ESB gengur í svefni fram að bjargbrún, segja sérfræðingar í evrumálum

Þrátt fyrir óteljandi neyðarfundi til bjargar evrusvæðinu fer ástandið hratt versnandi. En á Íslandi sitja valdamenn með Jóhönnu og Össur í broddi fylkingar sem keppast við að koma Íslandi inn á evrusvæðið. Hvort flokkast það undir pólitískt einsýni eða ofstæki eða skrípaleik?

 

Sautján sérfræðingar í efnahagsmálum, sem allir eru stuðningsmenn evrunnar segja að Evrópa gangi nú í svefni fram að bjargbrúninni og að staðan í hinum skuldsettu evruríkjum hafi versnað verulega á nokkrum vikum. Um er að ræða m.a. tvo meðlimi sérstaks sérfræðingaráðs í efnahagsmálum í Þýskalandi og sérfræðinga í evrunni í London School of Economics.

 

Í skýrslu fyrir stofnun, sem nefnist Institute for New Economic Thinking segja þeir þessa stöðu afleiðingu kerfis, sem sé í núverandi mynd sinni hrunið (thoroughly broken). Þeir segja að verði ekki ráðin bót á vanda gjaldmiðilskerfisins muni evran leysast upp.

 

Í frétt Daily Telegraph 25. júlí s.l. kemur fram, að PIMCO, stærsti skuldabréfasjóður heims hafi daginn áður tilkynnt að sjóðurinn mundi halda sig frá þýska skuldabréfamarkaðnum, þar sem búast megi við enn frekari lækkun á lánshæfismati Þýskalands, Hollands og Lúxemborgar.

 

En hér á Íslandi er unnið hörðum höndum að því að taka upp evru. Samningsafstaða Íslands í gjaldeyrismálum mun þegar liggja fyrir. Því sem þar stendur er þó haldið leyndu í örvæntingarfullri von um að ástandið á evrusvæðinu batni.

 

Heimild: M.a. Daily Telegraph og Evrópuvaktin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt. Það er eins og stuðningsmenn evru og ESB hafi horfið af yfirborði jarðar.

Ekkert blogg, engin frétt, ekkert. ESB Eyjan hans Binga og DV þegja. Eiríkur Bergmann þegir, Bryndís Ísfold þegir, Stefán Ólafs þegir, Egill feiti þegir. Allt helsta áróðursfólk evru þegir þunnu hljóði. Maður finnur samt fyrir beiskjunni, gremjunni, pirringnum og reiðinni.

Miðað við þögnina, þá gæti maður álitið að það sé tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Svo er nú aldeilis ekki. Það er verið að slátra evrunni.

"C'est magnifique, mais ce n'est pas la guerre."

Hilmar (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 13:41

2 identicon

Sannleikurinn er sá að þjóðin mun samþykkja inngöngu í ESB þegar samningur liggur fyrir enda verða margir glæsilegir vinningar í boði eins og 99% lækkun vaxta, 99% lækkun matarverðs og svo rúsínan í pylsuendanum spánýr glæsilegur þriggja ára aðlögunartími að fyrsta flokks CFP Evrópusambands drossíunni beint af færibandinu, annar aðalvinningana verður 12mánaða aðlögun að CAP og mun niðurgreiddur kjúklingur fylgir hverjum pakka.

Eins og sést þá munu Íslendingar þyrpast að hlaðborði ESB um leið og barinn verður opnaður formlega af Össuri Skarphéðinssyni hinum Brusselska.

Sérstak tilboð verður í gangi en sá sem segir JÁ við inngöngu í ESB óséð fer í lukkupottinn en dregið verður úr honum þegar ESB sigurinn liggur fyrir og hlýtur sá heppni atvinnuleysi að gjöf.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 17:39

3 identicon

Palli aftur í öngum sínum yfir að enginn les hann undir eigin nafni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 21:09

4 identicon

Nú gerði ég þessi mistök aftur að kenna Palla saklausum um. Fyrirgefðu, Palli minn en ég ruglaðist á meðan ég var að tala við Eirík Bergmann hérna, við sitjum hér saman í fangi Barosso og Össurar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 21:20

5 identicon

Það er alltaf sama vælið í þér.

Spurning hvort  þú sért að tala við sjálfan þig. Margur heldur mig sig.

Eða heldurðu að margir séu að taka eitthvað mark á blaðrinu í þér?!?

Reyndu nú að ná örlitlu taki á sjálfum þér, og kveiktu t.d. á fréttum. Ef þú myndir komast í samband við raunveruleikann, þá er góðar líkur á að maður myndi sleppa mestri dellunni sem vellur upp úr þér.

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 21:51

6 identicon

Sjúkdómur palla ágerist. 

Nú er ekki nóg að skrifa í mínu nafni heldur er hann farinn að margfaldast í mínu nafni þar sem klónin rífast hvert við annað og svo tekur palli þátt í galskapnum í eigin nafni.

Hvernig endar þetta? Þorir Vinstrivaktin ekki að grípa inn í? Er hún hrædd við palla?

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 22:05

7 identicon

Nú er þetta orðið slæmt af mér og ég bið Palla vægðar. Össur kjaftaði svo mikið að ég gerði sömu mistökin aftur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 22:27

8 identicon

Af hverju ertu svona mikið fífl? Hvað gerðist eiginlega fyrir þitt líf? Hvernig er hægt að lifa með þá staðreynd að þú þarft alltaf að vera þú?

Viltu ekki tala um hvað ástandi í evrulandi eru frábært, og gullöld í vændum?

Endilega haltu áfram að gera þig að þessu heimska hirðfífli sem þú ert. Það þreytist seint þegar fábjánar eins og þú opinbera eigið tilvistarástand. Já, og segðu við sjálfan þig að þú sért tekinn marktækur, og það sé ekkert hlegið að vitleysunni í þér o.s.frv. o.s.frv.  hahaha... þvílíktur fábjáni. Þú ert basket case dauðans!! Steiktasti fábjáni Íslands. Til hamingju.

(og ég nenni varla að endurtaka það enn einu sinni að ég er ekkert að skrifa í þínu nafni. ef svo væri þá myndi ég bara viðurkenna það. alltaf fínn húmor að bögga fávita eins og þig. en auðvitað trúir því ekki neinu, þú lifir heldur ekki í sama veruleika og flest fólk. ég væri þó alveg til í að reyna að troða nokkrum einföldustu staðreyndum inn í hausinn á þér, með sleggju. ef þú vilt hitta mig face to face, þá er ég alltaf til í það. látum tannálfinn gera þig ríkan.)

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 23:11

9 Smámynd: Elle_

En er ekki of mikið verið að spekúlera í evrunni sem gjaldmiðli frekar en sem pólitísku tæki?  Vladimir Konstantinovich Bukovsky sagði fyrir löngu eftirfarandi og það var vitað:
>Particularly the introduction of the euro was a crazy idea. Currency is not supposed to be political.
I have no doubt about it. There will be a collapse of the European Union pretty much like the Soviet Union collapsed
.<

Elle_, 30.7.2012 kl. 23:58

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er lítið mark á þeim neo-kapítalistum sem brutu kerfið að segja fólki hvað er að því. Enda er það svo að þessi hugveita (réttara heiti væri reyndar arðránveita) er stofnuð að undirlagi þeirra neo-kapítalista í Bandaríkjunum sem eiga hvað mesta ábyrgð á núverandi efnahagskreppu, og hvernig hún hefur þróast undanfarin ár. Í sinni taumlausu græðgi þá hafa þessir menn gert efnahagskreppuna verri, lengri og dýari eingöngu útaf sinni eigin græðgi og skammsýni.

Það að höfundar þessa bloggs taki undir með umræddum neo-kapítalistum kemur mér lítið á óvart. Enda hefur þetta fólk sameinast í tvennu. Að vera á móti ESB, og lifa síðan í græðginni og yfirganginum.

Jón Frímann Jónsson, 31.7.2012 kl. 16:15

11 Smámynd: Elle_

Já, þú hlýtur að vita þetta.  Ætli þú getir þá skýrt hina pólitísku evru eins og Vladimir Konstantinovich Bukovsky lýsti evru-kerfinu?  Ætlað til að gera sjálfstæð ríki að kommúnísku sambandsríki.

Elle_, 31.7.2012 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband