Mörgum er nóg boðið, segir Jón Bjarnason um VG og ESB

Vandræðalegt ogveiklulegt orðfæri fjögurra forystumanna VG um stöðu ESB-málsins fer mjög fyrirbrjóstið á Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra í viðtali við Morgunblaðið ídag.

Um er að ræða bréfsem sent var öllum flokksmönnum en þeir sem undir það rita eru þau Steingrímur J. Sigfússon, KatrínJakobsdóttir, Hildur Traustadóttir og Sóley Tómasdóttir. En ekki er orð að finna um þá margítrekuðu stefnu flokksins að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. Orðrétt segir íbréfinu:

„Þá er ljóst að Evrópusambandsumsóknin hefur reynt á flokksmenn alla ogenn er ekki fullljóst hvenær eða hvernig efnisleg niðurstaða liggur nógu skýrtfyrir til að þjóðin geti tekið af skarið."

Um þetta segir Jón Bjarnason: „Það orðaval semþarna er notað er eins og hörðustu ESB-sinnarnir í forystu Samfylkingarinnarnota til þess að réttlæta áframhaldandi aðlögun og aðildarviðræður viðEvrópusambandið. Ég hygg að mörgum sé nóg boðið í grasrót flokksins, að ekki sétalað um þá sem hafa yfirgefið flokkinn vegna þessa máls,".

Jón telur einsýnt aðmeð þeirri afstöðu sem komi fram í bréfinu hafi forysta VG fjarlægst grasrótinaog grunnstefnu flokksins:

„Þetta er staðfestingá því að forysta flokksins er höll undir aðild að Evrópusambandinu. Það gefuraugaleið að ég er fullkomlega andvígur þessari nálgun. Fyrir félaga í Vinstrigrænum ætti það að vera löngu ljóst - og það liggur fyrir í samþykktumflokksins - að það á ekki að þurfa að kíkja í pakkann til þess að komast að þvíhvað í aðild felst. Þjóðin er meira en tilbúin til að hætta ESB-vegferðríkisstjórnarinnar.

Vinstri hreyfingin -grænt framboð var m.a. stofnuð til að berjast gegn aðild að ESB. Svona ummæliganga því þvert á stefnu flokksins og vilja grasrótarinnar. Ummælin komu mörgumá óvart og hafa margir í grasrótinni haft samband við mig vegna málsins. Éghef, ásamt Atla Gíslasyni, flutt þingsályktunartillögu um að Alþingi afturkalliESB-umsóknina. Tillagan verður borin upp á ný í haust og þá kemur í ljós hvarafstaða manna til stefnu VG og ESB-aðildar liggur," segir Jón.


mbl.is „Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur J. virðist ekki hafa áttað sig á því að hans verður minnst í Íslandssögunni sem mesta og augljósasta kosningasvikara sem um getur. Aldrei hefur nokkur maður svikið kjósendur sína jafn mikið jafn snöggt.

Frekar myndi ég skera úr mér augun með ryðgaðri skeið en að greiða þessum lygamerði mitt atkvæði aftur. Maðurinn er aumingi og ræfill.

palli (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 11:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bréfið undirstrikar grun þeirra eða vissu um fylgishrun V.G. Orðalag bréfsins tekur af allan vafa um það.Ég finn til með Jóni Bjarnasyn,Atla og þeim í flokknum sem horfa upp á formanninn vaða í hlandforinni með Jóhönnu. Aldrei hefur nokkur stjórnmálamaður lagst eins lágt Páll,tek undir það og allt sem þú kallar hann.

Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2012 kl. 12:17

3 Smámynd: Elle_

´Vaða í hlandforinni með Jóhönnu´ er nákvæmlega það sem þau eru að gera og hafa verið að gera.  Það er þeirra gríðarlega og heimskulega tap sem verður ekki bætt.

Elle_, 14.7.2012 kl. 12:58

4 identicon

Veiruleikafirringin er söm við sig hjá villiköttum Vinstri grænna.

Skv skoðanakönnunum er Steingrímur sá formaður stjórnmálaflokks sem nýtur langmests fylgis sinna flokksmanna. Mikill meirihluti flokksmanna styður stefnu hans, þar á meðal að gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa um ESB-aðild í samræmi við stjórnarsáttmálann.

Jón og villikettirnir hans bæta svo um betur í galskapnum með því að fullyrða að engar aðildarviðræður séu í gangi heldur aðlögunarviðræður. Að sjálfsögðu hljóta viðræður sem hafa að markmiði að ná samningi um aðild, sem þjóðin kýs um, að vera aðildarviðræður.

Jón hefur gerst sekur um fúskvinnubrögð á þingi . Hann hefur greinilega algjörlega vanrækt að kynna sér hvað felst í aðildarviðræðum eins og þeim hefur verið háttað í nærri tvo áratugi. Hann skammast sín ekkert fyrir að ljóstra því upp. Slíkir þingmenn eru hættulegir. 

Það er auðvitað galið að samþykkja stjórnarmyndun en neita síðan að fylgja stjórnarsáttmálanum og láta eins og það sé ekki bara eðlilegt heldur hið eina rétta.

Það eina sem Jón og villikettirnir hans hafa fengið áorkað er að flæma fólk frá stuðningi við VG enda eru fáir tilbúnir til að styðja flokk sem logar af innanflokks deilum

Þó að þetta sé fámennur hópur og í litlum metum er hann mjög hávaðasamur og flæmir því fólk unnvörpum frá fylgi við flokkinn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 00:15

5 Smámynd: Elle_

Svo þú sem aldrei studdir VG kemur og æpir beint úr lygafor Jóhönnu og veist manna best hver fældi fólk frá VG.  Það var ekki Jón eða það sem þið kallið ´villiketti´.  Það voru ´druslur og alvöru villikettir´ Steingríms eins og Álfheiður, Árni Þór, Björn Valur, Kata og Steingrímur sjálfur.

Elle_, 15.7.2012 kl. 00:37

6 identicon

HALLÓ !

Við hvað eru "andstæðingar" eiginlega hræddir? Eru þeir kanski á móti lýðræði? Aðildar eða aðlögunarviðræður, það skiptir ekki máli. Það á að klára viðræðurnar og kjósa síðan um þann samning sem þá liggur á borðinu.

ÞAÐ ER LÝÐRÆÐI.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 10:01

7 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Nei, Kristinn! Það er ekki lýðræði að þjóðin eigi enga aðkomu að þessu máli og fái ekki að segja vilja sinn um það hvort hún vill ganga inn í þetta nýja stórríki fyrr en eftir að gerður hefur verið fullfrágenginn og formlegur samningur við ríkisstjórnir 27 annarra ríkja um inngöngu í ESB. Þetta er sannarlega ekki lýðræði þegar ljóst liggur fyrir að í öllum skoðanakönnunum sem átt hafa sér stað frá því áður en sótt var um aðild hefur meirihlutinn lýst yfir andstöðu sinni við að ganga í ESB. Það er heldur ekki lýðræði að þegar fullgerður samningur liggur fyrir ausi annar samningsaðilinn, þ.e. ESB, yfir hinn samningsaðilann, þ.e. íslensku þjóðina, áróðursflóði sem kosta mun hundruð milljóna ef ekki milljarða og kostað verður úr sjóðum ESB, til að reyna að tryggja ESB hagstæða niðurstöðu. En þannig hafa vinnubrögðin almennt verið þegar þjóðir ganga í ESB.

Vinstrivaktin gegn ESB, 15.7.2012 kl. 10:33

8 Smámynd: Elle_

Hví heldur Kristinn að ´andstæðingar´ séu á móti lýðræði?  Hvar var þitt lýðræði meðan var verið að böðla umsókninni í gegn, gegn okkar vilja?  Hvar er lýðræði ykkar núna meðan ólýðræðinu er haldið við á okkar kostnað í óleyfi og gegn okkar vilja?  Við hvað ert þú hræddur?

Elle_, 15.7.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband