Í draumalandi Jóhönnu og Össurar er mesta atvinnuleysið í heiminum

Hvergi í heiminum er jafn mikið atvinnuleysi eins og einmitt á því svæði sem Jóhanna og Össur vilja teyma okkur Íslendinga inn á, þ.e. evrusvæðinu. Fjögur lönd sem tilheyra evrusvæðinu eru sem sagt á topp fimm lista yfir lönd með mesta atvinnuleysið - og það er vafalaust engin tilviljun. Þetta kemur ljóslega fram í gögnum frá ILO.

 

Í atvinnuleysistölum frá International Labour Organization kemur fram að eftir að kreppan skall á í lok 2008 hafa milljónir starfa tapast. Atvinnuhorfur fyrir ungt fólk sem nýkomið er á vinnumarkaðinn eru ekki góðar. Atvinnuleysi hjá ungu fólki á evrusvæðinu er yfir 22%. Á Grikklandi og Spáni er atvinnuleysið hjá ungu fólki yfir 50%.

 

Suður-Afríka, stærsta hagkerfi Afríku, er með mesta atvinnuleysið meðal 50 stærstu hagkerfum heims. Þetta vandamál er hins vegar ekki nýtt á nálinni, atvinnuleysi í landinu hefur verið yfir 20% frá árinu 1997. Sérstaka athygli vekur að af löndunum fimm með mesta atvinnuleysið í heiminum eru fjögur þeirra á evrusvæðinu:

 

Spánn, fjórða stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, er með mesta atvinnuleysið á evrusvæðinu eða um 22%. Eftir að húsnæðisbólan sprakk hrundi byggingargeirinn ásamt þjónustugeiranum. Það leiddi til hópuppsagna og tvöfaldaðist fjöldi atvinnulausra í landinu.

 

Metatvinnuleysi ríkir í Grikklandi en einn af hverjum fimm í landinu er atvinnulaus. Ásamt nærri 18% atvinnuleysi dróst landsframleiðslan um tæplega 7%. Skortur á störfum hefur haft áhrif á heilsu Grikkja og hefur sjálfsvígshlutfallið hækkað um nærri 40%.

 

Á Írlandi er rúmlega 14% atvinnuleysi. Ástandið á Írlandi hefur leitt til þess að fólk hefur í auknu mæli snúið sér aftur að námi eða flutt af landi brott.

 

Rúmlega 13% atvinnuleysi er á Portúgal og er atvinnuleysi meðal ungs fólks í kringum 36%. Atvinnuleysið var hvað mest þar í landi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða um 15%, það hefur því lækkað um rúmlega 2%.

 

Heimild: M5, Viðskiptablaðið 4. ágúst s.l.


mbl.is Evran verði tekin upp sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur endurtekið efni. Og sömu grófu rangfærslurnar og búið var að benda á.

Að fjögur af þeim fimm löndum heims þar sem atvinnuleysi er mest sé á evrusvæðinu er með grófustu rangfærslum Vinstrivaktarinnar. Þetta er auðvelt að sýna fram á.

Eins og sjá má á lista Wikipedia yfir atvinnuleysi í öllum löndum heims eru fjölmörg lönd með meira atvinnuleysi og oftast miklu meira. Ég taldi 37 lönd með meira atvinnuleysi en Portúgal.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_unemployment_rate

Það sem vekur hins vegar athygli er að þau lönd ESB sem hafa minnst atvinnuleysi eru öll á evrusvæðinu. Þetta eru Austurríki, Holland og Lúxemborg.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu er frá 3.9 í Austurríki upp í 22% á Spáni. Það er því fráleitt að gefa í skyn að atvinnuleysi aukist við það eitt að ganga í ESB. Þvert á móti mun aukinn stöðugleiki bæta samkeppnishæfnina. Við það fjölgar atvinnutækifærum.

Þarf ekki Vinstrivaktin að fara að vanda sig betur? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Athugasemd Ásmundar er út í bláinn eins og fyrri daginn. Þær tölulegu upplýsingar sem hér koma fram eru nýlegar tölur frá International Labour Organization, ILO, eins og skýrt kemur fram í pistlinum. Þar er einnig getið heimilda, þ.e: M5 og Viðskiptablaðið 4. ágúst s.l.

Vinstrivaktin getur því ekki gert betur. Sennilega eru upplýsingar á wikipedia úreltar enda jafnast sú heimild alls ekki á við alþjóðlegar tölur ILO.

Vinstrivaktin gegn ESB, 11.8.2012 kl. 13:19

3 identicon

Ásmundur er sturlaður einstaklingur haldinn þráhyggju á háu stigi, eins og hann opinberar aftur og aftur og aftur.

Sorglegasta við hann er að hann virkilega heldur að hann sé að ná sambandi við einhvern með þessum áróðri sínum.

Þvílíkt fífl!

palli (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:42

4 identicon

Ekki er það traustvekjandi að fullyrða að upplýsingar Wikipedia séu kolrangar án þess að vera með hlekk á heimildir um annað.

Það er auðvitað algjörlega útilokað að atvinnuleysi allra þessara landa hafi minnkað svo mikið að skýringin á misræminu sé að tölur Wikipedia séu ekki alveg nýjar. 

Hér er annar listi yfir atvinnuleysi landa heims þar sem þeim er raðað eftir því hve atvinnuleysið er mikið.

http://www.indexmundi.com/g/r.aspx?t=100&v=74

Hér kemur fram að Spánn er í 35. sæti en ekki öðru sæti eins og Vinstrivaktin heldur fram. 

Það er því augljóst að þau lönd evrusvæðisins þar sem atvinnuleysið er mest eru langt frá því að vera í hópi þeirra landa þar sem atvinnuleysið er mest í heiminum hvað þá að þau séu fjögur af fimm löndum með mest atvinnuleysi. 

Vinstrivaktin þarf að læra að viðurkenna eigin mistök sérstaklega þegar staðreyndirnar eru borðliggjandi.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 14:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru margir atvinnuleysingjar í Austurríki, þeir eru auðséðir því þeir selja sérstakt blað fyrir utan verslanir og brautarstöðvar, þeir fá prósentur af blaðinu en það kostar 2.5 evrur.  Í einu þessara blaða við viðtal við borgarstjórann okkar Jón Gnarr, og þar var hann kallaður Jón Gnarr - Narr. 

Svo eru Austurríkismenn afar óhressir með ESB og háu skattana sem þeir þurfa að borga ekstra vegna grikkja, spánverja og fleiri bágstaddra ríkja í nágrenninu.  Og eitt enn þeir munu ALDREI samþykkja meiri íhlutun í fjármálastjórn sína.  Og síðast en ekki síst, þeir vara okkur alvarlega við því að fara EKKI inn í ESB, segja að þangað höfum við ekkert að gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 14:22

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég treysti tölum ILO betur en upplýsingaveitna netsins, af þeirri ástæðu einni að ILO er málið skyldast.

Ef einhver vill vita hversu mörg barnabörn ég á, þá tel ég sjálfa mig hafa öruggari tölur yfir fjöldann en Hagstofa Íslands - þótt góð sé.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2012 kl. 14:49

7 identicon

Kolbrún, hvernig veistu að ILO hafi haldið þessu fram? Engar heimildir fyrir því hafa verið birtar.

Ég hallast að því að þetta sé ranglega haft eftir ILO. Finnst vægast sagt mjög ólíklegt að þeirra niðurstöður séu í svona hróplegu ósamræmi við aðrar upplýsingar á netinu.

Ég skora því á Vinstrivaktina að sanna mál sitt með hlekk á þessar tölur ILO. Almennt ætti Vinstrivaktin að temja sér slík vinnubrögð.

Annars er þetta endurtekið efni eins og hér má sjá:

http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1245901/

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 15:03

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það geta ALLIRskrifað inn einhverja vitleysu á Wikipedia, því er ekki notast við Wikipedia í heimildir, þetta eiga Ásmundur og fleiri að vita, en margir vísa í þetta og þá sérstaklega INNLIMUNARSINNAR sem reyna að slá stoðum undir einhverja vitleysu í sambandi við að fegra ESB...............

Jóhann Elíasson, 11.8.2012 kl. 15:03

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Enn og aftur fer Ásmundur Harðarson ESB aftaníossi af límingunum þegar minnst er á þær staðreyndir að EVRU svæðið er mesta samfellda atvinnuleysisbæli veraldar í hinum þróaða hluta veraldarinnar. Meðaltals atvinnuleysi hefur farið ört vaxandi og er nú að meðaltali 11,2% á Evru svæðinu. Til afsökunar minnist Ásmundur á 2 smáríki EVRU svæðisins þ.e. Austurríki og Luxembourg sem eru með eitthvað lægra atvinnuleysi en Ísland, en þessi tvö fámennu EVRU lönd hafa að geyma ca 2% af heildarmannfjölda ESB svæðisins.

EVRU svæðið er líka lélegasta og verst setta hagvaxtarsvæði heimsins með mínus hagvöxt og býr við gríðarlegan efnahags- og skuldavanda sem ekki einungis ógnar íbúum þessa hörmungar stjórnsýslu svæðis og velferð þeirra heldur er það svo að manngerður stjórnunarvandi þeirra ógnar einnig talsvert efnahagshorfum alls heimsins.

Ásmundur virðist bæði blindur og heyrnarlaus og slær hausnum við steininn endalaust og heldur áfram vonlausri vörn sinni fyrir allt sem varðar ESB og EVRUNA. Alveg sama hvað !

Annaðhvort er maðurinn ekki alveg í lagi, eða hann fær hreinlega greitt fyrir að snúa öllu á haus og hlaupa stöðugt í vörn fyrir þetta vonlausa apparat !

Ég hallast nú alltaf meira og meira að hinu síðarnefnda !

Gunnlaugur I., 11.8.2012 kl. 15:07

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þú leitar langt yfir skammt. Farðu á ilo.org og fáðu upplýsingarnar beint í æð.

ILO skrifar m.a. á forsíðu síðu sinnar : "G20 countries would need to create 21 million jobs in 2012 in order to return to pre-crisis employment levels."

Íslensk verkalýðsfélög eru aðili að ILO - sum þeirra meira "activ" en önnur, en það veist þú líklega nú þegar...

Kolbrún Hilmars, 11.8.2012 kl. 15:29

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Mantran um atvinnuleysi og Evrópusambandið er gömul. Enda ágæt grýla til þess að nota á Íslandi. Þetta var einnig notað gegn EBE, EFTA, EES og núna ESB. Gögn OECD segja aðra sögu en þá sem andstæðingar ESB vilja halda fram hérna. Sömu sögu er að segja um gögn Eurostat er varða atvinnuleysi.

Hátt atvinnuleysi á Spáni er ekkert nýtt. Áður en Spánn gekk í Evrópusambandið. Þá var atvinnuleysi þar oft í kringum 25 til 40%. Einnig sem að lög spánverja í þessum efnum skipta miklu máli er varðar atvinnuleysi. 

Það sem einnig skiptir máli hérna er að á Spáni, eins og á Íslandi og fleiri löndum var gríðarmikil efnahagsbóla í gangi. Á Spáni var þessi bóla í formi íbúðarhúsnæðis. Gríðarlega mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði, og öðrum byggingum (flugvöllum). Þegar húsnæðisbólan hrundi á Spáni. Þá urðu byggingarverktakar og iðnaðarmenn atvinnulausir í kjölfarið. Síðan hefur eitt og annað átt sinn þátt í að gera kreppuna verri á Spáni en annars hefði verið. Helst ber þar að nefna vanhæfni þarlendra stjórnmálamanna til þess að takast á við kreppuna af skynsemi og staðfestu.

Ásthildur; Það er haugalygi í þér að Austurríkismenn þurfi að borga einhverja auka skatta vegna Grikklands. Þannig virkar þetta ekki. Hafi Austurríkismenn sett nýja skatta. Þá hafa þeir gert slíkt sjálfir. Alveg óháð Evrópusambandinu og björgun Grikklands.

Annars vænti ég þess að þú getir komið með heimildir máli þínu til stuðnings.

Vinstri vaktin gegn ESB; Stanlaus áróður ykkar mun engu skila. Enda má ljóst vera að Evrópuandstæðingar eru í tapaðri baráttu þegar til lengri tíma er litið. Enda eru horfunar þær að stuðningur íslendinga við Evrópusambands aðild mun aukast þegar efnahagskreppunni líkur eftir nokkur ár. Á Íslandi er nefnilega hafin langvarandi kreppa, sem mun eingöngu festa sig í sessi eftir því sem fram líða stundir.  Ykkur er auðvitað frjálst að halda áfram að gera ykkur að fíflum. Ykkur verður þá bara minnst fyrir það þegar fram líða stundir.

Jón Frímann Jónsson, 11.8.2012 kl. 15:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 15:54

13 Smámynd: Elle_

En hvað verður ofanverðum Jóni minnst fyrir?  Fyrir að vera ´rugludallur´ og ´útlendingahatari´?  Eða öfgafólk og öfgamaður?

Elle_, 11.8.2012 kl. 15:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við eigum að vera þakklátar fyrir suma ESB sinna hér Elle mín, þeir einmitt efla andstæðinga ESB með ofstæki sínu og heilaþvætti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 16:14

15 identicon

Jón Freeman, skiljanlegt að þú skulir hafa gefið alternikkinu þínu frí frá umræðunni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þú brennir þig illa á helv.... Wikipediunni.

Ég man hvað var hlegið að þér síðast þegar þú fullyrtir að Wikipedia væri mjög áreiðanleg heimild, og betri en aðrar. En ég er líka undrandi að þú skulir hafa dottið aftur í sama brunninn. Sem betur fer var það undir alternikkinu, en sama.

Það var nú reyndar hlegið meira þegar þú kvartaðir yfir því, undir eigin nikki, að þú værir jafn marktækur í hagfræði og nóbelsverðlaunahafar í hagfræði. Alveg eins og þú kvartaðir um undir nafni Munda hér í gær eða fyrradag.

Ertu búinn að finna nafn á næsta nikk?

Og nei Gunnlaugur I, Jón fær ekki greitt fyrir skrif sín.

Þráhyggjusjúklingar vinna sín verk oftast launalaust. Sem örorkuþegi íslenska ríkisins, og hefur einhvern veginn komist hjá hörðu útlendingaeftirliti Dana, hefur hann nægan tíma til að slá hausnum í steininn.

Hitt er svo nokkuð gott, að Jón skuli hafa fundið heilagt stríð sem ekki felur í sér blóðsúthellingar. Ef þetta fyllir hjarta hans af tilgangi, þá er það betra en að sökkva í botnlaust þunglyndi, yfir því að hafa ekkert hlutverk í lífinu.

Það er sennilega betra að vera í þjónustu hins illa, en í engri þjónustu. Atvinnuleysi er nú versta bölið í Evrópu, og hvergi meira í heiminum.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 16:15

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar; Ég er ekki með neitt "annað nick". Slíkar fullyrðingar af þinni hálfur eru ekkert annað en haugalygi og rógur í minn garð. Ólíkt þér. Þá er ég ekki hræddur að takast við nokkra vitleysinga sem eru á móti framþróun mannkyns og íslendinga. Ég er fullkomnlega fær um að gera það undir mínu eigin nikki og engu örðu. Sem er ólíkt Evrópuandstæðingum, sem annaðhvort skrifa nafnlaust. Þora ekki umræður og stunda ritskoðun kerfisbundið á umræðunni.

Ég hef ennfremur nóg að gera með að skrifa þau verk sem ég ætla mér að koma út, og síðan að skrifa á mínum bloggsíðum sem ég rek á internetinu. 

Elle; Útlendingahatur, þjóðernishyggja og fasismi eru einkenni sem fylgja Evrópuandstæðingum. Þetta er augljóst þegar málflutningur þeirra er skoðaður. Margir hallast einnig að hörðum kommúnisma, og margir eru hallir undir öfgahyggjuna til hægri. Ofast kennd við nýfrjálshyggjuna sem er ein af undirstöðum efnahagskreppunar sem núna er í gangi.

Hvað verður mín minnst fyrir. Það á eftir að koma í ljós. Eitt veit ég þó. Evrópuandstæðinga verður minnst fyrir kjánaskap og heimsku þegar fram líða stundir. Slíkt hefur gert nú þegar í eldri umræðum (Malta er gott dæmi um slíkt).

Gunnlaugur I.,; Þú ættir nú ekki vera mikið að dæma aðra. Þar sem þú hefur ekki efni á slíkum aðhæfingum um aðra. Enda hefur þú litríka sögu á Íslandi, sem fæstir mundu vera stoltir af. Þér til upplýsingar þá er evrusvæðið stærra myntsvæði heldur en USD. Einnig sem að það nota fleiri evruna heldur en USD. Tölunar eru 300 milljónir nota USD og síðan nota rúmlega 326 milljónir evruna sem gjaldmiðil. Evrópusambandið er jafnframt stærsta hagkerfi í heiminum (27 aðildarríki. 28 Aðildarríki frá 1. Júlí 2013).

Þannig að fullyrðingar þínar hérna um Evrópusambandið er ekkert nema innantómt kjaftæði.

Jón Frímann Jónsson, 11.8.2012 kl. 16:56

17 identicon

Jón Frímann er, skv. honum sjálfum, þroskahefur. Hann á enga vini, flúði Ísland því enginn nennti að hanga með honum (surprice!!), en honum virðist ekki ganga vel þarna í Danmörku. Hann gerir ekkert nema að hanga á íslenskum vefsíðum.

http://www.jonfr.com/?p=6809

Verum góð við aumingja.

palli (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 17:18

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann, þú hefðir gott af því að lesa "Gamlingjann" eftir hinn sænska Jonasson.  (eða "Svejk" eftir Hasek).  Hvorug söguhetjan hafði áhuga á pólitík eða stríðsrekstri þótt báðir fengju óviljugir sinn skammt.

Gamlinginn sagði t.d. að stríðsátök í álfunni  hefðu alltaf verið tóm vitleysa; þessir herskáu álfar þyrftu bara að bíða rólegir eftir að andstæðingurinn gæfi upp öndina af elli.   Þannig leystust öll heimsins vandamál sjálfkrafa.

Við ESB andstæðingar trúum því að þannig fari fyrir ESB apparatinu fyrr en síðar.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2012 kl. 17:20

19 identicon

Ekki var ég að búast við því Jónmundi Freeman, að þú myndir viðurkenna barnið.

Ekki skal ég útiloka, að það finnist tveir innlimunarsinnar sem eru það heimskir, að álíta Wikipediu óumdeilanlega áreiðanlega heimild og það veruleikafirrtir, að krefjast þess að vera teknir jafn alvarlega í hagfræði og nóbelsverðlaunahafar í hagfræði. Nei, ekki útilokað, en frekar ólíklegt, þar sem þessi tvö nikk pestera sama vefsvæðið.

Nú veit ég að Gunnlaugur er fullfær um að svara fyrir sig, en fljótt á litið hefur hann umfram þig Jónmundi, að hafa unnið fyrir sér. Fyrir utan það, að það er víst þú sem hefur dóm á bakinu. Náttúrulega dálítið sýrt, þegar afbrotamenn vaða áfram og gefa eitthvað í skyn um aðra.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 17:24

20 identicon

Það er kanski von. Þegar þjóðin er búinn að troða þessari dellu ofan í kokið á Jón Frímann, Ásmundi og öllum þessum vitleysingjum, að þá kanski einn morguninn er Jón að vakna og fer að raka sig, og þá allt í einu man hann eftir að það er búið að henda þessu kjaftæði hans út um gluggann, og þá sker hann sig óvart á háls.

Maður getur vonað.

Hverjar haldið þið að séu líkurnar á því að svona bjánabörn læra svo að halda kjafti þegar umsókninni verður hent í ruslið? Verða þau ekki að taka ESB lýðræðið á þetta: Kjósa aftur, kjósa aftur, kjósa aftur þar til rétta útkoman kemur.

palli (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 17:27

21 identicon

Ha? Er Jón afbrotamaður, Hilmar? Segðu meira.

palli (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 17:29

22 identicon

Og já, þetta er sama fíflið.

Gimpið heldur að þetta sé svaka taktík, að það muni líta betur út og sannfærandi, ef tvö nöfn blaðra delluna.

Álíka gáfulegt að kalla fólk fasista o.fl. til að sannfæra þau.

"Þeir" voru með nákvæmlega sömu villu í málfræði um daginn. Sama fíflið. Enginn vafi.

Ekki að það breyti miklu, nema einhverju inn í hans sjúka haus.

Kanski er hann persónuklofningur ofan á allt annað??

palli (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 17:38

23 Smámynd: Elle_

Nú hafa bæði Hilmar og Palli haldið fram að ´Ásmundur´ og Jón Frímann séu einn og sami maður.  Við Palla hef ég neitað þessu.  Sama þráhyggjan, já, en gjörólíkur skrifmáti. 

Jón Frím. skrifar mikið af villum, málvillum, stafsetningarvillum, endar setningar oft á sama skringilega staðnum og hefur svo sömu setningu að nýju eins og í miðri setningu.  Hann skrifar sömu orðin ýmist með hástaf eða lágstaf og þjóðarheiti eins og Íslendingar oft með litlum staf.  Lesið nánar, bæði comment og pistla.  Villurnar hans eru nefnilega ´consistent´.  Ekki sami maður. 

Jón Frím að ofan (svona eru pistlarnir hans líka skrifaðir):

Áður en Spánn gekk í Evrópusambandið. Þá var atvinnuleysi þar oft í kringum 25 til 40%.
Ólíkt þér. Þá er ég ekki hræddur að takast við nokkra vitleysinga sem eru á móti framþróun mannkyns og íslendinga.

Þegar húsnæðisbólan hrundi á Spáni. Þá urðu byggingarverktakar og iðnaðarmenn atvinnulausir í kjölfarið.

Elle_, 11.8.2012 kl. 17:52

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála Elle. Jón Frímann og "Ásmundur" eru ekki einn og sami maðurinn.

Jón Frímann skrifar frá hjartanu og einfeldingslegu trúnni, en Ásmundur eins og þrautþjálfaður pólitíkus. Ekki þó endilega vegna þess að hann sé sanntrúaður...

Kolbrún Hilmars, 11.8.2012 kl. 18:04

25 Smámynd: Elle_

Nákæmlega Kolbrún.  Og gæti verið og er líkl. í ´vinnu´ við skrifin.  Eins og Gunnlaugur sagði að ofan.  Það hef ég alltaf haldið.

Elle_, 11.8.2012 kl. 18:07

26 identicon

Að sjálfsögðu getur ekki hver sem er rutt burtu upplýsingum frá réttum aðilum og sett allt aðrar upplýsingar að eigin geðþótta inn á Wikipedia.

Að láta sér detta í hug að einhver harður stuðningsmaður ESB-aðildar hafi bætt við 33 nýjum löndum fyrir ofan Ísland á lista yfir þjóðir með mest atvinnuleysi er algjörlega fráleitt. Enn fráleitara er að slíkar upplýsingar fái að vera í friði ef þær ná inn. 

Það sem menn skrifa inn á Wikipedia er auðvitað lesið yfir áður en það fer inn á vefinn. Auk þess ber þessum upplýsingum Wikipedia saman við margar aðrar síður á  netinu. Ég hef hins vegar ekki fundið eina einustu síðu sem styður fullyrðingar Vinstrivaktarinnar.

Það er því hafið yfir allan vafa að mesta atvinnuleysið í heiminum sé fjarri því að vera á evrusvæðinu. Tugir landa eru með meira atvinnuleysi. Það kemur hins vegar ekki á óvart að andstæðingar aðildar neiti að horfast í augu við staðreyndir. Það hefur einkennt þeirra málflutning. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 18:14

27 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jóni Frímanni er vorkunn í sínu blinda hatri. Að ætla að velta mér upp úr því að ég hafi fyrir 15 til 35 árum verið starfandi sem forystu- og framámaður í íslenskum sjávarútvegi í u.þ.b. 20 ár við oft erfiðar aðstæður er ekki sæmandi.

Í þeim efnum hef ég ekkert að fela eða skammast mín fyrir nema síður sé. Ég get verið stoltur af framlegi mínu til ílsensks samfélags.

Gamlar fréttir sem hann vitnar hér í og ég hvet lesendur til að skoða eru hvorki fugl né fiskur og segja akkúrat ekkert.

Jón Frímann á því miður bara mjög bágt og ég virkilega vorkenni honum og óska honum bara alls hinns besta og góðs bata í sínum veikindum á erlendri grundu.

Gunnlaugur I., 11.8.2012 kl. 18:25

28 identicon

Kolbrún, getur verið að það sé ekki allt í lagi með lesskilninginn?

Þetta var alls ekki til umræðu heldur fullyrðingar Vinstrivaktarinnar um að fjögur af fimm löndum heims með mest atvinnuleysi væru á evrusvæðinu.

Þessi tilvitnun þín í ILO segir ekki orð um það. Hins vegar geturðu fundið margar síður á netinu sem sýna að þetta er fjarri öllu lagi. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 18:26

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kæri Ásmundur, minn lesskilningur er í góðu lagi, á ýmsum tungumálum að meira að segja.

En þú verður sjálfur að bera þig eftir björginni. Eða biðja VinstriVaktina að lesa upphátt fyrir þig?

Kolbrún Hilmars, 11.8.2012 kl. 19:05

30 Smámynd: Elle_

Hvað veldur að Jón Frímann getur verið með lífeyri á vegum ísl. ríkisins meðan hann býr í öðru landi, eins og hann sagði sjálfur.  Opinberlega.  Getur maður það?  Hví erum við harðir andstæðingar hans að borga fyrir hann?  Og það líka meðan hann vill eyðileggja okkar fullveldi??

Elle_, 11.8.2012 kl. 19:27

31 identicon

Kolbrún, ég þarf ekki að sjá þetta. Ég hef nóg af upplýsingum frá mörgum aðilum, sem sýna að að fullyrðingar Vinstrivaktarinnar eru kolrangar. 

Ég var aðeins að benda á að ef menn vilja sannfæra aðra um að fullyrðingar þeirra eigi við rök að styðjast eigi þeir að kom með hlekk á heimildir um það eins og ég geri varðandi heimildir um mínar fullyrðingar.

Meðan það er ekki gert efast ég um að þessar upplýsingar séu á þessari síðu.

Það stenst heldur ekki að Viðskiptablaðið hafi fjallað um málið 4, ágúst eins og Vinstrivaktin fullyrðir. Blaðið kom ekki út þann dag. Það kom út 2. ágúst og svo næst 9. ágúst. 

Það er víst óhætt að kalla þetta risaklúður Vinstrivaktarinnar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 20:02

32 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þegar andstæðingar manns fjalla um meinar málfarsvillur (án þess þó að geta haldbærra dæma máli sínu til stuðnings). Þá er vissan fyrir því að maður sé búinn að vinna rökræðuna alger. Síðan eru þessar hérna aðferðir notar af Evrópuandstæðingum til þess að ná sér niður á mér og fleirum hérna sem voga sér að skrifa á móti þeim lygum sem hérna eru bornar fram af höfundum þessar bloggsíðu.

Elle;  Ég mælist til þess að þú lesir þér til um Norðurlandasamninga, EFTA samninginn og EES samninginn. Þetta eru réttindi sem allir hafa. Óháð ríkisfangi. Þetta er auðvitað einn af þeim hlutum sem þú og þínir líkir eruð æstir í að afnema með úrsögn Íslands úr EES og EFTA.

Hvað palla og Hilmar varðar (sami aðilinn. Þetta er sock puppet sem er hérna í gangi). Þá eru hans vandamál best leyst með aðstoð geðlækna og annarra sérfræðinga á því sviði.

Gunnlaugur I.; Til þess að mér geti batnað. Þá verð ég að vera veikur. Sem ég er í raun ekki. Enda get ég ekki læknast af því sem ég fæddist með. Enda er Asperger's heilkenni meðfætt og maður lifir með því alla ævi.

Þar hef ég reyndar ósanngjarnt forskot á ykkur hina. Þar sem ég er meira en þúsundsinnum sneggri en þið að greina upplýsingar, flokka þær og komast að niðurstöðu hvort að viðkomandi hlutur sé góður eða slæmur. Eitthvað sem ég gerði varðandi Evrópusambandið fyrir löngu síðan, og niðurstaðan var augljóst. Það yrði margfalt betra fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þegar horft er til 70 ára tímabils (hámark sem ég leyfi mér að reika út). Þá mundi slík aðgerð tryggja stöðugleika, viðhalda stöðugu verðlagi og koma í veg fyrir efnahagslegt gjaldþrot almennings til lengri tíma (eins og er að eiga sér stað núna á Íslandi).

Því miður eru sérhagsmunir út útlendingakreddur sterkar á Íslandi þessa dagana, og munu valda íslendingum ómældum efnahagslegum skaða þegar fram líða stundir.

Allar ásakanir þess efnis að ég hafi ekki unnið fyrir mér eru tómur uppspuni og lygi. Ég hef unnið fyrir mér eins og aðrir. Það er bara litla sem enga vinnu fyrir einstaklinga eins og mig að fá á Íslandi. Einnig sem ég vinn fyrir mér á internetinu, og er að auka mína vinnu þar á komandi vetri og næstu árum. Allt saman til þess að losna af smánarlegum örorkubætum frá Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 11.8.2012 kl. 21:37

33 identicon

Vá hvað það er mikið af hatri á þessum bloggum, endalaus andstyggileg komment sem eru bara um að rífa niður næsta mann og lítil umræða í gangi.

Kristófer (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 02:47

34 Smámynd: Elle_

Enda veður óþroskað fólk uppi og heimtar af okkur fullveldið og ICESAVE.  Eins og Jón Frím. sem býr í Danmörku á meðan hann lifir á ísl. ríkinu sem hann hatar og rakkar niður.  Hann rífur niður menn fyrir heiðarlega vinnu, maður sem sjálfur ekkert vinnur.  Loks eru allir sem ekki samþykkja hans kröfur kallaðir rugludallar og útlendingahatarar, öfgafólk og öfgamenn.

Elle_, 12.8.2012 kl. 05:29

35 identicon

Að Gunnlaugur hafi verið sægreifi skýrir andstöðu hans gegn ESB. Einu sinnu sægreifi, andstæðingur ESB upp á lifstíð.

Er það ekki dæmigert að þó að krónan hafi gert fyrirtæki Gunnlaugs gjaldþrota (þegar gengi krónunnar féll gagnvart dollar) þá er hann eldheitur stuðningsmaður krónunnar? 

Eðlilega á Gunnlaugur í mesta basli með þetta vandræðamál sitt. Þegar hann vill taka upp hanskann fyrir Vinstrivaktina, segir hann, svo að litið ber á, að víst sé það rétt að atvinnuleysið sé mest á evrusvæðinu "í hinum þróaða heimi" þó að Vinstrivaktin hafi sagt "í heiminum".

Þetta er einnig hæpin fullyrðing. Td er atvinnuleysið í flestum löndum Norður-og Vestur-Evrópu tiltölulega lítið. Það er minna en í Bretlandi og Bandríkjunum.

Meðltal evrusvæðisins er eðlilega hátt vegna einstakra landa sem sögulega hafa alltaf haft mikið atvinnuleysi. Þeim hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Þau hafa hins vegar engin áhrif á atvinnustigið í þeim löndum sem fyrir eru.

Mikið atvinnuleysi í nokkrum evrulöndum hefur því ekkert með evruna að gera.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 09:03

36 identicon

Hahaha...  Jón Frímann kemur stundum með algjöra gullmola:

"Þegar andstæðingar manns fjalla um meinar málfarsvillur (án þess þó að geta haldbærra dæma máli sínu til stuðnings). Þá er vissan fyrir því að maður sé búinn að vinna rökræðuna alger."

Er hægt að vera heimskari??

Og hvort þeir Ásmundur séu sama fábjánabarnið eður ei breytir ekki miklu. Það er samt sorgleg tilhugsun að tveir einstaklingar hafi náð jafn langt í geðbilun og veruleikafirringu, plús hroka og hreinni heimsku. Ég trúi ekki öðru en að þeir báðir séu hirðfíflið Jón.

Jón Frímann viðurkennir þó að hann eigi mjög bágt:

http://www.jonfr.com/?p=6809

palli (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 09:37

37 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bendi fólki á vefinn: gagnauga.is þar sem bent er á hvað Wikipedia hefur ekki viljað birta síðustu árin.

Ég trúði því líka einu sinni að allt væri óskeikult á Wikipedia, en eftir lesturinn á því sem ekki mátti vera þar, þá leyfi ég mér að efast um hversu traust sú síða er í raun nú orðið.

Ég veit ekki prósentu-töluna á atvinnuleysi eftir löndum ESB, og líklega veit það enginn nákvæmlega. En Grikkland og Írland voru fyrir nokkrum misserum á toppnum af ESB löndunum, og þar að auki margir með léleg laun og aðbúnað.

Þessi launalækkun kemur kannski ekki fram í opinberum tölum um atvinnuleysi í ESB-löndunum. Það er ömurleg staðreynd að sumt illa statt fólk er farið að vinna í ESB-löndum á þrælalaunum. Það er brot á réttindum launafólks, og ekki í samræmi við jafnréttis-auglýsingar ESB-sambandsins. Námsfólki hefur líka fjölgað í sumum ESB-löndum vegna atvinnuleysis, og ekki kemur það fram á atvinnuleysis-tölum. Einhver verður að lokum að borga fyrir námið. Verður reikningurinn sendur til AGS-"hjálparstofnunarinnar"? Hvar fær sú "hjálparstofnun" fjármagn fyrir öllum bankasvikunum? Frá Lýbíu, Sýrlandi, Íran og fleiri herteknum og rændum ríkjum?

AGS og ESB er ekki þekkt fyrir að verja þá sem verst standa. Það er ekki útlit fyrir að það muni breytast með harðnandi baráttu á vinnumarkaði, og í föllnu innistæðulausu svikabanka-fjármálakerfi heimsins.

Þetta eru bara nokkrar af mörgum sorglegum staðreyndum um blekkingarhliðar ESB-áróðursins. Sem er meðvitaður áróður af einstaka háttsettu og valdamiklu fólki úti í heimi, en líklega mest ómeðvitaður áróður frá blekktu fólki. Yfirborðið er látið líta öðruvísi út en raunveruleikinn, með einhverjum tölum á blaði, og "Harlem" ESB-sambandsríkisins er alltaf að stækka á bak við tjöldin.

Ég geri mér að einhverju leyti grein fyrir, að ekki er allt sem sýnist í spilltri pólitík.

Það er enginn munur á USA og ESB-yfirstjórninni. Þær eru hringborðs-setulið í reykfylltum bakherbergjunum, sem blekkja, stjórna, og nota valdalausar ríkisstjórnir, til að blekkja almenning. Hringborðsliðið fríar sjálfa sig af allri ábyrgð.

Það er eitt af fyrstu stigum í blekkingarferli ESB, að gera verkalýðsforystuna óvirka, og andsnúna launþegum og kjarabaráttu þeirra. Það er nú þegar búið hér á landi, með mútum, og að því er virðist, algjörum heilaþvotti. Framhaldið er svo einungis lóðrétt niður fyrir launafólk og heiðarlega rekin fyrirtæki. Þrælahald og enn meiri stéttarskipting virðist vera stefna ESB-veldisins. Því miður.

Þetta skrifa ég ekki til að taka upp hanskann fyrir Vinstri Vaktina né aðrar bloggsíður né pólitíska flokka. Heldur til að taka upp hanskann fyrir svikið og illa statt fólk í ESB-löndum, og öðrum löndum sem verið er að blekkja inn í þetta ESB-miðstjórnar-spillingar-batterí.

Almenningur heimsins þarf að opna augun fyrir því hvernig allt virkar í raunveruleikanum, ef einhverju réttlæti á að bjarga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.8.2012 kl. 11:27

38 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Vegna fyrirspurnar frá Ásmundi um heimildina fyrir þessari frétt sem birtist upphaflega í Viðskiptablaðinu 18. júní s.l. undir fyrirsögninni: "Fjögur lönd sem tilheyra evrusvæðinu eru á topp fimm lista yfir lönd með mesta atvinnuleysið" skal það tekið fram að Vinstrivaktin birti síðan fréttina nokkrum vikum síðar en óbreytta. Þetta kom kannski ekki nægilega skýrt fram þegar heimilda var getið. Það breytir hins vegar engu um efni málsins. Upphaflega heimildin er frá ILO og er að sjálfsögðu pottþétt.

Vinstrivaktin gegn ESB, 12.8.2012 kl. 11:28

39 identicon

Athugasemd Vinstrivaktarinnar #38 er fáránleg.

Að halda því fram að heimild, sem ekki er sýnt fram á að sé til, sé rétt, þrátt fyrir að aðrar heimildir, þar á meðal Wikipedia, sýni allt annað, er auðvitað fráleitt.

Eins og sjá má í hlekknum hér fyrir neðan er Spánn ekki í öðru sæti yfir atvinnuleysi í heiminum heldur í 35. sæti eða þar um bil:

http://www.indexmundi.com/g/r.aspx?t=100&v=74

Hvers vegna kemur Vinstrivaktin ekki með hlekk á þessa undarlegu meintu heimild?

Vinstrivaktin hlýtur að gera sér grein fyrir að, ef hún gerir það ekki, hljóta að vakna upp grunsemdir um að heimildin sé ekki til eða allavega að niðurstaðan sé allt önnur en Vinstrivaktin vill vera láta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 12:58

40 identicon

Þú ert nú meiri kjáninn Mundi minn. Það er þó ekkert sem breytist, þó svo að atvinnuleysistölur Spánar hækki mánaðarlega.

Og já, það færir okkur að þessari síðu sem þú hefur fundið fyrir tilviljun á internetinu.

Þér dettur ekki í hug, að það sé eitthvað að síðu sem gefur upp atvinnuleysi á Spáni sem 20%, þegar raunin er 25-26%?

Þér dettur heldur ekki til hugar að véfengja áreiðanleika síðu, sem gefur upp að upplýsingarnar séu gamlar?

Þér dettur heldur ekki til hugar að véfengja síðu, sem stærir sig af því að nota bara CIA sem heimild?

Hvaða Bandaríkjamenn eru þetta svo, þessir tveir sem halda úti þessari síðu?

Þetta er eiginlega jafn mikill bjánaháttur, og þegar þú kvartaðir yfir því að vera ekki tekinn jafn alvarlega í hagfræði og nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Eða þegar þú fullyrtir að Wikipedia væri óumdeilanlega marktæk heimild.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 16:55

41 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sé að Ásmundur leggur ekki í þann vikulestur að kemba hina umfangsmiklu netsíðu ILO og heimtar bara heimildatilvísun.

Skil hann vel, því ég má heldur ekki vera að því.

Svo er líka spurning hvernig ILO uppfærir netsíðu sína. Aðildarfélög og áskrifendur fá heilu fréttabréfabunkana jafnóðum. Í sniglapósti eða netpósti - allt eftir pöntun.

Viðskiptablaðið stæði ekki undir nafni ef það væri ekki áskrifandi að ILO upplýsingum.

Kolbrún Hilmars, 12.8.2012 kl. 19:36

42 identicon

Hilmar er kjáni sem í raun er ekki svaraverður.

Hann trúir frekar heimildarlausum fullyrðingum Vinstrivaktarinnar um mesta atvinnuleysi í heimi á evrusvæðinu frekar fjölda heimilda sem ber saman um að slíkt sé fjarri öllu lagi og tugir landa í heiminum sé með meira atvinnuleysi.

Hvort atvinnuleysi á Spáni sé 22% eða 25% skiptir auðvitað engu máli í þessu sambandi.

Þá vitum við að Hilmar er með öllu ómarktækur enda hefur hann viðurkennt að hann lætur aðra um að skammta sér skoðanir.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 00:44

43 identicon

Við getum verið sammála því Mundi, að þér þyki skemmtilegra að ræða mig, en málefni ESB.

Það má þó ekki henda að þú festir aldrei puttann á málefninu sem rætt er, því við hin verðum líka að hafa gaman. Að þér.

Sjáðu til Mundi sæll, að á milli talnanna 20 og 25 er 25% munur. Sem áhugahagfræðingur Mundi, og vilt láta okkur hin taka jafn mikið mark á þér í hagfræði og nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, er þetta ekki heldur mikill munur%

Vefsíða sem er rekin af hobbýfólki, sem einhvern tíma hefur ætlað sér að græða á síðunni, og viðurkennir að nota einungis eina heimild fyrir öllum sínum tölum, sem þar að auki eru gamlar, er varla jafn trúverðug og síður sem vinstri vaktin vitnar í? Ekki er það sök vinstri vaktar að þú kunnir ekki að lesa úr tölum ILO?

Mundi Mundi... þetta snýst allt um trúverðugleika. Og hvar stendur þú í trúverðugleikastiganum?

Vitnar í fáránlegar síður sem þú pikkar upp af tilviljun, telur Wikiðediu vera óumdeilda heimildasíðu, krefst þess að vera tekinn til jafns á við nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, í hagfræði en getur svo ekki einu sinni lesið úr upplýsingum frá áreiðanlegasta aðilanum.

Þetta lítur ekkert sérlega vel út fyrir þig, er það nokkuð?

Þú kemst ekki einu sinni í fyrsta þrepið á stiganum.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 01:59

44 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef Wikipedia vill halda trúverðugleikanum, þá eru upplýsingar ekki fjarlægðar af síðunni eftir einhverjum pöntunum, því þannig er sú síða að sá fræi tortryggninnar. Sá sem er staðinn að því að taka vísvitandi þátt í að fela spillingu og samsæri er ekki trúverðugur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.8.2012 kl. 07:46

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem hérna er athyglisvert er, hvernig svokölluð Vinstri Vakt gegn EU setur þetta fram í heildarramma.

Að þó er það orðið þannig, eða boðskapurinn er sá, að allt sé svoleiðis í kaldakoli útí Evrópu og þar hefur nánast enginn vinnu (nema þeir sem vinna hjá EU í Brössel sennilega).

Jafnframt er yfirbragð allt á þá leið að evrópubúar séu líklega vondir.

það er ofanskráð sem er athyglisvert.

Að þeir sem kenna sig við vinstri sérstaklega, skuli ala á svona bulli endalaust - og ætlast til að þeim sé trúað! Að fólk trúi því bara að allt sé í kaldakoli í Evrópu og nánast enginn með vinnu auk vondleikans.

Ef eg væri SJS þá mundi ég bara banna ykkur að kenna ykkur við VG. Bara banna ykkur það og reka ykkur úr flokknum ef annað dyggði ekki.

þetta er ekki málflutningur sem virðulegur stjórnarflokkur getur haft innan sinna raða. Og er unga fólkið í VG sammála þessu? það getur ekki verið núna 2012.

Fólk sem er svona einstrengingslegt gagnvart öllu því sem erlent er núna 2012 er ekki samstarfshæft ínokkrum málum. Segir sig sjálft. það er barasta out.

Málflutningur sumra innan VG minna á þegar sumir innbyggjarar hérna vildu banna að nota síld í beitu um 1900. Vilu banna það - og bönnuðu á öllum stöðum nema Seyðisfirði þar sem ekki var hlustað á þetta bull enda Nojarar þar umsvifamiklir og byggðu þann kaupstað. Nojararnir þekktu náttúrulega til þess að ekkert virkar betur á þorskinn en síld sem beita. En hérna tók áratugi fyrir menn að meðtaka þessa nýjung! Áratugi.

Menn töldu jafnvel sumir, frægir formenn og aflakóngar, að síld sem beita gæti eyðilagt miðin! Á flestum stöðum var síld sem beita bönnuð með lögum með einum eða öðrum hætti og/eða settar takmarkanir á notkun hennar - Nema Austfjörðum.

Síðan auðvitað mokveiddu Austfirðingar með síld sem beitu og byggðu ísús (freezer) að Bandarískri fyrirmynd. þangað streymdi fólk allstaðar að til sjómennsku og fiskvinnslu. þar sáu menn og kynntust því að best var nota síld. þegar heim var komið laumuðust menn til að nota síld í beitu. það var kallað: Að blóta á laun.

Við erum að tala um 1900. Er að segja ykkur það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2012 kl. 15:19

46 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, eitthvað er það nú orðum aukið að VG sé "virðulegur stjórnarflokkur". Virðulegar leifar af stjórnarflokki væri nær sanni.

Merkilegt þetta með með síldina - í beitu, um 1900. Verst að þú segir ekkert um hvað veiddist á beituna annað en að eitthvað hafi mokveiðst?

Í dag eru menn nútímalegir og beita með evru. Engan veginn hægt að segja að það mokveiðist; ætli þeir fái enga síld til beitu lengur?

Kolbrún Hilmars, 13.8.2012 kl. 17:56

47 identicon

Það þarf að leiðrétta fyrirsögnina, setja "í OECD" í staðinn fyrir "í heiminum", og málið dautt.

Ásmundur og co geta huggað sig við það, að meira atvinnuleysi en í ESB megi finna í Zimbabwe og hinum þróunarlöndunum, en spurningin er hvort þeir félagar séu ekki orðnir pínu hlægilegir í örvæntinunni?

Ómar Bjarki, ekki veit ég hvort unga fólkið í VG sé sammála vinstrivaktinni, enda er ég ekki í flokknum, en ég er nokkuð viss um að spænsku og grísku unglingarnir séu nokkuð sammála, með yfir 50% atvinnuleysi ungs fólks í þeim löndum.

- En Evran mun bjarga þeim, eins og hún kom í veg fyrir þetta ástand, ha er það ekki Ómar?

ESB jarmið er farið að verða meira sorglegt en fyndið.

símon (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 20:34

48 identicon

Vinstrivaktin lýgur því blákalt að evrulöndin séu þau lönd sem eru með mesta atvinnuleysi í heimi á eftir Suður-Afríku.

Símoni finnst það bæði hlægilegt og örvæntingarfullt að benda á að þetta sé mjög fjarri öllu lagi. Hlekkir á margar heimildir á netinu sýna að um 33 lönd eru með meira atvinnuleysi.

Það er helst á Símoni að skilja að þessi 33 lönd teljist ekki til landa og því sé það ekki bara í góðu lagi að sleppa þeim í upptalningunni heldur sé það hið eina rétta. Annað sé bæði hlægilegt og örvæntingarfullt.

Ég skellti upp úr þegar ég las þessa einstöku ályktun. Það er mjög langt síðan ég hef heyrt eða lesið jafn fráleita, hlægilega og örvæntingarfulla vörn og þessa vörn Símonar fyrir Vinstrivaktina.

Atvinnuleysi í OECD-löndunum hefur ekki verið til umræðu hér. OECD er ekki heimurinn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:48

49 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, mörg vanþróuð og/eða stríðshrjáð lönd hafa alls ekkert atvinnulíf í skilningi þróaðri landa.

Það er því ólíklegt að hægt sé að telja þau með varðandi tölur um atvinnuleysi. Í besta falli er þar um hreinar getgátur að ræða.

Kolbrún Hilmars, 14.8.2012 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband