Áróðursmiðstöð ESB kærð til ríkisaksóknara

Nýlega setti ESB á stofn hér á landi svonefnda Evrópustofu til áróðurs og heilaþvottar, svo sem venja er þegar ESB undirbýr sókn sína í aðdraganda þjóðaratkvæðis. Stofan fær hundruð milljóna króna til ráðstöfunar. Starfsemin hefur verið kærð til ríkisaksóknara.

Kært er vegna brota á eftirfarandi lögum: 1) nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda;  2) lögum nr. 62/1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og  3) lögum nr. 16/1971 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmála-samband (staðfesting Vínarsamningsins frá 18. apríl 1961).

Auk reksturs áróðursmiðstöðvar ESB eru eftirtaldir aðilar kærðir: ríkisstjórnin, utanríkisráðuneytið og Össur utanríkisráðherra, fjármálaráðuneytið og Oddný fjármálaráðherra, Samfylkingin, Athygli Public Relations ehf og Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri, Media Consulta International Holding AG í Berlin, svo og ESB, sendiherra þess og stækkunarstjóri.

Kærandinn er félagið Samstaða þjóðar og undir bréfið rita Loftur Altice Þorsteinsson og Pétur Valdimarsson. Í kærunni er vísað til eftirfarandi greinar laga 162/2006 en þar segir m.a. í 6. gr: „Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum."

Vísað er til: 1. - 5. greina laga 62/1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og greinargerðar með lagafrumvarpinu, þar sem meðal annars segir: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp, sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér."

Í framhaldinu er vitnað til 1. gr. laganna: "Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu."

Í kærunni er einnig vísað til 1. málsgreinar, 41. greinar laga 16/1971 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmála-samband, sem hljóðar svo: „Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis."

Í greinargerð segir m.a: „Samkvæmt upplýsingum á vef Evrópustofu er Evrópustofa miðstöð kynningar og upplýsinga. Hlutverk hennar er að auka skilning og þekkingu á eðli og starfsemi ESB, þar á meðal kostum og göllum við mögulega aðild. Samkvæmt sömu heimild er Evrópustofa fjármögnuð af Evrópusambandinu. Samkvæmt ummælum utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar er stofnun Evrópustofu til komin vegna beiðni hans í nafni Utanríkisráðuneytis að Evrópusambandið veiti fjárstyrk til að reka Evrópustofuna. Formlega er það stækkunardeild ESB sem stjórnar fjárveitingum til starfseminnar."

„Verkefni Evrópustofu varðar mesta deiluefni íslenskra stjórnmála, hugsanlega innlimun Íslands í Evrópusambandið. Samfylkingin er eini stjórnmálflokkur landsins sem hefur innlimun sem megin baráttumál. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson og fjármálaráðherra Oddný Harðardóttir, bæði alþingismenn úr Samfylkingu standa fyrir stofnun Evrópustofu. Þess vegna er starfsemi Evrópustofu greinilega pólitísks eðlis og ber að skoða starfsemi hennar sem ólögleg afskipti af innanríkismálum Íslendinga og fyrir þessari ólöglegu starfsemi stendur Samfylkingin."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært!! Húrra fyrir því!!

palli (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 13:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Loksins eitthvað af viti, ég fagna þessu mjög. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 13:59

3 identicon

Það leggst lítið fyrir Vinstrivaktinni að vera komin í lið með hægri öfgamanninum Lofti Alice Þorsteinssyni sem jafnvel margir sjálfstæðismenn vilja alls ekki láta bendla sig við.

Eru menn að halda því fram að Ísland sé einhver forngripur sem verði að varðveita með sérstökum lögum gegn erlendum áhrifum? Þvílík afturhaldssemi. Þvílík þjóðremba. Nú verður hlegið að okkur einu sinni enn.

Það er langsótt að vitna í þessi lög í þessi samhengi. Þau eiga alls ekki við. Hér er um að ræða samninga um samstarf Íslands við aðrar þjóðir en ekki íhlutun annarrar þjóðar í íslensk innanríkismál.

Að sjálfsögðu er það fullkomlega eðlilegt að kostnaðinum við samningana sé skipt á milli beggja aðila. Ef andsinnar vilja endilega greiða sinn hlut þá geta þeir endurgreitt ESB.

Evrópustofa gegnir því hlutverki að kynna ESB. Það er nauðsynlegt svo að fólk þurfi ekki að láta sér nægja áróður eins og td er stundaður hér þar sem farið er mjög frjálslega með staðreyndir.

Evrópustofa ógnar þeim sem hafa náð árangri í blekkingaráróðri. Þess vegna kemur þessi kæra fram.

Það er auðvitað óþolandi fyrir andsinna að Evrópustofa komi með réttar upplýsingar eftir að hálf þjóðin hefur veruð blekkt um að allt fyllist hér af spönskum togurum og að náttúruauðlindir verði hirtar af okkur ef við göngum í ESB. 

Ég hef ekki verið alveg sáttur við íslenskt réttarfar undanfarið. En ég er þó bjartsýnn á að þessi kæra fari beint í ruslafötuna þar sem hún á heima. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 14:42

4 identicon

Hahaha...  Jón Ásmundur Frímann kúkaði næstum í buxurnar af hneykslun.

Já, þvílíkt hneyksli að fara eftir lögum, Jón minn. Þér er auðvitað skítsama um lög landsins ef þau eru á móti þínum trúaráróðri.

Æ, hvers vegna að reyna að tala við þig. Þú ert svo bjöllusauðheimskur og gjörsamlega heilaþveginn að hann mun aldrei verða annað en andlegt grey.

Vældu eins og þú vilt, Jón Ásmundur. Það breytir ekki lögum landsins.

Og það er merki um hroka að þykjast vera hafinn yfir lög. Sjálfsupphafin og heimsk hrokabytta. Það er allt sem þú ert.

palli (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 15:04

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig dettur Jóni Fr( Ásmundi) í hug, að vinstri og hægri séu andstæð öfl,þegar kemur að því að verjast landssöluliðinu Esb,þeir eru ekki trúarbrögð,ólíkt Samfylkingunni. Þar sem engum dyrfist að taka undir mál frá öðrum flokki,en elítan má kaupa þá til andþjóðfélagslegra verka. Loftur er skarpgáfaður ættjarðarvinur,það gerir hann eftirsóttann í baráttunni með okkur. Loftur fer létt með að sækja sannar heilsteyptar uplýsingar um Evrópusambandið,nokkuð sem Evr-ið heldur frá okkur. Því skyldum við sækja upplýsingar til sambands sem vilja ólmir komast hingað inn,sérstaklega þegar engum dylst innihald stjórnarskrár þeirra. Svo ætlast þessi landssöluflokkur til að við breytum okkar stjórnarskrá ,svo þeir nái markmiðum sínum. Nei takk, við erum nægilega mörg til að stoppa þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2012 kl. 15:44

6 Smámynd: Sólbjörg

Trúði vart eigin augum er ég las fyrirsögnina - frábær framkvæmd, takk Loftur og Pétur!

Í gær voru fréttir af olíufundinum í dag eru enn betri fréttir, ákæra á ESB áróðursbatteríið og ríkisstjórnina. Ætla í kvöld opna besta rauðvínið sem ég á og skála fyrir ykkur heiðursmenn og öllum ötulum bloggurum sem halda uppi vörnum gegn ESB aðild.

Sólbjörg, 24.2.2012 kl. 16:27

7 identicon

Helga og Sólbjörg, hvers vegna viljið þið ekki að þjóðin fái upplýsingar um ESB frá ábyrgum aðila?  Eru þið hræddar um að ef hið sanna kemur í ljós, velji þjóðin aðild?

Finnst ykkur að svívirðilegur blekkingaráróður hagsmunaaðila eigi að nægja fólki til að gera upp hug sinn?

ESB vill fá Ísland í sínar raðir. En það er fjarri því að það sé þeim eitthvert sérstakt kappsmál. Auk þess er Evrópustofa sjálfstæður íslenskur verktaki sem tekur þetta verkefni að sér og verður að fylgja ströngum reglum.

Þetta er hópur sem er algjörlega treystandi til þess.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 16:44

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég tek undir með Sólbjörgu, frábær framkvæmd hjá þeim Samstöðufélögum.

Og bæti aðeins við hennar góðu fréttir af Drekasvæðinu.  Það er nefnilega hætta á því að eftir 10-15 ár gæti Ísland orðið ríkasta land í heimi!

Þá fer maður líka að skilja hversu mjög sumum liggur á að troða landinu inní ESB apparatið!  

Kolbrún Hilmars, 24.2.2012 kl. 16:46

9 Smámynd: Sólbjörg

Ásmundur það er eitthvað undarlegt við fullyrðingu þína: "Þessum hóp er algerlega treystandi" það er eins og einhver hafi endurtekið þetta of oft í þín eyru og við það gerast skrýtnir hlutir. Ætla að segja þér stutta sögu:

Það bjó stelpa í kjallaranum þar sem ég átti heima fyrir nokkrum árum, kærastinn hennar var á sjónum. Þurfti að ræða við hana eitt kvöldið og bankaði upp á hjá henni, þegar hún opnar dyrnar segir hún strax að frændi sinn sé í heimsókn, ok, fine, sléttsama. Daman endurtók þetta skömmu síðar aftur, skrýtið en ekki málið, en þegar hún fullyrti í þriðja skiftið að hann væri frændi sinn, varð mér ljóst að hún væri að halda framhjá og ljúga að mér. Vona að þú skiljir samhengið Ásmundur.

Sólbjörg, 24.2.2012 kl. 16:58

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að Ásmundur og co sé vélmenni sem hefur verið prógrammerað til að koma hér inn með sinn ömurlega ESB áróður sem heldur hvorki vatni né vindi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 17:11

11 identicon

Sólbjörg, auðvitað skil ég hvað þú átt við með samhengi. En það er alveg ótrúlega langsótt. ´

Þú viðurkennir sem sagt að réttar upplýhsingar megi alls ekki koma fram því að þá getur þjóðin kosið aðild.

ESB-kosningin eigi að snúast um hvor hafi betur í blekkingaáróðinum. Nei-sinnar eru miklu svívirðilegri og munu því vinna þá baráttu ef ekkert er gert til að upplýsa þjóðina.

Þjóðin mun þá tapa.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 18:04

12 identicon

Frábært framtak og löngu tímabært einnig má örugglega kæra ýmislegt fleira í sambandi við innlimunartilraun þessarar landráðaríkisstjórnar í Evrópusambandið!!!!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 18:12

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er Loftur Altice Þorsteinsson í áróðursmáladeild ,,vinstrivaktarinnar"?

þið eru nú meiri brandarakallarnir.

Maður svoleiðis veltist um af hlátri af ruglinu sem getur komið frá andsinnum. það er greinilega ekkert í lagi með hluta innbyggjara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2012 kl. 18:17

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er það svo Ómar Bjarki, ég sem hélt að aðhlátursefnin væri öll á ykkar kostnað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 18:58

15 Smámynd: Elle_

Lengi lifi Loftur og Pétur.  En þeir kærðu líka bresk og hollensk stjórnvöld. 

Nú koma allir Brussel- og ICESAVE varðhundarnir og forrituðu Stefan-Fule-+Össurar-vélmennin út úr myrkrinu og berjast eins og brjáluð ljón gegn öflugum Lofti og Pétri.  Ekki má anda á evrópska dýrðarveldið.  Hið mikla lýðræðisveldi sem valtar yfir sambandríkin.  Og önnur ríki LÍKA.

Væri nær að varðhundarnir stæðu eins með en ekki af hatri og öllu afli GEGN eigin landi og þjóð og MEÐ valdníðslu stærri ríkja.

Elle_, 24.2.2012 kl. 19:01

16 Smámynd: Elle_

- - - Nú verður hlegið að okkur einu sinni enn. - - -

HHAAA, HAAAAAAAAAAAA, HHHAAAA.  EN SORGLEGT.

Elle_, 24.2.2012 kl. 19:20

17 Smámynd: Sólbjörg

Nei auðvitað skildir þú ekki samhengið Ásmundur að þegar einhver marg endurtekur að allt sé í stakasta lagi og algerlega treystandi má ganga að því vísu að svo sé ekki. Við getum alveg lesið Lissabon sáttmálann og fleiri reglugerðir ESB sjálf. Bönn, hótanir og refsingar ESB eru líka upplýsandi.

Sólbjörg, 24.2.2012 kl. 19:32

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er fagnaðarefni, að þessi kæra hafi verið lögð fram.

Menn skoði hinar þverbrotnu lagagreinar og sannfærist!

Að Esb-seppar gjammi hér í æsingi sínum yfir fréttinni, kemur sízt á óvart.

Á netinu finn ég þessa línu hér: http://www.hlidar.com/index.php/id/1906 :

Ásmundur Harðarson, Skaftahlíð 14, 105 Reykjavík ...

Hafið þið ástæðu til að telja þetta vera Esb-faninn Jón Frímann Jónsson? Er hann þá að villa á sér heimildir hér, eða skjátlast ykkur.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 19:36

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þarna gleymdist spurningarmerkið.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 19:37

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í símaskrá er sá Ásmundur sagður arkitekt, en Frímanninn er enginn arkitekt. Til eru skv. ja.is tveir aðrir Ásmundar Harðarsynir með síma, annar í Reykjavík, hinn á Flateyri og báðir með millinafn, en Frímanninn var í Danmörku, síðast þegar ég frétti af honum. Alllengi hefur hann þagað á netinu, og má vera, að hann sé í Esb-endurhæfingu til að stilla orðbragð hans, svo að hafa megi af honum einhver not.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 19:44

21 identicon

Sólbjörg, hvar hefurðu orðið fyrir þessum heilaþvotti?

Finnst þér ekki tími til kominn að kynna sér hvernig raunverulega liggur í hlutunum í stað þess að vera sjálfviljugt fórnarlamb heilaþvotts. 

Þar mundi Evrópustofa gagnast vel. Hér færðu engar upplýsingar, aðeins áróður.

Ásmundue Harðason (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 19:49

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nokkuð viss um að þessi Ásmundur er ekki til, hann skrifar líka undir nafninu Ómar Harðarson, og jafnvel fleiri nöfnum.  Þessi heldur sig mest hér á þessu bloggi.  Og það er eins og að tala við steininn að koma með mótrök, hann heldur bara áfram sínu heilaþvegnu skoðunum á hverju sem gengur.  Ég er nokkuð viss um að þetta er enginn af þessum þrem Ásmundum sem eru í símaskránni.  Hef reyndar ekki tékkað á því, en hef svo sem hugsað út í það.  Var löngu búin að tékka á þessu.  Held reyndar að þetta sé ekki Jón Frímann, þvi hann hefði ekki stillt sig um dónaskapinn sem hann gerir sig ítrekað sekan um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 19:56

23 Smámynd: Elle_

NEI, eg hef nokkuð lengi verið að benda á hver hinn svokallaði ´Ásmundur´ væri.  Og það er ekki Jón Frímann.

Elle_, 24.2.2012 kl. 19:56

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Elle Eurostat. Eurostat. Omar HARDARSON. Omar.HARDARSON@cec.eu.int.

Ekkert skrýtið þó hann hamist við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 20:02

25 identicon

Ásthildur, mótrök? Haha. Kanntu annan betri?

Ég hef ekki orðið var við nein mótrök af þinni hálfu - aðeins tröllskap.

Bentu mér á ein mótrök?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 20:22

26 Smámynd: Kolbrún Hilmars

O, Frímann geltir af og til, en það er líklega bara í frímínútunum. :)

En hver er Ásmundur Harðarson? Það er nú spurning. En ég er sannfærð um að hann er ekki Ómar Bjarki, Magnús Helgi eða Jón Frímann. Ekki einu sinni Össur utan í dulargervi.

Hvað segið þið hin?

Kolbrún Hilmars, 24.2.2012 kl. 20:38

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er ekki einu sinni tröll heldur róbót. En flott að fá hann aðeins upp úr hjólfarinu smástund.  Ég hef fært mörg rök fyrir málinu, en þú heldur þig við gamla frasa Ásmundur og hlustar ekki á það sem sagt er á móti Esb.  því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 21:00

28 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki nóg með það, Ásthildur, því Ásmundur hlustar ekki heldur á það sem er að gerast í ESB.

Kolbrún Hilmars, 24.2.2012 kl. 21:17

29 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Leyndardómurinn um Ásmund! Mér gæti ekki verið meira sama hver þessi maður (eða kona) er. Rökleysa hans er með þeim hætti að maður er löngu hættur að lesa athugasemdir hans! Það er ekki hægt að rökræða við þá sem bulla!!

Framtak Péturs og Lofts í nafni Samstöðu þjóðar er hins vegar frábært. Samt furðulegt að ekki skuli vera frétt um þetta á ESBRUV - eða kannski ekki.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2012 kl. 21:39

30 identicon

Það er illa komið fyrir fólki sem gerir engan greinarmun á upplýsingamiðstöð og áróðursmiðstöð.

Ég skora á Vinstravaktina að koma með sannanir fyrir því að Evrópustofa sé áróðursmiðstöð. Ef það reynist rétt er hún brotleg og henni verður lokað tafarlaust. Ég tel hins vegar enga hættu á því.

Það lítur út fyrir að andsinnar hér á Vinstrivaktinni viti ekki hver munurinn er á upplýsingamiðstöð og áróðursmiðstöð. Sennilega lita þeir á það sem upplýsingar sem hér er framreitt en ekki hreinan áróður sem oft á tíðum er byggður á hreinu bulli.

Andstaðan við að almenningur fái öruggar upplýsingar frá fyrstu hendi um ESB ber vott um örvæntingu andsinna. Það er engin furða enda hefur það sýnt sig að þeir geta ekki staðið fyrir máli sínu. Alla röksemdafærslu vantar og fullyrðingar þeirra standast enga skoðun.

Til að draga athyglina frá eigin getuleysi gagnrýna andsinnar aðildarsinna fyrir nákvæmlega það sem þeir eru sekir um þó að því fari fjarri að nokkur fótur sé fyrir því. 

Það er auðvelt að rökstyðja gífurlega kosti aðildar og skaðsemi og hættur við að vera utan ESB með krónu. Það hef ég gert hér mörgum sinnum.

Þrátt fyrir að ég hafi margsinnis beðið um rök fyrir ýmsum mjög svo hæpnum fullyrðingum hef ég aldrei, bókstaflega aldrei, fengið svör. Það hefur hins vegar aldrei staðið á mér að rökstyðja mál mitt.

Andsinnar þurfa heldur betur að bæta ráð sitt ef þeir vilja vera teknir alvarlega. En kannski hafa þeir ekki annan metnað en að höfða til greindarskertra og sigra í blekkingaáróðursstríði. 

Nema þeir liti á sig sem trúarsöfnuð og þurfi því ekki að rökstyðja neitt.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 23:28

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Geistist þá fram hin vinstri vakt

var þar ruglið vel í lagt

blandað bulli held eg sje

baxið á þjóðrembingsheimele.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2012 kl. 23:43

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er eitthvað að þér, Ásmundur, að sjá ekki svívirðuna í því að dæla hingað 230 milljónum í þessa Evrópu[sambands-áróðurs]stofu. Þú virðist telja stórveldinu hvað sem er heimilt. Þetta innlegg þitt segir því meira um þig en málefnin, vesali maður. Þetta eru ennfremur lögbrot, og ekkert kjaftasnakk þitt hér kemur í veg fyrir þessa málshöfðun.

Ómar Bjarki, þú kannt ekki að stuðla rétt og ættir að snúa þér að einhverju öðru, vesalings dindillinn þinn.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 23:58

33 Smámynd: Sólbjörg

Ásmundur Harðarson er Jóhanna Sigurðardóttir, athugasemdir hans, svörin og stílinn allt passar.

Sólbjörg, 25.2.2012 kl. 00:26

34 identicon

Jón Valur, ranghugmyndir þínar um ESB eru sláandi. Það er fullkomlega eðlilegt að kostnaði við aðildarferlið sé skipt á milli beggja samningaaðila.

Þannig hefur það verið lengi í ESB og varla nokkrum þótt tiltökumál nema íslenskum andsinnum sem svífast einskis í áróðri sínum.

Það er svívirða að reyna með þessum hætti að koma í veg fyrir að íslenskum kjósendum standi til boða áreiðanlegar upplýsingar frá ábyrgum aðila.

Það er reginhneyksli ef kjósendur þurfa að láta sér nægja svívirðilegan áróður til að byggja niðurstöðu sína á. 

Ef þjóðin kýs yfir sig að vera án bandamanna með ónýtan gjaldmiðil má ekki leika neinn vafi á að réttar upplýsingar séu aðgengilegar, ekki síður en áróðurinn, áður en ákvörðun er tekin.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 00:49

35 Smámynd: Elle_

´Án bandamanna´ þó við höfum allan heiminn??  ´Koma í veg fyrir að íslenskum kjósendum standi til boða´ lygaáróður hinnar svokölluðu ´Evrópu´stofu??  Síðan hvenær hefur ykkur Jóhönnuliðum verið annt um kjósendur og lýðræði???  Kannski þann 16. júlí, 09?????????????  Lýsingarnar á okkur lýsa ykkur sjálfum næstum ´TO THE T´.  SPRENGHLÆGILEGT. 

Elle_, 25.2.2012 kl. 01:07

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu í alvöru að reyna að fella rekstur 230 milljóna áróðursstofu undir einhvern "eðlilegan" "kostnað við aðildarferlið", Ásmundur?!!!

Og innantóm orð þín hér lýsa hrokagikkshætti af sjaldgæfasta tagi. Líklega þykir þér sóknin "bezta vörnin" : "Það er svívirða að reyna með þessum hætti að koma í veg fyrir að íslenskum kjósendum standi til boða áreiðanlegar upplýsingar frá ábyrgum aðila."!!! Þú ert bara að reyna að sýna, að aðrir en ég geti notað stórt orð (svívirða) í þessu sambandi, en vitandi að Evrópusambandsmenn vilja ná þessu landi, er það óskammfeilnini af þér að tala hér eins og ókrítísku bjálfi um "áreiðanlegar upplýsingar frá ábyrgum aðila" og að það sé "svívirða að reyna með þessum hætti að koma í veg fyrir að íslenskum kjósendum standi til boða" slíkar "upplýsingar". Hlægilegur beinlínis!

En þú verður ekki spurður, Ásmundur, getur bara æst þig upp heima hjá þér.

Svo er ekkert ónýtt við krónuna, hún virkar, en feig evran hentar okkur ekki.

Og ert þú arkitektinn sem ég nefndi hér á 8. tímanum í kvöld?

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 01:08

37 Smámynd: Elle_

Hann er of forhertur og hraðlyginn.  Og alls ekki viðræðuhæfur. 

Elle_, 25.2.2012 kl. 01:19

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki viðræðuhæfur það tek ég undir.  Hann hefur margsannað það á þessum vettvangi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 01:30

39 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég benti ykkur dúllunum á það fyrr í kvöld að það er vonlaust að rökræða við þá sem bulla. Því læt ég skrif Ásmundar algerlega far framhjá mér nú orðið. Gerði nokkrar tilraunir til að lesa bull hans framanaf, en hætti því fyrir nokkru síðan.

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2012 kl. 01:53

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hef reyndar gert það líka. Nenni ekki að rífast við stokka og steina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 02:13

41 Smámynd: Björn Emilsson

En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Laxness (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus <

Björn Emilsson, 25.2.2012 kl. 03:00

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En sem sagt ég er rosalega ánægtð með þessa ákæru og vona að hún hljóti góð málalok.  Hér er á ferðinni svon sannarlega landráð af verstu gerð sem taka ber á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 03:02

43 Smámynd: Sólbjörg

Það er hárrétt sem Gunnar Hreiðarsson skrifar, það á að hundsa algerlega að svara meintum Ásmundi. Það er vonlaust, eins og að kalla upp í vindinn að eiga rökræður við hann. En aftur, eruð þið viss um að Ásmundur sé ekki Jóhanna sjálf?

Sólbjörg, 25.2.2012 kl. 07:36

44 identicon

Já, ég þykist nokkuð viss um að Ásmundur og Jón Frímann séu sami einstaklingurinn. Líklega Valdimar einnig.

Tók eftir því að Ásmundur og Jón ummæltust á svipuðum tíma, með klst. hléum á milli.

Síðan eru þeir ekki bara jafn heimskir heldur líka með keimlíkan hroka í sér.

Mig grunar að Jón Frímann hafi verið orðinn nokkuð einmana í þessum áróðri sínum. Hann hélt kanski að guðspjallið sitt fengi meiri hljómgrunn ef hann liti ekki út eins og ruglaði kallinn á kassanum á torginu, sem hann vissulega er.

Ekki að það breyti miklu. Ef þeir eru ekki sami einstaklingurinn þá eru þeir andlegir síamstvíburar.

palli (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 07:39

45 identicon

Ásmundur er ekki Jóhanna. Ásmundur hefur vísað á vefsíður á ensku. Jóhanna talar ekki ensku.

Ásmundur vildi samt örugglega vera Jóhanna, enda goðið hans.

palli (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 07:42

46 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Frábært:  Þeir Loftur og Pétur þora að standa í lappirnar öfugt við þingmennina sem við sum höfum verið að ætla þessi verk. 

En eru andmælin ekki dæmigerð fyrir öfgatrúar fólk ? 

Það er svo sem ekkert merkilegt þó að menn verði öfgatrúar fyrir tvær og hálfa miljón á mánuði, fyrir verk sem ærulausir vinna best.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2012 kl. 08:18

47 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með þér Hrólfur. Sé líka æ betur að Nýtt Ísland mun aldrei rísa nema fyrir tilstilli almennings. Gerum okkur það ljóst að það er fólkið sjálft og okkar framkvæmdir sem munu koma á réttlátu og heiðarlegu samfélagi með hagvöxt byggðan á raunverulegum verðmætum.

Ef að við stöndum ekki með sjálfum okkur af hverju trúum við því áratugum saman að einhver annar geri það þó reynslan sýni hið gagnstæða Staðreyndin sýnir að ríkisstjórnin sem var kosni af fólkinu stendur ekki með almenningi, þessi stjórn vinnur gegn eigin þjóð. Það verður að gerast að við stöndum með sjálfum okkur og öðrum sem hallað er á þá opnast leiðir til sigurs þá fáum við ríkisstjórn sem mun í alvöru vinna fyrir okkur og efla atvinnusköpun.

Sólbjörg, 25.2.2012 kl. 08:39

48 identicon

Jón Valur, þú lætur alveg undir höfuð leggjast að svara gagnrýni minni. Þú reynir ekki að réttlæta ólýðræðislega viðleitni þína til að koma í veg fyrir að fólk fái nauðsynlegar upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun um ESB-aðild.

Hugmyndir þínar um ESB og aðildarumsókn Íslands eru fjarri öllu lagi. ESB er ekki að ásælast Ísland. Það er Ísland sem er að sækjast eftir aðild. Það er auðvitað ekkert að því að ESB standi sjálft fyrir kynningu á því sem það stendur fyrir. Hver ætti annar að gera það?

Það er beinlínis óhugnanlegt hvernig þér tekst að vera í algjörri afneitun gagnvart þeirri staðreynd að krónan er ónýtur gjaldmiðill.

Þegar fólk getur ekki keypt íbúð án þess að eiga það á hættu vegna gjaldmiðilsins að eigið fé upp á milljónir gufi upp og eftir standi hærri skuldir en söluverðmæti íbúðarinnar þá er ljóst að gjaldmiðillinn er ónýtur.

Þegar fyrirtæki í blómlegum rekstri eiga á hættu að fara í þrot vegna gjaldmiðilsins þá er ljóst að gjaldmiðillinn er ónýtur. Þegar tekjur minnka vegna efnahagslægðar en skuldir og gjöld hækka á sama tíma vegna gjaldmiðilsins, er stutt í gjaldþrot.

Gjaldmiðill, sem krefst gjaldeyrishafta eða verður að öðrum kosti fórnarlamb skortsölu vogunarsjóða, er ónýtur. Það verður okkur afar dýrt að þumbast við að horfast í augu við þessar staðreyndir.

Gjaldmiðill, sem getur ekki boðið upp á nothæf lán, er ónýtur. Verðtryggð og gengisbundin lán þarf ekki frekar að fjölyrða um.

Þriðji valkosturinn, óverðtryggð lán, leiðir til gjaldþrotahrinu þegar verðbólgan fer á skrið og vextir hækka því að þá mun greiðslubyrði þeirra verða flestum ofviða.

Við þessar aðstæður geta menn freistast til að lækka greiðslubyrði óverðtryggðra lána svo að raunvextir þeirra verða neikvæðir.

Það krefst hins vegargjaldeyrishafta til frambúðar og uppsagnar EES-samningsins. Grískt ástand fylgir óhjákvæmilega í kjölfarið. Gjaldþrot blasir þá við.

Krónan þarf að hafa amk tíu sinnum fjölmennari notendahóp til að eiga möguleika sem sjálfstæður gjaldmiðill. Nú er hún eins og korktappi í ólgusjó algjörlega stjórnlaus þegar mest ríður á.

Sterkur gjaldmiðill eins og evran á sér marga óvildarmenn. Það skýrir illt umtal. Evran á eftir að taka við stöðu bandaríkjadollars sem hinn leiðandi alþjóðlegi gjaldmiðill. Allar ESB-þjóðirnar munu taka hana upp nema hugsanlega Bretar.

Þetta er nokkuð ljóst vegna þess að ESB er miklu fjölmennara en BNA. Auk þess stendur dollar svo tæpt að einstök ríki í BNA eru að hugleiða að taka upp eigin gjaldmiðil.

Það eru engin rök fyrir því að hafna ESB-aðild að því tilskyldu að samningurinn verði góður sem ég efast ekki um.

Afturhaldssemi og útúrboruháttur eru einu ástæður neisinna auk vanmáttarkenndar og paranoju.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 09:28

49 identicon

Jón Ásmundur Frímann, ég held að þú sért að ruglast á okkur og einhverjum sem tekur eitthvað mark á þessum bulli í þér, og lítur ekki á þig sem vitstola einstakling.

Þú ert haldinn þráhyggju á háu stigi. Leitaðu að geðlækni og farðu í lyfjameðferð.

palli (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 11:00

50 identicon

Andsinnar hafa haft betur en aðildarsinnar í áróðursstríðinu. Ástæðan er að þeir hafa beitt óvönduðum aðferðum sem aðildarsinnar hafa ekki viljað taka þátt í.

Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að andsinnar bregðist hart við allri viðleitni til að kjósendur fái réttar upplýsingar því að þá er hætta á að þeir missi forskot sitt.

Örvæntingin sem endurspeglast í skrifum margra hér kemur því ekki á óvart. En með því að aðildarsinnar láta óvönduð meðul andsinna ekki stoppa sig gengur örvænting þeirra út í slíkar öfgar að öllum verður ljóst að maðkur er í mysunni.

Það er afar brýnt að lýðræðishallinn í umræðunni verði leiðréttur og að réttar upplýsingar verði ekki stöðvaðar á leið sinni til kjósenda. Það sætir furðu að menn reyni að beita réttarkefinu fyrir sig í svo lúalegri aðför.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 11:58

51 identicon

Æ ekki vera svona tapsár. Þú ert búinn að halda upp blekkingar-lyga-trúarofstækisáróðri, og svo missirðu þig alveg yfir að fólk vilji leita til dómstóla með framferði ESB. Við hvað ertu hræddur?

Þú ert svo mikill grenjandi smákrakki að það er ógeðslegt.

palli (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 12:32

52 Smámynd: Sólbjörg

Þá heyrir til algerra undantekninga að efni sem kemur frá ESB tengt viðræðunum sé þýtt á íslensku, segir Erna Harðardóttir, hagfræðingur í mbl. og vefsíðufrétt.

Sólbjörg, 25.2.2012 kl. 12:58

53 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já til dæmis hvar eru þessar 90.000 bls sem ekki eru umsemjanlegar frá ESB?  Þær hafa ekki verið þýddar svo ég viti til allavega liggja þær ekki á lausu fyrir þá sem vilja kynna sér málið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2012 kl. 13:01

54 Smámynd: Elle_

Sprenghlægilegt og stórmerkilegt hvað vel lýsingar reifarahöfundarins að ofan (11:58) og víðar á ´andsinnum´ og ´lýðræðishalla´ og ´örvæntingu´ lýsa honum sjálfum og skaðræðisstefnu Jóhönnu og Össurar og co.  Og ólögmætri ÍHLUTUNARSTOFU þeirra.  Vonandi tekur ríkissaksóknari kæru Lofts og Pétur fyrir.

Elle_, 25.2.2012 kl. 14:08

55 Smámynd: Elle_

- - - kæru Lofts og Péturs fyrir.

Elle_, 25.2.2012 kl. 14:10

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið hafið verið hér með miklar getgátur um það, hver hann er þessi "Ásmundur Harðarson", en ekki sýnast mér það árangursrík viðbrögð við ótrúlega grófum lygamálflutningi hans hér, þar sem þó er reynt að hafa slétta og fellda yfirborðsáferð. Þess vegna mætti þá fremur geta sér þess til, að hér hafi Eiríkur Bergmann Einarsson setið við tölvuna &#150; orðbragðið er allt annað og lymskulegra en í hinu einfalda sífellublaðri Jóns Frímanns Jónssonar, og vitaskuld kemur Jóhanna ekki nálægt neinum skrifum af þessu tagi, enda hefur hún naumast getu til þess; refurinn Össur væri þá líklegri til verka, þótt ekki sýnist mér líklegt að hann gefi sér tíma til slíkrar handavinnu.

Að Eiríkur Bergmann Einarsson, sem er bæði gamall og nýr starfsmaður á vegum Evrópusambandsins, eigi hér í hlut, sýnist mér miklu líklegra, af framsetningunni að dæma, enda var mér sagt, að hann hafi áður leikið þann leik að skrifa undir fölsku nafni og hafi þá verið að hrósa sjálfum sér og sinni fræðimennsku í þessum málum!

Aðstandendur vefsíðna hafa ýmsar reglur um það, hvort og þá hverjir megi skrifa þar athugasemdir. Öruggasta leiðin til að vera nokkurn veginn viss um, að viðkomandi sé sá, sem hann segist vera og heita, er á þessum slóðum sú leið að leyfa einungis innskráðum Moggabloggurum að skrifa athugasemdir. Nú er ég ekki að leggja til, að Vinstrivaktin fari þá leið, en sjálfsagt má kalla, að menn gangi hér úr skugga um, að innleggjarar, sem grunaðir eru um að vera flugumenn erlends stórveldis, heiti í alvöru það, sem þeir segjast heita. Ef um fölsuð nöfn er að ræða, er eðlilegt að loka á innlegg frá þeim eða tölvum þeirra.

Meintur Ásmundur Harðarson hefur enn ekki svarað spurningu minni hér eftir miðnættið: "Og ert þú arkitektinn sem ég nefndi hér á 8. tímanum í kvöld?" Er svona erfitt að svara?

Áróðurslegum andsvörum meints Á.H. hér mun ég svara við fyrsta tækifæri.

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 18:01

57 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hringdi núna rétt í þessu í nefndan Ásmund Harðarson arkitekt, og upplýsti hann mig um það, að hann ætti ekkert í þessum innleggjum, hefði ekkert verið að skrifa um Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 18:07

58 Smámynd: Elle_

Alveg væri það eftir Eiríki Bergmann að gera það sem þú varst að lýsa og kom fram að hann gerði það á öðrum vettvangi.  Hinsvegar, hví heldur þú ekki að grjótharður Brusselvinnumaðurinn ´Ásmundur´ sé maðurinn sem við Ásthildur höfum verið að benda á nokkuð lengi?:

omar.hardarson@hagstofa.is
The views set out in this paper are that of the author and should not be construed to necessarily express the position of Statistics Iceland.
Telephone +(354) 528 1000 © Hagstofa Íslands Statistics Iceland

Omar HARDARSON
Eurostat / L-2920 Luxembourg.

HARDARSON, Omar
EUROSTAT National Expert

E-mail: omar.hardarson@ec.europa.eu

Tel: +352 4301 35166

Elle_, 25.2.2012 kl. 18:15

59 Smámynd: Elle_

Vissi vel að það væri ekki maðurinn sem þú hringdir í.

Elle_, 25.2.2012 kl. 18:18

60 identicon

Jón Valur, ertu að njósna um þá sem hér skrifa? Ja hérna! Þú ert ekki í lagi. Þetta er brottrekstrarsök á mörgum ef ekki flestum umræðuvefjum.

Vinstrivaktin er ekki vettvangur fyrir persónulegar spurningar. Þetta er ekki einkamal.is. Ef menn fá ekki svör við persónulegri spurningu í fyrstu tilraun eiga þeir að láta kyrrt liggja. Annað er argasti dónaskapur. 

Ég hef fyrir reglu að svara engum persónulegum spurningum á netinu. Þess vegna staðfesti ég hvorki að ég heiti Ásmundur Harðarson né neita því. Vil þó benda á að enginn hefur sýnt fram á ég heiti ekki Ásmundur Harðarson.

Hér svara menn ekki máefnalegum spurningum þegar spurt er um rök fyrir fullyrðingum þeirra en fara svo hamförum ef ekki fæst svar við persónulegum spurningum sem eiga hér ekkert erindi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 19:34

61 Smámynd: Elle_

Nú, jæja, það var þá fágun ofanverðs að hann vildi að ég svaraði opinberlega af hverju ég væri ekki lengur skrifuð undir eftirnafni.  Líklegt??  Og opinberaði það í síðu Vinstrivaktarinnar að eg væri ekki í Íslendingabók og ekki í símaskránni og ekki heldur í Þjóðskránni. 

Persónulega hefur mér aldrei fundist það skipta nokkru einasta máli undir hvaða heitum eða nöfnum menn skrifa, nema þegar þeir eru að berjast og beita blekkingum og lygaáróðri við að selja fullveldið og landið eins og ofanverður.

Elle_, 25.2.2012 kl. 19:47

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Elle, þetta eru flóttaleg hrokagikks-"rök", sem hann setur hér fram í máli sínu, þessi Ásmundur eða Ekkiásmundur. Allt í einu eru það orðnar "njósnir" að hringja í eitt símanúmer til að spyrja einnar spurningar!

Mér sýnist þessi maður ekki í lagi eða hafa eitthvað að fela um hver hann er eða á hvers vegum hann skrifar.

Hann neitar að svara eðlilegri spurningu um það, hvort hann heitir í alvöru því nafni, sem hann skrifar hér undir, segir að það geti verið að hann heiti það og geti verið að hann heiti það ekki!!! Ef hann heitir það ekki, er hann að beita hér nafnafölsun, sem getur komið sér illa fyrir annan einstakling.

Upp höfðu komið efasemdir um þennan skríbent og hvaðan hann skrifi og eðlilegt að fylgja þeim efasemdum eftir. Nú er ljóst, að hann er EKKI sá eini maður í símaskránni, sem ber nafnið Ásmundur Harðarson, en þar (sjá hér: http://ja.is/hradleit/?q=Ásmundur%20Harðarson ) eru þó tveir menn, sem heita nafninu, en með millinafni. Er Huldu-Ásmundur kannski annar þeirra? Ef svo er, af hverju notar hann þá ekki fullt nafn hér í stað þess að beina athyglinni að þriðja manninum? Ef hann er ekki annar mannanna með millinafnið, hver er hann þá?

Flestir fullorðnir menn eru nú með skráðan síma.

Ásmundur, hvað gerir þú eða hvar áttu heima eða hvert er þitt nafnnúmer? Það er full ástæða og tími kominn til að spyrja og hreint ekki bannað að spyrja!

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 21:11

63 identicon

Þvílíkt bjálæði! Hringjandi í ókunnugt fólk og spyrja hvort það sé að blogga! Þú ert ekki í lagi í höfðinu maður! Þetta er akkúrat ástæðan fyrir að maður setur inn athugasemdir undir fornafninu einu. Maður gæti annars átt von á símtali frá öfgaklikkhausum. Þeir gætu jafnvel mætt á gluggann hjá manni með gjallarhornið, gaulandi inn á mann og hrætt börnin. Þú átt verulega bágt JVJ!

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 21:12

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áttu ekki sjálfur bágt, Páll, að þora ekki að skrifa undir nafni?

Heitirðu kannski Ekkiásmundur að millinafni?!

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 21:30

65 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er tímabært að fá það á hreint hvort ríkissaksóknari er að vinna fyrir almenning á Íslandi, eða valdaöflin í Brussel og ESB-keypta Íslands-stjóra.

Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðunni og eftirfylgninni hjá hinu svokallaða saksóknara-embætti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2012 kl. 21:37

66 identicon

Ef þú bærir þessa hegðun þína undir hundrað manns myndu yfir 90 segja þér að hún sé óeðlileg. Og auðvitað þori ég ekki að skrifa undir fullu nafni þegar ég er að skiptast á orðum við fólk sem kemur á glugga með gjallarhorn! Þó það nú væri.

Fólk hefur alls konar ástæður til að skrifa ekki undir nafni og margar hverjar eru ekkert óeðlilegar. Sumir eru í starfi eða aðstöðu sem setur málfrelsi þeirra skorður. Ég t.a.m. hef undirritað siðareglur vegna starfs míns sem mér ber að virða og pólitískar eða trúarlegar skoðanir mínar eiga þeirra vegna ekki erindi á opinberan vettvang. Ég get ekki heldur verið að básúna hvaða liði ég held með í enska boltanum. En það breytir ekki að mál- og skoðanafrelsi hef ég og ef vettvangur býður upp á nafnleynd nýti ég mér það. Það hefur ekkert með fláræði, föðurlandssvik eða villa á sér heimildir að gera. Þetta þykir fullkomlega eðlilegt víða um heim. Ég veit t.d. um barnaskólakennara á Akureyri sem hefði betur fylgt siðareglum stéttar sinnar á nákvæmlega þennan fyrr í mánuðinum.

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 21:44

67 Smámynd: Elle_

Nei, Jón, maður verður ekkert að skrifa undir fullu nafni og hef oft sagt það.  Og um það verð eg að vera sammála bæði Palla og Páli og öðrum að þeir hafi fullt leyfi til að skrifa undir fyrsta nafni eða gælunafni.  Og læt engan skikka mig til að skrifa undir fullu nafni ef eg vil það ekki.  Engin lög skylda mann. 

Hinsvegar horfir öðruvísi við um mann sem skrifar undir sjaldgæfu nafni sem gæti vísað í saklausan mann.  Og þar fyrir utan vill hann bæði koma landinu undir erlent yfirvald og líka að ICESAVE verði komið yfir okkur. 

Elle_, 25.2.2012 kl. 21:58

68 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei hef ég komið "á glugga með gjallarhorn", ikke engang i livet.

Páll þarf því ekki að óttast neitt slíkt af minni hálfu!!!

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 22:01

69 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég á ekki einu sinni gjallarhorn og hef aldrei átt !

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 22:02

70 identicon

Þannig að þér finnst skipta máli hvora skoðunina aðilinn hefur í mjög svo almennum pólitískum deilumálum Elle ?!? Því get ég ekki verið sammála. Skoðanirnar stangast ekki á við nein lög og eru langt því frá að vera einstakar eða meiðandi. Þín túlkun á ESB og IceSave sker ekki úr um hvort menn þurfa að skrifa undir nafni eður ei. Ekkert glæpsamlegt kemur hér fram og nafnið er ekki óalgengt eða óeðlilegt sem skáldanafn, ef það þá er það.

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 22:05

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er illræðisverk að reyna að svíkja land sitt undir stórveldi, Páll.

Jón Valur Jensson, 25.2.2012 kl. 22:10

72 Smámynd: Elle_

Ef ókunnur maður skrifar undir sjaldgæfu nafni um að koma landinu undir erlent vald eða lögleysu eins og ICESAVE, Páll, eða önnur alvarleg eða umdeild mál, getur hann verið að vísa ókunnum á blásaklausan mann og stofnað honum í hættu.  Og það var það sem ég meinti, úr því þú skildir mig ekki.  Vertu ekki viss um að það sé ekki glæpsamlegt.  Og í það minnsta vafasamt.  Það er ótrúleg ósvífni að skrifa eins og ruddi eða vitfirringur í nafni ´Ásmundar´ og með fullu nafni.   

Elle_, 25.2.2012 kl. 22:20

73 Smámynd: Elle_

- - - Vertu ekki viss um að það sé ekki glæpsamlegt.  Og í það minnsta vafasamt - - - skrifaði ég að ofan og meinti EU málið og ICESAVE. 

Og Páll, þú sagðist sjálfur ekki þora að skrifa undir fullu nafni.  En þessvegna ættir þú að skilja hættuna og ótrúlega ósvífnina við að nota alvöru nafn annars manns saklauss.  Og ofan á það líka sjaldgæft nafn EINS MANNS og stofna honum kannski í hættu eða valda honum persónulegum skaða. 

Elle_, 25.2.2012 kl. 22:31

74 identicon

Þetta er pólitík og pólitísk ágreiningsmál. Sú skynjun, túlkun og upplifun sem þú/þið persónulega hafið af ESB-umsókn eða IceSave-samningaferli hefur ekki úrslitavald. Sem betur fer kannski. Það eru þúsundir venjulegra Íslendinga á báðum þessum skoðunum og ófyrirleitni að gera þeim upp annarlegar hvatir. Enn meiri ófyrileitni að reyna að hringja upp fólk með aðrar pólitískar skoðanir til að angra það. Það er argasti dónaskapur og siðleysi á háu stigi. Bæði í senn takt- og hömlulaus hegðun.

Gluggaóp eru gluggaóp JVJ, með eða án gjallarhorns.

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 22:35

75 identicon

Það eru 4 Ásmundar Harðarsynir, feykinógu margir til að firra sig ábyrgð á skrifunum. Þannig að þetta er ekki EINN MAÐUR Elle.

Það er hins vegar rétt að menn eiga að fara varlega í undirritun ef þeir kjósa nafnleynd. Ég get þó ekki tekið undir að skrif Ásmundar á þessari síðu séu þess eðlis að gef nokkurt tilefni til persónulegs skaða eins né neins.

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 22:47

76 Smámynd: Elle_

- - - og ófyrirleitni að gera þeim upp annarlegar hvatir - - - segir þú, Páll.  Ekki notaði ég þau orð.  En svokallaður ´Ásmundur´ og nokkrir ykkar sem styðjið þessi ógeðfelldu mál (minn dómur, Páll) skrifið akkúrat af mikilli ófyrirleitni.  Sjálfur stimplaðir þú mig sem dæmi inn í pólitískan flokk sem ég hef aldrei kosið og þar fyrir utan er ég óháður kjósandi.  Og það fannst mér óþolandi.  Og þú segir fólki að það sé ekki í lagi.  Finnst þér það í lagi?  Getur þú dæmt það?  

Elle_, 25.2.2012 kl. 22:49

77 Smámynd: Elle_

Jú, Páll, bara EINN MAÐUR er skrifaður nákvæmlega þannig.  Og i þessu liggur of mikil hætta.  Fyrir utan það gæti það verið ólöglegt að nota FULLT NAFN annars manns.  Þú ert kannski einn um það og í það minnsta einn af fáum sem hafa skrifað að ofan sem telja ´Ásmund´ ekki skaðlegan.

Elle_, 25.2.2012 kl. 22:52

78 identicon

Vá, hræðilegt. Einhvern veginn las ég það úr málflutningi þínum fyrir alllöngu að þú værir sjálfstæðismaður. Ef það er rangt, þá það, leiðinlegt. Mér þykir það miður. Það er ekki eins og kosningasaga manns fylgi bloggfærslum. Fyrirgefðu mér þá þá yfirsjón og vinsamlegast "get over it!" Þér er ansi tamt að tönglast á þeirri rangtúlkun minni. Guði sé lof fyrir að ég sakaði þig ekki um eitthvað sem er raunverulega hræðilegt!

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 22:56

79 Smámynd: Elle_

Já, eg tala um það af því eg kæri mig ekki um að vera stimpluð inn í neinn flokk.  Fyrir mikla flokksmenn gæti það nú hafa verið ´hræðilegt´.

Elle_, 25.2.2012 kl. 23:02

80 identicon

Ég hef reyndar margtekið fram að ég er enginn einarður stuðningsmaður ESB-aðildar eða IceSave-samninga. Ég gæti allt eins hafnað ESB í þjóðaratkvæði og það er meira að segja ekkert ólíklegt að svo fari. Þannig að þú ert hér að stimpla mig inn í ákveðinn skoðanaflokk manna. Finnst þér það í lagi Elle?

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 23:03

81 Smámynd: Elle_

Nú, gerði ég það?  Nei, það væri ekki í lagi.  Skrifin þín sem ég hef lesið og ég hef oft lesið skrif eftir þig, hafa ekki sýnt neitt nema stuðning við málin og þá menn sem styðja þau.  Væri gleðilegt að sjá að þú værir ekki einarður og þá skal ég draga það til baka með gleði.

Elle_, 25.2.2012 kl. 23:16

82 identicon

En ef ég get ekki fyrirgefið það, og tönglast bara á því í tíma og ótíma? ;)

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 23:21

83 Smámynd: Elle_

Og líka hefurðu sýnt mikla andstöðu við okkur hin eins og við værum ein manneskja með eina skoðun og ofstæki. 

Elle_, 25.2.2012 kl. 23:28

84 identicon

Ég get líka upplýst þig Elle um að ég kaus reyndar bara í öðrum IceSave-kosningunum og felldi þar samninginn. þannig að nánast öll sú skoðun sem þú hefur myndað þér á mér er röng.

Ástæðan fyrir því að þér hefur fundist málflutningur minn vera pro-ESB er væntanlega sú að hlutirnir eru ekki svona einhliða, einfaldir eða svart/hvítir. Það er heilt spectrum milli svarts og hvíts. Það eru ákveðnir kostir við mögulega ESB-aðild alveg eins og það eru gallar. Mér er umhugað um að skoða efnahags- og hagstjórnarsögu landsins og sé að fullreynt er með krónu. Hún hefur verið að hrynja frá upphafi. Ég fæ laun í óverðtryggði krónu og er með húsnæðislán í verðtryggðri krónu. Þannig vill ég t.d. taka upp sterkari gjaldmiðil. Evra er í vanda núna en er samt langtum sterkari gjaldmiðill en króna. Mér finnst líka ótækt að útgerðirnar hirði 40 milljarða nettó arð af fiskveiðiauðlindinni en borgi Ríkinu skitna 2 milljarða í veiðileyfagjald. Þetta ætti auðvitað að vera nánast öfugt. Þannig að ég gagnrýni ástandið á mörgum sviðum og reyni að skoða alla möguleika. ESB eða ekki ESB, króna eða Evra. Þetta er ekki svart/hvítt eða einfalt mál. Véfréttastíllinn og einhliða áróður gerir umræðuna ómarktæka að mínu mati.

Páll (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 23:32

85 Smámynd: Elle_

OK, sætti mig við það.  En hvað með andstöðuna sem mér hefur alltaf fundist þú hafa við okkur hin sem erum andvíg málunum 2?  Nú er ég bara að gá, Páll, engin leiðindi.  Og orð eins og ´ofstæki´ hafa farið á milli manna?  Persónulega kenni ég óstjórninni um að hafa skipt landsmönnum í fylkingar vegna málanna.

Elle_, 25.2.2012 kl. 23:38

86 Smámynd: Elle_

Var ekki búin að lesa þitt síðasta comment þegar eg skrifaði mitt að ofan.

Elle_, 25.2.2012 kl. 23:39

87 identicon

Hvers vegna verður Jón Valur að vita hver ég er? Hvað hefur hann hugsað sér að gera ef hann kemst að því? Greinilega eitthvað róttækt.

Þeir sem taka þátt í umræðum á netinu verða að hafa vit á skilja á milli netheima og raunheima. Það er alvarleg brenglun að reyna með símtölum að hafa upp á viðmælanda sem maður er ósáttur við á netinu.

Ég vara Jón Val við að reyna frekar að hafa upp á mér. Ef ég verð þess var, hika ég ekki við að kæra hann til lögreglu fyrir brot á friðhelgi einkalífs míns.     

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 23:42

88 identicon

Að segja það að mæla með ESB-aðild sé illræðisverk sem felur í sér að svíkja land til stórveldis er að mínu mati ekkert annað en alvarlegt tilfelli af paranoju.

Eru öll tuttugu og sjö ríki ESB undir þessa sök seld? ESB er samband ríkja með samstarf um efnahagsmál. Það er alvarleg paranoja að líta á Ísland í ESB eitt og sér með öll hin ríkin sem eitthvert skelflegt skrímsli á móti sér.

Það er vanmáttarkennd fyrir hönd Íslands að telja við munum ekki hafa nein áhrif í ESB. 

Jón Valur ásakar mig um lygar en getur þess ekki í hverju lygarnar eru fólgnar væntanlega svo að ekki komist upp að enginn fótur er fyrir þessum ásökunum.

Jón Valur hefur hins vegar gerst sekur um alvarlegar lygar. Ef hef forðast skrif hans en man eftir fyrirsögn á bloggi eftir hann þar sem hann fullyrti að þegar væru fallnar á ríkið 100 milljarðar í óafturkræfa vexti vegna Icesave-samnings Buchheit ef hann hefði verið samþykktur.

Þetta er fjarri öllu lagi. Á gjaldaga í fyrra voru áfallnir vextir frá upphafi rúmlega 20 milljarðar en af þeim lentu aðeins fáeinir milljarðar á ríkinu vegna þess að innistæða í Tryggingarsjóðnum nægði að mestu.

Vextir eru að meðaltali um 3% á ári. Lágmarkstryggingin sem samið var um er 600+ milljarðar. Það þýðir að á gjalddaga á þessu ári bætast við innan við 20 milljarðar í vexti. Vextir á kostnað ríkisins væru því samtals frá upphafi nálægt 25 miljörðum á gjalddaga í ár ef upphæðin væri enn óskert. Nú er hins vegar búið að greiða um 1/3 af höfuðstólnum.

Blogg Jóns Vals er frá því í haust. Samtals áfallnir vextir skv Buchheit samningnum voru þá um eða innan við 20 milljarðar ef hann hefði verið samþykktur en ekki 100 milljarðar.

Menn ættu að taka orð Jón vals með mikilli varúð. Maður sem hefur orðið uppvís að slíkum ósannindum er ekki treystandi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 00:46

89 identicon

Flott hjá þér að ætla að kæra Jón Val, ef hann reynir að finna þig. Bara ein spurning, myndir þú kæra undir upplogna nafninu Ásmundur Harðarson, eða þínu rétta nafni?

Mig grunar að viðbrögð lögreglu við kæru, fari svolítið eftir því.

Sennilegast myndi nú lögreglan segja þér undir rétta nafninu, að Jón Valur hafi fullt leyfi til að finna þig út. En hún myndi sennilega spyrja þig spjörunum úr, ef þú ætlar að leggja fram kæru undir lognu nafni.

P.s.

Þýðir lítið að ætla að gera sig að fórnarlambi, til að afvegaleiða umræðuna. Það er eitt að skrifa undir dulnefni, eða fornafni eins og ég, annað að ljúga upp lygaskoðunum á saklaust fólk.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 01:01

90 Smámynd: Elle_

Innistæða í tryggingasjóði tryggir enga vexti af neinu ICESAVE.  Og 100 milljarðarnir voru ekki fjarri lagi.

Elle_, 26.2.2012 kl. 01:02

91 Smámynd: Elle_

Og þó Jón sé voða vondur er hann ekki einn um að hafa sakað ´Ásmund´ um lygar.

Elle_, 26.2.2012 kl. 01:11

92 identicon

Síðuhöfundar hljóta að vera afar sáttir við þetta framferði Jóns Vals.

Svona var þetta í A-Þýskalandi og allri A-Evrópu undir kommúnismanum.

Ef menn tjáðu sig opinberlega, án þess að menn vissu nafn þeirra, þá voru þeir hundeltir af STASI.

Svo var fjölskyldu þeirra einnig blandað inni í umræðuna þrátt fyrir að vera saklaus.

Jón Valur væri fínn hershöfðingi hjá STASI eða Securitate.

Bónusinn væri ef Ásmundur væri "gyðingasleikja" sem vill banna lestur Passíusálmanna. Þá fengi Jón Valur orðu og stöðuhækkun.

HannesHG (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 06:38

93 identicon

Gaman að sjá þig undir nýju nafni, Lyga-Mundi. HannesHG er ekkert verra en hvað annað.

Jón Valur er náttúrulega með hroðalegar skoðanir þegar kemur að trúmálum, en með höfuðið og hjartað á réttum stað í ESB málum. Og nokkuð skeleggur maður, sem hafði það af að fletta ofan af þér.

Þýðir lítið að vola og vonast eftir samúð, eftir að hafa misnotað nafn annars manns. Þetta eru bara mistök sem þú þarft að gjalda fyrir. Hefðir betur haldið þig við nafnið Páll, eða Hilmar, ef út í það er farið. Þá hefðir þú bara komið skoðunum þínum á framfæri undir órekjanlegu nafni.

Annars skora ég á þig að kæra Jón Val, fyrir að leita að þér. Örugg leið til þess að draga þig út úr þínu ESB skúmaskoti, þaðan sem þú dælir lyga-áróðrinum, Lyga-Mundi.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 08:17

94 identicon

Hilmar, þú sem varst að hrósa sjálfum þér fyrir greind hér nýlega virðist þegar allt kemur til alls vera greindarskertur.

Reyndar benti ég þá á að þeir sem hrósa sjálfum sér fyrir greind hafa yfirleitt af litlu að státa í þeim efnum. Nú er það komið á daginn.

Hvorki Jón Valur né nokkur annar hefur sýnt fram á ég komi ekki hér fram undir réttu nafni.

Og það er aldeilis hreint kostulegt að álykta að þeir sem gagnrýna Jón Val fyrir hans sjúklegu hegðun séu ég. Það lýsir mikilli örvæntingu.

Afstaða Jóns Vals til ESB og friðhelgisbrot hans eru algjörlega í takt við "hroðalegar skoðanir hans í trúmálum". Hvorutveggja byggist á trúarofstæki. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 09:34

95 identicon

gott hja ter Hilmar

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 09:44

96 identicon

Nei sko, Lyga-Mudni, þú hefur þá líka logið því, að þú ætlaðir ekki að ræða meira við mig. Þú bara virðist ekki geta hætt að ljúga.

Ekki ertu búinn að gleyma, þú sleist öllum samskiptum við mig, þegar ég reyndi að spyrja þig út í orð Jack Straw, hins virta Jack Straw, Jack Straw, fyrrum burðarásar bresku ríkisstjórnarinnar, Jack Straw, fyrrum utanríkisráðaherra, Jack Straw, sannfærðs ESB sinna, sem sagði að ESB væri ólýðræðislegt.

Einu svörin voru á þá leið, að þér finndist skrýtið að ég legði meiri trúnað á orð Jack Straw, en þín.

Ertu enn á þeirri skoðun Lyga-Mundi? Gerir þú enn kröfu um að teljast jafn trúverðugur og Jack Straw, svona rétt þegar búið er að fletta ofan af þér?

Sennilega ekki rétt af mér að svara fyrir Jón Val, hann er fullfær um það sjálfur, en vil þó segja, að þetta ámátlega fórnarlambsvæl þitt, gerir þig enn hlægilegri en áður, og breytir sennilega vorkun á þér, í fyrirlitningu.

Lyga-Mundum á spena mútúsjóðs ESB fer illa að leika fórnarlömb.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 11:06

97 identicon

Ertu kominn í hópinn sem vegna rökþrots kallar allt lygi sem ekki fellur að trúarbrögðunum?

Það er mikill munur á því að draga sig í hlé frá ákveðinni umræðu og að hætta alfarið að tala við viðmælandann. Áttu í erfiðleikum með lesskilninginn?

Og ekki ætla ég að taka þá umræðu upp aftur enda virtistu ekki botna neitt í svörunum eins og þessi athugasemd þín er frekari staðfesting á.

Reyndar var ég ekkert að tala við þig frekar en aðra  í síðustu athugasemd minni heldur aðeins að leiðrétta þann misskilning að Jón Valur hafi sýnt fram á að ég komi ekki fram undir réttu nafni.

Auk þess benti ég á þá örvæntingu sem felst í að telja alla "trúleysingjana" vera mig.

Sama örvænting einkennir reyndar þetta svar þitt. Reyndu að slappa af.

Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 11:51

98 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er búið að eyðileggja þessa þörfu og ágætu umræðu með röfli um hver sé hvað. 

´´Eg lýsi því hér með yfir að ég er afskaplega ánægð með þessa ákæru og ætla mér að fylgjast spennt með hvað verður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 12:47

99 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef leitt það í ljós að "Ásmundur Harðarson" er ekki sá eini skráði í símaskrá með því nafni einu sér.

Svo leiddu Sigurður stærðfræðngur í InDefence-hópnum og Sigurður Már Jónsson blaðamaður, höfundur Icesave-bókarinnar, sem út kom fyrir jól, það í ljós, að vaxtakostnaður vegna Svavarssamningsins til 1. okt. 2011 væri orðinn 110 milljarðar og að við hann héldi áfram að bætast í hverjum mánuði, þar til búið yrði að gera upp þrotabúið. Þessir vextir væru óendurkræfir, af því að vextir eru ekki meðal forgangskrafna í þrotabú Landsbankans &#150; og eins og Elle ritaði hér: "Innistæða í tryggingasjóði tryggir enga vexti af neinu ICESAVE." Um þessa 110 milljarða, sem orðnir eru yfir 120 milljarða, hef ég skrifað síðan í haust og margminnt á þetta.

Buchheit-samkomulagið, sem hafnað var í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni, væri hins vegar búið að kosta okkur um 50 milljarða króna í vexti.

Jón Valur Jensson, 26.2.2012 kl. 14:22

100 Smámynd: Jón Valur Jensson

&#150; og allt greitt í erlendum gjaldeyri, sem við eigum heldur lítið af!

Hliðarafleiðing hefði verið nokkur gengislækkun, verðbólguáhrif sem næmu um 2/5 þeirrar gengislækkunarprósentu og síðan aukinn kostnaður heimila og fyrirtækja vegna verðtryggðra lána.

Jón Valur Jensson, 26.2.2012 kl. 15:15

101 Smámynd: Jón Valur Jensson

&#150; og allt í boði Steingríms, Össurar, Björns Vals og Jóhönnu!

Jón Valur Jensson, 26.2.2012 kl. 15:19

102 identicon

rett hja ter Ásthildur studningsmenn ESB kunna bara ekki ad sega satt

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 21:19

103 Smámynd: Elle_

Maður verður að mínum dómi að vera ansi bláeygður eða fáfróður um hvað Brussel ætlar sér að halda að málið sé ekki svart og hvítt.  Forherðing Brussel er að ná landi okkar inn undir þeirra yfirstjórn og yfirráðum yfir norðurslóðum. 

Einu sinni vissi ég það ekki en eftir að hafa skoðað allar hliðar er enginn vafi.  Málið verður enn svart/hvítara með Lyga-Munda/Ómar Harðarson + nokkra enn á sveimi í öllum skúmaskotum í hörkuvinnu fyrir Stefan Fule og Jóhönnuflokkinn gegn fullveldinu fyrir verðandi evrópska stórríkið. 

Og sammála Helga en Ásthildur, mér finnst ekkert að við ættum að sleppa Lyga-Munda í þessum pistli frekar en öðrum þó það sé leiðinlegt að skemma andann af kæru Lofts og Péturs. 

Elle_, 26.2.2012 kl. 23:27

104 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já rétt hjá þér Elle mín, í hvert skipti sem hann opnar munninn þá .......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 23:44

105 Smámynd: Elle_

A-HA.

Elle_, 26.2.2012 kl. 23:49

106 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásmundur eða Gervi-Ásmundur ásakaði mig fyrir "alvarlegar lygar", en kom einungis með eitt mál til sönnunar því &#150; mál sem ég hef leiðrétt hans sjálfan um með innleggi mínu á þessum nýliðna sunnudegi kl. 14:22. Ég þarf ekki að hafa stór orð um þetta, því að þessi framkoma hans dæmir sjálfan hann.

Svo skrifar hann:

"Að segja það að mæla með ESB-aðild sé illræðisverk sem felur í sér að svíkja land til stórveldis er að mínu mati ekkert annað en alvarlegt tilfelli af paranoju. &#150; Eru öll tuttugu og sjö ríki ESB undir þessa sök seld? ESB er samband ríkja með samstarf um efnahagsmál. Það er alvarleg paranoja að líta á Ísland í ESB eitt og sér með öll hin ríkin sem eitthvert skelflegt skrímsli á móti sér. &#150; Það er vanmáttarkennd fyrir hönd Íslands að telja við munum ekki hafa nein áhrif í ESB."

Paranoja er veiki (ofsóknarbrjálæði, sem sumir kalla því undarlega heiti &#39;væniskýki&#39;), en ég er alveg laus við að vera veikur. Það er enginn sómi að því í rökræðu að láta eins og mótherjinn sé geðveikur!

Inntaka (accesion) Íslands inn í Evrópusambandið fæli í sér meira en bara takmarkað framsal á svolitlu af fullveldisréttindum okkar. Það verður að taka enn dýpra í árinni og skilgreina það sem fullveldisAFSAL í megin-grunnatriðum stjórnskipunar okkar, löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds.

1) Fiskimiðin kæmust undir beina stjórn Brussel-valdsins. Orkuauðlindirnar fengi Evrópusambandið nokkuð auðvelda leið til að stýra þeim og stjórna samkvæmt opnum valdheimildum 192. og 194. gr. Lissabonsáttmálans. Það yrði trúlega gert gagnvart m.a. olíuauðlindum, þó ekki fyrr en eftir inntöku Noregs í Esb. eða eftir að ljóst verði, að Noregur fari hreint ekki þangað inn (og nú er gríðarlegur meirihluti Norðmanna andvígur slíkri inntöku landsins í Esb.).

2) Æðsta dómsvald yfir okkur yrði Esb-dómstóllinn. Þar sem landslög rækjust á Esb-lög (og um, hvort svo verði, mun Esb. aðildarsáttmálanum (sem menn kalla hér "aðildarsamning") áskilja sér túlkunarvaldið), þar yrðu Esb-lög allsráðandi í öllum dómum, en okkar lög óvirk eða ógilt. Þorir Ásmundur að andmæla þessu?

3) Æðsta löggjafarvaldið yrði hjá Esb-þinginu í Strassborg og Brussel og ráðherraráðinu í Brussel; það síðarnefnda hefur meira vald. Þar fengjum við 0,06% atkvæðavægi frá 1.11. 2014. Kallar "Ásmundur" það að "hafa áhrif í ESB"? Lög frá Brussel og Strassborg yrðu virk lög hér samstundis og þau væru samþykkt þar úti og áður en eitt einasta bréfsnifsi af þeim væri komið hingað til lands &#150; ólíkt lögum sem kóngleg majestet á einveldisárunum setti landinu, því að þau varð fyrst að prómúlgera (kynna, auglýsa) hér á landi á Alþingi við Öxará til þess að þau teldust hér gild og þá frá þeim tíma. Sér jafnvel þessi "Ásmundur" ekki aumlega undirlægjustöðu Alþingis og þjóðarinnar undir Esb-löggjafarvaldið í þessu?

PS. "HannesHG" (26.2. kl. 06:38), innlegg þitt er of ómerkilegt til að vera svaravert.

Jón Valur Jensson, 27.2.2012 kl. 02:10

107 Smámynd: Jón Valur Jensson

... &#39;vænisýki&#39; ... átti að standa þarna.

Jón Valur Jensson, 27.2.2012 kl. 02:11

108 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti líka að standa, undir 2. lið:

(og um, hvort svo verði, mun Esb. samkvæmt aðildarsáttmálanum (sem menn kalla hér "aðildarsamning") áskilja sér túlkunarvaldið)

Jón Valur Jensson, 27.2.2012 kl. 02:16

109 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lagað enn meira:

Þarna átti líka að standa, undir 2. lið:

(og um, hvort svo verði, mun Esb. samkvæmt inntökusáttmálanum (sem menn kalla hér "aðildarsamning") áskilja sér túlkunarvaldið)

Jón Valur Jensson, 27.2.2012 kl. 02:19

110 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég ráðlegg fólki að hlusta sjálft á fulltrúa ESB sem eru kosnir af fólkinu og segja að ESB er sú alvarlegasta árás á lýðræði í Evrópu sem hefur átt sér stað hingað til. Rök Ásmundar Harðarsonar eru barnaleg og hættuleg. Það stemmir ekkert sem hann segir við það sem fulltrúar segja sjálfir á ESB þinginu.

http://www.youtube.com/watch?v=muw0DGI_DIs

Óskar Arnórsson, 27.2.2012 kl. 04:32

111 identicon

Þetta er ekki flókið. Evrópustofa = EU Info Centre er sú tegund upplýsingastofu sem ESB opnar í umsóknarlöndum! Skoðaðu á http://ec.europa.eu/ eða gúglaðu! Hér á landi eru einnig http://www.ru.is/eui, http://lme.is/ með öllu sínu, http://www.euf.is/euf/forsida/, http://www.een.is/. http://www.vinnumalastofnun.is/eydublod/atvinnuleit-i-odru-adildarriki/ ... viltu meira?

Þóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 09:42

112 Smámynd: Elle_

Engu máli skiptir hvað er opnað í öðrum löndum.  Gerir hina svokölluðu ´Evrópu´stofu ekki minni íhlutunarstofu.  Fólk í öðrum löndum er líka andvígt íhlutuninni, lýðræðishallanum og yfirganginum. 

Elle_, 27.2.2012 kl. 11:01

113 identicon

Það er paranoja að sjá skrattann í hverju horni. En sá möguleiki er einnig fyrir hendi að menn séu að blekkja eða að þeir hafi verið blekktir

Andsinnar eru því ekki endilega sjúkir þegar þeir tala um ESB-aðild sem illræðisverk sem felur í sér að svíkja land til stórveldis. Þetta getur verið ómerkilegur áróður í blekkingarskyni.

Þetta er auðvelt að sannreyna með því að kynna sér reynslu ESB-ríkja sem auðvitað er allt önnur.

Dæmi um afneitun og forherðingu andsinna er bullið um fullveldismissinn. Það hefur verið hrakið af norskri sérfræðinganefnd. Sú staðreynd hefur engin áhrif á andsinna enda voru þetta þeirra helstu rök ef ekki einu rök. 

Fulltrúar ESB sem hingað hafa komið hafa mælt með inngöngu í ESB. Nægir að nefna Jo Borg, fyrrverandi sjávarútvegsstjóra ESB, og Evu Joly. Þau hafa hrakið öll helstu "rök" andsinna.

Þegar Buchheit-samningurinn lá fyrir talað samninganefnfdin eða yfirvöld um að innistæðan í tryggingasjóðnum myndi ganga upp í fystu greiðslu vaxta.

Ég hef ekki heyrt því mótmælt fyrr en hér. Aftur á móti var alltaf talað um að tryggingarsjóðurinn fengi ekki greidda vexti úr þrotabúi Landsbankans. Ég held því að verið sé að rugla saman ólíkum hlutum.

Það er auðvitað gróf blekking að setja í fyrirsögn vaxtagreiðslur vegna samnings sem er löngu úr gildi fallinn sérstsaklega þegar miklu hagstæðari samningur liggur fyrir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 11:10

114 identicon

  Lyga  Lyga Lyga  Lyga  Lyga-Mudni

Hekgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband