Hörmulegar afleiðingar af fiskveiðistefnu ESB

Afleiðingar niðurgreiðslna til sjávarútvegs innan ESB eru ofveiði, offjárfesting í fiskiskipum og óhagkvæmni. Mögulegum efnahagslegum ávinningi auðlindarinnar verður því ekki náð. Þetta er meðal margs annars sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu ESB-umsóknar.

 

Það er lærdómsríkt fyrir Íslendinga að átta sig á því hvaða afleiðingar það gæti haft ef kommissarar ESB tækju við stjórn sjávarútvegsmála hér við land. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins beri mark sitt af þeim vandamálum sem sjávarútvegur í aðildarlöndunum hafi átt við að glíma. Þau vandamál séu nokkuð annars eðlis en þau sem við þekkjum hér á landi.

 

„Helstu viðfangsefnin í sjávarútvegi Evrópusambandslandanna hafa snúist um ofveiði, offjárfestingar í skipum og slæma afkomu í greininni,“ segir jafnframt í skýrslunni.

 

Sjávarverndunarsamtökin Oceana hafa metið að niðurgreiðslur í sjávarútvegi innan ESB hafi numið að minnsta kosti 3,3 milljörðum evra árið 2009. Meira en tveir þriðju af upphæðinni hafa þau áhrif að auka veiðigetu fiskveiðiflotans og stuðla þannig að ofveiði.

 

Að mati Oceana kemur um 1 milljarðs evra niðurgreiðsla beint úr Evrópska fiskveiðisjóðnum og 886 milljónir evra í formi annars stuðnings. Niðurgreiðslur vegna eldsneytiskaupa eru metnar um 1,4 milljarðar evra. Niðurgreiðslurnar jafngilda því sem næst 50% af verðmæti landaðs afla, að því er fram kemur í skýrslunni.

 

Þar kemur einnig fram að áætlað hafi verið að um 47% stofna í Atlantshafi séu ofveiddir, en 95% af stofnum í Miðjarðarhafi.

 

Samkvæmt rannsókn World Wildlife Fund frá árinu 2012 höfðu ráðherrar Evrópusambandsins ennfremur lagt til heildarafla sem að meðaltali var 45% hærri en vísindaleg ráðgjöf sagði til um síðustu níu árin áður.

 

„Þar fer því saman líffræðileg og efnahagsleg ofveiði með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ástand lífríkisins og atvinnugreinina,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunarinnar.


mbl.is Ekki samningaviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"EU fisheries reform would 'privatise oceans'"

The European Commission is planning to reform the EU's fishing industry by giving vessels quota shares guaranteed for periods of at least 15 years.

(Á Íslandi er gert ráð fyrir allt að 25 ára nýtingartíma )

" Let me now come to the top down decisions. So what have we done to end these? This regionalization is a key element of the reform.

It means the United Kingdom will devise tailor made management solutions for its fisheries together with its neighbors in the North Sea and the Atlantic, with the input from advisory councils and the stakeholders.

This ladies and gentlemen is so important, because the stakeholders will be part of the decision making. The first of such tailor-made solutions must be regional discard plans to implement the landing obligation for pelagic stocks from January 2015 onwards. The way regionalization works is that the EU will prescribe only the overall standards and principles.

It will be the lighthouse showing the way. Steering the ship will be national governments, regions and operators themselves, who will come up with customized solutions to meet those standards. And when they do, we will spread the good practice to those who are willing to pick it up, whether in the EU or in the rest of the world and this brings me to the international part of our policy."

Maria Damanaki London, 15 January 2014

http://europa.eu/rapid/press-release_SPEECH-14-26_en.htm

L.T.D. (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 23:56

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og vill þá ,,vinstri vakt" meina, að við aðild að Sambandinu - þá kæmi hingað svo mikið að Evrópustyrkjum til sjávarutvegs - að barasta allt færi á hliðina?

Væri ekki bara hægt að skattleggja þessa styrki hérna svo þeir rynnu ekki til LÍÚ - og þá mundi LÍÚ borga sanngjarnan skatt til samfélagsisns? Eitthvað sem þeir hafa NEITAÐ að gera hinga til og þar með sagt sig úr þjóðinni.

Að öðru leiti er þessi ákv. kafli skýrslu nefndarinnar ófullkominn svo ekki sé meira sagt.

Td. sleppa þeir alveg að nefna það, að samkv. mati Oceana samtakanna um styrki til sjávarútvegs í Evrópu - þá vilja þeir hjá Oceana meina að umtalsverður hluti þessara styrkja komi frá aðildalöndunum sjálfum. Þ.e.a.s ekki gegnum ESB.

Fyrir þessu ákv. atriði finnst mér Oceana hafa þurft að færa gleggri rök.

Annars er auðvelt fyrir íslendinga að fá betri skilning á þessu atriði. Gætu keitað til frænda sinna og vina þeirra dana en þeir eru með stærri fiskveiðiþjóðum Evrópu sem kunnugt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 00:58

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Gætu leitað til frænda sinna og vina þeirra dana" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.2.2014 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband