Samningsrétturinn sem hyrfi við ESB aðild tryggir okkur tugi milljarða
17.2.2012 | 11:31
Enn hafa Íslendingar lögsögu yfir fiskimiðunum og enn hafa þeir samningsréttinn. Hvort tveggja hyrfi við ESB aðild. Fyrir fáum árum áttum við ekki að veiða neinn makríl að kröfu ESB. Makríldeilan er í rauninni sýnikennsla ESB í mikilvægi þess fyrir okkur að standa utan við ESB.
Sú skýring er á samviskulausri óbilgirni forystumanna ESB gagnvart Íslendingum og Færeyingum í makríldeilunni að ESB fylgir í blindni sinni gömlu reglu um að veiðiréttur skuli byggjast á veiðireynslu. Makríllinn gekk ekki norður á Íslandsmið áður fyrr í því magni að hann væri veiðanlegur. En með hlýnun sjávar hefur hann fyllt hér flóa og firði undanfarin ár í gífurlegu magni. Um leið og Íslendingar fóru að veiða hann sögðu leiðtogar ESB: Þið veidduð aldrei þennan fisk áður og eigið því engan rétt á að veiða hann." En að sjálfsögðu gátu þeir ekki komið í veg fyrir veiðar okkar í íslenskri lögsögu vegna þess að við stóðum utan ESB.
Í þessu máli hafa íslensk stjórnvöld neyðst til að beita fyllstu hörku gegn óbilgirni ESB. Norskir útvegsmenn hafa jafnframt verið þakklátir ESB fyrir að reyna að útiloka Íslendinga og Færeyinga frá veiðunum og hafa því knúið stjórnvöld sín til að elta ESB í þessu máli. Lengi vel var Íslendingum jafnvel meinað að mæta á fundum þar sem rætt var um makrílveiðar í Norðurhöfum.
Nú hefur ESB breytt um stefnu og býður nú Íslendingum 7% af heildarafla. Á þessu ári veiða íslenskir sjómenn samkvæmt aflakvóta sem Jón Bjarnason gaf út rétt áður en hann var rekinn úr embætti og nemur hann 145.000 tonnum á þessu ári eða 17% af aflakvóta strandríkja sem veiða makríl. Að sjálfsögðu höfnuðu íslensk stjórnvöld þessu tilboði ESB en buðu í staðinn að öll strandríkin drægju hlutfallslega jafnt úr veiðum sínum að því marki að heildarveiðin yrði í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Því var neitað og þar með lauk samningafundinum.
Pat the Cope Gallagher, þingmaður á þingi ESB, hótaði því í gær fyrir hönd sjávarútvegsnefndar þingsins að Íslendingar og Færeyingar yrðu beittir refsiaðgerðum af hálfu ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur undirbúið að óheimilt verði að landa afla í höfnum ESB úr deilistofnum svo sem makríl sem ekki gilda samningar um. Gallagher vill ganga lengra og láta aðgerðirnar ná til alls afla og sjávarafurða almennt. Hvort tveggja væri þó kolólöglegt miðað við gildandi alþjóðlega samninga.
Makríldeilan snýst um tugi milljarða króna fyrir þjóðarbúið og er í rauninni endurtekning á nákvæmlega sams konar deilum sem við höfum átt við nálægar þjóðir um loðnu og kolmunna. Í hvert einasta sinn hefur það verið samningsréttur okkar sem úrslitum réði um að ekki hefur tekist að stöðva veiðar á stofnum sem ganga í auknum mæli inn í lögsögu okkar. Samningsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn Íslendinga í viðskiptum við önnur ríki og hann hverfur ef við göngum inn í ESB. - RASegir tilgangslaust að ræða við Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei já, þurfum við ekki inn í ESB til að hafa 0,8% áhrif á þessar ákvarðanir?
..og "ná tilbaka fullveldi vegna EES-samningsins"?
(Er þessi ótrúlegi áróður merki um heimsku þeirra sem halda honum fram, eða merki um hvað þeir haldi að almenningur sé heimskur?)
palli (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 12:19
Framferði LÍÚ klíkunnar og þjóðrembingsdólga þýðir það að Ísland stórkaðast fjárhagslega sem og atgerfislega. það er hvergi litið vel á eitthvert öfgagengi sem rústar sameiginlegum stofnum sjávar. Hvergi nokkursstaðar í siðmenntuðum heimi er litið vel á slíkt.
Nú, þar fyrir utan fellur þetta ofstopa og skammarlega framferði LÍú bara niður í botnlaust þjóðrembingsholræsið þegar þeir verða búnir að rústa makrílnum. þið veiðið ekki mikið þá. Makrílrúst = Engin veiði. LÍÚ-Vesalingar og þjóðrembingsdólgar ásamt almennum fábjánum verða þá að finna sér eitthvað annað skemdarverk.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2012 kl. 17:20
Góð og þörf grein hjá ykkur, hér á Vinstri vaktinni, til þess að greina þjóðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar og í þessu tilfelli augljósa og réttilega íslenska sjávarútvegs hagsmuni.
En kemur þá ekki hér að ofan enn einn yfirhlaðinn ESB ráðstjórnar rembingurinn og ítrekað hreint og beint þjóðar hatur á íslensku þjóðinni og grundvallar hagsmunum hennar frá þessum mesta og versta endemis ESB aftanossa sem heitir Ómar Bjarki Kristjánsson.
Áður en hann fullyrðir um meint "íslensk öfgagengi sem hér hafi rústað sameiginlegum fisistofnum sjávar" þá ætti hann fyrst að kynna sér hvernig sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB hefur með rányrkju og óstjórn rústað meira en helmingnum af fiskstofnum innan lögsögu ESB ríkjanna. Sjávarútvegsstefna ESB er rjúkandi rúsir og löngu gjaldþrota og það viðurkenna meira að segja æðstu Commíserar þeirrar valdaelítu.
Ef eitthvað er þá má helst til gagnrýna íslenska fiskveiðistjórnun fyrir of mikla friðun og að fara allt of varlega í nýtingu fisistofnanna.
Enda segjast nú æðstu Commíserar ESB í sjávarútvegsmálum, sem eru með allt niður um sig, að þeir ætli nú sérstaklega að horfa til Íslands um hvernig haga eigi ábyrgri nýtingu fiskveiðistofnanna sem eru flestir rjúkandi rústir eftir áratuga ofstjórn og óstjórn þeirra eigin handónýtu og gjaldþrota stjórnsýslu.
Það er eins gott að þjóðin eigi þjóðhollari og skynsamari menn en þennan öfgafulla þjóðar ESB- uppskafning Ómar Bjarka Kristjánsson til þess að gæta vandlega að raunverulegum og sjálfssögðum hagsmunum Íslensku þjóðarinnar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 17:56
Dapurlegur Brusselrembingur og Íslandshatur alltaf hreint í hinum rakalausa Ómari Kristjánssyni. Hví í veröldinni er maðurinn ekki löngu farinn úr landinu svo við getum verið í friði fyrir honum????? Og hann síendurtekur rembingsorðin þó hann hafi ekkert vit á hvað hann skrifar. Fæst okkar eru nokkuð tengd LÍÚ og fæst okkar erum með nokkurn þjóðrembing. Við kærum okkur bara ekkert um dýrðina ykkar.
Elle_, 18.2.2012 kl. 00:38
Nú þegar norsk sérfræðinganefnd er endanlega búin er að hrekja kenninguna um að fullveldisafsal fylgi ESB-aðild og þegar eignatilfærslurnar sem fylgja krónunni eru enn að hrella okkur 3-4 árum eftir hrun er makríldeilan nú eina hálmstrá andsinna.
Framganga stjórnvalda í makríldeilunni er skv fyrirmælum útgerðarmanna en eins og kunnugt er var Jón Bjarnason auðsveipur skósveinn þeirra. Það kom meðal annars kom fram í að hann leitaði til þeirra við gerð nýs frumvarps um skipan fiskveiðimála.
Þessi framganga útgerðarmanna er algjörlega í takt við framkomu þeirra við þjóðina. Útgerðamenn hafa beitt ofbeldi til að koma í veg fyrir að þjóðin fái arð af eign sinni.
Jóni Bjarnasyni var í lofa lagið að innheimta 9 milljarða af aflaverðmæti makríls á síðasta ári en lúffaði fyrir útgerðarmönnum sem komust upp með að hrifsa til sín allan arðinn.
Að ná auðlindinni frá útgerðarmönnum er miklu meira hagsmunamál Íslendinga en allar fiskveiðideilur við útlendinga.
Sjóræningjaleiðin er ekki leið siðaðra þjóða og getur aldrei borgað sig vegna þeirra afleiðinga sem hún leiðir til.
Vísindaleg rök er besta aðferðin til sanngjarnrar skiptingar aflans. Með því að bera saman stærð veiðisvæða, þéttleika stofnsins á hverju svæði, hve lengi hann er veiðanlegur á ári á hverjum stað osfrv er hægt að fara nærri um sanngjarna skiptingu.
Fullyrðingar um að í ESB hefðu Íslendingar þurft að sættast á 3% makrílaflans eru algjörlega fráleitar. Í ESB geta allar ESB-þjóðir talað sínu máli. Stærð þeirra skiptir engu í því sambandi. Ef rökin eru fyrir hendi er hlustað og reglum breytt.
Dæmi um þetta er þegar Breta kvörtuðu undan því að Spánverjar væru að kaupa bresk útgerðarfyrirtæki og sigla með aflann til Spánar. Þá var reglum breytt þannig að krafist var efnahagslegra tengsla við landið. Eftir það hefur kvótahopp ekki verið teljandi vandamál.
Auk þess erum við í aðstöðu til að tryggja okkar hagsmuni í makríldeilunni í aðildarsamningum. Sérstefnur gilda um mismunandi fiskveiðisvæði eins og lesa má um í bók Auðuns Arnórssonar Úti eða Inni.....:
..."Sameiginlega fiskveiðistefnan skiptist upp í nokkra hluta eftir því hvaða mið er um að ræða. Þannig má segja að sérstefna gildi um veiðar í Miðjarðarhafi, önnur um veiðar í Atlantshafi undan vesturströnd meginlandsins, sú þriðja um um veiðar í lögsögu Írlands, sú fjórða um veiðar úr Norðursjó, og jafnvel sú fimmta um veiðar við Hjaltlandseyjar og sjötta um veiðar umhverfis Azoreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Guadelupe, Réunion og slík fjarlæg eylönd sem tilheyra ESB."...
Fullyrðingar um áhrifaleysi okkar í ESB eftir aðild lýsa ótrúlegri vanmáttarkennd í ljósi þess hvernig ESB er byggt upp.
Áhrif okkar fara eftir því hve hæft fólk við sendum til starfa. Það er engin skortur á hæfu fólki á Íslandi. Spurningin er frekar hvort við berum gæfu til að senda það.
Samningamenn ESB hafa haft á orði að í íslensku samninganefndinni hafi verið toppmenn í bland við miður hæfa fulltrúa. Ég býst við að þeir síðar nefndu séu fulltrúar Jóns Bjarnasonar. Ef þeim er haldið frá störfum í ESB er ekkert að óttast.
Í ESB er einkum fjallað um sameiginlega hagsmuni þjóðanna auk þess sem tekið er tillit til sérstakra aðstæðna hverrar þjóðir. ESB er hins vegar sem betur fer engin vettvangur fyrir yfirgang. Þar er ekki hlustað á þjóðir sem reyna með yfirgangi að ná sér í stærri hluta sameiginlegrar köku en þeim ber.
Eignarrétturinn yfir eigin auðlindum er hins vegar virtur.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 10:16
Það er nú beggja blands hvernig eignarréttur þjóða yfir eigin auðlindum eru virtar.
Sjávarauðlindir fara í sameiginlegan ESB pott.
Auðlindir í jörðu, svo sem járn, og olía á hafsbotni, fá aðildarþjóðir að halda.
Það er augljóst hvaðan sú stefna er komin ef litið er til stofnþjóða EU og ESB.
Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 11:03
Kolbrún, þetta er rangt hjá þér.
Íslendingar munu einir sitja að veiðum í íslenskri fiksveiðilögsögu vegna þess að veiðireynsla ræður aflaheimildum. Þar eru aðallega staðbundnir stofnar sem engir aðrir en við munum veiða nema með okkar leyfi.
Úr bók Auðuns Arnórssonar:
..."Þessi regla útilokar til að mynda að útgerðir frá öðrum löndum en Íslandi fengju kvóta, þar sem eingöngu íslenskar útgerðir hafa þar veiðireynslu síðustu áratugina. Þetta atriði eitt og sér útilokar því að lögsagan fyllist af portúgölskum og spænskum togurum við inngöngu í ESB, eins og sumir hafa haldið fram.".....
Hefurðu látið blekkjast af áróðri andsinna?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 11:21
Enn og aftur opinberar Ásmundur eigin veruleikafirringu.
Hin svokallaða norska sérfræðinefnd, sem kallar svart hvítt og álíka rugl, er skipuð af Eiríki Bergmann og öðrum fábjánum. Ef Eiríkur Bergmann myndi segja við Ásmund að það væri hollt að borða blásýru, þá fengjum við frið fyrir honum. Það þyrfti ekki meira.
Ásmundur vill ganga í ESB út af vondu LÍÚ mönnunum... en samt er ESB að hugleiða að taka upp íslenskt kvótakerfi. Hvernig fer það saman?
Og ekki þurfum við ESB aðild til að breyta kvótakerfinu, eitthvað sem ESB samspillingin lofaði að gera en hefur auvitað ekki gert, því ESB hefur áhuga á þessu kerfi.
"Fullyrðingar um áhrifaleysi okkar í ESB eftir aðild lýsa ótrúlegri vanmáttarkennd í ljósi þess hvernig ESB er byggt upp.
Áhrif okkar fara eftir því hve hæft fólk við sendum til starfa. Það er engin skortur á hæfu fólki á Íslandi. Spurningin er frekar hvort við berum gæfu til að senda það."
Þvílík veruleikafirring!!! Maðurinn er vitstola!! Er furða að maður gruni að hann gangi ekki heill til skógar??
Við getum kanski sent fólk í súpermann-búningum?? Það fólk gæti látið 0,8% áhrif Íslands breytast í eitthvað annað.
Ásmundur, leitaðu geðlæknis. Þú þarft á því að halda.
Og enn og aftur, spurningin sem þú vilt ekki svara, Ásmundur. Er skilgreiningin á geðveiki ekki að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur, og búast við mismunandi niðurstöðu?
Hvernig á það ekki við þig, sem eyðir þínu auma lífi í að skrifa þínar fávita-áróðurs-möntrur hér á þessa vefsíðu aftur og aftur og aftur, en það er greinilega ekki að hafa nein áhrif. Ekki nein. Þér er sagt aftur og aftur að troða þessu blaðri, en samt heldurðu áfram og áfram og áfram.
Ertu kanski að búast við annari niðurstöðu? Ef ekki, hvers vegna heldurðu áfram og áfram og áfram?
Er það ekki skilgreining á geðveiki? Mér sýnist það.
palli (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 11:32
Ásmundur, nei, það verða ekki spænskar útgerðir sem flykkjast á íslensk mið, það verða íslenskar útgerðir í eigu spánverja.
Please, hættu að opinbera eigin heimsku. Það er svo sorglegt að horfa upp á þetta. Maður missir eiginlega alla von.
palli (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 11:35
Ásmundur, ég hef verið andsinni ESB frá upphafi. Þó ekki aðeins vegna fiskveiðilögsögunnar.
Það þýðir ekkert að vísa í einhverjar "reglur" frá Brussel. Síðast í gær var lettneski forsætisráðherrann að amast við breyttum Evru-reglum. Eftir að hafa unnið að því í 8 ár að uppfylla þær.
Brusselapparatið breytir nefnilega reglum fyrirvaralítið ef þeim sýnist svo.
Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 11:41
Kolbrún, þetta er bara bull.
Ég þykist vita að þú hafir látið blekkjast af áróðri andsinna. Annars væri það botnlaus vanmáttarkennd að tala svona. Að tala um Ísland annars vegar og ESB hins vegar eftir aðild er vottur af paranoju. Við verðum hluti af ESB.
Engar ákvarðanir eru teknar í ESB sem ganga gegn hagsmunum einstakra þjóða nema í fullu samráð við þær og án þess að fullt tillit sé tekið til þeirra sjónarmiða. Annars gengi samvinna af þessu tagi ekki upp.
Það er heldur ekki hægt að ógilda gerða samninga með lagabreytingum án samþykkis viðkomandi.
Það er svo annað mál að sumir hafa allt á hornum sér og líta á mál sem engu skipta sem stórmál.
Þannig fór einn andsinninn hamförum yfir því að banna ætti glóperur í ESB. Þetta var að hans mati alvarleg árás á persónufrelsið sem greinilega skipti hann meira máli en sá sparmaður á orku sem bannið leiddi til.
Þannig lækkar ekki bara orkukostnaður heimilanna vegna minni orkuneyslu heldur getur orkuverðið einnig lækkað vegna meira framboðs á orku.
Ásnundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 12:09
Ah.. Ásmundur segir að þetta sé bara bull. Þá hlýtur það bara að vera þannig.
Döhhh....
Mundu bara, Ásmundur minn, að þegar þú liggur hágrátandi í sturtunni, froðufellandi og slefandi, þegar þín heimsmynd hrynur, eða þegar þjóðin segir ykkur Esbingum að troða þessari umsókn og áróðri, ..að það er til fólk sem vill hjálpa þér að komast í gegnum þetta erfiða tímabil í þinni ævi.
Ekki hika við að leita þér hjálpar.
palli (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 12:24
Ásmundur, það er ekkert gaman að rökræða við þig um ESB. Þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum.
En svona á þínum nótum; þá er glóperubannið dæmigert frumhlaup ESB. Vel má vera að það spari orku; en hvar eiga ESB búar að losna við nýju kvikasilfurperurnar?
Verður þeim skotið upp í geim í sérhönnuðum ruslagámahnetti, eða verða þær jarðaðar á einhverri fámennri Kyrrahafseyju?
Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 12:24
ÁSMUNDUR/ÓMAR segir: - - - Ég þykist vita að þú hafir látið blekkjast af áróðri andsinna. Annars væri það botnlaus vanmáttarkennd að tala svona. Að tala um Ísland annars vegar og ESB hins vegar eftir aðild er vottur af paranoju. Við verðum hluti af ESB. - - -
Við ætlum ekki að verða hluti af þessu bákni ykkar þannig að takið ykkar eigin eilífu ´paranoju´ og ´vanmáttarkennd´ og farið með hana með í Brusselför ykkar Jóhönnu og Össurar. Það þurfti heldur engan´áróður andsinna´ til að ´blekkjast af áróðri andsinna´ ef maður var ALLTAF ANDSINNI SJÁLFUR.
Elle_, 18.2.2012 kl. 12:27
Og þar fyrir utan er ´áróðurinn´ ykkar. Við segjum hlutina eins og þeir eru þarna en ekki séð ofan úr skýjunum ykkar Jóhönnu.
Elle_, 18.2.2012 kl. 12:48
Kolbrún, gagnrýni andsinnans hafði ekkert með kvikasilfur að gera. Hann vildi bara fá að að ráða þessu sjálfur á kostnað fjöldans.
Andsinnar loka augunum fyrir ýmsum mikilvægum staðreyndum eins og gífurlegri skaðsemi af völdum krónunnar. Þetta gengur ekki lengur, sagði Jón Sigurðsson forstjóri Össurar.
Andsinnar eru í afneitun gagnvart þessu stóra vandamáli og láta eins og það sé ekki til þó að hálf þjóðin þjáist af völdum krónunnar.
Þannig horfa andsinnar aðeins á þau tré í skóginum sem þeim þóknast.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 13:13
Ásmundur, þegar eitt mál verður óþægilegt, þá hleypur þú bara í það næsta.
En þar sem þú vitnar í forstjóra einkafyrirtækis, sem hefur enga aðra hagsmuni en sína eigin, þá er auðvitað forvitnilegt að skoða hvað þú hefur á móti landssamtökunum, eða LÍÚ.
Hvað eru þau svo sem annað en félagsskapur margra "Össura"?
Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 13:39
Kolbrún, mér finnst eins og þú sért ekki alveg með á nótunum. Hvaða máli hljóp ég frá?
Eru þið andsinnar almennt fylgjandi því að útgerðarmenn fái einir tugmilljarða hagnað af fiskveiðiauðlindinni sem er eign þjóðarinnar?
Og hvernig geturðu varið allar eignatilfærslurnar, aðallega frá þeim efnaminni til hinna ríkari, sem fylgja því að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 14:24
Ásmundur þó, ESB sem er svo hrifið af (LÍÚ) kerfinu okkar!
Svo er orðið svolítið þreytt að kenna krónunni um alla skapaða óáran. Hún þarf auðvitað að sveiflast í takt við viðskiptajöfnuðinn, en allt umfram það eru verk misvitra stjórnvalda.
Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 14:45
Allir sem eru á annað borð læsir sjá að Ásmundur Friðriksson er ekkert annað en "heilaþveginn ESB sinni". Hann berst eindregið gegn fiskveiðihagsmunum Íslensku þjóðarinnar við ESB valdið í makríl deilunni, svo skömm er að.
Auk þess fullyrðir hann algerlega glórulaust:
"Að engar ákvarðanir séu teknar í ESB sem gangi gegn hagsmunum einstakra aðildarþjóða hverju sinni og að fullt tillit sé tekið til skoðana viðkomandi aðildarþjóðar"
Grikkland er samt eitt sorglegasta dæmið um þessa haugalygi ykkar ESB sinna þar sem ein mikilhæfasta smáþjóð veraldar hefur opinberlega verið niðurlægð og fótum troðin meira en þekkist í síðari tíma sögu gervallrar mannkynssögunnar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 16:54
Gunnlaugur, heilaþvotturinn er allur hjá ykkur andsinnum enda fátt um rök nú þegar fullveldisrökin hafa verið hrakin.
Stöðugleiki, lægri vextir, minni verðbólga, engin verðtrygging, betri samkeppnishæfni og meiri útflutningur nægja til að fólk velji aðild. Engin þörf er fyrir heilaþvott þegar allt þetta er í boði og meira til. Auk þess held ég að aðildarsinnar séu upp til hópa of vandaðir til að taka þátt í slíku.
Fjármagnstilfærslur vegna hruns krónunnar afla aðild einnig fylgis. Menn eru búnir að fá nóg af að geta ekki tekið lán, farið út í framkvæmdir eða gert aðrar áætlanir án þess allar fjárhagsáætlanir raskist á augabragði með milljónatapi.
Það er fullt tillit tekið til hagsmuna Grikkja í aðgerðum ESB fyrir þá. Það þýðir auðvitað ekki að hinar ESB-þjóðirnar fjármagni óráðsíu þeirra og spillingu eða greiði skuldir þeirra.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 18:22
Og enn flæðir haugalygin um Brusseldýrðina þó fullveldi sambandsríkjanna sé þar fótum troðið. Og níðst á minni ríkjum. Grikkland er stórkostlegt dæmi eins og Gunnlaugur benti á að ofan en blekkjarinn hlustar ekki á eitt eða neitt. Og lætur svo líta út eins og við hin séum öll LÍÚ menn sem styðjum slíkt kerfi. Honum finnst LÍÚ kerfi innan dýrðarsambandsins samt í fína lagi. Ekkert mál að gefa fiskinn okkar þangað. Og alla lögsöguna líka. Og fulveldið. Óþjóðalið sem hikar ekki við að blekkja og segja ósatt.
Elle_, 18.2.2012 kl. 21:29
Ásmundur segir:
"Gunnlaugur, heilaþvotturinn er allur hjá ykkur andsinnum enda fátt um rök nú þegar fullveldisrökin hafa verið hrakin"
??? Er maðurinn gjörsamlega vitstola? Ænei, Eiríkur Bergmann og aðrir fábjánar í "norskri sérfræðinganefnd" segja að fullveldi aukist við að fá 0,8% vægi í ESB, þannig að þá hafa "fulveldisrökin verið hrakin"!!!!
Þvílíkt og annað eins fífl eins og Ásmundur hef ég aldrei hitt.
Heilaþveginn fábjáni. Þannig er það nú bara. Frekar augljóst.
palli (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.