Daman sem Össur vill að verði sjávarútvegsstjóri á Íslandsmiðum

Fáránleiki ESB-aðildar endurspeglast í öllu sínu veldi í því áformi Össurar og Jóhönnu að framselja úrslitavald um það hvað, hvenær og hverjir megi veiða á Íslandsmiðum í hendur embættismönnum í fjarlægu landi, kommissörum sem ekkert þekkja til aðstæðna hér við land.

 

Vissulega veit enginn ennþá hvernig aðildarsamningur við ESB kynni að líta út eða hvað heyrði undir valdsvið Íslendinga í sjávarútvegsmálum og hvað undir embættismenn í Brussel. En yfirstjórnin og endanlegt vald yrði í Brussel. Skoðum hér hvað haft var eftir Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á blaðamannafundi hér á Íslandi 3. júlí s.l:

 

„Damanaki lagði þunga áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi um makrílveiðarnar. En til þess yrðu allir að vera reiðubúnir að taka þátt í að ná lendingu í málinu. Hún sagðist trúa því að hægt væri að ná samningi í þeim efnum. Boltinn væri hins vegar hjá íslenskum stjórnvöldum í þeim efnum. Þá sagðist Damanaki aðspurð vona að hægt væri að hefja viðræðurnar um sjávarútvegsmálin í tengslum við umsóknina bráðlega. Ennfremur lagði hún áherslu á það að í viðræðum um þau yrði Ísland að vera reiðubúið að fara að löggjöf Evrópusambandsins í þeim málaflokki.“ (Heimild: mbl.is)

 

Hver er svo þessi kona sem hugsanlega yrði sjávarútvegsstjóri Ísland ef til aðildar kæmi fljótlega. Lesa má um feril þessarar grísku frúar á Wikipedia. Hún var í forystu fyrir vinstriflokkinn  Synaspismos frá stofnun hans 1991. En þegar nýr formaður var kosinn sveik hún flokk sinn og hljóp yfir til krataflokksins, PASOK, þar sem hún fékkst einkum við mennta- og menningarmál. Hún þótti hafa lítið aðdráttarafl á almenna kjósendur í Grikklandi, en krataflokkurinn ákvað engu að síður að verðlauna hana fyrir að svíkja Synaspismos og tilnefndi hana sem sjávarútvegsstjóra ESB.

 

Damanaki var sem sagt gerð að æðsta yfirmanni sjávarútvegsmála í 27 ríkjum ESB þótt hún hefði hvergi komið nærri sjávarútvegsmálum áður á nokkurn hátt. Já, þannig gerast nú kaupin á ESB-eyrinni. Er nema von að sjávarútvegsmálin séu í skelfilegu standi með tilheyrandi ofveiði í þessu miðstýrði apparati þar sem hrossakaupin ráða ríkjum á „nótt hinna blóðugu hnífa“ eins og ráðherrafundir um kvótaúthlutun í ESB eru kallaðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi bloggfærsla hérna að ofan er haugalygi. Enda má ekki búast við öðru frá öfga-vinstri mönnum sem hérna sitja og hamra á lykaborðin alla daga gegn alþjóðlegri samvinnu í Evrópu.

Jón Frímann Jónsson, 15.7.2012 kl. 12:38

2 identicon

Heimskuleg og fordómafull grein, full af fyrirlitningu og þá aðallega kvenfyrirlitningu. Og hvað er með þetta kratahatur? Eru þeir eitthvað verra fólk þó við séum ekki sammála? Er þessi svokallaða vinstri-vagt einvörðungu til að ala á hatri?

Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 13:20

3 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Það er tilgangslaust að hrópa lygi, lygi ef ekki er bent á neitt í frásögninni sem leiðrétta þarf. Þessar tvær athugasemdir eru tómar upphrópanir án nokkurra röksemda. En að vísu er það í fullu samræmi við annan málflutning ESB-sinna. Innantómar upphrópanir eru yfirleitt merki um málefnafátækt og örvæntingu.

Vinstrivaktin gegn ESB, 15.7.2012 kl. 13:45

4 identicon

Það er vonandi að þessir apakettir, eins og hérna að ofan, hætti aldrei þessu gargi sínu.

Fleiri og fleiri Íslendingar eru að átta sig á innihaldsleysi þessara ESBfábjána.

Ein meginástæðan er þetta garg um ESB. Fólk sér að þessar heimsku hrokabyttur ganga ekki heilar til skógar, og byrjar þá að skoða málið, og þá kemur auðvitað sannleikurinn í ljós.

Og hrokabytturnar eru auðvitað allt of heimskar til að átta sig á því að þær eru að saga af sér löppina.

Hahaha!!  Þvílíkir hálfvitar.

Keep it up, stupid!

palli (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 14:12

5 identicon

Hvað skrifar Jón Frímann annars undir mörgum nöfnum? 3 nöfnum? 4?

Og af hverju ætli hann telji sig þurfa þess?

Konungur vitleysingjanna. Hámark heimskunnar.

Og biddu fyrir þér, Jón, að þú rekist ekki á mig úti á götu. Þakkaðu fyrir að þú sér í Danmörku, og haltu þig bara þar. Það er örugglega þér fyrir bestu.

palli (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 14:15

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Öfgakjánaþjóðrembingur með dassi af kvenfyrirlitningu.

Með Makrílinn sérstaklega þá segir bræðrasíða þjóðrmbingsvaktarinnar, svokölluð evrópuvakt, að makríllnn sé farinn. LÍÚ búið að rústa stofninum. Uppi stendur Landið kvótalaust og allslaust með allt á hælunum vegna framferðis kjánaþjóðrembinga í þessu máli sem og öðrum. Kjánaþjóðrembingar svíkjast aftan að landinu alag í slag og stórskaða. Spurning hvort einhver lagagrein taki ekki á þessu framferði kjánaþjóðrembinga. það getur varla verið leyfilegt að skaða landið vísvitandi bara í þeim tilgangi að svala einhverjum kjánaþjóðrembingi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.7.2012 kl. 14:51

7 identicon

Hér er málið. Höfundur er með beina tilvitnun sem birtist á vef mbl þar sem Damanaki fjallar um m.a. um makríldeiluna og viðræður Íslands og ESB um sjávarútvegskaflann. Allt í góðu með það og full ástæða að ræða það sem hún hefur að segja, sérstaklega það sem feitletraðað er. En um það fjallar greinin ekki. Þess í stað er reynt að gera eins lítið úr þeirri manneskju sem fer fyrir sjávarútvegsmálum ESB. Að hún sé kona frá Grikklandi sem hefur ekkert vit á sjávarútvegsmálum (hvar eru rökin). Og til þess að dauðrota þá var hún einu sinni vinstri manneskja en er núna ógurlega vondur krati sem ætlar fyrir hönd hins alvonda ESB að stela fiskinum okkar. Dylgjurnar halda svo áfram þegar því er haldið fram að hún hafi fengið stöðu sjávarútvegsstjóra ESB af því að hún sveik vinstri menn og gerðist krati. Meira bullið.

Það er sem sagt fabúlerað í kringum manneskjuna í stað þess að ræða ummæli hennar. Týpisk ad hominem röksæmdarfærsla greinarhöfundar.

Hvet þig að lesa það sem Egill Helgason hefur að segja um Damanaki (http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/07/03/sjavarutvegsstjori-sem-saetti-pyntingum/)

Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 15:15

8 Smámynd: Elle_

Máttleysi og remba Jóns og Ómars er beinlínis orðið hlægilegt.  Ekkert kyndbundið neitt var í pistlinum.  Heldur eðlileg skýring á Brussel-og-sósíalistayfirgangi.  Get ég bætt við í Jóhönnu-Steingríms-stíl.

>Það sem ESB sinnar átta sig ekki á að með hverjum mánuðinum sem líður án þess að nokkur lausn fáist á vandræðaganginum innan ESB verða þeir sjálfir sífellt hlægilegri. Þeir eru í  reynd að jarða sig með eigin málflutningi.<
Helgi (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 23:40
Þorsteinn Páls og ónýta ESB-ið

Elle_, 15.7.2012 kl. 15:18

9 identicon

Ramó auðvitað mættur líka.

Ramó er svona náungi sem þegar er stjarnfræðilega vitlaus, en það er eins og hann sé að bæta sig í heimskunni í hvert skipti sem hann reynir að tjá sig.

Ramó er reyndar það óhugnarlega heimskur að maður óneitanlega veltir því fyrir sér hvort hann sé bara að þykjast, hvort hann sé bara ekki andstæðingur aðildar eftir allt saman.

Það á ekki að vera hægt að vera svona heimskur. Það er bara svo sorgleg tilhugsun, ef rétt er. Maður þyrfti að fara í aðgerð upp á spítala og láta fjarlægja hluta heilanst, til þess eins að eiga möguleika á samskiptum við slíkan öfga-heimskingja.

palli (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 15:20

10 identicon

Ég held að Kristján, nei ég meina Jón Frímann, nei ég meina Ásmundur, nei ég meina Jón Frímann þurfi kanski bara að læra að lesa.

Fyndið hvað fávitar með einstefnu sýn á heiminn og sjá bara það sem þeir vilja sjá, opinbera eigið hallærislega sálarástand og skort á vitsmunum með svona gagnrýni.

Hahaha...

Keep it up, stupid!

palli (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 15:26

11 Smámynd: Elle_

Halló Kristinn.  Damanaki hefur verið með óhæfilegan yfirgang við fullvalda ríkið Ísland:
Damanaki:
FOR US there is only one rule and this rule is very clear: Cooperation, cooperation, cooperation.  What WE cannot accept is unilateral actions.
Hvort sem þetta er kona eða maður, skiptir ekki einu einasta máli.

Elle_, 15.7.2012 kl. 15:31

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verandi kona sjálf fæ ég ekki séð að Vinstri vaktin viðhafi neina kvenfyrirlitningu þótt hún bendi á hæfileikaskort sjávarútvegsstjóra ESB.

Frú Damanaki VAR pólitískt ráðin í starfið en ekki vegna hæfileika í samkeppni við þá hæfustu - af báðum kynjum. Til þess að bæta gráu ofan á svart vil ég fullyrða að breska daman sem valin var utanríkismálastjóri ESB sé ekki síður vanhæf en þessi gríska.

En svona til þess að gæta kynjajafnræðis þá mættu ESB sinnarnir hér að ofan gjarnan útskýra hæfileika Van Rumpoy og Barroso upp á eigin spýtur, áður en aðrir fara að grafast fyrir um bakgrunn þeirra og kunnáttu.

Kolbrún Hilmars, 15.7.2012 kl. 15:40

13 identicon

Hvernig færðu það út Elle að hún sé með "óhæfilegan [sem þýðir?] yfirgang við fullvalda ríkið Ísland" þegar hún lætur þau orð falla að um makrílinn verði að semja og að það sé ólíðandi að ein eða tvær þjóðir geti bara veitt það sem þeim sýnist? Sem er í algjörri andstöðu við sjálfbæra nýtingu. Hún er að sjálfsögðu að verja hagsmuni sinna umbjóðenda, þá aðallega Skota og Íra í þessari deilu og ég bara næ því ekki hvernig það er árás á Ísland. Það er líka nauðsynlegt að halda því til haga að Norðmenn eru í deilu við okkur út af sama máli og ef eitthvað er þá eru þeir mun stífari í þessari deilu en ESB. Af hverju er aldrei talað um árás þeirra á fullvalda ríkið Ísland?

Við höfum samið um t.d. norsk-íslensku síldina og kolmunnann og okkur ber að semja um makrílinn. Okkur ber að gera það. Annað er óabyrg frekja.

Kristjan Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 15:53

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sú staðreynd að norskir eru í bandalagi við ESB gegn íslenskum og færeyskum sannar ekki neitt annað en að Norðmenn gæta sinna eigin hagsmuna af hörku.

Við ættum frekar að taka þá okkur til fyrirmyndar en hitt.

Kolbrún Hilmars, 15.7.2012 kl. 16:13

15 Smámynd: Elle_

Kristján (skrifaði óvart Kristinn að ofan), ég notaði ekki orðið ´árás´ heldur ´yfirgangur´.  Það hefur verið talað um yfirgang Norðmanna gegn Íslandi.  Þeir hafa oft verið með yfirgang við okkur eins og í þessu máli og ICESAVE.  Og öll norðurlöndin nema Færeyjar og Grænland.  Þó er ég sammála Kolbrúnu: Við ættum að verja okkur sjálf eins og Norðmenn.

Það getur vel verið að við ættum að ´semja´ eins og þú orðar það.  Það þýðir samt ekki að við eigum að hlýða ´frekjunni´ og stjórnseminni og yfirganginum í þessu þvingunarveldi sem vill öllu ráða.  Það eru bara Brusselsinnar sem vilja leggjast í duftið fyrir þessum evrópsku frekjuhundum.  Við lútum ekki stjórn þeirra þó Brusselklíka Jóhönnu vilji það ólm.

Elle_, 15.7.2012 kl. 16:27

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Esb sinnar hafa hamrað á því endalaust að við verðum sjálfstætt ríki þó við göngum í ESB ætli þetta hér slái ekki dálítið á þá kenningu? 

Evran er kerfismistök: Stór-Evrópa er lausnin

Evru-samstarfi 17 ríkja (af 27 sem eru í Evrópusambandinu) verður aðeins bjargað með sameiginlegu átaki allra ríkjanna sem í hlut eiga. Meginatriðið í átakinu er sameiginleg ábyrgð á skuldum og sameiginleg ákvarðanataka.

Á þessa leið talar þýski hagfræðingurinn Peter Bofinger sem er einn af fimm hagspekingum með sérstaka stöðu gagnvart þýskum stjórnvöldum. Í viðtali við Spiegelsegir Bofinger fullum fetum að evran sé kerfismistök. Að óbreyttu fari Ítalía sömu leið og Spánn, Portúgal, Grikkland og Írland - beint á kúpuna.

Til að leiðrétta kerfismistökin þarf nýtt kerfi utan um evruna. Bofinger lýsir kerfinu í fáum orðum og nefnir m.a. nauðsyn þingræðis fyrir sameinuðu evru-löndin. Lausnin er Stór-Evrópa þar sem núverandi þjóðríki evru-samstarfsins yrðu héruð innan nýja stórríkisins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2012 kl. 17:01

17 Smámynd: Elle_

Og Kristján segir: > - - Sem er í algjörri andstöðu við sjálfbæra nýtingu. - - - <
Það er ekki Brussel að dæma og samkvæmt fiskifræðingi okkar meta þeir hina svokölluðu sjálfbærni kolvitlaust. 

Vil líka benda á að Kristján skrifaði um Damanaki: > - - Hún er að sjálfsögðu að verja hagsmuni sinna umbjóðenda, þá aðallega Skota og Íra - - - <  Well, well, hví er Brussels Damanaki að verja hin fullkomlega fullvalda og sjálfstæðu ríki Írland og Skotland??  Ætli Össur og hans Brusselfarar geti svarað þessu?  

Elle_, 15.7.2012 kl. 17:04

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hannes Hólmsteinn spurði ágætrar spurningar sem hefur hlotið litla athygli, því við erum hætt að hlusta á karlinn, en stundum ratast kjöftugum satt orð í munn.  Spurningin var; "hver á að fylgjast með stofni Makríls á Íslandsmiðum, oG hvernig á að fylgjast með því?"  Ætlar Evrópusambandi að vaða inn á Íslandsmið og fylgjast með stofninum þar?  Þar sem þeir hafa enga lögsögu í okkar landhelgi?  Hvernig verður þetta framkvæmt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2012 kl. 20:21

19 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sem merkilegast við starfsferil Damanaki og hvernig stjórnmálaflokkar vinna í evrulandinu, er ekki hvort hún er karl eða kona.

Merkilegast er að stjórnmálaflokkar evrulands, a.m.k. krataflokkar, nýta sér ESB báknið til að losa sig við þá stjórnmálamenn sem þeir telja helstann dragbít á flokkinn heima fyrir.

Þá er þeim gjarnan telft til embætta í Brussel, helst embætta sem minnst áhrif hafa á þeirra nærumhverfi!!

Gunnar Heiðarsson, 15.7.2012 kl. 20:55

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hallast einna helst að því að þið skilijið þetta ekki með makrílinn. Hugsanlega er LÍÚ núþegar búið að stórskaða stofninn. það þýðir sennilega að hann hættir að ganga inn. það er = Enginn makríll í fokking landhelgi hérna. Halló. You fatta? No??

Ef ekki er samið á skynsamlegum nótum = öngvur makríll. Zero makríll.

Við erum að talaum gígantískt tjón og skaða sem þið eruð búin að valda landi og lýð þið kjánaþjóðrembingar og LÍÚ hyskið - sem honir sömu kjánaþjóðrembingar heimtið bókstaflega að fá að borga allar skuldir fyrir. Heimtið það. þið eruð þegar búnir að borga meira bara í própagandarörið mogga heldur en öll icesaveskuldin er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.7.2012 kl. 21:42

21 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er leiðinlegt að skemma þórðargleðina fyrir Ómari en fullyrðingar um andlát makríllstofnsins innan íslenskrar lögsögu er stórlega ýktar.

Ef bréf Írans er lesið sést að hann vísar í gögn úr rannsóknarleiðangri Árna Friðrikssonar er hann var að stunda árlegar mælingar á kolmunna og norsk-íslenska síldarstofninum fyrir vestan, sunnan og austan land frá apríl til endaðan maí í ár.

Úrdráttur úr leiðangri sem Írar vísa í:

"Einungis fékkst makríll í einu togi í leiðangrinum eða um 50 sjómílur suðaustur af Hvalbaki. Makríll er jafnan lítið genginn inn á Íslandsmið á þessum árstíma og því koma þessar niðurstöður ekki á óvart.
Í fyrri hluta leiðangursins var vart við að yfirborðshlýnun hafði átt sér stað. Hins vegar skall á óveður um miðbik leiðangursins og eftir það var auðséð að hlýr yfirborðssjórinn hafði blandast sjó úr dýpri lögum og/eða hlýnunin verið komin skammt á veg norðar. Frekari úrvinnsla á gögnum úr leiðangrinum mun fara fram á næstu mánuðum." Það vita það flestir að kuldaskil sem eru undir 7-8° eru farartálmi makrílls og hagar hann sínum fæðugöngum að miklu leyti eftir þeim ásamt fæðuframboði.

Það hlýtur að teljast einbeittur ásetningur Íra að gera mál úr makrílmálinu á þessu augnabliki eingöngu til að fá aukin hlut í fyrirfram ákveðinni uppgjöf Steingrím J og Árna Þórs í haust. Írar, Norðmenn og ESB vilja gera allt til að ógilda núverandi tilboð um 7,5% (dettur ekki í hug að Írar séu einir að verki) þar sem vitað er að Steingrímur J er mjög "þæginlegur" í samningum þegar kemur að því að lúffa fyrir ESB enda nýtur hann fádæma stuðnings samverkamanns síns Árna Þórs!

Könnun á útbreiðslu kolmunna og norsk-íslenskrar síldar 2010

Könnun á útbreiðslu kolmunna og norsk-íslenskrar síldar 2011

15 Júlí 2012 er veiðin á makríl orðin tæp 33.000tonn

Eggert Sigurbergsson, 15.7.2012 kl. 23:49

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, sjáiði til, málið snýst um að makríll hætti að ganga inn - í nægilegum miklum mæli. það sem skipti máli undanfarin ár var - að makríll gekk inn í svo miklum mæli.

þarna ber að hafa í huga og festa vel í minni sér og skrifa hjá sér - að þetta var alveg nýtt. (Hugsanlega hefur eitthvað svipað gerst fyrir áratugum eða árhundruðum en vegna rannsóknaleysis er erfitt að fullyrða það.)

þetta gerist vegna hagstæðra skilyrða og ekki síður vegna þess að írar, skotar og norðmenn voru búnir að byggja stofninn svo vel umm með ábyrgum hætti.

Um leið og LÍÚ byrjar rányrkjuveiðar = stórhætta á eyðileggingu uppbyggingastarfsins og makrílstofnsins í heild. þetta er ekkert í fyrsta skipti sem LÍÚ leikur þennan ljóta leik. þeir eru alræmdir fyrir þetta háttalag. Í þessu ákv. tilfelli gæti samt vel spilað inní að þeir vija einangra landið til að geta hadið áfram að berja á innbyggjurum.

Nú nú. það er augljóst á fyrirliggjandi gögnum að makríllinn hagaði sér öðruvísi það sem af er árinu heldur en síðust 2-3 ár. Hann fer minna N-vestur. Vísindagögn staðfesta það. Minna og dreifðari. Sem skiptir líka mali. það er ekkert hægt að keyra látlaust með flottroll með litlum árangri. Flestir ættu nú að geta skilið það. það er orkunotkun í þessu dæmi.

Í Færeyjum var fjallað um breitta göngu makríls opinberlega og fyrir opnum tjölum í vor og sumar. Einn helst sérfræðingur færeyinga í makríl bókstaflega sagði að makríllinn hefði örugglega breitt göngumynstri sínu og það lá í orðunum að það væri vegna ofveiði. þó hann segði það ekki beint. En hérna er eins og LÍÚ sé með Hafró bara í rassvasabum á sér og þeir megi ekkert segja nema gefa út fréttatilykkingar frá LÍÚ.

Eg var búinn að segja innbyggjurum frá essu öllu hérna í vor. Eg marg varaði við. Og fékk óhroðann yfir mig frá kjánaþjóðrembingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2012 kl. 11:48

23 identicon

Já er það Ramó???  

Það bíða nefnilega allir eftir þínum skoðunum!!!

Það er enginn sem er ekki fullkomlega drullusama um hvað þú segir!!!

Ertu fullur eða eitthvað??

(Sólin snýst nefnilega. Óumdeilt,maður. Óumdeilt!!)

Þú þarft að drífa þig í greindarvísitölupróf, Ramó. Þá sérðu svart á hvítu hversu illa og óhugnarlega heimskur þú ert, og áttar þig kanski á því að það er ALLTAF best fyrir þig að þegja, en að opinbera eigin vitsmuni, þ.e. skort á þeim.

Þvílíkur fábjáni!!!  Hahaha!!

Og þú heldur að það sé einhver að taka mark á þér!!

Hahahahahaha!!!!!!

En fokk it, Ramó. Haltu þessu bara áfram. Það er frábært að hafa snillinga eins og þig að æpa þetta ESBbull og kjaftæði.

Keep it up, super stupid!!

palli (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband