Í makríldeilunni sést hvað best, hve skaðleg innganga í ESB væri

Sjálfstæður réttur okkar til samninga við aðrar þjóðir um fiskveiði glatast við inngöngu í ESB. Þá stjórnar ESB því hvað kemur í okkar hlut og tekjur landsmanna af makrílveiðum yrðu aðeins brot af því sem nú er.

Mikilvægi fullveldisréttar þjóðarinnar birtist einmitt með hvað skýrustum hætti í rétti landsmanna sem sjálfstæðs ríkis til að gera viðskipta- og fiskveiðisamninga við önnur ríki. Við inngöngu í ESB fellur sá réttur niður og er yfirtekinn af stjórnarstofnunum ESB. Þá þurfa kommissararnir í Brussel ekki að standa í neinum áökum við okkur um þessi mál. ESB myndi skammta Íslendingum það magn af kvóta sem við mættum veiða.

Ian Gatt, framkvæmdastjóri Samtaka skoskra uppsjávarsjómanna, hrópar nú á leiðtoga ESB að hefja refsivöndinn á loft og reyna að hýða Íslendinga. En fram að þessu hefur það þvælst fyrir Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, hvað hún geti gert, úr því að Ísland hefur ekki gengið í ESB.


mbl.is Vilja að Íslandi verði refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvenær ætli JÁ sinnar skilji þetta, sennilega er þetta of flókið fyrir þá eða þeir eru í algerri afneitun.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 11:28

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þessi umræða er á plani við 6 ára börn. Það er vissulega rétt að sameiginleg stefnumótun virðist hafa heilmikið vald yfir mörgum hlutu rétt eins og hvað má veiða.

Þótt ESB væri ekki til staðar að þá væri ekki veiðfrelsi úr flökkustofnum vegna samþykkta m.a. SÞ. Þannig að þessi umræða er ekki alveg rétt.

En stóveldisdraugur ESB er farinn að láta ESB haga sér rétt eins og stórveldi í fjölmörgum málum og breytir þá engu hvort landið sem lendir í andstöðu við sjónarmið ESB fyrir utan ríkjasambandið.

Það sýnir sig mjög vel í þessu makríl-máli . Að nafninu til stendur Ísland fyrir utan ESB en ríkjasmbandið tekur sér vald yfir okkur á ýmsa lund. Gerist það m.a. vegna aðildar að EFTA og EES.

Auk þess sem ESB og Bandaríkin ákveðið að Ísland sé innan áhrifasvæðis ESB á flestum sviðum nema á hernaðarsviðum.

En hver hefur veitt ESB eitthvert vald yfir makrílnum og eða öðrum fiskitegundum?Það hefur enginn gert mér vitanlega

ESB tekur sér slíkt vald greinilega og þá skiptir aðildin engu máli.

Þetta gerir ESB nákvæmlega á sama hátt og stóveldin gera og engin getur gert neitt til að halda uppi kröfum um réttlæti og eftir þeim sé farið ef stórveldi á í hlut.

Kristbjörn Árnason, 8.3.2014 kl. 12:13

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Ragnar. Það er líka fagnaðarefni að þessi skýri málflutningur nái eyrum aðildarsinna, þó þeir nemi hann misjaflega sbr. innlegg Kristbjöns. Þá tekur maður viljann fyrir verkið.

Sigurður Þórðarson, 9.3.2014 kl. 01:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kristbjörn, er það ekki svolítið undarleg rökfærsla að ESB hafi vald yfir akvörðunum okkar hvort sem við erum í bandalaginu eður ei.

Þú segir vald þeirra sjjálftekið og því er það marklaust ef við erum fullvalda þjóð. Við erum einfaldlega ekki undir þeim geðþótta komnir. Viærum við hinsvegar innan bandalagsins, þá bæri okkur að lúta þessu sjálftekna valdi og öllum ákvörðunum þeirra.

Að lokum, þá hef ég ekki séð sex ára börn þrátta um makrílkvótann og finnst þessi athugasemd þín undarleg og yfirlætisleg. Það er hægt að ræða þetta málefnalega án slíkra marklausra hreitinga.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband