Mun ESB asni klyfjaður gulli brjóta niður andstöðu þjóðarinnar?

Ljóst er að Össur treystir nú á að áróðurs- og mútufé ESB til áhrifamanna, m.a. í sveitarstjórnum og fjársveltum stofnunum, muni yfirvinna rótgróna andstöðu og óbeit þjóðarinnar á því áformi Samfylkingarinnar að framselja ýmis fullveldisréttindi landsins í hendur fyrirhuguðu stórríki ESB.

 

Beiting mútufjár í stórum stíl til að skapa sér áhrif er ekkert nýmæli í mannkynssögunni. Fræg varð 2300 ára gömul yfirlýsing Filippusar Makedoníukonungs sem sagði: „Enginn borgarmúr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir.“ Filippus eyddi ævinni til að koma fram því áformi sínu að byggja upp heimsveldi, rétt eins leiðtogar ESB eru nú önnum kafnir við. Honum tókst að gera Makedóníu að öflugasta ríkinu í hinum gríska heimi og ruddi brautina fyrir son sinn, Alexander mikla, sem náði loks því markmiði föður síns að byggja upp heimsveldi sem náði frá Grikklandi í vestri, suður yfir Egyptaland, austur að ánni Indus (þar sem í dag er Pakistan) og langt norður í mið-Asíu. Við andlát Alexanders mikla liðaðist þó veldi hans í sundur og nú er fullyrt, sbr. meðfylgjandi frétt að heimsveldi evrunnar riði til falls.

 

Skattfrjálst mútufé er þegar farið að streyma inn í íslenskt þjóðlíf með nýfengnu samþykki Alþingis. Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, benti á það í vetur að „þessar fjárgjafir standa aðeins þeim til boða sem sótt hafa um aðild og tilgangur þeirra er grímulaus ; aðlaga regluverk og innri samfélagsgerð umsóknarlandsins að stjórnsýslu ESB.“

 

Nýlega var öllum sveitarstjórnum landsins boðið að senda fulltrúa sína í ferð til Brussel. Ferðin var farin 18. – 20. júní s.l. Sendiskrifstofa ESB hér á landi hefur þó harðneitað því þrátt fyrir fyrirspurnir fjölmiðla að veita nokkrar upplýsingar um hve margir voru í hópnum, sbr. frétt í DV 22. júní s.l. Boðið var upp á gistingu á fjögurra stjörnu hóteli og upplýst hefur verið að allir fulltrúarnir fengu dágóða upphæð afhenta í seðlum sem áttu að heita „dagpeningar“ þótt ESB greiddi allan hótelkostnað og fæði að mestu leyti. Önnur svipuð hópferð er fyrirhuguð með haustinu.

 

En „æ sér gjöf til gjalda“, segir íslenskt máltæki, sem stundum er líka orðað svo:  „oft kemur gjöf til gjalda“. Ef aðildarþjóð, sem ESB hefur ausið áróðurs- og mútufé sitt yfir, lætur tilleiðast og er innlimuð í verðandi heimsveldi, er hart gengið eftir því í Brussel að þjóðin skili gjöfunum aftur í formi aðildarskatta til ESB sem nema margföldum þeim fjárhæðum sem ESB dælir inn í landið í umsóknar- og aðlögunarferlinu.


mbl.is Annað Lehman Brothers-hrun á leiðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki munu þessar mútur hafa áhrif á mína afstöðu.  Ef eitthvað er, þá gerir það mig harðari í mótstöðunni.  Og reyndar hef ég algjöra ógeðstilfinningu fyrir Össuri og forystu samfylkingarinnar og einnig gosunum í VG. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2012 kl. 12:24

2 Smámynd: Björn Emilsson

Er ekki full ástæða til að Forseti vor krefjist skýringa á gerðum Össurar í Brussel?

Björn Emilsson, 27.6.2012 kl. 13:34

3 identicon

Erlend ríki eru farin að afhenda kjörnum íslenskum fulltrúm umslög með peningaseðlum. Það eru mútur.

Menn geta svo reynt að réttlæta mútuþægnina með því að nota orðaleppa eins og að þetta séu dagpeningar.

Og þegar íslenskir kjörnir fulltrúar eru farnir að taka við umsögum með peningum, frá erlendu yfirvaldi, hvar liggur hollusta hinna kjörnu fulltrúa?

Og hver hefur eftirlit með því, hversu háar upphæðirnar eru?

Setjum þetta í annað samhengi. Nú eru möguleg dómsmál á Íslandi, þar sem hagsmunir ESB skarast við hagsmuni Íslands. Í hvaða stöðu myndi það setja íslenska hagsmuni, ef hæstaréttardómurum yrði "boðið" til Brussel, til að "kynna" sér dómskerfið þar, og yrði í leiðinni afhent umslag með peningum?

Og svona í lokin, hvar í andsk..er sérstakur saksóknari?

* Og ofangreint er fyrir utan það mútufé sem er þvegið í íslenska ríkiskassanum.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 13:52

4 identicon

Þvílík paranoja!!! Ég fæ á tilfinninguna að andstæðingar ESB-aðildar séu einstaklingar sem eiga eitthvað mikið bágt. Ekki vegna þess að þeir eru á móti aðild heldur vegna ótrúlega bágborins málflutnings. Paranojan nær hámarki þegar talað er um stórríki ESB. 

Hér er ekki verið að lokka einn eða neinn vegna þess að þessir styrkir standa aðeins umsækjendum til boða. Þegar umsóknarferlinu er lokið bjóðast þeir ekki lengur hvort sem við göngum í ESB eða ekki.

Hitt er svo annað mál að ýmsir styrkir bjóðast í ESB og er það auðvitað eitt af því  sem kemur til álita varðandi aðild. Í því sambandi er rétt að íhuga að styrkjakerfi ESB er miklu heilbrigðara en það íslenska. Þar eru almannahagsmunir ekki látnir víkja fyrir sérhagsmunum fárra.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 14:35

5 identicon

Styrkjakerfi ESB heilbrigðara en á Íslandi?

Antonio "Tono" Vidal Pego er dæmdur foringi í Vidal- fjölskyldunni, sem stendur fyrir umfangsmikilli glæpastarfsemi í spænskri útgerð. Þrátt fyrir fangelsisdóma og sektir, þá fær fjölskyldan umtalsverða "styrki" frá ESB.

Árum saman hafa yfirvöld á Spáni (og ESB) vitað af þessari glæpastarfsemi, en aðhafðist ekki, en varði þennan glæpaiðnað með kjafti og klóm. Og fjölskyldan heldur áfram að moka inn styrkjum. Vidal fjölskyldan er reyndar bara toppurinn á ísjakanum, iðnaðurinn á Spáni er meira og minna ein skipulögð glæpastarfsemi.

http://www.iwatchnews.org/2011/10/27/7204/impact-fishing-industry-rep-calls-icij-investigation-explosive-cocktail-damages

Og hér er hrollvekjandi skýrsla um ástandið í fiskveiðimálum ESB:

https://www.documentcloud.org/documents/253584-oceanasubsidiesreport.html

Þetta er sennilega það sem Mundi meinar með að almannahagsmunir ráði í ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 15:20

6 identicon

Ásmundur, þú hefur sýnt og sannað það ítrekað að þú ert ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Hvað nákvæmlega fær þig til að halda að einhver hérna á þessari vefsíðu taki þig alvarlega, eða yfirleitt marktækan?

Sérstaklega í ljósi þess að þér er síendurtekið sagt að hypja þig með þínar lygar, möntrur og áróður.

Af hverju heldurðu áfram og áfram? Hver er tilgangurinn? Heldurðu að fólk sé að taka mark á þér, og þá af hverju heldurðu það?

Þú ert athlægi, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því, og ekki að furða. Þú ert illa veruleikafirrtur vælandi apaköttur sem hefur ekkert til málanna að leggja nema möntru áróður, og lygar lygar og enn meiri lygar. Þú ert bara svo sauðheimskur að þú gleypir lygarnar hráar, því þú skilur ekki um hvað þú ert að tala, og svo endurtekurðu þær eins og páfagaukurinn sem þú ert.

....en jú, haltu bara áfram að opinbera eigið geðsýkta ástand þinnar tilveru. Það er ekkert nema gott þegar ESBþöngulhaus eins og þú sýnir hvað þú átt virkilega bágt, litla geðbilaða grey.

Þvílíkur hálfviti!!  Hahaha!!  Sorglegur brandari

palli (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 15:24

7 Smámynd: Elle_

Mér heyrist nú ´Ásmundur´ vera miklu örvæntingarfyllri en við hin og hann getur vitað að ég er ekki í neinni örvæntingu. 

Hin svokallaða ´Evrópustofa´ var kærð eins og þið munið af Lofti og Pétri, mönnum sem gefast ekki auðveldlega upp enda er verið að brjóta alþjóðasáttmála og líkl. líka landslög og stjórnarskrá.  Það verður vonandi úr að Brussel og leppum þeirra í flokksskrímslinu verði gert að loka stofunni og leppunum að svara til saka. 

Það gæti svo bættst við sekt þeirra vegna ICESAVE1 + 2 + 3 og hrollvekju no. 4 sem þau vafalaust ætla að prófa að nauðga yfir okkur næst.  Verst fyrir þau að lýðræðissinnaður forseti verður væntanlega enn á vakt þjóðarinnar.

Elle_, 27.6.2012 kl. 15:49

8 identicon

Ég segi nú eins og Ásthildur hér á síðunni ekki læt ég þessar svokölluðu mútur hafa áhrif á mig.

Það er spurningin hver er mútuþægin og selur sannfæringu sína? Er það fólkið sem vinnur við verkefnin sem þessir peningar fara í? Eða er það fólkið sem fer í kynnisferðir til Brussel?

Við gætum spurt okkur sjálf- værum við mútuþægin - og ef ekki - eru það þá bara hitt fólkið. kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 15:54

9 identicon

Hilmar vill að yfirvaldið ákveði eftir geðþótta að þessi fái styrk en ekki hinn.

Davíð Oddsson er greinilega hans maður. Slíkt fyrirkomulag leiðir alltaf til mikillar spillingar. Við höfum verið á kafi í slíkri spillingu svo lengi að margir eru kættir að taka eftir henni.

Í óspilltu kerfi hafa allir sama rétt ef þeir uppfylla skilyrði fyrir stryrkveitingunnu. Þannig er spillingin minnst þó að auðvitað komi alltaf upp einhverjir hnökrar. Kerfið er því stöðugri þróun til að gera það enn betra.

Þetta hefur þó batnað mikið með EES-samningnum. Íslensk yfirvöld hafa verið gerð afturreka með mannréttindabrot af ýmsu tagi. Í kjölfarið hefur lögum verið breytt.

Betur má þó ef duga skal. Með ESB-aðild mun mikilli spillingu verða útrýmt á þeim sviðum þar sem þörfin er mest eða þar sem sérhagsmunahóparnir hafa hreiðrað um sig og vilja hvergi fara.

Það er ekki bara brýnt að fá evru. Vönduð lög ESB eru okkur ekki síður mikilvæg. Íslensk lög eru mikil hrákasmíð og auk þess flest orðin gömul og úrelt.

Með ESB-aðild fáum við einnig nauðsynlega bandamenn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 16:21

10 identicon

Mundi minn, þessi "hvað með börnin rök" eru í besta falli hlægileg.

Nú veit ég að þú situr fyrir framn tölvuna, gersamlega rökþrota, þorir ekki að ræða hina gengdarlausu spillingu, sem ég linkaði á, en reynir þess í stað að eyðileggja umræðuna með tilfinningafroðu um Davíð Oddson.

Það vill reyndar þannig til, að Davíð Oddson er ábyrgur fyrir því að afnema hið gengdarlausa sukk sem viðgekkst hér á árum áður. Fékk reyndar bágt fyrir, frá vinstrimönnum.

Hér er ákaflega lítilfjörlegt styrkjakerfi, nánast alfarið bundið við landbúnað. Hér er ekkert styrkjakerfi í sjávarútvegi, enda eina ríkið í Evrópu sem ekki sóar skattfé í þann atvinnuveg.

Hitt er áhugavert, að þér þykir ekkert athugavert við það, að ESB skuli dæla styrkjum í skilugaða glæpastarfsemi, í fyrirtæki sem hafa verið dæmd fyrir hana og einstaklinga sem eiga glæpaferil að baki.

Ég get ekki betur séð, en þú kallir það mannréttindabrot, ef dæmdir glæpamenn skuli ekki njóta styrkja, við áframhaldandi glæpastarfsemi.

Eru menn svo að efast um það, hvaðan íslenska hrunið kom?

Gersamlega siðblint ESB, stutt af gersamlega siðblindu fólki.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 16:38

11 identicon

Já, Ásmundur, endurtaktu möntrurnar þínar.

Það virkar örugglega!!

Í þetta skipið!!

Það er örugglega einhver lesandi sem hlær ekki að vitleysunni í þér!!

Þetta hefur örugglega einhvern tilgang, öll þessi skrif þín.

Endurtaktu nokkrar möntrur aftur, Ásmundur.

Kanski virkaði þetta ekki alveg.

Prófaðu að endurtaka möntrurnar einu sinni enn, í milljónasta skiptið.

Hver veit? Kanski allt í einu fer fólk að hætta að hlæja að þér og taka þig alvarlega??

Kanski er þetta alveg að fara gerast hjá þér, maður!!

....eða kanski er kominn tími til að þú kíkir til sálfræðings og reynir að ná örlitlum tökum á þessari þráhyggju þinni.

Þú ert eins og froðufellandi sturlaður geðsjúklingur á Kleppi, sem einhvernveginn hefur aðgang að tölvu. Lemjandi hausnum í vegginn, grenjandi "ESB ESB ESB". Svarið við öllu. Eini tilgangurinn. Hið heilaga ESB. Sieg Heil!!!

palli (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 16:40

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mun LÍÚ asni klyfjaður bulli brjóta sér própagandaleið inní huga innbyggjara hérna? það er spurningin sem menn velta fyrir sér í dag.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.6.2012 kl. 16:58

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er rétt sem Ásmundur (IP-tala) hér á síðunni segir, um að fólk eigi bágt. Um það þarf ekki að deila. 

Það eru mjög margir íslendingar, Evrópubúar og heimsbúar sem eiga mjög bágt, og eru réttindalausir gagnvart fjárglæfra-kerfis-keyptu og blekktu stjórnsýslunni gráðugu.

Það er verið að krefjast þess að fólk borgi peninga sem aldrei hafa verið til. Það borgar enginn með engu, því það er ekki mögulegt. Það þarf engar háþróaðar vísinda-kannanir til að skilja það. Þá er bara lífið og tilverurétturinn á jörðinni eftir til að borga með.

Þeir sem hafa selt skoðanir sínar, heiðarleika og frelsi til stjórnsýslu á Íslandi, Evrópu og víðar í veröldinni eiga svo enn meira bágt. Sumir þeirra eiga sér enga útgönguleið út úr blekkingarnetinu.

Sumir trúa enn, að þeir séu að redda Íslandi peningum sól og birtu um alla framtíð, með innistæðulausu ránsfé auðjöfra heimsins.

Hafi Rockfeller-ættin í Bandaríkjunum verið hættuleg, þá er sú ætt sem nú hefur tekið við heims-stjórnartaumunum ekki skárri, og jafnvel enn hættulegri. En enginn þorir að segja það, eða fær ekki leyfi til að birta upplýsingar opinberlega.

Ef ég ætti peninga í banka núna, þá myndi ég taka þá alla út strax fyrir helgi. Og ef ég ætti fasteign myndi ég selja hana á útsölu strax á morgun, til að fá eitthvað fyrir hana áður en hún verður rænd. Ég á sem betur fer ekkert veraldar-drasl sem er söluhæft né verðmætt, og þarf ekki að hafa áhyggjur af næsta bankahruni af þeirri ástæðu. Ég hef hinsvegar áhyggjur af hvernig aðrir verða rændir í næsta bankaráni fársjúku bankaræningjanna.

Þeir sem ekki geta né vilja hugsa sjálfstætt með sinni eigin hugsjónar-hugsun/magatilfinningu og hlusta á viðvörunarbjöllur, verða að upplifa sjálfir til að læra. Það er dýrkeyptur lærdómur, sem fórnarlömb styrjalda þekkja best. það þvingar enginn neinn til að hlusta á eða skilja, það sem hann vill ekki hlusta á eða skilja.

Heimurinn stendur á tímamótum, og eina lausnin er að núlla allt fjármálakerfið, til að losna við meinið. En ekki einn einast fræðingur né fréttamaður fær að segja það opinberlega í valdarændum fjölmiðlum heimsins.

Nú á ég ekki önnur ráð en að biðja almættið algóða að hjálpa öllu illa stöddu, fársjúku, sviknu, blekktu og rændu fólki í veröldinni, og bið um hjálp handa þeim einstaklingum og samtökum, sem vilja af heilum hug hjálpa af óeigingirni, náungakærleika, heiðarleikja og hjartagæsku. Það er ekki í mannlegu valdi einu saman að bjarga því sem bjargað verður í þetta sinn, frekar en nokkurn tíma.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.6.2012 kl. 17:13

14 identicon

Ramó, er það ekki merki um geðveiki að tala um sjálfan sig í fleirtölu?

Og LÍÚ hefur ekkert að gera með mína skoðun á ESB skrýmslinu og þessu bölvaða kjaftæði í þér og þínum.

Eigum við að breyta um fiskveiðikerfi? Flott, tölum um það, en það gerist ekki með því að fleygja sjálfstæðinu til breytinga út um gluggann og vera fjarstýrt frá Brussel.

Jörðin snýst, skilurðu. Óumdeilt, maður. Óumdeilt.

Og þetta eru góð og sönn orð hjá Önnu. Vel mælt.

palli (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 17:46

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar gullklyfjaði asninn birtist ætti fyrsta spurningin að vera:

Hver á þennan asna,  hver á gullið og hverjum er gullið ætlað?

Merkel sagði í gær: "Europe would not share total debt liability  - as long as I live".   Hún er konan sem ýmist gefur gullið eða sparar það.  Nú vill hún spara gullið.   Er þá ekki alveg upplagt að þóknast Frau Merkel og endursenda gullasnann ESB apparatinu?

Með merkimiða: "I don´t want to see your golden ass - as long as I live".

Kolbrún Hilmars, 27.6.2012 kl. 19:34

16 Smámynd: Elle_

Ekki nóg með að dýrðarveldið dæli asnalegu gulli og styrkjum í leppa og spænska glæpahópa heldur borga þeir auðmönnum og breska royalnum líka styrki fyrir það eitt að eiga stórt land.  En ´Ásmundur´ sem dásamar spillinguna þarna svaraði aldrei spurningunni minni um hví endurskoðendur hafi enn ekki viljað skrifa undir bókhaldið í dýrðarveldinu eftir 17 ára neitun.  Í mikilli örvæntingu er logið og logið og svo erum við sakleysingjarnir sísökuð um ´örvæntingu´ og guð má vita hvað. 

Royals and multinationals raking in EU farm aid - EU Observer

Elle_, 27.6.2012 kl. 22:01

17 identicon

Gaman væri ef þú, Hilmar, upplýstir okkur hin um hið gengdarlausa sukk sem Davíð stoppaði í sinni ráðherratíð.  Áttu kannski við hækkun skatta á almenning en lækkun skatta á auðmenn?

Við, sem erum ekki í aðdáendahópnum, sjáum bara gífurlega spillingu og dýrkeypt afglöp í starfi. Spurning hvort ÓRG hafi toppað Davíð með því að synja Icesave III staðfestingar. Það á eftir að koma í ljós að loknum málaferlum. 

Nú þegar er allavega ljóst að það voru alvarleg mistök að samþykkja ekki Icesave III. Samt virðist þjóðin jafnvel ætla að kjósa ÓRG sem forseta einmitt vegna Icesave. Vafasöm fortíð hans virðist engu skipta. Er ekki eitthvað að þessari þjóð?

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 23:11

18 Smámynd: Elle_

A-ha, það eru alltaf alvarleg mistök samkvæmt leppum og músum þeirra að sættast ekki á kúganir handrukkara.  Og rökin að ef maður ekki borgi gætu þeir farið enn verr með mann.   Nei, þú kemst ekki upp með að halda þessu fram.  En hví neita endurskoðendur enn að kvitta undir Brusselbókhaldið?

Elle_, 27.6.2012 kl. 23:41

19 identicon

Elle, vildirðu hafna Icesave III þó að það myndi kostað íslenska skattgreiðendur miklu meira en að samþykkja samninginn? Var höfnun á Icesave að þínu mati fyrst og fremst prinsippfesta sem þjóðin var tilbúin til að greiða háu verði?

Að mínu mati áttum við að samþykkja Icesave III vegna þess að þannig sleppum við fjárhagslega best frá málinu? Við höfum ekki efni á að greiða tugi eða hundruð milljarða fyrir prinsippfestu. Skynsemin verður að ráða. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 00:04

20 identicon

Þú ert sem sagt krakki Mundi minn. Aðrir eiga að muna eftir Iðnlánasjóði, Fiskveiðisjóði, lánasjóði landbúnaðar, Iðnþróuarsjóði etc.

Mikið áfall fyrir vinstrimenn, þegar lokað var fyrir pólitískar úthlutanir, eða öllu heldur, þegar sjóðasukkinu lauk.

Skattabullið þitt er náttúrulega ekki svaravert, sérstaklega í ljósi þess, að núverandi stjórn, fyrsta vinstristjórn Íslands, stendur fyrir gengdarlausum skattahækkunum, gengdarlausum hækkunum á þjónustugjöldum, niðurskurði á félagslegri þjónustu fyrir þá sem höllustum fæti standa og gengdarlausa vinavæðingu í opinberum störfum. Já, og skjaldborg um Einar Karl Haraldson.

Og ekki batnar það hjá þér gæskurinn, þegar þú ásakar Ólaf Ragnar um að samþykkja ekki Icesave nauðgunina, það var þjóðin þín kjáni, sem hafnaði þessum nauðasamningum ykkar. Ólafur Ragnar gerði ekkert annað en að skjóta málinu til þjóðarinnar. Og þjóðin nýtur virðingar alþjóðlega, fyrir að hafa hafnað ofbeldinu, sem er á góðri leið með því að draga okkur í gegnum kreppuna, ásamt krónunni, þrátt fyrir skelfilega, skelfilega ríkisstjórn.

En, nú er ég samviskusamlega búinn að svara þér, hvernig væri að að þú tjáir þig um spillinguna í ESB? Byrjum á sjávarútveginum.

Sáttur við að dæmdir glæpamenn fái styrki frá almenningi?

Sáttur við að Spánerjar fái athugasemdalaust að stunda veiðiþjófnað?

Sáttur við að þjóðir ESB fái frá 40% af aflaverðmæti í styrki?

Sáttur við að spænskar útgerðir fái að stunda falsflöggun á kostnað skoskra, enskra og írskra sjómanna?

Sáttur við að öll fiskimið Evrópu eru meira og minna í rúst?

Sáttur við að ESB fari aldrei eftir veiðiráðgjöf?

Þú getur byrjað á þessu ljúfurinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 00:12

21 Smámynd: Elle_

Nei, maður getur ekki borgað kúgun og nauðung.  Það er ekki ´skynsemi´, það er vitfirra.  Og svo getur þú ekki haldið fram að þú vitir neitt um niðurstöðuna fyrr en það hefur farið fyrir Hæstarétt.  EFTA-dómstóllinn getur ekki krafið okkur um skaðabætur vegna ICESAVE.

Elle_, 28.6.2012 kl. 00:31

22 identicon

Hilmar, svo að þú heldur að sjóðasukkið hafi hætt með því að láta bankana taka við sjóðunum og hlutverki þeirra. Ertu að halda því fram að ekkert sukk hafi farið fram í bönkunum? 

Ójú, það fór fram með velþóknun Davíðs sem fyrirskipaði að bankarnir fengju sem mest frjálsræði og sem minnst eftirlit? Því fór sem fór. 

Einkavæðing bankanna var með þeim hætti að það bauð upp á áframhaldandi sukk sem endaði með hruni þeirra. Veistu hvað það kostaði skattgreiðendur?

Það er staðreynd sem hefur verið viðurkennd af til þess bærum yfirvöldum að skattar á almenning hækkuðu en lækkuðu á auðmenn í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Skattahækkunin kom fram í raunlækkun á skattleysismörkum og hærri prósentu. Skattalækkun auðmanna kom fram í afnámi hátekjuskatts og eignaskatts og lækkun á skatti á arð og fjármagnstekjur.

Þrátt fyrir að aðeins eru rúmlega þrjú og hálft ár frá hruni er fátækt í heiminum hvergi minni en hér skv OECD enda hafa stjórnvöld snúið þróuninni við.

Lágmarksbætur voru hækkaðar langt umfram launahækkanir, vaxtabætur stórhækkaðar og nauðsynlegar skattahækkanir lentu mest á þeim tekjuhæstu svo að dæmi séu nefnd.  Lán voru lækkuð hjá þeim sem þurftu á því að halda. 

Það voru auðvitað alvarleg afglöp hjá ÓRG að setja Icesave III í þjóðaratkvæði og taka þannig þá áhættu að þjóðin hafnaði samningnum. Þetta var lýðskrum af verstu sort sem hefur nú þegar kostað okkur morð fjár.

Annað í athugasemd þinni er aðeins endurtekning á sama bullinu sem hefur fyrir löngu verið hrakið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 01:02

23 Smámynd: Elle_

Það er ekki í lagi að halda endalaust og gegndarlaust ruglingslega fram að það hafi kostað morðfjár og valdið okkur stórtapi að hafa hafnað löglausum rukkunum ofbeldismanna.  Þú ættir að fara að hætta þessu.  Við borgum ekki peninga sem við skuldum ekki.

Elle_, 28.6.2012 kl. 01:15

24 identicon

Það er gaman að því Mundi, að þú lætur vanþekkingu ekki aftra þér.

Já gæskurinn, það er ansi mikill munur á því, hvað einkabankar gera, og því sem opinberir sukksjóðir gera.

Nema náttúrulega, þegar vinstrimenn ákveða að ríkisvæða skuldir einkabanka, eins og í Icesave.

Já, og í leiðinni. Bankastarfsemi var eftir forskrift ESB. Bankahrunið er bein afleiðing af innleiðingu reglna ESB. Eins og hin daglegu bankahrun sem við horfum á daglega i ESB löndunum. Bankahrun í boði þess ESB sem þú boðar.

Og aldrei hafa lífskjör verið eins góð, eða hagvaxtartímabil jafn langt, og undir stjórn Davíðs. Þú getur svo sparað lygalummurnar hennar Jóhönnu. Fólk veit nákvæmlega hver staðan er, og að lánafiktið ykkar er náttúrulega grátlega fyndið.

Þjóðin hafnaði Icvesave, hafnaði því að Samfylkingin og Vg settu óbærilegan skuldabagga á þjóðina. Árangurinn er sá, að við greiðum ekkert í þetta Icesave rugl ykkar.

Og enn bólar ekkert á því að þú viljir ræða spillinguna í ESB. Treystir þú þér ekki að ræða hið raunverulega ESB?

Reyndu nú að hrekja eitthvað af þessu, í stað þess að ljúga því að þú hafir hrakið eitthvað.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 01:22

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég viðurkenni hér með að ég verð bara andlega þreytt á að reyna að komast í gegnum það sem Ásmundur er að segja hér.  Þessi síða er sú eina sem hann tjáir sig á og það tekst stundum að fá smá viðbrögð, en að öðru leyti er maðurinn eins og róbót sem hefur verið prógrammeraður til að segja ákveðna hluti og endurtekur þá í sífellu án afláts.  Og í svoleiðis verður maður bara  andlega þreyttur og skautar að lokum algjörlega yfir það sem hann er að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 01:31

26 identicon

Þvert á móti, Ásthildur, þetta er mjög ánægjulegt. Það er mjög skemmtilegt að horfa upp á garminn reyna af veikum mætti að færa umræðuna frá ESB, yfir í eitthvað allt allt annað.

Maður sér það, að honum líður ekkert sérlega vel í hlutverkinu.

Þeir eru tveir alveg í sérflokki, Mundi og Ómar Smári. Þeir eru náttúrulega fyrir löngu búnir að skapa sér nafn sem sérstök hirðfífl í umræðunni, okkur hinum til ánægju.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 01:46

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og þeir eru fleiri þarna úti trúðarnir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 01:58

28 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eins og kom fram í DV í gær þá var allur dagpeningurinn sem embættis- og sveitastjórnarmennirnir fengu skilaskyldur.  Þeim var því bannað að nota hann í ferðinni án þess að skila honum í innlenda bankastofnun áður.

Það eru því miklar líkur á því að lög um gjaldeyrismál(gjaldeyrishöft) hafi verið brotin í þessari ferð og að ESB hafi óafvitandi tekið þátt í því.

Ég vona að þetta verði rannsakað af gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og niðurstaða fengin í þetta mál.

Lúðvík Júlíusson, 28.6.2012 kl. 02:08

29 identicon

Gaman að fylgjast með gaurum eins og Hilmari.

Þegar þeir komast í rökþrot vegna ESB fara þeir að tala um eitthvað annað. En þegar þeir lenda aftur í rökþroti er viðmælandanum kennt um að vilja ekki tala um ESB. Hilmar er greinilega með öll lágkúrulegu Davíðstrixin á hreinu og er stoltur af.

Hilmar vill ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Þannig lokar hann augunum fyrir því að vönduð löggjöf ESB takmarkar mjög möguleika á spillingu. Í staðinn talar hann um spillingu meðal einstaklinga sem enginn veit hvort fótur er fyrir og er því ekki hægt að ræða.

Auðvitað er aldrei hægt að uppræta algjörlega spillingu. En í ESB er reynt með vandaðri löggjöf að halda henni í skefjum. Árangurinn er mjög góður þó að jafnvel í besta skóginum finnist slæm tré. 

Hilmar gleymir að bankarnir voru ríkisbankar fyrst eftir að þeir tóku við sjóðunum. Þegar mikið lá við hringdi Davíð í bankastjórana með fyrirskipanir þó að bankarnir lögum samkvæmt ættu að lúta eigin stjórn. Ef bankastjórarnir voru ekki ljúfir sem lamb var brugðist hart við. 

Einkavæðingin tryggði svo áframhaldandi sukk enda varð hún með þeim hætti að stórvinur Davíðs varð stjórnarformaður eins þeirra. Síðan stunduðu bankarnir sameiginlegt sukk sem meðal annars kom fram í að þeir lánuðu til kaupa hvor á öðrum.

Það breytir engu fyrir skattgreiðendur hvort tjón þeirra sé vegna einkafyrirtækja eða opinberra sjóða. Ábyrgðin var að miklu leyti hjá Davíð.

Regluverk ESB sem bankarnir störfuðu eftir var bara grunnur sem hver þjóð gat bætt við. Aðeins Ísland bætti engu við í samræmi við yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins um að gefa bönkunum sem mest frjálsræði og hafa sem minnst eftirlit. 

Ég nenni ekki að munnhöggvast meira um þessi löngu liðnu mál. Þeir sem vita ekki enn hvernig í pottinn var búið vilja ekki vita það. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 08:41

30 identicon

Elle og Hilmar, kostnaðurinn sem við nú þegar höfum haft af að hafna Icesave II er örugglega miklu meiri en sá kostnaður sem hefði fylgt því að samþykkja samninginn.

Ástæðan er þau áhrif sem höfnunin hafði á efnahagslífið. Lánshæfismat hélst áfram í ruslflokki en þar lenti það vegna þess að ÓRG setti Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Áhrifin eru meðal annars glötuð viðskiptatækifæri, verri lánskjör erlendis og lægra gengi krónunnar. Tjónið er eflaust miklu meira en það lítilræði sem Icesave III hefði kostað okkur ef við hefðum samþykkt hann. Svo á eftir að koma í ljós hve mikið bætist við tjónið.

Sú samúð sem Íslendingar hafa fengið vegna Icesave hefur engin áhrif á traust viðskiptaaðila á að eiga viðskipti við Ísland. Óvissan um hvernig Icesave ríður af hefur hins vegar mikil áhrif.

Lánshæfismatið væri nú örugglega hærra ef Icesave III hefði verið samþykktur. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 09:00

31 Smámynd: Sólbjörg

Varðandi skilaskyldu til bankann kemur ekki fram hvar dagpeningarnir voru afhentir, en trúlega hafa þeir gert eins og Þóra Arnórsdóttir sem snýr sér undan og veit ekki hverjir styrkja hennar framboð. Kannski hafa þeir gert svipað lokað augunum á meðan þeir tóku við umslaginu og halda að þeir séu þá siðferðislega lausir undan þeirri staðreynd að verið er að bera í þá mútufé.

Það þarf að vera skýrt er embættismönnum leyfilegt að taka við peningagjöfum frá hagsmunaaðilum. Ef ekki, hverra ábyrgð er það að skifta sér af og hvernig er slíku framfylgt.

Sólbjörg, 28.6.2012 kl. 09:15

32 identicon

Hahaha!!  Keep up the good work, stupid!

Þú ert gangandi stoðkerfi fyrir heilarýrnun og skemmdir.

Þvílíkt fífl!!  Hahahaha!!

palli (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 09:54

33 identicon

Umræðan um styrki til forsetaframbjóðenda er tilraun til að blekkja og draga athyglina frá því sem máli skiptir.

Flestir ef ekki allir frambjóðendur voru með opna söfnun. Það gátu allir styrkt söfnun þeirra innan marka laga með því að leggja fé inn á reikning. Að vísu hafnaði Herdís styrkjum frá fyrirtækjum þegar á leið kosningabaráttuna.

Það sem stendur upp úr er að Þóra hefur fengið langmestan stuðning eða um tólf milljónir meðan ÓRG hefur aðeins fengið um tvær milljónir og aðrir minna.

Aðeins fimm framlög til Þóru eru yfir 200.000 og aðeins 7% frá fyrirtækjum og félögum. Það er hægt að reikna út fjölda þeirra sem styrkja Þóru út frá þeim upplýsingum sem hún gefur á vefsíðu sinni. Hér er um mjög breiðan stuðning að ræða.

Til að draga athyglina frá árangri Þóru hafa aðrir frambjóðendur verið með kröfur sem skipta engu máli vegna þess að það eru atriði sem frambjóðendur stjórna ekki sjálfir.

Ef menn eru hræddir við að útrásarvíkingar styrki Þóru þá geta þeir slappað af. Þeir munu kjósa ÓRG. Jón Ásgeir hefur lýst því yfir fyrir sitt leyti.

Það er með ólíkindum að stuðningsmenn ÓRG skuli tala með vanþóknun um ótæpilegan stuðning við Þóru. Sjálfur safnaði hann fyrir kosningarnar 1996 yfir 90 milljónum á núgildandi verðlagi. 

Eftir kosningar skuldaði framboðið sem nemur tugum milljóna sem tók mörg ár að greiða. Kostnaður ÓRG 1996 var því vel á annað hundrað milljónir uppfært til núvirðis.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 09:58

34 identicon

Mundi minn, það má kannski hjálpar þér, ef það er útskýrt fyrir þér, að pistillinn sem kommenterað er á, fjallar um mútustarfsemi ESB?

Og í framhaldi af því, þá er eðlilegt að umræðan snúist um hina gengdarlausu spillingu sem mútunum er ætlað að innleiða á Íslandi.

Það er vissulega jákvætt að þú skulir loks, eftir allan þennan tíma, viðurkenna að ESB er spillt. Það er gott skref, og órækt merki þess að augu þín séu að opnast.

Hitt er þó ljóst, að þetta er erfiður ferill hjá þér. Til að hjálpa þér frekar, þá hvet ég þig til að lesa hlekkina sem ég sendi inn hér að ofan, þar sem flett er ofan af fiskveiðikerfi ESB, sem er sorgarsaga græðgi, heimsku og spillingar. Kennslubókardæmi um það, hvernig eyðileggja má auðlindir. Ef þú átt erfitt með enskuna, þá er sjálfsagt að hjálpa þér til að skilja textann. Ég er þess fullviss að þú vilt hvorki heyra né sjá ESB, þegar þú skilur hvaða örlög bíða íslenskra miða innan ESB.

Örfá orð um hitt sem þú nærð ekki alveg. Íslenskir bankar hrundu. Þeir störfuðu eftir reglum ESB. Alveg eins og bankar ESB hrynja nú hver á fætur öðrum, eins og þeir fái borgað fyrir það. Þeir starfa líka undir regluverki ESB. Sérðu tenginguna?

Icesave hefur engin áhrif á lánshæfismat Íslands. Skv matsfyrirtækjum, þá agnúast þau aðallega yfir gjaldeyrishöftum, en jafnvel þau hafa nánast engin áhrif, enda eru ekki margir evrópskir bankar í þeirri stöðu að lána mikið, er það nokkuð, Mundi minn? Þeir eru víst allir í því að tryggja sér neyðarlán frá meira og minna gjaldþrota evruríkjum.

Og í lokin, þá hefur nákvæmlega enginn kostnaður fallið á Ísland vegna Icesave. Fyrir utan laun Svavars og co. Og enginn koostnaður mun falla á Ísland vegna Icesave.

Eitt er rétt hjá þér. Sem er sjaldgæft, og ber að hrósa. Gengi krónunnar er lægra en það var. En það er nefnilega kosturinn við að hafa eigin gjaldmiðil. Lægra gengi eykur samkeppnishæfni, sem er galdurinn við endurreisn Íslands. Við værum nú aldeilis fökkt ef við værum með evru.

Ég er farinn að binda miklar vonir við þig Mundi, þér er viðbjargandi. Núna er málið að þú skiljir, þessi aðdáun þín í garð ESB er í engu frábrugðið því þegar unglingsstúlkur elta Tóma Krús á Akureyri. Starstruck kalla þeir þetta á enskunni. Það er þó skömminni skárra að elta Tóma Krús, en Angelu Merkel.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 10:28

35 identicon

Hahaha! Apakötturinn heldur áfram, enda getur hann ekki annað.

Annars var Þóra að skjóta sig hræðilega í fótinn. Gagnrýndi Ólaf fyrir að tala um sjálfan sig í þriðju persónu, og það væri sko engin afsökun því Ólafur og forsetinn væri sko sama persónan. Hvernig á Ólafur þá að tala í umræðum um hlutverk forsetaembættisins og annað því tengt? Held að Þóra græði lítið á svona ad hominem lágkúru og heimskuskoti.

En Egill Helga annars að tala um evruna þína, Ásmundur:

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/06/28/spiegel-ef-evran-hrynur/

..og þá skjóta upp kollinum auðvitað heilalausir kjúklingar eins og þú. Sá í ummælunum að það erkifífl Jón Frímann segir að þetta sé bara allt saman rugl og bull, en viðurkennir þó að hann fylgist ekki lengur með fréttum.

Nei, guð forði ykkur frá raunveruleikanum.

Endilega haltu áfram að saga af þér löppina, Ásmundur. Þú ert svo einstaklega heimskur hálfviti að þú heldur að þú sért að gera þínum málstað einhvern greiða með því!!

Hahahaha!!!  Þvílíkt bjánabarn!!  Þú ert algjört met.

Keep up the good work, stupid!

palli (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 10:30

36 Smámynd: Elle_

´Ásmundur´, einu sinn enn: Þú getur ekki haldið neinu fram um stórtap eða skaða vegna þess að við létum ekki ofbeldismenn kúga okkur.  Það eru fáránleg rök.  Við látum ekkert frekar kúga okkur þó þið haldið þessu fram og sem þið vitið ekkert um.  Það kostar alltaf að verja sig og þú ættir að vita það. 

Eini fjárhagslegi skaðinn og stórtapið sem ætti að ræða var af völdum núverandi ICESAVE-STJÓRNAR undir harðri og óvæginni forystu Jóhönnu og Steingríms.   Sem eyddu endalausum peningum okkar og tíma í fjöldan allan af embættismönnum og samningamönnum í að semja við ofbeldismenn um kúgun og hótanir.  Það gera engir menn sem standa í lappirnar.   Það gera mýs.  Og Steingrímur hefur hagað sér nákvæmlega eins og hrædd og lúpuleg mús gagnvart Jóhönnu af ótta við að missa stólinn.  Þó getur þessi sami maður komið nánast eins og illmenni fram við þjóðina. 

Það á að rukka Jóhönnu og co. og Steingrím og hans hjálparmenn í þessu nauðungarmáli fyrir allan skaðann.

Þú ræðst núna á Hilmar eins og þín er von og vísa með alla sem blása á þvingunarveldið þitt.  Verð að segja að ég er sammála honum í öllu þó ég ætli ekki að verja Sjálfstæðisflokkinn sem er núna með 9 menn innanborðs sem sættust á ískalda mati Bjarna Ben í nauðungarmáli gegn þjóðinni.  Verri flokkar finnast og það er ykkar skrímsli og núna VG.

Elle_, 28.6.2012 kl. 11:55

37 identicon

Ekki er ég neinn sérstakur aðdáandi Sjálfstæðisflokksins, Elle. Ekki frekar en Framsóknar. Málin eru þó þannig vaxin, að vonin um sterka ESB andstöðu eru bundnir við þá flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í gegnum lúshreinsun fyrir næstu kosningar, til að teljast kosningavænn. Við getum orðað það svo, að ég treysti varlega nokkrum þingmönnum hans.

Við stöndum frammi fyrir helstu ógn Íslands á seinni árum, ESB herleiðingu. Til að berjast gegn henni, þurfum við afgerandi þingmenn, sterka þingmenn, sem þora að bjóða sterkum öflum byrginn. En fyrst og fremst þurfum við þingmenn sem sætta sig við þingfararkaup, og telja sig ekki þurfa að ganga erinda fjársterkra afla og öflugra þrýstihópa. Þingmenn sem eru hollir þjóðinni, en ekki sérhagsmunum.

Vð fáum bara einn séns til að sporna gegn innlimun í ESB.

Eins og staðan er í dag, gerist það með lúshreinsuðum Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Ólafi Ragnari.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 12:47

38 identicon

Elle, ég er að tala um óbeint tap vegna þess að traust viðskiptaaðila Íslands á landinu minnkaði við það að Icesave var hafnað. 

Þá varð til mikil óvissa um hvort við yrðum dæmd til að greiða allan Icesave-höfuðstólinn og á miklu hærri vöxtum en samningurinn kvað á um. Það hefði getað riðið okkur að fullu. 

Höfnun gerði því lán til Íslands dýrari og önnur viðskipti mun óöruggari en ella. Vextir á erlendum lánum hækkuðu og viðskiptatækifæri hafa eflaust glatast. Gengi krónunnar varð lægra en ella.

Tapið kemur fram í minni tekjum ríkissjóðs og fyrirtækja. Þetta óbeina tap er örugglega miklu meira en þetta smáræði sem Iceasve III hefði leitt til.

Tapið heldur áfram meðan Icesave er enn óleyst. Lánshæfismatið er enn mjög lágt og veitir ekki af að hækka það. 

Þetta snýst um lögfræði en ekki hvort það sé sanngjarnt að íslenskir skattgreiðendur greiði tap einkafyrirtækja. Það snýst um það hvort íslenskir eða erlendir skattgreiðendur greiði tap íslenskra banka.

Eingöngu er um að ræða greiðslu á innistæðum sem eru tryggðar lögum samkvæmt. Mest af tapi bankanna var afskrifað. Það er á bilinu sjö til átta þúsund milljarðar. Erlendir kröfuhafar sitja uppi með nánast allt tapið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:54

39 Smámynd: Elle_

´Ásmundur´, við vorum búin að svara þessu að ofan með hið ímyndaða tap sem þið vitið ekkert um og er kolrangt að halda þessu fram.  Hilmar kom með mótrök gegn þessu að ofan. 

En þú mátt auðvitað halda þetta ef þú endilega vilt en þú ættir að muna að við skuldum þetta ekki og þið getið ekki þvingað neitt yfir okkur.  Þorri þjóðarinnar sagði skýrt NEI og aftur NEI en það eruð þið Brusselfarar sem viljið þessa nauðung fyrir 4 ríkið ykkar. 

Ætla í lokin að gefa þér 1 plús samt fyrir að vera hættur að saka okkur um útlendingaphobiu í svip.  Það kemur nefnilega málinu ekkert við. 

Elle_, 28.6.2012 kl. 17:39

40 identicon

"Þetta snýst um lögfræði en ekki hvort það sé sanngjarnt að íslenskir skattgreiðendur greiði tap einkafyrirtækja." ..segir Ásmundur.

Okei, Ásmundur. Ef þetta snýst ekki um sanngirni heldur lög, þá endilega sýndu lögin sem segja að skattgreiðendur eigi að greiða fyrir tap einkafyrirtækja.

Þú ert bara allt of heimskur til að ná einhverjum skilningi á nokkrum hlut.

Það er ekki hægt að svara öðrum "rökum" þínum, því þau virðast dregin beint úr görninni á þér og eiga ekkert skylt við veruleikann, ekki frekar en nokkuð annað sem kemur frá þér.

palli (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 18:34

41 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með síðustu athugasemd þinni Hilmar, XD eða XF er ekki endilega stóra ástin í lífinu en eru einu flokkarnir sem von er til að munu draga ESB umsóknin til baka og láti ekki múta sér með smá nammi í poka og pening í skiftum fyrir sjálfstæði og auðlindir landsins.

En það þarf að hreinsa úr báðum flokkunum,þá þingmenn sem eru krata -og samfylkingarfólk og þurfa að rata heim í sinn rétta flokk.

Sólbjörg, 28.6.2012 kl. 19:19

42 identicon

Elle, Hilmar kom ekki með nein mótrök.

Að sjálfsögðu hefur óvissa um hugsanlega mikla greiðsluskyldu áhrif. Og hvað heldurðu að gerist ef við verðum dæmd til að greiða mörg hundrið milljarða? Menn leysa engan vanda með því að vera í afneitun.

Gjaldeyrishöftin hafa áhrif á lánshæfismatið en lánshæfismatið hefur einnig áhrif á gjaldeyrishöftin. Lánshæfismatið var hækkað úr ruslflokki upp um einn flokk þegar Steingrímur hafði gert lánshæfismatsfyrirtækjunum grein fyrir að eignir þrotabús Landsbankans myndu nægja fyrir höfuðstól lágmarkstryggingarinnar.

Lánshæfismatið hefði einnig verið hækkað þó að við hefðum samþykkt Icesave og það því verið hærra. Þess vegna væri það núna minnst einum flokki ofar. Gæti vel verið enn hærra vegna ýmissa jákvæðra keðjuverkandi áhrifa.

Það er að slá höfðinu við steininn að ímynda sér að svona nokkuð hafi engin áhrif. Ef þú ætlar að kjósa ÓRG vegna Icesave ertu heldur betur á villigötum.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 19:43

43 Smámynd: Elle_

Ok, haltu þetta þá bara en þú snýrð mér ekki og það hlýturðu að vita.  Hinsvegar er ég löngu búin að kjósa Ólaf.  Hann er öruggastur.

Elle_, 28.6.2012 kl. 19:59

44 identicon

Hvað er eiginlega málið með Ásmund? Hann er einn og einangraður með sínar fáránlegu skýringar á öllum hlutum, í mótsögn við alla nema þessa samspillingarhjörð.

Hvað er eiginlega málið með þetta lið? Hvernig er hægt að vera svona veruleikafirrtur? Hvernig er hægt að vera svona heilaþveginn?

Það breytir nákvæmlega engu hvað gerist, það er alltaf sama sagan hjá þessu liði.

Og hvað nákvæmlega fær þig til að halda að einhver taki eitthvað mark á þér, Ásmundur??

Til hvers ertu að þessu?

Sérðu virkilega ekki að þessi þráhyggja þín að ummæla þessum áróðri sýnir bara og sannar fyrir öðrum hvað þú ert ruglaður einstaklingur (a.m.k. að þeirra mati)?

Sérðu ekki hvað ég á við? Það breytir engu hvort þú hefur rétt fyrir þér eða ekki, það er enginn að taka mark á þér? Það breytir engu hvað oft og mikið þú ummælist.

Þetta er undirstöðuatriði sem þú virðist ekki skilja, af sálfræðilegum ástæðum greinilega.

Það er sorglegt að horfa upp á hvað manneskja eins og þú getur verið haldin þráhyggju.

...en eins og ég segi: Ef þú virkilega heldur að þú sért að gera þínum málstað eitthvað gagn þá endilega haltu þessu áfram. Bara það að þú haldir að þetta sé að hafa einhver áhrif á aðra en apabróðurinn þinn, sýnir bara hversu djúpt sokkinn í þessar ranghugmyndir þínar.

Já og mundu að kveikja ekki á fréttum. Þú gætir þurft að horfast í augun við veruleikann, sem þú ert ekki í neinum tengslum við. Það gæti orðið dálítið sjokk fyrir þig, en hey... til þess er afneitunin.

Vonandi fær maður frið fyrir þessu geðsjúka tuði í þér, þegar Ólafur verður kosinn, og svo þegar þessari ESBumsóknar dellu verður troðið ofan í kok á þér og þínum. Vonandi kafnarðu á því.

Þú ert ekki Íslendingur, þú ert esbingur. Þú ert kominn af þrælum, enda andlegur aumingi og heimskingi í hæsta gæðaflokki.

Láttu þig bara hverfa.

Þú veist að það er enginn sem mun sakna þín, ekki frekar en að einhver hafi nokkru sinni tekið þig marktækan.

Óþolandi hrokabytta og besserwisser fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 20:03

45 identicon

Elle, láttu þér ekki detta í hug að einhver sé að reyna að snúa þér. Hvað áttu við með að ÓRG sé öruggastur? Hann getur hvorki haft nein áhrif á ESB-aðild né lausn Icesave.

Hvort við göngum í ESB verður ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er óþarfi að óttast að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð því að allir frambjóðendur hafa lýst því yfir að þeir muni tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um málið.

Forsetinn hefur enga aðkomu að Icesave lengur. Hann var á sínum tíma í viðtölum erlendis vegna þess að hann synjaði Icesave staðfestingar.

Það er engin ástæða til að ræða við hann lengur nema hugsanlega eftir að dómur er fallinn. Og jafnvel þó að það verði gert þá hefur hann auðvitað engin áhrif á niðurstöðu í lögfræðilegu deilumáli.

Dómur EFTA-dómstólsins mun aðeins fjalla um sekt eða sakleysi. Til að fá endanlega niðurstöðu um greiðslukjör verða Bretar og Hollendingar að höfða mál hér á landi ef ekki verður samið um það á grundvelli dóms EFTA-dómstólsins.

Íslenskir dómstólar verða hins vegar að taka mið af dómi EFTA-dómstólsins. Þeir munu því fyrst og fremst ákveða vexti og greiðslukjör. Ef dómstólarnir hunsa dóm EFTA-dómstólsins mun ESA höfða annað mál.

Ef eitthvað er verður það bara verra fyrir andstæðinga ESB-aðildar að ÓRG verði forseti áfram. Ýmsir munu trúlega alls ekki þola afskipti hans af málinu og gætu því kosið aðild í mótmælaskyni.

Þegar ÓRG þóttist vera að hætta nefndi hann einmitt að hann gæti beitt sér betur í málum sem hann vildi leggja lið með því að hætta vegna þeirra fjötra sem fylgdu embættinu.

Það versta við að ÓRG haldi áfram er að það er staðfesting á því að þjóðin hefur ekkert lært af hruninu. Lýðskrumið hefur líklega aldrei átt betri aðgang að þjóðinni.

Það eru hinir illa upplýstu sem munu tryggja endurkjör ÓRG. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að hann nýtur yfirgnæfandi meirihluta fylgis þeirra sem hafa aðeins grunnskólapróf meðan Þóra nýtur yfirgnæfandi meirihluta fylgis þeirra sem hafa lokið háskólaprófi.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 16:44

46 Smámynd: Elle_

´Ásmundur´, hvaða lögmenn hafa sagt að ísl. dómstólar verði að taka mið af EFTA-dóminum?  Held það sé rangt því við lútum ekki EFTA-dómstólnum. 

Ólafur er öruggastur og ég skal rökstyðja það og svara öðru sem þú vilt vita þegar þú svarar endurtekinni spurningu minni: Hví hafa endurskoðendur neitað í um 17 ár að skrifa undir reikninga EU?

Elle_, 29.6.2012 kl. 22:27

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

einmitt Elli það væri gott að fá svar við þeirri spurningu, áður en öðru er svarað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2012 kl. 22:43

48 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elle sorrý mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2012 kl. 22:43

49 identicon

Elle, auðvitað lútum við EFTA-dómstólnum sem EES þjóð. Hvers vegna heldurðu eiginlega að sé verið að höfða mál gegn okkur ef dómstóllinn hefur ekki lögsögu hér?

Ragnar Hall lýsti þessu ágætlega fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. En menn kusu að trúa lögfræðingaskussum, sem tengdust svokallaðri náhirð Davíðs Oddssonar, frekar en Ragnari og fleirum úr hópi færustu lögfræðinga landsins.

EFTA- dómstóllin hefur lögsögu hér. En hann dæmir aðeins sekt eða sakleysi. Bretar og Hollendingar verða því að höfða mál hér ef ekki semst við ríkið um málalok á grundvelli dóms EFTA-dómstólsins.

Íslenskir dómstólar munu að sjálfsögðu ekki komast upp með að hunsa niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Sem EES-þjóð erum við skuldbindin til að hlíta henni.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 23:06

50 Smámynd: Elle_

Kæra Ásthildur, ekkert vandamál meðan þú kallar mig ekki Jóhönnu -_-  Gæti ekki staðið undir því nafni núna.  Get ég samt glatt hana með að Ólafur forseti er með yfirburði og verður að öllum líkindum siguvegari innan skamms.  Voða skamms og þá verður kátt í koti. 

Elle_, 29.6.2012 kl. 23:09

51 Smámynd: Elle_

Hvaða lögmaður sagði það, Ási minn? 

Og svo hlustaði þjóðin sannarlega á hæfa lögmenn, marga hæfa lögmenn eins og Björgvin Þorsteinsson, Brynjar Níelsson, Hauk Örn Birgisson, Jón Jónsson, Magnús Inga Erlingsson, Reimar Pétursson, Sigurð Líndal, Tómas Jónsson, Þorstein Einarsson og nokkra erlenda lögmenn eins og Peter Ørebech etc.

Hæstiréttur Íslands hefur lokaorðið í þessu máli ef hótararnir þora.  Þeir hafa ekki þorað, mundu það. 

Elle_, 29.6.2012 kl. 23:33

52 identicon

Ég sagði að það hefði verið Ragnar Hall.

Þetta voru allt lítt þekktir eða óþekktir lögmenn nema Brynjar Níelsson sem er vægast sagt umdeildur.

Peter Örebech eða aðrir erlendir lögmenn hafa aldrei sagt að EFTA-dómstólinn hefði ekki lögsögu á Íslandi. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 23:52

53 Smámynd: Elle_

Nei, ég sagði það ekki.  Heldur að þjóðin hefði hlustað á þá.  Þeir eru næstum allir Hæstaréttarlögmenn og hvort sem þú segir þá lítt þekkta eður ei.

Elle_, 30.6.2012 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband