Ofríki og nýlendustefna ESB

Jón Bjarnason alþingismaður skrifar um ESB og makrílveiðar Íslendinga í Morgunblaðinu í dag og klykkir út með þeim orðum að ef til vill verði makríldeilan og kynning á málstað okkar erlendis eitt stærsta verkefni nýkjörins forseta.

Ráðherrann fyrrverandi bendir meðal annars á að engin rök séu fyrir sérstökum refsiaðgerðum gegn Íslendingum sem aðeins veiða makríl í sinni eigin lögsögu. Öll strandríkin hafi hér sama rétt og sömu skyldur til verndunar. Refsiaðgerðir ef þarfar teldust ættu því að beinast að öllum þeim sem veiða úr stofninum.

ESB-ríkin verða hins vegar að átta sig á því að þau eru ekki lengur nýlenduríki sem geta farið á svig við alþjóðlegar samþykktir og beitt smáþjóðir ofríki og yfirgangi í krafti stærðar sinnar. Þeir tímar eiga að vera liðnir.

Dapurt er að lesa um að evrópsk útgerðafélög sameini nú krafta sína með stuðningi æðstu manna ESB í ófrægingarherferð gegn öllum fiskveiðum Íslendinga á þeim grunni að þær séu ósjálfbærar. Þar er nú steinum kastað úr glerhúsi því eitt stærsta vandamál útgerðar ESB-ríkjanna er brottkast, ofveiði á einstaka stofnum og slæm umgengni við fiskimiðin. Og það sýnir best óeðli hlutanna ef þessir aðilar ætla að beita alþjóðlegu umhverfissamtökunum MSC, sem veita gæðavottun fyrir sjálfbærar veiðar, fyrir sig gegn Íslendingum í þessu máli. Láti MSC undan slíkum þrýstingi er trúverðugleiki þeirra í stórhættu.

Grein Jóns í heild má lesa hér, ESB og makrílveiðar Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gamla góða Ísland aftur takk fyrir! Ekki ESB pelabörn hvorki á alþingi né Bessastaði, þóru kynslóðina sem við hin borguðum skólagönguna fyrir með sköttunum okkar öll vel menntuðu ESB pelabörnin sem fengu bankastjórastöður yfirumsjón með peningamarkaðssjóðum, markaðssérfræðingana, fjölmiðlafólk og stjórnmálafólk sem skólakerfið ungaði út og tók þátt í bólunni og sett þjóðina á hliðina og gerði næstum gjaldþrota! Ekki meira af 2007 ESB pelabörnum í stjórnkerfi Íslendinga!

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband