Fjórar helstu ástæður gegn ESB í Noregi

Norðmenn hafa hafnað því í tvígang að gerast aðilar að ESB.  Á vefsíðu hreyfingarinnar Nei til EU er lýst fjórum helstu ástæðum þess Norðmenn eigi ekki að gerast aðilar að sambandinu.

Fyrsta og aðalástæða þess að Norðmenn lögðust gegn aðildarsamningnum árið 1994 var óskin um virkt lýðræði. Frá þeim tíma hefur lýðræðishallinn í Evrópusambandinu aukist. Valdið á æ fleiri sviðum hefur færst frá þjóðríkjunum til ESB. Íbúar í sambandinu hafa fremur litla yfirsýn yfir það sem á sér stað á bak við luktar dyr í Brussel. Þátttaka í kosningum til Evrópuþingsins er lítil. Með því að vera fyrir utan ESB er hægt að halda úti virkara lýðræði með meiri þátttöku og hægt er að láta stjórnmálamenn vera ábyrga gerða sinna gagnvart kjósendum.

Í öðru lagi snýst þetta um samstöðu með umheiminum. ESB hefur þrýst á um það innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) að fátæk lönd leyfi fjölþjóðafyrirtækjum að þenja út starfsemi sína á kostnað hagsmuna heimamanna. ESB þrýstir einnig á um að fyrrverandi nýlendur geri ósanngjarna fríverslunarsamninga. Þetta hefur það í för með sér að þróunarlöndin geta síður byggt upp eigin framleiðslustarfsemi og stuðlað þannig að uppbyggingu velferðar. ESB hefur skorið niður þróunarhjálp til Afríkuríkja. Svipað á við um aðstoð við lönd á Balkanskaga og við Miðjarðarhafið. Aðstoðinni fylgja skilyrði um afnám reglna og einkavæðingu. Af þessum ástæðum halda samtökin því fram að Noregur eigi að vera utan ESB, því með því að vera utan ESB geti Norðmenn betur sýnt samstöðu með þurfandi þjóðum í heiminum.

Í þriðja lagi segja norsku samtökin að ESB leysi ekki nægilega vel úr umhverfisvandamálum. Áhersla ESB á hagvöxt, segja þau, leiðir til miðstýringar og stórrekstrar. Þetta leiði til ofnotkunar á náttúruauðlindum, til aukinna flutninga og mengunar. ESB er of lítið til að gera gagn varðandi hin stóru og almennu umhverfisvandamál og of stórt til að gera gagn gagnvart litlu og staðbundnu vandamálunum. ESB sat á hliðarlínunni og var óvirkt á umhverfisráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009, en lét öðrum svæðum og löndum eftir að stjórna umræðunni. Með því að standa utan ESB er auðveldara að vinna að framgangi góðra umhverfismála í alþjóðlegum stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar.

Í fjórða lagi snýst þetta um verslunarfrelsi. ESB talar yfirleitt einni röddu í samtökum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Lissabonsáttmálinn hefur það í för með sér að æ stærri hluti utanríkismála sambandsríkjanna verður samhæfður. Í fínu matarboði sem haldið var árið 2009 fyrir ESB-elítuna var ákveðið að breska aðalskonan Catherine Ashton skyldi vera eins konar fyrsti utanríkisráðherra ESB. Svíþjóð hefur breytt hegðun sinni á alþjóðavettvangi eftir að Svíþjóð gekk í ESB. Áður greiddi Svíþjóð jafn oft atkvæði með löndum frá suðri og norðri. Eftir að Svíþjóð varð hluti af ESB hefur landið nær aldrei greitt atkvæði með löndum í suðri, eftir því sem Norðmennirnir segja. Það að ESB taki slíka einstefnu í utanríkismálum er mikilvæg ástæða þess að Norðmenn standi utan ESB. Utan Evrópusambandsins getur Noregur  verið rödd sjálfstæðis og frelsis í heiminum.

http://www.neitileu.no/om_nei_til_eu/hvorfor_nei/4_grunner


mbl.is Ólafur Ragnar: Aðild ekki forsenda hagsældar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er rangt eins og allt frá ,,nei-sinnum".

Ástæða þess að naumur meirihluti hafnaði samningum var aðallega þjóðrembingur og svo hitt að Noreðmenn voru svo helvíti ríkir að þeim talin trú um að þeir mundu þurfa að borga ESB.

Var nú ekki flóknra en þetta. M

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.1.2013 kl. 12:15

2 identicon

Já ómar, getum örugglega einfaldað þetta í þjóðrembing, takk fyrir að koma þessu loksins á hreint fyrir mig

Viktor Alex (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 12:17

3 identicon

Ómar - Greiðslan fer eftir BNP og hækkar alltaf á milli ára.

Norðmenn þyrftu að greiða milljarðir á milljarðir ofan -á hverju ári.

Svíar greiddu 20 milljarði við inngönguna 1995 og eiga að greiða 36 milljarði 2013. Styrkir til baka eru bratabrot og snúast meira um kúlturvernd en uppbyggingu og framleiðniaukningu.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 12:52

4 identicon

Ótrúlegt hvað menn geta fundið upp á að tína til þegar menn eru í brýnni þörf fyrir rök um það sem ekki er hægt að rökstyðja.

Í fyrsta lagi virðast menn alveg gleyma að ESB er samstarfsvettvangur 27 þjóða. Það eru þjóðirnar sjálfar sem ákveða hvað sambandið ákveður að gera.

Það væri óðs manns æði að fara yfir öll þessi atriði. En til að sýna hve mikið bull er hér á ferðinni þá má nefna umhverfismálin og þróunarhjálp.

Umhverfisvernd er á forræði hverrar þjóðar. Halda menn virkilega að ESB geti skikkað Íslendinga til að virkja Gullfoss?

ESB gerir hins vegar ákveðnar kröfur í umhverfismálum sem þarf að framfylgja. Þannig er ESB-aðild trygging fyrir að umhverfisverndarsjónarmið séu virt. Umhverfisverndarsinnar fagna því ESB-aðild.

Hver þjóð getur gefið til þróunarhjálpar eins og henni sýnist. Ef ESB er með framlög til þróunarhjálpar þá er það viðbót við framlög þjóðanna. Þá nyti þróunarhjálp góðs af ESB.

Ef viðskiptasamningar ESB eru á lægra verði en hjá minni aðilum skýrist það eflaust af stærð markaðarins. Þessir aðilar sjá sér hag af því að selja á lægra verði vegna mikils magns.

Þannig njóta ESB- löndin aðildarinnar í lægra vöruverði. Norðmenn eru ósáttir að þeir skuli ekki njóta sömu kjara.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 14:50

5 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Það er bara þannig strákar! Ef þjóð hafnar því að ganga í ESB þá er það bara andskotans þjóðrembingur og vitleysa! því það vita allir að ESB er frábært og ekkert slæmt viðhefst þar..

Charles Geir Marinó Stout, 23.1.2013 kl. 16:49

6 identicon

ESB aðdáendur í Noregi þurftu að leggja niður samtökin sín, vegna fámennis í þeim, og áhugaleysis Norðmanna.

Sömu örlaga bíður þessa hóps á Íslandi, enda er áhuginn hverfandi, og mælist ekki nema í könnunum ESB Fréttablaðsins.

Það er fyndið að ekki er hægt að halda saman smáklúbbi áhugamanna í fimm miljóna manna ríki. Kommon, hversu dapurt er málið, ef ekki einu sinni er hægt að gera út lattekaffikjaftaklúbb í Noregi?

Nei, Norðmenn hafa lítinn áhuga á samstarfi 27 ríkja, þar sem allir koma sér saman um að best sé að gera það sem domínan í Þýskalandi segir þeim að gera.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 16:49

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Norðmenn tímdu heldur ekki að gefa hin verðmætu fiskimið í Barentshafi, sem þeir deila með Rússum.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2013 kl. 17:02

8 identicon

Stærsti flokkur Noregs, Arbeiderpartiet, ákvað nýlega að halda ekki á lofti stefnu sinni um inngöngu Noregs í ESB.

Þeir töldu það ekki vænlegt til árangurs eins og sakir standa. Þeir áréttuðu þó að þeir væru enn hlynntir aðild enda væri hag Noregs best borgið í ESB.

Í meðförum Himma hefur fréttin heldur betur breyst: Aðdáendaklúbbur ESB í Noregi hefur neyðst til að leggja niður starfsemi sína vegna fámennis.

Hvort skyldi það vera heimska eða örvænting að hirða ekkert um eigin trúverðugleika?

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 17:33

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki las ég þessa grein hjá vv en er það ekki stór áfangi hjá þessum mönnum/konum að viðurkenna að hægt sé að hætta við í samningum/aðildarviðræðum

"Norðmenn hafa hafnað því í tvígang að gerast aðilar að ESB"

Rafn Guðmundsson, 23.1.2013 kl. 17:39

10 identicon

Norðmenn hefðu ekki misst neinar aflaheimildir, hefðu þeir gengið í ESB, ekki frekar en við munum gera það.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir það. Er andstaðan við ESB-aðild byggð á slíkum blekkingum, ekki bara um þetta atriði heldur einnig mörg önnur?

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 17:41

11 identicon

Mundi, þú ert alveg einstök perla í mannlífsflórunni. Mér vitanlega ertu eina manneskjan sem hefur þann hæfileika að hafa aldrei rétt fyrir sér.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/11/29/haett_ad_berjast_fyrir_norskri_esb_adild/

Innlimunarsamtök ESB í Noregi eru hætt starfsemi, enda viðurkenna þeir að innlimunartilraunin er dauð. Þess í stað ætla þau að beita sér fyrir einhverju öðru.

Ég legg til að þú svarir spurningunni hér að ofan, sem þú beindir að sjálfum þér.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:28

12 identicon

Norðmenn hafa ekki viðurkennt að hægt sé að slíta aðildarviðræður í miðjum klíðum. Þeim hefur aldrei dottið slíkt í hug frekar en öðrum þjóðum enda er hugmyndin galin.

Það sýnir best hve galin hugmyndin er að þjóðin gæti valið að slíta viðræðunum og hafna þannig aðild rendanlega þó að hún myndi kjósa aðild ef samningur lægi fyrir. Þjóðin hefði þá verið blekkt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:20

13 identicon

Jæja Mundi minn, svo þú vilt ekki tjá þig neitt meira um norsku ESB innlimunarsamtökin sem voru lögð niður?

Hvernig er það að vera alltaf á flótta undan eigin fullyrðingum og stóryrðum?

Og hvernig væri nú að þú svaraðir sjálfum þér: " Hvort skyldi það vera heimska eða örvænting að hirða ekkert um eigin trúverðugleika?"

Hvort ertu heimskur eða örvæntingarfullur?

Eða ertu bæði?

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:52

14 identicon

Himmi himpigimpi er ekki af baki dottinn í blekkingum sínum. Svo seinheppinn er hann að hann birtir hlekk á frétt sem kemur upp um lygar hans.

Reyndar reiknaði ég með að hann væri að vísa í frétt sem var hér til umræðu  um að norski Verkamannaflokkurinn hefði gert hlé á baráttu sinni fyrir aðild, eins og sakir standa, þó að engin breyting hafi orðið á afstöðu hans til ESB.

Himmi var hins vegar að vísa í aðra frétt sem ég hef ekki séð áður en er þó efnislega í veigamiklum atriðum eins þó að hér sé um að ræða norsku Evrópusamtökin.

Þau eru ekki hætt starfsemi og munu áfram rýma aðildarsinna enda telur  formaður þeirra enn að hagsmunum Noregs sé best borgið í ESB.

Þau vilja hins vegar fá fleiri áhugamenn um Evrópumál í samtökin enda öllum ljóst að Norðmenn eru ekkert á leiðinni í ESB í bráð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:09

15 identicon

Er þetta svona flókið fyrir þig Mundi minn:

"Hætt að berjast fyrir norskri ESB-aðild"

Segðu mér bara kúturinn, hvað það er í þessari setningu sem þú skilur ekki, og ég skal reyna að útskýra það með eins einföldum orðum og ég get.

Hvort þessir fáu norsku innlimunarsinnar séu einmana og vilja reyni að lokka annað fólk til að hitta sig, í bingó eða brids, er algert aukaatriði. Þetta fólk gafst upp á pólitík, og að reyna að troða Norðmönnum inn í ESB.

Annars er það svolítið magnað, eins og þú þykist hafa mikið vit á Noregi og norskri pólitík, að það skuli hafa farið framhjá þér að samtök norskra ESB innlimunarsinna hafi verið lögð niður. Stærri getur nú fréttin um afhroð ESB í Noregi ekki orðið.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:52

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að nefna að arbeiderpartet var eina aflið sem hafði þetta opinberlega á stefnuskrá sinni og það hefur kostað þá dýrt. Hinsvegar hafði ungliðahreyfing þessa verkamannaflokks það á sinni stefnuskrá að berjast gegn aðild að bandalaginu. Þið munið krakkarnir í útey. Staðfestan var nú ekki dýpri á þeim bænum.

Útnárabóndinn og gúgglarinn Ómar, sem varla er í snertingu við annað fólk þarna á útnesjum Seyðisfjarðar lýsir best einfeldni og ofstæki ESB sinna hér. Þjóðrembingur skal það heita. :D

Það ætti að vera snögg lækning allra sem eru á báðum áttum að lesa innlegg og blogg þessara framvarða ESB á moggablogginu. Félegt hyskiðð það.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 22:08

17 identicon

Himmi - á hröðum flótta undan eigin lygum - þykist nú geta flúið undan því sem lesa má svart á hvítu í #13:

"svo þú vilt ekki tjá þig neitt meira um norsku ESB innlimunarsamtökin sem voru lögð niður?"

Eða í #6:

"ESB aðdáendur í Noregi þurftu að leggja niður samtökin sín.."

Annars felst heimskan og örvæntingin aðallega í því að átta sig ekki á að það eru ekkifréttir fyrir íslenska ESB-andstæðinga að starfsemi aðildarsinna í Noregi minnki eða breytist þegar aðildarumsókn er ekki lengur í farvatninu.

Ef ESB-aðild Íslands verður hafnað mun starfsemi íslensku Evrópusamtakanna örugglega minnka eða breytast án þess að norskir ESB-andstæðingar telji það vera rök gegn aðild Noregs.

En allt er hey í harðindum hjá Himma.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:10

18 Smámynd: Elle_

Ásmundur lætur eins og fréttin sé jákvæð fyrir hann og klíkuna hans.  Norski hópurinn játaði að Brusselförin væri dauð, já dauð.  Steindauð. 

Nú fagna þau andstæðingum inn í flokkinn.  Það verða heimsfréttir þegar hinir íslensku Brusseleilífðarrembingar fagna andstæðingum meðal þeirra

Elle_, 23.1.2013 kl. 22:39

19 identicon

Nei, auðvitað eru það ekki fréttir Mundi, fyrir okkur andstæðinga innlimunar í ESB, að innlimunarsamtök Norðmanna hafi verið lögð niður. Við vissum það mætavel. Það athyglisverða í þessu er, að þú, sjálfskipaður sérfræðingur í eiginlegu öllu, skulir ekki hafa vitað þetta.

Ég veit að það er svolítið niðurlægjandi fyrir þig að hafa ekki vitað þetta, skiljanlega, en það eykur nú eiginlega niðurlæginguna fyrir þig, að reyna að gera þetta að einhverri "breytingu" eða "samdrætti" í starfsemi innlimunarsinna.

Sjáðu til Mundi minn, "HÆTT AÐ BERJAST FYRIR NORSKRI ESB-AÐILD" Hætt, Mundi minn, hætt. Ef aðildaráróðri hefði ekki verið "hætt", þá fréttin innihaldið orðin "Breytt" eða "Dregið úr"

Það dregur ekki úr niðurlægingarsviðanum þínum Mundi minn, að geta bent á að örfáar hræður úr þessum samtökum sitji núna í lestrarklúbbi eða stundi bocchia.

Mundi, til þess að fækka þessum tíðu niðurlægingum þínum, er bara betra fyrir þig að vita að þú hafir ekki rassgatsvit á einu eða neinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:40

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki vera svona vond við hann Ásmund.  Hann á svolítið bágt núna. 

Kolbrún Hilmars, 23.1.2013 kl. 23:28

21 Smámynd: Elle_

Eins gott að passa orðalagið: Opin fyrir andstæðingum, opin fyrir að taka við andstæðingum, segir í íslensku fréttinni.

Elle_, 23.1.2013 kl. 23:30

22 identicon

Kolbrún, hvers vegna ætti ég að eiga bágt yfir því að Himmi er uppvís að lygum um að Evrópusamtökin í Noregi hafi verið lögð niður? Þau eru sprelllifandi eins og kemur fram í hlekk Himma.

Starfsemi Evrópusamtakanna í Noregi, sem er ekkert á leið inn í ESB, skiptir auk þess engu máli fyrir aðildarumsókn Íslands. Tilvísun í svona frétt sýnir að hann er algjörlega rökþrota.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 00:58

23 identicon

Það merkilegasta við íslenska ESBsinna er að þeir viðurkenna ekki einn galla á sambandinu þegar gallarnir eru augljóslega til staðar. Það stimplar þá út úr almennri umræðu.

Flowell (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 02:19

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það kemur mér alltaf á óvart hversu lítið andstæðingar Evrópusambandsins vita um það sem þeir berjast gegn. Þetta kemur vel fram hérna. Noregur hefur ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu tvisvar. Þessi tala er í reynd þrisvar sinnum. Reyndar fór málið ekki lengra en það í fyrsta skiptið að umsóknin var dregin til baka þegar Frakkland kom í veg fyrir að Bretland gæti sótt um aðild að þáverandi EEC árið 1957. Síðan þá hefur Noregur reynt tvisvar að ganga í Evrópusambandið, en vegna þjóðrembu og heimsku þá hefur norska þjóðin alltaf hafnað aðild. Þannig að reikna má með að Noregur gangi í Evrópusambandið eftir væntanlega svipað leiti og Svissland gengur inn í Evrópusambandið. Eftir rúmlega 50 ár eða þar um bil.

Höfundar þessar bloggsíðu þurfa ekki að hafa neinar (og margir sem skrifa athugasemdir hingað inn) áhyggjur af því ferli. Þar sem þeir verða komnir undir græna torfu af náttúrlegum orsökum.

Nánari upplýsingar er að finna hérna og hérna (báðir tenglar fara inn á Wikipedia). Síðan er hérna sérstök wiki grein um Noreg og Evrópusambandið.

Jón Frímann Jónsson, 24.1.2013 kl. 02:28

25 identicon

Ísland er eina þróaða land Evrópu sem hefur aldrei greitt atkvæði um ESB-aðild. 28 ríki hafa ákveðið að vera hluti af ESB en aðeins tvö kosið að vera þar fyrir utan með eins konar aukaaðild í EES eða með tvíhliða samningi.

Þessi tvö lönd, Noregur og Sviss, leyfðu sér að vera fyrir utan ESB vegna þess að þau höfðu efni á því. Lúxemborg hafði einnig efni á því en kaus samt að vera hluti af ESB enda of fámennt til að vera með eigin gjaldmiðil.

Berum saman Ísland við þessi þrjú lönd:

Landsframleiðsla á mann í evrum :

Ísland 36.485, Noregur 60.485, Sviss 51.262, Lúxemborg 89.012

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_%28PPP%29_per_capitah

Skuldir hins opinbera á mann sem hlutfall af landsframleiðslu:

Ísland 130.1%, Noregur 48.9%, Sviss 38.7%, Lúxemborg 18.6%

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_public_debt 

Vaxtakjör á erlendum lánum til 10 ára:

Ísland 6.64%, Noregur 2.39%, Sviss 0,61%, Lúxemborg er ekki með nein slík lán.

http://www.tradingeconomics.com/country-list/government-bond-10y

Þessar tölur sýna að staða þessara þriggja ríka er marfalt betri en Íslendinga.

Bara vaxtamunurinn er upp á marga tugi milljarða eða mun meira en aflaverðmæti makríls á ári þegar best lætur.

Skuldir Íslands eru margfalt meiri og landsframleiðslan minni svo að fleiri tugum prósenta skiptir þrátt fyrir að vinnudagur Íslendinga sé miklu lengri.

Norðmenn og Svisslendingar eru utan ESB vegna þess að þeir geta leyft sér það.

Það geta Íslendingar hins vegar ekki. Þeir hafa ekki efni á því auk þess sem of lítill gjaldmiðill í höftum er gífurlegur skaðvaldur sem samræmist þar að auki ekki EES-samningnum.

Ástæðan fyrir því að hagvöxtur er nú meiri á Íslandi en víða í Evrópu er að Ísland er ekki lengur á botni kreppunnar eins og ESB-löndin. Þegar Ísland var á botninum var þessu öfugt farið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 11:06

26 identicon

Skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu á að standa þarna í #25.  Ekki á mann.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband