Himinn og haf er į milli sjónarmiša Ķslands og ESB og óraunsętt aš undanžįgur fįist

Gunnar Haraldsson, forstöšumašur Hagfręšistofnunar, telur hugmyndir um varanlegar undanžįgur ķ sjįvarśtvegi og landbśnaši ekki raunsęjar. Himinn og haf sé į milli sjónarmiša Ķslands og ESB.

 

Ķ vištali sem birt er ķ Mbl. ķ dag segir Gunnar Haraldsson ķ framhaldi af skżrslu sem Hagfręšistofnun Hįskóla Ķslands sendi frį sér ķ vikunni um stöšu ašildarvišręšna Ķslands og ESB aš óraunsętt sé aš Ķsland geti fengiš varanlegar undanžįgur frį reglum ESB į sviši sjįvarśtvegs og landbśnašar ķ ašildarvišręšum viš sambandiš. Ķ frétt blašsins segir oršrétt:

 

„Gunnar var spuršur aš žvķ hvort raunsętt vęri aš hans mati aš Ķsland gęti fengiš varanlegar undanžįgur eša einhvers konar varanlegar sérlausnir frį reglum ESB į sviši sjįvarśtvegs og landbśnašar.

 

»Nei. Žrįtt fyrir aš tęknilega sé hęgt aš fį varanlegar sérlausnir ķ ašildarsamningi veršur žaš aš teljast mjög ólķklegt aš slķkar undanžįgur fįist, sérstaklega hvaš varšar landbśnaš og sjįvarśtvegsmįl. Ķ žvķ ašildarferli sem Ķsland gengur ķ gegnum er įhersla lögš į ašlögun aš reglum sambandsins en ekki į aš veita undanžįgur,« segir Gunnar.

 

Ašrar ašstęšur

 

Spuršur um umręšuna um mögulegar undanžįgur og sérlausnir segir hann aš žęr undanžįgur sem stundum sé vķsaš til ķ umręšu um žessi mįl séu annaš hvort ekki varanlegar, eša til komnar viš allt ašrar ašstęšur en nś rķki.

 

»Eins og fram kemur ķ skżrslunni hafa engar undanžįgur fengist ķ landbśnaši og sjįvarśtvegi ķ fortķšinni og meš breyttum įherslum hjį Evrópusambandinu sjįlfu veršur žaš aš teljast enn ólķklegra en įšur aš undanžįgur fengjust į žeim svišum. Ef litiš er į žęr įherslur sem birtast ķ meirihlutaįliti utanrķkismįlanefndar sem vegvķsi um žęr sérlausnir sem Ķsland hefši fariš fram į ķ sjįvarśtvegsmįlum, ef sį kafli hefši veriš opnašur, og žęr bornar saman viš įherslur Evrópusambandsins ętti aš vera ljóst aš himin og haf ber į milli,« segir Gunnar Haraldsson.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Įsthildur Cesil Žóršardóttir

Fólki gengur afskaplega illa aš skilja žetta žvķ mišur.

Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 21.2.2014 kl. 14:08

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband