Valkostir þjóðlegra vinstri manna

Vetur og sumar frustu saman og það er talinn góðs viti. Í stjórnmálalífinu á vinstri vængnum sáust líka mörg veðurtákn og spávitar í síðustu viku vetrar.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins birti greiningu sínu á vinstri mönnum og taldi þá nú um þessar mundir greinast í sjö kvíslir. Var greinilegt að hinum aldna kaldastríðsritstjóra var skemmt yfir meintum klofningi sinna fornu fjenda en ósagt skal hér látið hversu sannspár hann er um framhaldið. Athygli vekur að ritstjórinn telur nánast allt sem ekki tilheyrir Sjálfstæðisflokki til vinstri flokka, þar á meðal nokkur flokksbrot sem sameinast hafa umhverfis Hreyfinguna og Frjálslynda flokkinn! Þá telur Styrmir að Jón Bjarnason sé sérstakur flokkur og um leið hlýtur maður að spyrja hversu mörg slík flokksbrot séu þá innan Sjálfstæðisflokks!?

Þá urðu þau tíðindi að málgagn Samfylkingarmanna í Árborg sagði frá því í frétt að Katrín Jakobsdóttir vildi kosningabandalag VG og Samfylkingar í næstu Alþingiskosningum. Umrædd orð eiga að hafa fallið á Samfylkingarfundi á Selfossi en heimildamenn sem voru á fundinum telja að hér sé nokkuð frjálslega farið með orð varaformanns VG. Þannig hafi Katrín lagt mikla áherslu á að hún teldi sameiningu þessara flokka ekki koma til greina en aftur á móti ekki þvertekið fyrir bandalag við kosningar.

Í reynd var slíkt bandalag fyrir hendi við síðustu kosningar þar sem VG gekk til þeirra með því fororði að starfa ekki með Sjálfstæðisflokki á kjörtímabilinu. Þá var þegar sest völdum ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það athyglisverða við þessa frétt um meint orð menntamálaráðherra er einmitt hversu litla athygli þau hafa vakið en þau hafa opinberlega hvergi verið borin til baka nema þá nú í ofanrituðum málsgreinum hér í þessu bloggi. Málið var tekið upp á Morgunblaðsvefnum en vakti þar litla umræðu. Í reynd má túlka það sem svo að margir telji þetta einfaldlega löngu staðfest eða orðið að veruleika að þessir tveir flokkar séu í óformlegu samrunaferli. Og víst er að margir af þeim sem harðast hefði staðið á móti samstarfi eða samruna af þessu tagi innan VG eru farnir úr þeim flokki og mótmæla þessvegna ekki nú. Fyrir þeim sem rónir eru á önnur pólitísk mið kann þetta að vera fögnuður hinn mesti.

---

Þriðju pólitísku tíðindi vikunnar og kannski þau stærstu bárust svo úr flokki Lilju Mósesdóttur, Samstöðu. Hreyfing þessi hefur ekki gert sig mjög gildandi í ESB umræðunni og leiðtoginn Lilja Mósesdóttir kom inn í pólitíkina fyrir fjórum árum sem einhverskonar ESB sinni en snerist svo eftir átök við Steingrím J. og starf í „villikattadeild" VG. Við stofnun Samstöðu mátti þar sjá andlit sem hafa frekar verið reiknuð með ESB aðild en móti en vitaskuld breytist slík afstaða í þeim eldi sem nú geysar í Evrópu.

Í vikunni gerðist það svo að samþykkt var í Reykjavíkurfélagi Samstöðu nokkuð róttæk ályktun: Félagið vill gefa samninganefndinni frest til 1. ágúst til að ljúka aðildarviðræðum við ESB og í framhaldi skal efnt til kosninga. Verði viðræðunum ekki lokið innan þessa tíma skuli málið engu að síður fara til atkvæðagreiðslu þar sem þjóðin tekur þá afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið. Það er enginn vafi að hér eru ESB andstæðingar á ferð.

Í stefnuskrá Samstöðu segir m.a.:

Samstaða telur að við núverandi aðstæður sé hagsmunum Íslands best borgið utan ESB en leggur áherslu á að samningaviðræðunum verði lokið án tafar og niðurstaðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Í stefnuskránni er semsagt fylgt sömu þversagnakenndu línu og gert er í forystu VG að Ísland eigi reyndar að vera utan ESB en að það eigi samt að halda áfram og ljúka aðlögun Íslands að ESB. Reykjavíkurfélagið gengur óneitanlega aðeins á svig við þessa stefnu með því að gefa viðræðunum mjög stuttan tíma og að því búnu sé efnt til kosninga. Það vita það allir sem vilja vita að aðildarviðræðunum eftir forskrift ESB verður aldrei lokið á nokkrum vikum.

Annað sem vekur athygli er að í tilkynningu á heimasíðu Samstöðu er tekið fram að það hafi verið meirihluti stjórnar í Reykjavíkurfélaginu sem samþykkti umrædda ályktun. Hér liggur í orðunum að hún ekki verið samþykkt af öllum. Af fréttum mun einnig ljóst að líkt og í flestum öðrum flokkum þá eru skiptar skoðanir um þetta hitamál í þessari nýju hreyfingu.

---

Nú þegar ár er til kosninga hljóta þjóðlegir og ESB andstæðir vinstri menn að velta fyrir sér hvert þeir eigi að halla sér. Allmargir munu halda tryggð við VG en vafalaust miklu færri en var í síðustu kosningum. Fyrir þeim sem telja allt nema Sjálfstæðisflokkinn til vinstri helmingsins getur Framsóknarflokkurinn verið valkostur en meira að segja Styrmir Gunnarsson hikar þó við að telja þann flokk til vinstri!

En það er hafið yfir allan vafa að Samstaða getur orðið valkostur margra ef að meirihlutaályktunin í Reykjavíkurfélaginu verður vísir að ESB stefnu flokksins.  Vinstri vaktin mun áfram fylgjast með flokkaflórunni.

Sbr.: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/18/samstada_vill_ljuka_vidraedum/
http://evropuvaktin.is/stjornmalavaktin/23241/
http://www.xc.is/c/1930
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/18/vill_kosningabandalag_vg_og_samfylkingar/  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki hugnast mér samsuðan,greinilegt, en kannski ekki óeðlilegt af stjórnmálamönnum, að þeir vilji halda öllum dyrum opnum.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2012 kl. 12:44

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki má gleyma Samtökum fullveldissinna í þessarri upptalningu, sem einn pistlahöfunda hér tók víst þátt í að stofna á sínum tíma.  Hvort þau samtök ættu að teljast vinstri, miðju eða hægri skal ég leyfa öðrum að dæma um út frá stefnuskránni, en þar innanborðs er enginn ágreiningur um stefnu þegar kemur að tengslum Íslands við Evrópu.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2012 kl. 17:18

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

í lok 19. aldar og alla 20 öldina skilgreindu vinstri menn sig fyrst og fremst sem fólk sem studdi verkalýðsbaráttu.Allt frá stofnun, eins og kom fram strax á stofnfundi VG og allar götur síðan þá skilgreinir VG sig ekki sem flokk verkalýðsins, heldur sem flokk umhverfissinna og kvennabaráttu, hvað sem það á nú að þýða.VG getur  kallað sig vinstri flokk en er það ekki, eins og félagatal flokksins sínir.Heiðarlegast er því fyrir VG að losa sig við vinstra heitið, því enginn getur tekið mark á því hvort sem er.Samfylkingin er með verkalýðsfélögin innan sinna raða en stjórn flokksins er skipuð  fölki af öllu öðru sauðahúsi en verkafólki, og er öfgaumhverfisfólk, sem allt eins gæti þess vegna verið í Sjálfstæðisflokknum þar áberandi, þótt ekki komi það beint að stjórn flokksins.Í næstu kosningum er nauðsynlegt að fólk sem styður verkalýðsbaráttu í anda sannrar vinstri stefnu eigi kost á því að kjósa fólk úr sínum röðum á Alþingi íslendinga.Stóran hluta 20. aldar sátu verkamenn á Alþingi.Þá náðust fram helstu baráttumál verkafólks.Nú nálgast 1. maí, baráttu og hátíðisdague verkalýðsins.Það færi vel á því að á þeim degi myndi verkafólk huga að því hvort það sé ekki rétt að það sjálft gæti sinna hagsmuna á Alþingi íslendinga.

Sigurgeir Jónsson, 20.4.2012 kl. 21:41

4 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Vinstri vaktin þakkar athugasemdir. Hér var fjallað um þau samtök sem boðað hafa framboð. Samtök fullveldissinna eru valkostur ef þau bætast í þann hóp.

Vinstrivaktin gegn ESB, 21.4.2012 kl. 13:15

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þjóðlegir vinstri menn eru og hafa alltaf verið bara hópur af rasistum af gamla skólanum, og ekkert annað. Þetta er augljóst þegar áróður og lygar þeirra gegn öllu sem erlent er skoðaður í stóra samhenginu. Þetta er sama fólkið og var á móti lita-sjónvarpinu á sínum tíma. Fannst það alger óþarfi, og hefði þetta fólk einhverju ráðið. Þá hefði það örugglega viljað banna internetið þegar það kom fram á sjónarsviðið. Sem betur fer þá skilur þetta fólk ekki internetið, frekar en annað og því labbaði framþróunin fram hjá því algerlega.

Jón Frímann Jónsson, 21.4.2012 kl. 18:10

6 identicon

Haha... Jón Frímann mættur, og kjaftæðið vellur upp úr honum sem fyrr.

Eitt versta dæmi um geðsýki, heilaþvott og hroka.

Jón, þú getur troðið þínu kjaftæði. Það er ekkert væl í heiminum frá þér eða öðrum skíthælum sem breyta því að þetta umsóknar/aðlögunarferli er við það að enda.

En haltu samt áfram að skrifa ómálefnalegasta texta í heimi hérna í ummælin, bara ef einhver skyldi vera í efa um þinn fábjánahátt.

palli (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 08:18

7 identicon

Þjóðlegir vinstri menn? Eru það menn sem vilja fórna hagsmunum komandi kynslóða til að geta haldið í þjóðlega krónu? Eru það menn sem bera ekkert traust til annarra þjóða og telja því best að einangra sig frá þeim?  

Reyndar er ekki útilokað að halda í þjóðlega krónu án þess að allt fari til fjandans. En þá þarf að ganga í ESB án þess að taka upp evru en tengja krónuna við hana á sama hátt og Danir gera. Það er þó alls ekki víst að það gangi með jafnlítinn gjaldmiðil og íslenska krónu.

ESB-aðild hefur auðvitað ekkert með þjóðleg gildi að gera. Af norðurlöndunum finnst mér norðmenn hafa fjarlægst mest sín gömlu þjóðlegu gildi, mun meira en ESB-þjóðirnar Svíar, Danir og Finnar.

ESB-aðild er aðeins þátttaka í samvinnu fullvalda ríkja á takmörkuðu sviði. Innan þeirrar samvinnu er fullt svigrúm til að halda í þjóðleg gildi með velþóknun ESB sem styður slíka viðleitni.

Vinstrivaktin viðist ekki vita hvað felst í kosningabandalagi. Það er kosningabandalag þegar tveir eða fleiri flokkar bjóða fram sameiginlegan lista. 

Þannig minnkar hættan á að atkvæði fari til spillis. Kosningabandalagið getur því fengið fleiri þingmenn kjörna en flokkarnir ef þeir hefðu boðið fram hvor í sínu lagi og fengið samtals jafnmörg atkvæði. 

Þjóðrembingur er alltaf til tjóns fyrir alla aðila. Í honum felst sjálfsupphafning og tortryggni gagnvart öðrum þjóðum. Slík vanmáttarkennd lýsir sér þannig að það er gengið út frá því sem vísu að enginn hlusti á Íslendinga og að allar hinar þjóðirnar muni snúast gegn þeim.

Þjóðir sem eru illa haldnar af slíkum órum eru í slæmum málum. Þær dragast smám aftur úr öðrum.  Að lokum er sjálfstæði þeirra er ógnað. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 09:58

8 identicon

Já finnst þér þetta og hitt, Ásmundur?

Interesting. Hvað í veröldinni fær þig til að halda að nokkur sála hérna inni sé ekki skítsama um hvað þér finnst um þetta og hitt?

Þú ert búinn að skíta svo rækilega upp á bak, aftur og aftur og aftur, en svo heldurðu áfram að gubba út úr þér þessari þvælu..

...og talar eins og fólk hafi einhvern áhuga á því sem þú segir?

Hvers vegna er það, Ásmundur? Hvað nákvæmlega fær þig til að halda að einhver hafi áhuga á þínu tuði og röfli??

Hefur veruleikafirringin náð fullkomnum völdum á þínum sjúka huga?

Leitaðu geðlækna og fáðu lyf við þessu ástandi þínum

Já og þetta er gott sem búið spil hjá ykkur innlimunarsinnum. Þjóðin er alveg að sjá í gegnum þennan lygaáróður. Ég gef þér samt að þú sért bara einstaklega mikill heimskingi og hálfviti, frekar en lygari, þótt þú viðhaldir landráða lygaáróðri.

Ohh hvað verður gott þegar þessari þvælu verður troðið upp í kokið á þér. Ég get varla beðið eftir að heyra viðbrögðin frá þér, sjá þetta skelfingarvæl í þér þegar þín heimsmynd hrynur til grunna.

Hahaha... in your face, fucker. Þú átt eftir að væla eins og stunginn grís, og básúna hvað allir séu vitlausir nema þú.

Blessaður láttu þig bara hverfa af landinu. Þú ert ekki Íslendingur, þú ert Esbingur. Þú átt ekki skilið íslenskan ríkisborgararétt, og það ætti að gera þig útlægan. Þú gætir þá kanski farið að virða landið þitt.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sérstaklega ekki geðsjúkar hrokabyttur eins og Ásmundur.

palli (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband