Gefast Bretar upp á aðild að ESB?

Úrsögn Breta úr ESB vofir yfir. Líkurnar á að það gerist bráðlega hafa aldrei verið meiri en nú að áliti breska blaðsins The Economist, jafnvel þótt foringjar gömlu fokkanna séu því andvígir. Að minnsta kosti sé líklegt að meiri hluti breskra kjósenda knýi bráðum fram gerbreytt tengsl Breta við ESB.

 

Umræður um hugsanlega úrsögn Breta úr ESB má víða finna í breskri pressu. Greinin sem vitnað var í hér að ofan birtist 23. júní s.l. undir fyrirsögninni: A Brixit looms en Brixit stendur fyrir British exit. Cameron forsætisráðherra tjáði sig um málið í The Sunday Telegraph í gær. Tilefnið var að hópur þingmanna Íhaldsflokksins og þar á meðal nokkrir ráðherrar höfðu tjáð Cameron forsætisráðherra að víðtæk samrunaþróun á evrusvæðinu sé að breyta svo stöðu Bretlands gagnvart ESB að óhjákvæmilegt sé hvort eð er að efna til þjóðaratkvæðis.

 

Cameron virðist hikandi og talar um að slá þjóðaratkvæði á frest en gefur þó þeim öflum undir fótinn sem vilja úrsögn úr ESB með því að segja í nokkrum véfréttastíl: „Í mínum huga fara þessi tvö orð saman: Evrópa og þjóðaratkvæði.“

 

Bakgrunnur þessarar umræðu er sá að margsinnis hefur komið fram í skoðanakönnunum að meiri hluti Breta vill helst ganga úr ESB. Ráðandi öfl í gömlu flokkunum þremur (Íhalds-, Verkamanna- og Frjálslyndaflokknum) vilja þó ekki ganga svo langt. Hins vegar hefur hinn ungi Sjálfstæðisflokkur Bretlands átt mjög vaxandi fylgi að fagna og krefst úrsagnar úr ESB.

 

Bretar eru mjög ósáttir við sífellda viðleitni leiðtoga ESB til að soga til sín fullveldisréttindi aðildarríkjanna og æðstu völd á æ fleiri sviðum. Í sjávarbyggðum er fólk einkar ósátt við fiskveiðistefnu ESB og Íhaldsflokkurinn hefur marglofað kjósendum sínum að setja það á oddinn að losa Breta út úr hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB sem leitt hefur til þess að breskur sjávarútvegur hefur misst veiðikvóta í stórum stíl á fiskimiðum umhverfis Bretland til annarra ríkja, einkum Spánverja.

 

Núverandi utanríkisráðherra Breta, William Hague, var leiðtogi Íhaldsflokksins 1998 þegar ESB ákvað að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. The Economist segir frá því að Hague hafi spáð því þá að hinn nýi gjaldmiðill myndi smám saman breytast í „brennandi byggingu þar sem íbúarnir ættu enga undankomuleið“. Blaðið bætir því við að nú þegar evran standi í ljósum logum vilji sumir gagnrýnendur evrunnar leggja bílnum framan við slökkvistöðina og hóta að koma í veg fyrir aðgerðir ESB til bjargar evrunni nema með því skilyrði að ESB fallist á að skila aftur til Bretlands nokkru af því valdi sem framselt hafi verið til Brussel. Jafnframt vilji þeir nýta sér „þjóðaratkvæðislásinn“ sem lögfestur var í Bretlandi á liðnu ári og tryggir að frekara vald verði ekki framselt frá breska þinginu til Brussel nema að undangengnu þjóðaratkvæði.

 

Bretar voru ekki meðal stofnenda EB, Evrópubandalagsins, sem var undanfari ESB. En þegar leiðtogar Breta fengu loksins áhuga á að ganga í ESB snerust Frakkar gegn því og stóðu í veginum árum saman. Áhugi Breta á ESB-aðild hefur fyrst og fremst beinst að hinum sameiginlega markaði ESB. En hins vegar hafa þeir forðast ýmsa aðra þætti samrunans eins og Schengen-samstarfið um vegabréfaeftirlit og evruna. Ef þeir ganga úr ESB er sennilegast að þeir kjósi sér svipaða stöðu gagnvart ESB og Svisslendingar, þ.e. tvíhliða samning. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í rauninni kemur fram í grein Camerons að það verður ekkert kosið neitt meðan hans stjórn er við völd. það er það sem hann er að segja. Og það er alveg nógu skýrt hjá honum, að mínu mati. Mikið upplegg hjá honum er að í slíkum kosningum verði að vera val. það sé útí hött að kjósa úm EU án þess að skýrt komi fram hvað komi þá í staðinn svo ,,þjóðin" geti vegið og metið kosti. þetta þýðir á mannamáli að ekkert verður kosið neitt á meðan þessi stjórn er. Ennfremur leggur hann talsverða áherslu á að þetta sé samsteypustjórn.

Breski Sjálfstæðisflokkurinn er eins og nafni han á Íslandi bullukollaflokkur. Eigi er ég samt hissa á að svokölluð ,,vinstri" vakt sé hrifin af þeim flokki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2012 kl. 14:48

2 identicon

Cameron hefur val, annað hvort að kjósa um ESB, eða missa stólinn. ESB andstaðan er orðin það mögnuð innan Íhaldsflokksins, að hann hefur ekki stjórn á þessu lengur.

80% Breta vilja kjósa um aðild, og sennilega er þokkalegur meirihluti fyrir úrsögn.

ESB getur þó tekið ómakið af Cameron, með kröfu um meiri samruna allra ESB ríkja, enda vandséð hvernig hægt er að reka ESB óbreytt, með samruna evruríkja. Hann tæki því fagnandi að geta vísað slíkum kröfum í þjóðaratkvæði.

Það liggur alveg klárt fyrir, að meiri samruni við ESB verður aldrei samþykktur í Bretlandi, og getur Cameron því sagt að upplausn ESB sé evruríkjunum að kenna, ekki Bretum.

Við getum því staðið frammi fyrir minnkandi ESB. Meira og minna gjaldþrota evru ESB undir stjórn Þjóðverja, og svo laustengt tollabandalag betur stæðra ríkja sem ekki eru með evru.

ESB og evran eru í dauðateygjunum. Flest allar þjóðir hins vestræna heims eru að undirbúa sig undir neyðaraðgerðir þegar evran hrynur. Meira að segja Jóhönnustjórnin er að hugleiða málið. Að óbreyttu fer ESB til fjandans þegar evran hrynur, enda verða þá hagsmunir einstakra ríkja mikilvægari kjánalegri hugmyndafræði.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 15:06

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Kannski Bretar hafi ekki séð heilbrigðisvottorð sem ESB fékk frá Össuri og Jóhönnu?

EU referendum: vote right here, right now

PM David Cameron says he might call a referendum on the EU. Labour is talking about it too. But why wait? Have your say now: should the Britain stay in the EU, or drop out?

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/poll/2012/jul/01/eu-europe-news?commentpage=1#start-of-comments

Eggert Sigurbergsson, 2.7.2012 kl. 15:24

4 identicon

Það er náttúrulega fokið í öll skjól, þegar lesendur Guardian, harðasta stuðningsmiðils ESB í Bretlandi, eru farnir að gefa skít í bandalagið.

Nýjasta könnun The Times sýnir að 82% Breta vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. Þetta eru náttúrulega sjokkerandi niðurstöður fyrir aðildarsinna.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 15:32

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki rétt að hann ,,missi stólinn" þá engin atkvæðagreiðsla verði. það er ekkert nýtt þetta tjatt hjá íhaldsjálkum í UK um EU. Tekur þetta enginn alvalega. Enn síður er tekið alvarlega bullukollatal Sjáldstæðisflokksins sem er bara öfgaflokkur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2012 kl. 15:48

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. það er þetta sem er svo vafasamt við síður eins og VV og Heimssýn, LÍÚ-Mogga oþh.

það er alltaf verið að villa um fyrir fólki. það er ljótur leikur. Mjög ljótur leikur. það eru kannski ekki allir jafn færir í ensku eða hafa tíma til að leita sér upplýsinga og fá hið rétta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2012 kl. 15:51

7 identicon

Ekki skrýtið þó þjóðnýtta fyrirtæki Jóhönnu, Farice, ætli að hækka gjaldskrá um 300%. Það berast bara slæmar fréttir gegnum internetið frá Evrópu, sem þjóðin á náttúrulega ekki lesa. Það er, þeir sem geta lesið erlend tungumál.

Við getum því sagt, að gjaldskrárhækkunin bitni almennt ekki á Samfylkingarfólki.

Ómar, þið Samfylkingarmenn farnir að minna dálítið mikið á Karíus og Baktus. Skrækjandi hvatningarorð um að lesa ekki það sem fólki er hollt.

En stóri anti-ESB tannburstinn á eftir að ná þér.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 16:02

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Líka sko, að þetta er bókstaflega óheiðarlegt. Nánast lygi. Nánast. Túlkunin er svo útúr kú að má segja að verið sé að ljúga. það er ljótt að ljúga!

Í þessu ákv. tilfelli er nægjanlegt að skoða viðbrögð íhaldsjálka í UK við skrifum Kamerons. Afhveju er þeir ósáttir? Vegna þess sem eg skýri út í minni útlagningu hér ofar. það er heiðarlego og rétt útlagning. Kameron var beisiklí að segja að það yrði ekkert þjóðaratkvæði undir hans stjórn.

Reyndar er eg sammála honum. Alveg útí hött fyrir UK að æða í eitthvað þjóðaratkvæði núna. þarf miklu meiri undirbúningsvinnu og línur og skipulag um hvað menn vilja þá í staðinn. það er alveg vitað að full aðild að EU hentar UK best.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2012 kl. 16:17

9 identicon

Damn it og djöfull er ég orðinn leiður og tired á sjálfum mér ESB-þjóðrembingnum og öfgarembingnum. Það er ljótt að ljúga þó ég ljúgi day after day.

Ómar Bjarki (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband