Hvað þarf til að fá þig til að samþykkja aðild Íslands að ESB?

,, Hvað þarf til að fá þig til að samþykkja aðild Íslands að
ESB? Hvernig þarf samningurinn að vera?" Þessi orð afskaplega kurteiss
ráðuneytisstarfsmanns hafa greypst í huga minn. Hann lét þau falla einhvern
tíma síðsumars, eftir fund þar sem ESB bar meðal annars á góma. Andstaða mín
við aðild Íslands að ESB hefur aldrei verið leyndarmál. Ég svaraði þessum ágæta
manni því að eðli ESB þyrfti að breytast til þess að ég skipti um skoðun. Rök þess fólks sem andvígt er ESB aðild Íslands eru mörg og innbyrðis ólík. Það sem vegur þyngst í huga mínum er fjarlægðin frá valdinu og eðli þessa valds, stundum er það kallað lýðræðishallinn.


Lýðræðishallinn felst meðal annars í því að þeir sem taka ákvarðanirnar eru
ekki kjörnir fulltrúar fólksins, heldur embættismenn og ýmsir fleiri koma það
við sögu, lobbyistar, embættismenn ýmissa landa og sérfræðingar innan kerfis og
utan. Kjörnir fulltrúar á Evrópusambandsþingið hafa ekki mikil völd í raun,
þótt reynt hafi verið að auka þau. Jens Peter Bonde, danskur fyrrverandi
Evrópusambandsþingmaður hefur öðrum fremur dregið fram hvernig orð og efndir
hafa farið saman í þeim efnum og um það hef ég áður skrifað og endurtek ekki
hér.

Við ESB-andstæðingar fáum gjarnan sömu klissjuna framan í
okkur: Ætlið þið að segja okkur að Danir, Svíar (aldrei er sagt, Rúmenar,
Ungverjar ...) séu ekki lýðræðisþjóðir? Þeir eru í ESB. Jú, mikil ósköp, en í
þessum löndum er mikli ESB andstaða, ekki síst vegna þessa lýðræðishalla. Og
ekki er svo ýkja langt síðan aðildin að ESB var samþykkt í Svíþjóð með litlum
meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og síðan hefur margt breyst í eðli ESB og
þróunin í átt að stórríki, þar sem þegnar mega sín lítils, hefur verið einbeitt
og hröð, þrátt fyrir harða viðspyrnu. Uppgjöf margra kemur fram í lítilli
þátttöku í kosningum til þings ESB, menn hafa ekki trú á að það hafi mikið
áhrif, aðrir halda áfram að malda í móinn. Kannski er bara verið að bíða eftir
að þeir þagni, þöggun er hættulegt vopn og mikið notað.

- Anna Björnsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfeldningurinn horfir á gulrótina en sér ekki Hnefann.

GB (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 12:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Hvað þarf til að fá þig til að samþykkja aðild Íslands að

ESB?"

Svarið við þessu er einfalt.

Lesa skrif Andsinna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2012 kl. 12:34

3 identicon

Ramó, geturðu ekki sagt eitthvað sem fær þig ekki til að líta út eins og vælandi táning?

..bara svona til tilbreytingar? prófa eitthvað nýtt, skilurðu

palli (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 14:24

4 identicon

Allir sem gera sér grein fyrir skaðsemi krónunnar hljóta að samþykkja ESB-aðild.

Það er ekki hægt að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á áframhald á því ástandi sem hér hefur ríkt eftir hrun þar sem tilfærslur á fjármunum hafa gert þjóðina hálfgalna. Þessu verður að linna. ESB-aðild og upptaka evru er eina raunhæfa lausnin.

En þar fyrir utan leiðir stöðugleikinn sem fylgir evru meðal annars til blómstrandi atvinnulífs, lægri vaxta, miklu minni verðbólgu, engrar verðtryggingar og lækkaðs vöruverðs.

Með öðrum orðum losar ESB-aðild og upptaka evru okkur við öryggisleysið sem fylgir krónunni og leiðir til meiri jöfnuðar og betri  lífskjara. Og síðast en ekki síst verður brýnni þörf á bandamönnum fullnægt. 

Og ekki má gleyma því að við munum endurheimta að hluta það fullveldi sem við misstum með EES-samningnum. Eftir ESB-aðild tökum við ekki lengur við tilskipunum frá Brussel sem við höfum ekki átt neinn þátt í að urðu til.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 14:44

5 identicon

Ásmundur, nei ég meina Ómar, nei ég meina Ásmundur...

Þú hefur greinilega ekki fundið réttu geðlyfin, sem við töluðum um um daginn. Það þarf kanski bara að vista þig á stofnun.

Reyndu nú að ná smá taki á sjálfum þér áður en það verður um seinan, og gera eitthvað í þessu málum.

Hræðilegt að horfa upp á þetta.

Stattu þig strákur. Þú getur þetta. Við trúum á þig.

palli (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 15:27

6 identicon

@ Ásmundur Harðarson.

Mikið óskaplega minna einhæf og algerlega gagnrýnislaus og hlutdræg skrif þin um listisemdir ESB stjórnsýsluapparatsins og stöðugar réttlætingar fyrir gagnsemi ESB ráðstjórnarinnar mig mikið á gamalgróna og trénaða Sovéttkommúnista í sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar eins og t.d. Einar Olgeirsson og fleiri sem þrátt fyrir góðan hug trúðu samt enn og meira að segja enn og aftur þrátt fyrir að allir ágallar miðstýringarinnar og hinnar hræðilegu ásýndar þessarar valdaelítu og þessarar gjörspilltu embættiselítu ráðstjórnarinnar hefðu að mestu verið afhjúpaðir, þá af gömlum vana og af sinni barnatrú þá engu að síður trúðu þeir samt enn og aftur á mikilleik og yfirburði Ráðstjórnar hinns óskeikula og meinta mannkærleika Kommúnismans !

Meira að segja trúir þú enn afsökunum og eftir á skýringum Ráðstjórnarinnar í Brussel um að ein helsta og elsta menningarþjóð veraldar Grikkir, séu bæði "letingjar, þjófar og skattsvikarar", sem ekki séu á vetur setjandi.

Þess vegna eigi hin útvalda gerspillta og sjálfumglaða Valda elíta ESB silkihúfnanna í Brussel nú að hafa fullan rétt til þess að niðurlægja og fótumtroða hina merku og fornu Grísku menningu og lýðræði í nafni hinnar sjálfsupphöfnu hippókratísku og sjálfsupphöfnu Bjúrókratíu í Brussel.

Ég fyrirlít ekkert í veröldinni meira en þetta ESB valdahyski og þeirra hörmulega skítapakk og ég óska þess heitt og innilega að lymskulegur og einhliða áróður þinn og annarra föðurlandssvikara Brusselelítunnar nái aldrei að afvegaleiða meirihluta íslensku þjóðarinnar til þess að binda trúss sitt við þetta soruga skítapakk !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 17:22

7 identicon

Gunnlaugur, það stendur ekki steinn yfir steini í þessari athugasemd þinni.  

Óhæfi krónunnar til að þjóna sem gjaldmiðill hefur ekkert með ESB að gera. Óboðlegar tilfærslur á fé vegna gengissveiflna krónunnar einkum frá hinum efnaminni til hinna ríkari hafa heldur ekkert með ESB að gera.

Þetta eru augljós atriði sem Jóns Sigurðsson forstjóri Össurar nefndi á Viðskiptaþingi nýlega. Þessi áhrif og reiði fólks vegna þeirra hafa varla farið framhjá nokkrum manni enda enn í fullum gangi öllum til mikils ama.

Lastu ekki viðtalið sem ég benti þér á við Jónaz Haralz heitinn um hve gjaldeyrishöft léku okkur grátt á árum áður?

Jónas taldi það okkar mesta hagsmunamál að afnema gjaldeyrishöftin og taka síðan upp evru í fyllingu tímans.

Því miður er þó sá hængur á að smæð gjaldmiðilsins veldur því að hann þolir ekki að vera án gjaldeyrishafta til frambúðar. 

Meðal annars er hann of auðveld bráð fyrir erlenda hrægammasjóði. Með krónu á floti er nýtt hrun nánast óhjákvæmilegt. Þá gæti Ísland auðveldlega farið í þrot.

Ertu að halda því fram að verðbólga minnki ekki og vextir lækki ekki með upptöku evru þó að augljóst sé að' sveiflur á gengi krónunnar valdi verðbólgu og haldi uppi vöxtum?

Ertu að fullyrða að það sé jafnmikil þörf á verðtryggingu með evru og krónu þrátt fyrir miklu minni verðbólgu í evrulöndum en hér?

Og hvað með samkeppni við erlenda banka eftir að evra hefur verið tekin upp? Ef bankar reyna að hafa vexti hærri en í ESB-löndum verður þess ekki langt að bíða að erlendir bankar opni hér útibú og bjóði betur.

Viltu meina að ekki fylgi meiri stöðugleiki evru en krónu? Berðu ekkert skynbragð á hve mikilvægur stöðugleikinn er fyrir fólk og fyrirtæki? Geriðru þér enga grein fyrir að án hans eru flestar áætlanir, lántökur og framkvæmdir glæfraspil.

Meðal annars af þessum ástæðum er mun meiri fengur fyrir Ísland að ganga í ESB en fyrir flestar aðrar þjóðir. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 20:12

8 identicon

Gunnlaugur, ef þú þekkir eitthvað að ráði til ESB þá veistu að lýðræði og mannréttindi eru þar í hávegum höfð.

Það er því algjörlega fráleitt að líkja því við Sovjet. Að kalla ESB valdahyski og skítapakk er auðvitað ekkert annað ómerkilegur blekkingaráróður andstæðings ESB. Valddreifingin er þar mikil og valdníðsla því illmöguleg. 

Það eru auðvitað meðmæli með ESB að það vilji tryggja að fjárstyrkur til Grikklands verði notaður í það sem til er ætlast. Það er skylda ESB gagnvart aðildarþjóðunum að tryggja að féð verði ekki notað í áframhaldandi sukk.

Það er ómerkilegur áróður að halda því fram að ESB sé að bera út óhróður um Grikkland. Þetta eru fréttir úr heimspressunni en ekki frá ESB.

Ertu að halda því fram að sögur af spillingu í Grikklandi séu úr lausu lofti gripnar? Viltu meina að svört vinna og önnur skattsvik séu þar lítil og að farið sé vel með opinbert fé í hvívetna? 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 22:39

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góði Ásmundur, Hagstjórninni er þá um að kenna. Hvernig stendur á að Evran er svona fallvölt? Hvað gerðu kommissar rangt,eða viltu ekki viðurkenna að Evran er í dauðateygjunum. Viltu draga okkur inn í efnahagsbandalag fallandi gjaldmiðils? Má ég spyrja hvers vegna? Vegna þín? Í upphafi segir pistlahöfundur hér ,,Hvað þarf til að fá þig til að samþykkja aðild Íslands að ESB,,? Mig langar að snúa spurningunni við og spyrja þig:,, Hvað þarf til að fá þig til að hætta þessu og hafna aðild að ESB,,? Er gjaldmiðill okkar of auðveld bráð fyrir hrægammasjóði? Greinilega með þessi stjórnvöld við stýrið. Þjóðin mun að öllum líkindum leiða ný öfl til valda,þar sem hámenntaðir einstaklingar í hagfræði,ásamt þaulreyndu stjórnmálafólki,mun taka við stjórnartaumunum. Það er orðið aðkallandi. Hrikalegt að sjá hvernig Evrópusambandið leikur Grikkland,við ætlum að berjast gegn ESB. ALLT fyrir landið okkar kæra.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2012 kl. 02:57

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Síðan legg ég til að þú lesir pistil Gunnars Rögnvaldssonar: Dagur í lífi myntar,Össurar h/F, er það ekki í Peso/landi,Mexíkó?

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2012 kl. 03:29

11 identicon

Helga, ástandið er fyrst og fremst krónunni að kenna en ekki hagstjórn.

það er eðli litilla gjaldmiðla að gengi þeirra sveiflast mikið. Verðhækkanir verða þegar gengi þeirra fellur án þess að verðlækkanir verði þegar gengið hækkar. Verðbólga verður því óhjákvæmilega mikil.

Evran er ekki fallvölt, hvað þá í dauðateygjunum. Hækkun á gengi hennar frá upphafi aldarinnar er um 30% gagnvart bandaríkjadollar og bresku pundi.

Jafnvel þó að evran lækkaði talsvert verða áhrifin á verðlag lítil vegna þess að viðskipti ESB-þjóða eru mest hver við aðra.

Ísland á einnig í mestum viðskiptum við ESB-þjóðir. Lækkun á gengi evru bætir samkeppnisstöðu evrulanda við lönd utan ESB.

Þegar fólk rís upp gegn valdhöfum, fyrir það eitt að þau fara að lögum, og krefst þess að lög séu brotin til að færa fé til þeirra frá lögmætum eigendum þeirra þá er réttarríkið í hættu sérstaklega ef þetta ástand varir.

Með krónu mun það vara til frambúðar allavega ef gjaldeyrishöftin festast ekki í sessi með skelfilegum afleiðingum.

Landflótti mun bresta á enda verður ólíft hér fyrir allt réttsýnt fólk sem hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Evran er því ekki aðeins efnahagsleg nauðsyn. Þær eignatilfærslur sem fylgja sveiflum á gengi krónunnar eru augljóslega meiri en geðheilsa þjóðarinnar þolir. 

Helga þú ættir að kynna þér viðhorf valinkunnra manna með reynslu eins og Jónasar Haralz og Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar í stað áróðurs aumra bloggara.

Í nýlegum pistli Illuga Jökulssonar KREPPA OG HÖFT er viðtal við Jónas Haralz. Og hér eru viðhorf Jóns Sigurðssonar:

http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/15/kronan_er_fillinn_i_stofunni/

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 07:43

12 identicon

"Evran er ekki fallvölt, hvað þá í dauðateygjunum"

Holy shit hvað þú ert ruglaður, Ásmundur.

Einhvern veginn er maður alltaf jafn gáttaður á að lesa þetta bull sem vellur upp úr þér. Hvernig er hægt að vera svona bilaður í kollinum??!!??

Held að þetta geðástand hjá þér kalli á bráðainnlögn á stofnun, þegar raunveruleikinn byrjar að lemja þig í hausinn. Líklegast ekki langt þangað til.

Þegar þín heimsmynd hrynur til grunna, mundu að leita til sérfræðinga. Geðlyf geta verið nauðsynleg lausn fyrir þig. Ekki skammast þín fyrir það.

palli (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:09

13 identicon

Ásmundur.

Skilgreiningin á geðveiki, by the way, er að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, en búast við mismunandi niðurstöðu.

Hvað er þú búinn að skrifa oft og lengi ummæli á þessari vefsíðu?

Heldurðu að það hafi haft einhver áhrif? Í alvöru?? Það eru allir (nema þitt alter-ego, Ómar) búnir að hrauna yfir vitleysuna í þér, en samt heldurðu áfram og áfram og áfram.

Hverju heldurðu að komi út úr því? Önnur niðurstaða en áður?

Þú ættir alvarlega að spá aðeins í sjálfum þér, og að því loknu að leita þér hjálpar.

palli (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:15

14 identicon

Palli, þú greinilega skammast þín fyrir að vera á geðlyfjum.

Það kemur fram i þessari þörf þinni fyrir að aðrir séu á lyfjum. Þú getur ekki horfst í augu við að vera bilaðri en allir hinir sem eru heilbrigðir.

Eða kannski ertu enn verr staddur og neitar að horfast í augu við þá augljósu staðreynd að þú þarft á lyfjum að halda.

Reyndu að ná bata. Liður í því er að hanga ekki hér því að þú þolir það augljóslega ekki.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:30

15 identicon

haha!

Já, þegar ég var í grunnskóla þá var það einmitt trixið að segja "Þú líka!!" eða "Spegill!!"

Lærðu að rífa kjaft eins og Íslendingur, bjánabarnið þitt. Ænei, þú vilt ekki vera Íslendingur, þú vilt vera Esbingur.

Og þegar þú hefur ráðið við þína veruleikafirringu, þá geturðu kanski farið af geðlyfunum.

Ég endurtek spurninguna: Hvað heldurðu að hafi komið út úr þínum síendurteknu möntrum og áróðurs-slagorðum hérna á þessari vefsíðu? Og ef það hefur ekkert komið út úr því (sem virðist raunin miðað við viðtökurnar), hvers vegna heldurðu því áfram? Það virðist tilgangslaust, ekki satt?

...skilgreining á geðveiki, manstu.

(Og komdu svo aftur með "Þú líka!" væl, bara svona til að undirstrika eigið geðástand og fullkomið rökþrot.)

En auðvitað geturðu ekki svarað. Þú getur ekki neitt, nema muldra möntrur og gubbað meira út af þessum lyga-trúarofstækisáróðri þínum.

palli (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:52

16 identicon

Endilega útskýrðu þetta aðeins fyrir okkur, Ási.

Skilgreiningin á geðveiki er nokkur skýr og viðurkennd.

Og tilgangleysi þinna skrifa virðist jafn augljóst.

En samt heldurðu áfram og áfram og áfram.

Ég hef bara áhyggjur af þér. Þegar öll þín heimsmynd hrynur, eða þjóðin fái tækifæri til að stoppa þetta aðlögunarferli, sem þínar hetjur hafa logið inn á þjóðina...  ja... þá kanski sturlastu endanlega??

Heldurðu að þú getir höndlað það? Ég er nefnilega ekki svo viss. Ég sé fyrir mér slefandi einstakling með gráðbólgin augu og froðufellandi, nema þú sér viðbúinn þessu áfalli og leitir til sérfræðinga, þ.e. ef þú ert ekki þegar í lyfjameðferð (og þá ættirðu að finna betri lyf).

En endilega, Ási...  útskýrðu þetta fyrir okkur. Er skilgreining á geðveiki sem sagt vitlaus? Eða telurðu að þín skrif hérna séu að hafa einhver áhrifa á einhvern?

Spyr sá sem ekki veit.

palli (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 12:06

17 identicon

Já og ef ég væri á geðlyfum þá myndi ég ekkert skammast mín fyrir það.

Það er ekkert að skammast sín fyrir, Ásmundur. Stundum er það bara nauðsynlegt að komast í gegnum erfið tímabil fyrir sumar.

Stattu þig strákur. Þú getur þetta.

palli (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 12:08

18 identicon

Palli, það þarf ekkert að útskýra þetta nánar. Skrif þín bera þess merki að þú ert greinilega snarbilaður.

Hvort þú skammist þín fyrir að taka geðlyf og ímyndir þér þess vegna að aðrir þurfi það líka eða ert ekki fær um að horffast í augu við að þú þarft á geðlyfjum að halda skiptir ekki máli.

Eitt er víst að þú ert sá bilaðasti allra sem ég hef fyrirhitt í bloggheimum eftir margra ára þátttöku í umræðum þar.

Læt ég hér staðar numið um geðheilsu Palla, allavega í bili. Hún er ekki á minni könnu.    

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 14:35

19 identicon

Takk sömuleiðis,

en þú svarar ekki spurningunni (og vilt/getur það kanski ekki) en ég endurtek hana enn einu sinni;

Er skilgreiningin á geðveiki ekki rétt, þ.e. ekki rétt skilgreining á geðveiki að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur, en búast við mismunandi niðurstöðu?

Eru þín endalausu skrif á þessa vefsíðu að hafa einhver áhrif? Heldurðu það, svona miðað við viðbrögðin sem þú færð hjá öllum?

Og ef þau eru ekki að hafa nein einustu áhrif, hvers vegna heldurðu þá áfram og áfram og áfram? Ertu að búast við annari niðurstöðu? Ef ekki, hvers vegna heldurðu áfram og áfram?

Þú getur líklegast ekki svarað vegna þroskaleysis. Þú ættir að finna þér stóran spegil og horfa vel og lengi í hann.

En já, ekki gleyma, þegar þín heimsmynd hrynur og þú situr í sturtunni hágrátandi, ekki skammast þín fyrir að leita til geðlæknis og fá viðeigandi lyf. Það er ekkert að því.

palli (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband