Tímamót eða merkingalaus kosningaleikur?

Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu er á fullu skriði og hefur verið allt kjörtímabilið eins og margoft hefur verið rakið hér á síðu Vinstri vaktarinnar og i fjölmiðlum landsmanna. Þetta er gert þrátt fyrir vaxandi andstöðu innanlands og alvarlega ólgu í jaðarlöndum ESB.

Ákvörðun um að hægja á Evrópulestinni nú án þess að atbeina Alþingis þurfi til að setja lestina á fullt að nýju er ekki dýr fórn fyrir utanríkisráðherra. Þetta getur öðrum þræði verið tækifæri fyrir svokallaða samninganefnd til að vinna að viðkvæmum málum án þess að athygli þings og þjóðar sé að trufla. Ferlið er í gangi, það verður ekki lagt til hliðar eins og forystumenn VG höfðu gefið ádrátt um og áfram vinnur mútufé ESB sitt hljóðláta starf. 

En þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður engu að síður að skoða í ljósi alls gerst hefur. Meirihluti utanríkismálanefndar hefur lagt fram tillögu um að leggja umsóknina alfarið til hliðar og taka hana ekki upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Meirihluti nefndarinnar hefur það væntanlega í hendi sér að koma þeirri tillögu á dagskrá Alþingis. Þar með stæðu þingmenn frammi fyrir því rétt fyrir kosningar að opinbera afstöðu sína í málinu.

Slík atkvæðagreiðsla yrði mjög erfið fyrir þá þingmenn VG sem bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu. En um leið upplýsandi fyrir kjósendur. Afgreiðslu ríkisstjórnarinnar nú er stefnt gegn þeirri atburðarás og nú ríður vissulega á að meirihluti utanríkismálanefndar, skipaður fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Jóni Bjarnasyni - kikni ekki. / -b.


mbl.is Hægt á viðræðunum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég treysti þessu fólki ekki fram fyrir fingurna á mér.  Og sum þeirra valda mér hreinlega viðbjóði, fyrir fals og fláræði.  Er einhver sem trúir þessu liði?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 13:25

2 identicon

Þetta eru vissulega tímamót, en líka merkingarlaus kosningaleikur, en fyrst og fremst tilraun til að afstýra neyðarlegu uppgjöri á Alþingi.

Það eru náttúrulega tímamót, þegar ríkisstjórn viðurkennir opinberlega að henni hafi mistekist við sitt stærsta mál, og viðurkennir að þjóðarvilji hafi sigrað.

Og þetta er kosningabrella. Auðvitað er betra fyrir yfirgefna flokka að reyna að blekkja nokkur atkvæði. Þeir hafa náttúrulega engu að tapa, þó þeir ljúgi einu sinni enn.

En stóra málið er náttúrulega sú hrikalega pólitíska niðurlæging, sme fylgir ef stjórnarandstöðunni og Jóni Bjarnasyni tekst að taka völdin af ráðalausri ríkisstjórn.

En í öllu falli, þetta er uppgjöf. Ríkisstjórnin hefur loksins viðurkennt fyrir okkur, að hún er ekki starfi sínu vaxin.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 13:32

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvað sem hinur líður og á eftir að koma í ljós. Mér finnst ástæða til þess að fagna þessu. Nú er þessari möru sem legið hefur yfir þjóðinni að minnsta kosti lægt.

Svo þegar að verður kosið um þetta. Hugsið ykkur um niðurlægjinguna sem þetta lið lagði sig í og sérstaklega Össur.

Guðni Karl Harðarson, 14.1.2013 kl. 14:09

4 Smámynd: Elle_

Niðurlægingin er algjör.  Ætli mestu forherðingarnir komi grátandi hingað inn næst?  Ætli þeir verði enn með þýsku ólarnar um hálsinn, eða í vasanum? 

Elle_, 14.1.2013 kl. 15:02

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er svo sem ekki grátandi en vonsvikinn. njótið dagsins - mér sýnist að þið hafið unnið orustuna

Rafn Guðmundsson, 14.1.2013 kl. 15:14

6 Smámynd: Elle_

Þú varst ekki einn af þeim verstu, Rafn.  Við vinnum ekki fyrr en þessu Brusselrugli verður steinhætt.  Þau eru ekki að hætta neinu, þau eru að gera plathlé.

Elle_, 14.1.2013 kl. 15:52

7 identicon

Það er eðlilegt að hægja á ferðinni þangað til eftir kosningar vegna óvissunnar sem þá tekur við. Að slíta viðræðunum núna eða eftir kosningar er auðvitað galið.

Ef viðræðunum verður slitið verður ekki sótt um aftur fyrr en eftir mörg ár eða áratugi. Í millitíðinni mun ganga á ýmsu í íslenskum efnahag. Mikill atgervisflótti skellur á.

Það er vandséð hvernig við eigum að standa í skilum með erlend lán vegna þeirra dómínóáhrifa sem ónýt króna, sem er dæmd til að vera í höftum, veldur.

Þegar það verður þjóðinni loks ljóst verður skömm þeirra mikil sem stóðu fyrir að viðræðum yrði slitið. Þeir verða þá í sömu sporum og þeir sem bera ábyrgð á hruninu og hlustuðu ekki á viðvörunarorð.

Þessi orð úr nýlegri grein Guðmundar Andra Thorssonar lýsir vel hvers vegna margir Íslendingar eru tilbúnir að kjósa gegn eigin hagmunum og framtíð Íslands. Guðmundur er þó ekki að fjalla um ESB:

"Herferð Mjólkursamsölunnar um að telja okkur neytendum trú um að þessi ostur sé á einhvern máta séríslenskur er vitnisburður um ríkjandi þjóðernishyggju sem markvisst er alið á, og visst áhyggjuefni því að eins og við vitum hefur þjóðernishyggjan löngum verið skálkaskjól eignamanna sem nota hana til að gefa forréttindum sínum lögmæti."  

Ónýt króna er mikill gróðavegur fyrir auðmenn á kostnað íslensks almennings.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 15:58

8 identicon

Þetta er svo sem í stíl við annað frá þér Ásmundur.  Nú á að nota þjónkunn ykkar við ESB kröfuhafa og gríðarlegt tjón fyrir þjóðarbúið í formi sístækkandi snjóhengju vegna þessa, sem vopn gegn ESB andstæðingum. 

Það væri ekki hægt að skálda upp þennan farsa.

Í dag er fyrst og fremst sorgardagur því hann endurspeglar afleiðingar af fíflalegustu skógarferð sem nokkurt íslenskt stjórnmálaafl hefur lagt út í frá upphafi vega.

Að leggja af stað með ESB umsókn áður en að gengið var frá Icesave, uppbyggingu bankakerfis og endurreisnar efnahagslífsins var ekkert annað en vitfirring sem hefur klofið þjóðina í herðar niður og seinkað efnahagsbatanum.

Það er ekki fyrirséð hvenær þjóðarbúið nær sér eftir þessa vanhugsuðu vegferð sem væntanlega hefði verið hægt að fara í rólegheitum ef menn bara hefðu haft þolinmæði til þess að bíða í nokkur ár.  

Seiken (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 16:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér hér Seiken. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2013 kl. 16:53

10 identicon

Seiken, þetta er meira bullið hjá þér. 

ESB-umsóknin hefur hraðað efnahagsbatanum vegna þess að hún eykur traust á Íslandi. Menn sjá fyrir endann á ástandinu með ESB-aðildinni. 

Ef viðræðum verður slitið kemur bakslag enda engin lausn í sjónmáli. Íslandi gæti því hæglega blætt út. Ég sé reyndar ekki hvernig á að koma í veg fyrir það.

Þú virðist illilega veruleikafirrtur og talar eins og ástandið sé miklu verra en búast mátti við. Sannleikurinn er hins vegar sá að enginn þorði að vona að ástandið yrði þetta gott svona skömmu eftir allsherjarhrun bankakerfisins.

Þessi góði árangur hefur vakið athygli og aðdáun erlendis. En þjóðremba margra Íslendinga kemur í veg fyrir að þeir megi sjá það. Þeir hafa blindast og tala um verstu ríkisstjórn allra tíma.

Það er hámark þjóðrembunnar að kalla þá vegferð, sem þjóðir Evrópu hafa farið, vitfirringu. Á meðal þeirra eru allar þjóðir sem búa við mesta velsæld og við höfum borið okkur saman.

Íslendingar ættu að spyrja hvers vegna einmitt við ættum að standa þarna fyrir utan? Varla nokkur ESB-þjóð hefur verið í jafnbrýnni þörf fyrir aðild og einmitt við.

Ein á báti án bandamanna með ónýtan gjaldmiðil í höftum köllum við yfir okkur óvissu, einangrun og slæm lífskjör. Vegna mikilla erlendra skulda er sjálfstæði okkar í húfi.

Eru Íslendingar tilbúnir að fórna framtíð komandi kynslóða á altari þjóðrembunnar?

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 17:43

11 identicon

Þetta innlegg frá þér Ásmundur er nákvæmlega eins og öll önnur innlegg frá öðrum velferðarstjórnarmönnum um efnahagsmál. Hinum meinta bata er alltaf lýst sem einhverri óhlutbundinni tilfinningu um að það gangi vel. Samt er helmingurinn af kjörfylginu farinn frá stjórnarflokkunum því það er ekki nokkur sála sem finnur nokkurn bata. Þið forðist að ræða tölur eins og heitann eldinn.

En orðið "bati" Ásmundur felur í sér að maður hafi eitthvað viðmiðunnarástand til þess að miða við. Við hvað viltu miða í samanburðinum? Af hverju miðið þið t.d. ekki við þann árangur sem þið ætluðuð að vera búnir að ná árið 2012 samkvæmt AGS efnahagsplaninu?

Var ekki meiningin að þá væruð þið búnir að koma á hallalausum fjárlögum? Erum við ekki 40 milljarða í mínus og þið ekki ennþá byrjaðir að horfast í augu við að íbúðalánasjóður er gjaldþrota og vantar aðra 150 milljarða?

Er ekki snjóhengjan 3-4 sinnum stærri en upphaflega áætlað m.a. vegna þess að þið völduð að aðstoða kröfuhafana við að hámarka innheimturnar og halda uppi vaxatstigi og verðtryggingu fyrir þá? Áttu gjaldeyrishöft ekki að vera farin?

Var það kannski alltaf markmið velferðarstjórnarinnar? Að eymdarvæða landið með skuldum til þess að ekki væri annað hægt en að samþykkja inngöngu í ESB?

 

Traust á Íslandi hefur ekkert með ESB umsókn að gera. Traustið er hvorki meira né minna en vænta mætti fyrir efnahagskerfi sem sem er jafn skuldsett og það íslenska. Ef ríkið vill þá getur það fengið lánaða nokkra dollara í USA á  rúmlega 7% vöxtum, sem eru ca. helmingi hærri vextir en almennir húsnæðislántakendur fá á steindauðum bandarískum húsnæðismarkaði.

Seiken (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 19:58

12 identicon

Skv Munda þá er það eina sem getur "bjargað" Íslandi, aðild að ESB.

Þetta ku vera almenn skoðun meðal innlimunarsinna.

Því ert vert, á þessum ánægjulegu tímamótum, að velta þeirri spurningu upp, af hverju Samfylkingin velur að hætta í þessum björgunarleiðangri sínum?

Það samrýmist væntanlega ekki skyldum ábyrgs flokks, að stuðla að því að ríkisstjórn með traustan meirihluta skuli hætta við að bjarga þjóðinni.

Var sannfæringin aldrei meiri en þetta?

Er Samfylkingin kannski bara hreinræktaður popúlistaflokkur, sem kastar stefnunni um leið og upp koma áhyggjur af fylgi?

Við vitum það, að lengi eftir þessu kjörtímabili, hélt Samfylkingin ágætlega fylgi sínu, á meðan VG hrundi niður í kjallara, Samfylkingum til ánægju. En undanfarið hefur hrun VG smitast yfir á Samfylkingu, eins og svarti dauði, með tilheyrandi taugatitringi og hræðslu um starfsöryggi.

En miðað við grát Samfylkingarmanna á internetinu í dag, er ekki ólíklegt að þetta fálm og þessi taugaveiklun, komi til með að rústa restinni af fylginu.

Það er því ekki ólíklegt að við sitjum uppi með tvo litla "jafnaðarmanna"flokka, og einn lítinn örflokk Steingríms og fjölskyldu.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 20:28

13 identicon

Seiken, eins og aðrir ESB-andstæðingar, sem stjórnast af þjóðrembu, forðast þú algjörlega að ræða það sem máli skiptir.

Hvernig á að leysa þann alvarlega efnahagsvanda sem við erum í af völdum ónýts gjaldmiðils? Við erum í mikill þörf fyrir gjaldeyri vegna þungrar greiðslubyrði erlendra lána.

Vegna hafta heldur gjaldeyririnn sig hins vegar frá landinu vegna hættu á að verða innlyksa hér. Auk þess eru allar mögulegar og ómögulegar smugur notaðar til að koma gjaldeyri úr landi.

Er þér ekki ljóst að við þessar aðstæður blæðir okkur út. Ef ekkert er að gert fer ríkissjóður ofl í greiðsluþrot með erlendar skuldir. Auk þess lækkar gengi krónunnar niður úr öllu valdi. Það er því brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda að finna lausn á vandanum.

Vandinn er ekki fyrst og fremst snjóhengjan heldur krónan. Snjóhengjan eru ekki skuldir heldur yfirvofandi kaup á gjaldeyri sem myndu valdi mikilli gengislækkun krónunnar.

Snjóhengjan verndar okkur fyrir því glapræði að gera viðskipti með  krónur frjáls. Smæð hennar kemur í veg fyrir að hún geti spjarað sig í frjálsum viðskiptum. Þá væri aðeins tímaspursmál um næsta hrun. 

Er það tilfellið að þið ypptið bara öxlum og segið: Þetta reddast. Ég get lofað þér því að þetta lagast ekki af sjálfu sér. Vandinn er of stór til þess.

Það er furðulegt að þú skulir nefna 7% vexti sem rök gegn aðild. Vextir yfir 7% sem ríki þurfa að greiða benda til að markaðurinn sé þeirra skoðunar að þau séu á leiðinni í þrot.

7% vextir eru því ásamt mörgu öðru rök fyrir aðild enda munu vextir snarlækka með inngöngu í ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 21:01

14 Smámynd: Elle_

Góður punktur frá Hilmari, það var þá björgunarstarfsemi.

Í sömu mund og Jóhanna og Steingrímur og co. hægðu á Brusselförinni, rak Steingrímur Jón úr utanríkisnefnd.  Hví ætli það hafi nú verið?  Vildi Steingímur ekki hægja á öllu?  Væri ekki nær að Steingrímur hefði verið rekinn fyrir langa löngu, eða var hann kannski innmúraður og innvígur?

Mikill atgervisflótti skellur á, segir Ásmundur að ofan.  Samt getum við ekki losnað við ESB-öfgaþjóðremburnar.

Elle_, 14.1.2013 kl. 21:19

15 identicon

Það er enginn gjaldmiðill sem getur bjargað þjóðum frá því að fara sér að voða Ásmundur.  Ég þykist vita að þú hafir heyrt um Grikkland, Írland, Portúgal, Ítalíu og Spán.

Eigum við að fara í ESB til þess að íslenska ríkið geti sótt sér lán á markaði á sömu kjörum og þessi ríki?  Þau mega þakka fyrir að fá lán á innan við 7% vöxtum og það gerist ekki nema að Seðlabanki Evrópu sé að kaupa skuldabréf þessara ríkja til þess að halda þessum vaxtakjörum niðri á sama tíma og þau fara út á markað. 

Okkur er að blæða út vegna þess að þið eruð að klúðra málunum í ákafa ykkar við að koma okkur inn í sambandið.  Snjóhengjan hefur stækkað allt kjörtímabilið af því að þið þorið ekki að taka á kröfuhöfum af ótta við ESB.  Það er okkar stærsta efnahagsvandamál.

Að lokum Ásmundur þá get ég sagt þér að í upphafi kjörtímabils þá var ég þokkalega sáttur við ESB umsóknina (og leist ágætlega á stjórnina). Ég hef búið í tveimur ESB löndum og tveimur löndum utan ESB. Ég veit alveg hver munurinn er. Hann er svo að segja enginn og þess vegna engin ástæða til þess að setja þjóðina á hausinn við að samþykkja einhverjar glórulausar Icesave kröfur eða láta undan einhverri kröfuhafapressu til þess að komast inn í sambandið. 

Seiken (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 21:32

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Seiken, Það sem evran hefur tryggt í gegnum þessa efnahagskreppu er stöðugleiki verðlags, verðbólgu og vaxta. Eins og hlutverk evrunnar hefur alltaf átt að vera. Annað er á ábyrgð ríkisstjórna viðkomandi ríkja. Sú staða er oft misjöfn á milli ríkja. Þó er alveg ljóst að þessi ríki sem fóru illa útúr kreppunni hefðu verið verr stödd ef þau hefðu ekki verið með evruna sem gjaldmiðil. Þar sem evran kom einnig í veg fyrir gjaldeyrisflótta, óðaverðbólgu og annað slíkt.

Þetta sést vel á þeim ríkjum sem ekki eru með evruna sem gjaldmiðil í gegnum þessa kreppu. Enda stefna margar þjóðir (Lithár sem dæmi) á að taka upp evruna árið 2014 ef aðstæður leyfa.

Evrópusambandið dæmir ekki í Icesave málinu. Það er EFTA dómstólin. Skuldir og kröfur vegna gjaldþrots Íslands og íslensku bankana varð vandamál strax við efnahagshrunið árið 2008. Þetta er ekki nýtt vandamál eins og þú heldur hérna fram.

Það verður dæmt í Icesave málinu þann 28. Janúar 2013. Ég vona að ESB andstæðingar (sem einnig voru Icesave samnings andstæðingar) séu tilbúnir með afskanir ef málið tapast. Vegna þess að þá fyrst hefst kreppan fyrir alvöru á Íslandi. Það er nefnilega ekki hægt að seinka vandamálum endalaust eins og margir íslendingar halda.

Ég á líka heima í ESB landi og bý alveg við hliðina á öðru ESB landi. Það sem þú segir hérna um ESB er bara þjóðremba í þér og ekkert annað.

Jón Frímann Jónsson, 14.1.2013 kl. 22:31

17 identicon

Evrópa er á uppleið og hafa lánsskjör batnað þar mikið. Ítalía, sem var í miklum vanda, fékk fyrir nokkru 4.5% vexti í skuldabréfaútboði.

Það vill svo til að okkar mesti vandi tengist gjaldmiðlinum. Gjaldeyrishöftin eru vegna hans. Vextir eru himinháir af hans völdum.  Gengi krónunnar er mjög ótryggt og greiðsluþrot jafnvel yfirvofandi. Allt leggst þetta á einn veg og er engin lausn í augsýn. 

Þó að öll vandamál leysist ekki með evru verður staðan allt önnur og betri, reyndar strax fljótlega eftir aðild. Líkur á greiðslufalli verða miklu minni auk þess sem við getum treyst á aðstoð frá ESB ef það gerist í stað þess að lenda í Parísarklúbbnum sem er martröð allra sjálfstæðra ríkja.

Þeir sem gera sér enga grein fyrir hvað það þýðir að vera með ónýtan gjaldmiðil eru ekki marktækir í umræðunni. Fyrir þeim er já eða nei við aðild eins og velja fótboltalið til að styðja.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 22:40

18 identicon

Evrópa á uppleið, segir Mundi, sem hefur þann skemmtilega eiginleika að hafa aldrei rétt fyrir sér. Hann getur ekki einu sinni sagt nafnið sitt rétt.

Við skulum sleppa því að ræða neyðarsvæðin í suðri, þar sem Rauði krossinn er á fullu við að bjarga evrufólki frá björgun. Við skulum skoða Írland, sem á víst að vera svolítið líkt okkur.

Jamm Írland, með skráð atvinnuleysi upp á tæp 15%. Þar inni er ekki talinn með gríðarlegur fjöldi sem hefur flúið land. Á síðustu árum hefur á milli 3-4% þjóðarinnar flúið, og flóttinn eykst í sífellu. Fjöldinn sem flýr land daglega slagar duglega í 300 manns á dag, mest af því menntað fólk, nýútskrifað sem og reynslumikið fólk út prívatgeiranum.

Þar fyrir utan er umtalsverður fjöldi sem ekki er skráður atvinnulaus og aðrir eru skráðir í nám.

Staðan á Írlandi er því sú, að á milli 20-30% eru atvinnulausir, eða hafa flúið land. Einkageirinn er að hrynja, nema með örfáum undantekningum. Laun í opinberum störfum eru núna 30-40% hærri en í sambærilegu í einkageiranum. Og há laun hjá hinu opinbera eru að sliga landið. Einkageirinn hefur þó þann háttinn að reka fólk og endurráða á lægri launum, eða semja um lægri laun. Eða hreinlega bara að reka, og velta störfunum yfir á þá sem enn vinna.

Þetta ekki er hægt hjá ríkinu.

Þá eru skattar að sliga fyrirtæki og einstaklinga, og atvinnutækifærum fækkar ört.

Þannig er nú stöðugleikinn í ESB landinu sem á að líkjast okkur svona mikið.

Svo við skjótum öðrum hörmungarríkjum evrunnar inn í umræðuna, svona í lokin, þá hefur það sama gerst í öllum evruríkjunum í kreppunni. Laun hjá hinu opinbera eru orðin miklu mun hærri en í einkageiranum, allt að 50% hærri í Portúgal.

Þökk sé evrunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 23:31

19 Smámynd: Elle_

Að ofan sem fyrr, keppast Ásmundur og Jón Frímann, rembingarnir sjálfir, við að kalla fólk sem vogar sér að anda gegn þessu veldi þeirra, þjóðrembinga, nú er það Seiken.  Eins og þeir hafi nú efni á þessu.  Palli fór og síðan sitjum við aftur uppi með Jón Frímann.

Elle_, 15.1.2013 kl. 07:08

20 identicon

Evran hefur ekki tryggt neinum eitt eða neitt Jón Frímann.  Ef ríki fara illa að ráði sínu þá þarf eitthvað undan að láta.  Að hafa gjaldmiðilinn og verðlagið fast þýðir þá bara að vinna þarf á skuldafjallinu með lækkun launa og atvinnuleysi. Það er það sem er að gerast út um alla Evrópu með tilheyrandi hörmungum.

Já, það er rétt að eftir hrun þá erfðu Samfylkingin og VG skuldafjall frá Samfylkingunni og xD. Það vita allir. En það fríar ekki velferðarstjórnina frá ábyrgri hagstjórn og að tryggja okkur útgöngluleið ef að þjóðin vill ekki inn í ESB.

Af hverju afhenti velferðarstjórnin skilanefndunum nýju bankana og aðstoðaði þá við innheimtuna?  Það stækkar fyrirsjáanlega snjóhengjuna.

Af hverju er vaxtastigi haldið háu?  Það stækkar fyrirsjáanlega snjóhengjuna.

Og talandi um ábyrga hagstjórn Jón Frímann.  Þú skalt þú þakka Guði þínum fyrir hvern dag sem að þú getur vaknað með þá vitneskju að þú hafir ekki náð að koma skuldum vegna Svavars-samningsins yfir á þjóðina.

Kostnaðurinn við hann var á sínum tíma metinn af Jóni Daníelssyni á 507 milljarða af gjaldeyri og þá vilduð þið í ofanálag setja eignir ríkisins að veði. Og í dag þá getið þið ekki einu sinni staðið í skilum með 300 milljarða gjaldeyrisskuldabréfið sem þið lögðuð inn í gamla Landsbankann fyrir hönd nýja bankans fyrir rúmum tveimur árum!!!  MEÐ HVAÐA GJALDEYRI ÆTLUÐUÐ ÞIÐ AÐ BORGA SVAVARS SAMNINGINN?

Þið eruð fullkomlega ábyrgðarlausir þegar kemur að fjármálum en fari svo að íslenska ríkið verði í hæstarétti dæmt til þess að greiða Hollendingum og Bretum vexti af Icesave, þá erum við svo heppin að geta reitt okkur á óendanlega djúpan greiðsluvilja ykkar ESB sinna.  Það hefur nefninlega aldrei verið til sú upphæð sem þið hefðuð ekki greitt til þess að verða við kröfum ESB um að gengið yrði frá Icesave áður við fengjum inngöngu í sambandið.

Svo held ég að "þjóðrembingur" sé ekki orðið sem fangar stemminguna. Orðið "sjálfsfyrirlitning", sem virðist einkenna alla jafnaðarmenn, nær ástandinu miklu betur.

"Sjálfsfyrirlitningin" sem stjórnmálastefna, einkennist af eymdarvæðingu alls þess sem lífvænlegt er.  Fólk verður að búa í leiguhúsnæði, einhver keypti sér of stóran bíl, fólk má ekki fara til útlanda, við verðum öll að borga skuldir sjallana og við verðum að láta ESB stýra okkur. Hvað er það sem veldur þessu sjálfshatri og eilífu þrá eftir eymd?

Seiken (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 09:15

21 identicon

Það er ekkert að því að hægja á ferðinni í ESB-ferlinu fram yfir kosningar. Sumir tala reyndar um að viðræðunum sé frestað en svo er alls ekki. Þær standa áfram yfir. Aðeins er hægt á ferðinni.

Almenningur ætti hins vegar að nota tímann fram að kosningum til að fá hrein svör við því hvaða flokkar vilja ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir og kjósa ekki þá flokka sem þannig vilja hunsa lýðræðið. 

Þetta samkomulag ríkisstjórnarflokkanna minnkar verulega líkurnar á að tillagan um að slíta viðræðunum og taka þær ekki upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu verði samþykkt.

Sú tillaga er algjörlega galin enda um að ræða tilraun til ofbeldis. Þar er lagt til að slíta viðræðunum án þess að spyrja þjóðina. Það er svo alveg opið hvort efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

Það þýðir að búast megi við að engin þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram enda greinilegt að þeir sem leggja fram slíka tillögu óska þess. Slit viðræðna eru auk þess endanleg. Þær verða þá ekki teknar upp aftur eins og hendi sé veifað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 09:32

22 identicon

Að tala um að samkomulag ríkisstjórnarflokkanna sé "heldur veiklulega orðað" er fáránlegt og sýnir aðeins hve sjálfhverf Vinstrivaktin er.

Samkomulagið er mjög skýrt. Það var ekki vilji til að slíta eða fresta viðræðunum, aðeins slá þeim á frest. Það var skynsamlegt í stöðunni.

Að slíta viðræðunum eða slá þeim á frest hefði aðeins aukið enn frekar á niðurlægingu þingsins. Og ríkisstjórnin, sem hefur staðið í lappirnar hingað til, hefði loks í alvöru beðið hnekki.

Það hefði átt að vera búið að víkja Jóni Bjarnasyni úr utanríkismálanefnd fyrir löngu. Þingmaður sem tekur afstöðu með stjórnasandstöðu í mikilvægum málum stjórnarsáttmálans er í raun ekki stjórnarþingamaður og getur því ekki setið í nefndum fyrir stjórnarflokk.

Þegar aðeins er um það að ræða að gefa þjóðinni kost á að kjósa um samning um ESB-aðild er ljóst að hér er um skemmdarverk að ræða af hálfu Jóns Bjarnasonar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband