Viljum við ganga inn í Bandaríki Evrópu undir þýsk-frönsku forræði?

Þessari spurningu verða íslenskir ESB-sinnar að svara af hreinskilni. Aðalrök Össurar fyrir inngöngu Íslands í ESB er upptaka evru. Þó er ljóst að evran lifir tæpast af nema utan um hana rísi nýtt, miðstýrt stórríki undir forystu Þjóðverja og Frakka. Vill þjóðin láta teyma sig inn í fjarlægt stórríki? Hún hefur aldrei verið spurð.

 

Rök ESB-sinna fyrir upptöku evru eru afar óljós og loðin. Í seinni tíð eru aðalrökin orðin þau að hér verði gjaldeyrishöft til eilífðar ef evran sé ekki tekin upp. Sá hræðsluáróður er úr lausu lofti gripinn. Upptaka evru fylgir ekki sjálfkrafa í kjölfar ESB-aðildar. Við uppfyllum ekki skilyrðin fyrir upptöku evru og höfum raunar aldrei gert það. Um einn tugur ríkja í ESB er ekki með evru, þ.á.m. Bretar, Svíar og Danir.

 

Afnám gjaldeyrishafta á Íslandi, áður en innganga Íslendinga á sér stað, er eitt af skilyrðunum fyrir því að Íslendingum sé hleypt inn í ESB en ekki hitt að inngöngu í ESB fylgi afnám gjaldeyrishafta.  Það væri bjarnargreiði ef ESB veitti Íslendingum „aðstoð“ til að afnema gjaldeyrishöft með því að veita ríkinu risalán í þeim tilgangi að erlendir vogunarsjóðir geti sloppið sem fyrst úr innilokun sinni. Viðleitni Össurar til að blanda saman gjaldeyrishöftunum og inngöngu í ESB er því innantómur og yfirborðslegur áróður.

 

Það er komin ólykt af tálbeitunni sem lokka á Íslendinga inn í ESB. Upptaka sameiginlegrar myntar fyrir sautján þjóða í Norður og Suður Evrópu sem búa við gjörólíkar efnahagslega aðstæður var tilraun sem reynst hefur háskalegt glæfraspil. Sú tilraun virðist dæmd til að misheppnast.

 

Hvers vegna? „Það er ekkert dæmi til í sögunni um varanlegt gjaldmiðilssamband (monetary union) sem ekki var hluti af einu ríki.“ Þetta sagði Otmar Issing, fyrrum bankastjóri Seðlabanka ESB (ECB) og aðalhagfræðingur German Bundesbank fyrir nokkrum árum.

 

Með öðrum orðum: fyrst þarf að mynda eitt miðstýrt stórríki til þess að tilraunin geti gengið upp. Nú er reynt í örvæntingu að berja í brestina með því að knýja evruríkin til að framselja til ESB enn meira af fullveldisréttindum þeirra, þ.á m. réttinn til að ráða yfir fjárlögum sínum og skattamálum.

 

Jack Straw, fyrrum utanríkisráðherra Breta úr Verkamannaflokknum var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði: „Þar sem ljóst er að evran í núverandi mynd mun hrynja er þá ekki best að það gerist snögglega fremur en í langvinnu dauðastríði?“  

 

ESB-sinnar endurtaka í sífellu að íslenska krónan sé „ónýt“ vegna þess að gengi hennar hefur lækkað mikið undanfarna áratugi. En hvaða gjaldmiðill annar en gull og silfur hefur ekki lækkað mikið að verðgildi? Heimsverðbólgan er stöðugt að verki, stundum hratt, stundum hægt. Dollarinn hefur tapað 90% af veðgildi sínu frá sem var fyrir stríð.

 

Aðalhagfræðingur Finacial Times í Bretlandi, Martin Wolf, sem af mörgum er talinn einn helsti blaðamaður heims á sviði efnahagsmála sagði á fundi VÍB 26. okt. 2011, að hann sæi ekkert að því að Íslendingar héldu fast í krónuna, „minnsta gjaldmiðil í heimi“. Hún hefði reynst þeim ágætlega. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ragnar Arnalds, ræða á Alþingi þann 5. Janúar 1993.

"[...] Ég nefndi það líka að kannski væri stærsti og örlagaríkasti ókosturinn við þennan samning sá að við erum að fara inn í bandalag sem mestar líkur eru á að leysist upp að fáum árum liðnum vegna þess að við verðum ein eftir í því af hálfu EFTA-ríkjanna. [...]"

Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni hérna. Þarna er aðalega verið að röfla um hættuna af erlendum fjárfestingum, útlendingnum og atvinnuleysi sem átti að fara upp fyrir 20% á Íslandi við aðild Íslands að EES samningum.

Síðan má benda á það að Evrópusambandið er þarna ennþá og er ekki að fara neitt

Jón Frímann Jónsson, 13.1.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er sérkennileg röksemdarfærsla sambandssinna að telja að Ísland verði fátækt einangrað örríki á hjara veraldar ef við höfum okkar eigin gjaldmiðil áfram. Nægir að nefna að mesta velferðar og hagsældarsvæði heimsins samanstendur af þjóðum sem hafa ekki sama gjaldmiðilinn, þessar þjóðir eru Ísland(ISK), Noregur(NOK), Danmörk(DKK) og Finnland(evra).

Sameiginlegur gjaldmiðill er ekki forsenda hagsældar.

Sameiginleg tollamál eru ekki forsenda hagsældar.

Sameiginlegt regluverk er ekki forsenda hagsældar.

Sameiginleg ríkisfjármál er ekki forsenda hagsældar.

Hagsæld og velferð fæst með samvinnu ríkja án yfirþjóðlegs valds sem skortir allt lýðræðislegt aðhald.

Eggert Sigurbergsson, 13.1.2013 kl. 14:04

3 Smámynd: Elle_

Jón Frímann, þú veist ekkert hvort þetta veldi ykkar er að fara eða ekki.  Megi það fara, heiminum til friðs.  Fullveldissinnar gætu þá kannski líka losnað við yfirvöðsluna í ykkur.

Elle_, 13.1.2013 kl. 14:07

4 identicon

Við getum ekki gengið bandaríki Evrópu vegna þess að þau eru ekki til.

Þýskaland og Frakkland stjórna heldur ekki ESB eins og allir vita sem hafa kynnt sér hvernig ákvarðanir eru teknar þar.

Þetta veit Vinstrivaktin mætavel.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 14:07

5 identicon

Eggert , ertu ekki að tala gegn betri vitund?

Það er smæð íslensku krónunnar sem gerir hana ónýta vegna þess að miklar sveiflur á gengi hennar og mikil verðbólga eru óhjákvæmilegir fylgifiskar hennar.

Hinar þjóðirnar eru 15 sinnum fjölmennari en Ísland og þaðan af meira.

Af nærri öld sem krónan hefur verið til, hefur hún alltaf verið í höftum nema í nokkur ár fyrir hrun. Allir vita hvernig það endaði.

Króna í höfum samræmist heldur ekki EES-samningnum. Úrsögn úr EES hefur alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 14:20

6 identicon

Að lesa þessa þvælu aftur og aftur... hver sá sem hefur eytt ekki nema 10 mínútum í að skoða það hvernig ákvarðanir eru teknar í stjórn ESB veit að það sem hér er farið fram með er einfaldlega lygi..

Ég spyr, er málefnaflutningur vinstri vaktarinnar gegn ESB svo aumur að þeir þurfa að grípa til lyga til að afla skoðunum sínum fylgis?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 14:31

7 identicon

Mér finnst vont að vera í biðröð að fallöxi og enn verra a vera næstur í þýskan gasróman.

Kári (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 14:36

8 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tegar nullin voru tekin af kronuni var hun adeins verdmætari en Danska kronanhverni er atd i dag 1 Dk er ju næstum 23 Islenskar,tad synir ju hversu afspirnulelegur gjaldmidill hun er,og ekki einusinni hægt ad halda uppi raun geingi a henni heldur er buid til einhvert heimatilbuid geingi,ehhi oligt tvi sem var med rubluna i gamla daga

Þorsteinn J Þorsteinsson, 13.1.2013 kl. 15:03

9 identicon

Megnið af innlimunarsinnum hefur sennilega ekki eytt meira en 10 mínútur í að kynna sér ákvarðanatökur ESB.

Eitt er að afneita staðreyndum, sem er réttur hvers manns, og annað að saka fólk um lygar fyrir að halda staðreyndunum fram.

Þannig hegðun verður náttúrulega að skrifast á heimsku.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 15:03

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Frá árinu 1969 til 2008 var meðal hagvöxtur á Íslandi 4,07% á ári.

Frá árinu 1969 til 2008 var meðalhagvöxtur í Danmörku 2,09% á ári.

Ef við skoðum hagvaxtarsögu árana 1980 til 2011 þá fáum við eftirfarandi niðurstöðu:
Samtals hagvöxtur árana 1980 - 2011
HV. Sve 71,10 - meðaltali á ári 2,29% eða 20% lægri að meðaltali á ári en íslenski hagvöxturinn.
HV. Dan 53,40 - meðaltal á ári 1,72% eða 59% lægri að meðaltali á ári en íslenski hagvöxturinn.
HV. Fin 78,00 - meðaltal á ári 2,52% eða 9% lægri að meðaltali á ári en íslenski hagvöxturinn.
HV. Ísl 85,00 - meðaltal á ári 2,75%
HV. Nor 83,70% - meðaltal á ári 2,70% eða 1,8% lægri að meðaltal
i á ári en íslenski hagvöxturinn.
Tölur eru frá Eurostat

Að íslenska krónan sé "ónýt" er í besta falli kjánalegt lýðskrum þeirra sem eru rökþrota eða skilja ekki að nafngildi gjaldmiðils skiptir ekki máli heldur raunverulegt verðmæti á bakvið gjaldmiðilinn sem skiptir öllu máli.

Það eina sem hefur ógnað íslensku samfélagi er hindrunarlaust flæði fjármagns nokkur ár fyrir hrun, í bland við bjánalega peningamálastefnu, enda hrundi fjármálakerfið í heild sinni eins og margra annarra evru þjóða sem búa við sama ótakmarkað flæði fjármagns og miðstýrðan seðlabanka Evrópusambandsins. 

Eggert Sigurbergsson, 13.1.2013 kl. 15:23

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eggert, Snaraðu upp tengli á heimildina fyrir þessu hjá þér. Fyrr sé ég enga ástæðu til þess að trúa þér.

Ég bendi þér einnig á að danir hugsa sem svo að betra sé að hafa sæmilegan hagvöxt og stöðugan. Frekar en að hætta á ofhitnun hagkerfisins eins og íslendingar fóru í. Þar sem bólan síðan sprakk með tilheyrandi efnahagskreppu og hruni íslensku krónunar.

Jón Frímann Jónsson, 13.1.2013 kl. 15:40

12 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Talandi um raunverulegt verdmæti,7-8% raunvekstir ofan a verdtryggunaStyrivekstir 6%

Evropa 0,-0,75 er mjøg algeingt leingi lifi kronan

utlanvekstir eru mun hærri her a landi en ut i DK td og tad ofan i verdtrygginguna kaupmattur mun mynni her en i DK.

Verkamannalaun um tad bil 50% lægri a Islandi en i DK to enn meiri munur ef reiknad er med raunverdmæti launa mydad vid  kaupmatt,

Vegna litils kaupmattar og onyts gjaldmidils,ta verdur folk ad vera i 2-3 størfum til ad komast tokkalega af,i Dk getur tu lifad af 35 timum,tratt fyrir mynni hagvøkst

ja hun er storkostleg Islenska kronan,serstaklega ta sem eiga eignir og  fjarmalastofnanir sem eru ju gulltrygdar svo leingi sem tad er gert upp i kronum.

Tad er ju ekki af astæddulausu ad stort sed allir vidskiftaasamningar eru gerdir i erlendum myntum tad treystir eingin kronuni og enn ssydur stjornmalamønnum

Vid erummed gjldmidil semekki nokkur madur utan Islands litur vid,aukj tess er rammfalgst geingi a henni

Þorsteinn J Þorsteinsson, 13.1.2013 kl. 18:06

13 identicon

Hagvöxtur er mjög hæpinn mælikvarði á efnahagslega velsæld eins og sést best á því að efnahagslega vanþróuð ríki raða sér í flest efstu sætin yfir mestan hagvöxt í heiminum.

Í efstu sætunum eru:

1) Mongólía

2) Túrkmenistan

3) Gana

4) Qatar

5) Solomon Islands

6) Timor-Leste

7) Panama

8) Zimbabwe

Jafnvel Argentína, sem er á barmi gjaldþrots, er með hagvöxt upp 8.9% og er í 11. sæti.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_real_GDP_growth_rate_%28latest_year%29

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 18:16

14 Smámynd: Elle_

Endalaust þras um efnahag, fjárhag, gengi, hagvöxt, vexti, í commentunum pistil eftir pistil.  Pistillinn fjallaði um fullveldisafsal undir forræði Frakklands og Þýskalands.  Og hvað ESB-sinnar nota evru endalaust sem tálbeitu og gjaldeyrishöft og ónýta ísl. krónu sífellt sem rök. 

Fullveldið er ekki til sölu.

Elle_, 13.1.2013 kl. 18:49

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Búið að svara þessu með ,,fullveldið og þýskaland" í kommenti hér ofar:

,,... það sem hér er farið fram með er einfaldlega lygi."

þarf ekkert að segja meir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.1.2013 kl. 19:33

16 Smámynd: Elle_

Engin lygi.  En endilega haldið uppi þrasinu um dýrðarevru, dýrtíð, gengi, hagvöxt, kaupmátt, ónýta krónu, verðmæti, vexti.  Og já, paranoju, vanmáttarkennd, vænisýki, öfgahægriþjóðrembinga, öfakjánaþjóðrembinga.  Fullveldi landsins er nefnilega ekki til sölu fyrir neitt.

Þið ESB-sinnar hafið enda unnið málinu gríðarlegt fylgi, ja-há, 70% þjóðarinnar vill ekkert með sölukjaftæðið ykkar hafa.

Elle_, 13.1.2013 kl. 19:58

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg segi fyrir minn hatt, að eg hef aldrei nokkurn tímna, barasta aldrei, séð þetta blessaða ,,fullveldi".

þar fyrir utan er ,,fullveldi" náttúrulega bara hugtak. þetta er ekki einhver persóna eða guð. þetta er hugtak.

Fullveldi er ekki eitthvað eitt sem grafið er í einangrun og fáfræði ofan í gömlu skríni til að geyma saumaverkfæri sem Guðrún Pétursdóttir, frá Engey, saumaði bláhvíta fánann með.

Fullveldi er ekki síður td. að taka þátt í samstarfi þjóða í nútímalegrum samtökum og leggja þar inn sína rödd ef þurfa þykir. Í nútímanum er þetta miklu meira fullveldi.

Ergo: þetta fullveldistal er bara bla bla tal einfaldlega vegna þess að ,,orðið" fullveldi er hugtak sem hefur breiða merkingu og mikla túlkunarmöguleika.

það væri auðvelt að snúa öllu þessu ,,fullveldi" og ,,landráð" o.s.frv. - barasta beint uppá ykkur! þið komið í veg fyrir raunverulegt fullveldi landsins!

En eg mun eigi nota þetta gegn ykkur því minn umræðugrunnur liggur á hærra leveli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.1.2013 kl. 20:29

18 identicon

Að sjálfsögðu er krónan ónýt. Hún var á 3. tug síðustu aldar á pari við danska krónu en er nú (gamla krónan) innan við 1/2000 af henni.

Verðgildi hennar er nú innan við 1/20 úr eyri. Hrun hennar er í raun meira en þetta því að verðgildi dönsku krónunnar hefur rýrnað heilmikið á svona löngum tíma.

Ónýtur gjaldmiðill verður að vera í höftum. Enginn treystir slíkum gjaldmiðli. Varla nokkur þorir að koma með gjaldeyri inn í landið vegna hættu á að verða innlyksa með hann.

Erlend fjárfesting verður því í lágmarki ef nokkur. Vegna mikilla erlendra skulda er erlend fjárfesting nauðsynleg.

Allar smugur eru notaðar til að koma gjaldeyri úr landi. Þjóðfélaginu blæðir smám saman út og lífskjör versna jafnt og þétt.

Spillingin þrífst í skjóli ónýtrar krónu. Fyrirtæki eru stofnuð til rágjafar um hvernig nýta skuli smugurnar. Ýmsir verða milljarðamæringar á kostnað almennings. 

Svona veikur gjaldmiðill krefst verðtryggingar auk hárra vaxta. Annars streymir sparnaður úr landi þangað sem öryggið er meira.

Þetta leiðir til að íslenskur almenningur greiðir margfalt meira fyrir íbúðir sínar en nágrannaþjóðirnar miðað við sama verð sem að mestu er tekið að láni.

Óverðtryggð lán henta fæstum vegna þess að greiðslubyrði þeirra verður óviðráðanleg þegar verðbólgan fer á skrið.

Lántaka í krónum er mikið fjárhættuspil eins og dæmin sanna. Umtalsvert eigið fé sem er lagt í íbúðakaup getur gufað upp þannig að eftir standa skuldir sem eru miklu hærri en íbúðarverðið.

Veruleg nettóeign verður að stórri nettóskuld vegna þess að krónan er ónýt.

Háværar kröfur um niðurfellingu skulda er í raun viðurkenning á því að krónan sé ónýt. Það er verið að fara fram á að það sé ekki tekið mark á henni.

Það undarlega er að þeim, sem krefjast skuldalækkunar, dettur almennt ekki í hug að krefjast þess að evra verði tekin upp þó að það gefi mun meiri lækkun á greiðslubyrðinni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 20:51

19 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ásmundur, Mér þætti gaman að fá að vita hvaðan þessi fullyrðing er komin að danska krónan hafi rýrnað heilmikið á þessum tíma.

Danir eru reyndar hættir að nota 25 aura, og hættu því árið 2011 eins og kemur fram hérna. Ég held að aðrar breytingar hafi ekki orðið á verðgildi dönsku krónunar.

Íslendingar eru hinsvegar að fara taka upp 10.000 kr seðil síðar á árinu 2013. Hvenar það verður veit ég ekki nákvæmlega. Fyrir utan þessa hérna frétt á Rúv (og öðrum fjölmiðlum frá sama tíma) þá hef ég ekkert frétt meira af þessu máli.

Mér þykir einnig líklegt að þörfin fyrir 15.000 og 20.000 kr seðla komi fljótlega fram á Íslandi vegna verðbólgu og annara efnahagsþátta.

Jón Frímann Jónsson, 13.1.2013 kl. 23:28

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samfylkingin þvingaði þau ,atkvæði, sem upp á vantaði á þingi til að samþykkja umsóknina í Esb. Síðan var ríkisfjölmiðillinn brúkaður til að koma á framfæri lygasögunni um pakkann. Í dag er þetta ofríkis-apparat farið að seilast í nær allt fullveldi þjóðanna,þær breyttu forsendur einar nægja til að þjóðin á heimtingu á kosningu um hvort hún kærir sig um þennan samruna,sem eykur aðeins á vanda Íslands. Já fullveldi,? Mælist það nú orðið hjá þér Ómar í ,,miklu meira,eða minna fullveldi,, Íslendingar voru hamingjusamasta þjóð veraldar í mælingum alþjóðlegrar könnunar,árunum fyrir EES og jafnvel eftir það einnig.Það er kannski líklegt að við tengjum elskulegu krónuna okkar við einhvern gjaldmiðil,þegar við höfum komið þessari ríkisstjórn frá.Það verður hugur í mönnum og IP.styrkir megna ekki að snúa Íslendingum,miðað við fyrri þekkt atvik. Vonandi rennur aurasýkin af hinum venjulega Íslendingi,sem gerir samt raunhæfar kröfur,svo komist vel af.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2013 kl. 03:03

21 identicon

Jón Frímann, eins og annars staðar í heiminum, allavega á vesturhveli jarðar, hefur verðlag hækkað í Danmörku. Lítilsháttar verðbólga er af hinu góða meðan verðhjöðnun þykir slæm.

Ef við tökum dæmi þá hefur td 2% verðbólga mikil áhrif til langs tíma. Á 90 árum 6-faldast þá verðlag þannig að verðgildi dönsku krónunnar væri í lok tímabilsins aðeins 1/6 af því sem hún var í upphafi þess.

En þrátt fyrir þessa rýrnun á verðgildi dönsku krónunnar hafa kjör batnað í Danmörku vegna þess að laun hafa hækkað meira en verðlag.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 08:25

22 identicon

Fullveldisröksemdafærslan er löngu hrakin. Það er nefnilega meira fullveldisafsal fólgið í EES-samningnum en í ESB-aðild.

Þetta var niðurstaða norskrar sérfræðinganefndar sem norsk stjórnvöld skipuðu til að meta fullveldisafsal vegna EES-samningsins.

Og nú síðast taldi Davíð Cameron, forsætisráðherra Breta, ekki koma til greina að Bretar segðu sig úr ESB (en vera áfram í EES) vegna þess að þá myndu þeir missa fullveldi.

Það er auðvitað augljóst að meira fullveldisafsal er fólgið í því að vera EES-þjóð og taka við tilskipunum frá Brüssel, án þess að geta haft nein áhrif á þær, frekar en að vera í ESB og taka fullan þátt í öllum ákvörðunum sem þar eru teknar.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 10:59

23 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Að sjálfsögðu er krónan ónýt. Hún var á 3. tug síðustu aldar á pari við danska krónu en er nú (gamla krónan) innan við 1/2000 af henni."

"En þrátt fyrir þessa rýrnun á verðgildi dönsku krónunnar hafa kjör batnað í Danmörku vegna þess að laun hafa hækkað meira en verðlag."

Þrátt fyrir rýrnun íslensku krónunnar og þeirra dönsku hafa kjör á Íslandi batnað meira en í Danmörku frá 3. áratug síðustu aldar.

Ónýtu krónurökin halda ekki vatni þegar betur er að gáð!

Eggert Sigurbergsson, 14.1.2013 kl. 20:57

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eggert, Kjör á Íslandi hafa ekkert batnað á þessum tíma. Í reynd þá hafa kjör snarversnað sé miðað við laun og hlutfall ársframleiðslu Íslands. Slík er rýrnun íslensku krónunnar.

Ég fæ mun meira fyrir peningin hérna í Danmörku og í Þýskalandi en á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 14.1.2013 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband