Leppfyrirtæki gera út 30 spænska togara á fiskimiðum Breta

Ein mesta hættan við ESB-aðild er ásókn Spánverja, Breta, Frakka og Hollending í veiðar úr flökkustofnum á Íslandsmiðum svo og uppkaup evrópskra stórfyrirtækja á kvótum í íslenskri lögsögu með svonefndu kvótahoppi í gegnum leppfyrirtæki sem skráð yrðu hér á landi.

The Sunday Times birtir ítarlega grein 17. júní s.l. um veiðar spænskra togara í breskri lögsögu. Blaðið fullyrðir að á sama tíma og hin sameiginlegu fiskimið ESB séu mjög ofveidd og lítið ráðist við gífurlegt brottkast sem þar fari fram, hafi Spánverjar fengið andvirði 820 milljóna breskra punda í styrki frá ESB til að byggja upp voldugan fiskveiðiflota sem nú sé sá stærsti í Evrópu. Jafnframt sé nú svo komið að meira en þrjátíu stærstu togarar Spánverja séu skráðir hjá leppfélögum í Bretlandi. Þeir hafi keypt þar kvóta sem upphaflega hafi verið ætlaður breskum fiskimönnum.

Nú þrem árum eftir að aðildarviðræður Íslands við ESB hófust vita aðeins örfáir hvaða samningspunkta um sjávarútveg Össur er að pukrast með eftir leynilegar viðræður við kommissara í Brussel enda virðast bæði þeir og Össur hafa komið sér saman um að halda öllu sem snýr að sjávarútvegsmálum vandlega leyndu, a.m.k. fram á næsta ár. Vissulega spilar makríldeilan þar eitthvað inni enda fullljóst að við inngöngu í ESB yrðu Íslendingar að afsala sér forræði yfir deilistofnunum þ.e. svonefndum flökkustofnum eins og makríl, síld, loðnu, kolmunna o.s.frv.

Almennt felst það í ESB-aðild að opnað er fyrir hvers konar fjárfestingu milli aðildarríkja.  Hingað til hafa Íslendingar gætt þess vandlega að erlend auðfélög ryðjist ekki inn í íslenskan sjávarútveg og hefji nýtingu sjávarauðlinda þjóðarinnar og sérstök ákvæði voru sett í EES-samninginn þessu til varnar. En nú vofir sú hætta vofir yfir að með ESB-aðild muni þær hömlur víkja fyrir meginreglum ESB um frjálst flæði fjármagnsins.

Kvótahoppið er ein alvarlegasta afleiðing ESB-aðildar eins og reynsla Breta og Íra ber skýran vott um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samningsafstaða Íslands í sjávarútvegsmálum er að sjálfsögðu "ekkert fyrir allt" með smá dassi af aðlögunartíma.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 12:47

2 identicon

"Blaðið fullyrðir að spænski fiskiskipaflotinn líti á íslensk fiskimið sem fjársjóð. Í því samhengi er haft eftir Diego López Garrido, ráðherra ESB-mála, að Spánverjar myndu „hafa mikið að segja“ í komandi aðildarviðræðum. Ekki mætti „undir nokkrum kringustæðum“ semja við Ísland þannig að fiskveiðihagsmunum Spánverja yrði teflt í tvísýnu."

http://eyjan.pressan.is/frettir/2009/07/28/spanverjar-telja-islensk-fiskimid-fjarsjod-munu-tryggja-sinn-veidirett-segir-esb-radherra/

palli (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 13:12

3 identicon

Blaðið þarf ekkert að fullyrða um styrki til Spánverja, þeir nema um 150 miljörðum á ári, skv tölum sambandsins. Nemur um 42& af heildaverðmæti þessa afla sem Spánverjar veiða.

Reyndar er það svolítið villandi, 42% af heildarverðmæti, því heildarverðmæti Spánverja er ekki þekkt, enda er þar gríðarleg löndun framhjá vigt og eftirlit lítið sem ekkert.

Svolítið fyndið með niðurgreiðslurnar. Það kemur fyrir að spænskir útgerðamenn eru gripnir við þjófnaðinn (oftast af einhverjum öðrum en Spánverjum sjálfum) og þeir dæmdir í fangelsi, og til greiðslu sekta.

Það stoppar þó ekki ESB í að halda áfram að senda þeim tékka með niðurgreiðslunum.

Síðan má náttúrulega tala um hrikalegt smáfiskadráp, og brottkast, sem er löglegt í ESB. Þetta ásamt því að ESB hefur aldrei farið eftir veiðiráðgjöf, er að eyðileggja síðustu miðin í Evrópu.

Og þá er að snúa sér að þeim næstu, íslensku miðunum...

"Who do we call?"

"Össur"

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 13:43

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Geisp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 15:01

5 identicon

Geturðu virkilega ekki sagt eitt einasta orð án þess að líta út eins og algjör heimskingi?

Really??

"Geisp." ???

Átti þetta að vera e.k. innlegg í umræðuna? Ó, Ramó geispar?

Prófaðu, án gríns, að fara í I.Q.-próf, Ramó.

Þú hefur greinilega enga vitsmuni. Ef þú sæir það svart á hvítu þá myndirðu kanski læra að halda kjafti á meðan vitiborið fólk á samskipti.

Þvílíkur heimskingi!

(Jörðing snýst nefnilega. Óumdeilt, maður. Óumdeilt.)

Þú ert einhver sauðheimskur fábjáni sem heldur að hann eigi eitthvað erindi í vitibornar umræður.

Þorskur á þurru landi, Ramó. Þú þarft að horfast í augu við staðreyndir.

palli (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 17:38

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ZZZZZZZZZ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 21:08

7 identicon

Stundum (alltaf fyrir þig,Ramó) er betra að segja ekki neitt og leyfa fólki að halda þig heimskan, en að segja eitthvað og taka burt allan vafa.

palli (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 21:31

8 identicon

Merkilegt hvað andstæðingar aðildar eru orðnit örvæntingarfullir þrátt fyrir að meirihluti er gegn aðild skv skoðanakönnunum eins og sakir standa. Örvæntingin virðist endurspegla skort á sannfæringu og/eða slæma samvisku yfir að taka sérhagsmuni fram yfir þjóðarhag.

Það væri að æra óstöðugan að ætla að leiðrétta allt bullið. En hér eru þó fáeinar leiðréttingar á augljósum staðreyndarvillum:

  1. Kvótahopp eru háð efnahagslegum tengslum við landið. Eignarhald fyrirtækja skiptir því ekki öllu máli. Auk þess hefur það sýnt sig að áhugi Íslendinga á að fjárfesta í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum er mun meiri en á hinn veginn.
  2. Vonir Spánverja um að fá rétt á veiðum í íslenskri landhelgu eru byggðar á sandi enda væri það brot á reglunni um efnahagslegan stöðugleika. Spánverjar telja að það sé svo mikill fengur fyrir Íslendinga að ganga í ESB að við verðum að gefa eftir aflaheimildir í staðinn. Þetta er rangt mat enda er ESB-aðild ekki söluvara.
  3. Það er af og frá að Íslendingar geti nú veitt eins og þeim sýnist úr flökkustofnum í eigin landhelgi. Þetta er ótrúleg yfirlýsing enda myndi slíkt viðhorf ganga að þessum stofnum dauðum innan tíðar ef allar þjóðir hugsuðu svona. Það þarf að sjálfsögðu að semja um flökkustofna hvort sem við erum í ESB eða ekki. Samningsstaðan er hins vegar mun betri í ESB.
  4. Það er rangt að aðrar þjóðir hafi rétt á að veiða flökkustofna í íslenskri landhelgi. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir Íslendingum einokun á allri veiði í íslenskri landhelgi.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 08:25

9 identicon

"Í því samhengi er haft eftir Diego López Garrido, ráðherra ESB-mála, að Spánverjar myndu „hafa mikið að segja“ í komandi aðildarviðræðum. Ekki mætti „undir nokkrum kringustæðum“ semja við Ísland þannig að fiskveiðihagsmunum Spánverja yrði teflt í tvísýnu"

En Ásmundur veit auðvitað miklu betur heldur en ESBráðherra Spánar!

Hann Ásmundur er nefnilega alvitur!!

Hann barasta veit sko að andstæðingar aðildar er örvæntingarfullir þegar þeir vitna beint í ESBráðherra Spánar. Hann er ekkert örvæntingarfullur sjálfur, neinei, auðvitað ekki.

Enn og aftur opinberar Ásmundur eigin vitsmuni.

Haltu þessu áfram, hálfviti! Það er ekkert jafn gott fyrir málstað andstæðinga aðildar en þegar ESBfábjánar eins og þú halda uppi áróðri og lygum, sem er í augljósu og fullkomnu ósamræmi við sjálft ESB.

Hvað fær þig annars til að halda að einhver á þessari vefsíðu taki þig yfirleitt marktækan (fyrir utan apabróðurinn þinn, Ramó) þegar þú hefur orðið uppvís af endalausum lygaáróðri og blekkingum. En það er samt ekki þér persónulega að kenna, Ásmundur. Þú ert bara allt allt of heimskur til að átta þig á þessu sjálfur. Þér er heimskan fyrirgefin, en ekki hrokinn og frekjan sem einkennir þig og þína samherja.

Og enn og aftur, Ásmundur: Hvers vegna ertu að halda uppi áróðri á þessari vefsíðu þegar það þjónar augljóslega engum tilgangi?

Er það ekki merki um geðveiki að endurtaka sama hlutinn en búast við mismunandi niðurstöðu? Geturðu virkilega ekki spurt þig þessarar spurningar? Ert virkilega svo langt leiddur í sjálfsblekkingunni og afneituninni, stungið hausnum svo langt ofan í sandinn, að þú getur ekki einu sinni hugleitt þessa ofureinföldu spurningu??

Eða heldurðu því fram með sjálfum þér að það sé einhver hérna inni (fyrir utan apabróðurinn) sem þér hefur tekist að sannfæra, þegar þér er trekk í trekk í trekk sagt að troða þessu kjaftæði í þér aftur upp í eigin görn?

Reyndu bara að ná örlitlu taki á sjálfum þér, maður! Reyndu að átta þig á þeirri augljósu staðreynd að þú ert athlægi af lesendum vefsíðunnar, og það er ekki sála sem tekur þig alvarlega.

Þú ert sorgleg mannvera. Hrokabytta og heimskingi.

...en fyrir málstaðinn okkar, þá endilega haltu áfram að opinbera eigin vitsmuni. Það er fátt betra fyrir okkar málstað en fávitar eins og þú að æpa möntrur og fullyrðingar út í loftið eins og apakettirnir sem þið eruð.

Keep up the good work, stupid!!

palli (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 08:56

10 identicon

Rangfærslur örvæntingarfullra andsinna ná yfir fleira en íslenskan sjávarútveg innan ESB. Hér eru nokkrar leiðréttingar.

  1. Vandinn á evrusvæðinu er bundinn við fáein ríki sem hafa farið illa að ráði sínu í þeirri alþjóðlegu skuldakreppu sem nú herjar á heiminn. Vandinn hefur ekkert með evru að gera. Þvert á móti er evran góð trygging  fyrir evruríkin í skuldakreppunni vegna þeirrar samtryggingar sem henni fylgir. Vandi þessara ríkja væri eflaust mun meiri ef þau hefðu haft eigin gjaldmiðil því að hann hefði hrunið. Við það hefðu erlendar skuldir hækkað upp úr öllu valdi. Menn leysa ekki skuldavanda með aðgerðum sem stórhækka skuldirnar.
  2. Athyglin beinist að vanda evruríkja vegna þess að þar er gengið beint til verks til að leysa vanda sem aðrar þjóðir velta á undan sér og í raun auka þannig á hann. Þegar lausnin felst í sameiginlegu átaki margra fullvalda ríkja er einnig erfiðara að vinna í kyrrþey.
  3. Það er hámark örvæntingarinnar þegar verið er að bera saman ESB og gamla Sovét enda ekki til meiri andstæður. Í Sovét var harðstjórn og einræði. ESB er hins vegar samstarf mestu lýðræðisríkja heims á takmörkuðu sviði og á jafnréttisgrundvelli. Þjóðverjagrýlan er aðeins ómerkilegur áróður sem á ekki við nein rök að styðjast. 
  4. ESB og evrusamstarfið er í stöðugri þróun. Öllu samstarfi fylgja skuldbindingar. Þær breytingar sem nú eru í vændum verða aðeins til að tryggja hag evruríkja sem allar verða eftir sem áður fullvalda ríki.
  5. Margir vilja evruna feiga einkum Bretar og Bandaríkjamenn enda veikir evran þeirra eigin gjaldmiðil. Bandaríkjamenn óttast um stöðu dollars sem alþjóðlegs viðskiptagjaldmiðils. Bretar og Bandaríkjamenn dóminera alþjóðlega fjármálaumræðu. Evran fær því að ósekju slæma útreið.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 09:26

11 identicon

Hahahaha!!!  Nákvæmlega, Ásmundur! Keep up the good work.

Hvað er Ásmundur að segja?

Hann veit, nú sem fyrr, betur um allt heldur en t.d. allir helstu fjölmiðlar heims! Evran er bara í fínustu málum!!

Hahahahaha!!!  Kveiktu á fréttum og plöggaðu inn í raunveruleikann, litla geðbilaða grey!!  Þvílíkt kjaftæði sem getur komið frá einum apaketti! Alveg ótrúlegt.

Veruleikafirringin stefnir fram í hið óendanlega!

Já og er ESB ekkert að þróast yfir í ólýðræðislegt miðstjórnar StórEvrópu? Neinei, auðvitað ekki.

Ef Ásmundur segir það, þá er það bara rétt! Punktur og pasta!

Hefur sjálfsblekkingin farið alveg með þig, apakötturinn þinn?

Spurðu sjálfan þig að því, Ásmundur, hvað þurfi til að þú prófir örlítið að endurskoða eigin vangefna hugmyndaheim um ESB og evruna?

Hvað þurfa margir fréttamiðlar að tala um vanda evrunnar?

Og ertu svo að bekenna aðra um örvæntingu?!? HAHAHAHA!!!!

...en eins og ég segi, haltu þessari dellu áfram. Það er fátt betra en þessi kjaftæðisgrautur sem vellur út úr þér, í hvert skipti sem þú tjáir þig!

Það er augljóst öllum með lágmarks vit að ESBsinnar eru heilaþvegnir hálfvitar og hrokabyttur með heimtufrekju og trúarofstækisáróður. Það verður augljósara og augljósara, Ásmundur, í hvert skipti sem þú opnar munninn. Þú skilur ekki hvað ég er að segja, en það er allt í lagi, haltu þessu bara áfram. Staðan í ESB er orðin svo slæm, að bjánabörn eins og þú verða að fara í fjarstæðukenndustu öfgar til að réttlæta þessa veruleikafirringu!  ...og þá opinberast það fyrir öllum hvað þið eruð innilega og djúpt ruglaðir einstaklingar.

...sem er bara gott mál.

Keep up the good work, stupido!

palli (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 09:59

12 Smámynd: Höfundur ókunnur

Í ofanálag þá borga svo Bretar til AGS (IMF) sem síðan greiðir aðstoð til Spænskra banka. Þetta er viðbjóður. Vona innilega að evrópusinnar fái á baukinn í næstu kosningum og að hægt verði að vinda ofan af þeirra gjörðum í næstu ríkisstjórn.

Martin Wolf (Lex - FT) sagði einfaldlega "normally, recently rescued rats do not join sinking ships". (http://blogs.ft.com/martin-wolf-exchange/2011/11/21/how-iceland-survived-the-fire/#axzz1yzQPkZqa).

Værukærni vg alþingismanna eru svik af verstu gerð. Samfylkingin er og verður viðbjóður en það var vitað fyrirfram. Helsti kostur ESB, €, er ekki til lengur og gjaldið er samt hið sama, aðgangur að gjöfulum íslenskum fiskimiðum.

Það er bara hægt að kjósa ÓRG sem forseta. Því miður.

Höfundur ókunnur, 27.6.2012 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband