Viljum við framselja fullveldisréttinn og fá örlítinn meðráðarétt í staðinn?

Megineinkenni aðildar að ESB er framsal valds til miðstýrðra stofnana í Brussel. Við ráðum í dag 100% yfir auðlindum okkar en myndum fá 0,06-0,8% meðráðarétt við inngöngu í ESB.

 

Tómas Ingi Olrich, fyrrum menntamálaráðherra, ræddi í grein í Mbl. í gær, 5. mars um hrossakaupin og baktjaldamakkið og valdatogstreitunni sem fylgir úthlutun kvóta til sjómanna og útgerða í  valdastofnunum ESB í Brussel. Páll Vilhjálmsson lagði út af pistli Tómasar og skrifaði á bloggi sínu í gær:

 

„Sérhver Íslendingur er með tilkall til fiskveiðiauðlindarinnar. Átján ára og eldri Íslendingar ákveða í félagi við samlanda sína hvernig veiðum skuli háttað á þessari meginauðlind þjóðarinnar. Við sem þjóð förum með öll völd fullvalda þjóðar yfir náttúruauðlindum okkar.

 

„Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu myndu íslenskir ráðmenn ekki ákveða hvernig fiskimiðin væru nýtt. Valdhafarnir væru embættismenn og stjórnmálamenn frá Spáni, Portúgal, Frakklandi, Póllandi, Þýskalandi, Skotlandi, Írlandi og annarra þjóða sem eru í sambandinu.“

 

„Vægi Íslands í valdatafli Evrópusambandsins er þegar ákveðið. Við fáum sex þingmenn af 750 þingmönnum, það gera 0,8 prósent áhrif. Í leiðtogaráðinu fáum við atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda; Íslendingar eru 300 þúsund á móti 500 milljónum íbúa ESB - áhrif okkar verða 0,06 - segi og skrifa núll komma núll sex prósent.

 

Samfylkingin og ESB-sinnar vilja að við færum Brussel ákvörðunarréttinn yfir fiskveiðilandhelginni og fáum í staðinn áhrif sem mælast á bilinu 0,06 til 0,8 prósent.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil ekki fórna frelsi okkar fyrir neitt.  Og baráttumenn fyrir frelsinu er ómetanleg.  Vonandi tekst okkur að kveða þennan draug niður í eitt skipti fyrir öll. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 12:25

2 identicon

Allt þetta hjá Tómasi Inga er hárrétt. 0,06% - 0,8% áhrif er það sem tuskudúkkan Ásmundur kallar í fyrri athugasemdum að taka þátt í ákvarðanatökunum á jafnréttisgrundvelli:

27. feb.: "Með ESB-aðild tökum við ekki lengur við tilskipunum annarra heldur tökum fullan þátt í öllum ákvörðunum á jafnréttisgrundvelli við aðrar þjóðir ESB."

3. marz: "... þá verðum við ein af þeim þjóðum sem fara með þetta vald."

3. marz: "... skv lögum og reglum ESB höldum við öllum okkar náttúruauðlindum. Einnig tryggir reglan um hlutfallslegan stöðugleika okkur einokun á aflaheimildum í íslenskri landhelgi."

Pétur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 13:05

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

JÁ - Betri er einn fugl í­ hendi en tveir í­ skógi

Rafn Guðmundsson, 6.3.2013 kl. 14:46

4 identicon

Það er lagst lágt til að blekkja almenning.

Við höldum okkar náttúruauðlindum skv lögum ESB.  Einnig tryggir reglan um hlutfallslegan stöðugleika okkur allar aflaheimildir í 200 mílna landhelgi eins og margoft hefur verið sýnt fram á  með hlekkjum á traustar heimildir.

Ef það hefur farið framhjá einhverjum get ég gert það einu sinni enn.

Með öðrum orðum er það rangt að við fáum fáum aðeins 0.06%-0.08% meðráðarétt yfir auðlindum okkar. Það sem er hins vegar rétt er að þetta er okkar atkvæðamagn við lagasetningar á því sviði sem ESB nær yfir. Það segir þó afar litið.

Allar þjóðir ESB eru mjög langt frá því að hafa meirihluta atkvæða. Allar verða þær því að stóla á stuðning annarra ríkja. Á Evrópuþinginu mun Ísland fá 6 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna einnar þjóðar.

Þetta er um 12.5 sinnum meira en ef atkvæðin skiptust eftir íbúafjölda. Þetta kemur þannig út að Danir fá 13 þingmenn sem er aðeins rúmlega tvöfalt fleiri en við þó að þeir séu 17-18 sinnum fjölmennari.

Engin lög ná fram að ganga nema þau öðlist einnig samþykki í ráðherraráðinu. Þar skiptast atkvæði eftir íbúafjölda.

Hagur smáríkja er þó tryggður þar með skilyrði um aukinn meirihluta atkvæða, ýmist 65%, 72% eða 100% og með ákvæði um að minnst 55% ríkjanna samþykki málið.

Þannig er komið í veg fyrir að stærstu ríkin geti sammælst um að fá mál samþykkt. Einnig eru líkur á að mál sem Ísland styður þurfi aðeins stuðning lágmarksfjölda ríkja rétt eins og mál sem stærsta ríkið Þýskaland styður.

Það er athyglisvert að bera saman Ísland og það land sem er í miðju ESB landa að því er fólksfjölda varðar. Ísland fær 0.1% atkvæða í ráðherraráðinu, Svíar fá 1.9%.

Þrátt fyrir að atkvæðamagnið skiptist eftir íbúafjölda kemur þetta þannig út þegar um er að ræða mál sem krefst 65% aukins meirihluta til samþykktar að Svíþjóð þarf 63.1% stuðning frá öðrum þjóðum en Ísland 64.9%.

Þetta er litill munur sem myndi í fæstum tilvikum skipta neinu máli sérstaklega þegar tekið er tillit til kröfunnar um samþykki 55% ríkja.

Þannig er hagur smáríkja vel tryggður í ESB. Þeim vegnar flestum mjög vel þar. Helsta undantekningin er Kýpur sem líður fyrir efnahagsleg tengsl við Grikkland.

Stærstu ríkin eiga erfiðara uppdráttar. Þýskaland er í góðum málum. Allir vita um slæma stöðu Ítala og Spánverja. Frakkar og Bretar eiga einnig i vissum erfiðleikum.

Maður spyr sig hvort fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra sé svona grunnhygginn eða hvort hann sé einfaldlega að reyna að blekkja almenning.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 15:32

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er alveg útilokað að ræða aðildarmálið af skynsemi við ESB sinna.  Þeir minna helst á fyrirbærið "Flat-earth-society" frá fyrri öldum - sem sagt er að sitji ENN við sinn keip.

Kolbrún Hilmars, 6.3.2013 kl. 17:02

6 identicon

Fyndið að heyra ESB-andstæðinga nefna að tala af skynsemi. Ef einhver gæti bent mér á slík skrif af þeirra hálfu væri ég þakklátur.

Flestir þeirra forðast alla málefnalega umræðu og ljúga auk þess vilt og galið. Þegar aðildarsinnar koma með rök fyrir aðild eða ljóstra upp um blekkingar ESB-andstæðinga eiga andstæðingarnir engin svör.

Í staðinn grípa þeir til óyndisúrræða eins og skítkasts og persónuníðs og ásaka aðildarsinna um að ljúga því sem þeir þó sanna með hlekkjum á öruggar heimildir.

Ég held að ég hafi aldrei orðið vitni að jafnlágkúrulegum málflutningi fyrir neinum málstað eins og gegn ESB-aðild, ekki síst hér á Vinstrivaktinni.

Það er sterk vísbending um að málstaður þeirra sé afar veikur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 17:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er sterk vísbending um að málflutningur þinn er þannig að það er ekki hægt að svara honum öðru vísi en með skætingi.  Því þú tekur engum rökum, né kemur fram með neitt af viti sjálfur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 18:28

8 identicon

"Með öðrum orðum er það rangt að við fáum fáum aðeins 0.06%-0.08% meðráðarétt yfir auðlindum okkar. Það sem er hins vegar rétt er að þetta er okkar atkvæðamagn við lagasetningar á því sviði sem ESB nær yfir. Það segir þó afar litið."

Jú, það segir anzi mikið.

"Þetta er um 12.5 sinnum meira en ef atkvæðin skiptust eftir íbúafjölda. Þetta kemur þannig út að Danir fá 13 þingmenn sem er aðeins rúmlega tvöfalt fleiri en við þó að þeir séu 17-18 sinnum fjölmennari."

Það skiptir engu andskotans máli miðað við heildina.

"Það er athyglisvert að bera saman Ísland og það land sem er í miðju ESB landa að því er fólksfjölda varðar. Ísland fær 0.1% atkvæða í ráðherraráðinu, Svíar fá 1.9%."

Skiptir engu máli miðað við heildina.

"Þannig er komið í veg fyrir að stærstu ríkin geti sammælst um að fá mál samþykkt. Einnig eru líkur á að mál sem Ísland styður þurfi aðeins stuðning lágmarksfjölda ríkja rétt eins og mál sem stærsta ríkið Þýskaland styður."

Þrjú stærstu ríkin í ESB + eitt annað getur myndað stöðvandi minnihluta (blocking minority) skv. reiknilíkaninu, sem ég hef bent á.  Setjum svo að íslenzkur sjávarútvegsráðherra fari fram á auknar veiðiheimildir til handa íslenzkum veiðiskipum á Íslandsmiðum (þ.e. undanþágu frá CFP), þá þurfa bara eftirtalin ríki að greiða atkvæði gegn til að tillagan kolfellur: Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Írland, þótt öll önnur ríki innan ESB styddu Íslendinga sem væri afar ólíklegt. Það uppnæðist aðeins aukinn meirihluti (qualified majority) sem styddi þannig tillögu, ef Frakkar styddu hana líka auk 24 annarra ríkja, ef Þjóðverjar, Breta og Írar greiddu atkvæði gegn.

Íslendingar eiga ekki séns innan ESB nema þegar þeir eru sammála Frökkum og Þjóðverjum.

Pétur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 18:33

9 identicon

Ásthildur er ekkert að fela það svo að maður veltir fyrir sér hvað fyrir henni vaki. Ekki trúi ég því að hún viti ekki hvað rök eru. Líklega er hún að reyna að höfða til hálfvita sem hafa sama atkvæðarétt og aðrir.

Pétur reynir meira að sýnast. Hann vitnar í texta, setur hann innan gæsalappa eins og hann ætli að koma með mótrök. Það bregst hins vegar algjörlega. "Það skiptir ekki máli" er það eina sem Pétur hefur að segja.

Það skiptir sem sagt engu máli að mati Péturs að á bak við hvern þingmann Íslendinga verða um 53.000 Íslendingar en á bak við hvern þingmann Þjóðverja verða um 820 þúsund Þjóðverjar. Þannig er áhrifamáttur hvers Íslendings 16 sinnum meiri en hvers þjóðverja.

Það skiptir heldur ekki máli að mati Péturs að aðstöðumunur Svía, sem eru um 30 sinnum fjölmennari en við, og Íslendinga er sáralítill í ráðherraráðinu.

Pétur stillir málum þannig upp að Ísland verði eitt á báti í ESB í stríði við allar hinar þjóðirnar. Þar eru á ferðinni enn og aftur systurnar vanmáttarkennd og vænisýki.

Í raun reynir litið á þennan þó litla aðstöðumun á milli þjóða í ráherraráðinu sem ég sýndi fram á í fyrra innleggi vegna þess að samstaðan er þar svo mikil að langflest mál eru afgreidd samhljóða.

Þetta undirstrikar enn frekar hvers vegna lítið atkvæðamagn skiptir sáralitlu mál í ráðherraráðinu.

Áhrif þjóða fer því að mestu eftir áhrifamætti fulltrúa þeirra. Í leiðtogaráðinu þar sem stefnan er mörkuð og framkvæmdastjórn þar sem lagafrumvörp verða til er einn fulltrúi fyrir hverja þjóð.

Hver fulltrúi í framkvæmdastjórn fer fyrir ákveðnum málaflokki og er því í aðstöðu til að hafa mikil áhrif. Þannig geta áhrif Íslands orðið mikil ef hæft fólk velst til starfa.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 23:23

10 identicon

Þó að Ísland fái allar aflaheimildir við Ísland í samræmi við regluna um hlutfallslegan stöðugleika er það ESB sem formlega ákveður heildaraflann.

Hins vegar er það ekki gert fyrr en Íslendingar hafa gefið upp sínar óskir með rökstuðningi á grundvelli rannsókna.

Þar sem yfir 70% aflaverðmætisins er í staðbundnum stofnum er hér eingöngu um að ræða hagsmunamál Íslendinga auk þess sem rökin eru byggð á rannsóknum Íslendinga.

Það eru því allar líkur á að það verði hlustað á ráðgjöf okkar manna nema ef þeir leggja eitthvað til sem telja verður ofveiði miðað við þau gögn sem liggja fyrir.

Í reynd verður þetta þá ákvörðun Íslendinga með neitunarvald hjá ESB sem verður ekki beitt nema sérstök ástæða sé til. Það er öryggisatriði fyrir okkur að þannig sé hægt að skerast í leikinn.

Svo er einnig hugsanlegt að við getum samið um að fara alfarið með þessi mál. Mér hugnast hins vegar ágætlega að misvitrir íslenskir stjórnmálamenn séu undir eftirliti ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 23:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásmundur sem ert ekki Ásmundur þú talar mikið, en segir ekkert af viti að mínu mati.  Þú ert einn af þessum ESB dýrkendum sem hafa engin... nákvæmlega engin rök fyrir því af hverju þið viljið fara þarna inn, og því læðis að manni sá grunur að þið hafið einhverra persónulegra hagsmuna að gæta með því að  þið getið platað íslenska þjóð þar inn.  Því allt bendir til þess að með innlimun munum við missa allt forræði yfir okkar auðlindum og tækifærum til að semja við erlend ríki um allskona samninga.  Því mun ég óska eftir því að þú og þínir líkar muni koma fyrir dóm sem landssvikarar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 01:26

12 Smámynd: Atli Hermannsson.

ég renndi yfir grein Tómasar sem sagði mér nákvæmlega ekkert. Þó lýsti hann vel því starfsumhverfi sem hann hefur alla tíð sótt í sjálfur og liðið vel. ´

Bara eitt varðandi fiskveiðiráðgjöfina og sóknarnýtinguna, annars vegar hjá okkur og hins vegar innan ESB - sem menn óttast alveg ógurlega. Þá erum við í raun og veru að tala um sama hlutinn, sömu nýtingarstefnuna, enda um sömu vísindamennina og vísindaráðið að ræða sem ráða för.

Það heitir Alþjóðahafrannsóknarráðið,sem er samstarfsvettvangur 22 vísindastofnanna og hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hafró er okkar tengiliður og meira að segja Jakob Jakobson fyrrverandi forstjóri Hafró var um tíma forseti ICES. ICES ráðleggur The Common Fisheries Policy í Brussel varðandi nýtingu allra fiskstofna í Norður Atlantshafi. Í ráðgjafaráði ICES eru tveir frá Hafró, þeir Jóhann Sigurjónsson og Einar Hjörleifsson Guttormssonar. Hafró kemur því beint að ráðgjöf ESB um það hversu mikið skuli veitt úr hinum ýmsu fiskstofnum innan ESB.

Þegar togararallinu sem nú er nýhafið lýkur fara þeir félagar, líkt og öll hin árin, til ICES í Köben með öll gögn úr rallinu. Þar funda þeir með félögum sínum og trúarbræðrum og bræða saman ráðgjöf fyrir næsta ár. Það er ekki fyrr en að þeim samráðsfundi loknum sem okkar sjávarútvegsráðherra er upplýstur. Því er það spurningin hversu sjálfstæð við erum í þessum málum nú þegar? Svo einnig, þegar verið er að nýða ESB í sjávarútvegsmálum; finnst mér að við ættum að líta okkur nær, hver er hlutur Hafró og vísindaklíkunnar sem þeir eru virkir aðilar að or ræður öllu í þessum efnum hér heima?

Í þessu sambandi getum við einnig borið saman heildar samdrátt allra fisktegunda í tonnum milli áranna 2001-2010, annars vegar hjá okkur og hins vegar hjá ríkjum innan ESB. Þá kemur í ljós að heildarafli hjá ESB hefur dregist saman að meðaltali um 28,8% á þessu 10 ára tímabili. Hjá okkur hefur samdrátturinn hins vegar orðið 46,9%. Til samanburðar minnkaði heildarafli Norðmanna aðeins um 4,6%.

Opnið augun... Samninginn á borðið.

Atli Hermannsson., 7.3.2013 kl. 09:21

13 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Tómas Ingi Olrich, fyrrum menntamálaráðherra, ræddi í grein í Mbl. í gær, 5. mars um hrossakaupin og baktjaldamakkið og valdatogstreitunni sem fylgir úthlutun kvóta til sjómanna og útgerða í valdastofnunum ESB í Brussel. Páll Vilhjálmsson lagði út af pistli Tómasar og skrifaði á bloggi sínu í gær:"

Það er ekki einu sinni gerð tilraun til að hafa fyrstu málsgrein rétta - og hvernig á að vera hægt að ræða við slika menn.

Brussel úthlutar ekki fiskveiðiheimildum til neinna útgerða eða sjómanna og hefur aldrei gert. Aðeins ríkjakvótunum er deilt út þar - samkvæmt tillögum frá ICES. Síðan ræður hvert og eitt aðildarríki því hvaða fyrirkomlag það hefur við útdeilingu á sínum ríkjakvótum - til sinna útgerða og sjómanna..... þess vegna eru allar þær þjóðir (7-8) sem einhverra hagsmun i hafa með sinn sjávarútvegsráðherra.

Atli Hermannsson., 7.3.2013 kl. 09:52

14 identicon

Í #9 féll niður fyrsta málsgreinin. Hún fer hér á eftir:

Ásthildur og Pétur geysast fram á ritvölinn til þess eins að staðfesta að gagnrýni mín á þau er rétt.

Ásthildur er ekkert að fela það......................

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 10:31

15 identicon

Ásthildur situr við sinn keip.

Engin rök og reyndar ekkert sem bendir til að hún hafi lesið athugasemdir mínar. Þetta er svona almennur áróður gegn ESB-aðild einhvers sem þekkir ekkert til mála en er gripinn af múgæsingu.

Annars er grátbroslegt hvernig hún gerir fámenna elítu að norminu og allan almenning að sérhagsmunahópi. Það endurspeglar öfga hægrimennsku og algjöra fyrirlitningu á kjörum almennings.

Sægreifar og fleiri auðmenn geta hagnast gífurlega á því að hafa krónu handa almenningi en evru fyrir sig þegar það hentar. Allavega þangað til allt hrynur endanlega vegna ónýtrar krónu.

Almenningur borgar með sífellt versnandi lífskjörum eftir því sem gjaldeyrishöftin herðast og landið einangrast meira og meira.

Hvort sem það er hluti af múgæsingu Ásthildar eða tilraun til hreinna blekkinga þá er það alrangt að Ísland muni missa náttúruauðlindir sinar með inngöngu í ESB. Það er auðvitað útilokað.

Stjórnvöld í Noregi hefðu að sjálfsögðu aldrei lagt til ESB aðild  í tvígang ef aðild hefði kostað þjóðina afsal á olíuauðlindum sínum. Bretar og Danir hafa setið einir að sinni olíu fullvissir um að það myndi ekkert breytast.

Ásthildur, með þessari framgöngu hefurðu engin áhrif nema að verða þér til skammar. Taktu þig nú á og kynntu þér málin hjá réttum aðilum. Þá geturðu myndað þér skoðun á traustum grunni og tekið þátt í uppbyggilegri umræðu. 

Það er kominn tími til að hefja almenna málefnalega umræðu um Ísland og ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 11:21

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei af því að ég hef ekkert að skammast mín fyrir Ásmundur, meira en þú getur sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 11:22

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nú vill "Ásmundur" leigupenni ESB meina að Ásthildur vinkona okkar hafi "eitthvað að fela" eins og hann segir.

En hvað hefur Ásmundur sjálfur að fela ?

Hann alla vegana er ekert að fela það og getur það reyndar ekki, að hann er í fullri ritvinnu alla daga og oft á dag hér á Vinstri vaktinni við að breiða út purrkunarlausan áróður ESB trúboðsins á Íslandi !

Svo hefur reyndar verið mjög lengi, bráðum árum saman.

Hvernig dregur "Ásmundur" þessi fram lífið, hann virðist ekki gera neitt annað ?

Gæti það verið að það gerði hann af styrkum frá Evrópusambandinu ? Beint eða óbeint ? Alla vegana eyðir ESB hundruðum milljóna í áróður hér árlega, hvar er sundurliðun yfir það hvernig þessum fjármunum er ráðstafað ?

Gunnlaugur I., 7.3.2013 kl. 11:44

18 identicon

Allir sem hafa kynnt sér hvernig inngöngu ríka í Evrópusambandið eftir 2004 er háttað vita að það er engin samningur í boði. Eina sem er í boði er aðlögunarferli og viðræður sem snúa að því. Evrópusambandið er ítreka búið að árétta að ferlið sem hófst 17 júní 2010 er aðlögunarferli. Allir draumar um snus og sumarbústaðaundanþágur er liðin tíð og er ekki lengur í boði. Eina sem Evrópusambandi er til í að ræða er verndun sem brýtur ekki jafnræðisregluna. Því verða allar fiskveiðiauðlindir Íslands falar hæstbjóðanda á innrimarkaði Evrópu, þegar rétti tíminn kemur að mati Evrópusambandsins.

Þeir sem hafa kynnt sér Lissabon sáttmálan vita að þá er fiskur í efnahagslögsögu Evrópusambandsríkja sameign sambandsins þ.e. eignarétturinn flyst frá aðildarríkjum til Evrópusambandsins. Hver það er sem veitir veiðiráðgjöf eða úthlutar veiðiheimildum, sem settar eru að hluta eftir ráðgjöf, skiptir bara engu máli þegar eignarhaldið er komið til Brussel. Evrópusambandið hefur aldrei farið alfarið eftir ráðgjöf ICES og munar of miklu. Evrópusambandið hefur þá stefnu að fara eftir ICES þegar því hentar í það og það skiptið.

Evrópusambandið lítur á ríkjakvóta og regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem hindrun fyrir frjálsum viðskiptum með kvóta og mun afnema þetta tvennt við fyrsta hentugleika að sögn þeirra sem móta stefnuna um sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins.

Ási (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 12:35

19 identicon

Nýlega fullyrtu Sigmundur Davíð og Bjarni Ben á fundi Heimssýnar að um ekkert væri að semja við ESB. Sigurlaug Anna framkvæmdastjóri Já Ísland hrakti þessar fullyrðingar rækilega í bloggi með tilvísun í skýrslu sem Davíð Oddson lét gera 2004.

Það er sem sagt búið að sanna á óyggjandi hátt um tilvist undanþága og sérlausna fyrir 2004. Nú skal því reynt að ljúga því að þjóðinni að á árinu 2004 hafi verið gerð sú breyting að engar undanþágur eða sérlausnir hafi verið mögulegar eftir það.

ESB-umræðan er á villigötum. Við inngöngu í ESB munum við fá allar aflaheimildir í íslenskri landhelgi vegna reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Umræðan ætti því að snúast um hvaða undanþágur þurfum við.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 16:07

20 Smámynd: Elle_

Við erum fullvalda ríki og kærum okkur ekki um og þurfum ekki á neinum undanþágum frá gömlum nýlenduveldum í Evrópu að halda.  Ætlarðu aldrei að skilja það?

Við ætlum ekki þangað inn, undir miðstýringu gamalla nýlenduvelda.  Ætlarðu aldrei að skilja það?  Þó þú verðir að sjálfsögðu að vinna fyrir evrópska mútufénu með blekkingum og lygum.  Þú ættir hinsvegar að yfirgefa ísl. ríkisembættið fyrst.

Elle_, 7.3.2013 kl. 17:01

21 identicon

Hér er athugasemd sem ég skrifaði fyrr í dag - hún lenti á röngum stað:

Ásthildur og Gunnlaugur ljúga hér hvort í kapp við annað og virðast ekkert hirða um eigin trúverðugleika.

Þó að hann sé löngu horfinn hvarflar ekki að þeim að það sé hægt að byggja hann upp á nýtt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 17:02

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er einmitt þetta sem er svo gott við athugasemdir Ásmundar.  Þótt þær týnist á einhverjum allt öðrum þráðum daglangt þá missa þær aldrei marks þegar þær að lokum skila sér á ætlaðan vettvang.  Svo hnitmiðaðar, málefnalegar og uppfullar af sönnum og trúverðugum málstað.

Þó er ég viss um að enginn annar en höfundurinn sjálfur orði vegvillurnar á þann hátt að hann "sakni" þeirra.   Eða hvað finnst ykkur hinum?

Kolbrún Hilmars, 7.3.2013 kl. 17:35

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 17:43

24 Smámynd: Elle_

Vegvillur, já, gott orð yfir blekkingar og lygar hans.  Það vantar bara að koma með vegartálma á alla auma vegi hans og fyrir utan Evrópustofu, og ríkisembættið líka.

Elle_, 7.3.2013 kl. 17:57

25 identicon

Elle  hvaða "lygar" ertu að tala um?

Ertu að tala um "lygar" Evrópuvefs Alþingis, aðalsamningamanns Íslands við ESB, framkvæmdastjóra ESB, fyrrum sjavarútvegsstjóra ESB, þingmanna á Evrópuþinginu ofl. Ertu að tala um eitthvert "allsherjarsamsæri" þessara aðila?

Eða ertu bara að reyna að draga athyglina frá öllum lygum ykkar Ásthildar og Péturs?

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:20

26 Smámynd: Atli Hermannsson.

" Hver það er sem veitir veiðiráðgjöf eða úthlutar veiðiheimildum, sem settar eru að hluta eftir ráðgjöf, skiptir bara engu máli þegar eignarhaldið er komið til Brussel. Evrópusambandið hefur aldrei farið alfarið eftir ráðgjöf ICES og munar of miklu. Evrópusambandið hefur þá stefnu að fara eftir ICES þegar því hentar í það og það skiptið"

Maður verður nú að svara þessum fabúleringum hans Ása, þó það hafi örugglega ekkert upp á sig. Í fyrsta lagi fer eignarhald á fiskveiðiauðlindinni ekki til Brussel og það veit hvert mannsbarn. En það er oftar en ekki ágreiningur og gengur mikið á hjá CFP þegar landskvótum er úthlutað. En hvernig skildi standa á því. Jú, þeir sem beina hagsmuni hafa að gæta eru þar saman komnir, sem eru þjóðir sem eiga sameiginlega veiðireynslu í sameiginlega fiskstofna. Þeir meta t.d. ástand einhvers fiskstofns með ólíkum hætti. Menn eru með öðrum orðum kannski hvorki sammála ICES ráðgjöfunum né ráðherra annars lands sem vill kannski annað hvort að veitt verði minna eða meira úr ákveðnum stofni. Þá takast menn eðlilega á um það. Þetta er sem sagt af þessum rótum sprottið. Eða að einhver sjávarútvegsráðherra er ekki sammála ráðgjöfinni og byggir það á þrýstingi útgerðarmanna heima fyrir. Þessi ágreiningur verður alltaf til staðar á svæðinu og hverfur ekki þó ESB verði lagt niður - vegna þess að þetta eru líf- og vistfræðileg vandamál sem skapast af landfræðilegum aðstæðum.

Þetta mun samt aldrei snerta okkur á nokkurn hátt, vegan þess að við deilum engum botn- og bolfiskum með neinni annarri þjóð. Því er afskaplega langsótt að eitthvað í þessum dúr geti gerst þegar ráðherraráðið (9-8 sjávarútvegsráðherrar) blessar tillögur Hafró-ICES um heildarafla hér við land. Einfaldlega vegan þess að ráðgjöfin mun eftir sem áður koma frá Hafró sem enn vísindastofa rannsakar íslandsmið og gefur út ráðgjöf sem byggist á sama nýtingarkerfi og notað er á öllu svæðinu. Að einhver ráðherra annars lands fari að gera athugasemdir við ráðleggingar ICES hér við land og snertir enga nema okkur er því langsóttara en langamma.

Samninginn á borðið.

Atli Hermannsson., 7.3.2013 kl. 21:23

27 Smámynd: Elle_

Hvaða samning viltu?  Og hví ætli Jóhanna og Össur og allt þeirra Brussellið vilji samning úr því þau vita nákvæmlega og vissu nákvæmlega fyrir langa, langa löngu um hvað málið snýst?  Það skrattans mál sem öllu skyldi fórnað fyrir, öllu.  Viti þau ekki neitt og verði að skoða, hví í veröldinni geta þau verið svona viss.  Þú þarft ekki að svara, það er vegna þess að þetta eru blekkjarar og lygalaupar.

Elle_, 7.3.2013 kl. 22:03

28 Smámynd: Elle_

Þú getur ekki logið þessu að 2ja ára barni og gerir þig í alvöru pínulítinn og rakalausan með að styðja svona rugl, að maður verði að skoða e-n samning (upp á 100 þúsund blaðsíður) þó maður hafi vitað í óratíma að maður ætli að fórna öllu, ætli inn, og hvað sem það kostar og hvað sem þjóðin vill það ekki.

Elle_, 7.3.2013 kl. 22:11

29 Smámynd: Atli Hermannsson.

Elle. Þegar ég sé innleggin þín, sem ég geri ekki oft, og nokkurra annarra eins og Páls Vilhjálms svo dæmi sé tekið, þá verður maður hryggur yfir því hversu mikið hefur verið skorið niður til geðheilbrigðismála.

Atli Hermannsson., 7.3.2013 kl. 22:25

30 Smámynd: Elle_

Hvað var það sem þú skildir ekki?  Þú þaggar ekki niður í fólki með að lýsa það geðveikt og að vísu segir það miklu meira um þann ómerking sem þú ert.  Þú ert ekkert skárri en Jóhanna og Össur, sem blekkja þjóðina um samning, þau sem vissu samt í óratíma að þau vildu inn í þetta veldi.  Þau þurftu ekki samning, en við hin þurfum það víst, að ykkar dómi.  Þetta er foráttuheimska. 

Elle_, 7.3.2013 kl. 22:33

31 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elle,þú rakst hann á gat,þess vegna komu grófar aðdróttanir. En nú förum við að ryðja veginn fyrir nýja alvöru fullveldisstjórn. Veslings fingralangir geta ekki lengur falið góssið í Evrópuminntinni.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2013 kl. 00:58

32 Smámynd: Elle_

Hann getur kallað okkur öllu illu, en hann getur ekki dregið okkur niður í sitt heimskusvað, Helga. 

Hví heldur þetta vegvillta lið að það eigi kröfu á e-u sem það sjálft vill, frá ríkinu, þjóðinni, eins og 'Evrópu'stofu og e-m 'samningi' sem þau heimta og er enginn samningur?  Ekkert nema upptaka laga og fyrirskipana, yfirráð. 

Samt eru þau algerlega sinnulaus um að koma sér á lappir og fara að pakka og koma sér sjálfum þangað. 

Elle_, 8.3.2013 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband