Þöggunin um ESB

Nú eru aðeins rúmar sjö vikur til kosninga og meðan þjóðin spyr hvernig koma eigi til móts við skuldug heimili, sem eru löngum komin að þolmörkum eða handan við þau, tala stjórnmálamenn um stjórnarskrármálið án þess að nokkurt gagn sé í því. Látum vera ef sú umræða leiddi til einhvers, en hún er ekki að gera það. Eftir snarpar deilur um ESB á landsfundum Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna er alger þöggun um ESB, mál sem á vondum degi gæti haft afdrifaríkari áhrif á framtíð Íslands en flest önnur mál.  Helst heyrist í sárum Sjálfstæðismönnum sem vita ekki hvað þeir geta kosið, því Hægri grænir eru jafnvel enn heitari ESB-andstæðingar en Sjálfstæðismenn sjálfir.

Það er nauðsynlegt að leyfa ekki þöggun um ESB í aðdraganda kosninganna, leita þarf skýrra svara, bæði hjá fjórflokknum og stærri sem smærri framboðum, sem gætu lent í lykilstöðu við stjórnarmyndun. Þar sem tveir flokkar eru með ESB-aðild Íslendinga á heilanum þá getur alveg komið upp sú staða að aðrir flokkar, sem í raun eru tvístígandi, þótt þeir þykist tala skýrt gegn ESB, muni gefa sína stefnu eftir í þrá eftir valdastólum. Því er mikilvægt að spyrja réttu spurninganna í aðdragana kosninga: Hvað ef Samfylkingin býður stjórnarsamstarf gegn því að halda viðræðum áfram um óskilgreinda framtíð (les: þar til þjóðin þreytist á málinu og ,,von" er til að hún kjósi ESB-aðild vegna þess að ,,við erum hvort sem er búin að samþykkja allt"). Þetta síðastnefnda er reyndar gamalt trikk, fyrst vorum við dregin inn í EES til að þurfa ekki að ganga í ESB, sem voru röksemdir sumra, og nú eigum við að ganga í ESB ,,af því við erum hvort sem er búin að undirgangast svo mikð af ESB-lögum". Með botnlausri aðlögun verður eflaust reynt að gera þetta seinasta satt.

Ekki er heldur hægt að útiloka að ESB-sinnar í flokkum sem hafa tekið afstöðu gegn ESB-aðild og -viðræðum, kljúfi sig út og gangi til samstarfs við Samfylkingarnar. Þorsteini Pálssyni myndi ekki þykja neitt óskaplega leiðinlegt að hefna þannig fornra harma og leiða slíkt plott, þótt utan þings sé. Og í hverjum flokki leynist lítill Þorsteinn Pálsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásthildur og Gunnlaugur ljúga hér hvort í kapp við annað og virðast ekkert hirða um eigin trúverðugleika.

Þó að hann sé löngu horfinn hvarflar ekki að þeim að það sé hægt að byggja hann upp á nýtt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 15:31

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halló - eitthvað er greinilega "löngu horfið" hérna.  Hvað varð af athugasemdum Ásthildar og Gunnlaugs?  Og öllum lygunum? 

Eða er þetta bara Ásmundur á enn einum villigötunum?

Kolbrún Hilmars, 7.3.2013 kl. 16:52

3 identicon

Svo að hér er athugasemdin sem ég hef saknað. Best að koma henni á sinn stað. Ég ætla seint að læra að sjá við annmörkum Firefox.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 16:56

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur minn, trúverðugleiki þinn minnkar með hverri týndri athugasemd.

Annars ekkert að þakka að hafa fundið þessa fyrir þig - ekki í fyrsta skipti...

Kolbrún Hilmars, 7.3.2013 kl. 17:00

5 identicon

Ásmundur: Það er ekkert að Firefox, það er ágætis stýrikerfi. Vandamálið eru þín eigin mistök.

Af hverju skrifarðu ekki beiðni til "Evrópu"stofu um að styrkja þig til að þú getir sótt námskeið eins og TÖL103. Það ætti að geta gagnast þér. Þú lærir að ýta á rétta takka á lyklaborðinu.

Pétur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 19:44

6 identicon

Pétur, þú ert ekki í lagi.

Ég les athugasemdir mínar yfir þegar ég hef fengið þær í tölvupósti. Ef ég finn villu, fer ég tvisvar tilbaka á vef Vinstrivaktarinnar og fæ þá textann aftur og get leiðrétt hann.

En öfugt við Internet Explorer er "senda" takkinn þá óvirkur. Ég verð því að afrita textann, fara aftur á bak eða áfram og setja textann í glugga með virkum "senda" takka.

Þá hefur það gerst í nokkur skipti að ég hef lent á röngu umræðuefni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:47

7 identicon

Það er þá ekki Firefox að kenna, heldur hvernig kommentakerfið er sett upp í tengslum við netfangið, og þá er um að gera að fara varlega svo maður smelli á réttan hlekk í réttum tölvupósti.

Pétur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 22:53

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að lesa pistil V,vaktarinnar,um leið finnst mér að allt sé normal eins og fyrir tið Kratastjórnarinnar. Það er bara ekki normalt að til sé fólk sem vill bæði eyða stór fé í umsókn að inngöngu í Esb,auk þess að afhenda yfirráð auðlinda okkar. Umræðan snýst um frjálst Ísland,þig og mig. Nefnandi mig.þá finn ég alveg eins pólitískt heima hér og með Jóni Bjarna,Lilju ofl. Ég hef ákveðið að kjósi maður nýja smá flokka,geri það atkvæði ekki gagn. Ég gæti hugsað mér eina 3 af nýjum smá flokkum,en fyrst og síðast er það ,,ekkert Esb,, Fljótlega hefst kosningabaráttan og þá vil ég að Rúv sýni hlutleysi,sem þeir hafa öll árin virt að vettugi,oft til skammar. Ég heyri oft áhangendur nýju flokkanna hvetja til samstöðu,ef það er um nýja Stjórnarskrá segi ég nei,það þýðir bara ,,push,, in Esb. Þeir sem hafna aðild afdráttarlaust,verða vonandi sigurvegarar,helst allir.það verður fútt í stjórn sem þeir settu saman og meiri friður,þeir reistu þjóðina til fullveldis um aldir.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2013 kl. 00:13

9 identicon

Ásmundur er eins og illa forrituð talvél, svona talgerfill, sem alveg sama hvað vinnur bara sína vinnu fyrir ESB trúboðið sem forritaði hann.

En nú sem oftar kom hann upp um sig þegar forritið feilaði aðeins því að nú skaut hann fyrst og spurði svo, þegar hann byrjaði á að hundskamma mig og Ásthildi, án þess að hvorugt okkar hefðum sagt eitt einast orð um þessa færslu Vinstri vaktarinnar.

En vélrænt forritaði ESB talgerfillinn hrökk óvart í "attack" gírinn

Hann er sorglega hlægilegur þessi ESB talgerfill og nú viðurkennir aumingja Ásmundur sneyptur að það hafi víst stundum gerst að hann:

- hafi lent í svona röngu viðræðuefni -

ESB viðræðurnar eru einmitt gott dæmi um að hann hafi einmitt lent í svona "röngu viðræðuefni" sem hann er reyndar alveg fastur í.........!

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 00:40

10 identicon

Firefox er ekki stýrikerfi heldur vafrari, þar er tja, gríðarlegur munur á. Firefox eh, stýrir engu /.

Firefox er ekki heldur um að kenna að menn bulli eða séu allra jafna með óráði. Reyndar væri einnig leitun að stýrikerfi sem gæti orsakað bull og þvaður í einhverjum. Til þess þyrfti að koma til hrein og tær snilld notanda.

So, remember the Alamo!

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 04:45

11 identicon

Vafri.

GB (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 07:40

12 identicon

Já, auðvitað er Firefox vafri/browser. Hvað var ég eiginlega að hugsa?

Pétur (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband