Tvíhöfða (þursar) og þöggun íslenskrar verkalýðshreyfingar

Á vef EU-observer (euobserver.com) er í fyrradag fjallað um þann tvískinning sem er í málflutningi forsvarsmanna ESB varðandi aðgerðir gegn efnahagskreppunni á evrusvæðinu. Svo langt er gengið að líkja þessum málflutningi við guðinn Janus, sem í rómverskri goðafræði hafði tvö andlit sem horfðu hvort í sína áttina, til fortíðar og framtíðar. Í greininni á EU-observer er þó frekar verið að lýsa tvíhöfða þurs sem hefur mismunand sýn á framtíðina. Þeir sem um fjármálin véla boða niðurskurð til samfélagsmála og samdrátt, uppsagnir og skerðingu bóta, m.a. til atvinnulausra. Þeir semsjá um atvinnu- og félagsmál innan sambandsins benda á þá geigvænlegu afleiðingar sem þessar aðgerðir eru þegar farnar að hafa og munu hafa í auknum mæli. 

Það fer hins vegar ekkert á milli hvort sjónarmiðið verður æ ofan í æ ofan á. Það er sá stóri, sterki ESB-þursinn sem heimtar niðurskurð og samdrátt, hvað sem hann kostar, atvinnuleysi á skertum bótum og á sama tíma og háskólum er gert sífellt erfiðara að taka á móti ungu, atvinnulausu fólki. Þetta gerir evrópska verkalýðshreyfingin sér vel grein fyrir og verkalýðsfélög víða í álfunni hafa hvatt til mótmæla. Þúsundir tóku þátt í mótmælum í gær, á hlaupársdag, meðal annars í París, Aþenu, Lissabon og Brussell, samkvæmt fréttum BBC. Auk þess færast mótmæli stúdenta í Barcelona gegn niðurskurði til menntamála, sem er angi sama máls, enn í aukana.

Hvar er nú samstaða íslensku verkalýðshreyfingarinnar með stéttarsystkinum í Evrópu ESB? Nei, hún er of upptekin í ESB og evru-trúboði sínu til að hirða um svoleiðis lagað.

Páll H. Hannesson bendir á ærandi þögn íslensku verkalýðsfélaganna um málið í bloggi sínu um ESB og almannahag í gær (sjá tengil hér til hliðar). Hann bætir úr þöggun þeirra og segir m.a.:

,,ESB, undir forystu Merkel og Sarkozy stefna nú að því að aðildarríkin festi í lög eða stjórnarskrá, hugmyndir þeirra, ættuðum úr hugmyndasmiðjum hægri flokka, um hvernig komast megi út úr kreppunni. Aðhalds og niðurskurðarhugmyndir ESB ganga þvert á þær hugmyndir sem verkalýðshreyfingin hefur lagt til um nauðsyn á auknum fjárframlögum og aðgerðum hins opinbera til að koma atvinnulífinu á stað á nýjan leik. Það eru hugmyndir sem að eru að miklu leyti samstíga hefðbundum lausnum sósíaldemókrata fyrr á tíð og er New Deal Franklins D. Roosevelt kannski eitt frægasta dæmið þar um. Nú ætlar ESB að setja lögbann á slíkar lausnir í efnahagslífinu og leggur til niðurskurð á lifeyrisréttindum, velferðarþjónustu og launum. Nú eiga allir stjórnmálaflokkar Evrópu að heyja pólitíska baráttu sína á grundvelli hugmyndafræði “Sjálfstæðisflokksins”.

Stefna ESB er því ekki bara röng og óréttlát, að láta almenning blæða svo bjarga megi bönkunum og fjármálakerfinu sem olli kreppunni, hún er líka í hæsta máta andlýðræðisleg og einræðisleg. Segir verkalýðshreyfingin að stefna ESB muni leiða hörmungar yfir Evrópu og heldur því áfram herför sinni gegn áætlunum ESB."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þögn Gylfa Arnbjörnssonar ESB aftaníossa og ASÍ Elítunnar er svo sannarlega ærandi í þessu máli sem mörgum öðrum !

En hvar eru íslenskir fjölmiðlar núna ?

Þar er enn sama ESB- meðvirknin við völd ?

Egill Helgason með sitt sunnudags Silfur með sína ESB sinnuðu viðmælendur og nú hneykslast hann á því á Eyju bloggi síonu hvað menn hafi eiginleg að athuga við það þó ESB apparatið opni hér ESB- áróðurs stofu og hendi í það hundruðum milljóna.

Vegna þessa ættu upplýsandi íslenskir fjölmiðlar nú að taka viðtöl við menn eins og Pál Hannesson og einnig að krefja ASÍ silkihúfurnar skýringa og svara á afstöðu sinni til þessara hagsmunamála Evrópskrar alþýðu, sem nú mótmælir harkalega niðurskurðarkröfum ESB valdsins og það tugþúsundum saman víða á ESB svæðinu.

Þögnin er ærandi !

Hvenær ætli við sjáum svo endalausar afsakanirnar og fyrirsláttinn á fyrirsjánlegum og forrituðum ESB skoðunum Ásmundar Harðarsonar á þessu máli !

Þá á ég eftir að hlæja mér til skemmtunar !

Forritaða ESB sýnishornið bregst nefnilega aldrei köllun sinni og trúboði !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 15:11

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Smugan hefur reyndar tekið málið upp, aðrir ekki.

Vinstrivaktin gegn ESB, 1.3.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband