Evran sjálf er ekki ávísun á neinn árangur, segir Ólafur Ragnar

Þetta sagði forsetinn aðspurður hvort evran væri ekki heppilegri hér á landi en krónan í því ljósi að hér væri tíð verðbólga og háir vextir. Sannleikurinn væri sá að krónan væri mikilvægur hluti af lausninni.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina France 24 s.l. þriðjudag að þjóðinni væri best borgið utan við ESB:

„Mín afstaða hefur byggst á nokkrum atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-Atlandshafinu og norðurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í ESB og mistókst í bæði skiptin. Ef þú ferð um alla norðanverða Evrópu frá Grænlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finnlandi sem þú finnur evruríki.

Í reynd hefur nánast öll Norður-Evrópa ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og ef þú bætir við landfræðilegri staðsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valið að fara aðra leið í gjaldmiðilsmálum og bætir svo við yfirráðunum yfir landhelginni og auðlindum landsins. Það hefur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyrir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evrópusambandið,“ sagði Ólafur Ragnar.

Evran engin ávísun á árangur

„Ég held að allir átti sig á því að einn mesti lærdómur sem Evrópuríkin geta dregið á undanförnum árum er sú staðreynd að evran sjálf er ekki ávísun á neinn árangur. Raunin er sú að evrusvæðið er það svæði sem hefur endurtekið þurft að horfast í augu við áhrif kreppunnar hefur haldið fleiri neyðafundi um gjaldmiðilinn en nokkurt annað svæði í heiminum,“ sagði Ólafur Ragnar.

Krónan mikilvægur hluti af lausninni

„Þegar bankarnir voru meðal stærstu fyrirtækja landsins var hægt að halda því fram að krónan hafi jafnvel verið hluti vandans. En það á ekki við lengur og við endurreisn landsins er það svo að krónan er mikilvægur hluti af lausninni. Sú staðreynd að með því að geta fellt gjaldmiðilinn gátum við gert útflutningsgreinarnar, orkugeirann, fiskinn, ferðageirann og tæknigeirann betur samkeppnishæfa og framsækna. Ein af ástæðum fyrir því að íslenskur ferðaiðnaður hefur aukist stórkostlega frá hruni er okkar eigin gjaldmiðill. Þetta er ein af klassísku leiðunum til að ná bata,“ sagði Ólafur Ragnar.

Utanríkisráðherrann á erfitt verkefni fyrir höndum

Forsetinn taldi að utanríkisráðherrann myndi ætti erfitt verkefni fyrir höndum að ná útkomu í samningaviðræðum við ESB sem íslenska þjóðin myndi samþykkja: „Lítum á sjávarútvegsstefnuna. Af hverju er Ísland að ná árangri? Ein af ástæðunum er okkar sjávarútvegsstefna. Við höfum stundað sjálfbærar veiðar til áratuga á meðan fiskistofnar hrynja allt í kring. Allir sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins viðurkenndu fyrir ári að sjávarútvegsstefna Evrópusambandiðn væri mislukkuð.Sjávarútvegurinn er stór hluti af tekjulind þjóðarinnar. Það mætti halda því fram að það væri ekki lýðveldi á Íslandi ef ekki hefðu komið til fiskveiðar okkar á undanförnum áratugum. Staðreynd málsins er sú að Evrópusambandið er með mislukkaða fiskveiðistefnu og kannski á næstum árum munu þeir viðurkenna að íslenska stefnan er betri,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Heimild: mbl.is 25.07.2012


mbl.is 51% Þjóðverja vill evruna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ávísun á Ólaf Rangar er ávísun á engan árangur. Þannig er það bara. Síðan má einnig geta þess að íslenska krónan mun verða íslendingum böl á meðan hún er í notkun á Íslandi sem gjaldmiðill landsins.

Síðan notar Írland evruna sem gjaldmiðil. Þannig að Ólafur Ragnar fer þarna með rangt mál um að það þurfi að fara til Finnlands til þess að finna ríki sem er með evruna sem gjaldmiðil. Danska krónan er einnig á fastgengi við evruna (1€ = 7,46 DKK), með 2,25% vikurmörkum. Þannig að danir eru de-facto með evruna. Þetta gildir einnig um Búlgarska lev (ekki í ERM II), Litháenskan litas, Lattneskan lats. Síðan er Sviss búið að tengja Svissneska frankan við evruna alveg fast, og þó er Sviss ekki í ESB og alls ekki í ERM II.

Áður en Ólafur Ragnar tjáir sig næst um evrusvæðið. Þá mælist ég til þess að Ólafur Ragnar skoði kort af evrusvæðinu áður en hann gerir slíkt.

Jón Frímann Jónsson, 29.7.2012 kl. 15:20

2 identicon

Hvað fær þig til að halda að það sé einhver sem taki mark á þér?

Hvaða mannsbarn sem er sér í gegnum þessa geðbilun í þér. Það þarf bara að kveikja á fréttum, og bera það saman við lofgjörðarvælið i þér um ágæti evrunnar.

Endilega, litli geðbilaði apaköttur. Haltu þessu bara áfram. Opinberaðu eigið sálarlíf.

Það þarf ekkert að segja neitt við jafn heilaþveginn fábjána og þig, enda lifirðu ekki á sama veruleika og við hin.

Keep it up, stupido!!

palli (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:27

3 identicon

Bíddu, ætlaðir þú ekki að gera mig frægan???

Þegar ég sagði, og segi enn, að ég muni lemja þig í plokkfisk ef ég mun hitta þig úti á götu.

Gerðu mig frægan, Jón Ásmundur Frímann. Ég er að bíða.

Þú ert hallærislegasti heimskingi og hrokabytta sem ég veit um.

palli (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 15:31

4 identicon

Palli. Hvað í ósköpum fær þig til að setja svona texta á bloggið, lýsir þetta ekki bara innri manninum Palla,

Málið er að við hin erum mörg hver að lesa bloggheima en fáum upp í háls að lesa þetta frá þér palli, eða hver sem þú ert...

Kristinn J (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:07

5 identicon

Fróðlegt þetta með svissneska frankann, Jón Frímann. Ég vissi þetta ekki.

Gætir þú ekki frætt mig, og hina, hvenær þetta gerðist?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 16:44

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar, Sviss fór í fastgengi með Svissneska frankan í fyrra vegna óeðlilega mikils innflæðis af erlendum gjaldeyri (svipað og gerðist á Íslandi fyrir efnahagshrun, nema íslendingar komu ekki á neinu fastgengi). Þetta er leið til þess að viðhalda útflutning og innflutningi heilbrigðum.

Hérna er frétt The Guardian um þetta fastgengi.

Hérna er frétt The Weekly um þetta sama mál.

Hversu lengi Sviss mun halda þessu fastgengi veltur á ýmsu. Þó er ljóst að það er ekkert að fara hverfa á næstunni.

Jón Frímann Jónsson, 29.7.2012 kl. 16:53

7 identicon

Áttu við Jón Frímann, að rauða strikið, einnogtuttugu frankar fyrir evru, sé fastgengi?

Nei Jón minn, Svisslendingar þurfa að lifa við það, að eigendur að ónýtum evrum reyni að koma þeim í skjól í Sviss.

Það þýddi, að verðið á frankanum rauk upp. Og hefði rokið enn hærra upp, ef ekki fyrir strikið. Frankinn getur lækkað í verði, en ekki hækkað. Hinsvegar lækkar hann ekki, enda stöðugur straumur af evrum yfir landamærin.

Það er því svolítið fyndið, að þú skulir hafa talið evrunni það til tekna, að frankinn væri bundinn henni, þegar staðreyndin er sú, að Svisslendingar þjást vegna ónýtrar evru.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 17:17

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt hjá Hilmari. Sviss setti ekki á neitt fastgengi, heldur ákvað einfaldlega að evruflóttinn til Sviss yrði á kostnað eigenda hennar - ekki svissneska frankans.

Kolbrún Hilmars, 29.7.2012 kl. 17:55

9 Smámynd: Elle_

Og ég mæli með að Jón Frím. skýri hvaða forseti næði meiri ´árangri´ en akkúrat núverandi forseti.  Og hver væri lýðræðislegri og öruggari en hann.  Hann er mennskur og má gera mistök eins og við hin.  Jón mætti muna það.

Elle_, 29.7.2012 kl. 18:17

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann ætti reyndar frekar að miðla okkur af vettvangsrannsóknum sínum um málefni frú forsætisráðaherra Dana og ágreining við andstæðinga hennar í danskri pólitík.

Það yrði okkur miklu fróðlegra en að tuða eilíft um okkar íslensku deilumál. ÞAU þekkjum við!

Kolbrún Hilmars, 29.7.2012 kl. 18:39

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rétt hjá Jóni. Rangt hjá Andsinnum eins og vanalega.

þetta er de faktó fastgengi eða binding við Evru. Ástæðan er að þer treysta sér ekki að vera með fljótandi gengi. Treysta sér ekki í það.

Ljóst var að allskyns gjaldeyris-spekúlantar voru að spila á Sviss. Með að setja peninga þar inn, hækka gengi framkas - og taka svo út og stinga ágóðanum í rassvasann. Og Sviss borgar brúsann.

Sviss sá sér ekki annað fært en fasttengja við Evru. það hinsvegar kostar eitthvað - en er ódýrar en hinn valkosturinn, að þeirra mati.

Svo tala menn hérna eins og ekkert mál sé að hafa fljótandi krónu!? Ekkert mál. Maður efast stundum um að það sé bókstaflega í lagi með suma Andsinna.

Staðreyndin er að því fylkir ógnvægnlegur kostnaður fyrir almenning til lengri tíma litið að vera með handónýtan mattadorgjaldmiðil.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.7.2012 kl. 18:49

12 identicon

Heldurðu að einhver sjái ekki í gegnum þig, Jón Ásmundur Kristinn J Frímann.

Þú ert eins og hálfviti sem heldur að hann sé ósýnilegur, og læðist um alsber, þegar fólk horfir bara og gapir. Þvílíka veruleikafirringin í sumum.

Það er bara pínlegt að fylgjast með þér og þínum apabróður, með ykkar kolgeðbilaða fagnaðarerindi og réttlætingar á dellunni.

Leitaðu til geðlæknis vegna þinna innri vandamála.

palli (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:00

13 Smámynd: Elle_

Já, að vísu, við þekkjum okkar vandamál.  Langaði bara að heyra hvaða forseti væri svona frábær.

Elle_, 29.7.2012 kl. 19:03

14 Smámynd: Elle_

Eg hugsaði það sama og Palli um Kristin í gær, í pistlinum á undan.  Þegar hann stökk á alla EU andstæðinga sem fyrir voru og gat svo engu svarað.

Elle_, 29.7.2012 kl. 19:39

15 identicon

Ómar, mig langar að vita, hvort þú trúir þessari þvælu sjálfur, eða hvort þú treystir á að einhver þarna úti geri það?

Nú verð ég að viðurkenna, að ég held að þú sért tröll, gert út af einhverjum andstæðingi ESB, útgáfa af fimmtu herdeild, ætlað að grafa undan trúverðugleika ESB sinna.

Og þar sem flestir innlimunarsinnar, þeir þekktu, þegja heilu hljóði, þá styrkist þessi skoðun mín.

En fyrir þá sem eru nýir, og eru að lesa þig í fyrsta sinn, þá er rétt að benda á línulegt fall evru gagnvart Mikka mús gjaldmiðlinum evru, þar til Svisslendingar ákváðu að hrun evru og fjármunaflótti frá evrusvæðinu, væri farið að ógna stöðugleika í Sviss.

Þessi fjármagnsflótti er í engu sambandi við einhverja uppdiktaða spekúlanta, enda hrun evrunnar jafnt, stöðugt og langvarandi.

Nú erum við búin að heyra í Gísla og Eiríki, og það vantar bara Helga. Ásmundur getur ekki verið langt undan með sína fávisku.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 19:46

16 identicon

Kannski rétt að leiðrétta meinlega villu.

".... þá er rétt að benda á að hrun Mikka mús gjaldmiðilsins evru gagnvart franka, þar til Svisslendingar ákváðu að hrun evru og fjármunaflótti frá evrusvæðinu, væri farið að ógna stöðugleika í Sviss."

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 20:09

17 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar, Það er dæmi um mikla vanþekkingu að trúa því að evran sé að fara eitthvað. Enda er það svo að evran er annar stærsti varagjaldmiðill í heimi. Rétt á eftir bandaríska dollaranum. Fjölmiðlum er illa treystandi fyrir að flytja fréttir af stöðu mála. Enda er það svo að staðreyndir eiga sér lítin málsvara fyrir æsifréttum og rangfærslum.

Þeir sem tala hvað mest um hvað veikt gengi evrunnar gagnvart dollar og öðrum gjaldmiðlum gera sér ekki grein fyrir því að veikari evra styrkir útflutning. Eykur tekjur og dregur úr áhrifum kreppunar.  Gengi evrunnar gagnvart gjaldmiðlum heimsins er að finna hérna. Íslenska krónan finnst ekki þarna. Enda hvergi gjaldgeng í dag á alþjóðlegum mörkuðum. Þeir sem vilja skoða söguna sér til áminningar um gengi íslensku krónar gagnvart evru geta gert það hérna.

Skilningur andstæðinga Evrópusambandsins og evrunar á þessum grunnatriðum er skelfilega lítill. Reyndar tek ég eftir því hvað eftir annað að andstæðingar Evrópusambandsins virðist vera fólk sem hefur hreinlega ekki andlega getu í það að kynna sér málin. Vill frekar láta fóðra sig af einhverri samsæriskenningaþvælu frá einhverjum einstaklingum með ofsóknaræði á háu stigi.

Að þessu sögðu. Þá reikna ég ekki með því að færslur þessa bloggs hérna muni batna eitthvað í framtíðinni. Ég reikna hinsvegar með því að þessu bloggi verði lokað þegar botnin dettur úr andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi eftir nokkur ár. Enda verða þeir búnir að leggja allt í rúst á Íslandi efnahagslega.

Jón Frímann Jónsson, 29.7.2012 kl. 20:40

18 identicon

Já sæll, Jón Ásmundur Frímann!

Þú þarft eiginlega að hafa samband við Brussel og láta þau vita af þínum skoðunum. Hafðu síðan samband við helstu fréttamiðla heims og útskýrðu fyrir þeim að þetta sé allt saman bara einn stór misskilningur.

Þú reddar þessu.

Verst að snillingur eins og þú skulir frekar eyða tímanum í að sannfæra lesendahóp þessarar vefsíðu um ágæti ESB, þrátt fyrir hið fullkomna og augljósa tilgangsleysi þess. Þú gefst ekki upp, ekki frekar en apabróðurinn.

Þvílíka þráhyggju veruleikafirrtu geðbilunin í hausnum á þér! Það liggur við að maður vorkenni þér, fyrir að þurfa að vera þú.

palli (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:05

19 identicon

Þú meinar Jón að það sé styrkleikamerki á evrunni, að hún sé á fleygiferð niður gagnvart öðrum gjaldmiðlum?

Skrítið, evrusinnar töldu það veikleika þegar krónan féll.

En rétt er það, að útflutningsútvegir græða á því þegar gjaldmiðlar veikjast. Það gerðist á Íslandi, og það dró okkur út úr skaflinum, þrátt fyrir Jóhönnustjórnina.

Fall evru hefur ekki sömu áhrif innan evruríkja. Af hverju, spyrð þú örugglega. Ástæðan er sú, að milliríkjaverslun evruríkja er að stærstum hluta við önnur evruríki. Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar menn einangra sig í lokuðu efnahagskerfi. Venjuleg hagfræðitæki virka ekki, og ákvarðanir verða allar miðstýrðar. Menn fara af einum krýsufundinum yfir í þann næsta.

Rétt er það hjá þér, að vinstrivaktin hættir örugglega að blogga um ESB. Það gerist sennilega eftir næstu kosningar, þegar Ísland dregur þessa frámunalega heimskulegu umsókn í deyjandi bandalag, til baka.

Við þurfum hinsvegar að hafa áhyggjur af evrunni dálítið lengur, enda er of stór hluti utanríkisverslunar okkar við ESB lönd, og áframhaldandi kreppa og hnignun þar hefur óneitanlega mikil áhrif á okkur. Verkefni næstu ríkisstjórnar verður því að gera viðskiptasamninga við önnur og lífvænlegri svæði.

Fyrsta skrefið verður að segja upp EES samningnum.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:35

20 Smámynd: Elle_

Hilmar, þú getur ekki eyðilagt svona fyrir ´Ása´ þegar hann kemur og Eiríki Bergmann í norsku nefndinni.  Við vitum við verðum að ríghalda í EES-samninginn þó hann drepi okkur, svo þeir geti kennt okkur að svona ´endurheimtum við fullveldið´.

Elle_, 29.7.2012 kl. 23:02

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar, Þetta er það sem þú ekki skilur. Íslenska krónan hrundi árið 2008 (evran fór úr 80 kr í 220 kr þegar verst var). Auðvitað versla ríki innan Evrópusambandsins við hvert annað. Til þess var Evrópusambandið og hinn innri markaður settur upp til að hafa það hlutverk.

Evran hefur fallið lítið miðað við hrun íslensku krónunnar. Lækkunin yfir 1 ár er aðeins 14.7% gagnvart USD. Það er talsvert, en ekkert skelfilegt. Síðan er það einnig staðreynd að USD er haldið á lágu gengi þessa dagana af Bandaríkjunum (það talar samt engin um að USD sé að fara hrynja).

Evrópusambandið er ekki að fara neitt á næstu áratugum. Það er alveg ljóst. Evrópuandstæðingar á Íslandi eru hinsvegar á leiðinni í sorptunnu sögunar, þar sem þeir eru hvað best geymdir og gleymdir.

Ef að Evrópuandstæðingar vilja leggja efnahag Íslands endanlega í rúst. Þá fá þeir það í gegn að Ísland gengur úr EES og EFTA. Það þýðir hinsvegar algert efnahagshrun á Íslandi og algera einangrun Íslands efnahagslega og viðskiptalega. Því miður eru sumir íslendingar svo miklir vitleysingar, og þjóðrembur í eðli sínu að þeir sjá ekki hættuna af sínum eigin hugsunarhátti og afneita jafnvel afleiðingum sinna eigin gjörða.

Dýrir verða evrópuandstæðingar íslendingum þegar á reynir. Sannið þið bara til.

Jón Frímann Jónsson, 29.7.2012 kl. 23:40

22 identicon

ÓRG spilar með stóran hluta íslensku þjóðarinnar í gegnum erlenda fjölmiðla. You ain't seen nothing yet.

Var það ekki í þessu sama viðtali sem hann sagði að hann ætlaði ekki að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og það væri á valdi hans?

Og trúarsöfnuðurinn trúir því auðvitað  en varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með að hann ætlaði ekki að verða við óskum þeirra. Hann getur auðvitað ekki viðurkennt að hann hafi ekki vald til þess svo að hann verður að segja nei.

Evran er að sjálfsögðu lausn á gjaldmiðilsvandanum. Hún skapar stöðugleika, samkeppnishæfni, hóflega verðbólgu, enga verðtryggingu, lága vexti og lágt vöruverð svo að fátt eitt sé nefnt.

Og umfram allt kemur hún í veg fyrir gjaldeyrishöft sem versna og versna með tímanum og rýra smám saman lífskjör á Íslandi,

Það er rangt að gengi evrunnar hafi hrunið undanfarið eða sé að hrynja. Það er enn mun hærra gagnvart gengi dollars og punds en um aldamót. Lækkun undanfarið er eðlileg sveifla. 

Það er sama hve mikið ÓRG bullar, trúarsöfnuðurinn meðtekur allt enda er rökhugsun ekki hans sterka hlið eins og kannanir gáfu vísbendingu um.

Þannig vefur ÓRG trúarsöfnuðinn um fingur sér en er að öðru leyti að athlægi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 23:58

23 identicon

Sko, Helgi í Gísli, Eiríkur og Helgi, er mættur. Auðvitað.

Og boðskapurinn?

Jú, evran skapar "stöðugleika"

Jamm, evran sem hefur hrunið undanfarið. Fyrir utan, að enginn veit hversu lengi hún lifir. Deyr hún ef Grikkir fá ekki í betliskálina sína fyrir 20. ágúst, þegar gríska stjórnin verður uppiskroppa með fé? Grikkir, þeir sem átti að vera búið að bjarga skv. ECB, þurfa aukalegar afskriftir upp á 11.000 miljarða, plús neyðarfé, til að verða sjálfbærir skv stofnunni sem var búin að bjarga Grikkjum.

Spánverjar þurfa 23.500 miljarða á næstunni, bara til að lifa fram yfir áramót. Og áætlaða 100.000 miljarða króna næstu 3 árin.

Þetta ofangreint er nú bara það helsta sem þarf að redda á næstu neyðarfundum evrunnar. Gjaldmiðillinn sem hefur fallið um 30% gagnvart íslenskri krónu, skv Jóni.

Fallið er nú reyndar ekki nema 20%, en það hlýtur samt að vera nægilegt fall. Sér í lagi ef maður tæki mark á Gísla, Eiríki og Helga, sem hafa lýst íslenskri krónu sem ónýtri.

Hvað kallst gjaldmiðill sem fellur 20% gangvart ónýtri mynt?

Nei kútar mínir, þið hafið haft krónískt rangt fyrir ykkur. Í öllum málum. Ekkert af því sem þið hafið boðað hefur ræst, og kemur aldrei til með að rætast. Ef þið spáið einhverju, þá gerist það þveröfuga. Á þann hátt verðið þið náttúrulega sannspáir. Núna er bara að kreysta út úr ykkur, daginn sem evran hverfur ekki endanlega.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 01:09

24 identicon

Hilmar er bullukollur. Ekki veit ég hvort hann geti ekki betur eða er vísvitandi að blekkja - nema hvorttveggja sé.

Grafið í meðfylgjandi hlekk sýnir að evran hefur hækkað um 20% gagnvart dollar á síðustu tíu árum. Grafið sýnir einnig að gengi evrunnar gagnvart dollar er nú hið sama og fyrir tveim árum. Einnig er augljóst af grafinu að niðursveiflan undanfarið er aðeins eðlileg niðursveifla og alls ekkert hrun.  

http://www.xe.com/currencycharts/?from=EUR&to=USD&view=10Y

Eins og grafið í hlekknum hér fyrir neðan sýnir er gengi krónunnar gagnvart evru nú meira en helmingi lægra en fyrir tíu árum. Það er meira en tvöföldun á gengi evrunnar gagnvart krónu.

Gengið er nú svipað og fyrir tveim árum. Gengissveiflurnar síðustu þrjú ár eru miklu minni en mörg ár þar á undan.

http://www.xe.com/currencycharts/?from=ISK&to=EUR&view=10Y

Þetta sýnir að allt tal Hilmars um hrun á gengi evru eru bull og reyndar nánast hrein öfugmæli. Annað er eftir því. Með svona vinnubrögðum hefur Hilmar dæmt sig úr leik í umræðinni.

Allavega á hann mikið verk fyrir höndum ef hann ætlar að endurheimta trúverðugleikann (ef hann hefur einhvern tímann haft hann).

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 02:03

25 identicon

Hahaha!!!  Jón Ásmundur blaðrar um trúverðugleika annara!!

Þú ert bara svo ótrúlega mikill hálfviti!! Hvernig er hægt að vera svona bilaður??

Í fyrsta lagi ertu þessi eini rugludallur á kassa á torginu, æpandi þína vitleysu á þessari vefsíðu þegar ALLIR, nema apabróðurinn auðvitað, segja þér að troða þessari dellu.

En nei, ekki bara það, heldur er þinn trúarofstækisboðskapur ekki í samræmi við allt það sem er í gangi í heiminum, það sem allir fréttamiðlar heims eru að tala um, en nei nei, ef maður svo mikið sem efast um orð Jón Ásmundar, þá er maður bullukollur og þjóðremba.

Þú ert svo innilega heimskur einstaklingur, og heilaþvegið fífl, að það er að verða viðbjóðlegt að horfa upp á þetta. Hrokabytta.

Og ég hlakka til að hitta þig á förnum vegi, Jón Ásmundur. Hlakka til að sýna þér hvað mér finnst um þína sorlegu tilvist.

Ætlarðu ekki annars að gera mig frægan, litla feita peð?

Þú ert steiktasti fábjáni sem ég veit um.

Vonandi verður áfallið það mikið fyrir þína þroskaheftu sál, þegar þessu verður troðið ofan í kokið á þér, að þú missir lífsviljann og endir þessa þjáningartilvist þína. Þér er ekki viðbjargandi. Þinn eini séns er að til sé endurholgun. Slúttaðu þessu bara og byrjaðu upp á nýtt. Þetta líf þitt er einn stór sorglegur brandari.

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 05:53

26 identicon

Hilmar skilur ekki að þegar um er að ræða tvo gjaldmiðla, annan tiltölulega stöðugan, evruna, og hinn mjög óstöðugan, krónuna, þá sveiflast þeir auðvitað mikið hvor gagnvart öðrum. Þegar gengi evrunnar meira en tvöfaldaðist gagnvart krónu 2008 var það ekki vegna óstöðugleika evru heldur vegna óstöðugleika krónu sem hrundi.

Evran er þó ekki laus við sveiflur gagnvart öðrum gjaldmiðlum þó að þær sveiflur séu mjög litlar í samanburði við sveiflur á krónu. Hilmar skilur hins vegar ekki að þessar sveiflur hafa lítil sem engin áhrif stöðugleikann á Íslandi eftir upptöku evru vegna þess að langmest af utanríkisviðskiptum Íslands eru við evrulönd.

Hilmar hefur ekki vit á að reyna að fela að skrif hans eru tómt bull. Þegar menn beita aðferðum eins og að kalla viðmælendur sína Gísla, Eirík og Helga er ljóst að innihaldið er rýrt og stendur engan veginn fyrir sínu. Frekari skoðun leiðir svo í ljós að þar stendur ekki steinn yfir steini.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 09:08

27 identicon

Gísli, Eiríkur og Helgi, ef þú, og bræður þínir hagið ykkur eins og Gísli, Eiríkur og Helgi, þá er varla ósanngjarnt að kalla ykkur Gísla, Eirík og Helga?

Hættu svo þessum gráti kútur minn, og í guðanna bænum, hættu að væla um að ég skilji ekki. Það er reyndar mikið til í því, að ég skilji þig ekki, en það er mikill munur á því að skilja þig ekki, og skilja ekki.

Evran hríðfellur gegn öllum helstu gjaldmiðlum heims, þ.m.t. krónunni. Svisslendingar þurftu meira að segja að setja rautt strik, til að hemja hrun evrunnar gagnvart franka. Það er dapurleg staða þegar ríki eins og Sviss þarf að hverfa frá frjálsri gengisstefnu, í að þurfa að handstýra henni að hluta til, vegna þess að evran er í tómu tjóni.

Enginn vafi leikur á því að krónan verður til um áramótin, en flestir eru í vafa um það, að evran verði til eftir tvo mánuði. Ef það er ekki óstöðugleiki, þá er óstöðugleiki ekki til.

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hrynur evran gagnvart gjaldmiðli sem evrusinnar sögðu vera ónýtan. Það segir allt sem segja þarf. Evran er ónýt.

Hrun evrunnar er grafalvarlegt mál. Gísli, Eiríkur og Helgi sjá þó um að aldrei verði langt í brosið. Hlátur hjálpar okkur að takast á við erfið mál.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 11:24

28 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar, Þetta er rangfærsla hjá þér. Evran hefur ekkert hrunið, og mun ekkert gera það. Gengisveiflur eru eðlilegar. Enda er það óeðlilegt ef gjaldmiðlar gera ekkert nema að styrkjast. Lækkun evrunar gagnvart USD er innan við 20% á 12 mánaða tímabili.

Íslenska krónan lækkaði um rúmlega 98% á tveim vikum árið 2008. Svona rétt áður en íslenska ríkið setti á gjaldeyrishöft og lokaði íslensku krónuna inni og gerði íslensku krónuna óskiptanlega á frjálsum gjaldeyrismarkaði. Staðreyndin með höft er hinsvegar sú að þau þarf alltaf að herða. Þetta hafa íslendingar séð með gjaldeyrishöftin á undanförum árum. Enda er búið að herða gjaldeyrishöftin umtalsvert á síðustu 4 árum. Hvenar innflutningshöft verða raunveruleiki á Íslandi á bara eftir að koma í ljós. Slík höft yrðu þó fljótlega raunveruleikinn ef að Ísland færi úr EES og EFTA.

Það er búið að spá dauða evrunnar síðan árið 2007. Þessi vitleysa hefur síðan verið endurtekin af andstæðingum ESB á Íslandi reglulega og endurtekið undanfarin ár. Þeir sem telja að evran sé að fara hrynja eru ekki með réttu ráði. Eða hafa einfaldega eitthvað á því að græða að allt fari á versta veg í Evrópu. Eins og t.d bankinn Citigroup. Þó er alveg ljóst að Grikkland er ekki að fara úr evrunni, eða nokkurt annað evruríki án þess að ganga í heilu lagi útúr Evrópusambandinu.

Umræða andstæðinga Evrópusambandsins litast af fáfræði, heimsku og óskhyggju. Það er ekkert annað um að ræða hérna. Það eru engar staðreyndir í málflutningi andstæðinga Evrópusambandsins. 

Jón Frímann Jónsson, 30.7.2012 kl. 13:33

29 identicon

Jésús, hvað þú ert ótrúlega heilaþveginn, Jón Ásmundur Frímann.

Passaðu þig á að lesa ekki fréttir né nokkuð sem gæti mögulega komið þér í samband við raunveruleikann.

Það ætti eiginlega að koma þér fyrir á safni. Merkilegt hvað þú ert gjörsamlega tjúllaður í þinni þráhyggju veruleikafirringu.

Við hin hér á plánetunni Jörð þurfum að velja. hmmm....  er eitthvað að marka helstu fréttamiðla heims, stjórnendur í ESBlöndum, bankastjóra og hagfræðilega spekúlanta

...eða hefur Jón Ásmundur Frímann bara rétt fyrir sér???

Þetta er erfið spurning, maður.

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 13:46

30 identicon

Eins og við var að búast er Hilmar enn í sama farinu.

Evra í stað krónu er lausn til framtíðar ekki til tveggja mánaða eða út árið. Þeir sem eru svo veruleikafirrtir að halda að evran deyi drottni sínum, jafnvel eftir tvo mánuði, geta andað léttar. Það stendur nefnilega ekki til að taka upp evru fyrr en eftir fáein ár.

Evran er komin til að vera. Á því er enginn vafi. Það gæti hins vegar gerst að Grikkir verði að gefa evruna upp á bátinn gegn eigin vilja. Evran þolir það vel. Það væri hræðilegt fyrir Grikki en lærdómsríkt fyrir ESB og einstakar þjóðir þess.

Evran getur fallið miklu meira án þess að það sé til skaða. Sama gengi og í upphafi aldarinnar er auðvitað ekki slæmt. Lækkun á gengi evrunnar bætir samkeppnisstöðu evrulanda gagnvart löndum utan ESB.

Það er tími til kominn að menn fari að líta evrukreppuna réttum augum. Hún er hluti af alþjóðlegri skuldakreppu sem hófst 2008 og er fjarri því að vera lokið.  

Ísland lenti fyrst þjóða alvarlega í kreppunni en er nú á uppleið. Evrópa nálgast nú botninn og verður komin aftur á réttan kjöl þegar önnur lönd eins og Bandaríkin, Kína og Japan eru komin í alvarleg vandræði.

Það er líklegt að þegar kemur að því að taka afstöðu til evrunnar að þá sé Evrópa í góðum málum. Andstæðingar ESB-aðildar, hvort sem þeir eru sérhagsmunaseggir eða hundingjar þeirra, mega ekki til þess hugsa.

Hin alþjóðlega skuldakreppa mun standa í allavega tíu ár og lýkur því ekki fyrr en 2018 í fyrsta lagi. Því fyrr sem hin mismunandi lönd horfast í augu við vandann og taka á honum því fyrr komast þau á réttan kjöl.

Ísland hafði ekkert val um annað en að horfast í augu við vandann strax. Vegna evrunnar hafa Evrópubúar þurft að horfast í augu við vandann fyrr en aðrar þjóðir sem velta vandanum á undan sér. 

Það verður spennandi þegar samningur sem kemur á óvart liggur fyrir trúlega um það leyti sem Evrópa er að rétta úr kútnum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 16:36

31 identicon

Enn vellur málefnalegi gröfturinn út úr þér, Jón Ásmundur Frímann.

Þú ert bara geðsjúklingur. Það eru engin önnur orð sem lýsa þér.

Þú lifir á öðrum stað en það sem við köllum veruleikinn. Þú lifir í einhverri ímyndar geðbilun í hausnum á þér.

Hvers konar geðsjúklingur ertu eiginlega? Meira að segja flestir ESBsinnar hafa hægt um sig, enda lítið hægt að segja jákvætt um ástandið og framtíðarhorfur. En það stoppar þig auðvitað ekki. Básúnandi ruglaðasta þvaður sem heyrst hefur, sem er í engri tengingu við raunveruleikann. Ekki neinni!!

Auðvitað kemur þetta ekki á óvart, miðað við fyrri reynslu af þér. Þú heldur virkilega að fólk taki eitthvað mark á þér! Að fólk taki eitthvað sem þú segir trúanlegt! Að þér sé betur trúandi um hlutina en helstu fréttamiðlar heims, fullt af stjórnmálafólki í ESB, bankastjórar o.fl. o.fl.  Þú heldur virkilega að þú sért ekki athlægi! Þvílíki sorglegi brandarinn sem þú ert!!

Þitt vandamál, Jón Ásmundur, er ekki hvað þú ert óhugnarlega heimskur einstaklingur, né heldur hvað þú ert ótrúlega heilaþveginn, heldur þessi sjálfsupphafni hroki sem lekur af þér.

Mundu það, Jón Ásmundur, að þegar við hittumst úti á götu og ég brýt á þér andlitið, að það er ekki vegna ESB trúarofstækisáróðursins sem þú hefur æpt án vits né rænu, heldur vegna þess að þú ert hrokabytta. Viðbjóðsleg heimsk heilaþveginn sjálfsupphafin hrokabytta, og þess vegna þarftu bara á því að halda að verða laminn.

Haltu þig bara í Danmörku sem lengst. Ísland hefur engan áhuga á andlegum aumingjum eins og þér. Farið hefur fé betra.

Prófaðu líka að leita þér að atvinnu, svona til tilbreytingar. Þá hefðirðu eitthvað annað fyrir stafni alla daga en að blaðra þessa dellu endalaust.

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 17:06

32 Smámynd: Elle_

>Eins og við var að búast er Hilmar enn í sama farinu.<
Eins og við var að búast eru ´Ásmundur´ og Jón Frím. enn í sama farinu.  Þið eruð þá um 5 eftir í landinu sem enn hafið ofsatrúna, skrípatrúna.
E.S: Palli, ´Ásmundur´ er örugglega ekki Jón Frímann.

Elle_, 30.7.2012 kl. 19:04

33 identicon

Elle, ertu viss? Hvernig? Ekki að það bítti samt miklu.

...ef ekki, þá deila þeir sömu bjánasálinni. Andlegir síamstvíburar. Sami hálfvitinn í tveimur eintökum. Sama gerð af hroka og heimsku. Sami heilaþvotturinn. Sama veruleikafirringin.

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 19:33

34 Smámynd: Elle_

Já, Palli, ég er viss.  Hann er ekki Jón Frímann.  Sama brusselska firringin og sami hrokinn, já.  Nema einn er klókari og þar með lúmskari og hættulegri en hinn.

Elle_, 30.7.2012 kl. 19:39

35 Smámynd: Elle_

En af hverju flytur ekki ´Ási´ bara út í brusselsku dýrðina?  Og af hverju getur Jón Frímann ekki bara verið glaður og sæll í hinni miklu dýrð í Danaveldi?  Og bara leyft okkur hinum að vera í friði?  Svo mætti hann lesa eftirfarandi næst þegar hann ætlar að líkja saman Danmörku og hvar við stæðum ef við værum svo vitlaus:
Það hefur verið minnst á reglur sem gilda í Danmörku, en Danir sömdu á sínum tíma um sérundanþágu frá reglum ESB, þeir einir mega beita slíkum takmörkunum. Þær standa engum öðrum til boða. Alls ekki landi sem óskar eftir aðild að sambandinu. En Danir voru í aðstöðu til að fá sérákvæði fram fyrir sig, vegna þess að þeir voru meðlimir að ESB þegar þær samkeppnisreglur voru settar. Þeir hótuðu að beita neitunarvaldi - fengu sitt fram. Um öll lönd sem hafa síðar fengið aðild, eða eru að óska aðildar; þá stendur ekki til boða að fá að beita sambærilegum ákvæðum. Það sama á við um Ísland sem meðlimur EES. Það er ekki mögulegt að setja slíkar takmarkanir meðan EES regluramminn er í gildi.

Elle_, 30.7.2012 kl. 20:38

36 identicon

Ef þeir eru tveir, þá sýnist mér þeir báðir vera nákvæmlega jafn heimskir.

Nei, ég held að þetta sé bara Jón Ásmundur. Sé engan mun á þeim, þeir tveir einu með þennan svakalega heilaþvott og áróður, hroka og heimsku.

Ég vil ekki trúa því að það séu til tveir svona miklir heimskingjar.

Það er of sorgleg tilhugsun.

palli (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 21:56

37 Smámynd: Elle_

Danir fá ekki einu sinni að verja landamæri sín í friði fyrir brusselska veldinu og samt hafa þeir þó það sem Einar lýsti. Það myndi enginn heyra í peðunum okkur.

Elle_, 30.7.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband