Aðildarumsókn nýtt til að knýja fram uppgjöf í makríldeilu

Sjávarútvegsstjóri ESB ætlar sér bersýnilega að nýta óþrjótandi áhuga Jóhönnu og Össurar á aðild að ESB til að knýja ríkisstjórnina til undanhalds í makríldeilunni en eins og kunnugt er á Ísland helst ekki að veiða neinn makríl eftir kokkabókum ESB. Þar eru milljarðatugir í húfi fyrir Ísland.

Frekja og yfirgangur ESB gagnvart Íslendingum og Færeyingum í makríldeilunni er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal ef Íslendingar láta teyma sig inn í ESB.

Allur sá makríll sem Íslendingar hafa verið að veiða er fenginn í íslensku fiskveiðilögsögunni. Engu að síður hafa leiðtogar ESB leyft sér að hóta Íslendingum löndunarbanni og jafnvel innfluningsbanni á fiskafurðum ef ESB fær ekki að ráða því hvað við veiðum mikið af þessari fiskitegund sem aftur og aftur hefur fyllt hér flóa og firði (og jafnvel gert sig heimakomna við Sæbrautina í Reykjavík!) en étur um leið óhemjumikið magn af sjávarlífi í íslenskri lögsögu.

Í mörg ár neituðu leiðtogar ESB á sviði sjávarútvegsmála að kalla Íslendinga til viðræðna þegar aðrar þjóðir við Norður Atlantshaf funduðu um makrílinn. Nú bjóða þeir að við megum náðarsamlegast veiða brot af þeim afla sem við höfum dregið að landi undanfarin ár.

Það væri mikið hneyksli ef ríkisstjórn Ísland færi nú að slá stórlega af réttmætum kröfum Íslendinga í því skyni að geta hraðað innlimun landsins í ESB. Við bíðum og sjáum hver viðbrögð Steingríms verða. Hitt vitum við að Össur og Jóhanna vilja allt leggja í sölurnar til að ná samningi við ESB um aðild áður en valdaskeiði þeirra lýkur og þau kveðja ráðherrastólana - sennilega fyrir fullt og allt. 


mbl.is Strandar á makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbrandur Ólafsson

Lausn EU.sinna er að leggjast flatir og láta klóra sér á kviðnum. Ekki var nægilegt að skipta um ráðherra Sjávarútvegs og Laqndbúnaðar eða aðal samningamann Íslands, framhaldstilraunin hlítur því að vera að minnka Makrílkvóta Íslands um 50% og kanna hvort ESB er þá tilbúið að koma að samningaborðinu.  "Þessir samningamenn Íslands við EU.bandalagið standa á svipuðum grunni og sá hluti þingmanna Íslendinga sem var tilbúinn að semja um 4 sjómílna landhelgi við Íslandsstrendur í kringum 1970 til að halda friðinn við þáverandi Efnahagsbandalag Evrópu og Breta. En sleikjur duga aldrei í samningaferli og því síður undanlátssemi, ef andstæðingurinn finnur að þú ert tilbúinn að gefa eftir þá gengur hann á lagið og krefst meiri eftirgjafar en ella "gegn smá dúsum hingað og þangað, Æ skal gjöf til gjalda eða þannig".  Drögum okkur út úr umsóknarferlinu og stöndum fast á rétti Íslendinga til að nýta auðlindir sínar sjálfir, en í hæfilegu hófi þó.

Guðbrandur Ólafsson, 3.7.2012 kl. 13:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir hvert orð hjá ykkur báðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 14:26

3 identicon

Daily mail í gær !

[img]http://jolly-villains.com/filez/dm.PNG[/img]

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 15:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kjánaleg framsetning.

Með sama áframhaldi útrýmir LÍÚ náttúrulega makrílnum. Hugsanlega eru þeir þegar búnir að því og mundi það teljast met í rústalagningu fiskistofna sem LÍÚ er þekkt fyrir. þeir rústa öllu sem þeir koma nálægt.

þeir einu sem hafa sýnt frekju, ofstöpa, yfirgang og rányrkju er LÍÚ og þeirra afaníossar ss. kjánaþjóðrembingar.

þar að auki er EU með í meðferð reglugerð til að taka á þessu. það verður hugsanlega settar viðskiptaþvinganir á LÍÚ:

http://www.ruv.is/frett/engar-thvinganir-vegna-makrils-strax

Og það er ekki rétt hjá RUV að reglugerðin hafi tekið veigamiklum breitingum. þaðeru sömu heimildir til staðar og í draftinu. Hitt er rétt að, sennilega, mun taka tíma að virkja slíkar heimildir - þó ég sé ekki viss um að ferlið þurfi að vera sem ruv vill meina þarna. Eg er ekki viss um það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2012 kl. 18:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kjánaleg framsetning á við um þig Ómar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 18:47

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það kjánalegasta við Ómar er að hvar sem hann fær því við komið treður hann inn óbeit sinni á LÍÚ. Án útskýringa.

Hvar hagsmunir bóndans Ómars og landssambands útvegsmanna skarast væri svo sannarlega fróðlegt að frétta nánar af.

Kolbrún Hilmars, 3.7.2012 kl. 19:06

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nú eigum við að hækka makríl kvótan sem svar til ESB. Þá fyrst munu þeir skilja hvað er um að vera. Hefðum við haft Jón Bjarnason þá hefði hann skilið þetta.

Valdimar Samúelsson, 3.7.2012 kl. 20:32

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er Steingrímur og kó ekki bara að grafa sína eigin gröf svona í rólegheitum.  Maðurinn er gjörsamlega rúin trausti ásamt Jóhönnu og Össuri, þau eru það sem fólk kallar persónur non grata, eða enskisverðir einstaklingar sem hafa svo sannarlega svikið allt sem hægt er að svíkja og vita sem er að þau eru búin að vera í pólitík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 20:41

9 identicon

Er ekki bara kominn tími til að henda þessu liði í fangelsi fyrir landráð.

Jolnir (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 21:13

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það er alveg spurning hvort háttalag LÍÚ-linga og almennra kjánaþjóðrembinga flokkist ekki sem landráð. Háttalag þeirra vegur að hagsmunum lands og lýðs. þeir kýla landið ítrekað í magann og láta svipuna ríða á lýðnum.

þetta tal í einungrunnar og öfgamennum höfðar til heimsku og mentunarleysis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2012 kl. 21:26

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jolnir,það er málið.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2012 kl. 22:40

12 identicon

Ómar skv. stafsetningarvillum í ummælum þínum og hugarfar, þá ert þú örugglega heimskasti maður sem hefur tjáð sig á veraldarvefnum.

Ekki kasta steinum úr glerhúsi að saka aðra um menntunarleysi.

Georg Franklinsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 00:13

13 Smámynd: Elle_

Já, Brussel ræður höfum heims: Damanaki: FOR US there is only one rule and this rule is very clear: Cooperation, cooperation, cooperation.  What WE cannot accept is unilateral actions.

Og vá hvað þula RUV var með gagnrýnar og sterkar spurningar fyrir Damanaki.  Næstum eins sterkar og ICESAVE gagnrýni RUV (líka Þóru).  Með mjóum og undirgefnum rómi var spurt með RUV mic: Can you like access how likely it is that Iceland vill be sanctioned?

Við eigum sko landvarnir í Jóhönnustjórninni og RUV.

Elle_, 4.7.2012 kl. 00:38

14 Smámynd: Elle_

Innsláttarvilla hjá mér þarna, ekki ´access´, heldur ´assess´: Can you like assess how likely it is that Iceland vill be sanctioned?

Elle_, 4.7.2012 kl. 07:57

15 identicon

Skoðið þetta vel;

http://www.redicecreations.com/article.php?id=20518

GB (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband