Fjármagn til hernaðarumsvifa á vegum ESB dulbúið sem rannsóknarstyrkir

Evrópusambandið virðist geta falið flest sem ,,rannsóknarstyrki" meðal annars útgjöld til hermála. Um þetta fjallar umhverfisverndarsinninn Stephen Garder í áhugaverðri grein sinni á EUobserver blogginu þann 17. febrúar síðastliðinn. Hann dregur í grein sinni fram nokkuð vafasamar staðreyndir um það hvernig ESB beinir fjármagni sem ætlað er til rannsókna til hernaðarumsvifa. Meðal þessara dulbúnu hernaðarverkefna eru framlög til TALOS (Transportable autonomus patrol for land border surveillance) þar sem verið er að þróa ómönnuð hernaðartæki, njósnavélar og fjarstýrða smáskriðdreka sem geta borið vopn. Tæki af þessu tagi hafa þegar verið þróuð hjá samstarfsfyrirtæki TALOS, Israel Aeropspace Industries (IAI) og notuð í árásarferðum á Vesturbakkanum og Gaza.

Þeir sem vilja lesa meira um málið ættu að skoða grein Stephen í heild hér:

http://blogs.euobserver.com/gardner/2012/02/17/military-spending-dressed-up-as-research/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband