Þjóðverjar heimta aukið framsal fullveldis

Enn einn neyðarfundurinn er framundan hjá leiðtogum ESB og lausnarorðið er alltaf það sama: enn meiri skerðingu fullveldis aðildarríkjanna til viðbótar við enn meiri lán í skuldasúpu skuldsettustu ríkjanna. ESB er smám saman að breytast í Evrópusamband Þjóðverja.

Milljarðamæringurinn George Soros hvetur Þjóðverja í grein sem hann skrifar í Financial Times í dag til að stofna sjóð sem hafi það að markmiði að kaupa skuldir illa staddra evru-ríkja. Þó eru engar líkur á að Þjóðverjar samþykki það. Þeir ætla sér að nýta neyðarástandið á evrusvæðinu til að knýja evruríkin og jafnvel ESB-ríkin öll til að fallast á enn meira framsal fullveldis í efnahags- og fjármálum en orðið er.

Þetta kom berlega fram hjá fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schauble sem hamraði enn einu sinni á því í fyrradag í viðtali við Der Spiegel að ríki ESB verði að framselja aukið vald til sambandsins á "mikilvægum pólitískum sviðum án þess að ríkisstjórnir landanna geti stöðvað ákvarðanir.

Þýski fjármálaráðherrann vill fá raunverulega ríkisstjórn í ESB og forseta sem kosinn verði almennri kosningu í aðildarríkjunum. Hins vegar lagði hann ekki í að viðurkenna að með þessu stefndi ESB hraðbyri í að verða sambandsríki sambærilegt við Bandaríkin eða Þýskaland heldur yrði um að ræða "sérstaka útfærslu", eins og hann orðaði það.

Hann er ekki einn um þessa skoðun meðal þýskra ráðamanna, því að Angela Merkel kanslari hefur margítrekað á undanförnum dögum að "aukinn Evrópusamruna þurfi til þess að takast á við efnahagserfiðleikana innan ESB".

Nú verða Össur og Samfylkingin að svara því: Er það stefna þeirra með aðildarumsókninni að ESB að Íslendingar afsali sér sjálfstæði sínu og gangi inn í fyrirhugað ríkjabandalag Þjóðverja? 


mbl.is Hvetur Þjóðverja til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ekki um neinar kröfur um fullveldisafsal að ræða.

Aðeins er verið að árétta að réttindum fylgja skyldur. Það er verið að tala um að breyta evrusamstarfinu þannig að einstaka þjóðir geti ekki misnotað það á kostnað annarra ESB-þjóða.

Þetta eru auðvitað miklar framfarir sem ber að fagna. Þetta mun styrkja ESB og evrusamstarfið án þess að um neitt fullveldisafsal sé að ræða. Samstarf þjóða af frjálsum vilja á auðvitað ekkert skylt við fullveldisafsal.

EES-samningnum fylgir hins vegar fullveldisafsal enda taka Íslendingar við tilskipunum frá Brussel vegna hans án þess að hafa átt neinn þátt í gerð þeirra. 

Með inngöngu í ESB verður það liðin tíð.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 15:35

2 identicon

Enn einu sinni opinberar Ásmundur sína fullkomnu veruleikafirringu!! Jésús, hvað þú ert illa steiktur hálfviti.

Prófaðu að kveikja á fréttamiðlum og athuga ástandið í þessu sem kallast raunveruleikinn.

Já og eigum við að ná okkur í 0,8% vægi við ákvarðanatökur í Brussel til að endurheimta fullveldið? Út af því að eitthvað fólk í Noregi, og Eiríkur Bergmann, segja það, þá er það bara þannig.

Please, troddu þessu bara upp í eigin görn, þaðan sem þetta kom.

Þú ert sorglegasta og veruleikafirrtasta hrokabytta sem nokkru sinni hefur tjáð sig, en líka allt of heimskur til að átta þig á því sjálfur.

Haltu þessu bara áfram, þroskahefta geðbilaða grey. Endurtaktu möntrurnar þínar aftur og aftur, og kallaðu þetta rökræður. Þvílíkt fífl!

Ásmundur, þú ert bara of heimskur, allt allt of heimskur til að yfirleitt reyna að taka þátt í rökræðum. Þú veist ekki einu sinni hvað orðið "rökræður" þýðir, vangefni páfagaukurinn þinn.

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 16:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er spennandi og kúl.

það sem einangrunnarsinnar hafa aldrei áttað sig á, langa lengi fleiri fleiri áratugi, er að heimurinn er í þróun.

þegar Ísland gerðist aðili að EFTA og jafnvel EES - gerðu fáir sér grein fyrir að alþjóðavæðingin yrði með þeim hætti sem raunin varð.

Einangrunarsinnar eða þeir sem halda að kyrrstaða sé eitthvert val - eru alltaf að tala útí bláinn. Eða þeir eru að tala útúr forneskju. þeir eru að tala útfrá tísku sem varð til þegar þjóðríki svokölluð voru stofnuð á 19.öld. þeir eru svo fastir í forneskju að þeir viðkurkenna ekki að þær hugmyndir sem menn voru með þá - það er fyrir löngu komið framhjá þeim punkti. Fyrir langa löngu. Rómantíkin sem í tísku var þá stóðst enga skoðun og veröldin hélt áfram að snúast.

Einangrunarsinnar eru líkt og maður á reiðhjóli sem ætlar vera kyrr. Hvað gerist? Hann dettur af! það er ekki hægt að vera kyrr á hjóli. þetta eiga nú allir að vita.

Hugmyndir Schauble eru afar spennandi og þar er engin kyrrstaða. þar er verið að hjóla áfram sem vonlegt er. Í heildina finnst mér þetta skynsamlegt hjá honum. það verður að fara saman völd og ábyrgð. það er ekkert flókið. Hann vill EU Fjármálaráðherra sem hefur neitunarvald gegn fjárlögum einstakra ríkja. þ.e.a.s. að því leiti hversu miklu er eitt með lántökum. þetta er sneddý. ,, In an optimal scenario, there would be a European finance minister, who would have a veto against national budgets and would have to approve levels of new borrowing."

Furthermore snýst þetta auðvitað ekkert um þjóðverjar þetta og þjóðverjar hitt. Enda væri þýskaland undir sömu reglum sett þessu viðvikjandi. Annars er viðtalið hérna.

http://www.spiegel.de/international/europe/finance-minister-schaeuble-euro-crisis-means-eu-structures-must-change-a-840640.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 16:36

4 identicon

Æ nei, umtalaðsti heilaskerti hálfviti norðan Alpa mættur.

Ramó, þetta þvaður í þér er ekki svaravert. Þú hefur aldrei sagt eitt orð af viti á þinni aumu ævi.

Það er aðeins einn maður sem kemst neðar í vitsmunastiganum, auðvitað Ásmundur, en keppnin er tvísýn.

Ef maður er sem sagt ekki sammála viðrininu Ramó um hvert skuli halda, þá er maður bara í bullandi stöðnun og afturför?

Blessaður farðu bara, Ramó. Þú og Ásmundur getið flust saman til Brussels og stofnað lítið klaustur fyrir trúboðið ykkar.

Þið eruð ekki Íslendingar, þið eruð ESBingar og andlegir aumingjar. Farið hefur fé betra.

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 16:54

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Alveg eru þeir grátbroslegir þarna hjá Evrópusamtökunum þeir fara alltaf í fýlu og loka á athugasemdir ef þeir fá spurningar og athugasemdir sem stangast á við brusselboðskapin þeir eru búnir að loka núna tvisvar á þessum sólarhring, eru samtökin þó styrkt með skattfé almennings og örugglega frá stækkunardeildinni í Brussel líka

Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 17:41

6 identicon

Þjóðverjar eru að taka Sovétið á þetta.

Rússar héldu sér lengi á floti, með því að hrægammast á restinni af Sovétblokkinni. Rússar ákváðu hver framleiddi hvað, og á hvaða verði þeir seldu herraþjóðinni hina framleiddu vöru. Á móti seldu Rússar sitt dót á uppsprengdu verði.

Moskva var ESB Rússa. Þar voru allar ákvarðanirnar teknar. Þar voru örlög einstakra ríkja ráðin, sem og örlög óþægra andstæðinga. Hjá Ómari Bjarka kallast þeir víst einangrunarsinnar, þessir óþægu.

Allar götur hefur ESB tekið á grundvallargöllum með því að miðstýra meira. Því stærri áföll sem þetta meingallaða bjúrókratakerfi gengur í gegnum, því meiri samrúni og því meira verður hrunið, ÞEGAR það verður. Ekki EF.

Og eftir því sem samruninn verður meiri því reiðari verður almenningur, sem fær reikninginn fyrir sóun, spillingu og sérgæsku ráðamanna í ESB Sovétinu. Og því stærra og alvarlegra verður ESB hrunið, þegar það verður. Og þegar miðstýrða ESB spillingarbáknið fellur, þá er raunveruleg hætta á mjög alvarlegum atburðum.

Þetta gerist þegar Þjóðverjar eru búnir að þurrausa auðlindir undirþjóðanna, og ræna helstu eignunum.

Sagan endurtekur sig í sífellu.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 18:17

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er líka umhugsunarvert hve einangrunarsinnar eru ómálefnalegir og eins og duglega rispuð vínilplata sem höktir alltaf á sama orðinu. Eða líkt og þeir hafi nýlega dottið á höfuðið á reiðhjóli.

Lesiði frekar viðtalið við fjármálaráðherra þýskalands. Margt umhugsunarvert hjá gamla manninum. Læra, fræðast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 18:24

8 identicon

"Læra" og "fræðast" af gömlum Þjóðverjum?

Er það nú ekki einu sinni vandinn, að menn hafa verið að "læra" og "fræðast" af gömlum Þjóðverjum?

Eigum við að fara eftir Steingrími Njálsyni í sifjamálum? Hann er á sinn hátt "sérfræðingur"

Þýsk ráð hafa nú oftast nær verið til bölvunar, það er gömul saga og ný. Og ein af þeim sögum sem við ættum að læra af.

En, sem ég segi, saga endurtekur sig í sífellu.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 18:35

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þjóðverjar eru bara að fylla valdatómið á meginlandi Evrópu sem Sovíet skildi eftir sig.

Þýskum tekst það að einhverju marki, en svo endurtekur sagan sig í áföngum eins og vant er:

Uppgangur, stöðnun, hningnun, hrun.

Læra og fræðast af sögunni, ekki oddamanni í núverandi valdatafli.

Kolbrún Hilmars, 25.6.2012 kl. 18:36

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar; high-five! :)

Kolbrún Hilmars, 25.6.2012 kl. 18:37

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið hafið ekki lesið það sem gamli maðurinn segir.

Sérstakt sona, að vilja bara ekki fræðast. Ríghalda í einhverja frasa o.s.frv.

það er óumdeilt að jörðin snýst. Óumdeilt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 18:40

12 identicon

Hahaha!!!  Ramó vælir um málefni, og lýsir því svo yfir að hann hafi sko rétt fyrir sér því jörðin snýst!!

HAHAHAHA!!  Þú ert algjört met, Ramó!!  HAHAHA!!!

Hvað í andskotanum gerðist fyrir þig???  Hvernig er veröldinni (sem snýst) er hægt komast á jafn lágt vitsmunastig, en samt vera jafn uppfullur um eigið ágæti. Sauðheimsk besserwisser hrokabytta, eins og þið allir ESbingar.

Alveg ótrúlegt!

Já og hey, Ramó, af hverju póstarðu ekki ljósmyndinni af sjálfum þér sem þú notar á facebook??

Hún er algjört met. Ekki ertu hinn fullkomni fáviti, heldur notarðu ljósmynd af þér þar sem þú lítur út eins og hálfviti!!  Eins og þú sért að horfa upp í tréin og pæla í því hvort þú ættir kanski að klifra aftur upp í þau, á þinn rétta stað í veröldinni (sem snýst). Þú ert sko enginn apabróðir!

En eins og með Ásmund, þá vil ég biðja þig um að halda þessu hálfvitatali þínu áfram. Það er erfitt að finna jafn góða málsvara gegn þessu ESBfrekjukasti örbrots af þjóðinni, en gargandi kjúklinga eins og þig og Ásmund.

Þið þurfið bara að tjá ykkur. Bið ekki um meira. Þið getið nefnilega ekki opnað munninn án þess að opinbera eigin vitsmuni og gáfur, þ.e. algjöran skort á þeim, auk frekjunnar og hrokans sem lekur af ykkur.

Keep up the good work, stupid.

Óumdeilt, maður. Óumdeilt.  HAHAHAHAHAA!!!!

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 18:56

13 identicon

Sjáðu til Ómar Sári, þó svo að vér einangrunarsinnaðir Íslendingar hlustum ekki á gamla Þjóðverja, og þeirra ráð, þá eru ýmsir að því þessa dagana. Enda er víst 33% evruþjóðanna komin á gjörgæslu, og þurfa sífellt hærri og stærri lán, til þess að greiða gömlu lánin.

Nú veit ég ekki hvort það er almenn þýsk skoðun, að lán skuli greiðast með hærri lánum, til að koma í veg fyrir greiðslufall, en ég stórefast um það. En það er víst galli Þjóðverja, að hlusta á óvandaða menn þvert á almenna skynsemi. Svoleiðis hegðun hefur leitt ýmsa óáran yfir þá ágætu þjóð. Og nágranna þeirra. Og lengra en það, reyndar.

Annars er það nú svolítið fyndið, að síðasta fórnarlamb gömlu Þjóðverjanna, Kýpur, hefur leitað til gamla Sovétsins til að redda sér lánafixi, fram að næstu krísu. ESB Sovétið er sennilega orðið blankt, og þarf tíma til að hreinsa vasa skattgreiðenda enn betur en áður.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 19:05

14 identicon

Það er nú spurning hvernig fari fyrir sjálfu Þýskalandi á næstunni.

Tékkið á síðari hluta þáttarins hjá Max Keiser, þ.e. viðtalinu við Satyajit Das:

http://rt.com/programs/keiser-report/episode-304-max-keiser/

Mæli líka almennt með Max Keiser þáttunum.

Maður lærir og fræðist ekki mikið hjá Rúv, um hvað er í gangi í veröldinni (sem snýst).

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 19:20

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hlusta? Eg er að tala um að lesa og íhuga efnið.

það er fráleitt að nálgast efnið eins og einangrunnarsinnar vilja. Að ákveða fyrirfram - og tala svo eins og rispuð plata eða eins og maðr sem nýlega hefur dottið á hausinn af reiðhjóli.

það er allt á hreifingu. Allt er breitingum undirorpið. þróun. Andsinnar minna mig stundum á mann sem horfir til fjalla á vori og sér skaflana í hliðunum hverfa fyrir geislum sólarinnar. Maðurinn myndar sér þá skoðun að þetta sé vond þróun og leffur á sig mikið erfiði við að fara í næsta fjall og bera snjó í fötum í sitt fjall til að viðhalda sköflunum!

þ.e.a.s. að andsinnar viðrkenna ekki að þróun hafi átt sér stað síðan á 19.öld. Viðurkenna það bara ekki.

Eins og fjármálaráðherra þjóðverja bendir á, afar skarplega, þá eru engar líkur til að þróuninni verði snúið við. þvert á móti er óhjákvæmilegt að þróunin haldi áfram. Nútíminn krefst EU. það er bara þannig. Hugmyndin hjá fjármálaráðherranum er að búa til alveg nýtt módel þar sem ríkin framselja ákveðna þætti til sameiginlegrar stofnunar ríkjanna. þetta er afar spennandi og við eigum að þakka fyrir að lifa á þessum tímum g íslendingar eiga að sjálfsögðu að taka þátt af fullum krafti í þróuninni. Fullum krafti. þá verða þeir að gerast fullir og formlegir aðilar að sambandinu. Núverandi aukaaðild dugar ekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 19:58

16 identicon

Hahahaha!!   Jájá, Ramó!!   Hahahaha!!

Keep it up, stupid. Keep it up.

Þú ert nefnilega svo svakalega málefnalegur, sko.

Hahahaha!!   Ó, þvílíkt fífl.

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 20:02

17 identicon

Að lesa þessa ótrúlega þvælu sem lekur úr Ramó er bara fyndið.

Næstum því jafn gaman og að hlusta á Nigel Farage láta þessi ESB controlfreak möppudýr í Brussel heyra það.

http://www.youtube.com/watch?v=HhGNoZfvRoA

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 20:10

18 identicon

Nei, Ómar hlustar ekki.

Strangtrúaðir gera það sjaldnast. Fer illa saman trúmennskan og skynsemin.

Eins og þeir kristnu, sem eiga í stökustu erfiðleikum að rökstyðja guðstrúna, eru ESB trúmennirnir í umtalsverðum kröggum þegar kemur að grundvallarspurningum.

Eins og þeirri, hvenær heldur ESB fund, án þess að það sé krísufundur?

Hversu mörg evruríki þurfa að verða gjaldþrota, til þess að það viðurkennist, að evran mistókst?

Af hverju er Ísland að sækja um í samband, þar sem þriðjungur aðildarríkja er gjaldþrota, og blikur á lofti með restina?

Nei Ómar vill ekki hlusta, og hann vill ekki ræða. Hann forðast eins og heitann eldinn, að útskýra, af hverju hvert ESB ríkið á fætur öðru verður gjaldþrota. Hann vill heldur ekki ræða þá skoðun sem var útbreidd meðal ESB trúmanna, bara fyrir nokkrum mánuðum, að það væri enginn vandi í ESB.

Ómar, hvað segja gamlir Þjóðverjar um að þriðjungur evruríkja skuli vera orðinn gjaldþrota, og hin á leiðinni?

Ef það var enginn vandi Ómar, af hverju varð þriðjungur ríkjanna gjaldþrota?

Ómar, hvað segja gömlu Þjóðverjarnir um þessi mál, og hvað segir þú?

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 20:41

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skuldavandamál sumra ríkja er óviðkomandi Evrunni. þai væru jafn skuldug á en Evru en munurinn væri - að þau væru miklu, miklu verr stödd. Miklu verr. Evran og EU bjargar þeim. það eiga ríki í skuldavandræðum þó ekki sé Evra. M.a. Ísland sem varð í raun gjaldþrota eftir rústalagningu þeirra Sjalla. Að tala um þetta svona eins og Andsinnar og LÍÚ-Própagandað vilja - það er bara rispuð plata effektinn sem engu skilar og er laanga vegu við að festa nokkurn fingur á efni máls.

þar að auki eru öngvir ,,krísufundir". þetta er mestallt hefðbundinr fundir sem alltaf eru haldnir og reglulega sem eru kallaðir ,,krísufundir" af LÍÚ-Própagandanu hérna uppi í fásinninu.

það er sko, mikill misskilningur af andsinnum að halda að það að endurtaka lygina nógu oft - að það geri það að sannleik. Mikill miskilningur. Sem dæmin sanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 21:11

20 Smámynd: Elle_

Það passar engan veginn að líkja slíku ólýðræðisbæli við Bandaríkin sem eru með frábæra og lýðræðislega stjórnarskrá hvað sem Spegill RUV og Steingrímur og Össur og félagar segja (þýðir ekki að ég samþykki allt sem Bandaríkjastjórn gerir og síst í Palestínumálinu gegn hrottanum Ísrael).  Þetta verðandi Stór-Þýskaland líkist Sovétinu sífellt meira og ekki veit ég hvort maður á að gráta eða hlæja af að lesa fölsun ´Ásmundar´ og Ómars.  Væri nær að fara að steypa þessari stjórn af stóli en að þola þetta lengur.

Elle_, 25.6.2012 kl. 21:13

21 identicon

Já Sæll!!   Shit, Ramó!! Þú ert ekki úti á túni, þú ert lengst upp í óbyggðum.

Þér að segja, Ramó, þá hefurðu greinilega ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tala.

Þetta er alveg ótrúlegt upp á að horfa.

...en svona getur heilaþvottur farið með suma, sem hafa greinilega ekki vitsmuni til að hugsa.

Og Ramó, þú getur fundið fullt af ESBsinnum sem myndu vera sammála mér um hvað þú ert langt úti á túni.

Náðu nú taki á sjálfum þér, kallinn. Opnaðu fyrir fréttamiðlum, slepptu áróðurslestrinum og reyndu að komast í snertingu við raunveruleikann.

Læra. Fræðast. Manstu.

Jörðin snýst nefnilega. Óumdeilt, maður. Óumdeilt.

palli (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 21:17

22 identicon

Ómar, þú meinar að Guardian, Telegraph, Mail, BBC, Bloomberg, Al Jazeera og allir hinir miðlarnir séu LÍÚ miðlar?

Af hverju skilar hr. Gúgle fimmtuogsjömiljónumogtvöhundruðþúsund niðurstöðum þegar spurt er um evrukrísu?

Aktívir LÍÚ menn?

Það jákvæða er í þessu, að þið ESB ofsatrúarmenn eruð búnir að finna ykkar djöful. Líú.

Miðað við fyrri reynslu mannkyns af trúarbrögðum, má þá ekki búast við Líú særendum, rannsóknarrétti o.sv.frv.?

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 21:23

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er sitthvað ,,eurokrísa" og ,,Eurokrísufundir". Sitthvað. það er rétt að fjölmiðlar kalla skuldavandræði örfárra Evruríkja stundum ,,Eurokrísu". Fjölmiðlar vilja nú hafa nafn á öllu. Vandamálið með LÍÚ-Própagandað er hvernig það leggur útaf guðspjallinu. það skýrir aldrei neitt og er aldrei með raunverulegar fréttir heldur stekkur bara á það sem hentar própagandanu og gerir sem mest úr mýflugu etc.

þetta veldur stórlegum lýðræðishalla og vitneskuhalla. Forheimskar fólk algjörlega. Sem sjá má hér uppi. Óskaplegt að sjá fáfræðina. Óskaplegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 21:52

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. LÍÚ-Moggi vitnar afar oft í Teegraph. þeir eru alræmdir Anrí-EU sinnar. Alræmdir. Taka allt með fyrirvara sem þeir segja. LÍÚ-Moggi tekur oft Telegraf greinar, sem eru slæmar, og margfalldar með 2-6.

það er ekkert mál sko að finna einhverja Antí-EU grein útí heimi.

Vandamálið við LÍÚ-Mogga - er einstefnan og heilaþvottatilraunir þeirra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 21:55

25 identicon

Ég er vissulega þakklátur fyrir það Ómar, að þú svarir spurninggum. Verst að það skuli aldrei vera mínar spurningar sem þú svarar.

En þú skýrir þetta töluvert fyrir mér.

Vissulega er munur á eurokrísu og Eurokrísufundi. Annars vegar er vandinn, og hinsvegar fundir um vandann. Ég sé það núna.

Égh skil það líka núna, að þriðjungur gjaldþrota evruríkja eru "örfá" ríki. En hvað myndir þú telja "mörg" gjaldþrota evruríki? Tvo þriðju? Öll?

Ég skil líka, að þér er meinilla við Telegraph, enda eru þeir svona oftast nær frekar andsdnúnir bruðli og spillingu sem ræður ríkjum í ESB. En finnst þér ekki ósanngjarnt að taka blaðiðeitt og sér út, og ætla því að bera ábyrgð á fimmtíuogtveimurmiljónumogtvöhundruðþúsund niðurstöðum hr. Gúgle? Hvað með Guardian, þeir eru nú ekki svo slæmir í augum ESB trúmanna. Oftast nær rosalega ánægðir með spillinguna og bruðlið í ESB.

Við vitum öll núna, að ESB er búið að finna sér fjanda í Líú og Mogga, en er nú ekki frekar ósanngjarnt að ætla þeim að stjórn öllum þessum miðlum í útlöndum?

Svona samandregið, er ekki sanngjarnt að segja, að þú teljir öll vandræði ESB stafa af Davíð Oddsyni, Líú og Mogganum?

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 22:18

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarf ekkert mörg orð um þetta. Bottom line: Skuldavandi örfárra ríkja sem hafa Evru - eru ekkert vegna Evrunnar. þau hefði verið í vnræðum þó ekki hefði verið Evra. Munurinn er að þau hefðu verið í enn meiri vandræðum. Miklu, miklu meiri vandræðum. Evran og EU eru að bjarga þeim algjörlega.

það sem Fjármálaráðherra þýskalands bendir einfaldlea á er, að betra sé, og óhjákvæmileg þróun, að ríkin færi ákveðið vald á eða til EU og á þann hátt muni verða auðveldara að fást við slíkt í framtíðinni. þetta er bara þróun. Ekkert annað.

þetta með ,,krísufund" sérstaklega, að þá reynist það margoft þannig að þegar Telegrah, sem er alræmt Antí-EU blað og verður að skoðast í því ljósi, talar um ,,krísufund" og LÍÍ-Própaganda-Moggi tekur upp og margfaldar með 6, að í raun er um ósköp venjulegan og hefðbundinn fund að ræða. Fund sem er haldinn alltaf og reglulega og hefur ekkert að gera með einhverja ,,krísu". Fjölmiðlar vilja oft hafa hlutina eins og þeim hentar. það eru nokkrir fjölmiðlar, sérstaklega Breskir, sem gera útá andúð gegn EU og alveg sérstaklega Evru (vegna þess að þeir eru stoltir af sínu pundi). voleiðis fjölmiðill er td. Telegraph. það er lítið sem ekkert að marka þann fjölmiðil. Mogginn vitnar mikið og reglulega í hann - en margfaldar yfirleitt með 5-6.

það er tilgangslaust að standa í þessum burði á snjó í fötum og bæta við skaflinn í hlíðinni. Algjörlega tilgangslaust.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 22:41

27 Smámynd: Elle_

Jú, það ætti að skýra málið.  Það var auðvitað allt Davíð að kenna meðan Jóhanna og Stal, nei Steingrímur, og Össur alsaklaus svífa um í dýrðarþoku Brusselfara og dýrkenda nýja 4. ríkisins.

Elle_, 25.6.2012 kl. 22:47

28 identicon

Sem sagt, þriðjungur gjaldþrota evruríkja eru örfá. Ég er búinn að ná því. Ég var að óska eftir því að þú skýrðir það fyrir mér, hvað þú kallar mörg gjaldþrota evruríki.

Við erum líka búin að átta okkur á því, að þér finnst það fínt að Ísland færi allt vald til Þjóðverjanna í Brussel. Við þurfum ekkert að ræða það frekar. Endurtek, við höfum náð því, að þú vilt færa allt vald frá Íslendingum sjálfum, til Þjóðverja. Ertu búinn að ná því, að við náum því?

Í framahldi af því, að við höfum framselt Ísland til Þjóðverja, finnst þér ekki óþarfi að við séum að druslast með kosningar og svoleiðis húmbúkk. Ég meina, hverju skiptir þó Ísland sé með 6 sauðdruknna og spillta þingmenn á rúmlega 700 manna þingi sauðdrukkinna og spilltra þingmanna? Auðvitað þurfum við ekki að kjósa til alþingis, nú eða forseta, enda ekkert vald eftir á Íslandi. Og engir peningar.

En aftur að evrukrísunni, skuldakreppunni og hörmungunum í Evrópu. Hvað heldur þú að til sé mikið af skattpeningum í ESB til að bjarga Ítalíu, næsta fórnarlambi miðstýrðrar spillingar ESB? Hvar eru sársaukamörk skattgreiðenda?

En ég verð að ítreka, þú verður eiginlega að útskýra fyrir mér, hversu mörg gjaldþrota evruríkin þurfa að verða, til að teljast mörg. Þetta vinalega spjall okkar líður verulega fyrir skort á skilgreiningum. Ég er t.d. ekki með það á hreinu hvort skilgreiningin breytist frá "öfáum" yfir í eitthvað annað, þegar Ítalía rúllar.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 22:59

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, sko, sjáiði til, þið eruð að hugsa þetta allt á röngum forsendum. þið eruð búin að innprenta svo í ykkur (eða LÍÚ-Moggi og heimssýn er búinn að innprenta svo í ykkur) að fyrst segiði þið ,,Evra" - og síðan allt dregið af því! Ma. skuldavandamál örfárra ríkja.

Er auðvitað ekki svona. þetta er þannig að það verður efnahagssamdráttur víða. Samhliða verður tregt um lánafyrirgreiðslu. Og lánafyrirgreiðsla er seld með dýru álagi. Svona gerist alltaf öðru hverju. því fylgja alltaf vandamál. Sérstaklega ef farið hefur verið óvarlega. þetta í raun á við allt, alveg sama hvaða gjaldmiðill er. Td. í íslands tilfelli, þá fór öll Sjallahersingin lóðbeint á hausinn og sendi reikninginn á almenning. það er alveg vitað. En þar var líka fádæma óstjórn innanlads og Sjallahrunið hafði svo sem lítið með tanaðkomandi þætti að gera - nema þeir hugsanlega flýttu fyrirþví óhjákvæmilega.

þetta með hve alltaf er all að ,,fara í rúst" í Evrópu og sérstaklega EU - að þetta er ekkert nýtt. þetta hefur verið gegnum gangandi í fjölmiðlum alveg frá því EU var stofnað. Á Íslandi kemst þetta mikið í fréttir eða umfjöllun þegar skref hafa verið tekin að samstarfi, ss. EFTA og EES. þá var nákvæmlega sama umræða og núna hérna uppi. það var allt að hrynja í Evrópu og EU.

Ekkert nýtt undir sólinni í þessum bissnes.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.6.2012 kl. 23:37

30 identicon

Jújú Ómar, mikil ósköp, við erum að hugsa þetta á forsendum sem ekki hugnast ESB.

Sjálfum mér til varnar, þá held ég að mín hugsun sé heppilegri fyrir sálartetrið. Ég get t.d. ekki með nokkru móti hugsað á þann hátt, að það hafi verið Sjallar sem settu Ísland á hausinn, en gjaldþrot þriðjungs evruríkja sé bara einhver lítilfjörleg lánatregða og smávegis efnahagssamdráttur. Ég gæti heldur ekki blekkt sjálfan mig á þann hátt að gjaldþrot þriðjungs evruríkja (fleiri á leiðinni) séu bara eitthvað röfl í Líú, Mogganum og Heimsýn. Fjöldagjaldþrot evruríkja verður ekki afgreitt svo glatt að þau séu bara vondum andstæðingum ESB á Íslandi að kenna. Maður verður allavega að vera verulega sterkur í trúnni, til að blekkja sjálfan sig þannig.

Svo er það nú ekki alveg rétt að það hafi verið gegnumgangandi að allt hafi verið í rúst í ESB, alla tíð. Gjaldþrot þriðjungs evruríkja voru bara, og eru, að gerast þessi mánuðina og misserin. Vissulega var það rétt hjá þeim sem spáðu illa fyrir þessu spillta batteríi, undir stjórn Þjóðverja, en í stað þess að ráðast að þeim, er rétt að hrósa þeim fyrir að hafa verið sannspáir. Evrópa er í rúst í dag, en var það ekki fyrir þessa hrikalegu samþjöppun á Brusselvaldi Þjóðverja, og upptöku evruhelvítisins. Þessi fjöldagjaldþrot evruríkja verða því að veruleika vegna samþjöppunar spillingarvalds, og evru, ekki vegna þess að einhver hafi spáð því, og rætt það.

Það er nú þannig Ómar minn, að þegar þú ferð á hausinn, þá labbar þú þig ekki út í banka, og afsakar gjaldþrotið með því að nágranni þinn hafi spáð illa fyrir þér. Alls óvíst að þú fáir mikla samúð út á það, og útilokað að bankastjórinn samþykki að þú sért ekki gjalþrota vegna þessa. Hinsvegar, þá er mjög líklegt að þú fáir samþykki bankastjórans fyrir meiri og hærri lánum, til að redda ógreiddu gömlu lánunum, ef þér tekst að blekkja foreldra, systkyni og vini til að afsala sér launum sínum í þína þágu, og í ofanálag, að samþykkja að þau hafi ekki lengur neina stjórn á eigin lífi.

En Ómar, hvað þurfa gjaldþrota evruríki að vera mörg, til að teljast mörg?

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 23:58

31 Smámynd: Elle_

Já, endilega opinberum rakaleysið í Brusselþokupakkinu sem mest við getum.  Væri ég í skóm Ómars færi ég að grafa holu af skömm.

Elle_, 26.6.2012 kl. 00:39

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gjaldþrot og gjaldþrot. þetta er af orsökum í grunnin eins og eg hef farið yfir í stuttu máli. Efnahagssamdrætti og lánatregðu. Efnahagsamdrátturinn bitnar mismunandi á ríkjum eftir atvikum. Í flestum tilfellum hefði samdrátturinn ekki skipt neinu máli ef ekki hefði komið til lánatregða sem fólst aðallega í hærri álagi á lán. það er sko þannið að ríki taka án og stóran hluta af lánum þarf að endurfjármagna. það skiptir líka máli í þessu. Í sumum löndu þurfti akkúrat að endurfjármagna stór lán o.s.frv.o.s.frv. þetta er allt bara misjafnt eftir atvikum.

það segir sig alveg sjálft að miklu, miklu betra er að hafa Evruna til að styðjast við og EU sem bakhjarl. það er bara svo augljóst.

þetta með að alltaf hafi verið allt að hrynja þegar Ísland hefur tekið skref í átt að samstarfi Evrópuríkja - þá er það bara staðreynd. þetta er alltaf sama umræðan í grunninn. Og sömu mennirnir sem standa fyrir henni. Sömu mennirnir sem eru að segja það nákvæmlega sama í grunninn. Jú jú, svona viss blæbrigðamunur eftir tímabilum því hver tími hefur sína tísku. Nútíminn hefur þá tísku að það er internet og umræðan meiri og almennari - og má segja, að sumu leiti ósatabílseraðri. það var meiri yfirvegun í umræðunni í gamla daga. Og það á líka við um alþingismenn og ráðandi menn. Í gamla daga kunnu pólitíkusar frekar þá list að vera ósammála á kurteisan hátt. því það er list. Menn deildu hart og létu hvorn annan heyra það - en menn höfðu ákveðin takmörk. Núna eru alþingismenn sumir gjörsamlega útá túni í málflutningi og eins og hafa engin mörk. Kunna ekki á list að vera ósammála á kurteisan hátt. þetta á nánast eingöngu við um Einangrunarsinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 01:33

33 identicon

Ertu virkilega að segja mér Ómar, að hrunið á Íslandi hafi þá ekki verið Davíð að kenna?

Var þetta bara örlítill samdráttur, og lánatregða?

Mikið verður Davíð glaður við þetta. Gæti sem best trúað að hann hafi verið kominn í svolítið þunglyndi útaf þessu máli, sem var víst bara dulítill samdráttur og lánatregða.

En þetta með að það sé betra að hafa evruna til að styðjast við, þegar ríki eru gjaldþrota, svona Þórudagsfílíngur?

"Hey, við erum gjaldþrota, eigum ekki fyrir nauðsynjum, flest atvinnulaus, restin af brauðinu er farin til Þýskalands og fjölmargir fremja sjálfsmorð, en við erum sko ekki ein á báti. Við sveltum öll í hel í sameinaðri og taumlausri evrugleði."

Og fyrirgefðu þetta með dónaskapinn. Það er náttúrulega ótrúlega tillitslaust við tilfinningar ykkar Samfylkingarfólks, að segja frá öllum þessum hörmungum í Evrópu. Auðvitað hljóta þessar endalausu hörmungarfregnir að eyðileggja fyrir ykkur hamóníið í Þórugleðinni. Svei mér þá, mikið af þessum hörmungum hefðu örugglega ekki gerst ef við hefðum bara þagað um þær.

Ég er alveg viss um að Titanic hefði komist áreynslulaust til New York, ef einangrað úrtölufólk hefði bara þagað.

Og fyrirgefðu að við skulum alltaf vera að minnast á það, að krónan okkar blessaða, er að bjarga okkur úr þessu veseni sem Davíð á víst engan hlut í. Það hlýtur að vera salt í sárin. Ég gæti best trúað því, að ef við tölum ekki um krónuna á jákvæðan hátt, þá bjargi hún okkur ekki, og við sameinumst gleðiorgíu dauðvona evrubúa. Sennilega þess vegna sem Jóhanna blessuð notar hvert tækifæri til að rakka hana niður.

Sem sagt, við verðum eiginlega að þegja, við einangrunarsinnaðir Íslendingar, til að kreppan í Evrópu hverfi.

Við höfum aldeilis foræmin, fólkið í norður Kóreu hefur örugglega ekki hugmynd um ástandið í Evrópu. Það þegir nú reyndar um alla skapaða hluti, af tillitsemi við þeirra Þóru.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 06:00

34 identicon

Nei, þetta virðist augljóst. Ramó er verri en Ásmundur. Aldrei hefur jafn veruleikafirrtur einstaklingur tjáð sig á íslenskur, eins og hann opinberar algjörlega hér að ofan.

Keep up the good work, stupid.

Það þarf lítið að segja um svona páfagauka. Greinilega í engum tengslum við raunveruleikann.

(Jörðin snýst nefnilega. Óumdeilt, maður. Óumdeilt.)

Endilega haltu áfram að tjá þig, Ramó. Þú sýnir best sjálfur að þú gengur ekki heill til skógar.

Ramó sem vildi verða Rambó, það vantaði bara eitthvað í hann.

palli (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 08:02

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hrunið á Íslandi var Sjöllum að kenna. það er farið yfir það í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Óstjórnin og sjóðstæmingaráráttan var slík að þar stefndi bara að einum ósi. Hrunósi. þetta er allt vitað og óumdeilt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 11:10

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bara strax komið á skrið. Rífandi gangur í EU. Afar spennandi. Við eigum að þakka fyrir að lifa á þessum tímum og fá að taka þátt í þessu með fullri og formlegri aðild að EU:

,,EU unveils its vision for the future of monetary union

...

Proposals in the report included:

Limits on the amount of debt individual countries can take on

Annual national budgets can be vetoed if they are likely to mean a country exceeding its debt limits

The eurozone borrowing money collectively "could be explored"

A European treasury office to be set up to control a central budget and keep an eye on national ones

A single European banking regulator and a common scheme guaranteeing bank deposits

Common policies on employment regulations and levels of taxation

Joint decision-making with national parliaments to give it "democratic legitimacy".

...

http://www.bbc.co.uk/news/business-18592135

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 12:09

37 identicon

"Rífandi gangur í EU"

Þú meinar nauðvörn, eða þá fyrirfram skipulögt skref í átt að Stór-Evrópu?

Það er alveg með ólíkindum hvað þú ert yfirnátturlega og hrikalega heimskt kvikindi, Ramó.

Fórstu í einhvern heilauppskurð einhverntímann á ævinni? Það er eins og það vanti eitthvað mikið í þig!

(Jörðin snýst sko! Óumdeilt, maður. Óumdeilt)

En eins og ég segi, haltu please áfram að opinbera eigin skort á lágmarks vitsunum. Ég hef engar áhyggjur af því. Þú ert allt of fokking heimskur til að átta þig á sjálfum þér.

Keep up the good work, stupid.

hahaha!!! Hálfviti!

palli (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 13:20

38 identicon

Ómar, það varð ekkert hrun á Íslandi, bara smá óþægindi vegna örlítils samdráttar, og smá lánatregðu.

Annars skiptir það svo sem ekki máli, því ef hér varð hrun, þá voru Samfylkingarmenn við stjórn bankamála, og bera því ábyrgð á þessum örlitla samdrætti og smá lánatregðu.

Nú gangurinn á þessu í ESB er að sjálfsögðu rífandi. Lausnin er handan við hornið, og hefur verið það síðan Írland fór á hausinn, síðan Grikkland fór á hausinn, síð....

Niðurstaðan er náttúrulega fyrisjáanleg, þeir redda þessu hjá ESB. Eina sem gerist á næstunni er að skattborgarinn í Evrópu verður fátækari, fleiri verða atvinnulausir, Þjóðverjar fá meiri völd, og menn bíða eftir næstu krísu.

Sem verður þegar Ítalía rúllar. Þá verður evran reyndar orðin jafn verðmæt og Zimbabwe dollar. Í framhaldi af því, óeirðir, fleiri gjaldþrot ESB ríkja, meiri sultur og fátækt, uppgangur öfgaafla o.sv.frv. Æ.. bara þetta venjulega þegar fullkomlega vanhæfir og fullkomlega spilltir stjórnmálamenn hafa fegnið að leika lausum hala.

Eins og menn segja, ESB er gjöfin sem heldur áfram að gefa.

Góðu fréttirnar eru þær, að Össurs bíður sama hlutverk og Jón Baldvin og Jónas.is þurfa að sætta sig við, að verða gamlir bitrir og áhrifalausir nöldurseggir sem enginn nennir að hlusta á.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 13:27

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skýrsla RNA er nærtækast til að fá fram orsakir Sjallahrunsins. Óstjórn, óreiða og sjóðstæmingarárátta þeirra sjalla var orsökin. Kemur allt fram í skýrslunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 13:49

40 identicon

Hvað segir þú Ómar, segir rannsóknarskýrslan að Samfylking hafi ekki verið með bankamálin í sínum höndum?

Verð að viðurkenna, að ég nennti nú ekki að lesa allan þennan doðrant, en það sem ég las, var nú að mestu leyti einhverjar túlkanir, oft á svig við það sem raunverulega gerðist.

Verra er það nú, ef rannsóknarskýrslufólkið var ekki með það á hreinu, hver stjórnaði bankamálunum.

Held reyndar að þau hafi þetta á hreinu, og hafi haft, og þetta sé bara þú sem ert að grínast.

Við vitum það nefnilega öll, að Samfylkingin stjórnaði bankamálunum. Lykilembætti fyrir eigendur flokksins, Jón Ásgeir og félaga.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 14:05

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það var algjört aukaatriði og skipti minna en engu máli þá viðskiptaráðuneytið hafi verið eitt ár með SF Ráðherra. Við erum að tala u talsvert langt ferli þar sem Sjallar skipulega rústuðu þessu landi og börðu með ofbeldisprópaganda einhverja hálfvitaþvælu ofan í innbyggjara.

þú skammast þín svo fyrir þetta greinilega - að þú þorir ekki einu snni að skrifa undir nafni - sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 17:00

42 Smámynd: Elle_

Hann skrifaði Hilmar en það er víst ekki nafn að þínum háa herrans merkilega samfylkingardómi.  Farðu nú að segja hluti af viti.  Það er orðið pirrandi að lesa rökleysuna um brusselsku dýrðarþokuna og ömurleikann ykkar.

Elle_, 26.6.2012 kl. 17:10

43 identicon

Ómar, prófaðu 18 mánuði. 18 heila mánuði sem Samfylkingin hafði til þess að messa upp bankakerfinu.

Og það gerði flokkurinn svikalaust. Ber solid ábyrgð á Icesave málinu. Icesavedæmið, allt á tíma Samfylkingar í bankamálaráðuneytinu.

Ekki skrítið þó Össuri sé tekið með kostum og kynjum (og kampavíni) í Brussel, bankaræningjar og meðreiðasveinar eru hafðir þar í hávegum, eins og öll beilátin í ESB sýna glögglega. Hinsvegar er fáu til að stela lengur, nema skattfé, og það er orðið af skornum skammti í evrulöndum. Ástandið er orðið svo slæmt, að ESB þarf m.a. að skrapa upp auðlindir á Íslandi, til að halda svikabatteríinu gangandi.

Síðan þykir mér leitt, að þú skulir vera ósáttur við nafnið mitt, sérstaklega í ljósi þess, að þetta nafn finnst líka innan ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 17:58

44 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það að fara að tala um SF í sambandi við Sjallahrunið hefur engan tilgang - nema í ofbeldisprópaganda þeirra Sjalla.

því ofbeldisprópaganda þeirra heldur auðvitað áfram eftir hrun rétt eins og fyrir.

Skrítið með þá Sjallanna að það er eins og þeir skammist sín lítið sem ekkert fyrir rústalagningu á landinu og sjóðstæmingu og skaða sem þeir hafa valdið - nema einhver einn ,,hilmar" sem skammast sín pínulitið og kemur það fram í því að hann þorir ekki að setja nafn sitt undir Sjallabullið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 18:16

45 identicon

Ja.. ekki ertu að hrekja þetta með Samfylkinguna, bankamálaráðuneytið og ábyrgðina á Icesave innlánunum.

Enda ekki hægt. Þetta eru skjalfestar staðreyndir. Ómar, áttaðu þig á því, staðreyndir.

Það er líka staðreynd, að besti vinur Aðal, það er vinur Bjögga í Verne, er hvorki meira né minna en gjaldkeri Samfylkingar, og sérlegur ráðgjafi Jóhönnu. Staðreyndir Ómar, staðreyndir.

Það er líka staðreynd að ég heiti Hilmar, staðreynd Ómar, eins og ég er alltaf að benda þér á. En auðvitað er það skemmtilegra fyrir þig að ræða mig, en ekki ábyrgð Samfylkingar, evruhrunið og fjöldagjaldþrot evruríkja.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 18:25

46 Smámynd: Elle_

 Af spilltum stjórnmálaflokkum kemst enginn flokkur í nánd við flokkskvikindið Jóhönnuflokkinn með hana sjálfa, Vilhjálm Þorsteinsson og Össur innanborðs.  Það er með ólíkindum að þau og hjálparmenn þeirra í VG skuli enn vera við völd eftir brusselska ruglið og ICESAVE1, hvað þá 2 + 3. 

Það vildi vegvilltur Ómar þó og barðist heiftarlega fyrir að koma ógeðinu yfir saklausan almenning eins sönnum samfylkingarmanni sæmir.

Elle_, 26.6.2012 kl. 18:39

47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er búið að fara yfir þetta alltsaman og liggur allt ljóst fyrir. Sjallar bera 100% ábyrgð náttúruleg á sínu Sjallahruni. þar með talinni Icesaveskuldinni. þeir sendu menn á sínum vegum út til Evrópu til að stunda vasaþjófanað. Síðan plötuðu hinir sömu Sjallar þessa vesalings þjóð hérna til að gerast meðsek í þjófnaðinum og sína af sér siðferði neðan við 0° á Celsíus. þetta liggur bara allt fyrir og irrelevant ð fara að tala um SF því viðvíkjandi. Tilgangslaust. Jú jú, við vitum alveg hvernig Sjallaprópagandaofbeldið virkar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2012 kl. 21:05

48 Smámynd: Elle_

Ef ´Sjallar´ báru ábyrgð á skuld Bjöggabankans, hví varst þú þá að berjast fyrir að koma skuld þeirra sem þú hatar yfir okkur hin?  Og hvar vorum við hin meðsek?  Nema þið í flokksskrímslinu?  Hvílíkt ótrúlegt kjaftæði. 

Hví hafið þið flokksskrímslið ekki enn farið að borga skuldina ykkar?  Nú hafið þið haft hátt í 4 ár til að gera það og oft verið minnt á það af okkur hinum.  Útskýrðu ´meðsektina´ nú einu sinni þó þú hafir enn ekki verið hæfur um það og ekki neitt ykkar.

Elle_, 26.6.2012 kl. 21:42

49 identicon

...getum við ekki bara reynt að vera góð hvert við annað og fengið einhvern til að semja fullveldissönginn okkar ÍSLENDINGA!

Svo getum við mætt öll saman á Austurvöll, (eða Þingvelli, ef ÍSLENDINGAR vilja það fremur) og sungið saman? 

Ha? Er það ekki hægt? 

Síðan verð ég að segja að eitth helsta áfall ÍSLENDINGA er að Dorrit hafi verið farin úr barneign, þegar hún kynntist blessuðum meistara okkar.

Nú vil ég hvetja alla ÍSLENDINGA til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson.

Hann lengi lifi:

Húrra 

Húrra

Húrra!

Og lifi Fullveldið farsællega með honum.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 22:43

50 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fullveldi? My ass.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2012 kl. 17:08

51 identicon

Von að Ómar spyrji.

Þegar sjálfir Þjóðverjar eru ekki klárir á því lengur, að Hitler hafi verið einræðisherra, og austur-Þýskaland einræðisríki, þá er ekki von að aftaníossinn Ómar á Íslandi viti það ekki.

http://mbl.is/folk/frettir/2012/06/27/helmingur_ekki_viss_hvort_hitler_var_einraedisherra/

Það er aldeilis hvað stjórnendur nýja Þýsklaland, sem felur fortíðina fyrir börnum sínum, er heppið að út um alla Evrópu séu fábjánar sem eru jafn illa upplýstir og Þjóðverjar sjálfir, og eru tilbúnir til að ganga erinda þeirra.

En Ómar, fullveldi er m.a. notað til þess að ákvarða eigin framtíð þjóðar, og þurfa ekki að hlíta fyrirskipunum frá einræðisbandalagi Þjóðverja. Við getum með fullveldi komið í veg fyrir, að spænskar mafíuútgerðir geti ryksugað íslensk fiskimið, og þar með grafið undan framtíð okkar eigin barna.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband