Hagmunir Íslands geta styggt ESB

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur undanfarið fjallað um samningsafstöðu Íslands varðandi innflutning á hráu kjöti og lifandi dýrum. Þar hefur samninganefndin ekki viljað setja á blað þau meginrök að Ísland krefjist algerrar undanþágu. Slík undanþága er ekki bara mál íslenskra bænda heldur ógnar slíkur innflutningur viðkvæmri íslenskri náttúru, einkum vegna sjúkdóma sem eru óþekktir hér á landi og geta orðið lífríkinu mjög skæðir. 

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna fjallar um málið í nýlegu Bændablaði og segir m.a.:  

Þeir sem fylgjast með framgangi mála skynja vel hvað ekki má segja og sækja fram með fyrir hagsmuni Íslands. Vinna við samningsafstöðu 12. kafla um matvælaöryggi er þar gott dæmi.

 Ísland hefur fylgt ströngum takmörkunum á innflutningi lifandi dýra og hráu ófrosnu kjöti. Jafnframt hafa verið hafðar uppi varnir gegn plöntusjúkdómum vegna viðkvæmrar flóru landsins. Þetta er gert til að vernda heilsu manna og dýra og er algjörlega óumdeild og nauðsynleg ráðstöfun. Þá bregður svo við að ekki má setja í samningsafstöðu Íslands afdráttarlausan texta um að slík opnun sé ekki umsemjanleg af okkar hálfu. Með fullri virðingu fyrir hinum ýmsu vottorðum kemur ekkert í staðinn fyrir slíka varúð þegar verjast þarf innflutningi sjúkdóma eins og til dæmis hundaæðis eða gin­ og klaufaveiki.

 Hagsmunagæsla Íslands á brauðfótum Ef ekki má segja og skrifa slíka einarða afstöðu Íslands í samningaafstöðu af ótta við að slíkur texti „stuði“ ESB, hvað má þá skrifa? Hvernig ætla stjórnvöld að gæta hagsmuna Íslands? Hvað má setja í sjávarútvegskaflann? Að gaman væri að þið ESB­þjóðir mynduð ekki koma strax á Íslandsmið?

 Almenningur verður að átta sig á að hagsmunagæsla Íslands er á brauðfótum. Það sjónarmið að segjast vilja gefa þjóðinni tækifæri á að kjósa um samning er hluti af sömu blekkingariðju og yfirborðskennd nálgun á hvað ESB­aðild þýðir fyrir íslenska þjóð. Þegar enga alvöru málsvörn og sókn virðist mega sækja fyrir íslenskum hagsmunum. Eða hvað vill þetta fólk að verði í þeim samningi sem leggja á fyrir þjóðina?

 Ef ekki má skrifa og segja hvað er óumsemjanlegt af Íslands hálfu er tímbært að hætta aðildarferlinu. Það ættu allir að geta skilið sem vilja í raun vinna að hagsmunamálum lands og þjóðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið færast stjórnvöld i fang,enda með létt-stílvopnað lið á loforðalaunum,hér og út um allar arkir. Stjórnvöld með fangið fullt af lygum,brengluðum samningsmarkmiðum,ef einhver eru,að ekki sé minnst á valdnýðsluna við umsókn Esb aðildar. Verlefni nýrrar stjórnar í vor verður að hrekja réttmæti umsóknarinnar og vísa til stjórnarskrárlaga m.a.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2012 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband