ESB vegferð VG þvert á vilja kjósenda flokksins mun hefna sín í næstu kosningum

Það er einföld uppskrift á pólitísku stórslysi þegar flokkur gengur þvert á vilja kjósenda sinna. VG hefur marglýst yfir andstöðu við ESB-aðild. En sé það jafnframt stefna VG í komandi kosningum að halda aðildarferlinu áfram á næsta kjörtímabili munu þúsundir stuðningsmanna VG velja annan flokk.

 

Forysta VG verður að horfast í augu við þá staðreynd að þolinmæði stórs hluta stuðningsmanna VG verður á þrotum ef það yrði stefna frambjóðenda flokksins í kosningabaráttunni að aðildarferlið eigi að halda áfram eftir næstu kosningar í nýrri ríkisstjórn með Samfylkingunni og kannski einhverjum öðrum smáflokkum.

 

Í nýlegri netkönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn þar sem spurt var hvort viðkomandi væri hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að ESB kom í ljós að kjósendur Samfylkingar eru flestir hlynntir aðild eða um 70%. Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild. Það er því afar hagstætt fyrir Samfylkinguna að hafa aðildarumsóknina óafgreidda þegar kjósendur ganga að kjörborðinu. Samfylkingin hefur nokkurn veginn allt sitt á þurru og tekur litla áhættu þótt mikil meiri hluti þjóðarinnar sé andvígur aðild.

 

VG er í allt annarri og miklu verri stöðu. Hjá VG er hlutfall andvígra  62 prósent.  Af þeim segjast eru 16% alfarið andvígir aðild, 21% mjög andvígir og 25 frekar andvíg aðild. Hvernig mun þetta fólk bregðast við, ef forysta flokksins segist ætla að halda áfram vegferð sinni í átt til samnings við 27 Evrópuþjóðir um inngöngu Íslands í ESB? Svarið liggur í augum uppi. Stór hluti kjósenda VG sem er hundleiður á ESB-daðri flokksforystunnar mun velta því fyrir sér að kjósa annan flokk.

 

Í þessari könnun kom í ljós að 79 % kjósenda Framsóknarflokksins reyndust andvíg aðild Íslands að ESB. Sérstaka athygli vekur hve grjótharðir kjósendur Framsóknarflokksins eru í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11 prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

 

Sama má segja um kjósendur Sjálfstæðisflokksins. 80 % þeirra reyndust andvíg aðild og sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild of framsóknarmenn. Af þessum 80% sem reyndust andvígir voru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

 

Ekki er ólíklegt að til verði ný framboð sem höfða muni til þeirra sem kosið hafa VG en eru ósáttir við framgöngu þingflokks VG í þessu stóra máli.


mbl.is Tólf í framboði í forvali VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér sýnist á öllu að nýr vinstri flokkur sé í burðarliðnum. Sá einhversstaðar að lykilmenn hefðu verið að hittast síðan í vor og ræða málin.  Ég held að það sé kominn tími á það, þó ég sé ekki kjósandi VG.  Þá finnst mér sem ESB andstæðingi að VG sé ónýtur stjórnmálaflokkur gagnvart því málefni, og tel að grasrót flokksins hljóti að hugsa á sama veg.  Það væri því gott fyrir það fólk að fá annað val. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2012 kl. 19:43

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

VG hefur brugðist stærstum hluta kjósenda sinna á öllum póstum í ESB málinu.

Af þeirra hálfu voru engir alvöru fyrirvarar voru settir við það hvernig Samfylkingin fengi að halda á þessu máli innan ríkisstjórnarinnar og jafnframt nauðga þessu uppá þjóðina.

flokksforystan hreyfði ekki legg né lið við því að leyfa Samfylkingunni að vaða áfram á skítugum ESB skónum og leyfa hér opnun ESB sendiráðs, opnun sérstakrar áróðursstofu ESB. Engir fyrirvarar voru settir um hvað miklum fjármunum ESB væri leyft að dreifa hér í áróður eða beinar mútugreiðslur til þess að afla ESB innlimuninni fylgis.

En það sem meira var þeir létu Össur og Co ljúga því að sér að ferlið tæki aðeins 1,5 til 2 ár og þá myndi þjóðin kjósa um ESB aðild eða ekki. Það var auðvitað allt saman tóm lygi og því voru þeir svo GRÆNIR að engir fyrirvarar voru settir af hálfu VG um það hvernig framvinda þessara mála yrði eða einhverjir tímafrestir á framvindu þessara mála yrði og hversu langan tíma þessi innlimun gæti tekið.

Þess vegna situr VG alveg verðskudað í þessum ESB forarpitti með svarta Pétur sjálfan og virðist skorta alla döngun koma sér út úr þessari gildru.

Því bíður þeirra ekkert annað en verðskuldað og fyllilega verðugt afhroð í næstu kosningum.

Fyrir mig og þúsundir annarra sem glöptust á að kjósa VG í síðustu kosningum að stórum hluta vegna harðrar andstöðu þeirra við ESB, höfum nú ekki geð í okkur til þess að kjósa þá aftur eftir ömurlega framgöngu þeirra í þessu stóra máli.

Ef ekki kemur fram annar alvöru valkostur gegn ESB aðild þá eiga mjög mörg okkar engan annan kost en að kasta atkvæði okkar á Framsókn eða Sjálfsstæðisflokkinn þó svo að við gerum það ekki með neinni sérstakri gleði.

En umfram allt þá þarf forysta VG að finna til tevatnsins frá Brussel og svika sinna við kjósendur sína í þessu máli.

Þeir hafa aldrei beðist afsökunar á einu eða neinu í þessari ESB svikastarfssmi sinni.

Það hefur ítrekað verið traðkað á okkur stuðningsmönnum þeirra og einnig líka ýmsum kjörnum fulltrúum flokksins, sem hafa verið flæmdir burt og niðurlægðir af flokksforustunni.

Þannig að eina lýðræðið og eina rökrétta í stöðunni núna er að refsa flokknum og forystunni vægðarlaust.

Aðeins þannig virkar lýðræðið.

Gunnlaugur I., 3.11.2012 kl. 20:52

3 Smámynd: Elle_

Eg gat ekki sagt þetta betur en Gunnlaugur.  Forystu VG og nokkrum skammarlegum hjálparmönnum eins og Árna Þór og Birni Val, verður að vera refsað.  Það var vegna andstöðu við Brusselveldið, en ekki síður vegna ICESAVE sem ég persónulega kaus Steingrím af miklum mistökum, svo það komi fram.  Maðurinn var góður ræðumaður, en forhertur lygari.  Valdasjúkur.

Elle_, 3.11.2012 kl. 22:28

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Merkilegt er það annars að á þessum annars málefnalega og ágæta "bloggvef" Vinstri Vaktarinnar hér, skuli aldrei, aldrei, vera ein einustu andsvör eða orðaskipti þeirra forystumanna VG sem þar í öndvegi sitja og oft deilt er á hér.

Telja þeir sig virkilega vera svo yfirhafna yfir rökræður eða orðaskipti við fólkið í landinu eða núverandi og fyrrverandi kjósendur sína að þeir bara þegja !

Er einræðis flokksræði þeirra svona upphafið og skaðlegt !

Gunnlaugur I., 3.11.2012 kl. 22:57

5 Smámynd: Elle_

Já, merkilegt, og hef oft hugsað um það að þeir svari ekki.   Einu stjórnmálamennirnir sem ég veit um að hafi svarað í opinberu bloggi eru Lilja Mósesdóttir og Pétur Blöndal.  (En Bjarni Ben er of upphafinn til að svara jafnvel tölvupósti).

Elle_, 3.11.2012 kl. 23:09

6 Smámynd: Elle_

Ögmundur svarar að vísu oft í síðunni hans.

Elle_, 3.11.2012 kl. 23:17

7 identicon

Skoðanakannanir hafa sýnt að þjóðin vill að aðildarviðræðurnar verði leiddar til lykta og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn sem þá liggur fyrir.

Það verður því tekið óstinnt upp af stórum hluta kjósenda þeirra flokka sem vilja slíta viðræðunum hvort sem það er gert beint eða að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sérstaklega myndu VG bíða afhroð ef þeir tækju upp á slíkum heimskupörum vegna þess að þeir hafa stutt ferlið hingað til. Mikill fjárútlát og vinna fer til einskis nema því verði lokið.

Þeim yrði ekki fyrirgefið það. Þeir verða krafðir um að standa við gefin loforð. Það er einnig lítil hætta á öðru vegna þess að þeir vilja vera áfram í ríkisstjórn.

Þetta er fámenn en hávaðasöm klíka innan VG sem vill slíta viðræðunum. Ég er ekki frá því að VG fái fleiri nýja í flokkinn í stað þeirra sem hætta þegar vinnufriður kemst á eftir brotthvarf sundrungaraflanna.

Klofningsframboð VG kemur ekki manni á þing frekar en önnur ný framboð að Bjartri framtíð undanskilinni.

Með enga lausn á gjaldmiðilsvandanum og mikla óvissu í heiminum er það feigðarflan að slá þennan möguleika, sem ESB-aðild er, út af borðinu.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu trúlega lofa að slíta viðræðunum með þeim afleiðingum að þeir verða langt frá því að ná meirihlutafylgi.

Það mun tryggja framhald stjórnarsamstarfsins með góðum liðstyrk Bjartrar framtíðar.

Fréttir hafa borist af stífum fundum meints klofningsframboðs VG í húsnæði Heimssýnar. Er það kannski á leiðinni inn í Sjálfstæðisflokkinn?   

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 01:10

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ásmundur eða "Lyga Mundi" eins og hann hefur oft verið kallaður hér á þessari síðu, heldur hér áfram fyrri iðju sinni í þágu hagsmuna ESB !

Allar skoðanakannanir síðan í ágúst 2009 hfa sýnt meirihluta andstöðu gegn ESB aðild. Sífellt vaxandi fjöldi snýst gegn aðild.

Enginn alvöru skoðanakönnun hefur sýnt að fólk vilji halda þessu samningsbrölti áfram.

Auðvitað er það staðreynd að VG hefur misst gríðarlegan fjölda stuðnings síns vegna ESB þjónkunnar flokksforustunnar við Samfylkinuna. Flokkurinn hefur líka misst þingmenn fyrir borð og fjölda framámanna í forystu flokksdeilda hans víðs vegar um landið.

Það mun enginn flokkur græða fylgi á því að vera með ESB stefnu á oddinum í næstu kosningum.

Það þarf að vinna að því öllum árum að Samfylkingin verði send í pólitíska útlegð í næstu kosningum og ábyrg og þjóðleg öfl taki höndum saman um uppbyggingu lands og þjóðar utan ESB helsis.

Gunnlaugur I., 4.11.2012 kl. 10:47

9 identicon

Eins og margir aðrir lygarar, reynir Gunnlaugur að draga fjöður yfir eigin lygar með því að kalla þá lygara sem halda sér við sannleikann.

Allar skoðanakannanir - eða nánast allar - hafa sýnt að það er meirihluti fyrir því meðal kjósenda að halda viðræðunum áfram.

Oft hefur þessi meirihluti verið yfirgnæfandi. Ég hef aldrei séð skoðanakönnun þar sem meirihluti var fyrir því að hætta viðræðunum. Ein nokkuð nýleg könnun sýndi þó að jafnmargir voru hlynntir því að halda þeim áfram og að slíta þeim.

Þetta er mjög fámenn en hávaðasöm klíka innan VG sem krefst þess að viðræðunum verði slitið. Úti í þjóðfélaginu er stuðningur við hana nánast enginn. 

Þetta sést best á því að Steingrímur nýtur trausts til forystu flokksins um 2/3 stuðningsmanna hans, en hvorki Jón Bjarnason né Ögmundur komast þar á blað.

Á eftir Ögmundi koma Katrín og Svandís, en hvorug þeirra er hlynnt því að slíta viðræðunum. Samtals hafa þessi þrjú nánast allan stuðning kjósenda flokksins til forystu. Þetta kemur ekki á óvart því að óheilindi eru eitur í beinum meirihluta kjósenda.

Að styðja ríkisstjórn, og vera jafnvel ráðherra í henni, en berjast síðan gegn þeirri stefnu sem var grundvöllur myndunar hennar, eru óheilindi sem fara illa í fólk flest. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 12:16

10 Smámynd: Elle_

Ekki nenni ég að lesa allar lygar Ása að ofan en 1. setningin blasti við þar sem hann kallar Gunnlaug ranglega lygara, yfirlygarinn sjálfur.  Hann stendur þar framar einum mestu lygalaupum Samfó og VG.

Elle_, 4.11.2012 kl. 12:21

11 identicon

Næst síðasta málsgreinin í #9 átti auðvitað að vera svona:

Á eftir Steingrími koma Katrín og Svandís, en hvorug þeirra er hlynnt því að slíta viðræðunum. Samtals hafa þessi þrjú nánast allan stuðning kjósenda flokksins til forystu. Þetta kemur ekki á óvart því að óheilindi eru eitur í beinum meirihluta kjósenda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 12:22

12 Smámynd: Elle_

Og nú ver hann einn mesta óheilinda-lygalaup stjórnmála fyrr og síðar, sjálfan Steingrím mikla.

Elle_, 4.11.2012 kl. 12:29

13 identicon

Elle, það má ekki á milli sjá hvort lýgur meira þú eða Gunnlaugur. Þó er ljóst að þínar lygar eru mun augljósari.

Þær missa allar marks nema hjá þeim sem af augljósum ástæðum eru hvort sem er fyrirfram ákveðnir í að styðja slíkar lygar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 14:35

14 Smámynd: Elle_

Gunnlaugur laug engu en ekki 1 satt orð kemur út úr þínum munni.  Óvanalega mikið af lygalaupum í Samfó og tendgir flokknum.

Elle_, 4.11.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband