Of lítið, of seint eða ekki neitt?

Eins og fram hefur komið hér á Vinstrivaktinni þá er svokölluð ,,milliganga" ESB í Icesave-málinu í rauninni ekkert annað en bein afstaða gegn málstað Íslands í málinu og gróf íhlutun. Nú hefur bæst enn einn kaflinn við vandræðaganginn í þessu máli, sem var rakinn vel í pistli gærdagsins. Kristjáni Guy Burgess hefur sem sagt verið falið að koma því á framfæri við staðgengil sendiherra ESB á Íslandi að ,, ... íslensk stjórnvöld telji þessa framkomu ESB óeðlilega gagnvart ríki sem á í viðræðum um aðild að sambandinu." Í ljósi tímasetninga í atburðarás málsins er þetta nokkuð seint fram komin athugasemd. Hún er undarlega væg, sé mark takandi á orðalaginu, en ekki er ljóst hvaða erlenda orð ,,óeðlilegt" stendur fyrir í þessu samhengi. Ef þetta eru mótmæli íslenskra stjórnvalda þá eru þau of lítil, of seint fram komin og ef til vill ekki annað em umbúðir utan um ekki neitt.

Við á Vinstrivaktinni óskum íslensku þjóðinni gleðilegs sumars, sumars sem vonandi ber það í skauti sér að hætt verði við aðildarviðræður, aðlögun að ESB og fallið frá umsókninni sem er að leiða Ísland í einkennilegar ógöngur sem sífellt taka á sig nýjar birtingarmyndir. - ab


mbl.is Framkoma ESB óeðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi mál eru löngu komin á það stig að það þarf að grípa inni.  Stjórnvöld eru svo greinilega að gera í brækurnar og hanga eins og hundar á roði í völdin, þó þau ráði ekki neitt við neitt og stjórnin löngu fallinn bæði tæknilega, á tíma og í atkvæðamagni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gleðilegt sumar.Vonandi tekst vinstra fólki á Íslandi að koma ESB óværunni og þeim ESB flokkum sem reyna að ljúga því að þjóðinni að þeir séu vinstri flokkar,VG og Samfylkingunni, af höndum sér.ESB flokkunum,VG og Samfylkingunni er stjórnað af öfgafólki í umhverfis og náttúruvernd, þótt reynt sé að fela það með tali um félagshyggju og vinstri stefnu.ESB flokkarnir VG og Samfylkingin troða á verkalýðnum og lágtekjufólki með því að berjast á móti atvinnutækifærum sem eru til staðar með því að nýta fallvötn landsins.Vinstra fólk á að þvo umhverfis og náttúruvernar óværuna endanlega af höndum sér með því að stefna að framtíð vinstri flokks á Íslandi sem hefur hagsmuni verkalýðsins fyrst og fremst í fyrirrúmi.Öfgaumhverfisstefnnan sem hefur náð að troða sér inn í flokka sem ættu að vera þessu fólki lokaðir hér á landi,er upprunnin í Þýskalandi Nazismans og barst þaðan til Bandaríkjanna.Þótt ótrúlegt sé þá hefur þessu öfgafólki tekist að troða sér að stjórn landsins og er nú svo komið að engu landi í veröldinni er nú stjórnað á eins öfgafullan hátt hvað snertir aðkomu að náttúrunni eins og Íslandi.Nú berst þetta fólk fyrir því að Ísland gangi í ESB, sem er skiljanlegt, þar hittir það fyrir fólk á svipuðum nótum, eins og Evu nokkra Jolyn sem er þingmaður Græningja á Evrópuþinginu, og berst með kjafti og klóm fyrir því að verslanir í Evrópu hætti að selja íslenskan fisk, af því við veiðum hval.Stofnun Vinstri flokks, Flokks verkalýðsins er nauðsyn.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2012 kl. 12:53

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar VG var stofnað þá skeði það, sem aldrei skyldi verið hafa, að umhverfisöfgafólk var þar innandyra og hefur nú tekist að gleypa flokkinn algjörlega, og stjórnar honum núna.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2012 kl. 13:01

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það sem ég velti fyrir mér er hvort það sé hægt að tala um kvörtun ef hún er ekki gerð skriflega...

Að koma einhverjum orðum til skila segir í raun allt sem segja þarf um þessa Ríkisstjórn sem þorir ekki einu sinni sjálf að kvarta opinberlega...

Kv.góð og gleðilegt sumar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.4.2012 kl. 16:27

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

"M E Ð A L A G A N G A " ESB,

er eitthvert skringilegasta og alfurðulegasta orðskrýpi sem ég hef heyrt stjórnvöld og ESB sinnaða fjölmiðla nota til þess eins að réttlæta ítrekuð óhæafuverk ESB stjórnsýsluapparatsins gagnvart þjóð okkar !

Gunnlaugur I., 19.4.2012 kl. 18:23

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Í hvaða Apóteki fær maður annars þessi sérstöku -

"ESB m e ð u l keypt" !

Ásmundur hinn landsfrægi ESB sinni Friðriksson hlýtur að geta uypplýst okkur um það, hvar þau fást keypt eða jfanvel gefins ? Hvar er hann annars núna, sennilega aðkeyptur leigupenni ESB trúboðsins á Íslandi.

Er hann ekki líka með yfirvinnu, eða fær hann aðeins greitt fyrir hvert slag ?

Hvað haldið þið lesendur góðir um meinta greiðslu- og vinnuskyldu Ásmundar Friðrikssonar fyrir ESB stjórnsýsluapparatið ?

Haldið þið kannski að hann sé algerlega hlutlaus sakleysingi ?

Gunnlaugur I., 19.4.2012 kl. 18:45

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur  er upptekinn af því að þrasa við okkur "stelpurnar" (og svo Palla auðvitað) og er því ekki að vinna fyrir kaupinu sínu - þannig lagað séð. :)

Ég þakka svo Vinstri vaktinni fyrir gestrisni og góða pistla og óska öllum hennar aðstandendum góðs sumars.

Kolbrún Hilmars, 19.4.2012 kl. 19:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með Kolbrúnu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 20:30

9 Smámynd: Elle_

Nei, Gunnlaugur, ekki hlautlaus fyrir 5 aura.  Hann, ´Ásmundur´, vinnur fyrir EC Commission og gegn ísl. ríkinu.  Felulygin og forherðingin eru hans ær og kýr.  Vonandi stefnir hann e-m fyrir róg og ýmislegt mun koma fram um hann og Össur.

Elle_, 19.4.2012 kl. 21:57

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem ég er Kristjáni Guy persónulega kunnug,langar mig að spyrja hann um þetta. Ef hann er bundin trúnaði þá verð ég að una því,en þetta er mér eins og okkur öllum mikið hjartans mál. Það sem mig langar að vita hvernig þetta er orðað. Þeir sem vinna gegn íslenska ríkinu,eru rétt nefndir landráðamenn.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2012 kl. 23:35

11 identicon

Það er greinilega stutt í paranojuna hjá mörgum andstæðingum ESB-aðildar svo að vægt sé til orða tekið:

Landráðamenn, EC Commission gegn íslenska ríkinu, aðkeyptur leigupenni ESB-trúboðsins á Íslandi eru dæmi um þetta. 

Þetta ætti að hringja viðvörunarbjöllum um vafasaman málstað.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 08:07

12 identicon

Paranoja?

Nei, Ásmundur. Fólk á bara mjög erfitt með að trúa því að þú sért svo sauðheimskur að trúa þeim kjaftæðisgraut sem vellur upp úr sjálfum þér.

Og þú ert auðvitað allt of heimskur til að átta þig á því sjálfur.

palli (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband