Þjóð, þing og stjórn hafna því að framselja völd sín til ESB

Lengi hefur mikill meirihluti landsmanna hafnað því í könnunum að framselja völd sín til ESB. Það er fagnaðarefni að nú ætlar þing og stjórn loks að taka af skarið um að framsal fullveldisréttinda standi ekki til. Vonandi ber VG gæfu til að styðja þá ákvörðun í samræmi við þá margyfirlýstu stefnu sína að Ísland standi utan við ESB.

 

Í nýlegri skoðanakönnun kemur skýrt fram að mikill meirihluti Íslendinga eða rúmlega tveir af hverjum þremur aðspurðra vilja ekki framselja hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana. Mbl.is sagði svo frá s.l. föstudag, 21. febrúar:

 

„Tæp 69% aðspurðra eru frekar eða mjög andvíg því að stjórnarskrá Íslands verði breytt þannig að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana.

 

Þetta er niðurstaða könnunar sem MMR hefur gert fyrir vefsíðuna Andríki. Aðeins rúm 14% eru frekar eða mjög hlynnt slíkri stjórnarskrárbreytingu, samkvæmt könnuninni, en 16,7% eru hvorki hlynnt né andvíg.

 

Meirihluti er gegn slíku valdaframsali, sama hvort litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, starfs eða tekna.“

 

Alþingismenn geta nú með góðri samvisku afturkallað aðildarumsóknina að ESB enda augljóst að nú er meirihluti þjóðar og þings samstiga í því að leiðrétta það villuspor sem stigið var á Alþingi 16. júlí 2009. - RA

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband