar á undan

 ESB er hér að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og ætlast til þess að út komi ný útkoma, ""Insanity is doing the same thing over and over and expecting different results". Grikkir geta ekki borgað af þeim lánum sem fyrir voru og því á að taka stærra lán, hverju munar þá með örlítið lægri vöxum?

Einnig hafið þið verið iðnir að sanna seinni tilvitnuna í Albert.

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 09:22

27 identicon

Einn stærsti vandi þessara ríkja eru háir vextir sem þau þurfa að greiða vegna þess að þau eru ekki talin traustir lántakar. Lán frá ECB á miklu lægri vöxtum er því stórt skref í áttina að lausn vandans.

Fleira þarf þó til. Lykilatriði er að afla ríkjunum eins mikilla tekna og spara gjöld eins og frekast er unnt. Til þess þarf að beita öllum mögulegum ráðum. Niðurskurður og skattahækkanir eru þar ekki undanskilin.

Niðurskurðurinn þarf fyrst og fremst að beinast að spillingunni. Þar er hægt að spara mikið. Skatttekjur er hægt að hækka með því að draga úr skattsvindli og svartri atvinnustafsemi. Einnig er eflaust óhætt að hækka skatta þeirra sem hafa hæstu tekjurnar og mestar eignir.

Síðan þarf að leita allra leiða til að finna ný atvinnutækifæri. Þau verða að vera sjálfbær því að ríkin hafa ekki efni á að eyða fé í annað en það sem ber árangur.

Annað sem er mikils virði við þessar lánveitingar ECB er að gengi evrunnar mun lækka. Við það batnar samkeppnishæfni evruríkjanna og tekjur þeirra munu aukast.

Verðbólgan mun smám saman leiða til þess að lánin verða auðveldari viðfangs vegna þess að þau eru ekki verðtryggð.

Þannig er þessi lánveiting ECB fyrsta stóra skrefið til lausnar á vandanum.    

Ásmundur Harðason (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 11:01

28 identicon

Einn stærsti vandinn eru háir vextir sem þessi ríki þurfa að greiða vegna þess að þau eru ekki talin traustir lántakar. Lán frá ECB á miklu lægri vöxtum er því stórt skref í áttina að lausn vandans.

Fleira þarf þó til. Lykilatriði er að afla ríkjunum eins mikilla tekna og spara gjöld eins og frekast er unnt. Til þess þarf að beita öllum mögulegum ráðum. Niðurskurður og skattahækkanir eru þar ekki undanskilin.

Niðurskurðurinn þarf fyrst og fremst að beinast að spillingunni. Þar er hægt að spara mikið. Skatttekjur er hægt að hækka með því að draga úr skattsvindli og svartri atvinnustafsemi. Einnig er eflaust óhætt að hækka skatta þeirra sem hafa hæstu tekjurnar og mestar eignir.

Síðan þarf að leita allra leiða til að finna ný atvinnutækifæri. Þau verða að vera sjálfbær því að ríkin hafa ekki efni á að eyða fé í annað en það sem ber árangur. Annað sem er mikils virði við þessar lánveitingar ECB er að gengi evrunnar mun lækka. Við það batnar samkeppnishæfni evruríkjanna og tekjur þeirra munu aukast.

Verðbólgan mun smám saman leiða til þess að lánin verða auðveldari viðfangs vegna þess að þau eru ekki verðtryggð.

Þannig er þessi lánveiting ECB fyrsta stóra skrefið til lausnar á vandanum.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 11:55

29 identicon

Þetta er í þriðja sinn sem athugasemd sem hefur fengið staðfestingu kemur ekki fram þegar ég smelli til að sjá hana í samhengi. Þegar ég svo tek afrit af henni og sendi hana inn aftur með smá breytingu koma þær fram báðar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 12:00

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það gæti vel verið eitthvað til í þessu. Er ekki ESB bara djöfullinn? Maður spyr sig. það var nú frægt þegar djöfullinn lagði land undir fót um árið og fór niður til Georgíu i Bandaríkjunum. það er vel dokkjúmenterað:

http://www.youtube.com/watch?v=4W0Qns-eaT8

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2012 kl. 12:18

31 identicon

Og hverjum er ekki sama, Ásmundur? Það kemur hvort sem er bara blaðurmöntrur frá þér endalaust. Þú hefur ekkert vit á neinu, þú endurtekur bara fullyrðingar sem þú hefur ekki sjálfur vit á, eins og hefur margoft komið fram.

Og Ramó, please, hættu!!  Puhh-leeeze!! Aulahrollurinn hrýslast niður gæsahúðina þegar þú lætur þessi "gullkorn" falla. Það er eins og þú viljir auglýsa hversu mikill bjáni þú ert. Hvað er málið? Djísús!!!

palli (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 12:32

32 identicon

Það eru engin takmörk sett á hve mikið ECB (Eropean Central Bank) getur lánað evruríkjum í vanda.

Ástæðan er væntanlega sú að hætta er á að vextir hækki á frjálsum markaði við það eitt að ríki komast í slíka gjörgæslu. Fjárþörfin getur því aukist vegna þessara vaxtahækkana.

Gríska tónskáldið Mikis Theodorakis skrifaði á sínum tíma grein sem var birt hér á Vinstrivaktinni. Hann taldi hvorki ESB né evru vera ástæðuna fyrir vanda Grikkja   

Hann hélt því fram að vandi Grikkja hefði fyrst byrjað fyrir alvöru eftir fyrirgreiðslu fra AGS og ESB vegna þess hve vextir hefðu þá hækkað mikið á lánum á frjálsum markaði.

Að vísu taldi hann sökina liggja hjá Papandreou og fjármálaráherranum vegna þess að þeir höfðu rægt Grikkland í erlendum fjölmiðlum.

Ég held hins vegar að þetta neyðarúrræði sem það er að leita ásjár AGS hafi beinlínis valdið hækkun vaxta.

Það er til lítils að lána á hagstæðum kjörum ef vaxtamunurinn er allur tekinn tilbaka í hærri vöxtum á öðrum lánum.

Þess vegna getur þurft að lána miklu meira en í fyrstu litur út fyrir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 13:21

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

http://www.youtube.com/watch?v=Me2IjK2tMlE

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2012 kl. 13:32

34 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur, ef ég segi sestu, sæktu og hæll, hvað gerir þú?

 "Einn stærsti vandi þessara ríkja eru háir vextir sem þau þurfa að greiða vegna þess að þau eru ekki talin traustir lántakar." Ef eithvað er að marka ESB sinna þá lækkar innganga Íslands í ESB vextina og ef við tökum upp evru þá lækka þeir enn meira.Eru Grikkir ekki í ESB og með Evru? Tilhvers þarf þá að "lækka" vextina enn meira? Nema að um bull sé að ræða og að vaxtakjör fari eftir einhverju öðru, td lánstrasti(cretid), fortíð, innkomu(mögulegri geiðslugetu) og öðrum sambærilegurm hlutum sem við fullveldissinnar höfum verið að tala um og þar með skotið eigin fyrrum málfuttning í kaf.

Í raun eru ríkisfjármál jafn einföld og dæmið með appelsínurnar, þú færð 10 apelsínur lánaðar en borgar 11. Hvernig ætlar þú að gera það? Með niðurskurði? Þó þú  haldir upp á allar 10 þá þarft þú samt að fá þessa 1 sem þarf í vexti. Með hærri sköttum?Það er meira flutt inn en út í Grikklandi, og það er ekki bara nokkur prósent og nær allt er matur sem þýðirað apelsínunum/Evrunum fækkar sem hin almenni Grikki hefur milli handana, hvort sem þú ert að tala um fók eða fyrirtæki. Þú getur sett á 100% skatt og það myndi samt ekki duga til að borga skuldirnar, hvað þá vextina. Evran kemur í veg fyrir að hægt sé að minka innflutninginn og ESB kemur í veg fyrir að Gríska ríkið geti komið atvinnulífinu af stað með lögum sínum

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 13:44

35 identicon

 "Ef eitthvað er að marka ESB sinna þá lækkar innganga Íslands í ESB vextina og ef við tökum upp evru þá lækka þeir enn meira.Eru Grikkir ekki í ESB og með Evru?"

Brynjar, þarna ertu heldur betur úti að aka. Ég er að tala um skuldabréfaútboð ríkja sem eiga ekkert skylt við bankavexti á útlánum til einstaklinga og fyrirtækja. ´

Bankavextir munu lækka verulega með ESB-aðild og upptöku evru allavega ef krónan er ekki í höftum. Þetta er meðal annar vegna þess að vextir verða að vera hærri hér á innlánum vegna lítils trausts á krónunni því að annars myndi fé leita ávöxtunar erlendis.

Hitt er svo annað mál að krónan hefur einnig áhrif til hækkunar á vöxtum á erlendum lánum ríkisins vegna þess hve lítils trausts hún nýtur. En það er auðvitað fleira sem hefur áhrif á þessa vexti.

Það er athyglisvert að í skuldabréfaútboði ríkisins nýverið voru vextir yfir 6%. Það er meira en Ítalir og Spánverjar þurfa að greiða í nýjustu útboðum þrátt fyrir allar góðu fréttirnar af efnahag Íslands.

Aðild að ESB mun stuðla að lækkun vaxta á erlendum lánum ríkisins meðal annars vegna þeirrar samtryggingar sem felst í aðild. Stöðugleiki evrunnar í samanburði við krónu mun stuðla enn frekar að slíkri vaxtalækkun.

Þjóð með evru nýtur eðlilega miklu meira lánstraust að öðru jöfnu en þjóð með íslenska krónu á rússíbanareið.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 18:05

36 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bíddu nú við, eru Grikkir þá ekki í ESB og ekki með evru?

Í raun og veru er engin munur á einstaklingi, fyrirtæki og stjórnvöldum þegar kemur að lánum og vöxtum.

 Þú segir ásmundur "Bankavextir munu lækka verulega með ESB-aðild og upptöku evru allavega ef krónan er ekki í höftum." en rétt áður "Einn stærsti vandinn eru háir vextir sem þessi ríki þurfa að greiða vegna þess að þau eru ekki talin traustir lántakar." Þú ert hér farinn að tala í mótsögn.

 "Hitt er svo annað mál að krónan hefur einnig áhrif til hækkunar á vöxtum á erlendum lánum ríkisins vegna þess hve lítils trausts hún nýtur." Gjaldiðillin sem slíkur hefur ekkisjáfstætt líf og því er þetta traust sem þú ert að tala um á vinstristjórninni.

Annars svar þú bara þessari einu línu af því sem ég lagði fram, ekkert er varðar stæsta vanda Grikkja sem er innflutningur/útflutningur. Það bendir til þess að þú sért farinn að átta þig á að þú sért nokkur fastur í þeirri snöru. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 18:21

37 identicon

Brynjar, þjóð sem flytur meira inn en út er ekki vorkunn að leysa þann vanda.

Hún þarf einfaldlega að sýna samtakamátt í því að draga úr innflutningi og framleiða meira sjálf til eigin nota. Þar með verða til fleiri störf. Að gera það ekki er að fljóta sofandi að feigðarósi.

Dæmisagan um appelsínurnar sem á að sýna fram á að ekki sé hægt að greiða vexti er auðvitað fráleit. Til að greiða vexti þarf einfaldlega hærri tekjur en gjöld (fyrir vexti) sem nemur vaxtaupphæðinni.

Ef þjóð á í erfiðleikum með þetta mun veruleg vaxtalækkun breyta miklu. Ef hún nægir ekki eru mörg önnur úrræði tiltæk eins og ég hef áður nefnt.

Lán á þessum lágu vöxtum verða veitt með þeim skilyrðum að þessum úrræðum verði beitt. Eftirlit verður haft með því að það gangi eftir. 

Ef þetta dugar ekki þarf að afskrifa hluta skulda eins og gert var með skuldir Grikkja.

Það getur leitt til gjaldþrota einhverra banka. Það er þá ákvörðun ríkisstjórna í þeim löndum sem bankarnir starfa í hvort þær bjargi þeim.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 18:32

38 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

" þjóð sem flytur meira inn en út er ekki vorkunn að leysa þann vanda" Hér er um að ræða vanda sem er tilkominn vegna Reglugerða ESB, en þar er bannað að hafa áhrif á hin frjálsa markað ESB og því má ekki gera neitt í því, þetta sagði ég áðan en þú virðist lesa það sem þú villt. Reyndar er ég að velta því fyrir mér hvort þú hafir skaðað annan málstað ESB sinna, þetta með lægra matvælaverð en matvælaiðnaður Grikkja varð undir þegar þeir gengu inn í ESB 1981, landið var/er hrjóstugt og iðnaðurinn ekki nægilega vél- og tæknivæddur og fyrir vikið þurfa Grikkir að flytja inn stóran hluta af matvælunum sínum sem er ein af mörgum orsökum þeirra stöðu sem Grikkir eru í, í dag. Þetta er oft rekin sem ein af megin forsendum ESB aðildar Íslands

"Til að greiða vexti þarf einfaldlega hærri tekjur en gjöld (fyrir vexti) sem nemur vaxtaupphæðinni." Gott hjá þér, það stendur enn eftir hvernig Grikkir eygi að borga þessa vexti og í raun lánið sem slýkt því allt fer þetta í rekstur en ekki til að skapa tekjur og niðurskurður er sennilega brandari ársinns þar sem kosnaðurinn fer úr hægri vasanum yfir í þann vinstri. Ef bara Grikkir hefðu svona stjórntæki sem myndi hjálpa þeim við að flytja út vörur með því að gera þær ódýrari, gerir erlendu vörurnar dýrari, gerir innlendar vörur ódýrari fyrir útlendinga en samt án þess að innlendu vörurnar yrðu mikið dýrari fyrir heimamenn. Svo vantar þeim annað sem gæti hjálpaþ þeim, svona skatta á vörur sem eru fluttar inn annarstaðar frá en eru samt framleiddar í Grikklandi, við skulum kalla það tolla. Þá fær ríkið fyrir þeim skaða ríkið verður vegna skertra tekna af innlendu fyrirtæki og það skapar fleiri störf og átt þannig fyrir þessum "appelsínum" .Land sem hefur 10% atvinnuleysi eða meira getur vart borga nokkra vexti. En grikki glíma ekki við 10% atvinnuleysi, heldur miklu meira.

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 19:46

39 identicon

Brynjar, þrátt fyrir að ég sé búinn að benda þér á að skuldabréfaútboð ríkja er allt annað en bankavextir hefurðu greinilega ekki náð því.

Þú virðist heldur ekki skilja að þó að evrunni fylgi miklu lægri vextir en krónu að þá eru það fleiri atriði sem skipta máli hvað vexti varðar en gjaldmiðillinn.

Að sjálfsögðu mega Grikkir kaupa grískar vörur. Hvernig dettur þér í hug að það sé brot á lögum og reglum ESB? Það er aðeins bannað að setja slíkt í lög.

Annars er Grikkland ekki til umræðu. Þeir fengu fyrirgreiðslu fyrir löngu. Það eru einkum Ítalía og Spánn sem málið snýst um núna.

Ég er þegar búinn að svara því hvernig þessi skuldavandi er leystur. Það er ekki auðvelt en gerlegt. Ef menn haga sér skynsamlega tekur það ekki mjög langan tíma.

Verðbólga í kjölfar peningaprentunar mun grynnka á skuldum. Þær eru óverðtryggðar og lækka því að verðgildi í verðbólgu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 22:45

40 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur, það eina sem þú ert búinn að "benda á" eða öllu heldur gera er að skjóta rök ESB sinna um lægri vexti niður, eða er Grískur almenningur að fá lán með sömu vöxtum og Þjóðverjar? Og það sem meira er, er að þú ert búinn að færa rök fyrir því af hverju við eigum ekki að leifa óheftan innflutning á mat ásamt því sem Evran er í sjálfu sér töpuð og þar með forsendan fyrir því að ganga inn í ESB.

"Að sjálfsögðu mega Grikkir kaupa grískar vörur. Hvernig dettur þér í hug að það sé brot á lögum og reglum ESB? Það er aðeins bannað að setja slíkt í lög."En það er ekki það sem málið snýst um heldur vörur annarstaðar sem reka Grísk fyrirtæki í þrot sem eykur atvinnuleysið sem þegar er hátt. Hinsvegar eru til lög sem banna Grískum stjórnvöldum að vera Grísk störf en forsenda þess að borga vextina til baka er að fjölga störfum og auka útflutning. Það gerist ekki á meðan Grísk fyrirtæki eru í vörn.

"Ég er þegar búinn að svara því hvernig þessi skuldavandi er leystur. Það er ekki auðvelt en gerlegt. Ef menn haga sér skynsamlega tekur það ekki mjög langan tíma." "Insanity is doing the same thing over and over and expecting different
results" 

"Það eru einkum Ítalía og Spánn sem málið snýst um núna." Já og Portúgal Írland, Möltu, Belgíu og Kýpur. Reyndar er svolítið fyndið að Frakkar og þjóðverjar skulda meira af vergri þjóðarframleiðslu heldur en td spánn. Taktu vel eftir því að það er bara eitt Evruland sem skuldar tiltörulega lítið og það er Finnland og bara eitt land utan Evrunnar sem skuldar  tiltörulega mikið (uk)

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.9.2012 kl. 08:55

41 identicon

Það er alrangt að Finnland sé eina evrulandið sem skuldar tiltölulega lítið. Þrjú evrulönd skulda minna en Finnar: Eistland, Slóvakía og Slóvenía. Eistland er eina Eystralandsríkið með evru en skuldar langminnst.

Það er einnig rangt að Bretland sé eina ESB-landið utan evrusvæðisins sem skuldar mikið. Skuldir Ungverjalands eru aðeins meiri en Breta.

http://edition.cnn.com/2011/BUSINESS/06/19/europe.debt.explainer/index.html

Svo má ekki gleyma Evrópulöndum utan ESB. Ísland skuldar miklu meira en flest lönd ESB og evrusvæðisins. Mörg ríki utan Evrópu skulda mikið. Þar er Japan efst á lista með miklu meiri skuldir en Grikkir.

Annars segja skuldirnar takmarkað vegna þess að betur sett lönd geta leyft sér að skulda meira. Atvinnuleysi er betri mælikvarði.

Þau fimm lönd ESB þar sem atvinnuleysi er minnst eru öll á evrusvæðinu. Þetta eru Austurríki, Holland, Lúxemborg, Þýskaland og Malta. Þetta er varla tilviljun.

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=teilm020&tableSelection=1&plugin=1

Allavega hlýtur þetta að teljast meðmæli með evru og sýnir að meðaltal atvinnuleysis ESB-landa er enginn mælikvarði.

Engin ástæða er til að ætla að Ísland nálgist þetta meðaltal með inngöngu í ESB. Aukin samkeppnishæfni mun þvert á móti skapa ný atvinnutækifæri.

Það er rétt að skuldir spænska ríkisins eru minni en ýmissa annarra betur settra ríkja. Skuldir þjóðarbúsins eru hins vegar miklar sem endurspeglast í miklum fasteignaskuldum í vanskilum. Það er auðvitað fleira en skuldir ríkissjóðs sem skipta máli varðandi efnahagsvandann.

Vextir á neytendalánum hafa lækkað verulega í ESB-löndum með upptöku evru. Sumir hafa kennt þessari vaxtalækkun um ófarirnar td á Spáni.

Vaxtalækkunin olli bólu sem að lokum sprakk með hörmulegum afleiðingum. Mistökin voru þó ekki vaxtalækkun heldur vanræksla við að bregðast við bólunni tímanlega með einföldum hagstjórnartækjum.

Þó að vextir hafi lækkað með upptöku evru er ekki alls staðar sama vaxtaprósenta í evrulöndum. Af ástæðum sem ég hef rakið áður er ástæða til að ætla að vaxtalækkunin verði sérstaklega mikil á Íslandi.

Það eru engar mótsagnir í ummælum mínum um vexti í fyrri athugasemdum mínum.

Sá misskilningur virðist stafa annars vegar af að verið er að rugla saman vöxtum á neytendalánum og vöxtum í ríkisskuldabréfaútboðum auk þess sem margt annað en gjaldmiðillinn hefur áhrif á vexti.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 11:31

42 identicon

Jájá, Ásmundur. Þú veist þetta. Þú ert svo klár. Ég hef fullt traust á þér, sérstaklega eftir að þú sagðir : "ESB mun aldrei lenda í skorti á peningum, þeir prenta bara meira af þeim".

Þú ert bara svo mikill snillingur!!

(þetta er oflof sem háð, ef þú skyldir ekki hafa náð því)

palli (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 16:24

43 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Þrjú evrulönd skulda minna en Finnar: Eistland, Slóvakía og Slóvenía. Eistland er eina Eystralandsríkið með evru en skuldar langminnst." Alveg rétt hjá þér, Slóvakía(2009) og Eistland(2011) eru svo nýlega búin að taka upp Evru að vart er hægt að tala um árangur eða skaðsemi Evrunar og spurning með Slóvakíu(2007) en Ungverjalandi var ég búinn að gleyma. En það Breitir þó ekki þeirri staðreind að mikil skuldsetning virðist vera landlæg meðal þeirra þjóða sem hafa haft Evru frá byrjun að Finnum undanskildum og hugsa ég að það ætti að taka finna og ransaka til að komast að því hvað það er sem orsakar.

"Ísland skuldar miklu meira en flest lönd ESB og evrusvæðisins." árið 2008 var ríkisjóður Íslands nær skuldlaus og aðtaka lán til að eiga inneign inn á banka er glapræði þar sem viðskiftajöfnuðurinn varð hagstæður stax við fall krónunar, sem betur fer, annars hefðum við endað eins og Grikkland og Spánn ef við hefðum haft Risagjaldmiðil sem tæki ekki nokkur tilit til okkar eins og í tilviki áðurnemdra aðilla.

"Af ástæðum sem ég hef rakið áður er ástæða til að ætla að vaxtalækkunin verði sérstaklega mikil á Íslandi." Skuldsetning almennings og fyrirtækja er almennt meiri hér en gengur og gerist innan Evrópu og líkast því sem er í gangi td á Grikklandi og Spáni.

 "...auk þess sem margt annað en gjaldmiðillinn hefur áhrif á vexti. " það er nefnilega málið og því er ekki hægt að ætla að nýr gjalmiðill hafi nokkur áhrif á það, greiðslugeta eða vilji batnar ekki og ef fólk missir vinnuna í hrönnum þá hjálpar það ekki.

 "Það eru engar mótsagnir í ummælum mínum um vexti í fyrri athugasemdum mínum." ESB sinnar hafa undanfarin ár talað um að vextir geti ekki orðið háir og fyrirhrun var það talið óhugsandi að sú staða sem nú er komin upp gæti skeð(af ESB sinnum) og því má seigja að annað hvort ert þú að bulla og veist ekkert um ESB, Grikkland og fleiri lönd eru í goodý, vandamál og atinnuleysi ekki til blóm í haga, himinnin blár og vandamál ekki til eða fyrri rök falla hvert á fætur öðru.

"Sá misskilningur virðist stafa annars vegar af að verið er að rugla saman vöxtum á neytendalánum og vöxtum í ríkisskuldabréfaútboðum auk þess sem margt annað en gjaldmiðillinn hefur áhrif á vexti." þannig að Grískur almenningur er að fá lán undir 3% kanski? Það langar mig að þú sýnir mér, svar á hvítu. Ef ekki, þá er þetta eins og megnið af fyrri rökum þínum.

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.9.2012 kl. 16:55

44 identicon

Enn heldurðu áfram ruglinu með vextina. 

Engu breytir þó að þér sé bent á að hér hafa verið til umræðu vextir í skuldabréfaútboðum ríkja sem er allt annað mál en vextir á neytendalánum sem ESB-sinnar segja að muni lækka verulega með upptöku evru og að hluta með ESB-aðild.

Hvers vegna ætti ég að sýna fram á að vextir í Grikklandi séu undir 3%? Ég hef ekki haldið neinu slíku fram. Vextir hafa almennt lækkað mikið með upptöku evru en eru þó alls ekki nákvæmlega jafnháir á öllu evrusvæðinu.

Þessi vaxtalækkun olli bólu á Spáni sem er eina ríkið í vanda sem er ekki með miklar erlendar skuldir. Þar er bankakreppa vegna vanskila á fasteignalánum. Fasteignir lækkuðu mikið þegar bólan sprakk. 

Flest lönd með miklar skuldir á evrusvæðinu hafa miklu meiri landsframleiðslu en flest þeirra sem skulda minna og eru í ESB utan evrusvæðisins. Þau gátu því leyft sér að taka meira að láni ekki síst í ljósi þess að þau nutu mun betri vaxtakjara.

Lestu betur athugasemdirnar og vandaðu þig betur við svörin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 21:44

45 identicon

Athyglisvert að meðallaun á Íslandi eru eins og hjá Suður-Evrópuþjóðum í vanda.

Ítalir eru í næsta sæti fyrir ofan okkur en Spánverjar í næsta sæti fyrir neðan og Grikkar næst þar fyrir neðan. Norður- og Vestur-Evrópuþjóðirnar eru langt fyrir ofan okkur.

http://www.bbc.co.uk/news/magazine-17543356

Einnig vekur athygli að flest ESB-löndin utan evrusvæðisins eru með miklu lægri meðallaun en flest evrulöndin.

Með þessi laun ættu Ítalir, Spánverjar og Grikkir að hafa svigrúm til að draga saman seglin nú þegar nauðsyn krefur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 22:13

46 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Lúxembor er oftar en ekki talin með þar sem óvenju margir þar vinna við bankakerfið þar sem skekkir myndina þar. Því næst kemur Noregur austurríki(evra) og USA. Svo kemur UK ,belgía(evra) Svíþjóð. Hvar er Danmörk?

Samkvæmt þessu þá munar um 17% á launum td á Íslandi og svíþjóð. Það sem ég td prívatog þersónulega er að verð á matvækum er almennt 30%- 50 % hærra og að verð á rafmagni getur verið tífalt yfir vetrarmánuðina

"Engu breytir þó að þér sé bent á að hér hafa verið til umræðu vextir í skuldabréfaútboðum ríkja sem er allt annað mál en vextir á neytendalánum sem ESB-sinnar segja að muni lækka verulega með upptöku evru og að hluta með ESB-aðild." Komdu þá meðbankavexti sem almenningur Í Grikklandi er að fá. Því ég man ekki betur en að hafa heyrt af því í fréttum að bankavextir hafi rokkið svo gríðarlega upp hjá Grikkjum. Þar fyrir utan, þá já þú hefur verið að tala í kross.

"Hvers vegna ætti ég að sýna fram á að vextir í Grikklandi séu undir 3%?" Af hverju ekki? Þú hefur verið að tönglast á því að vextir lækki en getur ekki sínt fram á það

"Flest lönd með miklar skuldir á evrusvæðinu hafa miklu meiri landsframleiðslu en flest þeirra sem skulda minna og eru í ESB utan evrusvæðisins" þetta miðast við % af vergri þjóðarframleiðslu, þá er 100% það sama og 100%

 "Only two things are infinite, the universe and human stupidity, and I'm not sure about the former"þetta er það sem ég byrjaði á og það ekki af ástæðulausu

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.9.2012 kl. 06:44

47 identicon

Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að koma með meðabankavexti sem almenningur í Grikklandi er að fá? Hvað eiga þeir að segja okkur?

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 08:51

48 identicon

Meðalaun í Svíþjóð eru 24.4% hærri en á Íslandi en ekki 17% eins og Brynjar heldur fram.

Í Noregi eru laun 51.3% hærri en á Ísland sbr athugasemd mína #45.

3023/2431 = 1.243521     3678/2431 = 1,512958 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband