Upptaka evru voru mestu mistök Íra
27.5.2011 | 23:39
Í krafti þessa telur Coughlan ríki á borð við Írland hafa gert grundvallarmistök þegar ákveðið var að taka upp evruna. Hann gengur svo langt að segja að upptaka evrunnar hafi verið stærstu mistök sem írsk stjórnvöld hafi nokkurn tíma gert og ábyrgðin liggi hjá ráðamönnum sem hafi tekið hagsmuni Evrópu framyfir hagsmuni írska ríkisins."
Í viðtalinu ræðir Coughland ítarlega um keltneska tígurinn" en svo var írska hagvaxtarundrið nefnt á sínum tíma, þ.e. á árunum 1993-1999 en þá var írska pundið látið fljóta. Síðan var gjaldmiðill landsins læstur í aðdragandanum að upptöku evrunnar. Coughland bendir á að á þeim tíma sem peningamálastefna írskra stjórnvalda byggðist á fljótandi gengi hafi það veitt hagkerfinu viðunandi sveigjanleika og tryggt samkeppnisstöðu útflutningsins gagnvart helstu mörkuðum. Hann segir í lok viðtalsins: Veiking (írska) pundsins á tíunda áratugnum kom keltneska tígrinum á legg eins og hagvaxtartölur sýna. Hins vegar olli lágvaxtarstigið á evrusvæðinu sem var meðal annars tilkomið vegna bágborins efnahagsástands í stærstu hagkerfum myntbandalagsins, það er Þýskalandi og Frakklandi, umtalsverðum vandamálum fyrir hið ört vaxandi (írska) hagkerfi eftir að evran var tekin upp."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.