Rothögg á kíkja-í-pakkann-stefnuna

Fyrri ríkisstjórn fékk næstum fjögur ár til að sanna þá fullyrðingu að Íslendingar gætu fengið meiriháttar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB m.a. í sjávarútvegsmálum. Hagfræðistofnun staðfestir nú það, sem allir áttu að vita, að þær eru ekki í boði.

 

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk það hlutverk að meta stöðu umsóknar Íslands um aðild að ESB. Í einni af helstu niðurstöðum stofnunarinnar er gefið svar við því hvers vegna ekkert liggur fyrir um undanþágurnar sem Össur Skarphéðinsson var svo iðinn að reyna að telja þjóðinni trú um að væru rétt handan við næsta horn. Í skýrslunni segir m.a:

 

„Evrópusambandið setur ávallt fram þá meginkröfu í aðildarviðræðum að umsóknarríki gangi að öllu regluverki sambandsins óbreyttu.“

 

Það er því löngu kominn tími til að þessum skollaleik ljúki með því að umsóknin um aðild verði formlega afturkölluð. Það er ekki eftir neinu að bíða.

 

Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins, sem unnin var að ósk utanríkisráðuneytisins og kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gærkvöldi. Í skýrslunni er jafnframt gefin skýring á því af hverju engin boð um meiri háttar undanþágur hafa fengist:

 

„Ástæðan er einfaldlega sú að öll aðildarríkin eiga að mati Evrópusambandsins að sitja við sama borð. Með öðrum orðum eiga leikreglurnar að vera þær sömu fyrir þau öll. Það á auðvitað alveg sérstaklega við um málaflokka þar sem tekin hefur verið upp sameiginleg stefna og sambandið fer að verulegu leyti eitt með vald eins og í landbúnaðar- og fiskveiðimálum. Sameiginleg evrópsk stefna hefur náð sérstaklega langt á þessum sviðum. Frá þessu eru í grundvallaratriðum aðeins veittar tímabundnar undanþágur. Þær eru einkum hugsaðar sem aðlögunartími fyrir aðildarríki til að laga sig að breyttum aðstæðum en tímabundnir erfiðleikar Evrópusambandsins sjálfs geta einnig haft áhrif.“

 

Í skýrslunni kemur einnig fram að skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfesti „að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála.“ - RA


mbl.is Engar varanlegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn slá feilhögg ef menn halda um rothögg sé að ræða.

Áróðurinn um krónuna sem ómögulegan gjaldmiðil stendur eftir.

Við skulum muna að allt er í raun " reddí " fyrir inngöngu, þingmenn hafa nefnilega nýja stjórnaskrá í rassvasanum til 2017.

Hverjir ætli hafi verið flutningsmenn þeirrar tillögu???

L.T.D. (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 11:33

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.jonas.is/med-allt-a-hreinu/

Tek undir með Jónasi

Fyrstur kemur – fyrstur ræður

18/02/2014 — Punktar

Klukkan fimm þrjátíu í morgun spann Mogginn sögu um engar undanþágur hjá Evrópusambandinu. Klukkan sex í morgun spann Pressan sömu sögu. Málgögnin nýttu tímann, sem ríkisstjórnin smíðaði. Til að vera hálfum sólarhring á undan já-sinnum að túlka skýrsluna um Evrópuviðræður Íslands. Þetta er gömul tækni almannatengla. Vera heilli nótt á undan hinum við að búa til spuna. Þá rennur sú útgáfa viðstöðulaust inn í kvarnir pupulsins. Upp úr hádegi taka já-sinnar við að reyna að hrekja spunann. Þá er það orðið of seint. Fyrsta regla almannatengsla um fréttaspuna hljóðar: Fyrstur kemur, fyrstur ræður."

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2014 kl. 14:29

3 identicon

Þeir eru fáir sem komast upp með samsæriskenningar.

Tveir þeirra eru Jónas og Egill Helga, þeir eru einnig duglegir við að stimpla skoðanir annara sem " samsæriskenning "

" Mér kom á óvart, að Þór Saari skyldi kenna frjálshyggjupésum um andstöðuna við risavaxið sjúkrahús við Hringbraut. Hef fylgst með breiðri umræðu um málið og sé ekkert pólitískt eða hugmyndafræðilegt samsæri í henni. Kannski er Þór bara svona miklu lyktnæmari á samsæri en ég. ... "

Jónas

" Furðuleg samsæriskenning

Evrópuvaktin setur fram furðulega samsæriskenningu um að Ríkisútvarpið hafi sagt upp fréttaritara á Suðurlandi til að spara peninga til að eiga fyrir fréttaritara í Brussel."

Egill Helga.

Nei, þeir kumpánar eru ekki beinlínis samkvæmir sjálfum sér, þótt í sjálfu sér gætu þeir haft heilmikið fyrir sér.

Jú, það dylst engum hvoru megin skotgrafarinnar þessir kumpánar halda sig, en koma þó upp annað slagið og segja brandara um kröfu málefnalegrar umræðu.

L.T.D. (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 15:19

4 Smámynd: Elle_

Algert rothögg.  En það þýðir ekki að Brusselfarar þagni eins og sjá má 14:29 að ofanverðu.  Nei, nei, þeir skríða undan steinunum einu sinni enn og heimta að lesa samning um óumsemjanleg Brussellög. 

Elle_, 19.2.2014 kl. 00:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Langt er síðan að höfundur lygaþvælu Samfó um ,,pakkann, Össur Skarpéðinsson hefur sést á mynd,en birtist nú í morgun í Fréttablaðinu. Auðvitað til að gera lítið úr skýrslu Hagfræðistofnunar,enda alvanur að segja hvítt-svart. Hann bindur vonir enn sem fyrr að sannleikanum verði snúið og rangan birt í skýrslu frá aðilum vinnumarkaðarins, og muni geyma dýpri umfjöllun um ,mögulega, ávinninga aðildar fyrir efnahagslífið.-- Margt býr í djúpinu. -- Það tók tímana tvo að grafa upp úr því,gögn sem voru falin í tíð Jóhönnustjórnar. Eitt af þeim var skýrsla lögfræðistofu í U.K.( Mission de Raya,stafsetning eftir minni) um Icesave þar sem álit þeirra var það sama sem seinna var dæmt í Efta nákvæmlega svo. Getur þetta kallast heiðarlegt,?

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2014 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband