Fjármagn og fánar

Nú hefur augljóslega verið blásið til sóknar í baráttunni fyrir því að Ísland fái aðild að ESB. IPA-styrkir flæða yfir landið og eins og fram kom í frétt fyrr í vikunni þá er styrkþegum gert að merkja styrkt verkefni kyrfilega með fána Evrópusambandsins. Línurnar voru lagðar fyrir hartnær 20 árum þegar Evrópusambandið átti í ímyndarkreppu fremur en raunverulegri kreppu eins og nú. Tengja á fána ESB við öll verkefni sem það styrkir til að auka á velvild í garð sambandsins. Að vísu eru einhverjar áhyggjur nú um að fánatengingin kunni að hafa þveröfug áhrif, eins og lesa mátti um í fréttinni sem vísað er til fyrr í vikunni: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/03/varad_vid_ovinsaeldum_esb_fanans/

Jón Bjarnason hefur verið manna duglegastur að minna á að IPA-styrkirnir og sá áróður sem þeim fylgir eru í andstöðu við stefnu VG. Enda fékk hann að fjúka fyrir einarða afstöðu sína í þeim og fleiri ESB-tengdum málum. 

Við getum búið okkur undir að fé og fánar ESB flæði um landið á næstunni. Spurning hvort hægt er að kaupa sér velvild?


mbl.is Segir ESB kaupa sér velvild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það á að fara að setja ESB fána á Eyjafjallajökul. þrjá ESB fána hef eg heyrt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2012 kl. 12:26

2 identicon

ESB-fáninn svokallaði er fáni Evrópu enda var það Evrópuráðið sem tók hann fyrst upp.

Vill Vinstrivaktin kannski að Ísland verði nánast eina Evrópuþjóðin sem er ekki í Evrópuráðinu?

Augljóst er eða hún er hlynnt úrsögn út EES enda voru þeir sem að henni standa á sínum tíma svarnir andstæðingar þess að Íslendingar yrðu aðilar að EES.

Hvernig væri hér umhorfs ef þeir hefðu fengið að ráða?   

ESB-þjóðirnar mynda kjarnann í Evrópuráðinu enda eru í ESB nær allar Norður-  og Vestur-Evrópuþjóðirnar og helstu Suður-Evrópuþjóðirnar.

Noregur og Sviss eru þó undanskildar vegna þjóðrembu í þessum löndum en stjórnvöld þar lögðu til aðild. Þar er þó sá munur á og Íslandi að þær hafa efni á því en við alls ekki.

Hefur Vinstrivaktin reiknað út hve upphæðin er há sem myndi lenda á íslenskum skattgreiðendum ef öllum þessum styrkjum væri hafnað?

Þá er gert ráð fyrir að verkefnin komi til framkvæmda enda nauðsynleg ef við eigum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum og jafnvel vera útilokuð frá erlendum mörkuðum.

Það virðist vera kappsmál Vinstrivaktarinnar að Ísland komist í eða nálgist hóp vanþróaðra ríkja.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 14:06

3 Smámynd: Elle_

- - - Enda fékk hann að fjúka fyrir einarða afstöðu sína í þeim og fleiri ESB-tengdum málum. - - -

Satt hjá ykkur.  Steingrímur mikli bara losaði sig við Jón fyrir að fylgja stefnunni sem þeir voru báðir kosnir fyrir.  Og tók sér alræðisvöld við hlið Jóhönnu á kostnað Jóns og kjósenda, já og þjóðarinnar.  Innan skamms fær Steingrímur að fjúka.  Fyrir fullt og allt líklega.

Elle_, 4.10.2012 kl. 15:27

4 identicon

Vera Jóns Bjarnasonar í ríkisstjórninni var skrípaleikur. Talsmenn ESB höfðu aldrei kynnst því áður að ráðherra í ríkisstjórn ynni gegn stefnu hennar enda er það fráleit staða.

Það er hvergi í stefnu VG að ekki megi gefa þjóðinni kost á að kjósa um ESB-aðild enda ljóst að slíkt tilræði við lýðræðið væri mikil atkvæðafæla.

Auk þess er það með ólíkindum að Jón skuli ekki skilja að í ríkisstjórnarsamstarfi fá engir flokkar allt sem þeir vilja. Stjórnarsamstarf er byggt á málamiðlunum.

Stuðningsmenn Jóns láta gjarnan eins og þeir séu samnefnari fyrir kjósendur VG. Þeir eru hins vegar aðeins lítill minnihluti flokksins.

Hvorki Jón Bjarnason, Ögmundur né nokkur annar í þeim armi VG nýtur neins trausts til forystu í flokknum. Stuðningurinn við Steingrím er yfirgnæfandi.

Næst honum hvað stuðning til formanns varðar er Katrín og síðan Svandís skv skoðanakönnun sem reyndar er ekki alveg ný af nálinni.      

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 18:16

5 Smámynd: Elle_

Steingrímur og næstum allir hinir voru skrípaleikur í ríkisstjórn og munu langfæst, ef nokkur, komast aftur í stjórn meðan lýðveldið lifir.  Skítt með Jóhönnuyfirgangssáttmálann og hvað Brussel finnst.

Elle_, 4.10.2012 kl. 18:38

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fánahyllingin í auglýsingu ESB var alveg frábær.  Dansandi ljóslitaða konan umkringd slæmu gæjunum, þessum dökkleitu með vopnin sín, sem að lokum köstuðu þeim frá sér og krupu fyrir dansmeynni í bláa kjólnum og mynduðu allar gulu stjörnurnar í kringum dömuna.

Ég er enn að reyna að rifja upp hvert illmennanna átti að túlka Ísland...

Kolbrún Hilmars, 4.10.2012 kl. 18:40

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara alveg sjálfsagt að hafa EU merkið uppivið bara sem víðast. Flott og kúl merki.

þessi hugmyndarfræði að umrætt merki sé eitthvað óskaplegt - þetta er alveg hugarfar aftur úr öldum. Forneskja algjör.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2012 kl. 21:27

8 Smámynd: Elle_

Enginn er forneskjulegri en Ómar Kr.  Enginn er öfgarembingslegri en hann og fóstbræðurnir.  En illmennin í auglýsingu dýrðarveldisins, ha, já, það eru allir vondur útlendingarnir sem fóstbræðurnir með brusselska heilkennið eru alltaf að tala um.

Elle_, 4.10.2012 kl. 22:40

9 identicon

Ég var að fatta'ða. ESB innlimunarsinnar eru náttúrulega nýju ungmennafélags- Framsóknarmenninrnir. Gangandi í röð, í hvítu aðkskornu föðurlandinu og hvíta hlýrabolnum, með ESB flaggið hátt á lofti, boðandi fagnaðarerindi samvinnuhugsjónarinnar, samvinnu í Evrópu. Þetta er nýja samvinnuhreyfingin, hið nýja SÍS Evrópu.

Meiri hroðbjóðurinn, að ætla sér að einangra sig frá umheiminum, hætta viðskiptum, já og barasta öllum samskiptum við hinn stóra heim. Banna innflutning af fólki utan hinnar hreinu og fögru Evrópu, setja upp himinháa verndartolla til að vernda Evrópu frá óæskilegri vörur og áhrifum.

Þetta eru meiri þjóðrembingarnir.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband