Stjórn VG í Rvík krefst þess að aðildarumsóknin verði endurmetin

Nú í vikunni sendi stjórn VG í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem Samfylkingin er gagnrýnd fyrir að þverskallast við að taka upp brýna umræðu um endurmat á fyrri stefnu (þ.e. aðildarumsókninni að ESB), þegar öll rök og heilbrigð skynsemi mæli með því.

Í yfirlýsingunni fagnar stjórn Vinstri grænna í Reykjavík þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðildarumsókn Íslands að ESB og telur eðlilegt að jafn veigamikið mál sem innganga ESB er, sé rætt á öllum stigum málsins.

„Þegar aðstæður og forsendur breytast er slík umræða enn mikilvægari. Í því ljósi þykir stjórn VGR það óeðlileg kreddufesta að neita að ræða af alvöru afstöðu til aðildarumsóknar að ESB í ljósi breyttra aðstæðna.“

„Það hefur ávallt verið ljóst að Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB og hefur lagt áherslu á sjálfstæða utanríkisstefnu. Nú þegar reynsla er komin á svokallaðar björgunaraðgerðir Evrópusambandsins í Grikklandi, og öðrum aðildarríkjum sambandsins sem glíma við afleiðingar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, er ljóst að sambandið er ekki það skjól fyrir smáþjóðir sem margir sáu fyrir sér veturinn 2008-2009. Evrópusambandið hefur fyrst og fremst staðið vörð um hagsmuni stórbanka og fjármagnseigenda og velt öllum byrðum kreppunnar yfir á almenning,“ segir í yfirlýsingunni.

„Það hefur einnig alltaf legið fyrir að Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið um þessa afdrifaríku ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórn VGR er ekki ein um að telja að ekki sé bitið úr nálinni með framtíð Evrópusambandsins og á því bágt með að skilja hvers vegna samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn þverskallast við að taka upp brýna umræðu um endurmat á fyrri stefnu, þegar öll rök og heilbrigð skynsemi mæla með því.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nú þegar þrýstingurinn á forystu VG um að taka verði ESB málin til endurskoðunar kemur úr öllum áttum af þeim sem enn er ekki búið að bola burt úr flokknum.

Meira að segja 9 þingmenn af 12 sem enn eru eftir í flokknum krafist þess að umsóknin verði tekin til endurskoðunar.

Þá steinþegir formaðurinn sjálfur, en rakkinn hans geltir víst og spangólar um að engin þörf sé á slíku.

Þá berast nú þær furðulegu fréttir að á fyrirhuguðum Flokksráðsfundi VG sem haldinn verður innan skamms þá sé ekkert rúm gefið í dagskránni til þess að flokksráðsfulltrúarnir geti þar rætt ESB málin.

Opið og gegnsætt og lýðræðislegt flokksstarf það, eða hitt þó heldur, í flokki sem hefur viljað kalla sig grasrótarsinnaðan lýðræðisflokk.

Getur það verið, ég spyr nú bara, nú árið 2012:

.......Býr Stalín enn þá hér ?

Gunnlaugur I., 19.8.2012 kl. 15:41

2 identicon

"Nú þegar reynsla er komin á svokallaðar björgunaraðgerðir Evrópusambandsins í Grikklandi, og öðrum aðildarríkjum sambandsins sem glíma við afleiðingar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, er ljóst að sambandið er ekki það skjól fyrir smáþjóðir sem margir sáu fyrir sér veturinn 2008-2009."

Þetta er undarleg fullyrðing. Grikkland er ekki smáþjóð. Íbúafjöldinn þar er um 30 sinnum meiri en á Íslandi. Einu ESB-þjóðirnar sem eru af svipaðri stærðargráðu og Ísland eru Lúxemborg og Malta. Þeim hefur vegnað mjög vel í ESB.

Grikkir hafa þó notið mikillar fyrirgreiðslu. Fyrir milligöngu ESB var meirihluti skulda gríska ríkisins afskrifaður auk þess sem því hefur verið tryggð nauðsynleg lán á mjög hagstæðum kjörum.

Ástandið á Grikklandi er þeirra eigið sjálfsskaparvíti auk þess sem alþjóðleg skuldakreppa hefur herjað á þá. Sjálfir kenna þeir ekki ESB né evru um ástandið og vilja fyrir alla muni halda í hvorutveggja.

Fyrir örþjóð eins og Ísland er sérstaklega mikill fengur í ESB-aðild. Við erum of fámenn til að geta haldið úti eigin gjaldmiðli og vandaðri löggjöf. ESB-aðild er lausn á hvorutveggja auk þess sem við fáum nauðsynlega bandamenn.

Aðalfengurinn með aðild er þó sú alhliða efling íslensks samffélags sem fæst með slíku samstarfi við mestu lýðræðisþjóðir heims. Slíkt samstarf á jafnréttisgrundvelli er allra hagur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 20:42

3 identicon

Elle, hvaða heilaþvottastöð hefur farið svona með þig? Hefurðu hugleitt að lögsækja hana?

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 20:53

4 identicon

Athugasemd #3 lenti hér með rangri færslu. Hún er nú komin á réttan stað. Það mætti gjarnan fjarlægja hana héðan ásamt þessari.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 21:05

5 identicon

Grikkland er í rúst. Á það að vera hægt í ESB?

Ég meina, með þessari gífurleg vönduðu lagasetningum, þá á það ekki að vera hægt?

Malta er í fínum málum miðað við þær þjóðir ESB sem eru gjaldþrota. Miðað við aðrar þjóðir, nei, ekkert sérlega.

Þess utan má reikna með því, að Malta sé hægt og rólega að sogast niður í hyldýpið. Þeir fá til sín sífellt stærri hluta af skuldafjallinu í EU til að greiða niður, í gegnum "björgunarsjóði"

Ég man þá tíð, þegar ESB sinnar bentu á að Spánn væri í ágætum málum. Bankarnir þar væru miklu betur staddir en aðrir bankar Evrópu. Þetta var á þeim tíma sem Írland var að verða gjaldþrota.

Og hvar er Spánn í dag?

Hverjum er ástandið þar að kenna?

Vandaðri löggjöf ESB?

Auðvitað er ástandið í Grikklandi Grikkjum að kenna. Þeir vildu þetta ESB, og þeir vildu þessa evru.

Grikkir vilja núna fyrir alla muni losna við þennan ESB Trójuhest, sem lagði landið í rúst. En það er erfitt þegar ESB heldur byssu að höfði þeirra, og hóta þeim efnahagslegri gjöreyðingu ef þeir láta sér til hugar að yfirgefa evruna.

Þess vegna sjáum við gríska stjórnmálamenn með þvingað og frosið bros lofa áframhaldandi veru í helvíti. Grískur almenningur vill þó fyrir alla muni losna út.

ESB eru yfirþjóðleg glæpasamtök, sem ryksuga verðmæti smærri aðildarríkja, sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við sáum það ágætlega í Icesave, og við sjáum það ansi vel í makrílmálunum.

Ekki skrýtið þó utanríkisráðerra Finna taki það fram, að hann treysti ekki fjórmenningaklíkunni, Rompuy, Baroso, Junker og Draghi. Mönnum sem hafa ekkert umboð frá borgurum ESB ríkja, en sækja sér samt sífellt meiri og meiri völd.

Einungis fáráðlingar vilja þarna inn. Fólk sem hefur ekki það nauðsynlegasta fyrir heilaþvott. Heilann sjálfan.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 21:21

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fengur í Esb? með samstarfi við ¨mestu lýðræðisþjoðir heims¨ekki er ESB.lýðræðisbandalag,hvenær fara fram kosningar þar? Hversvegna hafa reikningar ekki verið samþykktir í meira en tug ára. Málið er að þetta yfirþjóðlega samband græðir á inngöngu Íslands en ekki öfugt,þetta vita landssölumenn. Með alla þekkingu okkar og vinnufúsar hendur,getum við notið auðlynda okkar sjálf,ætlum ekki að láta svikara eyðileggja lýðræðisríkið Ísland. Þessi Evruleppstjórn,stöðvaði tilraunaveiðar á Makríl við Grænland,þú sérð það Ásmundur að stjórnin vill alls ekki að fólkið bjargi sér. Veistu afhverju? Nei, ekki ég ,eða afhverju þeir ,ljúga,svíkja og kúga.

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2012 kl. 21:31

7 Smámynd: Elle_

Nei, endilega höldum hinu gáfulega commenti um heilaþvottastöð, ætlað til að þagga niður í ´villiketti´.  Við getum líka lesið það þarna:

3 identicon

Elle, hvaða heilaþvottastöð hefur farið svona með þig? Hefurðu hugleitt að lögsækja hana?

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 20:53

4 identicon

Athugasemd #3 lenti hér með rangri færslu. Hún er nú komin á réttan stað. Það mætti gjarnan fjarlægja hana héðan ásamt þessari.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 21:05

Elle_, 19.8.2012 kl. 22:02

8 identicon

Það er kostulegt að lesa rök Hilmars gegn ESB-aðild.

Úr því að ESB er ekki paradís þar sem framtíð ríkja er tryggð um alla framtíð óháð því hvernig þau haga sér, þá er það helvíti.

Þessarar hugmyndar um ESB sem paradís hef ég eingöngu orðið var hjá andstæðingum aðildar svo að ekki geta þeir afsakað svona fáránlegan málflutning með því að aðildarsinnar hafi haldið þessu fram.´

Það er ótrúlega barnalegt að telja það vera rök að þetta sé svona og svona í einhverju ESB-landi og því sé ekki verjandi að ganga í ESB.

Miklu betra ástand í öðrum ESB-löndum sýnir að þetta hefur ekkert með ESB eða evru að gera. Í ESB, eins og annars staðar í heiminum, verða einstök ríki að sýna ábyrgð í sinni stjórnsýslu.

Annars getur farið illa, að sjálfsögðu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:14

9 identicon

Helga, kynntu þér betur ESB. Það er samband aðildarrika um samstarf sín á milli á jafnréttisgrundvelli. Að tala um yfirþjóðlegt samband er því hrein fásinna. 

Slíkt viðhorf lýsir annaðhvort örvæntingu vegna hræðslu um að missa sérhagsmuni á kostnað almennings eða að viðkomandi hafi einfaldlega verið blekktur. Einnig getur verið um hreina vænisýki að ræða.

Látum ekki sérhagsmunaöflin ráðskast með okkur mikið lengur. Veljum ESB!   

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:31

10 identicon

Auðvitað finnst þér það kostulegt Mundi, að Samfylkingin í Finnlandi treysti ekki fjórmenningarklíkunni í Brussel.

Og kostulegt að einhverjum finnist það óeftirsóknarvert að látta aðlaga sig bandalagi ríkja sem eru annað hvort farinn á hausinn, eða á leiðinni þangað.

Væntanlega kostulegt að einhver geri athugasemd við það, að ESB banni veiðar innan íslenkrar lögsögu. Og kúgi fé út úr smáríkjum, fé sem á að greiða þeim sterku.

Kostulegt að einhver geri athugasemd við barnalegan málflutning um að Ísland verði svo miklu miklu betra með "betri" löggjöf frá ESB, þegar hver þjóðin á fætur öðrum fer á hausinn með þá sömu löggjöf.

Er það kostulegt Mundi, að þær þjóðir sem ekki eru farnar á hausinn, skjálfi af ótta við stjarnfræðilegar upphæðir sem verið er að gera þá ábyrgar fyrir, til að halda evruruglinu gangandi?

Annað hvort ertu með virkilega sjúkan húmor Mundi, eða þú ert bara á taugum yfir því herfilega ástandi sem ríkir í Paradísinni þinni.

Taugaveiklaðir menn reyna oft að þykjast svalir.

ESB er gjaldþrota, evran er gjaldþrota, þú ert gjaldþrota Mundi, sem og allt annað sem snertir þetta ólýðræðisbandalag.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:39

11 identicon

Nei, mér finnst ekkert skrýtið þó að þú finnir, með því að leita vel, einhvern í heiminum sem er þér sammála. Illa grundaðar skoðanir finnast víða ef vel er leitað. Sumir eru öfgamenn aðrir sérvitringar. Hins vegar er þetta rangt hjá þér.

Það skrýtna er að Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr íhaldsflokkum annarra landa með því að hafna aðild. Þú veist væntanlega hvers vegna það er.

Það er vegna þess að Samfylkingin vill aðild. Sem lærisveinn Doddssonar fylgirðu honum að málum og þarft því ekki að hugsa. Þú getur einbeitt þér að því að reyna að græða á daginn og svo geturðu grillað á kvöldin.

Þú upplýstir okkur nýlega að þú þyrftir aðeins að vita afstöðu Samfylkingarinnar til að taka afstöðu. Ef hún væri hlynnt máli værir þú á móti því og öfugt. Doddsson er greinilega leiðtoginn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 23:35

12 identicon

Varla er það mín sök, Mundi, eða Davíðs, að þið Samfylkingingarvindhanar hafið alltaf rangt fyrir ykkur, í öllum málum?

Persónulega Mundi ég telja það alvarlega þroskaskerðingu að taka mark á Samfylkingunni, sem hefur haft rangt fyrir sér í hverju einasta máli undanfarin ár. Það er alveg eins og að stinga puttanum ítrekað í eldinn, og læra aldrei að hann er heitur.

Og varla er hægt að álasa flokkum, hvort sem það er Sjálfstæðisflokkurinn, eða einhver annar flokkur, að þeir virði vilja og skoðanir rúmlega 70% þjóðarinnar?

Nágrannaþjóðir okkar njóta þess ekki að hafa íhaldsflokk sem virðir vilja yfirgnæfandi meirihluta þjoðarinnar. Svipað hlutfall Breta, Norðmanna og Íslendinga er alfarið á móti andlýðræðisbandalagi ESB, en það sýnir sig ekki meðal valdaflokkanna.

Af hverju vill valdaelítan inn í ólýðræðisbandalagið þitt Mundi, en ekki almenningur?

Og stóra spurningin er náttúrulega þessi, af hverju vill Samfylkingin ekki að yfirgnæfandi meirihluti fái að ráða hvort við verðum aðlöguð að ESB?

Langstærsta og brýnasta spurningin er þó sú, af hverju ertu að standa einn í þessari löngu tapaða stríði?

Allir hinir málaliðar ESB hafa látið sig hverfa. Það er bara kampavínshershöfðinginn Össur sem gjammar, en líkt og gerðist með Saddam og Muammar, þá virðist hann engan veginn gera sér grein fyrir stöðu mála. Endalokin verða þau sömu, nema að Össur verður bara tekinn af lífi pólitískt.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 01:17

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásmundur! Hver var að biðja þig um úttekt eða að raga kenndir mínar. Þær eru fullkomlega heiðarlegar,þar skilur á milli,því þótt geti ekki fullyrt það,þá eru sterkar vísbendingar um að þú eigir von á sposlu fyrir skrif þín ,ef þú hefur hana ekki nú þegar. Manndómur er í því unga fólki hér sem berst fyrir fullveldi landsins sem ól það.Ég dái það,þetta er sómi Íslands. Vertu nú ekki að skrifa þessa klisju með samstarf á jafnréttisgrunni. Það þarf nú ekki afburðagreind til að sjá þetta klikkaða samband og stórveldisdrauma þess.

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2012 kl. 01:50

14 identicon

Hilmar, hvernig getur allt farið svona öfugt ofan í þig?  

Það er Samfylkingin sem vill að meirihluti þjóðarinnar kjósi um aðild. Davíð og þú farið hins vegar hamförum til að koma í veg fyrir það.

Það skiptir engu máli hvort 70% þjóðarinnar vilji ekki aðild eins og sakir standa. Það eru enn nokkur misseri í kosninguna auk þess sem samningur liggur ekki fyrir.

Einnig er fólk illa upplyst um staðreyndir sem þegar liggja fyrir. Margir halda að hér fyllist allt af erlendum togurum þó að reglan um hluthallslegan stöðugleika tryggi okkur einokum á veiðum í íslenskri landhelgi.

Auk þess halda margir að við missum allar auðlindir okkar til ESB sem sé yfirþjóðlegt vald en ekki samband um samstarf þjóða á jafnréttrisgrundvelli.

Vonandi verður íslenska þjóðin ekki of aum til að kynna sér staðreyndir málsins. Davíð vonar auðvitað að blekkingaráróðurinn verði yfirsterkari. Þú veist  auðvitað ekkert um blekkingaráróðurinn enda trúirðu í blindni á allt sem kemur frá Davíð.

Þegar þetta liggur allt fyrir og þjóðin hefur kynnt sér staðreyndirnar geta hlutföllin hæglega snúist við. Þá er ekki ólíklegt að 70% vilji aðild.

Þetta veit Davíð en náttúrleg ekki þú. Hann vill því koma í veg fyrir að kosið verði um aðild eftir að viðræðurnar hafa verið til lykta leiddar. Hann gerir sér grein fyrir að aðild er hagur almennings.

Hann er hins vegar að gæta hagsmuna sérhagsmunaaflanna. Úr því að Samfylkingin gætir hagsmuna almennings kom það ekki til greina af hans hálfu.

Athyglisvert að þú skulir vera á móti þeirri stefnu Samfylkingarinnar að vernda velferðarkerfið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 08:14

15 identicon

Helga, það þarf ekki afburðagreind til að sjá að hugmyndin um ESB sem yfirþjóðlegt vald, en ekki samstarf á jafnréttisgrundvelli, á ekki við nein rök að styðjast. Engin rök hafa verið færð fyrir þessum fáránlega málflutningi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 08:21

16 identicon

Hvað fær þig, Ásmundur, til að halda að einhver sé að taka mark á bullinu sem lekur út úr þér?

Það þarf aðeins að kveikja á fréttum til að sjá að þú ert í taumlausri örvæntingafullri veruleikafirringu.

Þú þarf að leita til geðlækna. Ef ekki strax, þá þegar þessari dellu verður troðið ofan í kokið á þér.

Þvílíkur geðsjúklingur!!

palli (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 08:26

17 identicon

goður palli lattu svikamunda hafa það oþvegið

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 10:03

18 identicon

Blabla Mundi minn.

Það er ekkert hald í þessu um "hlutfallslegan stöðugleika".

Hefur ekkert að segja, eru ekki bundin í lög eða tilskipanir, og segja ekki rassgat um það hvernig ESB kæmi til með að haga sér.

Þess fyrir utan, þá er enginn "samningur". Það ætti að vera búið að tyggja það nægilega oft ofan í þig, að hér er um aðlögun. Það eru engar "samningaviðræður", bara tékkað á því, hversu duglegir Íslendingar eru að tileinka sér yfirþjóðleg lög ESB.

Yfir 70% þjóðarinnar vill kjósa nú. Ekki eftir að þið hafið lokið aðlögun. Rúmlega 70% þjóðarinnar lætur ekki ljúga að sér um einhvern samning. Samfylkingin reynir hvað hún getur að meina þjóðinni um þennan lýðræðislega rétt. Sem þýðir, að Samfylkingin er andlýðræðisleg, eins og þetta bölvaða ESB er.

Og hvers vegna ættum við að treysta þessum gúbbum í ESB, þegar Samfylkingin í Finnlandi treystir þeim ekki?

Og af hverju ættum við að treysta kampavínshershöfðingjanum Össuri, sem er eins og snýttur úr nös fjórmenningarklíkunnar, sem ekkert lýðræði má sjá, án þess að skerða það?

Hvaðan velferðakerfið kominn í þessa umræðu á ég frekar bágt með að sjá, en fyrst þú minnist á það, þá hefur velferðakerfi Samfylkingar verið eflt og styrkt. Um það deilir enginn. Aðrir mega éta það sem úti frýs.

En það er reyndar rétt, ég er mótfallinn Skjaldborg ykkar um Einar Karl, Villa Þorsteins og Björgúlf Thor.

Til hamingju með það, þetta er í fyrsta sinn sem þú hefur rétt fyrir þér. Sem segir okkur, að þú hljótir að vera að linast í trúnni.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 12:22

19 identicon

Það þýðir litið að tyggja eitthvert bull ofan í fólk sem veit betur.

Það virðist vera af hreinni örvæntingu sem þið viljið taka kosninguna af þjóðinni. Þannig komið þið í veg fyrir að allar blekkingarnar verði afhjúpaðar og aðild geti orðið niðurstaðan.

Einnig er líklegt að búið verði að opna alla kafla í aðildarviðræðunum áður en kosningar fara fram. Þá byrja málin að skýrast og þjóðin vill kjósa um aðild.

Þeir flokkar sem hafa ekki á stefnuskrá sinni að halda viðræðunum áfram munu því tapa stórt. Þeir munu því flestir ef ekki allir lofa áframhaldi á viðræðum.

Annars hefur þjóðin verið að fá háar upphæðir í vaxtabætur undanfarið. Hækkun á barnabótum er framundan. Þetta er skýringin á því að stjórnarandstaðan er að tapa fylgi en Samfylkingin að auka það. Það hækkaði úr 18% í 21% í júlí.

VG njóta ekki góðs af þessu þrátt fyrir mikið traust til Steingríms. Fylgi flokksins mun ekki aukast neðan sundrungin innan hans heldur áfram.  

Samfylkingin er ekki með útibú í útlöndum, hvorki í Finnlandi né annars staðar. Hins vegar styðja allir helstu stjórnmálaflokkar Finnlands ESB og evru eins og í Grikklandi.

Það er svo annað mál að Finnar vilja vera undir það versta búnir. Við getum lært heilmikið af þeim.

Stefán Ólafsson, sem er ekki í Samfylkingunni og hefur oftast kosið Sjálfstæðisflokkinn, hefur sýnt gögn undanfarið um hve vel Samfylkingin hefur staðið vörð um velferðarkerfið.

En auðvitað takið þíð ekki mark á staðreyndum. Þíð búið frekar til ykkar eigin útgáfur af þeim algjörlega á skjön við raunveruleikann.

Annars er ég mjög ánægður með þessi skrif þín hér. Ég held þau hljóti að afla Samfylkingunni margra atkvæða.

Þú virðist ekki hafa vit til að greina á milli fylgis við aðild eða fylgis við að þjóðin fái að kjósa um aðild eftir að aðildarviðræður hafa verið leiddar til lykta og samningur liggur fyrir.

Það getur verið að um 70% séu ekki hlynntir aðild eins og sakir standa. En meirihluti hefur alltaf eða nær alltaf verið hlynntur því að kosið verði um aðild. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 14:31

20 Smámynd: Elle_

Alltaf versna blekkingarnar og lygarnar.  Í mikilli taugaveiklun og örvæntingu er logið að Stal, nei Steingrímur, hafi traust og að við, sem höfumst barist fyrir lýðræði, viljum hafa lýðræðið af þjóðinni.  Lá við ég fengi hláturskast yfir traustinu.  Hvílíkur haugur af sjúklegum lygum.

Elle_, 20.8.2012 kl. 14:44

21 Smámynd: Elle_

Og hvaða ´samning´ er maðurinn í sífellu að vísa í?  Það stóð aldrei til að gera neinn ´samning´.   Það var ætlun landsöluliðs Jóhönnu og Össurar að leggjast á Brussel-mottuna og gefa upp fullveldið og taka upp yfirþjóðleg Brussellög.  Það gerum við ekki fyrir pólitískan flokk eða flokka.

Elle_, 20.8.2012 kl. 15:01

22 identicon

Skoðanakannanir hafa sýnt að Steingrímur nýtur mikils trausts meðal stuðningsmanna VG. Um 2/3 styðja hann skv síðustu könnun sem ég hef séð.

Sundrungaröflin eru lítill minnihluti í flokknum. Meirihlutinn vill auðvitað að formaðurinn fylgi stjórnarsáttmálanum enda ekki annað í boði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 15:34

23 Smámynd: Elle_

Kjaftæði.  Hvaða stuðningsmanna?  Það gleymdist að taka með í reikninginn allan gríðarlega stóra hópinn sem er löngu flúinn og hættur að styðja Stal, nei Steingrím.

Elle_, 20.8.2012 kl. 15:44

24 identicon

Fylgið sem er horfið er lausafylgi sem kaus flokkinn fyrir misskilning.

Fyrir utan þá sem létu sig hverfa vegna sundrungar í flokknum eru þetta að miklu leyti rugludallar sem voru hlynntir myndun ríkisstjórnarunnar en eru nú á móti stjórnarsáttmálanum sem ríkisstjórnin er byggð á.

Hvernig færðu það heim og saman?

Annars eru flestir andstæðingar Steingríms stuðningsmenn annarra flokka. Þeir njóta þess að grafa undan honum vegna þess hve sterkur leiðtogi hann er. Hann er langöflugasti stjórnmálaleiðtoginn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 16:04

25 Smámynd: Elle_

Hann er hættulegur stjórnmálamaður.  Hann er lélegur og slæmur stjórnmálamaður og ´stjórnmálaleiðtogi´ vegna þess að hann er forhertur og lyginn og óheill í stjórnmálum og honum er sama um hinn almenna mann.   Hinsvegar er ekki að marka þig, þú metur blekkingar, hörku, og ruddaskap.

Hann var sterkur ræðumaður og stjórnarandstæðingur (mest vegna blekkinga/lyga eins og grjótharðrar andstöðu við ICESAVE).  En það er allt annað mál að vera sterkur stjórnarandstæðingur.  Og það blekkti fólk. 

Svo snúast stjórnmál í lýðræðisríki ekki um foringja og leiðtoga en endilega lestu hvað góður stjórnmálaleiðtogi er metinn fyrir og ekki metinn fyrir.  Og það eru ekki Bjarni Ben, ekki Jóhanna og ekki Stal, nei Steingrímur:


The world is full of aspiring political leaders but sadly, very few live up to the leadership ideals. In fact, many political leaders seem to severely lack some of the most important leadership qualities, such as integrity and accountability. It is no coincidence that for many people, the word “politician” has such negative connotations!

What Makes A Good Political Leader?

Ironically, those who make good political leaders are often those who least want the position in the first place! These are individuals who do not seek power but who have authority conferred upon them by others who value their judgement.

So what makes a good political leader? A good political leader is:

  • someone who serves as an example of integrity and loyalty to the people they represent, both to the public and to other political leaders .
  • someone with good communication and inter-personal skills, who can work with a range of other people, regardless of political party or opinion, to achieve the greatest good for the general population.
  • someone who can resist the various temptations and lures of the political arena
  • someone of strong character, with both conscience and charisma
  • someone willing to listen to the needs of the common people and to represent them faithfully
  • someone with the courage to stand up and say what needs to be said – rather than just tell the general public what it wants to hear
  • someone who is willing to make difficult (and possibly unpopular) decisions for the greater good.

Elle_, 20.8.2012 kl. 17:04

26 identicon

Elle, þú verður að viðurkenna að árangur Steingríms er frábær enda hefur árangurinn vakið aðdáun um allan heim.

Hann hefur hins vegar mjög rangt fyrir sér í að árangurinn sé krónunni að þakka. Þvert á móti er hún aðalskaðvaldurinn eins og ég hef nokkrum sinnum fært rök fyrir.

Mér sýnast þessar lýsingar á mikilhæfum foringja geta átt nokkuð vel við um Steingrím sem hefur þurft að berjast við lýðskrumara úr öllum áttum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 21:04

27 Smámynd: Elle_

Lýsingarnar passa ekkert við hann, það er ekki verið að lýsa manni sem hefur almenning og kjósendur að fífli. 

En það kemur ekki á óvart að þú kunnir að meta hann, enda kaustu hann örugglega ekki og sættir þig vel við að hann hafi komið í lið með ykkur landsölumönnum.  Og stórbankaöflunum.  Það er alveg merkilegt, Ási minn, að oft þegar ég ætla bara að lesa pistil í síðunni, kemur þú með nýtt stórundur sem maður bara getur ekki þagað yfir. 

Við skulum sjá hvort hann verður ekki færður fyrir landsdóm eða sakadóm og á meðan skaltu endilega ekki hætta að segja svona skrýtlur. 

Elle_, 20.8.2012 kl. 23:01

28 identicon

Steingrímur hefur ekki haft kjósendur að fíflum. Af og frá.

Þeir sem hafa gert óraunhæfar kröfur til hans geta sjálfum sér um kennt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 23:54

29 Smámynd: Elle_

Hann er illa þokkaður vegna þess að hann kom illa og óheiðarlega fram.  Það ætti að vera lágmarkskrafa af stjórnmálamanni að ganga ekki um segjandi almenningi ósatt en það var víst of mikið fyrir hann.

Elle_, 21.8.2012 kl. 14:59

30 Smámynd: Elle_

Glórulaus loddari, ætti hann að vera kallaður.  Hann komst með valdaráni í valdastól.

Elle_, 21.8.2012 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband