Fáir hikandi og andstaða landsmanna til ESB-aðildar afdráttarlaus

Veikluleg og hikandi afstaða flokka og framboða til ESB-aðildar á lítt upp á pallborðið hjá kjósendum samkvæmt skoðanakönnun í byrjun júlí. Aðeins 18% aðspurðra virtust hafa veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annað hvort nokkuð hlynnt, nokkuð andvíg eða hlutlaus.

 

Í skoðanakönnun Vísis.is, Bylgjunnar (Reykjavík síðdegis) og Stöðvar 2, sem birt var 4. júlí sl., kom í ljós að 67% landsmanna eru mjög andvíg inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% mjög hlynnt. Athyglisverðast er þó að einungis 3% voru hlutlaus, 8%" voru nokkuð hlynnt" og 7% "nokkuð andvíg".

 

Niðurstaðan ber vott um að í komandi kosningum mun stór hluti kjósenda láta það ráða afstöðu sinni, hvort frambjóðendur taka skýra afstöðu til ESB-aðildar: með eða á móti. Þeir flokkar og frambjóðendur sem segjast enn vilja kanna hvað í boði sé, þegar tæp fjögur ár verða liðin frá því að sótt var um aðild, verða augljóslega í afar veikri og vondri stöðu gagnvart kjósendum.

 

Þetta á ekki síst við um Vinstri græna. Sú stefna, sem hljóðar upp á „að kíkja í pakkann“ þótt flokkurinn sé andvígur aðild, hefur endanlega gengið sér til húðar. Tíminn til að kanna hvað í boði sé af hálfu ESB verður ekki framlengdur yfir á næsta kjörtímabil og lengur verður ekki gengið framhjá þeirri staðreynd að mikill meiri hluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu í ESB. Vegferðin inn í ESB í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar var ólýðræðisleg frá upphafi og sá lýðræðishalli verður æ augljósari og vandræðalegri með hverju árinu sem líður. - RA 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki voru þeir fáir sem tóku þátt í þessari könnun: 2.072.

Hlutlausir eru hér örfáir (3%), en eindregnir eru 82%, þar af eru 67% mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, aðeins 15% mjög hlynnt henni.

Takið eftir, að á móti hverjum einum, sem er mjög hlynntur því, að Ísland verði ESB-ríki, eru 4,67 mjög andvígir því.

Þetta er mjög svipað hlutfall og í Esb-andstöðunni í Noregi. 74,8% Norðmanna segja nú þvert NEI við "aðild" Noregs að Evrópusambandinu, og einungis 17,2% segjast fylgjandi "inngöngu" í bandalagið (sjá HÉR!). Sem sé: á móti hverjum einum, sem þar vill, að Noregur verði ESB-ríki, eru 4,35 sem vilja það EKKI.

Hvenær ætlar forysta VG að vakna til vitundar um vilja þjóðarinnar og auðsýna sinni eigin grasrót og kjósendum sanngirni og virðingu? Ætla Steingrímur, Árni Þór, Björn Valur & Co. í alvöru að láta Esb-Samfylkinguna draga sig á asnaeyrum í þessu máli alveg fram á næsta kjördag? Hverjir verða þá ábyrgir fyrir afhroði flokksins?

Jón Valur Jensson, 28.7.2012 kl. 15:02

2 Smámynd: Elle_

Flokkurinn var fyrir löngu ónýtur og pistillinn ekki um hann.  Hvað verður um hann skiptir ekki máli.

Elle_, 28.7.2012 kl. 15:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, síðasta klausan minnist beinlínis á flokkinn, og sú næstsíðasta snertir hann líka.

Jón Valur Jensson, 28.7.2012 kl. 16:21

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stjórnmálaflokkur - og þá á ég við hvaða stjórnmálaflokkur sem er - fær ekki mörg X/prik hjá kjósendum ef það tekur kjörna fulltrúa flokksins á fjórða ár "að kíkja í" pakka sem allur almenningur veit nú þegar hvað inniheldur.

Annað hvort er það vottur um dugleysi viðkomandi fulltrúa eða vísvitandi blekkingu.

Ekki gott veganesti fyrir komandi kosningabaráttu.

Kolbrún Hilmars, 28.7.2012 kl. 18:18

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við eigum ekki að kjósa neinn nema stefna þeirra sé þinglýst. Þessar lygar flokka ganga ekki lengur.

Valdimar Samúelsson, 28.7.2012 kl. 19:32

6 identicon

Þurfið þið þessir örfáu mbl.blogg EU andstæðingar með Jón Val í fararbroddi ekki að fara að anda með Nefinu, þetta fer að vera ansi þreytt hjá ykkur, svo ekki sé minnst á einfeldnina

Kristinn J (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 19:55

7 Smámynd: Elle_

Hver okkar eltir hann eða skrifar á hans vegum, Kristinn? 

Örfáu, segirðu.  Veistu allavega að um 70% þjóðarinnar er andvígur EU hvort sem þeir skrifa á Moggabloggi eða ekki?

Elle_, 28.7.2012 kl. 20:37

8 identicon

Ég hef ekki fylgst með könnunum Bylgjunnar, Reykjavik síðdegis, lengi enda virðast þær ekki vera fréttaefni. En þegar ég fylgdist með þeim voru niðurstöður þeirra mjög fjarri öllu lagi. Ég býst við að það sé óbreytt.

Td man ég eftir slíkri könnun um úrslit formannskjörs Samfylkingarinnar þar sem Össur og Ingibjörg Sólrún voru í kjöri. Könnunin var gerð aðeins nokkrum dögum fyrir kjörið. Ekkert óvænt kom upp fram að kjördegi.

Í könnuninni var Össur með nærri 2/3 hluta fylgis en i kosningum snerist dæmið við og ISG var með nærri 2/3 hluta fylgis.

Þar að auki er ekkert að marka könnun um eitthvað sem ekki liggur fyrir hvað er fyrr en samningur liggur fyrir. Einnig verður evrukreppan trúlega yfirstaðin þegar kosið verður og ESB og evran jafnvel sterkari en nokkru sinni fyrr.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 21:23

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kristinn ert þú á suðurpólnum eða ertu á einhverju sefjandi. ESB er andstæðingur okkar og því sekir samkvæmt lögum okkar varðandi erlenda íhlutun í okkar mál. Þeir eru með áróðurs keðju hér eins og Kínamenn en maður sem sér þetta ekki þé er einhvað að.

Valdimar Samúelsson, 28.7.2012 kl. 21:25

10 Smámynd: Elle_

Og ´Ásmundur´ heldur að ekkert sé að marka þjóðina.  Og talar um ´samninga´ eina ferðina enn.  Villurök, ´Ási´, það er ekki og var aldrei verið að ´semja´ um neitt.

Elle_, 28.7.2012 kl. 21:37

11 identicon

Eina fréttaefnið eru ESB-sorpritin og þar á meðal ESB-Eyjan og ESB-Fréttablað Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Svo er líka allt fréttnæmt sem kemur frá ESB-Eiríki Bergmann og við skulum ekki gleyma að lesa frábærar ESB-ræður ESB-Jóhönnu og stefnu ESB-Samfylkingarinnar. Þetta allt ætti að leggja okkur lífsreglurnar fyrir afsalið til Brussel.

Um þetta leyti er ESB-Hrannar að semja nýja ræðu fyrir ESB-Samfylkinguna um mútur frá heimsvaldaunnandi Kína. Það er stefna sem við í ESB-Samfylkingunni unnum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 23:56

12 identicon

Palli í öngum sínum eina ferðina enn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 10:52

13 identicon

Var ég ekki búinn að segja þér að ég skrifa ekki í þínu nafni? Þarf alltaf að margtyggja allt ofan í þig? Ég myndi bara viðurkenna þetta, ef þetta væri ég.

En það er nefnilega dæmigert fyrir fáráðlinga eins og þig, að halda mig þig. Hvað skrifar þú undir mörgum nöfnum, Jón Ásmundur Frímann? Margur heldur mig sig.

Og margur heldur mig sig, varðandi að ég sé eitthvað öngum mínum. Af hverju ætti ég að vera það? Þú ert bara hálfviti.

Það þarf ekkert að benda lengur á það, það sjá allir hversu pípandi ruglaður þú ert. Þú heldur áfram með þessa dellu, en það þarf ekki annað en að fylgjast örlítið með fréttum til að sjá vitleysuna sem lekur út úr þér.

Þú heldur virkilega að þú sért að gera þínum málstað eitthvað gagn með þessum endalausum möntru fullyringa ummælum þínum út í loftið, eins og þú sért ekki að gera þig að hinu fullkomna fífli. Umræðan er í raun lokið, og Íslendingar vilja ekki ESB. Það er bara spurning um tíma hvenær umsóknin verður dregin tilbaka. Þú ert bara of mikill fábjáni til að sjá annað en heilaþvottinn og heimskuna í sjálfum þér.

En hey, ekki ætla ég að stoppa þig.

Keep it up, stupid.

palli (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 12:52

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð skot frá þér, Valdimar, bæði tvö!

Og Kolbrún Hilmars hittir nagann á höfuðið sem oftar.

Jón Valur Jensson, 29.7.2012 kl. 15:17

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

NAGLANN! - ellið orðið slappt á tölvunni !

Jón Valur Jensson, 29.7.2012 kl. 15:18

16 identicon

Ef það er rétt hjá Kolbrúnu að allur almenningur sé viss um hvað er í pakkanum þá er það sönnun þess að hann hafi látið blekkjast af áróðri andstæðinga aðildar.

Þá gæti aðildin hæglega fengið meirihluta fylgi þegar samningurinn liggur fyrir og hið sanna kemur í ljós.

Valdimar hættu þessu bulli. ESB aðildin er ekki innanríkismál. Þetta eru samningar Íslands við erlend ríki og því utanríkismál eða milliríkjamál. Að halda öðru fram er argasta þjóðremba.

Það er auðvitað bráðnauðsynlegt að Íslendingar geti fengið réttar upplýsingar til að geta tekið upplýsta ákvörðun um aðild. Ef við værum ofurseld því að stóla á áróður hagsmunaaðila værum við bananalýðveldi.

Við erum reyndar hálfgert ef ekki algjört bananalýðveldi og þess vegna er svo nauðsynlegt að ganga í ESB.

ESB sér hins vegar til þess að bananalýðveldisvinnubrögð ráða ekki ferðinni varðandi ESB-umsóknina. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 00:36

17 Smámynd: Elle_

´Samningar´, haaa, hhhah.  Varstu að tala um bull, ´Ási´ minn?  Yfirtaka er orðið.

Elle_, 30.7.2012 kl. 00:59

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lengi geturðu ruglað, Gervi-Ásmundur. Þú lætur jafnan sem ekkert sé enn vitað, hvað "verði" í samningnum ("pakkanum"), en þú átt að vita það eins og aðrir hér, að þarna er ekki einfaldlega um "samning" að ræða, heldur SÁTTMÁLA, inntökusáttmála (Accession Treaty), sem er nú þegar til forsniðinn, því að þeir eru með sama móti um öll aðalatriði; tímabundnar undanþágur eru AUKAATRIÐI þar.

Hér er grein um aðildarsáttmálann (Finna og Svía), og HÉR er sá aðildarsamningur sjálfur við Svíþjóð, Finnland og Austurríki, 29. ág. 1994).

Kolbrún, það er ofmælt að segja, að allur almenningur viti nú þegar hvað "pakkinn" inniheldur. Fæstir hafa t.d. sennilega farið inn á þessa tengla sem ég var að vísa í. En pakkinn felur í sér, að við leggjumst marflöt fyrir lagasetningarvaldi Evrópusambandsins, sem og túlkunar- og dómsvaldi þess -- og að auki fyrir framkvæmdavaldi þess, eftir því sem það í 1. hefur gefið sér valdheimildir til og í 2. lagi gagnvart öllu því sem það fær seinna valdheimildir til að beita, t.d. í orkuöflunar- og dreifingarmálum. Og by the way: Esb. tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

Annað sem er enn fráleitara, hjá Palla hér ofar : þ.e. að "Ásmundur" sé Jón Frímann Jónsson. "Ásmundur" er miklu lúmskari maður en svo og kann betur að beita sér, en það er óvirðing við umræðuna, að hann geti eilíflega steypt hingað inn sinni falstúlkunar-steypu í krafti nafnleysis.

Ég þú vilt þvo af þér þetta slyðruorð, "Ásmundur", þá skaltu SKRÁ ÞIG INN SEM MOGGABLOGGARA og gefa þar upp kennitölu þína, þá á að vera hægt að sjá á þinni höfundarsíðu, hvað þú heitir í alvöru.

Jón Valur Jensson, 30.7.2012 kl. 01:03

19 identicon

Athugasemd Jóns Vals er einmitt gott dæmi um þann blekkingaráróður andstæðinga ESB sem ég nefni í svari til Kolbrúnar.

Við bíðum spennt eftir hvaða varanlegu sérlausnir við fáum eða "special arrangements" eins og þær eru kallaðar í samningum ESB. Það tekur ekki mörg ár að afrita sama samning og aðrar þjóðir hafa fengið. Þetta eru strangir samningar.

Um slíkar varanlegar sérlausnir eru mörg dæmi í aðildarsamningum ESB. Vegna sérstöðu Íslands er líklegt að óvenjumikið verði um slík frávik sem teljast því ekki undanþágur heldur sérlausnir.

Um þetta hafa margir fyrrverandi og núverandi forystumenn í ESB vottað. Oft hefur verið vísað í slík ummæli þeirra hér með hlekkjum.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 17:20

20 identicon

Jón Valur þreytist ekki á að reyna að telja fólki trú um að landhelgi okkar utan við 12 mílur verði sameiginleg fiskimið ESB-ríkja. Þekkir hann þó vel regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir okkur einokun á veiðum í 200 mílna landhelgi eins og hér má sjá.

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1120738/

"Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."Og síðar segir: "Háttsettur embættismaður sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmdastjórnar ESB sem Morgunblaðið hitti í Brussel segir hins vegar engar líkur á að reglunni verði breytt.""

 Þeir sem efast ættu að bíða og sjá samninginn þegar hann liggur fyrir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 18:03

21 identicon

Þetta er innihaldið sem átti að vera í hlekknum með síðustu athugasemd. Þetta er gömul frétt en í fullu gildi. 

 Morgunblaðið birtir í dag afar áhugaverða frétt um ESB og sjávarútvegsmál undir fyrirsögninni ÁFRAM BYGGT Á VEIÐIREYNSLU. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni að reglunni um HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA verði ekki breytt. Þetta þýðir að Íslendingar muni fá og halda öllum sínum kvótum á Íslandsmiðum, enda erum það við sem höfum veiðireynslu undanfarinna ára. Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."Og síðar segir: "Háttsettur embættismaður sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmdastjórnar ESB sem Morgunblaðið hitti í Brussel segir hins vegar engar líkur á að reglunni verði breytt."Í fréttinni kemur fram að ákvörðun um heildarafla verði tekin í Brussel, en samkvæmt ráðgjöf og tillögum íslenskra sérfræðinga: "Það þýðir hins vegar ekki að framkvæmdastjórnin muni taka annars konar ákvörðun því að framkvæmdastjórnin mun styðjast við ráðgjöf fiskifræðinga. Það verður svo alfarið ákvörðun Íslendinga hvernig kvótanum verður útdeilt til skipa," segir í fréttinni. Ennfremur segir í fréttinni: "Búast má við að það sem verður mest rætt í viðræðum Íslands og ESB um sjávarútvegsmál verði ekki ákvörðun um kvóta eða veiðar við Ísland heldur fjárfestingar í sjávarútvegi. Ljóst er að verði ekki settar reglur um fjárfestingar geta aðrar þjóðir í ESB fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem veitir þeim t.d. þann möguleika að veiða við Ísland og flytja aflann óunninn úr landi. Þess má geta að það er ekki full eining um það í íslenskum sjávarútvegi að rétt sé að reisa girðingar gegn fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi. Því fylgi ekki bara kostir heldur líka gallar. Mikill meirihluti þeirra sem starfa í sjávarútvegi er hins vegar á móti aðild Íslands að ESB."Í framhaldi af þessu má spyrja: Hefur verið gerð könnun meðal þeirra sem STARFA í sjávarútvegi um afstöðu þeirra til ESB? Annars verður að segja að þessar fréttir eru mjög neikvæðar fyrir NEI-sinna, sem sumir hverjir hafa fullyrt að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika yrði breytt. Þetta fellir einfaldlega þann málflutning þeirra að við Íslendingar getum ekki stuðst við þessa reglu og þá veiðireynslu sem við höfum. Aftur að fréttinni. Í lok hennar er það gefið í skyn að svokallað kvótahopp geti orðið vandamál, þ.e. að erlenda útgerðir geti keypt sig inn í innlendar útgerðir, þannig eignast kvóta og siglt burt með  aflann. Dæmi er tekið af Bretum og Spánverjum, sem keyptu sig inn í breskar útgerðir. Í erindi sem Aðalsteinn Leifsson hélt á þingi Sjómannasambands Íslands í lok 2008 fjallaði hann um þetta. ",,Stærsta og erfiðasta málið sem við er að glíma, þegar og ef kemur að samningaviðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands, er að búa svo um hnútana að kvótinn flytjist ekki úr landi,” sagði Aðalsteinn. ,,Núna eru í gildi hömlur á fjárfestingum útlendinga í íslenskum sjávarútvegi en ef við göngum í ESB tel ég erfitt, ef ekki ómögulegt, að koma í veg fyrir að fullt frelsi verði innleitt í þessu efni. Nefnd hafa verið dæmi frá Álandseyjum, Danmörku og Möltu um undanþágur á vissum sviðum en við skulum ekki gleyma því að grundvallarreglan innan ESB er sú að ekki má mismuna fólki eftir þjóðerni.
Margir spyrja: Hvað verður því til fyrirstöðu að þegnar annarra ESB-ríkja kaupi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og þar með kvóta í íslenskri lögsögu og sigli svo burt með aflann til síns heima? Því er til að svara að þetta hefur gerst innan ESB og valdið miklum óróa. Frægt er að Spánverjar keyptu veiðiheimildir í Bretlandi og sigldu svo með fiskinn heim. Þetta var og er kallað kvótahopp.
Deilur sem af þessu spruttu komu til kasta Evrópudómstólsins. Niðurstaða hans varð sú að ekki væri hægt að banna að útlendingar keyptu skip og veiðiheimildir í öðrum aðildarríkjum en hins vegar mætti krefja viðkomandi útgerð um sannanir fyrir því að hún hefði raunveruleg efnahagsleg tengsl við landið eða landsvæðið sem kvótinn tilheyrði. Bretar hafa útfært þetta þannig að krafist er eins af þremur skilyrðum; að 50% aflans sé landað í heimahöfn, að 50% áhafnarinnar séu búsett á viðkomandi landssvæði eða að 50% aflaverðmæta sé varið í viðkomandi landi. Einnig er mögulegt að sanna með blöndu af þessum skilyrðum að efnahagslegur ábati af veiðunum komi fram í viðkomandi landi. Bretar telja að eftir að þessi dómur var felldur fyrir 8-9 árum hafi kvótahopp ekki verið teljandi vandamál þótt það lifi áfram í pólitískri umræðu, en það þarf að fara vel ofan í saumana á þessum lið í samningaviðræðunum,” sagði Aðalsteinn." (Heimild)

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 18:17

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú meiri þverhausinn, Gervi-Ásmundur, í þessum málum öllum.

Þú talar um varanlegar sérlausnir" eða ""special arrangements" eins og þær eru kallaðar í samningum ESB" sem við hugsanlega "fáum", en hefurðu kynnt þér, hvað Norðmönnum var neitað um 1993-4? Ég nefni bara tvennt sem stendur líklega upp úr:

1) Þeim var ÞVERNEITAÐ um, að "reglan" um hlutfallslegan stöðugeika yrði tekin inn í inntökusáttmála þeirra. Ef hún hefði verið höfð þar inni, þá hefði það fengið innmúrunargildi á borð við jafnvel grunnsáttmála Esb., en nú hefur sú "regla" hins vegar ekkert grundvallargildi og getur "afskaffazt" hvenær sem er eða tekið stórfelldum breytingum. Þetta kom skýrt fram fyrir örfáum árum, þegar Brusselmenn voru að véla um þetta og hugleiða einmitt þetta, og skjalfest er það og út gefið, Snati, í bæklingi! Að þú skulir svo taka orð EINS Esb-manns í hina áttina gild um þetta, sýnir bara einfeldni þína eða áframhaldandi lymsku. Enginn einn býrókrati í Brussel ræður þessu, heldur hagsmunir öflugu ríkjanna þar. Það er greinlega ENGINN vilji til að gera "regluna" varanlega, þvert á móti uppi hugmyndur um að castrera hana eða varpa alveg fyrir róða. --Lesefni fyrir þig og fleiri snata, auk saklausra manna sem enn hafa ekki gert málin upp við sig: "Reglan" óstöðuga um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða.

2) Um 2. atriðið er hér ágæt tilvitnun: "Norges Fiskarlag, norsk heildarsamtök sjávarútvegs bentu á, að Norðmenn yrðu að gefa eftir varanlegan yfirráðarétt yfir fiskistofnum sínum fyrir sunnan 62. breiddargráðu frá og með fyrsta degi aðildar en þremur árum síðar á hafsvæðinu þar fyrir norðan. Ekki fengjust neinar tryggingar gegn kvótahoppi og Noregur hefði því náð mjög litlu fram af kröfum sínum varðandi sjávarútvegsstefnu ESB og aðeins tryggt sér aðlögunarfrest í skamman tíma.“

Aðalsteinn Leifsson hvað?! Hann er þó alla vega innmúraður!

Jón Valur Jensson, 30.7.2012 kl. 19:10

23 identicon

Jón Valur, lastu ekki fréttina sem birtist á sínum tíma í Morgunblaðinu og ég vitna orðrétt í í síðustu athugasemd minni? Þar er haft eftir háttsettum embættismanni ESB að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði ekki breytt.

Að vitna í átján ára samning við Norðmenn og láta að því liggja að hann verði fyrirmynd fyrir samning við okkur í dag er fráleitt. Fyrir utan að margt breytist á átján árum er líklegt að ESB líti svo á að vegna þess að Norðmenn höfnuðu samningnum þá þurfi að bjóða okkur betur.

Auk þess er sérstaða okkar miklu meiri en Norðmanna og því miklu frekar grundvöllur fyrir ýmis konar sérlausnir. Fiskimið einangruð frá fiskimiðum ESB með staðbundna stofna eru kjöraðstæður fyrir varanlegar sérlausnir. 

Annars eru þessi læti í þér hrein paranoja. ESB ræðst aldrei gegn mikilvægustu hagsmunum ESB-þjóða. Það er því engar líkur á að við myndum missa einokun okkar á Íslandsmiðum jafnvel þó að ekki yrði samið um sérlausn um varanalegt ástand.

Ef ESB tæki upp á að ráðast gegn mikilvægustu hagsmunum ESB-þjóða væri skammt í að það liði undir lok. ESB er samband um samstarf margra þjóða á vissu sviði en ekki sjálfstætt skrímsli tilbúið til að ráðast á aðildarþjóðirnar þegar færi gefst. 

Kvótahopp er ekki lengur teljandi vandamál eftir að dómur var kveðinn upp um nauðsyn á efnahagslegum tengslum við landið sem kvótinn tilheyrir.

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af kvótahoppi í ljósi þess að íslensk fyrirtæki hafa haft miklu meiri áhuga á að fjárfesta í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum en öfugt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 21:50

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ert þú, sem lítur algerlega fram hjá því sem kom fram í síðasta innleggi mínu, Gervi-Ásmundur. Þar reynir á, er semja skal, og Norðmenn fengu að mæta stálinu stinnu hjá Evrópusambandinu varðandi "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika -- fyrir Esb. var hún ekki meira grundvallarmál en svo, að það harðneitaði að festa hana inni í aðildarsamningi. Á ÞVÍ getum við tekið mark, ekki einum gasprandi embættismanni í Brussel, sem sér færi á því að afvegaleiða fólk hér með loforði eða fyrirheiti upp í ermina, sem hann hafði þó ekkert formlegt né bindandi umboð til að kasta fram.

Líkt þessu loðna fyrirheiti er það, þegar Esb-málsvarar voru að flagga því sem líklegu eftir inngöngu Íslands í sambandið, að Íslendingar fengju vegna sjávarútvegs síns commissaríat eða kommissara-embætti sjávarútvegsmálanna (jafnast við ráðherraembætti) í framkvæmdastjórn (Commission) Esb., og látið var eins og það gæti orðið varanlegt!!!! Sjáðu nú svör mín við þeirri fjarstæðu:

1) Þessi kommissara-embætti RÓTERA milli ríkjanna, haldast (sennilega hvert og eitt) ekki lengur en 6 mánuði í höndum hvers ríkis í senn.

2) Fulltrúi hvers ríkis MÁ formlega skv. lögum Esb. EKKI beita sér fyrir eiginhagsmunum lands síns.

3) Í Lissabon-sáttmálanum er búið að njörva það niður, að kommisserarnir verði aldrei fleiri en 27, þannig að alltaf verða þá í framhaldinu einhver ríki út undan frá framkvæmdastjórninni, frá því að það 28. (Króatía) bætist við. Það er AFAR ósennilegt, að langminnsta þjóðin, rúml. 3/4 af stærð minnstu þjóðarinnar nú (Möltumanna), geti gert sér vonir um langtímasetur í þessu volduga ráðherraráði.

Jón Valur Jensson, 30.7.2012 kl. 23:53

25 identicon

Jón Valur, svartsýni þín er óskhyggja. Hún er ekki raunhæf.

Þú óttast réttilega að innihald pakkans verði svo girnilegt að Íslendingar geti ekki hafnað honum. Þess vegna rígheldurðiu í þá von að að hlunnindi Íslands verði af þeim tekin síðar þó að engar líkur séu á því.

Hvað hefurðu á móti betri lífskjörum og meira öryggi? Hvað hefurðu á móti því öryggi sem ESB-aðild veitir í meiri stöðugleika og því sem þvi fylgir að eiga sem bandamenn mestu lýðræðisþjóðir heims?

Hvað hefurðu á móti því að festa í sessi og auka enn frekar þau hlunnindi sem fylgja EES samningnum? Hann er í uppnámi með krónu sem gjaldmiðil vegna gjaldeyrishaftanna. Viltu að Íslendingar verði útilokaðir frá námi og störfum í EES og hugsanlega jafnvel skertir ferðafrelsi?

Hvað hefurðu á móti lægri vöxtum, engri verðtryggingu, lítilli verðbólgu og lægra vöruverði? Ertu hlynntur gjaldeyrishöftum til frambúðar og þeirri hægfara en stöðugu lífskjaraskerðingu sem þeim fylgja? 

Hefurðu sérstakan áhuga á að íslenskur almenningur verði gróðavegur fyrir erlendra vogunarsjóði og íslenska auðmenn sem notfæra sér gífurlegar sveiflur á gengi krónunnar til stórgróða á kostnað almennings?

Eða ertu bara hræddur við aukið samneyti við útlendinga eða almennt hræddur við breytingar?   

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 09:06

26 identicon

Jón Valur, lestu aftur síðustu athugasemd mína. Þú virðist ekki hafa náð innihaldinu.

Þú endurtekur alltaf sömu atriðin sem ég er búin að hrekja eða allavega leiða sterkar líkur að að skipti engu máli.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband