Upptaka evru tryggir ekki lágt vaxtastig

ESB-sinnar héldu því fram áður en sótt var um aðild að við umsókn Íslands myndu vextir hér lækka. Það reyndist fjarstæða. Nú reyna þeir að telja fólki trú um að við inngöngu í ESBog með upptöku evru muni vextir hér lækka. En það er ekki síður úr lausu loftið gripið.

Á bloggsíðu Heimssýnar föstudaginn 10. ágúst s.l. er þessum yfirborðslega áróðri svarað skilmerkilega í grein sem merkt er SJS undir fyrirsögninni "Seigtrúa ESB-sinnar". Þar segir m.a:

„Þetta vaxtatal Evrópusambandsfólksin ser trú sem byggð er á sandi eftir þær hremmingar sem evrulöndin hafa gengið í gegnum. Þetta fólk lítur algjörlega framhjá því hvaða þýðingu evrukreppan hefur haft fyrir vaxtaþróun á svæðinu og horfur á fjármagnsmörkuðum í framtíðinni. Vextir hafa farið í hæstu hæðir og vaxtaálög benda til þess að lánveitendur hafi ekki trú á stórum hluta ríkja evrusvæðisins  sem stendur – jafnvel á meðan þau eru hluti af evrusvæðinu. Forkólfar evrunnar eins og Otmar Issing virðast í raun draga sömu ályktun.

Þegar meta á áhrif aðildar verður að horfa vítt á málin. Varla getur það talist hagstætt fyrir þjóðir þegar vextir hafa rokið upp um leið og fjármagn er af skornum skammti og atvinna í lágmarki.Fyrir vikið hafa ríkissjóðir mun minni tekjur en áður – og þeir eiga erfiðara að fá lán til að láta enda ná saman. En ESB-sinnar líta bara framhjá þessu og halda að heimurinn verði fjármálaleg paradís líkt og á uppgangsárunum eftir síðustu aldamót bara ef Íslendingar sækja um aðild að ESB. Framsetning af þessu tagi er ekki einungis flónska. Hún er óheiðarleg.

Það er heldur ekki úr vegi að minna þetta fólk á að það eru aðallega þættir á borð við framboð af fjármagni og eftirspurn eftir því sem ráða vöxtum. Þá hefur það sýnt sig að jafnvel innan evrusvæðisins hafa vextir þróast með mjög mismunandi hætti og vextir á lánum til almennra neytenda hafa verið mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum og svæðum þótt millibankavextir séu hinir sömu.

Portúgalskur bóndi fer ekki til Þýskalands til þess að taka lán – hann fer í sinn héraðsbanka. Og við vitum jú hvernig vextir hafa þróast í Portúgal, á Spáni og víðar. Hvorki í Portúgal né á Íslandi verða aðstæður eins og í Dusseldorf aðeins við það að gengið sé í ESB. Lönd og héruð hafa haft sína sérstöðu, jafnvel innan ESB á sæmilega skikkanlegum tímum fyrir kreppuna. En það sem hrjáir Spánverja, Íra, Ítala og fleiri er fyrst og fremst sú dauðatreyja sem evran hefur sett þau í. Án hennar hefði skuldastaða þessara ríkja án efa verið mun betri og vextir lægri.

Saga þessara þjóða síðustu árin ætti að vera okkur Íslendingum víti til að varast. Það er aðeins í augum íslenskra ESB-sinna sem harmsaga þessara þjóða er aðeins undantekningin sem sannar tilvist evrusæluríkisins.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blekkingaráróðurinn heldur áfram. Einföldum staðreyndum er neitað.

Um daginn var Spánn sagður vera með næstmest atvinnuleysi í heiminum  í stað þess að vera í 35. sæti eða þar um bil  eins og hver heimildin á fætur annarri á netinu sýndi. Nú eru það vextirnir.

Ástæðan fyrir háu raunvaxtastigi á Íslandi er lítið traust á krónu einkum vegna smæðar gjaldmiðilsins. Smæðin veldur gífurlegum sveiflum á gengi. Það er því nauðsynlegt að hafa vexti háa til að komast hjá miklum fjármagnsflótta úr landi.

Nema menn hafi hugsað sér ströng gjaldeyrisahöft til frambúðar.

Fljótlega eftir inngöngu í ESB kemst krónan í skjól hjá ECB. Það eykur traust á henni. Þess vegna eru möguleikar á vaxtalækkunum áður en evra verður tekin upp.

Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að vextir á evrulánum geti ekki hækkað. Vextir á heimsmarkaði fara upp og niður og hafa verið í lágmarki undanfarin ár. Með vaxandi verbólgu hækka vextirnir. Einnig sveiflast raunvextir nokkuð eftir efnahagsástandinu.

Jafnvel enn meira virði en lækkun vaxta er miklu jafnari greiðslubyrði  á óverðtryggðum lánum. Greiðslubyrði á óverðtryggðum lánum hækkar svo mikið á Íslandi þegar verðbólga fer á skrið að lánupphæðir upp á meirihluta íbúðarverðs verða flestum óyfirstíganlegar.

Þess vegna er verðtrygging talin nauðsyn með öllum sínum göllum.

Lántaka í íslenskum krónum er fjárhættuspil. Með upptöku evru og jafnvel fyrr verður það liðin tíð að margar milljónir sem lagðar eru í íbúð gufi upp og eftir standi skuldir sem  eru miklu hærri en söluverð íbúðarinnar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 15:23

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar talað er um vexti þá er undantekningalaust átt við skuldavexti. Það væri ekki verra ef Ásmundur tíundaði innlánsvexti í ESB. Gæti orðið ómótstæðileg freisting, ESB í hag... :)

Ef ég á milljón á bankabók (óbundið með gullkjörum) eru vextirnir 1.10% eða 0.88% þegar skatturinn er búinn að hirða sitt.

Ef ég skulda milljón sem yfirdráttarheimild (á gullkjörum) eru vextirnir 12,55%.

Semsagt; ef ég á innstæðuna fæ ég 8.800 á ári fyrir að lána bankanum, en ef ég á skuldina fær bankinn 125.500 á ári fyrir að lána mér.

Er ekki skakkt gefið?

Kolbrún Hilmars, 20.8.2012 kl. 17:38

3 identicon

Þó að vextir hafi verið nokkuð mismunandi í evrulöndum þá hafa raunvextir í þeim öllum verið miklu lægri en á Íslandi.

Reyndar hefur vaxtalækkun eftir upptöku evru verið kennt um vandræði á evrusvæðinu. Vaxtalækkun er þó ekki af hinu illa.

Hún er hins vegar bólumyndandi ef ekki er gripið til einfaldra hagstjórnartækja til að hafa hemil á henni. Það brást í tilteknum löndum og því fór sem fór þegar alþjóðlega skuldakreppan fór að láta á sér kræla.

Það er eins og stjórnvöld í fáeinum evrulöndum hafi trúað að evran væri þvílíkt kraftaverkameðal að það væri í lagi að láta allt reka a reiðanum með evru sem gjaldmiðil.

Það er ekki hægt að kenna vaxtalækkun evru um vandræðin og á sama tíma neita að vextir lækki með tilkomu evru. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 17:41

4 identicon

Þó að vextir hafi verið nokkuð mismunandi í evrulöndum þá hafa raunvextir í þeim öllum verið miklu lægri en á Íslandi.

Reyndar hefur vaxtalækkun eftir upptöku evru verið kennt um vandræði á evrusvæðinu. Vaxtalækkun er þó ekki af hinu illa.

Hún er hins vegar bólumyndandi ef ekki er gripið til einfaldra hagstjórnartækja til að hafa hemil á henni. Það brást í tilteknum löndum og því fór sem fór þegar alþjóðlega skuldakreppan fór að láta á sér kræla.

Það er eins og stjórnvöld í fáeinum evrulöndum hafi trúað að evran væri þvílíkt kraftaverkameðal að það væri í lagi að láta allt reka á reiðanum með evru sem gjaldmiðil.

Það er ekki hægt að kenna vaxtalækkun evru um vandræðin og á sama tíma neita að vextir lækki með tilkomu evru. Vextir í evruríkjum eru ekki bara lægri en vextir á Íslandi. Þeir eru miklu lægri. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 18:28

5 identicon

Kolbrún, vaxtamunur (munur á vöxtum inn- og útlána) er miklu meiri á Íslandi en á evrusvæðinu. Þess vegna geta innlánsvextir verið lægri á Íslandi þó að útlánsvextir séu hærri. 

Með upptöku evru má búast við samkeppni erlendra banka og hlýtur þá þessi vaxtamunur að minnka.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 19:03

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ertu þar með að segja að evrueigendur séu í sömu stöðu og krónueigendur; að spariféð sé best komið undir koddanum?

Kolbrún Hilmars, 20.8.2012 kl. 19:04

7 identicon

Það er alltaf verið að draga fram málefni sem þú hefur ekkert vit á, Mundi minn. Og alltaf sérðu ástæðu til að tjá þig um það. Sem er gaman.

Það er nú þannig með evruna, að hún hefur verið að hrynja undanfarið, heil 15% gagnvart helstu gjaldmiðlum heims. Auðvitað kallar svona hrun á hærri vexti.

Hinsvegar þarf almenningur í evrulandi ekki að hafa svo miklar áhyggjur, nema þeir sem eru með lán, að sjálfsögðu, því það fær ekki nokkur maður lán á evrusvæðinu. Bankar þar eru í rúst út af evrunni og hræðilegu lagaumhverfi ESB, og hafa ekki eitt evrusent að lána.

Írar verða t.d. að sýna fram á það, að þeir séu í öruggu starfi hjá ESB eða erlendu stórfyrirtæki, til að fá lán.

Og vextirnir?

Hvað haldið þið, þeir hækka bara og hækka, enda háðir lögmáli um framboð og eftirspurn.

Mundi, mundu svo að kenna mér og Davíð ekki um þessa hörmungarstöðu í ESB. Það eru takmörk á illu valdi okkar.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 19:05

8 identicon

Kolbrún, ég er ekki vel kunnugur innlánsvöxtum á evrusvæðinu. En eins og ég sagði þá, geta þeir hugsanlega verið hærri þar en hér vegna minni vaxtamunar.

Svo má ekki gleyma því að það eru raunvextir sem skipta máli en ekki nafnvextir. Hærri nafnvextir hér geta hæglega þýtt lægri raunvextir vegna meiri verðbólgu. 

Annars er ljóst að þegar vextir eru lágir í heiminum þá kemur það bæði fram í útláns- og innlánsvöxtum. Það er mikið hagmunamál að minnka vaxtamuninn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 19:19

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég hef miklu meiri áhuga á að fræðast um innlánsvexti ESB en útlánsvexti. Enda eru margir okkar ESB andstæðinga í þeirri stöðu að hafa meiri áhuga á ávöxtun en lánavöxtum.

Af hverju ganga ESB sinnar alltaf út frá því að ALLIR íslendingar séu í leit að lánafyrirgreiðslu?

Kolbrún Hilmars, 20.8.2012 kl. 19:23

10 identicon

Gott hjá Hilmari að átta sig á að vextir séu háðir framboði og eftirspurn. Verra er að þetta virðast vera orðin tóm svona eins og utanbókarlærdómur fyrir próf í skóla.

Ég benti nefnilega á að við þyrftum hærri vexti en á evrusvæðinu vegna lítils trausts á krónu. Þar eru að verki lögmál framboðs og eftirspurnar. Háir vextir vega upp á móti litlu trausti á krónuna.

Hilmar virðist ekki kunna að lesa gröf. Ég var með hlekk á graf nýlega sem sýndi að ekkert hrun hefur orðið á gengi evru, Lækkanir nýlega eru aðeins eðlilegar sveiflur. Reyndar er gengi evru gagnvart dollar mun hærra en í byrjun aldarinnar.

Styrkleiki gjaldmiðla ræðst ekki af skammtímasveiflum. Það er hins vegar hið besta mál að gengi evru lækki töluvert. Þannig fæst hin langþráða gengislækkun gjaldmiðilsins og samkeppnishæfnin batnar gagnvart löndum utan evrusvæðisins.

Evran hefur að mestu hækkað og hækkað gagnvart dollar og pundi mörg undanfarin ár. Þessar hækkanir mega gjarnan ganga tilbaka og þótt fyrr hefði verið.

Það er nú bara gott mál ef lántakar í evrulöndum þurfa að sýna fram á líkur á þeir geti borgað lánin tilbaka. Það hefði farið betur á því að íslenskir bankamenn hefðu haft þetta viðhorf í heiðri þegar þeir lánuðu á árunum fyrir hrun.

Flestir sem vilja fá þó lán í flestum evrulöndum enda er atvinnuleysið þar hóflegt með fáeinum undantekningum.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 21:53

11 identicon

Hahaha... hóflegt atvinnuleysi í evrulöndum...

Hann var nokkuð sýrður þessi. Færð punkt fyrir góðan húmor Mundi.

En frá gríninu að alvörunni, það er náttúrulega döpur staðreynd, að meðan helstu gjaldmiðlar heims eru veikir, þá skuli evran samt hrynja.

Ekki bætir úr skák, að engar forsendur eru fyrir styrkingu, bara áframhaldandi falli, enda eru bankar í evrulöndum gjaldþrota, eins og meirihluti ríkjanna.

Og hvað segir það okkur um vexti?

Jú, ef bankar eru gjaldþrota, þjóðir eru gjaldþrota, atvinnuleysi í hæstu hæðum, þá verða engin lán. Og þau lán sem þó bjóðast, eru á gríðarháum vöxtum. Og í framhaldi af enn meira falli evru, þá hækka vestir.

Málið er, að lánin í Evrópu eru ákveðin einhliða af bönkum, og lán sem var veitt árið 2008 kemur til með að hækka umtalsvert á næsta ári.

Evulendingar eru fastir í víxlverkun hrynjandi gjaldmiðils og hækkandi vaxta. Skuldaálag á ríki og banka hækka og hækka, sem enn þrýsta vöxtunum upp. Og þar sem bankarnir eru gjaldþrota, og ríkin einnig, þá er ekki hægt að bregðast við með innspýtingu og lækka vexti með auknu framboði peninga.

Við bætist spírallinn niður á við, sem felst í ónýtum lánasöfnum banka, sem ekki er byrjað að eiga við. Þegar sú vinna hefst, þá versnar hagur banka enn meira, og eftir því sem fasteignaverð evrulands fellur, því hraðar spinnst allt niður á við.

Ef ekki verður brugðist við, þá eru fjölmörg ríki Evrópu ústsett fyrir að verða s.k. "failed states"

Allt þetta er í boði ESB klíkunnar, og þetta vilja sumir vitleysingar bjóða okkur Íslendingum uppá.

Eina lausnin sem er í boði, er að henda evrunni á ruslahaugana, þar sem hún á heima.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 22:31

12 identicon

Ástæðan fyrir því, að ríki geta ekki spýtt inn peningum í hagkerfin, eru að sjálfsögðu vegna himinhárra skulda og afborgana sem eru að sliga þau, auk þess sem gríðarlegt atvinnuleysi, samdráttur í framleiðslu og ofbólgin ESB kerfi tryggja að ríkin eru ekkert að verða sjálfbær í peningastjórn, og verða það ekki undir evrunni.

Með öðrum orðum, ríkin eiga ekki aur, og fá hvergi lánað nema á okurvöxtum. Sama á náttúrulega við um bankana.

Í evrulandi gæti hugsanlega fundist vaxtatafla með fallegum tölum, en því miður, enga peninga.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 22:36

13 identicon

ECB prentar peninga ef þörf er á svo að það er engin hætta á almennum peningaskorti á evrusvæðinu þó að fáeinar þjóðir búi við peningaskort vegna þess að þær eru ekki eða varla borgunarmenn fyrir skuldum sínum.

Samtryggingin veldur því að vandi þeirra er miklu minni en okkar við svipaðar aðstæður enda erum við ein á báti. Þeim bjóðast lán á góðum kjörum og ESB semur jafnvel um niðurfellingu skulda.

Þannig komast þeir hjá að leita á náðir Parísarklúbbsins sem er eitt versta hlutskipti sem þjóð getur hlotið.

Evran kemur einnig í veg fyrir gífurlegar hækkanir á erlendum skuldum vegna hruns á gengi eigin gjaldmiðils ef hann væri til staðar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 23:10

14 identicon

"Hahaha... hóflegt atvinnuleysi í evrulöndum...

Hann var nokkuð sýrður þessi. Færð punkt fyrir góðan húmor Mundi."

Þetta er pínleg fáfræði. Er það Davíð sem hefur logið því að þér að það væri mikið atvinnuleysi í evrulöndum en ekki bara fáeinum evrulöndum?

Hér geturðu kynnt þér málið ef Davíð leyfir:

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_unemployment_rate

Tókstu eftir því að ESB-löndin sem eru með minnst atvinnuleysi eru öll með evru? Þetta eru Austurríki, Lúxemborg, Holland og Þýskaland með 3.9-5.4% atvinnuleysi.

Mundu svo að sannreyna það sem Davíð segir. Það er ekki gott fyrir málstaðinn að vera ítrekað staðinn að ósannindum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 23:37

15 identicon

Oh dear oh dear, Mundi.

Þeir prenta bara peninga!

Hingað til hef ég látið þig njóta vafans, talið að þú værir að leika kjána annað slagið.

Ég viðurkenni að ég hafði rangt fyrir mér, þú ert hreinræktaður bjáni. Því miður, ég hafði lúmskt gaman að þér.

Ekki furða þó þú sért síðasti ESB sinninn sem þorir að tjá þig opinberlega (þó undir lognu nafni sé), fyrir utan Jón Freeman að sjálfsögðu.

Þeir prenta bara peninga.....

Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 01:21

16 identicon

"ECB prentar peninga ef þörf er á svo að það er engin hætta á almennum peningaskorti á evrusvæðinu.."

Hahaha, þetta hlýtur að vera ein heimskasta setning Ásmundar.

Og er hægt að opinbera jafn vel og rækilega hvað maður hefur ekkert hundsvit á umræðuefninu?

Þvílíkur apaköttur!

Hvað með að reyna að læra undirstöðufræði í umræðuefninu, áður en þú byrjar að væla þínar möntrur og fullyrðingar, sem eru ekki í neinu sambandi við það sem við köllum raunveruleikann.

Þvílíkur heimskingi!! Þvílíkt fífl!!

palli (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 05:37

17 identicon

Ekki kemur á óvart að Hilmar þekki ekki grundvallaratriðin í peningastjórnun þó að þau séu hans hjartans mál. Þess vegna er ekki heil brú í málflutningi hans.

Prentun seðlabanka á peningum er eitt af grundvallaratriðunum í peningastjórnun. Verðmæti peninga í umferð eykst þó ekki við peningaprentun heldur rýrnar verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru. Slík peningaprentun veldur því verðbólguskoti (eða minni verðhjöðnun en ella).

Skuldirnar rýrna hins vegar ef þær eru ekki verðtryggðar og það verður því auðveldara að greiða þær. Peningaprentun er því færsla á fé frá þeim sem eiga til þeirra sem skulda.

Peningaprentun gagnast vel í ESB vegna þess að þessar þjóðir skulda aðallega hver annarri. Hún gagnast hins vegar verr hjá okkur þar sem svo stór hluti skulda er i erlendum gjaldeyri. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 08:38

18 Smámynd: Bragi

Ásmundur:

Þú gleymir hér grunnatriðinu. Þjóðverjar taka ekki í mál að ECB prenti peninga fyrr en pólitískur samruni (og bankasamruni) hefur átt sér stað. Bágstaddar þjóðir vilja að ECB prenti pening núna áður en pólitískur samruni eigi sér stað. Finnar heimta betri veð fyrir lánveitingum en þau eru búin.

Pólitíski viljinn er ekki fyrir hendi. Svo einfalt er það.

Þar sem þú dásamar peningaprentun, sem er nánast eina leiðin út úr evruvandanum verður að segjast, og í leiðinni verðbólgu, skaltu íhuga þá hugsanavillu sem þú hefur varðandi það að það þurfi að taka upp annan gjaldmiðil til að losna við verðtryggingu. Um leið og það gerist færðu ef til vill skýrari sýn á málin.

Bragi, 21.8.2012 kl. 09:01

19 identicon

HAHAHA....   

Já er það, Ásmundur??

Vá, takk fyrir að upplýsa okkur um þennan fróðleik!!

HAHAHA!!!

Þú ert svo yfirnátturlega heimskur að 1000 orð gætu ekki lýst því.

Það er eins og að reyna rökræður við organdi pelabarn að tala við þig. Þú veist nákvæmlega ekkert um hvað þú ert að tala. Nákvæmlega ekki neitt.

En takk fyrir að reyna. Óneitanlega skemmtilegt þegar bjáni eins og þú flettir upp í kennslubókum um einfaldar staðreyndir, og heldur að þú vitir eitthvað.

Eykst verðgildi peninga ekki, við það að það séu prentaðir fleiri peningar????

Guð, hvar væri ég ef þú hefðir ekki bent mér á þetta?????

HAHAHAHA!!!!!

palli (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 09:56

20 identicon

Bragi, ECB hefur verið að prenta peninga og mun halda því áfram. Hvaðan heldurðu að peningarnir hafi komið sem ECB lánaði til banka i vanda í sambandi við afskriftir skulda Grikklands?

Auðvitað er málið svolítið flóknara þegar ríkin eru mörg um gjaldmiðilinn en að Þjóðverjar séu sérstaklega einhver fyrirstaða er bara bull. Áróðurinn um  Stór-Þýskaland leynist víða.

Ég hef ekki dásamað peningaprentun enda á ekki að nota hana meira en nauðsynlegt er. Peningaprentun veldur verðbólgu en sá vandi í ESB-löndum yrði aldrei nema brot af verðbólguvanda vegna krónunnar.

Ég hef þegar útskýrt fyrir þér hvaða afleiðingar það hefur að afnema verðtryggingu:

  1. Vegna hárrar greiðslubyrði óverðtryggðra lána fyrstu árin geta miklu færri tekið óverðtryggð lán til íbúðakaupa en verðtryggð. Afnám verðtryggingar mun því þýða að miklu færri hafa efni á að eignast íbúð.
  2. Þegar verðbólgan fer á skrið munu greiðslur af óverðtryggðum lánum hækka fljótlega upp úr öllu valdi svo að flestir geta ekki lengur staðið í skilum.

Eina leiðin til að komast hjá þessum vanda eða milda hann er að setja hámark á vextina. Það mundi þýða að raunvextirnir væru tilviljun háðir og gætu hæglega  orðið neikvæðir. 

Þetta getur reyndar átt við um óverðtryggð lán annars staðar en í miklu minni mæli. Hér gerist það í svo ýktri mynd að það gengur alls ekki upp. 

Meðan þeir sem vilja óverðtryggð lán fá þau nær það ekki nokkurri átt að meina öðrum að taka verðtryggð lán og koma þannig í veg fyrir að þeir geti eignast þak yfir höfuðið.

Lántaka í krónum er fjárhættuspil. Meðal annars þess vegna er brýnt að hefja undirbúning að því að taka upp evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 11:27

21 identicon

hahaha...

Já Ásmundur, ertu núna orðin fjármálaspekúlant?

Hahaha..

Copy-paste af einhverjum ESB sjúklingnum (sem hefur þó menntun í fjármálum) gerir þig ekki að vitibornum manni.

Sorry, þú ert hálfviti. Það er mjög augljóst öllum hérna inni, nema þér auðvitað, því þú ert hálfviti.

palli (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 12:03

22 identicon

Samt rosalega gott að þú útskýrðir fyrir okkur að verðgildi peninga eykst ekki við prentun peninga.

Gott að hafa svona á hreinu, sko

hahahaha!!!

palli (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 12:05

23 Smámynd: Bragi

Ásmundur:

Þú virðist ekki gera þér grein fyrir að verðtryggingarkerfið geti mögulega verið verðbólguhvetjandi og leiði til hærri vaxta en ella þyrfti án þess.

ECB vill fá ótakmarkað vald til peningaprentunnar, fær það ekki vegna andstöðu Þjóðverja. Pólitískur vilji er ekki fyrir hendi, enn og aftur.

Bragi, 21.8.2012 kl. 12:13

24 identicon

Bragi, það er misskilningur að verðtrygging sé verðbólguhvetjandi. Lánaskilmálar geta verið verðbólguhvetjandi ef þeir eru þess valdandi að greiðslubyrðin verður þyngri en ella því að þá verða fyrirtæki að selja framleiðslu sína á hærra verði til að geta staðið í skilum með lán.

Greiðslubyrðin á verðtryggðum lánum er eins og fyrirfram er talið eðlilegt enda er verðtryggingin aðeins leiðrétting. Vextirnir eru því  raunvextir. Óverðtryggðu láinn hafa lengi haft hærri raunvexti sem sýnir að verðtryggingin hefur ekki verið verðbólguhvetjandi.

Það væri nær lagi að tala um að óverðtryggð lán séu verðbólguhvetjandi vegna þess hve greiðslubyrði þeirra sveiflast mikið og verður miklu hærri en á verðtryggðum lánum hluta lánstímabilsins.

Fyrirtækin verða þá að selja framleiðslu sína á svo háu verði að þau ráði við þessa háu greiðslubyrði. Svo þegar skuldabyrðin léttist er verð ekki lækkað heldur hækkar arður til eigenda.

Helstu rök fyrir því að verðtrygging sé verðbólguhvetjandi eru að óeðlilegt sé að ákveðnir liðir séu í vísitölunni og valdi hækkun lána. Menn reikna svo út að samtals séu þessir liðir einhverjir tugi prósenta sem lán ættu að vera lægri.

Þetta er hins vegar algjör hugsanavilla vegna þess að ef þú kippir út úr vísitölunni einhverjum liðum hækkar vægi hinna.

Að taka liði út úr vístölunni hefur því aðeins áhrif til lækkunar á henni að þessir liðir hækki meira en aðrir liðir. Ef hækkun þeirra er minni veldur það hækkun á vísitölunni að taka þá út.

Gaman færi að sjá rökstuðning þinn fyrir því að verðtrygging sé verðbólguhvetjandi.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 21:04

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verðtrygging er fyrirbæri sem mæld er eftir vísitöluhækkunum. Í þágu verðtryggingar er síðan vísitölunum ranglega beitt.

Neysluvísitalan mælir hækkun á neysluvörum, hvort sem hún stafar af uppskerubresti, verðhækkun í hafi eða auknum skattálögum. Þessa vísitölu á EKKI að nota á neitt annað en neyslulán.

Rétt eins og byggingarvísitala mælir ekki verðlagshækkun á matvælum, bensín, tóbaks- og áfengissköttum ríkisins.

Byggingarvísitalan er réttilega notuð til þess að mæla byggingarkostnað. Þar á líka heima vísitala húsnæðislána.

Kolbrún Hilmars, 22.8.2012 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband