ESB hafnar samvinnu við Íslendinga um makríl

Óvæntur samningur ESB við Norðmenn og Færeyinga um makrílveiðar á fundi, sem fulltrúar Íslendinga voru ekki boðaðir á, sýnir þá áráttu ESB að reyna að deila og drottna yfir fiskveiðum í Norður Atlantshafi. En þeir um það! Við veiðum þá það magn sem við teljum henta við þessar aðstæður.

 

Fréttir af því hvað gerðist á þessum leynifundi ESB með Norðmönnum og Færeyingum eru mjög misvísandi. Norðmenn hafa ekki alltaf hugsað hlýtt til okkar Íslendinga þegar þeir eru að gæta sinna hagsmuna. En það er ekki aðalatriði málsins.

 

Það sem gerðist á fundinum í London í gær er fyrst og fremst endurtekning á því  ofríki sem ESB hefur sýnt okkur Íslendingum í þessu makrílmáli fyrr og síðar. Ár eftir ár reyndi ESB að þvinga Íslendinga til að afsala sér öllum veiðum á makríl í eigin lögsögu, og lengi vel vildu þeir ekki einu sinni ræða við okkur um veiðarnar. Okkar mönnum var beinlínis meinað fyrir nokkrum árum að senda fulltrúa á fundi ESB þar sem fjallað var um makrílveiðar í Norður Atlantshafi.

 

Hafrannsóknir hafa sýnt að langstærstur hluti veiðistofnsins heldur sig á Íslandsmiðum á sumrin. Við höfum því haldið áfram veiðum á makríl í trássi við hótanir og ofríki ESB vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa valdið til að stjórna veiðum hér við land og vegna þess að Íslendingar hafa haft vit á því að afsala sér ekki þeim rétti eins og vera myndi ef Ísland gengi í ESB. Fá mál sýna eins ljóslifandi og makrílmálið, hvílíkt glapræði það væri fyrir Íslendinga að afsala sér samningsréttinum við önnur ríki um fiskveiðar til kommissara ESB. - RA


mbl.is Segir að Noregur hafi aldrei ætlað að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það hefur komið í ljós að sú söguskoðun sem Ragnar Arnalds setur fram hérna er tómt kjaftæði. Staðreyndin er sú að íslendingar voru og eru ósveigjanlegir í þessum samningum og kunna ekkert með skynsemi að fara. Ofríki og frekja íslendinga virðast ekki hafa nein takmörk þegar á reynir.

Það er mjög tímabundið sem makríll heldur sig við stendur Íslands. Mun í mesta lagi vara í nokkur ár í viðbót ef eitthvað er að marka söguna. 

Jón Frímann Jónsson, 13.3.2014 kl. 12:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá búum við af reynslunni um ofríki Esb.og forðumst svo mikið sem vangaveltur um að gangast undir þeirra lög. Líklega er Makrillinn óútreiknanlegur,en Esb verður um alla framtíð SVONA.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2014 kl. 13:05

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Það voru engir leynifundir eða hótanir. 

Það kom fram í hádegisfréttum RÚV að Íslendingar hafi yfirgefið fundinn vegna þess að þeir voru stífir á því að fara ekki fram úr delluráðgjöf ICES, sem var ekki annað en meðaltal uppgefins afla síðustu 3 ára (þegar hin meinta ofveiði var stunduð), í stað þess að taka mið af mikilli stækkun stofnsins að mati ICES sjálfra. Hvers vegna Ísland allt í einu vildi stunda svokallaðar "ábyrgar veiðar" er mörgum hins vegar hulin ráðgáta. Það var ekkert farið á bak við Íslendinga, þeir löbbuðu bara út af fundi - og voru skildir eftir.

Jón Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 13:38

4 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Ljóst er af fréttum að samningur ESB við Færeyinga og Norðmenn kom íslenskum samningamönnum mjög á óvart. Fjármálaráðherra sagði í dag á þingi skv. fréttum mbl.is að Ísland hafi setið við samningaborðið, þar til fyrir nokkrum dögum þegar þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákváðu að funda sameiginlega án aðkomu Íslands.

„Sú ákvörðun þeirra að útiloka menn frá samningaborðinu, hún er forkastanleg,“ sagði Bjarni og bætti við að sama í hvaða flokki menn væru ættu þeir að geta verið sammála um að fordæma þá framkomu vinaþjóða að taka sameiginlega ákvörðun um að hætta að tala við Íslendinga.

„Við eigum að senda skýr skilaboð til Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins, sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur, um að þetta kunnum við ekki að meta,“ sagði Bjarni.

Vinstrivaktin gegn ESB, 13.3.2014 kl. 16:09

5 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Nýjustu upplýsingar:

"Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála flutti munnlega skýrslu á Alþingi nú síðdegis um þá óvæntu stöðu sem komin er upp í makríldeilunni, og varð ljós í gærkvöldi þegar tilkynnt var um samning milli Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um skiptingu veiðiheimilda á makríl.

Samningurinn er til 5 ára og voru Íslendingar ekki upplýstir um að hann væri í burðarliðnum. Sigurður Ingi sagði þessa þróun afar óvænta í ljósi þess að samningaviðræðurnar steyttu á Noregi og var slitið í síðustu viku með þeim orðum aðalsamningamanns ESB að þær væru fullreyndar að sinni.

Það væri alrangt að íslenska sendinefndin hafi slitið viðræðunum."

Vinstrivaktin gegn ESB, 13.3.2014 kl. 16:24

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Kristjánssonm ég hef verið að fylgjast með umræðum um þessi mál frá Alþingi,þar sem sjávarútvegsráðherra hefur skýrt mjög skilmerkilega frá fundinum og aðdraganda þess að Íslengingar yfirgáfu fundinn. Þar sem fleiri en fiskifræðingar hafa áhuga á hagsmunum okkar helstu atvinnugreinar og fleiri menntaðir í þeirri grein heldur en þú,sem eru ekki á sömu skoðun,langar mig að spyrja þig um þessa fullyrðingu í þessari málsgrein.;”Hvers vegna Ísland allt í einu vildi stunda svokallaðar -“ábyrgar veiðar-“ Ertu þar með að halda því fram að það hafi þeir ekki gert.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2014 kl. 16:27

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sammála Jóni Fr.

Að öðru leiti er tal ráðamanna um ,,vísindráðgjöf" o.s.frv. eins ósannfærandi og nokkur hlutur getur verið. Bókstaflega hlægilegt. Þegar það er haft í huga að Ísland/LÍÚ hefur árum saman mokað upp makríl umfram vísindaráðgjöf! Þá var það allt í lagi! Þegar að LÍÚ gerði það. Tvískinnungurinn er himinhrópandi. Jafnframt þegar haft er í huga að LÍÚ/Ísland ætlar núna að fara að moka upp makríl í grænlenskum sjó! Langt umfram ráðgjöf.

Ennfremur er ljóst að krafa LÍÚ var líka um heimildir til veiða í Norskri eða ESB lögsögu.

Frekjan, þjóðrembingurinn og yfirgangurinn varð bara forseta, LÍÚ, framsjöllum og öðrum þjóðrembingum að falli.

Ef þessi meðvirkni með ofantöldu fer ekki að réna eitthvað á Íslandi - þá er sjálfstæði þessa lands að verða búið spil. Þá verður þetta bara almennt álítið barbara-ríki þar sem Pútín og Kína afa sína hentisemi og lúberja almenning í samstafi og samvinnu við framsjallaelítuna og þjóðrembinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 17:19

8 Smámynd: Jón Kristjánsson

Helga. Undanfarin 3-4 ár hafa íslendingar sett sinn eigin kvóta, ofan á ráðgjöf ICES. Íslendingar og Færeyingar bættu u.þ.b. við ráðgjöfina og þá talaði enginn um ábyrgar sjálfbærar fiskveiðar, þvert á móti, við ættum rétt á því að taka beitartoll af makrílnum hvað sem aðrir segðu. Það verður spennandi að sjá hvað stjórnvöld gera nú; ætla þau að setja sinn eigin kvóta ofan á veiðar hinna þjóðanna umfram ráðgjöf ICES? Sjáum til. 

Jón Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 17:52

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég mæli með öllu sem Jón Kristjánsson segir um fiskveiðiráðgjafa-ruglið. Ég hef fylgst með í nokkur ár, og Jón Kristjánsson er að mínu mati rödd sannleikans, sem RÚV hefur greinilega ekki áhuga á!

Því miður stangast umræður alþingis/RÚV-frétta á við það sem maður les á erlendum vefmiðlum.

Ríkissjónvarpið er svo bullandi ESB-pólitískt, að það er ábyrgðarlaust að trúa blindandi, öllu sem kemur fram á þeim áróðursfjölmiðli!

Lýðræðis-þjóðarfrelsi fylgir mikil heildarsamfélags-velferðar-ábyrgð!

Þá ábyrgð getur enginn flúið með ódýrum afsökunum eftirá, án samviskubits gagnvart heildarvelferðar samfélagsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 18:47

10 Smámynd: Jón Kristjánsson

Það féll niður hjá mér prósentin í síðustu athugasemd og á að vera: "Íslendingar og Færeyingar bættu u.þ.b. 50% við ráðgjöfina".

Nú má það ekki, því Íslendingar eru að vinna sér álit sem "ábyrg fiskveiðiþjóð".

Jón Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 19:40

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ha,ha,ha, Jón minn! Ábyrg íslensk fiskveiðiþjóð! Ja, það er ekki öll óskhyggju-vitleysan eins, á Íslandinu stjórnsýsluspillta!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 21:07

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kæru (Islandsvinir, )það er dapurlegt að heyra í ykkur!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.3.2014 kl. 22:14

13 identicon

Klassískt. Nú á að kenna ESB um þótt sambandið hafi verið tilbúið að semja við Íslendinga en Noregur ekki. Hvers vegna ekki klína sökinni á þann sem hana ber: Noregur hafnar samvinnu við Ísland um makríl. Reyndar held ég að við ættum að horfa í eigin barm, því að þegar Færeyingar gefast upp á Íslendingum er kannski eitthvað að í íslenskum ranni ...

Gunnar Halldórsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 10:36

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar Halldórsson. Enginn efast um að það er mikið að í íslenskum ranni. En það er útilokað að kenna Noregi um það íslenska innanríkis-stjórnsýslu-vandamál.

ESB er hins vegar í lykilstöðu sem valdamikill kúgari, gagnvart Noregi, Færeyjum og Íslandi. Þá valdbeitingar-lykilstöðu hafa valdamikil yfirvöld ESB notað út í ystu æsar.

Það segir mér mikið um ESB-valdið, sem sumir vilja kenna við frið!

Rússland er bara lítið vandamál, miðað við ESB/USA-hótanaveldið hernaðarvígareifa og hótandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2014 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband