Joschka Fischer: ESB stefnir í samdrátt og jafnvel upplausn

Hvernig er ástandið í draumalandi Jóhönnu og Össurar, sem þau reyna nú hvað ákafast að draga Íslendinga inn í, frá sjónarhóli fyrrv. utanríkisráðherra og varakanslara Þýskalands sem seint verður vændur um ESB-andstöðu?

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær er Joschka Fischer mjög svartsýnn á framtíð ESB og segir hreint út: „Upplausn Evrópu (les: ESB) er þegar komin mun lengra á veg en hún lítur út fyrir að vera." Honum verður tíðrætt um þær gífurlegu andstæður sem sameiginlegur gjaldmiðill hefur skapað, þ.e. uppgang í Þýskalandi á sama tíma og hætta er á hruni í mörgum jaðarríkjum:

„Efnahagur ríkja Evrópusambandsins er að öllum líkindum á leið inn í langvarandi samdráttarskeið, að miklu leyti fyrir eigin tilverknað ríkjanna. Þýskaland reynir enn að berjast gegn vofu ofurverðbólgunnar með harkalegu aðhaldi á evrusvæðinu en ESB-lönd í kreppu horfa fram á raunverulega hættu á verðhjöðnun sem gæti hugsanlega haft skelfilegar afleiðingar. Það er aðeins spurning um tíma - og ekki lengur langan tíma - hvenær efnahagslegt ójafnvægi fer að valda pólitísku ójafnvægi.

Afturhvarf frá lýðræðinu virðist vera að ná tökum á Ungverjalandi og þar sjáum við forsmekkinn að því sem gæti gerst í Evrópu ef evrukreppan og verðhjöðnun halda áfram að hrjá þjóðirnar. Ólgan vex stöðugt í Miðjarðarhafslöndum ESB og í Írlandi, ekki einvörðungu vegna þess að aðhaldsaðgerðir eru farnar að bíta heldur líka - og kannski enn frekar - vegna þess að ekki er boðið upp á neina stefnu sem veitir almenningi von um betri framtíð. Ráðamenn í Berlín vanmeta gróflega sprengikraftinn í þróun mála sem stendur, þróun sem hnígur í átt að því að fullveldi aðildarríkjanna verði smám saman endurheimt fyrir tilstuðlan almennings."

Joschka Fischer hefur bersýnilega enga trú á því að Merkel kanslari viti hvað hún er að gera: „Samsteypustjórn CDU og FDP vill frekar sykurhúða ástandið með því að sannfæra sjálfa sig um að hér sé á ferðinni engilsaxneskt samsæri, stutt af hálfu þeirra evrópsku kreppuríkja sem ekki vilji standa sig betur og gera umbætur og hafi það eitt að markmiði að láta Þjóðverja borga. Hingað til hefur stjórn Merkel verið eins og maður sem ekur á móti umferðinni, alveg sannfærður um að hinir séu allir að fara í vitlausa átt."

Í lokin segir Fischer: „Þetta verður ekki ókeypis. Ef stjórn Merkel heldur að það sé nóg að tala vinsamlega um hagvöxt er hún að leika sér að eldinum: hruni evrunnar og þá myndu ekki bara Þjóðverjar brenna sig illa."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greiðsluþrot Grikklands er óhjákvæmilegt.

Það á ekki að veita þeim fyrirgreiðslu núna. Það væri burtkastað fé. Ástæðan er að ríkisstjórnin og þingið hafa ekki þjóðina með sér.

Næsta ríkisstjórn mun fylgja vilja þjóðarinnar og því ekki standa við samninginn, hvorki efnahagsráðstafanirnar né greiðslur af láninu.

Fall Grikklands mun ekki hafa nein veruleg áhrif á evruna.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 23:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég mæli með því að þjóðverjar verði nú endanlega fríaðir af ósanngjörnum ofurskuldum sínum í seinni heimsstyrjöldinni.

Þýskaland er búið að líða svo mikið fyrir fáa geðveika heims-stjórnmálamenn, sem stýrðu verðbréfa-svika-spillingunni og gyðinga-hatrinu/aftökunum.

ESB-samsteypan er ekki réttlát leið fyrir þjóðverja út úr gömlu kúgun heimsveldisins, sem Hitler var notaður til að bera ábyrgð á, vegna síns veruleikafirringar-veikleika.

Angela Merkel er fórnarlamb heims-yfirstjórnarinnar, eins og Hitler var. Það verður að hjálpa þessari ágætu konu út úr siðspilltu heims-stjórnvaldinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband